Page 3

Lærum allt lífið Lærum allt lífið eru einkunnarorð Fræðslunetsins. Í þeim felst sá skilningur sem er nú viðtekinn að menn ljúki ekki námi í eitt skipti fyrir öll heldur þurfi menntun að vera sífelld, vara allt lífið. Rökin fyrir þessum skilningi byggjast fyrst og fremst á þeim miklu breytingum sem orðið hafa í lífi þjóða á undanförnum árum. Hröð þróun í vísindum og tækni, sem meðal annars hefur leitt af sér nýja atvinnuvegi, gerir meiri kröfur um menntun fólks en nokkru sinni áður. Þessar auknu kröfur snúast ekki einungis um að menntunin nýtist einstökum atvinnugreinum í alþjóðlegri samkeppni heldur ekki síður um þá trú að meiri menntun fólks bæti lífsskilyrði þess og hagsæld. Ævimenntun er eitt háværasta kall tímans. Áður hefur verið fjallað um það á þessum vettvangi að hlutfall þeirra á íslenskum vinnumarkaði sem hafa lágmarksskólagöngu að baki sé snöggtum hærra en gerist meðal þeirra þjóða sem við miðum okkur við og úr því þurfi að bæta með öllum ráðum. Undir lok nóvembermánaðar gerðust þau markverðu tíðindi að stjórnvöld, sveitarfélög, ASÍ, BSRB og Samtök atvinnulífsins undirrituðu samtarfsyfirlýsingu um að hækka menntunarstig

þjóðarinnar. Aðilar yfirlýsingarinnar setja sér það markmið að hlutfall fólks á vinnumarkaði án viðurkenndrar starfseða framhaldsskólamenntunar verði ekki hærra en 10% árið 2020. Til að ná þessu markmiði verði framhaldsfræðsla efld í landinu en ný lög um framhaldsfræðslu tóku einmitt gildi 1. október síðastliðinn.

Efnisyfirlit

Fræðslunet Suðurlands ætlar að leggja sitt lóð á vogarskálarnar þannig að af þessu megi verða. Í þessum námsvísi er framboð Fræðslunetsins á námi og námskeiðum á vorönn 2011. Eins og áður er reynt að hafa framboðið sem fjölbreytilegast þannig að það höfði til sem flestra. Í boði eru starfstengd námskeið og tómstundanámskeið af ýmsu tagi, svo og námsleiðir sem hugsaðar eru til að styrkja fullorðið fólk í grunn-námsgreinum og um leið að undirbúa það fyrir frekara nám. Þessar námsleiðir hafa verið vel sóttar hjá Fræðslunetinu undanfarnar annir og sannað gildi sitt á ótvíræðan hátt. Starfsfólk Fræðslunetsins óskar Sunnlendingum farsældar á nýju ári og þakkar árangursrík samskipti á því liðna.

Hagnýtar upplýsingar

2

Íslenska fyrir útlendinga

4

Norska II*

4

Enska

4

Spænska II

4

Færeyska I*

5

Tölvunámskeið

5

Nám fyrir sjúkraliða*

6

Peysuprjón*

7

Fatasaumur*

7

Sápugerð*

7

Að skera í tré

7

Leðurtöskugerð

7

Myndlistarnámskeið*

7

Silfursmíði

7

Hollustubrauð og viðbit*

8

Útieldun og nesti*

8

Léttir og hollir réttir*

8

Ásmundur Sverrir Pálsson

Tölvunám f. Báruna og VMS* 9 Heimilisgarðurinn

10

Safnhaugagerð

10

Magnað minni, minnistækni*

10

Skyndihjálp f. sundlaugaverði

10

Grunnmenntaskólinn

11

Nám og þjálfun

11

Sterkari starfsmaður

11

Fagnámskeið III*

11

Leiðsögn á jarðvangi*

11

*Stjörnumerkt námskeið eru ný námskeið.

Innritun í síma 4808155

3

Profile for Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi

Námsvísir vorönn 2011  

Námsvísir Fræðslunets Suðurlands, vorönn 2011

Námsvísir vorönn 2011  

Námsvísir Fræðslunets Suðurlands, vorönn 2011

Profile for steikolb
Advertisement