Page 1

SÉRRIT - 7. tbl. 19. árg. 16. febrúar 2012 Netfang: stykkisholmsposturinn@anok.is Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Umferð um þjóðgarðinn eykst

Úttekt á leikskólanum í Stykkishólmi

Í fundargerðum ráðgjafanefndar Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls frá síðasta ári, sem bárust Stykkishólms-Póstinum í vikunni, kemur fram að starfið í Þjóðgarðinum hafi gengið vel s.l. sumar. Alls komu 10 landverðir að vinnunni auk þjóðgarðsvarðar. Þrír landverðir voru ráðnir til viðbótar vegna Vatnshellis, samtals í um 37 vikur. Landvarðavikur voru um 90 á árinu 2011 miðað við 50 árin á undan. Fyrstu níu mánuði ársins höfðu 20 þúsund ferðir verið skráðar um veginn út á Öndverðarnes. Í gestastofuna á Hellnum komu rúmlega ellefu þúsund manns, um þúsund fleiri en sumarið áður. Kaffihús opnaði við hlið gestastofunnar og hafði það jákvæð áhrif á starfsemina að mati starfsmanna þjóðgarðsins. Í tengslum við Vatnshelli voru farnar 5 ferðir á dag í hellinn. Þrír landverðir voru á vakt við hann í senn og fóru tveir niður á meðan einn tók á móti fólki og pöntunum í síma. Alls fóru um 5400 manns í hellinn s.l. sumar og um 500 manns utan þess tíma. Alls hafa því um 6000 manns farið í hellinn á árinu 2011. Til þess að standa undir kostnaði vegna hellisins er nauðsynlegt að hækka gjaldið í hann. Ákveðið var að gera tillögu til ráðuneytisins um að hækka gjaldið í 2000 krónur. Nauðsynlegt er að stækka bílastæðið við hellinn og eru uppi hugmyndir um að gera nýtt stæði nokkru sunnan við hann. Þjóðgarðsvörður vinnur að málinu með Vegagerðinni. am

Í haust var gerð á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins úttekt á starfsemi Leikskólans í Stykkishólmi. Markmiðið var að leggja mat á starfsemi leikskólans með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Í skýrslunni kemur m.a. fram að börnum á leikskólanum sé búið hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Einnig kemur fram að „skólinn virðist nokkurs konar óskabarn Stykkishólms og nýtur virðingar og vinsemdar hagsmunaaðila, grenndarsamfélags og atvinnulífs, ... Þjónusta leikskólans við foreldra virðist vera til fyrirmyndar og sátt ríkir milli leikskólans og foreldra um fyrirkomulag starfsins.“ Fram kemur að helsti ljóður á starfi leikskólans sé að þar sé ekki til innra mat eins og leikskólalög kveði á um. Úttektaraðilar benda á að rekstraraðili er hér að nokkru ábyrgur þar sem sveitarfélagið hefur hvorki gert kröfu um innra mat, né fylgt gerð þess eftir. Einnig benda þeir á að skólanámsskrá leikskólans sé úrelt og þurfi endurskoðunar við og að sveitarfélagið þurfi að staðfesta námsskrána með formlegum hætti. Í tillögum til úrbóta er nefnt að Stykkishólmsbær styðji við faglegt starf t.d. vegna vinnu við innra mat og endurskoðun skólanámsskrár. Einnig er lagt til að eftirlitshlutverk skólanefndar sveitarfélagsins þurfi að skerpa. „Heildarstefna Stykkishólms í skólamálum með aðkomu allra hagsmunaaðila kæmi leikskólanum og eflaust öðrum skólastofnunum í sveitarfélaginu vel. Núverandi skólastefna ber þess merki að hvert skólastig hafi verið nokkuð einrátt um mótun stefnunnar.“ Lagt er til að agastefna verði gerð sem og jafnréttisáætlun þar sem ójafnt kynjahlutfall barna er í leikskólanum um þessar mundir. Einnig er talið æskilegt er að skerpa þann hagsmunavettvang foreldra, sem foreldraráð leikskólans er. Æskilegt er að foreldraráðið fundi reglulega, setji sér starfsreglur og sé sá eftirlitsaðili sem því ber að vera. „Á heildina er um metnaðarfullt og ábyrgt starf að ræða í Leikskólanum í Stykkishólmi. Annmarkar á formfestu við stjórnskipan skólans og eftirlits með innra starfinu virðast ekki hafa komið niður á því en geta skoðast sem sóknarfæri til þess að bæta um betur.“ Höfundar úttektarinnar eru Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, Lilja Sigurðardóttir og Agnes Braga Bergsdóttir. Úttektin er 45 bls. og má nálgast hana á heimasíðu leikskólans am www.stykkisholmur.is/leikskolinn

