Page 3

ALDREI

FLEIRI Í NÁMI HJÁ

Nú er þrettánda starfsár Fræðslunetsins hafið og er óskandi að það verði jafngott ár í fullorðinsfræðslu fyrir Sunnlendinga eins og síðastliðið ár. Aldrei áður í sögu Fræðslunetsins hafa verið haldin jafnmörg námskeið á einu ári eða verið kenndar jafnmargar námskeiðsstundir. Námskeiðsmat nemenda að loknum námskeiðum sýnir að þeir eru ánægðir með kennsluna og hvernig staðið er að námskeiðum. Nemendur Fræðslunetsins á árinu voru alls 1126. Það er von okkar að sem flestir finni í þessum námsvísi álitleg námskeið fyrir sig. Eins og jafnan áður er

Innritun í síma 480 8155

FRÆÐSLUNETINU

reynt að hafa úrvalið sem mest: atvinnutengd námskeið, tómstundanámskeið, bókleg námskeið, verkleg námskeið og námskrárbundin námskeið sem meta má til eininga í framhaldsskóla. Af nýjum námskeiðum á vorönn er sérstök athygli vakin á Menntastoðum, Þjónustuliðum, Meðferð matvæla, Opinni smiðju og Skrifstofuskólanum. Auk þess eru nú í boði ókeypis námskeið og fyrirlestrar sem fólk er beðið að kynna sér. Náms- og starfsráðgjöf stendur fullorðnum til boða eins og áður og er þeim að kostnaðarlausu. Fræðslunetið hefur tvö síðastliðin ár haldið svokallað raunfærnimat í húsasmíði í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suðurlands, Iðuna fræðslusetur og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Á þessu ári verður efnt til raunfærnimats í málmiðnaði og fyrir

skrifstofufólk. Raunfærnimat er sérstök aðferð við að meta kunnáttu og færni sem fólk hefur öðlast í lífi og starfi og getur það jafngilt einingum í framhaldsskóla. Raunfærnimat er staðfesting á þeim breyttu viðhorfum sem orðið hafa til náms á síðastliðnum árum til hagsbóta fyrir fullorðið fólk sem hefur stutta skólagöngu að baki. Eins og kom fram í inngangi þessa spjalls fer starfsemi Fræðslunetsins vaxandi. Á árinu flytur Fræðslunetið í nýtt húsnæði sem er eitt meginskilyrði þess að það megi vaxa og dafna í framtíðinni. Með nýju ári glæðast nýjar vonir. Starfsfólk Fræðslunetsins óskar Sunnlendingum farsældar á nýju ári og hlakkar til samstarfs um aukna menntun í fjórðungnum. Ásmundur Sverrir Pálsson

3

Profile for Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi

Námsvísir vorönn 2012  

Námsvisir vorannar 2012

Námsvísir vorönn 2012  

Námsvisir vorannar 2012

Profile for steikolb
Advertisement