Page 7

Handverk, hannyrðir og listir Peysuprjón -12 stundir

Nýtt!

Það er ekki mikill vandi að prjóna fallega peysu en margir þurfa samt í fyrstu á leiðsögn að halda við verkið. Á þessu námskeiði fá þátttakendur aðstoð og leiðbeiningar við að prjóna peysu að eigin vali. Þá getur verið um að ræða útprjón, kaðla eða eitthvað einfaldara. Þátttakendur koma með garn, prjóna og uppskrift, en geta einnig skoðað og fengið uppskriftir á staðnum.

Tími Miðvikudagar 16. febrúar - 9. mars kl. 20-22 Staður Iða, Selfossi Verð 13.000 Fjöldi Hámark 10 þátttakendur

Hin landsþekkta útskurðarkona Sigga á Grund kennir réttu handtökin við útskurð í tré. Kenndur verður flatskurður og milliskurður. Þátttakendur geta keypt útskurðarhnífa hjá Siggu og hráefnið verður líka selt á staðnum. Námskeiðið hentar fyrir byrjendur og einnig fyrir lengra komna.

Tími Þriðjudagar 22. febrúar - 15. mars kl. 17-19.10 Staður Hamar (smíðastofa Fsu), Selfossi Verð 22.000 + efni Fjöldi Hámark 5 þátttakendur Kennari Sigga á Grund, útskurðarmeistari (SJK)

Kennari Þóra Þórarinsdóttir, kennari

Fatasaumur fyrir byrjendur - 16 stundir Allir geta lært að sauma. Á námskeiðinu læra þátttakendur allt um það hvernig sauma á föt, svo sem að sníða, sauma saman og ganga frá. Saumuð er flík að eigin vali annað hvort á börn eða fullorðna. Þátttakendur fá ráðleggingar um val á sniðum og efni. Þátttakendur koma með efni, saumavél, skæri og annað sem þarf til. Markmiðið er að nemendur verði færir um að bjarga sér við það helsta í fatasaumi.

Tími Miðvikudagar 9. febrúar - 2. mars kl. 19-22 Staður Iða, Selfossi Verð 20.700 + efniskostnaður Fjöldi Hámark 7 þátttakendur Kennari Edda Björk Magnúsdóttir, saumakona og hönnuður

Sápugerð - 4 stundir

Að skera í tré með Siggu á Grund -12 stundir

Grunnnámskeið í leðurtöskugerð - 7 stundir Hér er endurnýting í hávegum höfð Á námskeiðinu er kennt að sauma tösku úr leðri, annað hvort úr gömlum flíkum, s.s. leðurbuxum eða -jökkum eða saumað úr nýju leðri. Þátttakendur þurfa að koma með saumavélar og hafa meðferðis gamlar leðurflíkur ef þeir ætla að nýta slíkt við töskugerðina. Kennari útvegar allt annað efni sem þarf til viðbótar, s.s. nýtt leður, roð, fóður, lím, rennilása, tvinna, smellur, kósa og fl. Allt selt á kostnaðarverði. Námskeiðið tekur 4 -5 klukkustundir.

Tími og Laugardaginn 5. mars Grunnskólinn í staðir Þorlákshöfn kl. 10-15 og laugardaginn 26. mars í Víkurskóla, Vík kl. 10-15 Verð 9.900 + efniskostnaður Fjöldi Hámark 6 þátttakendur Kennari Kolbrún Sveinsdóttir, klæðskeri, kjólameistari og handmenntakennari

Nýtt!

Á námskeiðinu er fjallað um hvernig sápa verður til og hvað þarf af efnum og áhöldum við gerð sápu í föstu formi. Algeng aðferð verður kennd og fleiri aðferðir kynntar. Fjallað verður almennt um sápugerð en að því loknu verður sýnikennsla. Að loknu námskeiðinu eiga þátttakendur að vera færir um að búa til eigin sápur.

Tími og Mánudagur 14. mars kl. 19-22, Iða, Selfossi staðir Mánudagur 21. mars kl. 19-22, Hvolsskóli, Hvolsvelli Mánudagur 28. mars kl. 19-22, Víkurskóli, Vík Verð 5.500 Fjöldi Lágmark 10 þátttakendur, hámark 15 Kennari Ólafur Árni Halldórsson, kennari

Silfursmíði - 12 stundir Áhersla verður lögð á að þátttakendur vinni úr eigin hugmynd að smíðisgrip. Þátttakendur hanna gripinn og smíða hann. Á námskeiðinu er boðið uppá fyrsta flokks aðstöðu til smíðinnar. Námskeiðið er í þrjú skipti.

Tími Þriðjudagar og fimmtudagur 1.—8. febrúar kl. 19-22 Staður Selfoss Verð 22.000 + efniskostnaður Fjöldi Hámark 7 þátttakendur Kennari Davíð Jóhannesson, gullsmiður

Innritun í síma 4808155

Myndlistarnámskeið - 24 stundir

Fjallað verður um grunnatriði í myndbyggingu og Nýtt! litafræði. Nemendur munu fræðast og þjálfa myndbyggingu í sköpun myndverka sinna og gerðar verða æfingar í litafræði. Farið verður bæði í fræðilega og verklega þætti myndsköpunar. Unnar verða æfingar með olíukrít, akríl-máningu og blýanti. Reynt verður að koma til móts við áhugasvið hvers og eins. Efni og áhöld verða á staðnum. Nemendur þurfa að koma með eigin pensla og blindramma. Kjósi nemendur vinna með sérstök verkfæri, er

Tími Mánudagar 7. febrúar - 28. mars kl. 18-20.10 Staður Iða, Selfossi Verð 26.000 Fjöldi Hámark 12 þátttakendur Kennari Sigríður Oddný Stefánsdóttir, myndlistarkennari

7

Profile for Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi

Námsvísir vorönn 2011  

Námsvísir Fræðslunets Suðurlands, vorönn 2011

Námsvísir vorönn 2011  

Námsvísir Fræðslunets Suðurlands, vorönn 2011

Profile for steikolb
Advertisement