Snæfellsstúlkur í bikarúrslit á laugardaginn Stjarnan mætti í Hólminn s.l. mánudagskvöld í undanúrslitaleik Poweradebikar kvenna þar sem Snæfellssttúlkur tóku á móti þeim. Hvorugt lið hefur komist svo langt áður og ljóst að leikurinn myndi skila nýjum nöfnum í úrslitaleik bikarsins. Stjarnan er í öðru sæti fyrstu deildar og Snæfell í fimmta sæti Iceland Express deildarinnar. Í fyrstu leikhlutum var ekki mikinn mun að sjá á liðunum eða þar til Snæfell tók stjórnina og í hálfleik var staðan 45-29 fyrir Snæfelli. Í þriðja leikhluta fór Hildur Sigurðardóttir í fararbroddi Snæfellsstúlkna og var staðan eftir hann 79-39. Undir lok fjórða leikhluta var brúnin farin að lyftast á Snæfellsstúlkunum þegar ljóst var orðið að sigur væri í höfn og þær á leið suður í bikarleik n.k. laugardag í Laugardalshöllinni kl. 13.30 Snæfellsstúlkurnar eru staðráðnar í að koma með bikarinn heim á laugardaginn og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna í Laugardalshöllina á leik þeirra við Njarðvík og klæðast rauðu af því tilefni. am

Frá 112 deginum í Stykkishólmi s.l. laugardag, þar sem m.a. bíll var klipptur!


Stykkishólms-Pósturinn, 7. tbl. 19. árgangur 16. febrúar 2012

Leiklistarnámskeið hjá leikfélaginu Grímni Vikuna 20. til 25. febrúar mun leikfélagið Grímnir bjóða upp á leiklistarnámskeið fyrir börn og fullorðna fáist næg þátttaka. Kennarinn á námskeiðinu er Hrafndís Bára Einarsdóttir. Fyrir utan eitt smáhlutverk í leiksýningu á vegum menntaskólans á Egilsstöðum, þegar Hrafndís var ungur og ómótaður listamaður, hóf Hrafndís leiklistarferil sinn með leikfélaginu Grímni með ódauðlegri og ógleymanlegri túlkun sinni á frú Sowerberry í uppsetningu félagins á “Oliver Twist” árið 2007. Eftir það var ekki aftur snúið og fór Hrafndís í leiklistarnám haustið 2008. Hrafndís útskrifaðist af leiklistarsviði Kvikmyndaskóla Íslands vorið 2010 og hefur síðan þá fengist við margvísleg verkefni, m.a. haldið leiklistarnámskeið fyrir menntaskólann á Egilsstöðum og í framhaldi af því leikstýrt þeim í sýningunni “Ástin er diskó lífið er pönk”. Með samstarfi sínu við leikfélagið Grímni vill Hrafndís deila með okkur því sem hún hefur lært í leiklistinni frá því hún hélt suður í nám. Fyrirhugað er að halda tvö námskeið. Annars vegar námskeið fyrir einstaklinga fædda 1996 eða fyrr og hins vegar fyrir börn og unglinga fædda 2005 til 1997. Fullorðinsnámskeiðið verður frá 20:00 til 23:00 mánudags til föstudagskvölds og svo verður endað á laugardeginum frá 13:00 til a.m.k. 18:00 (fer eftir leikflæði). Barna- og unglinganámskeiðið yrði frá 16:30 til 18:30 mánudag til föstudags. Bæði námskeiðin eru háð því að næg þáttaka fáist og viljum því hvetja þá sem vilja taka þátt til að hafa samband við formann leikfélagsins, Bjarka Hjörleifsson. Svona námskeið gagnast ekki eingöngu þeim sem hafa áhuga á leiklistinni heldur er þetta gott tækifæri til að losa um hömlur, auka sjálfsöryggi og framkomu. Ef vel tekst til mun seinni hluti fullorðinsnámskeiðsins snúa að spuna og verkfærum sem leikarar nýta sér í spunaverkefnum og reynt að enda námskeiðið á spunaverki. Að setja upp spunaverk er tilraunaverkefni ræða innan leikfélagsins og ef vel tekst til gæti þetta orðið fastur liður í byrjun hvers árs á móti stærra verki að hausti. Verðið fyrir fullorðinsnámskeiðið er kr 2.000.- og fyrir barnanámskeiðið er kr 1.500.- fyrir fyrsta barn, kr 1.000.- fyrir annað barn og gjaldfrítt fyrir fleiri systkini. Að auki fá félagsmenn leikfélagsins 10% afslátt af námskeiðisgjaldi sínu. Skráning hjá Bjarka Hjörleifssyni með tölvupóst í póstfangið (bjarkihj@gmail. com) eða hringja í síma 821-4265. Að lokum viljum við minna á félagsgjöldin sem eru mikilvægur

