Page 1

Námsvísir vorönn 2011

 Tungumálanámskeið  Íslenska fyrir útlendinga  Tölvunámskeið  Handverk og listir  Matreiðsla og heilsa  Starfstengd námskeið  Námsleiðir FA, einingabært nám  Námskeið fyrir fyrirtæki  Náms– og starfsráðgjöf

Lærum allt lífið


Hlutverk Fræðslunetsins Fræðslunetið annast fullorðinsfræðslu og símenntun á Suðurlandi.

Fræðslunet Suðurlands

Tryggvagata 25 800 Selfoss Sími: 4808155 Ráðgjöf: 8208155 Fax: 4808156 fraedslunet@fraedslunet.is

Lærum allt lífið

Það annast hvers konar námskeiðahald fyrir fullorðna, fyrirtæki og stofnanir. Um margs konar námskeið og nám er að ræða, sumt formlegt sem gefur framhaldsskólaeiningar og styrkir einstaklinga í starfi og einkalífi og einnig er boðið uppá fjölbreytt úrval tómstundanámskeiða. Markmið Fræðslunetsins er að sinna sem best þörfum Sunnlendinga fyrir endur- og símenntun og veita ráðgjöf varðandi nám og störf, sú ráðgjöf kostar ekkert. Ef þú hefur góða hugmynd eða ósk um námskeið erum við alltaf tilbúin að skoða málið. Hafðu samband í síma 4808155. Kennt er á ýmsum stöðum á Suðurlandi. Aðalkennslustaður er í Iðu, íþróttahúsi FSu en að auki er kennt á þeim stöðum þar sem næg eftirspurn er eftir námskeiðum og eftir óskum frá svæðunum eða frá fyrirtækjum. Kennt var á eftirfarandi stöðum á haustönn 2010: Hellu, Hvolsvelli, Vík og Selfossi.

Starfsfólk

Við erum á netinu: http://fraedslunet.is

Ásmundur Sverrir, Sólveig Ragnheiður, Árdís Dóra, Eydís Katla og Steinunn Ósk

Ókeypis náms– og starfsráðgjöf á Suðurlandi Fræðslunetið veitir ókeypis náms- og starfsráðgjöf. Þar starfa tveir náms- og starfsráðgjafar, þær Sólveig R. Kristinsdóttir og Eydís Katla Guðmundsdóttir. Þær bjóða uppá einstaklingsviðtöl, áhugasviðsgreiningar, veita hópráðgjöf, kenna sjálfsstyrkingu, aðstoða við gerð ferilskráa og heimsækja fyrirtæki á

Suðurlandi. Starfsstöð þeirra er í Glaðheimum, Tryggvagötu 36 á Selfossi. Hægt er að panta viðtalstíma hjá Fræðslunetinu í síma 480 8155 og 820 8155 eða senda tölvupóst á fraedslunet@fraedslunet.is. Þjónustan er ókeypis og er ætluð fullorðnu fólki á vinnumarkaði.

Glaðheimar, Tryggvagötu 36 Selfossi, aðsetur námsráðgjafanna.

Innritun og námskeiðsgjöld Innritun á námskeið haustannar fer fram símleiðis í síma 480 8155 eða í tölvupósti, fraedslunet@fraedslunet.is Nálgast má umsóknareyðublöð á vefsíðu Fræðslunetsins: http://fraedslunet.is. Best er að innrita sig á námskeið tímanlega því mörg námskeið eru eftirsótt og myndast þá biðlistar. Innritun lýkur að jafnaði viku áður en námskeið hefst. Hætti fólk við þátttöku á námskeiði er það beðið um að afskrá 2

sig ein s fljótt og kostur er. Þátttakendur á námskeiðum fá sendan greiðsluseðil fyrir námskeiðsgjöldum sem hægt er að greiða í heimabanka eða hvaða bankaútibúi sem er.

Staðfesting er skuldbindandi Nokkrum dögum áður en námskeið hefst er hringt í þátttakendur og þeir beðnir að staðfesta innritun sína. Staðfesting er skuldbindandi og með henni samþykkir þátttakandi að

greiða fyrir námskeiðið. Námskeið standa og falla með þátttakendum. Oft veltur aðeins á einum þátttakanda hvort hægt er að halda námskeið eða ekki, sérstaklega þegar um er að ræða námskeið með fáum þátttakendum.

Afboði þátttakendur sig eftir að hafa staðfest þátttöku sína á námskeiði þá áskilur Fræðslunetið sér rétt til að innheimta námskeiðsgjaldið.

