Page 1

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: sp@anok.is SÉRRIT - 2. tbl. 20. árg. 17. janúar 2013 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Ótrúlegur fjöldi fugla við norðanvert Snæfellsnes Í síðustu viku fór fram árleg talning vetrarfugla við norðanvert Snæfellsnes en talningin er hluti af landstalningu sem Náttúrufræðistofnun Íslands heldur utan um. Talningarmenn voru starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, ásamt öðrum áhugamönnum um fugla. Talið var á nokkrum hefðbundnum talningarsvæðum með ströndinni (sjá kort). Á talningarsvæðunum við Snæfellsnes var fjöldinn hreint ótrúlegur eða 52.445 fuglar af 39 tegundum. Að frádregnu einu nýju talningarsvæði, töldust nú 64% fleiri fuglar en á síðasta ári, sem þó var metár. Svartbakur, sem fækkað hefur í flestum landshlutum á síðustu áratugum, var algengastur og virðist sem meirihluti landsstofnsins haldi sig nú við sunnanverðan Breiðafjörð. Hvítmáfur var næstalgengastur en hann verpur einkum í fjöllum við Breiðafjörð og á Vestfjörðum en æðarfugl, langalgengasta öndin hér við land, var þriðja algengasta fuglategundin í talningunni. Af sjaldgæfari fuglum má nefna haförn, fálka, gulönd, æðarkóng og silkitoppu. TEGUND Fjöldi TEGUND Fjöldi Tafla: Fjöldi einstaklinga af Svartbakur 17.316 Lómur 36 þeim tegundum Hvítmáfur 12.498 Urtönd 31 sem sáust í Æðarfugl 8.827 Teista 30 talningunni Fýll 4.545 Haförn 25 við norðanvert Ógr. máfur 1.562 Ógr. skarfur 24 Snæfellsnes. Bjartmáfur

1.483

Tildra

24

Stokkönd

1.126

Gulönd

17

Misjafnt er hversu lengi hefur verið Toppskarfur 1.084 Auðnutittlingur 9 talið á hverju Dílaskarfur 695 Silfurmáfur 8 svæði. AthyglisSúla 500 Stormmáfur 5 vert er að skoða Tjaldur 476 Silkitoppa 5 seríu talninga úr Kolgrafafirði Hettumáfur 368 Skúfönd 4 og Hraunsfirði Hrafn 302 Himbrimi 3 síðastliðin 13 ár en Stari 283 Stelkur 3 svæðið nær með Álft 209 Skógarþröstur 2 ströndinni frá Eiði Rauðhöfðaönd 188 Æðarkóngur 2 í vestri að brúnni Toppönd 188 Fálki 1 yfir Hraunsfjörð í Sendlingur 164 Rjúpa 1 austri. Fyrstu árin var algengast að Snjótittlingur 162 Rita 1 heildarfjöldi fugla Hávella 128 Músarrindill 1 væri 1.000-2.000 Straumönd 109 á þessu svæði en Samtals 52.445 nú voru á sama svæði um 25.000 fuglar! Af breytingum hjá einstökum tegundum má nefna svartbak en á árunum 2000-2005 var meðalfjöldi svartbaka t.d. 8. Nú voru svartbakar meira en þúsund sinnum fleiri eða 10 þúsund talsins á þessu talningarsvæði. Þessi fjölgun skýrist af tilflutningi en ekki því að stofninn hafi stækkað sem þessu nemur. Skýringin á þessu gríðarlega fuglalífi er mikið og að því er virðist nokkuð fjölbreytt æti. Í fyrsta lagi er um að ræða dauða síld, en eins og kunnugt er drápust um 30 þúsund tonn af síld í Kolgrafafirði

