Page 1

1 0 2 t s u ha r i s í v s Nám

1

Lærum allt lífið


STARFSFÓLK

Fræðslunet Suðurlands Tryggvagata 25 800 Selfoss Vallarbraut 16, Tónl.skóli Rang. 860 Hvolsvöllur

Ásmundur Sverrir Pálsson, framkvæmdastjóri

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnastjóri

Sandra D. Gunnarsdóttir, verkefnastjóri

Árdís Dóra Óskarsdóttir, ritari Eydís Katla Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

Sólveig R. Kristinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

Sími Selfoss: 480 8155 Sími Hvolsvöllur: 852 2155 Ráðgjöf: 820 8155 Fax: 480 8156 fraedslunet@fraedslunet.is © FnS, september 2011 Umbrot og vinnsla: Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Viðtöl: Þóra Þórarinsdóttir Myndir: Jóna Sigþórsdóttir Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Þóra Þórarinsdóttir Trémunir á forsíðu: Helga Magnúsdóttir, Bryðjuholti

Við erum á netinu: http://fraedslunet.is

ÓKEYPIS NÁMS– OG STARFSRÁÐGJÖF Fræðslunetið veitir ókeypis náms- og starfsráðgjöf. Þar starfa tveir náms- og starfsráðgjafar, þær Sólveig R. Kristins -dóttir og Eydís Katla Guðmundsdóttir. Þær bjóða uppá einstaklingsviðtöl, áhugasviðsgreiningar, veita hópráðgjöf, kenna sjálfsstyrkingu, aðstoða við gerð ferilskráa og heimsækja fyrirtæki á Suðurlandi. Starfsstöð þeirra er í Sandvíkurskóla,

v/Bankaveg á Selfossi. Hægt er að panta viðtalstíma hjá Fræðslunetinu í síma 480 8155 og 820 8155 eða senda tölvupóst á fraedslunet@fraedslunet.is. Þjónustan er ókeypis og er ætluð fullorðnu fólki á vinnumarkaði. Ráðgjöfin er flutt í Sandvíkurskóla á Selfossi.

INNRITUN OG NÁMSKEIÐSGJÖLD Innritun á námskeið haustannar fer fram símleiðis í síma 480 8155 eða í tölvupósti, fraedslunet@fraedslunet.is Nálgast má umsóknareyðublöð á vefsíðu Fræðslunetsins: http://fraedslunet.is. Best er að innrita sig á námskeið tímanlega því mörg námskeið eru eftirsótt og myndast þá biðlistar. Innritun lýkur að jafnaði viku áður en námskeið hefst. Hætti fólk við þátttöku á námskeiði er það beðið um að afskrá sig eins fljótt og kostur er. Þátttakendur á námskeiðum fá sendan 2

greiðsluseðil fyrir námskeiðsgjöldum sem hægt er að greiða í heimabanka eða hvaða bankaútibúi sem er.

er að halda námskeið eða ekki, sérstaklega þegar um er að ræða námskeið með fáum þátttakendum.

Staðfesting er skuldbindandi Nokkrum dögum áður en námskeið hefst er hringt í þátttakendur og þeir beðnir að staðfesta innritun sína. Staðfesting er skuldbindandi og með henni samþykkir þátttakandi að greiða fyrir námskeiðið. Námskeið standa og falla með þátttakendum. Oft veltur aðeins á einum þátttakanda hvort hægt

Afboði þátttakendur sig eftir að hafa staðfest þátttöku sína á námskeiði þá áskilur Fræðslunetið sér rétt til að innheimta námskeiðsgjaldið.

Fræðslunet Suðurlands námsvísir haust 2011


VILTU BREYTA TIL? Fræðslunetið er miðstöð fullorðinsfræðslu og símenntunar á Suðurlandi. Það sérhæfir sig í kennslu fullorðinna og námsframboði sem hentar þeim. Sú meginbreyting hefur orðið á hópi nemenda undanfarin ár að nú stundar fólk á öllum aldri nám enda gera þjóðfélagshættir kröfu til þess að fólk bæti við sig námi og færni alla ævi.Velferð einstaklinga og þjóða veltur ekki síst á þessu.

Námsvísir haustsins Tuttugasta og fimmta námsönn Fræðslunetsins er hafin. Í þessum námsvísi kennir ýmissa grasa að vanda og er það von okkar að sem flestir finni eitthvað nýtilegt fyrir sig. Lengstu námskeiðin falla undir formlegt nám í þeim skilningi að þau eru vottuð af menntamálaráðuneytinu og þau má meta til eininga í framhaldsskólum landsins. Um er að ræða námskeiðin Grunnmenntaskólann og Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum, en þau eru sniðin fyrir þá sem vilja hefja nám að nýju eða halda framhaldsnámi áfram eftir hlé. Þessi námskeið hafa verið vel sótt undanfarin ár og raunar hefur ekki náðst að sinna öllum sem hafa skráð sig.

EFNISYFIRLIT Fjölmargir Sunnlendingar hafa notað sér þessa þjónustu. Fólk hefur meðal annars leitað upplýsinga um möguleika sína á námi eða nýjum störfum, fengið áhugasviðsgreiningu, fengið aðstoð við að takast á við hindranir og að setja sér markmið.

Hagnýtar upplýsingar

2

Íslenska fyrir útlendinga

4

Enska I-IV

4

Fræðslunetið hvetur fólk til að nýta sér þessa þjónustu og bendir á að hún er ókeypis.

Spænska I-II

4

Tölvunámskeið

4

Síðastliðið skólaár sameinuðust Fræðslunetið, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Iðan, fræðslusetur iðnaðarins, um raunfærnimat fyrir þá sem hafa starfað við húsamíði. Raunfærnimat er reynd aðferð sem notuð er við að meta tiltekna kunnáttu sem fólk hefur öðlast í vinnu sinni og lífi. Matið getur jafngilt einingum í skólanámi. Í haust verður raunfærnimat í húsasmíði endirtekið á Suðurlandi og eru þeir, sem ekki létu meta sig sl. haust nú hvattir til að nota tækifærið og skrá sig í raunfærnimat.

Fatasaumur

5

Sápugerð

6

Leðurtöskugerð

6

Að skera í tré

6

Silfursmíði, sléttsmíði

6

Íslenska víravirkið

6

Ný starfsstöð á Hvolsvelli

Silfursmíði, eigin hönnun

6

Lesið í skóginn, tálgað í tré

6

Að smíða hátalarabox

7

Handgerð kerti

7

Mósaíknámskeið

7

Myndlistarnámskeið

7

Trésmíði fyrir konur

7

Hollustubrauð og viðbit

8

Léttir og hollir réttir

8

Námskeið f. sjúkraliða

8

Skapandi hugsun

9

Verkefnastjórnun í skapandi greinum

9

Manngerðir hellar á Suðurl.

9

Á tímamótum

9

Námsleiðir FA

11

Viðtal við Sævar Gunnarss.

11

Viðtal við Azfar Karim

14

Viðtal við Önnu Lindu Gunnarsdóttur

15

Raunfærnimat í húsasmíði

Önnur námskeið haustsins flokkast undir það að vera starfstengdari og auk þess er fjölbreytt úrval af tómstundanámskeiðum á boðstólum að venju. Framboð námskeiða í námsvísinum er ekki endanlegt. Ef þú hefur góða hugmynd að námskeiði hafðu þá samband við okkur.