Námsvísir vorönn 2011


Lærum allt lífið Lærum allt lífið eru einkunnarorð Fræðslunetsins. Í þeim felst sá skilningur sem er nú viðtekinn að menn ljúki ekki námi í eitt skipti fyrir öll heldur þurfi menntun að vera sífelld, vara allt lífið. Rökin fyrir þessum skilningi byggjast fyrst og fremst á þeim miklu breytingum sem orðið hafa í lífi þjóða á undanförnum árum. Hröð þróun í vísindum og tækni, sem meðal annars hefur leitt af sér nýja atvinnuvegi, gerir meiri kröfur um menntun fólks en nokkru sinni áður. Þessar auknu kröfur snúast ekki einungis um að menntunin nýtist einstökum atvinnugreinum í alþjóðlegri samkeppni heldur ekki síður um þá trú að meiri menntun fólks bæti lífsskilyrði þess og hagsæld. Ævimenntun er eitt háværasta kall tímans. Áður hefur verið fjallað um það á þessum vettvangi að hlutfall þeirra á íslenskum vinnumarkaði sem hafa lágmarksskólagöngu að baki sé snöggtum hærra en gerist meðal þeirra þjóða sem við miðum okkur við og úr því þurfi að bæta með öllum ráðum. Undir lok nóvembermánaðar gerðust þau markverðu tíðindi að stjórnvöld, sveitarfélög, ASÍ, BSRB og Samtök atvinnulífsins undirrituðu samtarfsyfirlýsingu um að hækka menntunarstig

þjóðarinnar. Aðilar yfirlýsingarinnar setja sér það markmið að hlutfall fólks á vinnumarkaði án viðurkenndrar starfseða framhaldsskólamenntunar verði ekki hærra en 10% árið 2020. Til að ná þessu markmiði verði framhaldsfræðsla efld í landinu en ný lög um framhaldsfræðslu tóku einmitt gildi 1. október síðastliðinn.

Efnisyfirlit

Fræðslunet Suðurlands ætlar að leggja sitt lóð á vogarskálarnar þannig að af þessu megi verða. Í þessum námsvísi er framboð Fræðslunetsins á námi og námskeiðum á vorönn 2011. Eins og áður er reynt að hafa framboðið sem fjölbreytilegast þannig að það höfði til sem flestra. Í boði eru starfstengd námskeið og tómstundanámskeið af ýmsu tagi, svo og námsleiðir sem hugsaðar eru til að styrkja fullorðið fólk í grunn-námsgreinum og um leið að undirbúa það fyrir frekara nám. Þessar námsleiðir hafa verið vel sóttar hjá Fræðslunetinu undanfarnar annir og sannað gildi sitt á ótvíræðan hátt. Starfsfólk Fræðslunetsins óskar Sunnlendingum farsældar á nýju ári og þakkar árangursrík samskipti á því liðna.

Hagnýtar upplýsingar

2

Íslenska fyrir útlendinga

4

Norska II*

4

Enska

4

Spænska II

4

Færeyska I*

5

Tölvunámskeið

5

Nám fyrir sjúkraliða*

6

Peysuprjón*

7

Fatasaumur*

7

Sápugerð*

7

Að skera í tré

7

Leðurtöskugerð

7

Myndlistarnámskeið*

7

Silfursmíði

7

Hollustubrauð og viðbit*

8

Útieldun og nesti*

8

Léttir og hollir réttir*

8

Ásmundur Sverrir Pálsson

Tölvunám f. Báruna og VMS* 9 Heimilisgarðurinn

10

Safnhaugagerð

10

Magnað minni, minnistækni*

10

Skyndihjálp f. sundlaugaverði

10

Grunnmenntaskólinn

11

Nám og þjálfun

11

Sterkari starfsmaður

11

Fagnámskeið III*

11

Leiðsögn á jarðvangi*

11

*Stjörnumerkt námskeið eru ný námskeið.

Innritun í síma 4808155

3


Tungumál Icelandic for foreigners, level I-IV - 60 lessons Íslenska I - IV fyrir útlendinga - 60 stundir

Enska I - 24 stundir

Icelandic courses will be held according to numbers of participants. Courses will start 10. January. To sign up id-number is needed.

Námskeiðið er ætlað byrjendum í ensku. Lögð er áhersla á talmál, orðaforða, ritun málsins og lestur. Talæfingar og framburður æfður, farið í grunnatriði málfræðinnar. Símat verður á námskeiðinu.

Íslenskunámskeið fyrir útlendinga verða haldin á þeim stöðum þar sem næg þátttaka fæst. Námskeið hefjast í vikunni 10. - 17. janúar. Til að innritast þarf þátttakandi að hafa kennitölu.

Tími Virka daga kl. 19-21.50 Staður Selfoss, Hella, Hvolsvöllur, Vík, Þorlákshöfn og víðar ef næg þátttaka fæst Verð 30.000 + námsefni 3.500 Kennari Anna Linda Sigurðardóttir, kennari

Einnig fyrir félaga í Starfsmennt

Tími Fimmtudagar 3. febrúar - 24. mars kl. 19.30-21.40 Staður Iða, Selfossi Verð 25.000, námsefni innifalið Fjöldi Lágmark 12 þátttakendur Kennari Áslaug Ólafsdóttir, enskukennari

Islandzki I-IV dla obcokrajowców w języku polskim – 60 godzin

Enska II - 24 stundir

Dla zainteresowanych odbędzie się kurs języka islandzkiego. Islandzki I-IV. Miejsce i czas zależne od ilości zainteresowanych.

Námskeiðið er ætlað fólki sem lokið hefur Ensku I eða hefur undirstöðukunnáttu í málinu. Lögð er áhersla á talmál, frekari uppbyggingu orðaforða, ritun málsins og lestur. Símat verður á námskeiðinu.

