Page 5

Tungumál og tölvur Færeyska fyrir byrjendur - 21 st.

Nýtt!

Farið er í undirstöðuatriði í færeyskri málfræði og orðaforða. Áhersla er lögð á réttan framburð og þjálfun í daglegu máli. Einnig er fjallað um færeyskt samfélag, upplýsingavefi og fl.

Tími Mánudagar 21. febrúar - 4. apríl kl. 17.15 - 19.15 Staður Iða, Selfossi Verð 21.000, námsefni innifalið Fjöldi Lágmark 10 þátttakendur, hámark 14 Kennari Davíð Samúelsson, ferðamálafræðingur

Tölvur I - 15 stundir Hentar vel fyrir 50 ára og eldri Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa afar litla eða enga reynslu af tölvunotkun. Farið er í undirstöðuatriði tölvunnar og hvernig hún vinnur. Aðaláhersla er lögð á að gera þátttakendur færa um að vafra á Netinu. Einnig er farið í tölvupóst, byrjunaratriði í Word 2007. Þar sem námskeiðið er ætlað fyrir fáa í einu er hægt að sinna hverjum og einum persónulega.

Tími Mánudagar og miðvikudagar Staður Iða Selfossi, 24. jan.- 7. feb.kl. 19.15 -21.15 Verð 21.900, námshefti innifalið Fjöldi Hámark 10 þátttakendur Kennarar Leifur Viðarsson, tölvukennari

Tölvur II - 15 stundir Grunnþekking í tölvunotkun nauðsynleg Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið við námskeiðið Tölvur I eða hafa svolitla þekkingu og reynslu af tölvunotkun en vilja dýpka þekkingu sína og öðlast aukið öryggi. Fjallað verður um skipulag skjala og vistun gagna, möppur og aðgerðir í Word 2007. Kynnt verður notkun Netsins og tölvupósts, auk þess sem þátttakendur læra m.a. að samþætta notkun Word-ritvinnslunnar og netsins.

Tími og Mánudagar og miðvikudagar 14. - 28. febrúar staðir kl. 19.15 -21.15 Iða, Selfossi Þriðjudagar og fimmtudagar 15.—29. mars kl. 19-21 Víkurskóli, Vík Verð 21.900, námshefti innifalið Fjöldi Hámark 12 þátttakendur Kennari Leifur Viðarsson og Ívar Páll Bjartmarsson tölvukennarar

Tölvur III - 18 stundir Grunnþekking í tölvunotkun nauðsynleg Námskeiðið er framhald af Tölvur II og hentar einnig þeim sem hafa nokkurn grunn í tölvunotkun og vilja aukna þjálfun og þekkingu. Á námskeiðinu verður sérstök áhersla lögð á Office-forritin, Word, Excel og Power point. Rifjað verður upp hvernig best er að vista skjöl og halda utan um möppusafnið.

Tími Mánudagar og miðvikudagar 7.- 23. mars kl. 19. 15 - 21.15 Staður Iða, Selfossi Verð 24.900, námsefni lánað Fjöldi Hámark 12 þátttakendur Kennari Leifur Viðarsson, tölvukennari

Innritun í síma 4808155

Stafrænar myndir og heimilistölvan - 9 st. Grunnþekking í tölvunotkun nauðsynleg Kennd eru undirstöðuatriði varðandi myndatökur og stillingar á stafrænum myndavélum og þátttakendur læra að færa myndir af stafrænni myndavél yfir á tölvu. Kennt er á Picasa hugbúnað sem heldur utan um myndasafnið. Kenndar eru aðferðir við ýmsar lagfæringar, stækkanir/smækkanir, útprentun, senda myndir í vefpósti og fl. Einnig er kennt hvernig vinna má með myndir og texta í Word ritvinnslu.

Tími Þriðjudagar og fimmtudagar 8. - 15. febrúar kl. 19.15-21.15 Staður Iða, Selfossi Verð 11.900, námsefni innifalið Fjöldi Hámark 12 þátttakendur Kennari Leifur Viðarsson, tölvukennari

Myndbandagerð með Movie Maker - 12 st. Grunnþekking í tölvunotkun nauðsynleg Margir eiga mikið af óunnu myndbandsefni sem gæti verið skemmtilegt að vinna með og klippa. Á námskeiðinu kennir Leifur, sem er lærður í kvikmyndagerð, hvernig myndefnið er fært af myndatökuvél í tölvu og hvernig klippa má myndefni á einfaldan hátt, setja inn hljóð, tónlist og texta og gera efnið aðgengilegt til spilunar, t.d. á DVD formi, á Facebook eða á Youtube. Einnig verður aðeins farið í samsetningu og/ eða grunnatriði í upptökutækni. Ekki þarf að eiga fullkomna myndbandsupptökuvél, nóg er að eiga litla stafræna myndavél sem býður upp á myndbandsupptöku. Námskeið fyrir þá sem vilja varðveita og gera góðar minningar aðgengilegri. Æskilegt að þátttakendur mæti með eigin fartölvu.

Tími Þriðjudagar og fimmtudagar 15.- 24. mars kl. 19.15-21.15 Staður Iða, Selfossi Verð 16.900, námsefni innifalið Fjöldi Hámark 10 þátttakendur Kennarar Leifur Viðarsson, tölvukennari

Vefsmíði með Joomla 1,5 - 12 stundir Grunnþekking í tölvunotkun nauðsynleg Kennd eru undirstöðuatriði í hinu vinsæla vefumsjónarkerfi Joomla. Þátttakendur fá aðgang að vefsvæði og uppsettan vef til æfinga. Gert er ráð fyrir að þátttakendur þjálfi sig á milli tíma og verði í lok námskeiðsins færir um að byggja upp vef og hafa umsjón með honum. Góð þekking í tölvunotkun er nauðsynleg til að námskeiðið geti nýst þátttakendum. Námskeiðið er einnig kjörið fyrir þá sem hafa umsjón með Joomla-vef og vilja auka þekkingu sína og færni. Æskilegt er að þátttakendur mæti með eigin fartölvu.

Tími Þriðjudagar 22. febrúar - 8. mars kl. 17.30-20.20 Staður Iða, Selfossi Verð 24.500 Fjöldi Hámark 14 þátttakendur Kennari Sigurður Fjalar og Elín Jóna Traustadóttir, tölvukennarar

5

Profile for Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi

Námsvísir vorönn 2011  

Námsvísir Fræðslunets Suðurlands, vorönn 2011

Námsvísir vorönn 2011  

Námsvísir Fræðslunets Suðurlands, vorönn 2011

Profile for steikolb
Advertisement