Í haust opnaði Fræsðunetið nýja starfsstöð á Hvolsvelli. Gerður var samningur við Rangárþing eystra um starfsaðstöðu í Hvolsskóla, skrifstofu og fullbúna kennslustofu með fjarfundabúnaði. Þetta er fyrsta starfsstöðin sem opnuð er á Suðurlandi utan Selfoss. Það er von Fræðslunetsins að með þessari opnun færist aukinn kraftur í starfsemi þess.

Náms- og starfsráðgjöf

Þú

Undanfarin ár hefur Fræðslunetið getað boðið upp á þjónustu náms- og starfsráðgjafa.

sem vilt breyta til, læra eitthvað nýtt, þróast í vinnu - leitaðu til okkar á Fræðslunetinu. Ásm. Sverrir Pálsson

Hveragerði Sólheimar

Innritun í síma 480 8155

Þorlákshöfn Nýtt

3


TUNGUMÁL Icelandic for foreigners, level I-IV - 60 lessons Íslenska I - IV fyrir útlendinga - 60 stundir

Enska III - 24 stundir

Icelandic courses will be held according to numbers of participants. Courses will start 12. September. To sign up id-number is needed.

Námskeiðið er ætlað fólki sem lokið hefur Ensku I eða hefur undirstöðukunnáttu í málinu. Lögð er áhersla á talmál, frekari uppbyggingu orðaforða, ritun málsins og lestur. Símat verður á námskeiðinu.

Íslenskunámskeið fyrir útlendinga verða haldin á þeim stöðum þar sem næg þátttaka fæst. Námskeið hefjast í vikunni 12. - 16. september. Til að innritast þarf þátttakandi að hafa kennitölu.

Tími Virka daga frá 12. september kl. 19-21.50 Staður Selfoss, Hella, Hvolsvöllur, Vík, Þorlákshöfn og víðar ef næg þátttaka fæst Verð 32.000 + námsefni 4.000 Kennari Anna Linda Sigurðardóttir, kennari

Einnig fyrir félaga í Starfsmennt

Tími Miðvikudagar 28. september - 16. nóvember kl. 19.30-21.40 Staður Iða, Selfossi Verð 25.000, námsefni innifalið Fjöldi Lágmark 12 þátttakendur Kennari Áslaug Ólafsdóttir, enskukennari

Enska IV - 24 stundir Islandzki I-IV dla obcokrajowców w języku polskim – 60 godzin Dla zainteresowanych odbędzie się kurs języka islandzkiego. Islandzki I-IV. Miejsce i czas zależne od ilości zainteresowanych.

Pora Dni robocze, 19–21.50 Cena + materialy Książka Íslenska fyrir alla 1.- 4. h.

Enska I - 24 stundir Einnig fyrir félaga í Starfsmennt Námskeiðið er ætlað byrjendum í ensku. Lögð er áhersla á talmál, orðaforða, ritun málsins og lestur. Talæfingar og framburður æfður, farið í grunnatriði málfræðinnar. Símat verður á námskeiðinu.

Tími Mánudagar 26. september - 14. nóvember kl. 19.30-21.40 Staður Iða, Selfossi Verð 25.000, námsefni innifalið Fjöldi Lágmark 12 þátttakendur Kennari Áslaug Ólafsdóttir, enskukennari

Enska II - 24 stundir Einnig fyrir félaga í Starfsmennt Námskeiðið er ætlað fólki sem lokið hefur Ensku I eða hefur undirstöðukunnáttu í málinu. Lögð er áhersla á talmál, frekari uppbyggingu orðaforða, ritun málsins og lestur. Símat verður á námskeiðinu.

Tími Þriðjudagar 27. september - 15. nóvember kl. 19.30-21.40 Staður Iða, Selfossi Verð 25.000, námsefni innifalið Fjöldi Lágmark 12 þátttakendur Kennari Áslaug Ólafsdóttir, enskukennari

Einnig fyrir félaga í Starfsmennt Námskeiðið er framhald af Ensku III (sem þó er ekki nauðsynlegur undanfari). Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa einhvern grunn í ensku eða sem upprifjun fyrir lengra komna. Farið verður í frekari málfræði og ritun. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur þjálfi talfærni sína. Unnið verður með bókmenntatexta, ljóð og tónlist.

Tími Þriðjudagar 4. október - 22. nóvember kl. 18.30-20.40 Staður Iða, Selfossi Verð 25.000, námsefni innifalið Fjöldi Lágmark 12 þátttakendur Kennari Jóna Katrín Hilmarsdóttir, enskukennari

Spænska I - 24 stundir Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur byggi upp grunnorðaforða, fái þjálfun í framburði og öðlist færni í að tala spænsku. Kennd eru grundvallaratriði í framburði, tali og málfræði. Áhersla á algengar setningar og að byggja upp færni til að bjarga sér á tungumálinu. Að auki verður fjallað um spænska menningu.

Tími Mánudagar 3. október - 21. nóvember kl. 19.30-21.40 Staður Iða, Selfossi Verð 25.000, námsefni innifalið Fjöldi Lágmark 12 þátttakendur Kennari Kristín Arna Bragadóttir, spænskukennari

Spænska II - 24 stundir Undanfari: Spænska I eða grunnkunnátta Námskeiðið er ætlað fólki sem lokið hefur Spænsku I eða hefur undirstöðukunnáttu í málinu. Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur auki við orðaforða sinn, fái aukna þjálfun í framburði og öðlist færni í að tala spænsku. Gerðar verða málfræðiæfingar, aukin áhersla verður lögð á talæfingar og fjallað verður um spænska menningu, sögu og þjóðlíf.

Tími Þriðjudagar 4. október - 22. nóvember kl. 19.30-21.40 Staður Iða, Selfossi Verð 25.000, námsefni innifalið Fjöldi Lágmark 12 þátttakendur Kennari Kristín Arna Bragadóttir, spænskukennari

4

Fræðslunet Suðurlands námsvísir haust 2011


TÖLVUR Tölvur I - 15 stundir Hentar vel fyrir 50 ára og eldri Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa afar litla eða enga reynslu af tölvunotkun. Farið er í undirstöðuatriði tölvunnar og hvernig hún vinnur. Aðaláhersla er lögð á að gera þátttakendur færa um að vafra á Netinu. Einnig er farið í tölvupóst, byrjunaratriði í Word 2007. Þar sem námskeiðið er ætlað fyrir fáa í einu er hægt að sinna hverjum og einum persónulega.

Tími Þriðjudagar og fimmtudagar 27. sept. - 11. okt. kl. 19.15 -21.15 Staður Iða Selfossi Verð 20.900, námsefni innifalið Fjöldi Hámark 10 þátttakendur Kennari Leifur Viðarsson, tölvukennari

Tölvur II - 15 stundir Grunnþekking í tölvunotkun nauðsynleg Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið við námskeiðið Tölvur I eða hafa svolitla þekkingu og reynslu af tölvunotkun en vilja dýpka þekkingu sína og öðlast aukið öryggi. Fjallað verður um skipulag skjala og vistun gagna, möppur og aðgerðir í Word-ritvinnslu. Kynnt verður notkun Netsins og tölvupósts, auk þess sem þátttakendur læra m.a. að samþætta notkun Word-ritvinnslunnar og netsins.