Pora Dni robocze, 19–21.50 Cena 30.000 + materialy Książka Íslenska fyrir alla 1.- 4. h.

Íslenska V-VI - Pisanie op islandzku – 30 godzin ćwiczenie pisowini i ortografii Kursanci udoskonalają swoje umiejętności wypowiadania się pisząc po islandzku przy pomocy gramatyki. Krótkie ćwiczenia pisowni, np. oficjalnych listów i różnego rodzaju tekstów. Nauka używania pomocy naukaowych. Kurs przeznaczony jest dla obcokrajowców ze stosonkowo dobrą znajomoscią języka islandzkiego.

Pora Poniedziałek 24. styczeń - 11. kwiecień, 19 -21.10 Staður Iða, Selfossi Verð 15.000 + materialy Kennari Hannes Stefánsson, nauczyciel

Íslenska V-VI - Að skrifa á íslensku – 30 stundir Þátttakendur eru þjálfaðir í að tjá sig á íslensku í rituðu máli með áherslu á málfræði. Stuttar ritmálsæfingar af ýmsu tagi, m.a. ritun formlegra bréfa og annarra stuttra texta. Námskeiðið er ætlað þeim útlendingum sem hafa tiltölulega gott vald á talmáli og þeim sem lokið hafa Íslensku V. Kennt annan hvern mánudag.

Tími Mánudagar 24. janúar – 11. apríl kl. 19 -21.10 Staður Iða, Selfossi Verð 15.000 + námsefni Fjöldi Hámark 12 þátttakendur Kennari Hannes Stefánsson, íslenskukennari

Norska II - 24 stundir

Nýtt! Námskeiðið er framhald Norsku I sem haldið var á haustönn en hentar einnig þeim sem hafa einhvern grunn í norsku. Lögð er áhersla á talmál, orðaforða, ritun málsins og lestur, talæfingar og framburð. Farið í grunnatriði málfræðinnar. Tími Mánudagar og miðvikudagar 24. jan. - 16. feb. kl. 18.30-20.40 Staður Iða, Selfossi Verð 25.000, námsefni innifalið Fjöldi Lágmark 12 þátttakendur Kennari Guðbjörg Jenný Sveinbjörnsd., norskukennari

4

Einnig fyrir félaga í Starfsmennt

Tími Þriðjudagar 1. febrúar - 22. mars kl. 19.30-21.40 Staður Iða, Selfossi Verð 25.000, námsefni innifalið Fjöldi Lágmark 12 þátttakendur Kennari Áslaug Ólafsdóttir, enskukennari

Enska IV - 24 stundir Einnig fyrir félaga í Starfsmennt

Nýtt!

Námskeiðið er framhald af Ensku III (sem þó er ekki nauðsynlegur undanfari). Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa einhvern grunn í ensku eða sem upprifjun fyrir lengra komna. Farið verður í frekari málfræði og ritun. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur þjálfi talfærni sína. Unnið verður með bókmenntatexta, ljóð og tónlist.

Tími Miðvikudagar 2. febrúar - 23. mars kl. 18.30-20.40 Staður Iða, Selfossi Verð 25.000, námsefni innifalið Fjöldi Lágmark 12 þátttakendur Kennari Jóna Katrín Hilmarsdóttir, enskukennari

Spænska II - 24 stundir Undanfari: Spænska I eða grunnkunnátta í málinu Námskeiðið er ætlað fólki sem lokið hefur Spænsku I eða hefur undirstöðukunnáttu í málinu. Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur auki við orðaforða sinn, fái aukna þjálfun í framburði og öðlist færni í að tala spænsku. Gerðar verða málfræðiæfingar, aukin áhersla verður lögð á talæfingar og fjallað verður um spænska menningu, sögu og þjóðlíf.

Tími Mánudagar 24. janúar - 14. mars kl. 19.30-21.40 Staður Iða, Selfossi Verð 25.000, námsefni innifalið Fjöldi Lágmark 12 þátttakendur Kennari Kristín Arna Bragadóttir, spænskukennari

Námsvísir vorönn 2011


Tungumál og tölvur Færeyska fyrir byrjendur - 21 st.

Nýtt!

Farið er í undirstöðuatriði í færeyskri málfræði og orðaforða. Áhersla er lögð á réttan framburð og þjálfun í daglegu máli. Einnig er fjallað um færeyskt samfélag, upplýsingavefi og fl.

Tími Mánudagar 21. febrúar - 4. apríl kl. 17.15 - 19.15 Staður Iða, Selfossi Verð 21.000, námsefni innifalið Fjöldi Lágmark 10 þátttakendur, hámark 14 Kennari Davíð Samúelsson, ferðamálafræðingur

Tölvur I - 15 stundir Hentar vel fyrir 50 ára og eldri Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa afar litla eða enga reynslu af tölvunotkun. Farið er í undirstöðuatriði tölvunnar og hvernig hún vinnur. Aðaláhersla er lögð á að gera þátttakendur færa um að vafra á Netinu. Einnig er farið í tölvupóst, byrjunaratriði í Word 2007. Þar sem námskeiðið er ætlað fyrir fáa í einu er hægt að sinna hverjum og einum persónulega.

