Page 11

Handverk og Hönnun Fornar ísaumsaðferðir - 4 stundir

Silfursmíði - 40 stundir

Í samstarfi við verkefnið um Njálurefilinn

Frætt um grunnverkfæri og handbrögð gull- og silfursmíðinnar og smíðaðir verða gripir eins og hringur, hálsmen eða eyrnalokkar.

Á námskeiðinu verða kenndar aldagamlar aðferðir við útsaum, s.s. refilsaumur, varpleggur (kontórstingur) og flatsaumur. Þátttakendur greiða ekkert þátttökugjald en á staðnum verða seldir handavinnupakkar með myndum úr Njálureflinum. Á námskeiðinu verður Njálurefillinn einnig kynntur og sýndar myndir frá verkefninu. Ef þátttakendur eiga útsaumshring (bróderhring) er gott að hafa hann meðferðis.

Miðvikudagur, 22. janúar kl. 18-20.50 Kötlusetur, Vík Efniskostnaður frá kr. 4.000 greiddur á staðnum Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir og Christina M. Bengtson Fjöldi Lágmark 8, hámark 16

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Orkering - 5 stundir Farið verður í grunnatriði fyrir byrjendur í orkeringu með nál. Sýnt hvernig búa má til skraut, t.d. snjókorn og fallega skartgripi. Þátttakendur búa síðan sjálfir til snjókorn og eyrnalokka. Þátttakendur hafa með sér heklunál númer 1.25 eða 1.50 og lítil skæri.

Tími Staður Verð Kennarar

Tískuteiknun - 18 stundir Kennd verður undirstaða í tískuteikningu og fatahönnun. Skoðaðar mismunandi aðferðir í litun og stíl sem og hvernig á að teikna fatnað. Unnið með eigin hugmyndir og hönnun og síðan teiknuð lítil fatalína í lok námskeiðs. Þátttakendur hafa með sér: HB blýant, blýpenna, boxy strokleður, tracing paper, góða tréliti og A4 teikniblokk (verður að vera hægt að draga upp í gegnum pappír).

Tími Þriðjudagar 25. febrúar - 18. mars kl. 17.30-20.50 Nýtt Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 29.500 Kennari Guðrún Erla Guðmundsdóttir, fatahönnuður Fjöldi Lágmark 6, hámark 10

Nútímasaumur - 16 stundir Í samstarfi við heimilisiðnaðarfélag Íslands Nútímasaumur, upphleyptur og þrívídd. Kennt verður að sauma eitt ákveðið verkefni sem getur nýst sem nálarbók eða mynd. Ýmiskonar tækni verður notuð í kennslunni. Saumað er með silkigarni og bróderígarni í bómull og hör. Sérstök tækni er notuð við að setja munstrið á efnið.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Mið. 26. mars, 2. og 23. apríl kl. 17-21 Fjölheimar, Selfossi 45.900 (42.510 fyrir félagsmenn í HfÍ.) Halldóra Arnórsdóttir Nýtt Lágmark 6

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

Laugardagar, 18. janúar - 8. feb. kl. 9.20-16 Vinnustofa Hörpu, Súðarvogi 44, Reykjavík 59.800 + grunnefnisgjald 15.000 Nýtt Harpa Kristjánsdóttir, gullsmiður 6

Tími og Fimmtudagur, 20. febrúar kl. 17.10-20.50 staðir Fjölheimar, Selfossi Fimmtudagur, 27 febrúar kl. 17.10-20.50 Félagsheimilið, Flúðum Verð 7.900 + 2000 efniskostnaður greiddur á staðnum Kennari Sólveig Jóna Jónasdóttir Fjöldi Lágmark 4, hámark 7

Orkering, framhald - 5 stundir Haldið verður áfram í orkeringu með nál og hvernig gera má fallega gripi. Þátttakendur gera sjálfir hálsmen með perlum og leðuról. Allir þurfa að hafa með sér heklunál nr. 1.25 eða 1.50 og lítil skæri.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Fimmtudagur, 6. mars kl. 17.10-21.50 Fjölheimar, Selfossi 7.900 + 1000 efniskostnaður staðgreiddur Sólveig Jóna Jónasdóttir Nýtt Lágmark 4, hámark 7

Undirpils - 6 stundir Í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands Á þessu námskeiði er saumað undirpils fyrir 19. eða 20. aldar búning, klæðskerasniðið en það gefur búningnum nýtt líf. Máltaka og efnisval fer fram hjá Heimilisiðnaðarfélaginu nokkru fyrir námskeið.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Laugardagur 22. mars kl. 10-14.30 Fjölheimar, Selfossi 21.100 (19.840 fyrir félagsmenn í FhÍ.) Oddný Kristjánsdóttir, klæðskeri Nýtt Lágmark 6, hámark 7 11

Profile for Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi

Námsvísir vorönn 2014  

Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi, skoðið úrval námskeiða á vorönn 2014

Námsvísir vorönn 2014  

Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi, skoðið úrval námskeiða á vorönn 2014

Profile for steikolb
Advertisement