um miðjan desember. Hún rotnar nú og myndar olíukennda brák á yfirborði sjávar. Þar finna fuglarnir bita úr síld og jafnvel eina og eina heila inni á milli. Á útfalli rennur hluti brákarinnar út undir brúna sem þverar fjörðinn en meginhluti rotnandi síldarinnar er þó inni í firðinum og litar hann sums staðar gráhvítan. Í öðru lagi er mikið af lifandi síld á svæðinu frá Grundarfirði austur í Stykkishólm, langmest þó á utanverðum Kolgrafafirði (Urthvalafirði) og í nágrenni við Jónsnes í Helgafellssveit. Síldinni fylgja tugir háhyrninga og oft súlur en flestir fuglar eiga erfitt með að sporðrenna heilli síld af þeirri stærð sem algengust er á svæðinu. Þeir njóta þó góðs af bitum sem fljóta upp á yfirborðið eftir atgang sjávarspendýra og súlna. Í þriðja lagi virðist sem talsvert sé af seiðum þorskfiska á svæðinu en þau eru vinsæl fæða margra tegunda. Í ljósi þess gríðarlega fjölda fugla sem heldur sig í nágrenni við rotnandi síldina eru raunveruleg hætta á að þúsundir fugla fái grút í fiðrið, geti lent í alvarlegum vanda og í versta falli drepist á næstu vikum og mánuðum. Af þeim sökum ætlar Náttúrustofa Vesturlands að kalla saman sérfræðinga til að ræða skref til að undirbúa mögulegar aðgerðir. Náttúrustofan beinir því einnig til vegfarenda um þessi svæði að hafa augun opin fyrir fuglum í vanda og tilkynna um slíkt. Þá vill Náttúrustofan beina því til skotveiðimanna að skjóta ekki á fugla í Kolgrafafirði. Fuglarnir í firðinum gegna mikilvægu hreinsunarstarfi og best er að þeir fái frið til þess. Því fleiri fuglar, því meira af síldinni er étið og því minni verður umhverfismengunin. Samantekt Róbert A. Stefánsson

Úthlutun úr lista- og menningarsjóði 7. janúar s.l. var haldinn 37. fundur lista- og menningarsjóðs Stykkishólmsbæjar. Eftirfarandi úthlutanir voru samþykktar af stjórn, sem skipuð er Lárusi Á. Hannessyni, Gretari D.Pálssyni og Hólmfríði Friðjónsdóttur: 1. Lúðrasveit Stykkishólms 2. Kór Stykkishólmskirkju 3. Sumartónleikaröð kirkjunnar 4. Vorvaka Emblu 5. Aftanskin 6. Karlakórinn Kári 7. Hebbarnir 8. Árnamessa 9. Gamla kirkjan 10. Leikfélagið Grímnir 11. Vélsleðasafnið Samtals

kr. 100.000,-. kr. 150.000,-. kr. 150.000,-. kr. 100.000,kr. 100.000,kr. 100.000,kr. 100.000,kr. 50.000,-. kr. 100.000,-. kr. 250.000,kr. 100.000,kr. 1.300.000,-.


Stykkishólms-Pósturinn, 2. tbl. 20. árgangur 17. janúar 2013

Happadagur í Urthvalafirði

Íslandsmótið í Pítró

Betur fór en á horfðist þegar skipstjórinn á Ronju SH53, Símon Sturluson var við síldveiðar s.l. laugardag við annan mann á Urthvalafirði. Þetta var síðasti síldartúrinn sem hafði byrjað á því að einungis komu fimm fiskar í fyrsta net. Hafði þá hásetinn Sigurjón Grétar það á orði að þetta yrði happadagur. En þeir voru búnir að fylla sig en vantaði herslumuninn og ákváðu að leggja einu sinni enn og leggja síðasta síldarnetið á vertíðinni. Þegar netið rennur út og endabelgurinn er á leið út í sjó þá vildi ekki betur til en að skipstjórinn stígur í lykkju og færið herðist að fætinum og var því ekkert annað en að láta sig vaða í sjóinn en báturinn var á ferð. Hásetinn, sem var í sinni annarri ferð, greip fljótlega til þess ráðs að drepa á vélinni. Á meðan fór Símon í kaf en náði að húkka löppina úr lykkjunni og hékk síðan í belgnum. 20 metra frá honum var hópur af háhyrningum og segir Símon að það hafi verið ógnvekjandi og reyndi hann að vera kyrr þessar mínútur sem hann var í sjónum til að vekja ekki athygli þeirra á sér. Logn var og dagsbirta þegar óhappið átti sér stað. Hásetinn náði að hringja í næsta bát sem var Álfur SH sem skar sína trossu frá og kom á björgunarsveitarhraða með Kristján Auðunsson undir stýri og náði skipstjóranum upp úr sjónum. Það má því segja að þetta hafi verið happadagur fyrir Símon eins og háseti hans hafði á orði fyrr um daginn. Það er ekki sjálfgefið að menn heyri í símum sínum úti á sjó, ekki vegna þess að sambandið sé endilega slæmt, heldur eru menn ekki alltaf með símann á sér, og heyra því ekki hringinguna fyrir vélarhljóðum . Kristján hefur þá góðu venju að setja símann sinn í hulstur utan á stýrishúsi bátsins svo hann heyri í honum. Eftir volkið vatt Símon föt sín og hélt áfram veiðum frameftir degi.