Tími Mánudagar og miðvikudagar 17. - 31. október kl. 19.15 -21.15 Staður Iða, Selfossi Verð 20.900, námsefni innifalið Fjöldi Hámark 12 þátttakendur Kennari Leifur Viðarsson, tölvukennari

Hentar skrifstofufólki og þeim sem hafa lokið Tölvur III Tölvur IV er framhaldsnámskeið í Microsoft Word og Excel. Þátttakendur geta unnið á sínum hraða og eftir sinni getu. Námsbókin er UTN1036 sem ætti að nýtast nemendum vel í að halda áfram eftir námskeiðið og nýtist sem handbók ef rifja þarf upp. Námskeiðið er hugsað fyrir fólk sem hefur lokið Tölvur III eða hefur einhverja reynslu af því að hafa unnið á þessi forrit og vill bæta við sig.

Tími Þriðjudagar, miðvikudagar og fimmtudagar 22. nóvember - 1. desember kl. 19.15-21.15 Staður Iða, Selfossi Verð 24.900, námsefni lánað Fjöldi Hámark 12 þátttakendur Kennari Leifur Viðarsson, tölvukennari

Nýtt

Tölvupóstur og samskiptavefir - 6 st. Grunnþekking í tölvunotkun nauðsynleg Farið verður í grunnþætti tölvupósts, að stofna aðgang, senda, taka á móti og svara pósti, senda viðhengi, senda hóppóst, möguleikana sem hver og einn getur haft í sínum stillingum, o.fl. Í lokin verða síðan skoðaðar samskiptasíður, lögð verður áhersla á Facebook og farið yfir öll undirstöðuatriðin og möguleikana sem þar eru í boði.

Tími Þriðjudagur og fimmtudagur 1. og 3. nóvemb. kl. 19.15-21.15 Staður Iða, Selfossi Verð 8.900, námsefni innifalið Fjöldi Hámark 12 þátttakendur Kennari Leifur Viðarsson, tölvukennari

Nýtt

Stafrænar myndir og heimilistölvan - 9 st.

Tölvur III - 18 stundir Grunnþekking í tölvunotkun nauðsynleg Námskeiðið er framhald af Tölvur II og hentar einnig þeim sem hafa nokkurn grunn í tölvunotkun og vilja aukna þjálfun og þekkingu. Á námskeiðinu verður sérstök áhersla lögð á Office-forritin, Word, Excel og Power point. Rifjað verður upp hvernig best er að vista skjöl og halda utan um möppusafnið.

Tími Mánudagar og miðvikudagar 2.- 21. nóvember kl. 19.15 - 21.15 Staður Iða, Selfossi Verð 24.900, námsefni lánað Fjöldi Hámark 12 þátttakendur Kennari Leifur Viðarsson, tölvukennari

SVEITARFÉLAGIÐ ÖLFUS

Innritun í síma 480 8155

Tölvur IV - 18 stundir

Grunnþekking í tölvunotkun nauðsynleg Kennd eru undirstöðuatriði varðandi myndatökur og stillingar á stafrænum myndavélum og þátttakendur læra að færa myndir af stafrænni myndavél yfir á tölvu. Kennt er á Picasa hugbúnað sem heldur utan um myndasafnið. Kenndar eru aðferðir við ýmsar lagfæringar, stækkanir/smækkanir, útprentun, senda myndir í vefpósti og fl. Einnig er kennt hvernig vinna má með myndir og texta í Word ritvinnslu.

Tími Þriðjudagar og fimmtudagar 18. - 25. október kl. 19.15-21.15 Staður Iða, Selfossi Verð 11.900, námsefni innifalið Fjöldi Hámark 12 þátttakendur Kennari Leifur Viðarsson, tölvukennari

RANGÁRÞING

EYSTRA

5


HANDVERK,

HANNYRÐIR OG LISTIR

Fatasaumur fyrir byrjendur og lengra komna - 16 stundir Allir geta lært að sauma. Á námskeiðinu læra þátttakendur allt um það hvernig sauma á föt, svo sem að sníða, sauma saman og ganga frá. Saumaðar eru flíkur að eigin vali, annað hvort á börn eða fullorðna. Þátttakendur fá ráðleggingar um val á sniðum og efni. Þátttakendur koma með efni, saumavél, skæri og annað sem þarf til. Markmiðið er að nemendur verði færir um að bjarga sér við það helsta í fatasaumi.

Tími Miðvikudagar 5. - 26. október kl. 19-22

Námskeið fyrir byrjendur í silfursmíði. Þátttakendur læra grunnatriði í silfursmíði (sléttsmíði) og smíða einn ákveðinn grip. Á námskeiðinu er boðið uppá fyrsta flokks aðstöðu til smíðinnar. Námskeiðið er í þrjú kvöld. Tilvalið að smíða jólagjöfina í ár.

Tími Mánudagar og miðvikudagur 14.– 21. nóvember kl. 19-22 Staður Selfoss Verð 23.000 + efniskostnaður Fjöldi Hámark 7 þátttakendur Kennari Davíð Jóhannesson, gullsmiður

Staður Iða, Selfossi Verð 20.700 + efniskostnaður Fjöldi Hámark 7 þátttakendur Kennari Edda Björk Magnúsdóttir, saumakona og hönnuður

Íslenska víravirkið, silfursmíði - 12 stundir Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Kennd eru grunnatriði í íslenska víravirkinu og einn gripur smíðaður. Á námskeiðinu er boðið uppá fyrsta flokks aðstöðu. Námskeiðið er í þrjú kvöld. Tilvalið að smíða flotta jólagjöf á námskeiðinu.

Sápugerð - 4 stundir Á námskeiðinu er fjallað um hvernig sápa verður til og hvað þarf af efnum og áhöldum við gerð sápu í föstu formi. Algeng aðferð verður kennd og fleiri aðferðir kynntar. Fjallað verður almennt um sápugerð en að því loknu verður sýnikennsla. Að loknu námskeiðinu eiga þátttakendur að vera færir um að búa til eigin sápur.

Tími Mánudagur 3. október kl. 19-22 Hveragerði Staður Grunnskólinn í Hveragerði Verð 5.500 Fjöldi Lágmark 10 þátttakendur, hámark 15 Kennari Ólafur Árni Halldórsson, kennari

Grunnnámskeið í leðurtöskugerð - 7 stundir Hér er endurnýting í hávegum höfð Á námskeiðinu er kennt að sauma tösku úr leðri, annað hvort úr gömlum flíkum, s.s. leðurbuxum eða -jökkum eða saumað úr nýju leðri. Þátttakendur þurfa að koma með saumavélar og hafa meðferðis gamlar leðurflíkur ef þeir ætla að nýta slíkt við töskugerðina. Kennari útvegar allt annað efni sem þarf til viðbótar, s.s. nýtt leður, roð, fóður, lím, rennilása, tvinna, smellur, kósa og fl. Allt selt á kostnaðarverði. Námskeiðið tekur 4 -5 klukkustundir.