Tími Mánudagar og miðvikudagar Staður Iða Selfossi, 24. jan.- 7. feb.kl. 19.15 -21.15 Verð 21.900, námshefti innifalið Fjöldi Hámark 10 þátttakendur Kennarar Leifur Viðarsson, tölvukennari

Tölvur II - 15 stundir Grunnþekking í tölvunotkun nauðsynleg Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið við námskeiðið Tölvur I eða hafa svolitla þekkingu og reynslu af tölvunotkun en vilja dýpka þekkingu sína og öðlast aukið öryggi. Fjallað verður um skipulag skjala og vistun gagna, möppur og aðgerðir í Word 2007. Kynnt verður notkun Netsins og tölvupósts, auk þess sem þátttakendur læra m.a. að samþætta notkun Word-ritvinnslunnar og netsins.

Tími og Mánudagar og miðvikudagar 14. - 28. febrúar staðir kl. 19.15 -21.15 Iða, Selfossi Þriðjudagar og fimmtudagar 15.—29. mars kl. 19-21 Víkurskóli, Vík Verð 21.900, námshefti innifalið Fjöldi Hámark 12 þátttakendur Kennari Leifur Viðarsson og Ívar Páll Bjartmarsson tölvukennarar

Tölvur III - 18 stundir Grunnþekking í tölvunotkun nauðsynleg Námskeiðið er framhald af Tölvur II og hentar einnig þeim sem hafa nokkurn grunn í tölvunotkun og vilja aukna þjálfun og þekkingu. Á námskeiðinu verður sérstök áhersla lögð á Office-forritin, Word, Excel og Power point. Rifjað verður upp hvernig best er að vista skjöl og halda utan um möppusafnið.

Tími Mánudagar og miðvikudagar 7.- 23. mars kl. 19. 15 - 21.15 Staður Iða, Selfossi Verð 24.900, námsefni lánað Fjöldi Hámark 12 þátttakendur Kennari Leifur Viðarsson, tölvukennari

Innritun í síma 4808155

Stafrænar myndir og heimilistölvan - 9 st. Grunnþekking í tölvunotkun nauðsynleg Kennd eru undirstöðuatriði varðandi myndatökur og stillingar á stafrænum myndavélum og þátttakendur læra að færa myndir af stafrænni myndavél yfir á tölvu. Kennt er á Picasa hugbúnað sem heldur utan um myndasafnið. Kenndar eru aðferðir við ýmsar lagfæringar, stækkanir/smækkanir, útprentun, senda myndir í vefpósti og fl. Einnig er kennt hvernig vinna má með myndir og texta í Word ritvinnslu.

Tími Þriðjudagar og fimmtudagar 8. - 15. febrúar kl. 19.15-21.15 Staður Iða, Selfossi Verð 11.900, námsefni innifalið Fjöldi Hámark 12 þátttakendur Kennari Leifur Viðarsson, tölvukennari

Myndbandagerð með Movie Maker - 12 st. Grunnþekking í tölvunotkun nauðsynleg Margir eiga mikið af óunnu myndbandsefni sem gæti verið skemmtilegt að vinna með og klippa. Á námskeiðinu kennir Leifur, sem er lærður í kvikmyndagerð, hvernig myndefnið er fært af myndatökuvél í tölvu og hvernig klippa má myndefni á einfaldan hátt, setja inn hljóð, tónlist og texta og gera efnið aðgengilegt til spilunar, t.d. á DVD formi, á Facebook eða á Youtube. Einnig verður aðeins farið í samsetningu og/ eða grunnatriði í upptökutækni. Ekki þarf að eiga fullkomna myndbandsupptökuvél, nóg er að eiga litla stafræna myndavél sem býður upp á myndbandsupptöku. Námskeið fyrir þá sem vilja varðveita og gera góðar minningar aðgengilegri. Æskilegt að þátttakendur mæti með eigin fartölvu.

Tími Þriðjudagar og fimmtudagar 15.- 24. mars kl. 19.15-21.15 Staður Iða, Selfossi Verð 16.900, námsefni innifalið Fjöldi Hámark 10 þátttakendur Kennarar Leifur Viðarsson, tölvukennari

Vefsmíði með Joomla 1,5 - 12 stundir Grunnþekking í tölvunotkun nauðsynleg Kennd eru undirstöðuatriði í hinu vinsæla vefumsjónarkerfi Joomla. Þátttakendur fá aðgang að vefsvæði og uppsettan vef til æfinga. Gert er ráð fyrir að þátttakendur þjálfi sig á milli tíma og verði í lok námskeiðsins færir um að byggja upp vef og hafa umsjón með honum. Góð þekking í tölvunotkun er nauðsynleg til að námskeiðið geti nýst þátttakendum. Námskeiðið er einnig kjörið fyrir þá sem hafa umsjón með Joomla-vef og vilja auka þekkingu sína og færni. Æskilegt er að þátttakendur mæti með eigin fartölvu.

Tími Þriðjudagar 22. febrúar - 8. mars kl. 17.30-20.20 Staður Iða, Selfossi Verð 24.500 Fjöldi Hámark 14 þátttakendur Kennari Sigurður Fjalar og Elín Jóna Traustadóttir, tölvukennarar

5


Námskeið fyrir sjúkraliða Smitsjúkdómar og sýklavarnir 10 stundir

Nýtt!