Íslandsmótið í Pítró var haldið milli jóla og nýárs á Skildi að venju. Að sögn mótshaldara verður mótið alltaf skemmtilegra með hverju árinu og voru 32 spilarar sem leiddu saman ása sína í þetta sinn en það er svipað og hefur verið undanfarin ár. Sérstaka athygli vakti Viktori Brimi Ásmundarsyni sem er einungis 12 ára og var að keppa á sínu fjórða móti. Viktor og Björgvini Ragnars afi hans urðu í öðru sæti. Íslandsmeistarar í Pítró 2012 eru Gummi sem var á Bensó og Sigga í Bjarnarhöfn. am/Ljósmynd Gunna Áka

Karfan Heimaleikir framundan í körfunni! Í kvöld taka strákarnir á móti Grindavík og hefst leikurinn að venju kl. 19.15 Í vikunni var dregið í undanúrslitum Poweradebikarsins og fengu bæði karla- og kvennalið Snæfells heimaleiki að þessu sinni. 4-liða úrslit · Konur, leikið 25.-27. jan Hamar - Valur Snæfell - Keflavík 4-liða úrslit · Karlar, leikið 25.-28. jan Keflavík - Grindavík Snæfell - Stjarnan

am/Ljósm.Bátsverjar á Ronju

Laugar

Hildur Björg Kjartansdóttir valin leikmaður umferða 13 -15 af lesendum Karfan.is Hún hlýtur titilinn Domino´s leikmann umferða 13-15. Hildur er þar með fyrsti leikmaður Snæfells þetta tímabilið til að vera valin Domino´s leikmaðurinn en þegar hafa Keflavík, Njarðvík og Haukar átt Domino´s leikmenn. Ljósmyndarar og fréttaritarar Karfan.is kjósa um þau nöfn sem sett eru síðan í könnun á Karfan.is þar sem Domino´s leikmaðurinn er svo valinn af lesendum. Að þessu sinni hlaut Hildur nokkuð sterka kosningu eða 42,23% allra atkvæða. (Frétt af karfan.is) Áfram Snæfell!

Við í 8.bekk erum að fara á laugar eftir nokkrar vikur og spurðum við Gunnar skólastjóra nokkra spurninga um Laugar sem við vildum vita. Hvað gerum við á Laugum? Við vinnum með 4 aðalþætti þessa viku, menningu, útivist, hreyfingu, og félagsfærni. Hverjir stjórna þessu? Starfsfólk á vegum UMFÍ, forstöðukonan heitir Anna Margrét. Hvað borðar maður þarna? Það er boðið upp á hollan og góðan mat. Hvar eru Laugar? Rétt hjá Búðardal. Frá hvaða bæjum koma krakkarnir sem verða með okkur? Sennilega frá Húskavík, Hofsósi, Snæfellsbæ og Grundarfirði og svo kallast einn skólinn Litlu Laugar. Hvaða bekkir fara? Frá okkur fer 8.bekkur annars eru það 8. og 9. bekkingar sem fara. Hverju mundir þú vilja breyta við Laugar? Dagskráin hingað til hefur verið mjög góð. Það þýðir að ég mundi ekkert vilja breyta neinu. Hvað marga daga erum við á Laugum? Samtals eru það 5 dagar. www.stykkisholmsposturinn.is

Fylgstu með! Við erum hér!

