Page 1

Mรกlefnaskrรก 2014


Gefið út af Dögun og umbótasinnum í Kópavogi. Umsjón og umbrot: Stefán Vignir Skarphéðinsson. Ljósmyndir: Rakel Erna Skarphéðinsdóttir og Stefán Vignir Skarphéðinsson.

Texti, myndir og ritið sjálft eru gefin út samkvæmt Creative Commons Attribution 4.0 International-leyfinu. Þú mátt nota efnið og dreifa því gegn því að nafn höfundar sé getið. (http://creativecommons.org/licenses/by/4.0/) Prentað hjá Háskólaprenti í Reykjavík.


Ágæti lesandi Dögun og umbótasinnar er breiður hópur fólks sem á það flest sameiginlegt að hafa á einn eða annan hátt unnið að virku félags- og málefnastarfi með það markmið að ná fram úrbótum í samfélaginu. Sú reynsla og nálgun sem við höfum tileinkað okkur byggir á nánu samstarfi við almenning á málefnalegum grunni og snýst um að hvetja fólk til frumkvæðis til að koma þeim málefnum í framkvæmd. Við erum hópur hugsjónafólks sem veigrar sér ekki við að sýna dugnað og framtaksemi, og viljum nýta þann drifkraft til að virkja fólk í að vinna með okkur í því sem betur má fara í okkar samfélagi; því samfélag er samvinna. Dögun og umbótasinnar vilja virkja fólk til þáttöku í samfélaginu vegna þess að það er lýðræði. Lýðræði er þáttaka, lýðærði er samvinna, lýðræði er gott fólk að vinna gott verk til þess að byggja upp betra samfélag. — Árni Þór Þorgeirsson, oddviti Dögunar og umbótasinna í Kópavogi Jónína Björk Erlingsdóttir, 2. sæti á lista Dögunar og umbótasinna í Kópavogi

3


Framtíðarsýn Dögunar og umbótasinna í Kópavogi Við sjáum fyrir okkur samfélag þar sem einstaklingur getur tekið upp fartölvu eða snjallsímann og fengið á skjáinn, á einfaldan hátt, stöðu sveitafélagsins í máli og myndum. Allir eiga að geta nálgast eftirfarandi upplýsingar: •

Farið yfir stöðu verkefna eftir málaflokkum

Flett upp færslum í bókhaldi sveitarfélagsins og eftir verkefnum

Skoða áætlanir með skjótum og aðgengilegum hætti

Séð nákvæmar kostnaðaráætlanir eftir verkefnum annars vegar og rekstri hinsvegar

Sent inn hugmyndir og tekið þátt í umræðu um þær, ásamt því að koma með tillögur að lausnum

Kosið um einstök málefni og verkefni

Lýðræðisumbætur fela í sér: •

Það að treysta íbúum og koma fram við þá af virðingu

Að skipta út loforðum fyrir vel studdan málflutning

Algert gagnsæi í fjárhag sveitarfélagsins

Aukið aðgengi fólks að ákvarðanatöku og forgangsröðun á málefnum sveitarfélagsins

Aukna ábyrgð íbúa sem forsdenda fyrir vel upplýstu samfélagi

4


Grunnstefna Grunnstefna Dögunar og umbótasinna í Kópavogi er skipt niður eftir fjórum grunnskipulagseiningum Kópavogsbæjar, sem eru stjórnsýslusvið, velferðarsvið, menntasvið og umhverfissvið. Stefna Dögunar og umbótasinna í Kópavogi er að auka aðgengi íbúa Kópavogs að upplýsingum sem varða rekstur og stefnumörkun sveitarfélagsins og gefa þeim tækifæri til að taka þátt í ákvarðanatöku sem skipta þá máli. Við viljum nota samskiptatæknina til að miðla upplýsingum og að virkja íbúa til þátttöku í málefnum bæjarfélagsins. Stefna Dögunar og umbótasinna er að allir fundir kjörinna fulltrúa Kópavogs í bæjarstjórn, bæjarráði og nefndum á vegum sveitarfélagsins verði aðgengilegir á veraldarvefnum og með þeim hætti munu íbúar geta kynnt sér þá þegar þeir hafa tíma. Einnig ættu bæjarbúar að geta sótt allar upplýsingar um ákveðin mál sem rædd eru á fundum. Stefna Dögunar og umbótasinna er í grunninn sú að íbúarnir geti tekið þátt í að forgangsraða verkefnum sem bæjarfélagið fjármagnar og þannig haft raunveruleg áhrif.

Stjórnsýslan Dögun og umbótasinnar vija stuðla að því að kjörnir fulltrúar taki upplýsta og málefnalega afstöðu til hvers máls fyrir sig, en festi sig ekki í fyrirfram ákveðnum flokksböndum. Íbúar Kópavogs skulu geta sótt sér upplýsingar um verkefni ásamt fjármálum bæjarfélagsins þannig að kjörnir fulltrúar hafi raunverulegt aðhald í sínu starfi. Dögun og umbótasinnar munu beita sér fyrir því að: •

Staða bæjarstjóra verði auglýst og ráðið í starfið með faglegum hætti.

Hver hagsmunahópur skal fá rödd á viðeigandi stöðum, þar má nefna skóla- og íþróttanefndir.

Samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, verði aukin sérstaklega varðandi skipulagsmál með hag íbúa að leiðarljósi.

Skoðaðir séu möguleikar á sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á forsendum íbúalýðræðis.

Dögun og umbótasinnar vilja viðhalda þeirri alþjóðlegri gæðavottum (ISO 9001) sem unnið er eftir á stjórnsýslusviði Kópavogsbæjar.