Tími Laugardagur 8. október kl. 10-15 Staður Grunnskólinn í Hveragerði

Silfursmíði, sléttsmíði - 12 stundir

Hveragerði

Verð 9.900 + efniskostnaður Fjöldi Hámark 6 þátttakendur Kennari Kolbrún Sveinsdóttir, klæðskeri, kjólameistari og handmenntakennari

Að skera í tré með Siggu á Grund -12 stundir Hin landsþekkta útskurðarkona, Sigga á Grund kennir réttu handtökin við útskurð í tré. Kenndur verður flatskurður og milliskurður. Þátttakendur geta keypt útskurðarhnífa hjá Siggu og hráefnið verður líka selt á staðnum. Námskeiðið hentar bæði yrir byrjendur og lengra komna.

Tími Þriðjudagar 27.september - 11. október kl. 17-19.10

Tími Þriðjudagar og fimmtudagur 8.-15. nóvember kl. 19-22 Staður Selfoss Verð 23.000 + efniskostnaður Fjöldi Hámark 7 þátttakendur Kennari Davíð Jóhannesson, gullsmiður

Silfursmíði, eigin hönnun - 16 stundir Áhersla verður lögð á að þátttakendur vinni úr eigin hugmynd að smíðisgrip. Þátttakendur hanna gripinn og smíða hann. Á námskeiðinu er boðið uppá fyrsta flokks aðstöðu til smíðinnar. Námskeiðið er í fjögur skipti og er miðað við að þátttakendur hafi einhverja reynslu af silfursmíði. Skemmtileg hugmynd að gefa eigin hönnun í jólagjöf.

Tími Þriðjudagar og fimmtudagur 22. nóvember - 1. desember kl. 19-22 Staður Selfoss Verð 26.000 + efniskostnaður Fjöldi Hámark 7 þátttakendur Kennari Davíð Jóhannesson, gullsmiður

Lesið í skóginn, tálgað í tré - 8 stundir Á námskeiðinu eru kennd lokuð hnífsbrögð sem auka öryggi og afköst við tálgun. Kennt er að tálga með hnífi og exi, ýmsar viðartegundir kynntar og eignleikar þeirra. Kennd er þurrkun og yfirborðsmeðhöndlun viðarins og hvernig hægt er að notfæra sér form viðarins í ýmsa nytjahluti. Einnig er kennt að brýna og hvernig er best að meðhöndla bitverkfæri. Þátttakendur geta keypt vandaða tálguhnífa á staðnum.

Tími Miðvikudagar 12. og 19. október kl. 18-20.50 Staður Iða, Selfossi Verð 9.500 Fjöldi Hámark 15 þátttakendur

Nýtt

Kennari Guðmundur Magnússon, kennari

Staður Hamar (smíðastofa FSu), Selfossi Verð 24.000 + efni Fjöldi Hámark 5 þátttakendur Kennari Sigga á Grund, útskurðarmeistari (SJK)

6

Fræðslunet Suðurlands námsvísir haust 2011


HANDVERK,

HANNYRÐIR OG LISTIR

Að smíða hátalarabox- 12 stundir

Mósaíknámskeið - 12,5 stundir

Þátttakendur kynnast helstu hugtökum í hljóðfræði og ýmsum gerðum hátalara og hvernig þeir eru notaðir, m.a. uppbyggingu og útfærslu á innviðum hátalara. Þátttakendur smíða eigið hátalarapar sem gera má ráð fyrir að verði gæðagripir. Ef áhugi verður fyrir hendi er möguleiki að boðið verði uppá framhaldsnámskeið síðar. Allt efni verður á staðnum. Sjá nánar http://fraedslunet.is

Á námskeiðinu er kennt að búa til mósaíkmyndir. Þátttakendur gera eitt verk sem mega vera allt uppí 0,5 fm að stærð. Það getur verið borðplata, spegill, bakki, mynd, skála, blómapottur eða aðrir hlutir. Námskeiðið tekur heilan dag og þurfa þátttakendur að koma með þann hlut sem mósaíkið fer á, gúmmíhanska og föt sem mega óhreinkast. Allt annað efni og verkfæri verða á staðnum. Sjá nánar: http://madcowstudio.com/

Tími Þriðjudagar 18. október - 8. nóvember kl. 18-20 Staður Iða, Selfossi Verð 15.000 + efniskostnaður 30.000 Nýtt Fjöldi Hámark 8 þátttakendur Kennari Magnús Hermannsson, rafeindavirkjameistari

Handgerði kerti - 8 stundir

Tími Laugardagur 22. október kl. 9-17.30 Staður Iða, Selfossi

Nýtt

Verð 25.900 Fjöldi Lágmark 6 þátttakendur, hámark 12 Kennarar Dóra Á. Rögnvaldsdóttir, myndlistarkennari og Marcus Groom, hönnuður og arkitekt

Jólaundirbúningur á Sólheimum Kennd verður gerð kerta til notkunar innandyra úr hreinu parafíni og bývaxi og gerð útikerta úr kertaafgöngum. Einnig verða gerð ljósker úr vaxi og kennt hvernig á að vaxa myndir og servéttur. Gerður verður aðventukrans úr hænsna- og músaneti sem dýft verður í vax og síðan skreyttur. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að þátttakendur nýti ýmsar umbúðir sem falla til í daglegu heimilishaldi sem steypumót fyrir kertin. Aðferðirnar sem kenndar eru, er auðveldlega hægt að nota heima.

Tími Miðvikudagur og fimmtud. 23.-24. nóvember Staður Kertagerðin, Sólheimum í Grímsnesi Verð 10.500 allt efni innifalið ásamt hressingu á kaffihúsinu Grænu könnunni Sólheimar Fjöldi Hámark 8 þátttakendur Kennari Erla Thomsen, kertagerðarkona

Myndlistarnámskeið - 24 stundir Fjallað verður um grunnatriði í myndbyggingu og litafræði. Nemendur munu fræðast og æfa sig í myndbyggingu í sköpun myndverka sinna og gerðar verða æfingar í litafræði. Farið verður bæði í fræðilega og verklega þætti myndsköpunar. Unnar verða æfingar með olíukrít, akrílmálningu og blýanti. Efni og áhöld verða á staðnum. Nemendur þurfa þó að koma með eigin pensla og blindramma. Kjósi nemendur að vinna með sérstök verkfæri er frjálst að koma með þau.

Tími Mánudagar 10. október - 28. nóvember kl. 18-20.10 Staður Iða, Selfossi Verð 26.000 Fjöldi Hámark 12 þátttakendur Kennari Sigríður Oddný Stefánsdóttir, myndlistarkennari

Trésmíði fyrir konur - 15 stundir Á námskeiðinu sem er sérstaklega ætlað konum, verða kennd rétt vinnubrögð við smíðar, notkun smíðaverkfæra og frágangur smíðisgripa. Smíðað verður fuglahús, blómaker eða álíka gripur að eigin vali. Kjósi þátttakandi að smíða grip að eigin vali þarf hann að koma með mótaða hugmynd og helst skissu í fyrsta tíma.