2

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 2. tbl. 20. árgangur 17. janúar 2013

Viltu hætta að reykja ? Ég verð með námskeið á Grundarfirði

25. janúar kl. 17.00 – 18.30 27. janúar kl. 17.00 – 18.00 Fræðsla, undirbúningur um að hætta að reykja og nálastungur Verð fyrir 2 kvöld 8.500 kr Verð fyrir 1 kvöld, án nálastunga 5.500 kr

Ath. Flest stéttarfélög styrkja reykleysis námskeið. Jean Cambray, Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir

Nánari upplýsingar: sími: 895-3885 www.isisheilsuhof.net

Frúarstíg 1 - Sími 4361600

Fylgist með á Facebook

Narfeyrarstofa

Sími 4381119

Laugardagskvöld á Narfeyrarstofu:

Hátíðlegur heilsubætandi kvöldverður, að hætti Hólmfríðar Gísladóttur heilsumarkþjálfa.

Í dag fimmtudaginn 17. febrúar 2013 verða allar Kevin.Murphy vörurnar á sérstöku tilboði Kevin.Murphy vörurnar eru paraben og súlfat fríar Sérfræðingur verður á staðnum frá kl. 13-17 Hægt er að panta tíma í K.M Djúpnæringarmeðferð á dúndurverði í dag, fimmtudag!

Fordrykkur kl. 19 - Lárperu og límónusúpa. - Graskers gnocchi með pesto. - Gulrótarflan í rauðbeðulegi. - Rósa kefir sorbet. - Zwiebel baka með kasjúhnetu osti og ferskum kryddjurtum. - Desert að hætti Hólmfríðar. - Kaffi og sætt. Verð 6900 á manninn. Borðapantanir nauðsynlegar, takmarkaður sætafjöldi.

Lifandi tónlist í framhaldinu.

Hótel Stykkishólmur óskar eftir íbúð til leigu fyrir starfsfólk. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Upplýsingar í síma 430 2100

Hringdu strax og láttu okkur dekra við hár þitt:) s. 438-1587

HEIMAHORNIÐ Minnum á ómótsstæðileg tilboð á fatnaði fyrir heilsuræktina! Verið velkomin www.stykkisholmsposturinn.is

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199 Netfang: pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is

Ferjan Baldur Frá Stykkishólmi sun-fös 15:00 Frá Brjánslæk sun-fös 18:00

www.saeferdir.is

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför. stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 2. tbl. 20. árgangur 17. janúar 2013

Heilbrigt líf að mati 8. bekkjar

Tekur þú þátt í heilsuvikunni, ef svo er, hvað ætlarðu að gera öruvísi?

Þetta farartæki brennir peningum og gerir þig feitan

?

Nafn: Alda Leif Jónsdóttir Aldur: 33 ára Kennari í grunnskólanum „Já, ég ætla að labba í vinnuna!“ Nafn: Elín Kristinsdóttir Aldur: 40 ára Deildarstjóri sérkennslu í skólanum „Já auðvitað, ég ætla að taka þátt í eins miklu og ég get, það er t.d. mjög spennandi dagskrá. Margt sem ég mundi vilja kíkja á og svo ætla ég labbandi í vinnuna.“ Nafn: Björg Brimrún Sigurðardóttir Aldur: 13 ára Nemandi í grunnskólanum „Já, ég ætla að labba í skólann og hætta að borða nammi.“ Nafn: Klara Sól Sigurðardóttir Aldur: 14 ára Nemandi í grunnskólanum „Já, já! Ég ætla að borða hollt.“

