Page 3

Ný staða framhaldsfræðslunnar Lög um skólagöngu frá vöggu til grafar

Raunfærnimat og þjónusta við fyrirtæki

Á undanförnum árum hefur framhalds- og fullorðinsfræðsla á Íslandi tekið á sig fastara form en áður þar má nefna að lög um framhaldsfræðslu hafa verið sett og bæst við önnur fræðslulög þannig að nú má segja að til séu lög um skólagöngu fólks á leið þess frá vöggu til grafar. Símenntunarstöðvar hafa haslað sér völl í öllum landshlutum með kröftugu fræðslustarfi fyrir fullorðna. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur gefið út fjöldamargar námskrár sem eru vottaðar af menntamálaráðuneytinu og meta má til styttingar náms í framhaldsskólum.

Námsframboði Fræðslunetsins má nú sem áður skipta í starfstengt nám og stök námskeið eða tómstundanámskeið. Námsbrautir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins eru sem fyrr veigamesta námið. Náms- og starfsráðgjöf, sem fullorðnu fólki stendur til boða, er fastur liður í starfseminni. Raunfærnimat hefur verið einn helsti vaxtarbroddur starfseminnar upp á síðkastið og má geta þess að 180 manns hafa gengist undir slíkt mat hjá Fræðslunetinu. Hér er um að ræða mat á námi og reynslu sem hefur átt sér stað í lífi og starfi. Raunfærnimati verður áfram sinnt eins og fjárhagur leyfir. Á árinu verður lögð sérstök áhersla á að bjóða fyrirtækjum á Suðurlandi upp á ýmiskonar fræðslu og verður það kynnt sérstaklega síðar á önninni.

Fjarkennsla fer vaxandi Fræðslunetið er ein ellefu símenntunarstöðva á landinu. Allir landsmenn eiga aðgang að þessum stöðvum og hefur aðsókn í nám verið mjög mikil. Sem dæmi má nefna að árið 2013 sóttu rétt um fimmtán þúsund manns nám hjá stöðvunum. Það gefur þó auga leið að þeir landsmenn sem búa í mestu strjálbýli sitja ekki við sama borð og aðrir. Með aðild Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Fræðslunetinu í byrjun árs 2014 stækkaði starfssvæði Fræðslunetsins til muna og er nú stærsta starfssvæði símenntunarstöðvar á Íslandi. Á þessu stóra svæði eru ýmsar strjálar byggðir og sú staðreynd kallar á breytta hugsun og ný vinnubrögð. Fræðslunetið hefur verið að þróa fjarkennslu til að minnka flutninga og ferðalög námsmanna og kennara. Fjarkennsla í gegnum fjarkennslubúnað og tölvutengd fjarkennsla með upptökum á kennslu og fyrirlestrum er orðinn snar þáttur í starfinu. Upptaka á kennslu gefur nemendum kost á að „sækja tíma“ þegar þeim hentar. Þá hafa Fræðslunetið og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum átt samstarf um fjarkennslu og þannig getað aukið námsframboð á báðum svæðum.

Fjölbreytt þróunarverkefni Einn er sá þáttur í starfi Fræðslunetsins sem ekki hefur farið hátt en það eru þróunarverkefni af ýmsu tagi. Allt of langt mál yrði að telja þau öll upp hér en þau hafa í stórum dráttum snúist um að þróa nýtt nám og tilraunakenna til að mæta fjölbreyttum þörfum fólks og atvinnulífs. Styrkir til þróunarverkefna hafa einkum komið úr Þróunarsjóði framhaldsfræðslu og frá menntamálaráðuneytinu. Þróunarstarfi af þessu tagi verður haldið áfram. Hægt er að kynna sér verkefnin á heimasíðu Fræðslunetsins.

Staða 25 ára og eldri Stjórnvöld hafa nýlega markað þá stefnu í skólamálum að námsmönnum 25 ára og eldri verði ætlað að sækja bóknám hjá öðrum fræðsluaðilum en framhaldsskólum. Símenntunarstöðvum verði m.a. ætlað það hlutverk að sinna námsþörfum þessa hóps námsmanna. Fræðslunetið mun auðvitað axla þá ábyrgð og er áhugasömum bent á að afla sér frekari upplýsinga hjá Fræðslunetinu. Fræðslunetið óskar Sunnlendingum farsældar á nýju ári. Ásm. Sverrir Pálsson

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

3

Profile for Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi

Námsvísir vorönn 2015  

Einingabært nám, námsbrautir og námskeið fyrir fullorðið fólk á öllum aldri.

Námsvísir vorönn 2015  

Einingabært nám, námsbrautir og námskeið fyrir fullorðið fólk á öllum aldri.

Profile for steikolb
Advertisement