Tími Miðvikudagar 19. október - 16. nóvember kl. 19-21.10 Staður Iða, Selfossi Verð 22.000 + efniskostnaður

Nýtt

Fjöldi Hámark 8 þátttakendur Kennari Svanur Ingvarsson, smíðakennari

RANGÁRÞING YTRA

Innritun í síma 480 8155

7


MATREIÐSLA

OG HEILSA

Hollustubrauð og viðbit - 3 klst. Á námskeiðinu kennir Guðríður Egilsdóttir, matreiðslumeistari og heimilisfræðikennari, hollustubakstur, t.a.m. að nota súrdeig og ýmis konar holl hráefni við bakstur, m.a. verður bakað hrökkbrauð. Einnig kennir Guðríður hvernig búa má til viðbit úr ýmsum jurtum og baunum og gert verður t.d. pestó og hummus. Það er alls ekki þörf á því að nota smjör, ost eða unna kjötvöru á brauðið. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur öðrum leiðum í þessum efnum.

Tími Fimmtudagur 19. október kl. 18-21 Staður Grunnskólinn í Þorlákshöfn Verð 7.500 Fjöldi Hámark 12 þátttakendur

Þorlákshöfn

Kennari Guðríður Egilsdóttir, heimilisfræðikennari

Léttir og hollir réttir - 3 klst. Á námskeiðinu er kennd matreiðsla sem hefur heilsu og hollustu að leiðarljósi. Fjallað verður um fæðuval og hvernig nota má hollar matvörur í stað óhollra við matargerðina. Síðari hluti námskeiðsins er verkleg kennsla þar sem þátttakendur elda nokkra hollusturétti sem snæddir eru í lokin.

Tími Fimmtudagur 17. nóvember kl. 18-21 Staður Grunnskólinn í Þorlákshöfn Verð 10.500 Fjöldi Hámark 12 þátttakendur

Frá útskrift úr Grunnmenntaskóla (kvöldskóla) veturinn 2010-2011. Alls luku 5 nemendur náminu. Talið frá vinstri: Halldór Ágústsson Morthens, Andrea Inga Sigurðardóttir, Helgi Júníus Jóhannsson, Linda Björg Perludóttir og Anna Linda Gunnarsdóttir.

Þorlákshöfn

Kennari Guðríður Egilsdóttir, heimilisfræðikennari

NÁMSKEIÐ

FYRIR SJÚKRALIÐA

Öldrun og geðheilbrigði - 12 stundir

Annað sjúkraliðanámskeið- 12 stundir

Markmið: Að þátttakendur öðlist þekkingu á hugmyndafræði öldrunarhjúkrunar og þekki þá þætti sem hafa áhrif á lífsgæði og geðheilbrigði aldraðra á hjúkrunarheimilum. Að dýpka þekkingu á uppnámi og öðrum atferlisog taugasálfræðilegum einkennum hjá einstaklingum með heilabilun og að þátttakendur átti sig á leiðum til að draga úr slíku þannig að lífsgæði hins aldraða batni. Lýsing: Á námskeiðinu verður fjallað um hugmyndafræði öldrunarhjúkrunar. Fjallað um þætti sem hafa áhrif á lífsgæði aldraðra á hjúkrunarheimilum, breytingar og aðlögun við flutning á stofnun, auk þess sem fjallað verður um umönnun einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma með sérstaka áherslu á uppnám og önnur atferlis- og taugasálfræðileg einkenni.

Markmið: Að þátttakendur öðlist þekkingu á hugmyndafræði öldrunarhjúkrunar og þekki þá þætti sem hafa áhrif á lífsgæði og geðheilbrigði aldraðra á hjúkrunarheimilum. Að dýpka þekkingu á uppnámi og öðrum atferlisog taugasálfræðilegum einkennum hjá einstaklingum með heilabilun og að þátttakendur átti sig á leiðum til að draga úr slíku þannig að lífsgæði hins aldraða batni. Lýsing: Á námskeiðinu verður fjallað um hugmyndafræði öldrunarhjúkrunar. Fjallað

Tími Mánudagar 3. - 17. október kl. 17-20 Staður Iða, Selfossi Verð Fjöldi Lágmark 15 þátttakendur Kennari Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur

Nýtt

Tími Mánudagar 3. - 17. október kl. 17-20 Staður Iða, Selfossi Verð Fjöldi Lágmark 15 þátttakendur Kennari Sólveig Hrönn Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur

AÞS 8

Fræðslunet Suðurlands námsvísir haust 2011


ÝMIS Skapandi hugsun - 5 stundir Á námskeiðinu kynnast þátttakendur ýmsum grunnþáttum skapandi hugsunar og kennslu- og námsaðferðum sem efla skapandi hugsun. Marmkið: að þátttakendur geti skilgreint og unnið með ýmsa grunnþætti sem tengjast skapandi hugsun. Kynnist „huglásum‟ sem koma í veg fyrir skapandi hugsun, kynnist ýmsum tækjum og gögnum sem henta í kennslu um skapandi hugsun og hvernig er best að nýta þau í námi og starfi. Rætt verður um mikilvægi þjálfunar í skapandi hugsun og leiðir til að samþætta þá þjálfun öllu námi. Námskeiðið er einkum hugsað fyrir þá sem sinna kennslu eða fræðslustörfum af einhverju tagi og er haldið í samvinnu við FA.

Tími Þriðjudagur 18. október kl. 14 - 17.30 Staður Iða, Selfossi

Nýtt

Verð 8.400 Fjöldi Lágmark 10 þátttakendur Kennari Sigrún Jóhannesdóttir, kennsluráðgjafi hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og kennari við Listaháskóla Íslands

NÁMSKEIÐ

Manngerðir hellar á Suðurlandi - 10 stundir Á námskeiðinu verður fjallað um hina dularfullu og spennandi manngerðu hella sem finnast víða um Suðurland. Fjallað verður um rannsóknarsögu, jarðfræði, arkitektúr og nýtingu hellanna. Einnig rætt um veggjakrot í hellunum, búskap, aldur og hellavernd. Þá verður fjallað um manngerða hella í Evrópu og Papa. Að umfjöllun lokinni sem taka mun tvær til þrjár klukkustundir verður boðið uppá létta máltíð og að henni lokinni verður haldið í skoðunarferð um nokkra hella í nágrenninu.

Tími Laugardagur 1. október kl. 10-17.30 Staður Grunnskólinn Hellu Verð 3000, námskeiðið er styrkt af Menningarráði Suðurlands

Nýtt

Fjöldi Lágmark 10 þátttakendur Kennarar Árni Hjartarson, jarðfræðingur og Guðmundur J. Guðmundsson, sagnfræðingur

Á tímamótum - 15 stundir Verkefnastjórnun í skapandi greinum - 20 st. Námskeið um uppbyggingu verkefna og fyrirtækja í skapandi greinum í smærri samfélögum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur sem sækja námskeiðið vinni að raunhæfu verkefni á námskeiðinu. Fjallað verður um hugmyndavinnu og skipulagningu verkefna, fjármögnun, markaðssetningu og alþjóðlega tengslamyndun og samstarf. Námsefni er fléttað saman við verkefni þátttakenda og þau þróuð í samstarfi námskeiðshóps og þátttakenda. Sjá nánar: http://fraedslunet.is