Þetta farartæki brennir fitu og sparar þér peninga

Við í 8. bekk skrifum hér litla grein um hvernig á að lifa heilbrigðu lífi í tilefni Heilsuvikunnar. Er hollara að borða lífrænt ræktað? Okkur í 8. bekk finnst það vera hollara. Í venjulegum matvælum gæti verið skordýraeitur sem er mjög óhollt mönnum. Rannsóknir sýna að fólk sem borðar mikið af mat með skordýraeitri fái frekar sjúkdóma. Lífrænt ræktað inniheldur ekkert skordýraeitur og er því hollara. Sumum finnst lífrænt ræktað jafnvel vera betra á bragðið en venjulegur matur. Hreyfing er mjög mikilvæg! Ef maður hreyfir sig ekki þá verður maður feitur. Hver hreyfing skiptir máli. Það sparar peninga að ganga eða hjóla í vinnuna í staðinn fyrir að fara á bíl og þú græðir það að fá hreyfingu. Ekki venja krakkana á það að fá far í skólann. Látið þau ganga eða hjóla! Þá fá þau hreyfingu og ferskt loft. Það fer líka betur með umhverfið. Nammi er gott og sumu fólki finnst erfitt að hætta að borða það. Ef maður vill lifa heilbrigðu lífi er gott að sleppa namminu. Nammi með litarefnum eru eitruð! Það eru efni í litarefnum sem er mjög óhollt fyrir fólk. Getur þú ekki hætt að borða nammi? Þá getur þú borðað t.d. dökkt súkkulaði í staðinn fyrir ljóst eða hvítt. Það er til lífrænt nammi sem er ekki mjög óhollt. Það eru til t.d. til sesamstangir sem eru mun hollari en venjulegt nammi. Borða hollan mat. Hvað er hollur matur? Hollur matur er t.d. grænmeti, ávextir, kjöt og fiskur. En mestu máli skiptir að borða fjölbreytt! Ekki borða mikið af smjöri eða rjóma, því það er fitandi og óhollt. Sykur er líka óhollur en það má borða sykur í hófi. Lýsi er mjög hollt, sérstaklega fyrir Íslendinga. Íslendingar þurfa D-vítamín sem maður fær úr fiski og sólskini. Á veturna er lítið um sólskin svo það er gott að taka lýsi sem inniheldur mikið af D-vítamínum. Við í 8. bekk óskum ykkur góðs gengis með Heilsuvikunna. Við vonum innilega að þið munuð lifa heilbrigðara lífi eftir hana!

8.bekkur GSS

Af Sturlungum og fleira fólki S.l. laugardag var bryddað upp á nýrri uppákomu í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Einar Kárason rithöfundur sem löngu hefur sýnt og sannað að hann er sagnamaður af hjarta og sál leiðir áheyrendur inn í töfraheima sögunnar á Söguloftinu.   Að þessu sinni segir Einar Kárason frá Sturlu Þórðarsyni, einu af höfuðskáldum miðalda í Norðurálfu. Allt frá uppvexti hans í Reykholti í akademíu Snorra Sturlusonar föðurbróður hans, og svo í gegnum langa og viðburðaríka ævi Sturlu sem blandaðist inní eða var beinn þátttakandi í öllum helstu stórviðburðum Sturlungaaldar. En náði jafnframt að skrifa um það sem hann lifði og hugsaði í bækur sem munu lifa á meðan læsir menn fyrirfinnast í veröldinni. Einar kann sagnalistina og á tæplega tveggja tíma dagskrá þar sem hann rekur sögu Sturlu Þórðarsonar sem bjó lengst af hér við Breiðafjörðinn s.l. laugardag gerði hann sögunni góð skil við góðar undirtektir áhorfenda sem fylltu Söguloftið. Söguna byggir Einar á þríleik sínum Óvinafagnaður, Ofsi og Skáld en síðastnefnda skáldsagan kom út fyrir síðustu jól. Það ætti ekki að fæla neinn frá þessari dagskrá að hafa ekki lesið bækur Einars eða Sturlungu því saga Einars stendur alveg ein og sér, ef eitthvað er vekur dagskráin áhuga áheyrenda til lesturs á bókum Einars og öðru tengdu efni. am

Elskulegur eiginmaður minn, faðir og afi,

Guðmundur ÁGústsson skólastíg 26 stykkishólmi,

sem lést á Sjúkrahúsi Stykkishólms þriðjudaginn 8. janúar, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 19. janúar kl. 14.

Smáauglýsingar Til leigu /sölu húseignin að Silfurgötu 40 hér í bæ. Upplýsingar í síma 436-6925.

Vigdís Þórðardóttir Hafþór smári Guðmundsson Vigdís Karen Hafþórsdóttir Guðmundur Óli Hafþórsson

www.stykkisholmsposturinn.is

Til sðlu Honda CRV árg. 05 ekinn 135þús. fæst á mjög góðu verði fallegur og vel með farin bíll Uppl í síma 8937050 4

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 2. tbl. 20. árgangur 17. janúar 2013

Jöfnunarstyrkur til náms Fyrirlestur á vegum SAFT í Fjölbrautaskóla Snæfellinga fimmtudaginn 24. janúar, klukkan 20:00.