Markmið: Að efla skilning á smitsjúkdómum og þeim aðferðum sem notaðar eru til að koma í veg fyrir dreifingu þeirra. Lýsing: Fjallað verður um sýkingavarnir vegna ýmissa sjúkdóma, s.s. inflúensu, MÓSA, Hepatítis B og C, Clostridium diffecile o.fl. Rifjuð verða upp grundvallaratriði sótt- og dauðhreinsunar; hvernig örverum er haldið í skefjum, þær fjarlægðar og þeim eytt.

Tími Mánudagar 7. og 14. mars kl. 17-21 Staður Iða, Selfossi Verð 15.000 Fjöldi Lágmark 15 þátttakendur Kennarar Anna Guðríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur

6

Hjúkrun fólks með öndunarfærasjúkdóma – 15 stundir Nýtt!

Markmið: Að þátttakendur öðlist grunnþekkingu á algengi lungnasjúkdóma, einkennum þeirra, meðferð og úrræðum. Lýsing: Fjallað verður um helstu lungnasjúkdóma, einkenni, hjúkrunarmeðferðir og úrræði til að mæta þörfum fólks með langvinna lungnasjúkdóma. Auk þess verður komið inn á ýmsar hagnýtar leiðbeiningar eins og notkun og meðferð tækja sem tengjast lungnasjúkdómum.

Tími Mánudagar og miðvikudagur 14., 16. og 21. febrúar kl. 17-20.50 Staður Iða, Selfossi Verð 20.000 Fjöldi Lágmark 15 þátttakendur Kennarar Sigrún Sunna Skúladóttir, bráðahjúkrunarfræðingur og Linda Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur með framhaldsnám í lungnasjúkdómum

Námsvísir vorönn 2011


Handverk, hannyrðir og listir Peysuprjón -12 stundir

Nýtt!

Það er ekki mikill vandi að prjóna fallega peysu en margir þurfa samt í fyrstu á leiðsögn að halda við verkið. Á þessu námskeiði fá þátttakendur aðstoð og leiðbeiningar við að prjóna peysu að eigin vali. Þá getur verið um að ræða útprjón, kaðla eða eitthvað einfaldara. Þátttakendur koma með garn, prjóna og uppskrift, en geta einnig skoðað og fengið uppskriftir á staðnum.

Tími Miðvikudagar 16. febrúar - 9. mars kl. 20-22 Staður Iða, Selfossi Verð 13.000 Fjöldi Hámark 10 þátttakendur

Hin landsþekkta útskurðarkona Sigga á Grund kennir réttu handtökin við útskurð í tré. Kenndur verður flatskurður og milliskurður. Þátttakendur geta keypt útskurðarhnífa hjá Siggu og hráefnið verður líka selt á staðnum. Námskeiðið hentar fyrir byrjendur og einnig fyrir lengra komna.

Tími Þriðjudagar 22. febrúar - 15. mars kl. 17-19.10 Staður Hamar (smíðastofa Fsu), Selfossi Verð 22.000 + efni Fjöldi Hámark 5 þátttakendur Kennari Sigga á Grund, útskurðarmeistari (SJK)

Kennari Þóra Þórarinsdóttir, kennari

Fatasaumur fyrir byrjendur - 16 stundir Allir geta lært að sauma. Á námskeiðinu læra þátttakendur allt um það hvernig sauma á föt, svo sem að sníða, sauma saman og ganga frá. Saumuð er flík að eigin vali annað hvort á börn eða fullorðna. Þátttakendur fá ráðleggingar um val á sniðum og efni. Þátttakendur koma með efni, saumavél, skæri og annað sem þarf til. Markmiðið er að nemendur verði færir um að bjarga sér við það helsta í fatasaumi.

Tími Miðvikudagar 9. febrúar - 2. mars kl. 19-22 Staður Iða, Selfossi Verð 20.700 + efniskostnaður Fjöldi Hámark 7 þátttakendur Kennari Edda Björk Magnúsdóttir, saumakona og hönnuður

Sápugerð - 4 stundir

Að skera í tré með Siggu á Grund -12 stundir

Grunnnámskeið í leðurtöskugerð - 7 stundir Hér er endurnýting í hávegum höfð Á námskeiðinu er kennt að sauma tösku úr leðri, annað hvort úr gömlum flíkum, s.s. leðurbuxum eða -jökkum eða saumað úr nýju leðri. Þátttakendur þurfa að koma með saumavélar og hafa meðferðis gamlar leðurflíkur ef þeir ætla að nýta slíkt við töskugerðina. Kennari útvegar allt annað efni sem þarf til viðbótar, s.s. nýtt leður, roð, fóður, lím, rennilása, tvinna, smellur, kósa og fl. Allt selt á kostnaðarverði. Námskeiðið tekur 4 -5 klukkustundir.

Tími og Laugardaginn 5. mars Grunnskólinn í staðir Þorlákshöfn kl. 10-15 og laugardaginn 26. mars í Víkurskóla, Vík kl. 10-15 Verð 9.900 + efniskostnaður Fjöldi Hámark 6 þátttakendur Kennari Kolbrún Sveinsdóttir, klæðskeri, kjólameistari og handmenntakennari

Nýtt!