Tími Fimmtudagur, föstudagur og laugardagur 27. - 29. október, hefst kl. 10, 27. október Staður Iða, Selfossi Verð 25.000 Fjöldi Lágmark 10 þátttakendur Kennari Ása Richardsdóttir, verkefnisstjóri

Fræðsla fyrir þá sem huga að starfslokum eða eftirlaunaþega Fjallað verður um eftirfarandi: Félagslega þætti og breytingar sem verða á lífi fólks við starfslok, þjónusta sveitarfélaga almennt við eldri borgara og sérstaklega í viðkomandi sveitarfélagi og hvernig hægt er að nálgast hana. Þjónusta Tryggingastofnunar og málaflokka sem heyra undir hana og Sjúkratryggingar Íslands. Reglur um greiðslur ellilífeyis, s.s. útreikning lífeyris, viðmiðunartekjur, frítekjumörk, endurútreikning, uppgjör bóta og réttindi ellilífeyrisþega. Þá verður fjallað um hvernig öldrun lýsir sér. Andlegt og líkamlegt heilsufar samfara auknum aldri og hvernig hægt er að undirbúa sig heilsufarslega undir efri árin. Fjallað verður um áhrif mataræðis á heilsuna, hollustusemi, hreyfingu og heilsugæslu.

Nýtt

Verð Frítt fyrir félaga í stéttarfélögum á Suðurlandi Staður Selfoss, Hvolsvöllur, Hveragerði og etv. víðar Námskeiðið er haldið í samvinnu við verkalýðsfélögin á Suðurlandi.

Innritun í síma 480 8155

9


MYNDIR

FRÁ ÚTSKRIFTUM

Frá útskrift úr Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum vorið 2011. Alls luku 12 nemendur náminu að þessu sinni. Talið frá vinstri: Hólmfríður G. Magnúsdóttir, Bjarnheiður G. Jónsdóttir, Jón Ingvar Arnarson, Sveinbjörn R. Auðunsson, Kristófer Ó. Emilsson, Magnús Már Ólafsson, Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir, Sigurður Þór Emilsson, Sæunn Ósk Kristinsdóttir, Ármann Heiðarsson og Kristrún Jónsdóttir.

10

Frá útskrift úr Grunnmenntaskólanum (dagskóla), vorið 2011. Alls luku 9 nemendur dagnámi. Talið frá vinstri: Lárus Þór Ragnarsson, Guðmundur Steinþórsson, Ágúst Helgi Stefánsson, Sævar Gunnarsson, Agnes Sif Heimisdóttir, Kristjana Sigríður Árnadóttir og Þórunn Júlíana Guðmundsdóttir.

Fræðslunet Suðurlands námsvísir haust 2011


NÁMSKEIÐ FRÆÐSLUMIÐSTÖÐVAR

ATVINNULÍFSINS

Fyrirhugað er að halda neðangreind námskeið á haust 2011 ef næg þátttaka fæst. Námið nýtur framlaga FA og er þess vegna á afar hagstæðu verði fyrir þátttakendur. Námið er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu og má meta það til eininga á framhaldsskólastigi. Starfsmenntasjóðir greiða allt að 100% af kostnaði þátttakenda. Námslýsingar má sjá á vef FA http://frae.is Námið er hugsað fyrir fullorðna (20 ára og eldri) sem hafa litla grunnmenntun og er viðurkennt vinnumarkaðsúrræði. Sjá nánar á vef Fræðslunetsins: http://fraedslunet.is > Námsleiðir FA. Allar nánari upplýsingar um innihald námsins, tímasetningar og fl. má einnig fá í síma 480 8155.

Grunnmenntaskólinn - 300 stundir, á Hvolsvelli og Selfossi Grunnmenntaskólinn er námsleið fyrir fullorðna sem vilja hefja nám eða styrkja færni sína og getu. Lögð er áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námið styrkir nemendur í grunngreinunum, íslensku, ensku og stærðfræði og tölvum og einnig er tekið á þáttum eins og sjálfsstyrkingu og námstækni.

Engin formleg próf eru í Grunnmenntaskólanum og lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám þannig að hver og einn fái kennslu við sitt hæfi. Meta má námið til eininga. Fyrirhugað er að halda Grunnmenntaskóla á Hvolsvelli og á Selfossi á haustönn 2011 ef næg þátttaka fæst. Kennt verður á dagvinnutíma, fyrir og/eða eftir

hádegi virka daga. Áætlað er að hefja kennslu um miðjan setpember. Innritun stendur yfir í síma 4808155. Verð: 51.000

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum - 300 stundir, kvöld- og dagskóli Námsleið þessi tekur mið af námskrá framhaldsskólans. Áhersla er lögð á áfanga í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Einnig er kennd sjálfsstyrking, námstækni og samskipi. Námið er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði eða í atvinnuleit sem hefur hafið nám í framhaldsskóla en

ekki lokið því og vill styrkja sig eða ljúka áföngum í ofantöldum bóklegum fögum. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðað nám og hámarksfjöldi í hóp er 15. Lögð er áhersla á samvinnu og samhjálp nemenda og framvinda náms er metin reglulega. Meta má námið til eininga.

Kennt verður á dagvinnutíma. Einnig er fyrirhugað að bjóða upp á Nám og þjálfun sem kvöldskóla veturinn 2011-2012 ef næg þátttaka fæst. Verður þá kennt fjórum sinnum í viku frá kl. 18-20. Kennsla hefst um miðjan september. Innritun stendur yfir í síma 480 8155 Verð: 51.000

Fagnámskeið III, fyrir starfsfólk í félags– og heilbrigðisþjónustu - 77 stundir Námskeiðið er framhald Fagnámskeiðs 1 og 2 fyrir starfsfólk í félags– og heilbrigðisþjónustu og er ætlað þeim sem annast um eða hlynna að sjúkum og öldruðum á stofnunum. Á þessu námskeiði verður fjallað um umönnun aldraðra, algenga sjúkdóma, s.s. krabbamein, og hrörnunarsjúkdóma

Innritun í síma 480 8155

og framkomu bæði við aldraða og aðstandendur þeirra. Þá verður fjallað um aðhlynningu rúmliggjandi, lyf og lyfjagjöf og algengar geðraskanir, virðingu og fordóma. Hluti námskeiðsins er tölvukennsla (alls 18 stundir) þar sem lögð verður áhersla á notkun ritvinnslu,

töflureiknis og tölvupósts auk þess sem áhersla verður lögð á notkun netsins. Kennsla hefst á haustönn ef næg þátttaka fæst. Nánari upplýsingar í síma 480 8155. Verð: 13.000

11


RAUNFÆRNIMATIÐ

KOM MÉR AF STAÐ Í NÁM Sævar Gunnarsson fór í raunfærnimat hjá Fræðslunetinu sl. haust. Hann fékk alls 54 einingar metnar og í kjölfarið fór hann í nám hjá Fræðslunetinu og FSu. Hann stefnir nú ótrauður á að ljúka sveinsprófi í húsamíði áður en langt um líður. Nýr hópur verður tekinn inní raunfærnimat í haust ef næg þátttaka fæst.

