Page 2

Hlutverk Fræðslunetsins Fræðslunetið annast fullorðinsfræðslu og símenntun á Suðurlandi.

Fræðslunet Suðurlands

Tryggvagata 25 800 Selfoss Sími: 4808155 Ráðgjöf: 8208155 Fax: 4808156 fraedslunet@fraedslunet.is

Lærum allt lífið

Það annast hvers konar námskeiðahald fyrir fullorðna, fyrirtæki og stofnanir. Um margs konar námskeið og nám er að ræða, sumt formlegt sem gefur framhaldsskólaeiningar og styrkir einstaklinga í starfi og einkalífi og einnig er boðið uppá fjölbreytt úrval tómstundanámskeiða. Markmið Fræðslunetsins er að sinna sem best þörfum Sunnlendinga fyrir endur- og símenntun og veita ráðgjöf varðandi nám og störf, sú ráðgjöf kostar ekkert. Ef þú hefur góða hugmynd eða ósk um námskeið erum við alltaf tilbúin að skoða málið. Hafðu samband í síma 4808155. Kennt er á ýmsum stöðum á Suðurlandi. Aðalkennslustaður er í Iðu, íþróttahúsi FSu en að auki er kennt á þeim stöðum þar sem næg eftirspurn er eftir námskeiðum og eftir óskum frá svæðunum eða frá fyrirtækjum. Kennt var á eftirfarandi stöðum á haustönn 2010: Hellu, Hvolsvelli, Vík og Selfossi.

Starfsfólk

Við erum á netinu: http://fraedslunet.is

Ásmundur Sverrir, Sólveig Ragnheiður, Árdís Dóra, Eydís Katla og Steinunn Ósk

Ókeypis náms– og starfsráðgjöf á Suðurlandi Fræðslunetið veitir ókeypis náms- og starfsráðgjöf. Þar starfa tveir náms- og starfsráðgjafar, þær Sólveig R. Kristinsdóttir og Eydís Katla Guðmundsdóttir. Þær bjóða uppá einstaklingsviðtöl, áhugasviðsgreiningar, veita hópráðgjöf, kenna sjálfsstyrkingu, aðstoða við gerð ferilskráa og heimsækja fyrirtæki á

Suðurlandi. Starfsstöð þeirra er í Glaðheimum, Tryggvagötu 36 á Selfossi. Hægt er að panta viðtalstíma hjá Fræðslunetinu í síma 480 8155 og 820 8155 eða senda tölvupóst á fraedslunet@fraedslunet.is. Þjónustan er ókeypis og er ætluð fullorðnu fólki á vinnumarkaði.

Glaðheimar, Tryggvagötu 36 Selfossi, aðsetur námsráðgjafanna.

Innritun og námskeiðsgjöld Innritun á námskeið haustannar fer fram símleiðis í síma 480 8155 eða í tölvupósti, fraedslunet@fraedslunet.is Nálgast má umsóknareyðublöð á vefsíðu Fræðslunetsins: http://fraedslunet.is. Best er að innrita sig á námskeið tímanlega því mörg námskeið eru eftirsótt og myndast þá biðlistar. Innritun lýkur að jafnaði viku áður en námskeið hefst. Hætti fólk við þátttöku á námskeiði er það beðið um að afskrá 2

sig ein s fljótt og kostur er. Þátttakendur á námskeiðum fá sendan greiðsluseðil fyrir námskeiðsgjöldum sem hægt er að greiða í heimabanka eða hvaða bankaútibúi sem er.

Staðfesting er skuldbindandi Nokkrum dögum áður en námskeið hefst er hringt í þátttakendur og þeir beðnir að staðfesta innritun sína. Staðfesting er skuldbindandi og með henni samþykkir þátttakandi að

greiða fyrir námskeiðið. Námskeið standa og falla með þátttakendum. Oft veltur aðeins á einum þátttakanda hvort hægt er að halda námskeið eða ekki, sérstaklega þegar um er að ræða námskeið með fáum þátttakendum.

Afboði þátttakendur sig eftir að hafa staðfest þátttöku sína á námskeiði þá áskilur Fræðslunetið sér rétt til að innheimta námskeiðsgjaldið.

Námsvísir vorönn 2011

Profile for Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi

Námsvísir vorönn 2011  

Námsvísir Fræðslunets Suðurlands, vorönn 2011

Námsvísir vorönn 2011  

Námsvísir Fræðslunets Suðurlands, vorönn 2011

Profile for steikolb
Advertisement