Á námskeiðinu er fjallað um hvernig sápa verður til og hvað þarf af efnum og áhöldum við gerð sápu í föstu formi. Algeng aðferð verður kennd og fleiri aðferðir kynntar. Fjallað verður almennt um sápugerð en að því loknu verður sýnikennsla. Að loknu námskeiðinu eiga þátttakendur að vera færir um að búa til eigin sápur.

Tími og Mánudagur 14. mars kl. 19-22, Iða, Selfossi staðir Mánudagur 21. mars kl. 19-22, Hvolsskóli, Hvolsvelli Mánudagur 28. mars kl. 19-22, Víkurskóli, Vík Verð 5.500 Fjöldi Lágmark 10 þátttakendur, hámark 15 Kennari Ólafur Árni Halldórsson, kennari

Silfursmíði - 12 stundir Áhersla verður lögð á að þátttakendur vinni úr eigin hugmynd að smíðisgrip. Þátttakendur hanna gripinn og smíða hann. Á námskeiðinu er boðið uppá fyrsta flokks aðstöðu til smíðinnar. Námskeiðið er í þrjú skipti.

Tími Þriðjudagar og fimmtudagur 1.—8. febrúar kl. 19-22 Staður Selfoss Verð 22.000 + efniskostnaður Fjöldi Hámark 7 þátttakendur Kennari Davíð Jóhannesson, gullsmiður

Innritun í síma 4808155

Myndlistarnámskeið - 24 stundir

Fjallað verður um grunnatriði í myndbyggingu og Nýtt! litafræði. Nemendur munu fræðast og þjálfa myndbyggingu í sköpun myndverka sinna og gerðar verða æfingar í litafræði. Farið verður bæði í fræðilega og verklega þætti myndsköpunar. Unnar verða æfingar með olíukrít, akríl-máningu og blýanti. Reynt verður að koma til móts við áhugasvið hvers og eins. Efni og áhöld verða á staðnum. Nemendur þurfa að koma með eigin pensla og blindramma. Kjósi nemendur vinna með sérstök verkfæri, er

Tími Mánudagar 7. febrúar - 28. mars kl. 18-20.10 Staður Iða, Selfossi Verð 26.000 Fjöldi Hámark 12 þátttakendur Kennari Sigríður Oddný Stefánsdóttir, myndlistarkennari

7


Matreiðsla og heilsa Hollustubrauð og viðbit - 3 klst.

Nýtt!

Á námskeiðinu kennir Guðríður Egilsdóttir, matreiðslumeistari og heimilisfræðikennari, hollustubakstur, t.a.m. að nota súrdeig og ýmis konar holl hráefni við bakstur, m.a. verður bakað hrökkbrauð. Einnig kennir Guðríður hvernig búa má til viðbit úr ýmsum jurtum og baunum. Það er alls ekki þörf á því að nota smjör, ost eða unna kjötvöru á brauðið. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur öðrum leiðum í þessum efnum.

Léttir og hollir réttir - 3 klst.

Nýtt!

Á námskeiðinu er kennd matreiðsla sem hefur heilsu og hollustu að leiðarljósi. Fjallað verður um fæðuval og hvernig nota má hollar matvörur í stað óhollra við matargerðina. Síðari hluti námskeiðsins er verkleg kennsla þar sem þátttakendur elda nokkra hollusturétti sem snæddir eru í lokin.

Tími Fimmtudagur 27. janúar kl. 18-21 Staður Kennslueldhús FSu, Selfossi

Tími Fimmtudagur 24. febrúar kl. 18-21

Verð 10.500

Staður Kennslueldhús FSu, Selfossi

Fjöldi Hámark 12 þátttakendur

Verð 7.000

Kennari Guðríður Egilsdóttir, heimilisfræðikennari

Fjöldi Hámark 10 þátttakendur Kennari Guðríður Egilsdóttir, heimilisfræðikennari

Útieldun og nesti - 3 klst.

Nýtt!

Námskeiðið er hugsað fyrir útivistarfólk og þá sem unna útiveru í náttúru landsins. Kennt verður hvernig er hægt að bjarga sér í náttúrunni án nútímatækni, m.a. hvernig elda má fisk og fleira góðgæti á hlóðum. Einnig verður fjallað um hvernig best er að útbúa hollt og gott nesti fyrir ferðalögin á hagkvæman hátt.

Tími Fimmtudagur 5. maí kl. 18-21 Staður Iða, Selfossi Verð 10.500

RANGÁRÞING

EYSTRA

Fjöldi Hámark 12 þátttakendur Kennari Guðríður Egilsdóttir, heimilisfræðikennari

8

Námsvísir vorönn 2011


SVEITARFÉLAGIÐ ÖLFUS

BLÁSKÓGABYGGÐ

Tölvunámskeið fyrir félaga í Bárunni og VMS -15 st.

Nýtt!

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa afar litla eða enga reynslu af tölvunotkun. Farið er í undirstöðuatriði tölvunnar og hvernig hún vinnur. Aðaláhersla er lögð á að gera þátttakendur færa um að vafra á Netinu. Einnig er farið í tölvupóst, byrjunaratriði í Word 2007. Þar sem námskeiðið er ætlað fyrir fáa í einu er hægt að sinna hverjum og einum persónulega.