„Þetta er eitthvað fyrir mig,“ hugsaði Sævar Gunnarsson þegar hann rakst á auglýsingu um raunfærnimat fyrir starfandi húsasmiði. Hann er búinn að vinna við smíðar frá því hann var um 15 ára gamall en hafði ekki menntað sig í greininni og er því ekki með réttindi sem smiður. „Eftir að grunnskólanámi lauk lærði ég bifvélavirkjun í einn vetur en ég starfaði aldrei við hana,“ segir Sævar. „Ég var oft búinn að hugsa mér að fara í skóla og læra húsasmíði og ákvað því strax og ég sá þessa auglýsingu frá Fræðsluneti Suðurlands að drífa mig í raunfærnimat.“ Hann fór á kynningarfund og styrktist enn í ákvörðun sinni. „Við mættum á nokkra fundi og vorum svo látnir fylla út skýrslu og svo fór ég í viðtal þar sem ég var spurður út úr í tengslum við fagleg atriði.“ Sævar var ekki kvíðinn fyrir raunfærnimatið og segir að það hafi í raun verið mjög skemmtilegt. „Mér finnst þetta form sniðugt og það hentaði mér mjög vel.“ Hann fékk mjög gott mat, alls 54 einingar metnar, enda er hann búinn að starfa við fagið í rúma tvo áratugi. 12

„Í raunfærimatinu er verið að leggja mat á verklega þekkingu hvers og eins og ég fékk flestar verklegar greinar metnar. Mér finnst þetta mjög sniðugt og er ánægður með að þessi möguleiki bjóðist mönnum sem unnið hafa í mörg ár við ákveðna iðngrein.“ Í kjölfarið ákvað Sævar að skrá sig til náms bæði hjá Fræðsluneti Suðurlands og í Fjölbrautaskóla Suðurlands. „Mér fannst betra að taka grunnáfangana hjá Fræðslunetinu þar sem kennslan er meira miðuð við fullorðið fólk sem hefur margt hvert ekki verið í námi í fjölmörg ár. Ég treysti mér ekki til að fara beint í nám hjá Fjölbrautaskólanum og ég held að það hafi verið skynsamlegt hjá mér. Ég tók áfanga í grunnteikningu og iðnteikningu hjá Fjölbrautaskólanum en íslensku, ensku, stærðfræði og lífsleikni hjá Fræðslunetinu.“ Sævar var í skóla á morgnana en í vinnu eftir hádegi. „Það hentaði mér mjög vel. Vissulega þurfti ég að skipuleggja tíma minn vel þær 10 vikur sem skólinn tók en það hentar mér að taka svona tarnir.“ Sævar segir námið hafa reynst léttara en hann hafi átt von á. „Þetta var léttara en ég bjóst við en ég neita því ekki að ég þurfti að leggja á mig. Ég var búinn að mikla skólagöngu fyrir mér í mörg ár en raunfærnimatið ýtti við mér. Ég sparaði mér mikinn tíma í skóla með því að fara í matið. Það sem var erfiðast var að taka ákvörðunina um að fara í skóla.

Ég var svolítið feiminn við það hvort ég kynni að læra. Maður miklar oft fyrir sér það sem maður veit ekki hvað er.“ Eftir að Sævar lauk grunnmenntaáfanganum hjá Fræðsluneti Suðurlands í vor ákvað hann að drífa sig í sumarskóla hjá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. „Það nám stóð í 6 vikur og var kennt síðdegis og á kvöldin. Ég neita því ekki að það var gríðarleg vinna, sérstaklega í íslenskunni þar sem við þurftum að lesa mikið heima. En við vorum þrjú sem fórum saman, skiptumst á að keyra og höfðum stuðning hvert af öðru. Það var mjög gott og ég hafði gaman af því námi. Í dag á ég bara eftir að taka áfanga í ensku og dönsku og lokaáfangann í húsasmíði til að mega ljúka sveinsprófi. Ég ætla að taka tungumálin hjá Fræðslunetinu í kvöldskóla, þá þarf ég ekki að klípa af vinnutíma mínum og samkvæmt þeirri áætlun þá tekst mér að ljúka þessu öllu næsta vor.“ Hann segir vini sína og samstarfsmenn hafa spurt dálítið út í námið og sumir hafi lýst áhuga á að kynna sér þá möguleika sem raunfærnimatið býður upp á. „Ég mæli hiklaust með þessu. Það er gott að geta klárað og fengið sín réttindi. Það skilar ákveðnu starfsöryggi, ég tel mig verða tryggari með vinnu á eftir og sjálfsöryggið verður líka styrkara. Ég er mjög ánægður með að hafa drifið mig af stað.“

Fræðslunet Suðurlands námsvísir haust 2011


Frá útskrift úr Sterkari starfsmaður vorið 2011. Alls luku 12 nemendur náminu. Á myndinni eru nemendur ásamt kennurum, fulltrúum VMST, Birtu starfsendurhæfingar Suðurlands og Virk starfsendurhæfingarsjóðs.

Innritun í síma 480 8155

13


ÞÚ

VERÐUR EINMANA EF ÞÚ KANNT EKKI TUNGUMÁLIÐ Muhammad Azfar Karim er frá Pakistan. Hann flutti til Íslands árið 2007 og hóf þá strax að læra íslensku hjá Fræðslunetinu. Hann starfar nú sem kennari við Hvolsskóla á Hvolsvelli og segir að það sé mjög mikilvægt að byrja að læra málið um leið og maður flytur til landsins.

„Mér er oft hrósað fyrir hvað ég kann góða íslensku og margir spyrja mig hvað ég sé búinn að vera hér lengi,“ segir Azfar Karim, kennari við Hvolsskóla. „Menn verða svolítið hissa þegar þeir heyra að ég er bara búin að vera hér í 4 ár.“ Azfar hefur verið mjög áhugasamur við að læra íslensku og hefur sótt 5 íslenskunámskeið hjá Fræðsluneti Suðurlands. Fyrst eftir að hann kom hingað til lands var hann að vinna hjá Glerverksmiðjunni Samverk og segir fyrirtækið hafa stutt starfsmenn duglega, hvatt þá til íslenskunáms og greitt fyrstu tvö námskeiðin. „Áður en ég kom hingað bjó ég í Danmörku og þar gerði ég þau mistök að ég fór ekki strax að læra tungumálið. Það má maður alls ekki. Ef þú flytur til einhvers lands verður þú strax að fara að læra málið annars einangrast þú, ert bara með samlöndum þínum. Ég missti af miklu fyrstu árin mín í Danmörku, aðallega félagslega og ég var oft einmana. Þegar ég kom til Íslands var ég ákveðinn í að gera ekki þessi mistök aftur og skráði mig strax í íslensku fyrir útlendinga. Mér fannst þetta mjög erfitt þegar ég byrjaði og ég var um tíma