þáttur í starfi leikfélagsins. Viljum við nýta tækifærið og bjóða þeim sem vilja starfa með okkur eða að styrkja okkur að vera með í félaginu með því að greiða félagsgjöld. Gjaldið er eingöngu 1.500,- fyrir árið og má greiða það inn á 309-13-58 (rangt reikningnúmer í síðustu grein), kt. 451078-1009, mikilvægt er að muna eftir að setja í skýringu nafn félagsmanns og textann “félagsgjöld”. Fyrir félagsgjaldið fæst svo 10% afsláttur af öllum sýningum og viðburðum leikfélagins fyrir félagsmenn, þ.á.m. leiklistarnámskeiði, ásamt þeim möguleika að taka þátt í skemmtilegu starfi, en bein þáttaka er þó ekkert skylda við greiðslu félagsgjalda. f.h. leikfélagsins Grímnis, Una Kristín Pétursdóttir

Opið hús hjá Hebbunum á laugardag Hebbarnir ætla að hafa opið hús í Setrinu n.k. laugardag frá kl. 1417 í Setrinu þar sem þeir gera sér og öðrum glaðan dag. Það verður boðið upp á hæfileikakeppni kl. 15 og er skráning á staðnum. Markaður með allt í boði sem fólk bráðvantar og eins það sem engan vantar. Spákona sem veit og sér lengra en nef hennar nær. Kaffi og möffíns, allt þetta og meira til. (Fréttatilkynning)

Þinn staður á netinu www.stykkisholmsposturinn.is Jónína Ben íþróttafræðingur kynnir, með fróðlegum fyrirlestri, nýtt námsefni um heilsu „Í form á 40 dögum“. 18. febrúar Hótel Stykkishólmur Kl 14.00 Ókeypis aðgangur.

Smáauglýsingar Óska eftir íbúð til leigu. Allt skoðast. Upplýsingar fást hjá Einari 8400314

Sumarlína Hummel 2012 komin í hús

Frá foreldrafélagi Grunnskólans:

Erum að taka upp stóra sendingu af vörum frá Hummel á alla aldurshópa.

Öskudagurinn 2012 • Gengið verður frá Tónlistarskólanum kl. 13:30 með viðkomu þar sem hersingin tekur lagið á Dvalarheimili, Sæferðum, Sjúkrahúsinu, Arionbanka, TM, Skipavík, Anka og Lyfju. • Öskudagshátið verður svo framhaldið í íþróttahúsinu frá kl. 16:00 - 17:30. • Öskudagsball fyrir 7. - 10. bekk verður um kvöldið í sal Tónlistarskólans.

Heimahornið

GRÁSLEPPUSJÓMENN STYKKISHÓLMI -

Kaupum hrogn Sköffum tunnur Sköffum salt Hafið samband

www.stykkisholmsposturinn.is

NORDEN ehf

Sími: 568-7800 Gsm: 897-5744 Netfang: karfavogur43@simnet.is 2

stykkisholmsposturinn@anok.is


S BRA

NE

Stykkishólms-Pósturinn, 7. tbl. 19. árgangur 16. febrúar 2012

NESVEGI 1 STYKKISHÓLMI

BOLLUDAGSHELGI Bolla, Bolla, Bolla, Rjómabolla! Vatnsdeigs- og gerbollur með ýmsum bragðefnum. Opið verður á sunnudag/Konudag frá klukkan 11 - 16.

Keyrum Bolludagsbollur út til fyrirtækja! Hægt er að gera pantanir á netfang hrefnagiss@simnet.is Hlökkum til að sjá þig! Kveðja, starfsfólk Nesbrauðs ehf. Nesbrauð sími 438-1830 Opnunartími: mánudaga-laugardaga 9-16

Krakkar – foreldrar! Munið kirkjuskólann kl. 11.00 á sunnudag.

Opið

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is

Fimmtudagskvöld, föstudagskvöld, laugardagkvöld og sunnudagskvöld. Konudagsmatseðill á sunnudagskvöldið Hádegisopnun eftir helgina! Fylgist með á narfeyrarstofa.is Allar nánari upplýsingar í síma 438-1119 Ferjan Baldur

Óskum eftir metnaðarfullu starfsfólki í þjónustu og eldhús fyrir sumarið. Spennandi tímar framundan.