Tími Þriðjudagar og fimmtudagar 20. janúar - 3. febrúar kl. 19.15-21.25 Kennari: Leifur Viðarsson, tölvukennari Innritun og nánari upplýsingar um verð og fl. hjá Fræðslunetinu í síma 4808155

AÞS Innritun í síma 4808155

9


Ýmis námskeið Heimilisgarðurinn, ræktun matjurta -3 st. Fjallað verður sérstaklega um ræktun nokkurra algengustu tegunda matjurta. Ítarlega verður fjallað um forræktun, þ.e. sáningu, pottun, vökvun og áburðargjöf svo að fáist sem bestar plöntur til útplöntunar. Einnig verður fjallað um gróðursetningu, umhirðu og uppskeru sömu tegunda ásamt algengustu vandamálum.

Tími Miðvikudagur 23. mars kl. 20-22 Staður Iða, Selfossi Verð 4.000 Fjöldi Lágmark 10 þátttakendur

Magnað minni - minnistækni - 12 st. Á námskeiðinu er kennd einföld en öflug tækni sem gerir Nýtt! þátttakendum kleift að muna ótrúlegt magn upplýsinga, s.s. ártöl og tölur, nöfn á fólki og staðarheiti. Námskeiðið hentar nemendum sem þurfa að læra mikið efni utanað sem og almenningi sem vill bæta minni sitt. Á námskeiðinu eru verklegar æfingar í fyrirrúmi svo þátttakendur öðlist reynslu og þekkingu á efninu. Hver þátttakandi fær eigin vinnubók sem nýtist honum til upprifjunar. Lögð er áhersla á persónulega kennslu og að hver einstaklingur fái þá athygli og aðstoð sem hann þarfnast.

Tími Mánudagar 7. - 28. febrúar kl. 18-20

Kennari Gunnþór Kristján Guðfinnsson,

Staður Iða, Selfossi

garðyrkjufræðingur

Verð 9.700 Fjöldi Lágmark 10 þátttakendur

Safnhaugagerð - 3 stundir

Kennari Kolbeinn Sigurjónsson, kennari

Þátttakendur læra undirstöðuatriði safnhaugagerðar. Fjallað verður um hvaða efniviður má fara í hauginn og hvernig best er að meðhöndla hann til að ná jöfnu og góðu niðurbroti. Moltan sem myndast er síðan tilvalin til notkunar sem áburður í heimilisgarðinn og við ræktun matjurta.

Tími Mánudagur 11. apríl kl. 20-22 Staður Iða, Selfossi Verð 4.000 Fjöldi Lágmark 10 þátttakendur Kennari Gunnþór Kristján Guðfinnsson, garðyrkjufræðingur

Skyndihjálp fyrir sundlaugaverði 12 klst. (+ 8 klst. fyrir byrjendur) Námskeiðið verður sérstaklega haldið fyrir sundlaugaverði og starfsmenn íþróttamannvirkja á Suðurlandi. Vinsamlegast hafið samband við Fræðslunetið í síma 4808155 eða í tölvupósti fraedslunet@fraedslunet.is.

Tími Ákveðið þegar þátttaka fæst Staður Þar sem óskað er Verð Tilboð Fjöldi Hámark 15 þátttakendur Kennarar Sigríður Sæland, kennari

SKAFTÁRHREPPUR

10

MÝRDALSHREPPUR

ÁSAHREPPUR

Námsvísir vorönn 2011


Námskeið Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins Fyrirhugað er að halda neðangreind námskeið á vorönn 2011 ef næg þátttaka fæst. Námsleiðirnar njóta framlaga FA og eru þess vegna á afar hagstæðu verði fyrir þátttakendur. Námið er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu og má meta það til eininga á framhaldsskólastigi. Starfsmenntasjóðir greiða allt að 100% af kostnaði þátttakenda. Námslýsingar má sjá á vef FA http://frae.is Námsleiðirnar eru hugsaðar fyrir fullorðna (20 ára og eldri) sem hafa litla grunnmenntun og eru einnig viðurkennd vinnumarkaðsúrræði. Sjá nánar á vef Fræðslunetsins: http://fraedslunet.is > Námsleiðir FA. Allar nánari upplýsingar um innihald námsins, tímasetningar og fl. má einnig fá í síma 4808155

Grunnmenntaskólinn - 300 stundir Grunnmenntaskólinn er námsleið fyrir fullorðna sem vilja hefja nám eða styrkja færni sína og getu. Lögð er áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námið styrkir nemendur í grunngreinunum, íslensku, ensku og stærð-

fræði og tölvum og einnig er tekið á þáttum eins og sjálfsstyrkingu og námstækni. Engin formleg próf eru í Grunnmenntaskólanum og lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám þannig að hver og

einn fái kennslu við sitt hæfi. Meta má námið til eininga á framhaldsskólastigi. Kennt verður á dagvinnutíma, fyrir hádegi virka daga. Áætlað er að hefja kennslu föstudaginn 14. janúar kl. 13. Innritun stendur yfir í síma 4808155. Verð: 51.000

