Malfridur tbl.2 2015

Page 10

10

okkar eru vitan­lega mislangt komin varðandi aðlögun og þjónustu við innflytjendur. Margir vildu sjá betra starf af hálfu yfirvalda. Má þar nefna fulltrúa Kýpur og Grikklands þar sem flóttamannastraumur veldur nú hrikalegum vanda og ástandið var slæmt fyrir.

Verkefni vinnustofunnar Verkefnið Tungumál á vinnumarkaði hefur heimasíðuna http://languageforwork.ecml.at/ en vinnustofan í Graz var sú síðasta í fjögurra ára verkefni. Verkefnið var sett á laggirnar í þeim tilgangi að efla evrópskt tengslanet rannsakenda, fulltrúa kennslustofnana, verkalýðsfélaga og stefnumótenda. Tengslanetinu er ætlað að aðstoða meðlimi þess við að deila starfsaðferðum og þróa þær. Fluttar voru áhugaverðar kynningar um máltöku og aðlögun innflytjenda á vinnumarkaði og opnar umræður fylgdu. Einnig var hópavinna þar sem umræðuefnum var útdeilt og tók hver og einn þátt í þremur vinnustofum. Þá hófu þátttakendur að skrifa á sameiginlega samskiptavefsíðu verkefnisins; svonefnt „Padlet board“ http://padlet.com/alex76/LFW. Mér fannst mjög áhugavert að sjá hversu merkilegar rannsóknir eiga sér stað á sviði tungumálakennslu fyrir innflytjendur á vinnumarkaði og á heimasíðu ECML má finna heilmikið efni sem kennarar og skipuleggjendur kennslu annars tungumáls geta nýtt sér.

MÁLFRÍÐUR

Tvær áhugaverðar kynningar Það sem stendur upp úr eftir þátttökuna er aðdáun vegna þess góða starfs sem víða er unnið í þágu málaflokksins. Laurent Filliettaz hélt til dæmis mjög áhugavert erindi, þar sem sálfræðileg nálgun er mikilvæg. Svissnesk rannsókn á vinnustaðaþátttöku útlendinga, þar sem notast var við upptökur á samtölum á vinnustað, sýnir að erlendur starfsmaður þarf oft að rökstyðja mál sitt á nýja málinu. Það reynist oft torvelt og verður jafnvel til þess að hann verði fyrir einelti, sé skilinn útundan og verði mögulega að athlægi. Þá skilur hann oft ekki húmor og annað sem varðar aðlögun og vinnustaðamenningu. Þetta sýnir nauðsyn þess að tungumálakennarar sem undirbúa starfsþjálfun útlendinga, yfirmenn og starfsmenn fyrirtækja sem taka við þeim fái góða fræðslu um móttöku útlendinga á vinnustað. Í Þýskalandi og Sviss eru t.d. haldin 3–5 daga námskeið fyrir yfirmenn til að stuðla að bættri móttöku, máltöku og aðlögun innflytjenda á vinnumarkaði. Kersten Sjosvard,frá Svíþjóð, kynnti mjög áhugavert verkefni sem kallast Arbetsam (http://www.aldrecentrum.se/Utbildning1/TDAR/). Það byggir á mikilli örvun frá vinnuumhverfinu við notkun nýja tungumálsins. Yfirmenn öldrunarheimila vinna markvisst að því að virkja erlent starfsfólk í umönnun svo það geti talað sem mest við vistmenn. Tungumálanámskeið


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.