Vetraráætlun frá 4. okt. 2011 - 9. júní 2012 Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00 Aukaferð 18.febrúar: kl.9 frá Stykkishólmi og kl. 12 frá Brjánslæk.

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

www.stykkisholmsposturinn.is

3

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 7. tbl. 19. árgangur 16. febrúar 2012

Sverrir Kristjánsson lögg. fasteignasali Ægisgötu 11 340 Stykkishólmi Sími: 896 4489 sverrir@posthus.is

TIL SÖLU SKÚLAGATA 26 Um er að ræða glæsilegt, vel hannað einbýlishús á tveimur hæðum (hæð+ris með stórum kvistum) ásamt innbyggðum bílskúr á mjög fallegum útsýnistað við Skúlagötu í Stykkishólmi. Frábært útsýni er yfir Maðkavíkina, Kríuhólma og inná sundin. Húsið er mjög glæsilegt í alla staði með vönduðum og fallegum gólfefnum, parket og flísar og hvítum innréttingum.  Bílskúrinn er 33,6 fm. flísalagður. Verð kr. 35.000.000

TIL SÖLU HÖFÐAGATA 17 HÖFÐAGATA 17 Stykkishólmi. Einbýlishús á einni hæð ásamt sambyggðum bílskúr og hjalli. Húsið stendur hátt og því gott útsýni frá húsinu. Stór ræktuð lóð. Húsið skiptist í forstofu með dúk á gólfi,baðherbergi með dúk á gólfi og veggjum, sturtuklefi,vaskborð með yfirskáp. Hol með dúk á gólfi t.v. eldhús með hvítri innréttingu og borðkrók, innaf eldhúsi er þvottaherb., t.h. eru tvö svefnherbergi annað með dúk en hitt með teppi. Fyrir enda holsins er stofa með parketi og innaf henni er þriðja svefnherbergið. Undir húsinu er lítill kjallari. Valmaþak með lítilli geymslu. Húsið er klætt utan með lituðu áli, góðir endurnýjaðir gluggar með tvöföldu gleri. Bárujárn á þaki. Bílskúr og hjallur er bárujárnsklæddur en óeinangraður. Eignin er í heild öll snyrtileg og vel umgengin. Eignin er laus fljótt. Verð kr. 17.000.000

TIL SÖLU NESTÚN 16 NESTÚN 16 er einbýlishús á einni hæð, timburhús byggt af Trésmiðjunni Ösp. Húsið er byggt í vinkil. Húsið stendur á hornlóð og er því góð aðkoma að því. Húsið skiptist í forstofu með flísum, t.v.er þvottaherbergi með innr. Gangur opnast í hol, t.v.er rúmgott bað flísalagt gólf og veggir, innrétting, innaf baðinu er Sauna klefi. T.h. borðstofa með flísum á gólfi, eldhús með góðri upphaflegri innréttingu flísar á gólfi og búr innaf eldhúsi. Fjögur góð svefnherbergi, góðir skápar í hjónaherberginu, stofa. Á gólfum er parket utan dúkur og korkur á minni svefnherb. Loft eru tekin upp með furuklæðningu, mjög heillegt hús. Út af borðstofu og stofu er stór sólpallur. Lóðin er frágengin. Bílastæði grús. Verð kr. 22.900.000

TIL SÖLU SJÁVARBORG Til sölu sérstök fasteign ca. 440 fm. kjallari,hæð og efrihæð. Staðsett við höfnina í Stykkishólmi og rekstur verslunarinnar Sjávarborgar. Fasteignin blasir strax við frá Aðalgötu bæjarins, stutt frá húsinu er lítið fallegt torg og umhverfið mjög aðlaðandi með þeirri rómantík sem fylgir því að vera nánast á hafnarbakkanum, og í kjarna gamla bæjarhlutans í Stykkishólmi. Til áratuga hefur farsællega verið starfrækt í fasteigninni verslun, nú undir nafninu Sjávarborg einnig er í húsinu rúmgóð 7. herb. íbúð, innbyggður bílskúr, lager og geymslur með innréttingu og sturtu. Mjög fallegt útsýni er úr húsinu yfir hafnarsvæðið og út á Breiðafjörð. Húsið býður upp á marga möguleika, bæði í verslun og ferðaþjónustu. Upplýsingar gefur Sverrir í síma 8964489 eða sverrir@posthus.is

www.stykkisholmsposturinn.is

4

stykkisholmsposturinn@anok.is

Stykkishólms-Pósturinn 7. tbl  
Stykkishólms-Pósturinn 7. tbl  

Bæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994 16.febrúar 2012

Advertisement