- Umsóknarfrestur á vorönn 2013 er til 15. febrúar n.k. -

Allir velkomnir Sérstaklega foreldrar/forráðamenn nemenda á grunn- og framhaldsskólaaldri

Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem verða að stunda nám fjarri heimili sínu.

Internetið: Jákvæð og örugg notkun barna og unglinga Fyrirlesari: Hafþór Barði Birgisson, tómstunda- og félagsmálafræðingur.

Efnistök:

Internetið er frábær upplýsingaveita og tæki til samskipta en þar felast einnig ýmsar hættur sem mikilvægt er fyrir foreldra að þekkja og gera sér grein fyrir. Til að foreldrar geti talað við börnin sín og leiðbeint þeim um öryggi og góða hegðun þurfa þeir að þekkja það umhverfi sem börnin eru í dags daglega. Leiðbeiningar um „umferðarreglur“ á netinu eru því orðinn einskonar hluti af uppeldishlutverkinu.

Dvalarstyrkur (fyrir þá sem verða að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldusinni vegna náms). Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og fjölskyldu fjarri skóla).

Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is).

Fjallað verður um netið og nýmiðla og mikilvægi þeirra í lífi barna og unglinga. Meðal annars verður rætt um: A. Helstu notkunarleiðir og venjur barna og unglinga B. Hvað nauðsynlegt er að hafa í huga til að netnotkun verði örugg og ánægjuleg

Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd

C. Hvernig foreldrar og kennarar geta rætt um jákvæða og örugga netnotkun við börn og unglinga D. Sýnikennsla á nokkrum af þeim „verkfæra“ sem ungt fólk notar

Hefur þú kynnt þér hvað fæst í heimabyggð?

Á fyrirlestrinum er einnig farið yfir siðferði á netinu, rafrænt einelti, netboðorðin, félagsnetsíður, friðhelgi einkalífsins, netvini, nettælingu og stiklað á stóru um kynslóðabilið.

• Hönnun vefsíðna, auglýsinga,

Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð

bæklinga, margmiðlunarefnis og

Kem reglulega í Stykkishólm og mun bjóða upp á meðhöndlun í Höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð. Hægt er að velja um meðhöndlun annaðhvort á bekk eða í vatni. Sjá nánar um meðferðirnar á www.cranio.is

vörumerkja í 12 ár! • Hjá okkur færðu prentað ýmislegt á okkar prentvélar eða

Hver tími er 40 mínútur. Nauðsynlegt er að panta tíma fyrirfram.

við leitum hagstæðustu tilboða í stærri verk.

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma 8970823 eða elizagudmundsdottir@gmail.com

• Við plöstum upp í stærð A3 • Bindum inn í gorma, harðspjöld eða heftum í ýmsar stærðir. • Ljósritun & skönnun

Krakkar – foreldrar! Munið kirkjuskólann kl. 11.00 á sunnudögum. www.stykkisholmsposturinn.is

5

stykkisholmsposturinn@anok.is


Stykkishólms-Pósturinn, 2. tbl. 20. árgangur 17. janúar 2013

Félagsfundur

verður haldinn fimmtudaginn 17. janúar 2013 Fundarefni: Uppsögn kjarasamninga. Önnur mál. Ólafsvík kl. 16.00 að Ólafsbraut 19. Grundarfirði kl. 18.00 Borgarbraut 2.

Stykkishólmi kl. 20.00 Þvervegi 2.

Stjórnin

#stykkisholmsposturinn #hressheilsuvika

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir eftir leikskólakennara til starfa.

Hressasta Instagram heilsumyndin! Nánar á www.stykk sholmspostur nn. s

Um er að ræða 100% afleysinga stöðu frá og með 1. febrúar 2013. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Við minnum á að starfið hentar bæði körlum og konum. Nánari upplýsingar gefur Sigrún Þórsteinsdóttir leikskólastjóri í síma 4338128. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Stykkishólmsbæjar og á vef bæjarins www.stykkisholmur.is Umsóknarfrestur er til 24. janúar 2013.

Stykkishólmsbær www.stykkisholmsposturinn.is

6

stykkisholmsposturinn@anok.is

Stykkishólms-Pósturinn 17.janúar 2013  

Bæjarblað Hólmara nær og fjær síðan 1994. 20. árgangur 2. tbl.

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you