Námsvísir haustönn 2011

Page 3

VILTU BREYTA TIL? Fræðslunetið er miðstöð fullorðinsfræðslu og símenntunar á Suðurlandi. Það sérhæfir sig í kennslu fullorðinna og námsframboði sem hentar þeim. Sú meginbreyting hefur orðið á hópi nemenda undanfarin ár að nú stundar fólk á öllum aldri nám enda gera þjóðfélagshættir kröfu til þess að fólk bæti við sig námi og færni alla ævi.Velferð einstaklinga og þjóða veltur ekki síst á þessu.

Námsvísir haustsins Tuttugasta og fimmta námsönn Fræðslunetsins er hafin. Í þessum námsvísi kennir ýmissa grasa að vanda og er það von okkar að sem flestir finni eitthvað nýtilegt fyrir sig. Lengstu námskeiðin falla undir formlegt nám í þeim skilningi að þau eru vottuð af menntamálaráðuneytinu og þau má meta til eininga í framhaldsskólum landsins. Um er að ræða námskeiðin Grunnmenntaskólann og Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum, en þau eru sniðin fyrir þá sem vilja hefja nám að nýju eða halda framhaldsnámi áfram eftir hlé. Þessi námskeið hafa verið vel sótt undanfarin ár og raunar hefur ekki náðst að sinna öllum sem hafa skráð sig.

EFNISYFIRLIT Fjölmargir Sunnlendingar hafa notað sér þessa þjónustu. Fólk hefur meðal annars leitað upplýsinga um möguleika sína á námi eða nýjum störfum, fengið áhugasviðsgreiningu, fengið aðstoð við að takast á við hindranir og að setja sér markmið.

Hagnýtar upplýsingar

2

Íslenska fyrir útlendinga

4

Enska I-IV

4

Fræðslunetið hvetur fólk til að nýta sér þessa þjónustu og bendir á að hún er ókeypis.

Spænska I-II

4

Tölvunámskeið

4

Síðastliðið skólaár sameinuðust Fræðslunetið, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Iðan, fræðslusetur iðnaðarins, um raunfærnimat fyrir þá sem hafa starfað við húsamíði. Raunfærnimat er reynd aðferð sem notuð er við að meta tiltekna kunnáttu sem fólk hefur öðlast í vinnu sinni og lífi. Matið getur jafngilt einingum í skólanámi. Í haust verður raunfærnimat í húsasmíði endirtekið á Suðurlandi og eru þeir, sem ekki létu meta sig sl. haust nú hvattir til að nota tækifærið og skrá sig í raunfærnimat.

Fatasaumur

5

Sápugerð

6

Leðurtöskugerð

6

Að skera í tré

6

Silfursmíði, sléttsmíði

6

Íslenska víravirkið

6

Ný starfsstöð á Hvolsvelli

Silfursmíði, eigin hönnun

6

Lesið í skóginn, tálgað í tré

6

Að smíða hátalarabox

7

Handgerð kerti

7

Mósaíknámskeið

7

Myndlistarnámskeið

7

Trésmíði fyrir konur

7

Hollustubrauð og viðbit

8

Léttir og hollir réttir

8

Námskeið f. sjúkraliða

8

Skapandi hugsun

9

Verkefnastjórnun í skapandi greinum

9

Manngerðir hellar á Suðurl.

9

Á tímamótum

9

Námsleiðir FA

11

Viðtal við Sævar Gunnarss.

11

Viðtal við Azfar Karim

14

Viðtal við Önnu Lindu Gunnarsdóttur

15

Raunfærnimat í húsasmíði

Önnur námskeið haustsins flokkast undir það að vera starfstengdari og auk þess er fjölbreytt úrval af tómstundanámskeiðum á boðstólum að venju. Framboð námskeiða í námsvísinum er ekki endanlegt. Ef þú hefur góða hugmynd að námskeiði hafðu þá samband við okkur.

Í haust opnaði Fræsðunetið nýja starfsstöð á Hvolsvelli. Gerður var samningur við Rangárþing eystra um starfsaðstöðu í Hvolsskóla, skrifstofu og fullbúna kennslustofu með fjarfundabúnaði. Þetta er fyrsta starfsstöðin sem opnuð er á Suðurlandi utan Selfoss. Það er von Fræðslunetsins að með þessari opnun færist aukinn kraftur í starfsemi þess.

Náms- og starfsráðgjöf

Þú

Undanfarin ár hefur Fræðslunetið getað boðið upp á þjónustu náms- og starfsráðgjafa.

sem vilt breyta til, læra eitthvað nýtt, þróast í vinnu - leitaðu til okkar á Fræðslunetinu. Ásm. Sverrir Pálsson

Hveragerði Sólheimar

Innritun í síma 480 8155

Þorlákshöfn Nýtt

3


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.