BLÁSKÓGABYGGÐ 14

viss um að ég gæti ekki lært þetta tungumál.“ Azfar er frá Pakistan og það er ekki bara að tungumálið er annað heldur er notað annað stafróf en víðast í Evrópu. „Íslenskan kom mér samt ekki svo mikið á óvart því ég var búinn að læra stafrófið þegar ég lærði ensku á sínum tíma. Svo kunni ég dönsku, en mörgum finnst íslenskan mjög framandi og erfitt að læra hana.“ Hann segir kennarana hafa verið mjög hjálpsama og hvatt nem-endur áfram. Nemendur studdu hverjir aðra og hann hafi kynnst mörgum á námskeiðunum sem sumir hafi orðið góðir vinir hans. Þegar Azfar var búinn að taka tvö grunnnámskeið í íslensku skráði hann sig í Landnemaskólann en þar er bæði verið að kenna íslensku og fjalla um stjórnskipan landsins, menningu og sögu. „ Það var mjög skemmtilegt. Ég hef mikinn áhuga á hvernig sagan fyrir 1000 árum segir okkur um líf þess tíma.“ Í fyrra lauk hann íslensku 5 þar sem áhersla er lögð á aukinn orðaforða og málfræði og skrifað mál. „Það var mjög gagnlegt. Hannes Stefánsson var að kenna okkur og hann hjálpaði mér mikið. Mér finnst ég hafa lært mikið á hverju námskeiði sem ég hef tekið.“ Azfar er menntaður umhverfisfræðingur og lauk mastersprófi í greininni í Danmörku. „Ég leitaði ekki eftir vinnu í faginu því mér fannst ég ekki nógu góður í íslensku en núna myndi ég treysta mér til þess.“ Hann skráði sig í

MÝRDALSHREPPUR

Háskóla Íslands og tók diploma í kennsluréttindum og kennir nú náttúrufræði og ensku í Hvolsskóla „og næsta vetur ætla ég líka að kenna dönsku,“ bætir hann brosmildur við. Í desember 2010 fékk Azfar íslenskan ríkisborgararétt og það er honum dýrmætt. „Ég er orðinn formlega Íslendingur,“ segir hann. „Ég þurfti að senda inn greinargerð og þar gerði ég grein fyrir íslenskunámi mínu og náminu við Háskóla Íslands. Ég fjallaði líka um Guðríði Símonardóttir, en saga hennar heillar mig. Ég rakst fyrst á upplýsingar um hana þegar ég var hér í vikufríi með konunni minni árið 2006.Við fórum í Hallgrímskirkju og þar voru upplýsingar um þessa konu. Mér finnst í raun ótrúlegt, skrítið og spennandi að árið 1627 hafi fólk frá Algeríu komið alla leið til Íslands til að ræna fólki.“ Azfar er nýbyrjaður að lesa Reisubók Guðríðar Símonardóttur. „Ég kann svona 7080% af orðunum í bókinni og svo nota ég orðabók mér til hjálpar. Mér finnst þetta áhugaverð og góð bók.“ Bókmenntaáhuginn er vaknaður og Azfar nær í aðra bók sem hann er ekki byrjaður á en hlakkar mikið til að lesa. „Þetta er Njáls saga. Ég á eftir að lesa hana.“ Hann er staðráðinn í að sækja fleiri íslenskunámskeið jafnvel strax í haust og svo fer ábyggilega að styttast í að hann treysti sér til að taka þátt í almennum bókmenntanámskeiðum.

SKEIÐA- OG GNÚPVERJAHREPPUR

ÁSAHREPPUR

Fræðslunet Suðurlands námsvísir haust 2011


ÉG HÉLT

AÐ ÞETTA VÆRI MUN ERFIÐARA

Anna Linda Gunnarsdóttir býr í Þorlákshöfn. Þegar hún missti vinnuna ákvað hún að láta gamlan draum rætast og fara í nám. Hún hóf nám á hestabraut í FSu og ákvað síðan að bæta enn frekar við sig í bóklegum greinum og fór í kvöldskóla hjá Fræðslunetinu til að geta farið í búfræðinám. Þegar Anna Linda Gunnarsdóttir missti vinnuna ákvað hún að drífa í að láta gamlan draum rætast og skráði sig í skóla. „Við í fjölskyldunni höfum mikinn áhuga á hestamennsku og ég ákvað að nýta mér tímann og fara á hestabrautina í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ég var ekki búin að vera lengi þar þegar ég fann að ég vil læra meira og ákvað að kynna mér hvað ég þyrfti til að komast í búfræðinám. Ég fékk að vita að ég þarf að vera með ríflega 30 einingar í grunnfögum, stærðfræði, íslensku, ensku og dönsku auk líffræði og ég ákvað að drífa í að ljúka þeim.“ Anna Linda skráði sig því í Grunnmennt í kvöldskóla hjá Fræðsluneti Suðurlands. „Það hentaði mér vel með náminu á hestabrautinni sérstaklega á haustönn. Á vorönn varð stundataflan götóttari og viðveran lengri.“ Anna Linda býr í Þorlákshöfn en hún vílaði ekki fyrir sér að mæta í skóla snemma á morgnana og vera að allt fram til átta á kvöldin. „Ég

var í hlutastarfi við ræstingar með námi en þar réði ég tíma mínum svo ég reyndi að nýta öll göt í töflunni, ýmist til að sinna heimaverkefnum eða ég brunaði til Þorlákshafnar, lauk þrifunum og kom svo aftur til baka til að fara í kennslustund.“ Með þessu móti tókst henni að ljúka alls 37 einingum á vetrinum. „Í dag á ég bara eftir að taka tvo áfanga í tungumálum og einn í líffræði og svo get ég farið í búfræðinám“ Námið reyndist henni auðveldara en hún hafði átt von á. „Stærðfræðin var erfiðust enda ríflega 20 ár frá því ég var í námi síðast. Ég hef ekki verið á skólabekk frá því ég var í bifvélavirkjun árið 1989. Ég lauk ekki því námi en starfaði samt við fagið í tvö ár.“ Anna Linda segir að sig hafi oft langað að fara í nám en alltaf frestað því. „Ég hélt að þetta væri erfiðara. Ég þurfti að byrja á að læra að læra og svo þarf að skipuleggja sig. Við erum með mörg hross sem þarf að sinna og

Frá útskrift úr Skrefi til sjálfshjálpar í lestri og ritun vorið 2011. Alls luku 4 nemendur náminu. Hér eru þeir ásamt kennurum, Frá vinstri: Sigfríður Sigurgeirsdóttir, kennari, Birkir Svavar Árnason, Jökull Erlingsson, Ólafur Bjarni Sigurðsson, Halldóra Ólöf Karlsdóttir og Kristín Magnúsdóttir, kennari. Innritun í síma 480 8155

það þarf líka að sinna fjölskyldunni og heimilinu. En mér fannst námsefnið ekki þungt. Mér finnst reyndar hestabrautin taka lítið tillit til fullorðinna sem þurfa að sinna börnum og heimili en ég sé ekki eftir þeim tíma sem fór í námið. Ég lærði alveg helling.“ Hún segir marga spyrja sig út í námið og hún finnur að margir hafa áhuga á að drífa sig. „Ég hvet fólk til að fara af stað. Ég hefði átt að drífa mig fyrr. Ég viðurkenni alveg að ég læri öðruvísi í dag en þegar ég var unglingur. Ég er skipulagðari, metnaðarfyllri og vil standa mig en þetta er líka ótrúlega skemmtilegt.“

Frá útskrift úr Fagnámskeiði III vorið 2011. Alls luku 13 nemendur náminu. Þátttakendur starfa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og á Dvalarheimilinu Ási. 15


Námsvísir haustönn 2011  
Námsvísir haustönn 2011  

Námsvísir Fræðslunets Suðurlands, haustið 2011

Advertisement