Nám og þjálfum í almennum bóklegum greinum - 300 stundir Námsleið þessi tekur mið af námskrá framhaldsskólans. Áhersla er lögð á áfanga í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Einnig er kennd sjálfsstyrking, námstækni og samskipi. Námið

er

ætlað

fullorðnu

fólk

á

vinnumarkaði eða í atvinnuleit og hefur hafið nám í framhaldsskóla en ekki lokið því og vill styrkja sig eða ljúka áföngum í ofantöldum bóklegum fögum. Áhersla er lögð á einsktaklingsmiðað nám og hámarksfjöldi í hóp er 15. Lögð er

áhersla á samvinnu og samhjálp nemenda og framvinda náms er metin reglulega. Meta má námið til eininga. Verður kennt á morgnana á vorönn. Kennsla hefst mánudaginn 17. janúar kl. 8.10. Innritun stendur yfir. Verð: 51.000

Sterkari starfsmaður, upplýsingatækni og samskipti - 150 stundir Námsleiðin er hugsuð fyrir fullorðna sem hafa stutta skólagöngu en vilja auka færni sína og takast á við breytingar, einkum í upplýsingatækni, tölvum og samskiptum. Meta má námið til eininga á framhaldsskólastigi. Áhersla er lögð á að þátttakendur læri að læra, efli sjálfstraust

sitt og lífsleikni. Engar kröfur eru gerðar um lágmarksskólagöngu og má reikna með að þátttakendur séu á ýmsum aldri. Námið samanstendur af eftirfarandi námsþáttum: námstækni og símenntun, sjálfsstyrkingu og samskiptum, vinnustaðamenningu og liðsheild, skipulagi, frumkvæði og eflingu í

starfi og færnimöppu og tölvu- og upplýsingatækni. Um er að ræða mjög hagnýtt nám fyrir þá sem vilja efla sig í starfi eða á vinnumarkaði. Verður haldið ef næg þátttaka fæst. Má meta til eininga á framhaldsskólastigi. Verð: 25.000

Fagnámskeið III, fyrir starfsfólk í félags– og heilbrigðisþjónustu - 77 stundir Námskeiðið er framhald Fagnámskeiðs 1 og 2 fyrir starfsfólk í félags– og heilbrigðisþjónustu og er ætlað þeim sem annast um eða hlynna að sjúkum og öldruðum á stofnunum. Á þessu námskeiði verður fjallað um umönnun aldraðra, algenga sjúkdóma, s.s. krabbamein, og hrörnunar-

sjúkdóma og framkomu bæði við aldraða og aðstandendur þeirra. Þá verður fjallað um aðhlynningu rúmliggjandi, lyf og lyfjagjöf og algengar geðraskanir, virðingu og fordóma. Hluti námskeiðsins er tölvukennsla (alls 18 stundir) þar sem lögð verður áhersla á

notkun ritvinnslu, töflureiknis og tölvupósts auk þess sem Nýtt! áhersla verður lögð á notkun netsins. Kennsla hefst á vorönn ef næg þátttaka fæst. Nánari upplýsingar í síma 4808155 Verð: 13.000

Leiðsögn á jarðvangi - Katla Geopark - 36 stundir Í haust var formlega stofnaður jarðvangur (geopark) á Suðurlandi. Jarðvangurinn, Katla Geopark, tekur til sveitarfélaganna þriggja; Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps og Rangárþings eystra. Markmið með starfsemi jarðvangsins er m.a. að vernda og nýta jarðminjar svæðisins í þágu sjálfbærrar þróunar og eflingar byggðarinnar. Þróuð verði jarðfræðitengd ferðamennska á svæðinu (Geotourism) sem byggi á fræðslu um jarðminjar, samspil manns og náttúru, og útivist. Markmið námskeiðsins er að stuðla að því að gera heimamenn færa um að taka að sér leiðsögn á jarðvangi. Þátttakendur verða þjálfaðir í leiðsögutækni og fræddir um jarðfræði og menningu Mið- og Suðausturlands.

Tími Laugardagarnir 26. febr. og 16. apríl; miðvikudagskvöldin 2. – 30. mars og 6. apríl Staður Skógar undir Eyjafjöllum (26. febr. og 16. apríl); hina dagana verður fjarkennt á Hvolsvöll, Vík og Klaustur

Nýtt!

Verð 10.000, námsefni innifalið Fjöldi Lágmark 12 Umsjón Hannes Stefánsson, framhaldsskólakennari og leiðsögumaður. Nánari upplýsingar hjá Háskólafélagi Suðurlands s. 897-2814 og Fræðslunetinu s. 480-8155. Sjá einnig www.katlageopark.is Innritun í síma 4808155

11


© Fræðslunet Suðurlands, janúar 2011 Umbrot og vinnsla: Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Myndir: Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, Árdís Dóra Óskarsdóttir, Þóra Þórarinsdóttir, Guðríður Egilsdóttir og Davíð Jóhannesson

Profile for Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi

Námsvísir vorönn 2011  

Námsvísir Fræðslunets Suðurlands, vorönn 2011

Námsvísir vorönn 2011  

Námsvísir Fræðslunets Suðurlands, vorönn 2011

Profile for steikolb
Advertisement