Page 9

Tölvur Tölvur (UTN103) - 36 stundir Hvar Hvenær Leiðbeinandi Verð

Fjölheimar, Selfossi Þri. og fim. 17. feb. -17. mars kl. 18-20.50 Leifur Viðarsson, kennari 56.000

SELFOSS

nýtt

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem vinna við skrifstofustörf og nota algengustu forrit við vinnu sína. Einnig fyrir þá sem vilja efla almenna tölvuþekkingu sína. Farið er yfir helstu þætti Office-forritanna, s.s. Word, Excel og Powerpoint, skjalavörslu o.fl. Þátttakendur öðlast aukna færni í tölvunotkun. Sambærilegt við framhaldsskólaáfangann UTN 103.

Snjalltæki og tölvur til hjálpar við lestur og ritun - 10 stundir Hvar Hvenær Leiðbeinandi Verð

Fjölheimar, Selfossi Mánud. og fimmtud. 2. og. 5. mars kl. 17.30-21.10 Snævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri FLÍ 15.300

SELFOSS

nýtt

Á námskeiðinu eru helstu kostir snjallsíma og spjaldtölva kynntir og hvernig nýta má tæknina til að öðlast aukna færni í lestri og ritun. Kynntir eru skjálesarar (talgervlar) og fleiri tæki og tól sem gagnast þeim sem eiga við lestrar– eða ritunarörðugleika að etja. Ekki er hægt að nota snjalltæki frá Apple á námskeiðinu en þeir sem eiga fartölvur geta komið með þær og fá þá settan upp hugbúnað sem nýtist í þessu skyni.

Tölvur I - 15 stundir Hvar Hvenær Leiðbeinandi Verð

REYKHOLT

Bláskógaskóli, Reykholti

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa afar litla

Mánud. og miðvikud. 9. - 23. febrúar kl. 17-19.10

eða enga reynslu af tölvunotkun. Farið er í

Agla Snorradóttir, kennari

undirstöðuatriði tölvunnar og hvernig hún

24.200

vinnur. Aðaláhersla er lögð á að gera þátttakendur færa um að nota netið og samskiptavefi, s.s. tölvupóst og Facebook. Einnig er farið í byrjunaratriði í ritvinnslu.

Facebook fyrir eldra fólk - 6 stundir Hvar Hvenær

Kötlusetur og Kirkjubæjarstofa Mánud. og miðvikud. 9.-11.feb. kl. 20-22.10 (Vík) Mánud. og miðvikud. 16.-18.feb. kl. 20-22.10 (Klaustur)

Leiðbeinandi Verð

Ívar Páll Bjartmarsson 10.900

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

VÍK OG

KLAUSTUR

Allir geta notað Facebook á auðveldan hátt. Á námskeiðinu stofna þátttakendur Facebooksíðu og kennt er hvernig hægt er að finna gamla vini og tengjast vinum og ættingjum á þennan skemmtilega máta. Kennt er að setja inn athugasemdir, myndir og tengla og hvernig hægt er að fylgjast með því sem aðrir eru að gera á Facebook.

9

Profile for Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi

Námsvísir vorönn 2015  

Einingabært nám, námsbrautir og námskeið fyrir fullorðið fólk á öllum aldri.

Námsvísir vorönn 2015  

Einingabært nám, námsbrautir og námskeið fyrir fullorðið fólk á öllum aldri.

Profile for steikolb
Advertisement