5


Velferðarsvið Dögun og umbótasinnar í Kópavogi vilja varðveita það sem vel er gert í velferðamálum hjá Kópavogsbæ og gefa bæjarbúum færi á að bæta gott kerfi með beinni þátttöku og ákvarðanatöku um hvernig fjármunum bæjarfélagsins er varið. Dögun og umbótasinnar vilja að einstaklingnum sé skapað umhverfi þar sem hann hefur möguleika til að njóta sín, fái tækifæri til að vaxa og þroskast. Gott samfélag samanstendur af einstaklingum sem líður vel, finna til öryggis og geta nýtt hæfileika sína, öllu samfélaginu til góðs. Velferðarsvið bæjarins byggir á því að grípa inní og aðstoða þegar á þarf að halda. Málaflokkar sem falla undir velferðarsvið og þarf að hlúa að eru: •

Atvinnuver

Félagsleg heimaþjónusta

Félagsleg ráðgjöf

Barnavernd

Eldri borgarar

Fjárhagsaðstoð

Fatlað fólk

Innflytjendur

Húsnæðismál

Ættleiðingar, forsjár- og umgengnismál

Menntasvið (menntun og frístundir) Dögun og umbótasinnar vilja að menntun í bænum stuðli að aukinni hæfni einstaklingsins til að takast á við áskoranir daglegs lífs og efli þannig sjálfsþekkingu og sjálfsvirðingu einstaklingsins sem og trú hans á eigin getu, og þar með hæfni þeirra til að leysa hlutverk sitt í flóknu samfélagi. Börnin okkar eru grunnurinn að framtíð samfélagsins og skiptir miklu máli að hlúa vel að menntun, öllu forvarnarstarfi, íþrótta- og frístundastarfi. Leikskólar Skólaganga barna byrjar í leikskóla og það skiptir miklu máli að upplifun leikskólabarna sé góð. Nú þegar hefur verið lagður góður grunnur að stefnu í leikskólamálum og þarf að halda áfram að viðhalda þeirri stefnu og bæta eftir þörfum: •

Jafnréttisstefna

Eineltisstefna

6


Forvarnaráætlun leikskóla

Stefna í sérkennslu

Fjölmenningarstefna

Umhverfisstefna

Leikskólastefna

Stefna Kópavogsbæjar í upplýsingatækni í leikskólum

Grunnskólar Huga þarf mjög vel að grunnskólastarfi og styðja vel við starfsmenn og nemendur til að ná fram markmiðum aðalnámskrár. Koma þarf betur á framfæri stefnu hvers skóla fyrir sig og virkja foreldra ennþá betur til þátttöku í starfinu. Frístunda- og forvarnadeild Hafa opin svæði í öllum hverfum fyrir fjölskyldufólk á sumrin m.a. setja upp leiktæki og búa til góða aðstöðu til útivistar. Hlúa þarf að eftirfarandi málaflokkum: •

Félagsmiðstöðvar

Félagsstarf aldraðra

Garðlönd

Hrafninn frístundaklúbbur

Molinn

Skólagarðar

Sumarnámskeið

Tómstundafélög

Frístundastyrkir

Mikilvægt er að hafa grunnþætti menntunar samkvæmt aðalnámskrá að leiðarljósi sem eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Íþróttir Regluleg hreyfing er mikilvæg og stuðlar að uppbyggilegum lífsháttum, sem leiða til aukinnar vellíðan og bættra lífsgæða. Því verður að skapa aðstæður og umhverfi sem miða að þessu og veitir öllum, burtséð frá efnahag og eða félagslegri stöðu tækifæri til að uppfylla þarfir sínar á þessu sviði. Það eru mannréttinda-, lýðræðis- og jafnréttismál að öll börn sem það vilja geti stundað íþróttir. Virkt félagsstarf hefur mikið forvarnagildi og regluleg hreyfing getur dregið úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu. 7


Umhverfissvið Dögun og umbótasinnar vilja að Kópavogur verði byggður upp í samræmi við þarfir íbúa. Gera umhverfismál og nýtingu grænna svæða að málefni nærsamfélagsis með því að ákvarðanir séu teknar með beinni kosningu íbúa hvers svæðis og kjörinna fulltrúa. Endurskoða aðalskipulag með þátttöku allra íbúa sveitarfélagsins sem vilja að því koma. Tekið sé tillit til þarfa ungs fólks við uppbyggingu og að bæjarfélagið tryggi nægt framboð af lóðum til byggingar ódýrs húsnæðis sem hentar til þessa verkefnis. Mikilvægt er að hvetja til umhverfisvæns ferðamáta með samfélagslega ábyrgð. Styðja við samgöngur með þeim hætti að tryggja öryggi sem best og heildar myndina í huga. Þeir þættir sem þarf að hlua að er kemur að umhverfismálum eru: •

Samgöngur

Lóðamál

Byggingamál

Framkvæmdir

Skipulagsmál

Umhverfismál

Vinnuskólinn

Sorphirða

8


Stefnumál Beint lýðræði Beint lýðræði felur í sér fulla þátttöku borgaranna á öllum stigum; hugmyndavinnu, þróun og framkvæmd. Þess vegna þarf að vanda til verka við að velja rétt verkfæri, hvetja til þátttöku og auk þess skuldbinda bæjaryfirvöld til að taka málin upp og binda fjárframlög til þeirra verka sem kosið er um í þátttökulýðræðiskerfi. Nái Dögun og umbótasinnar kjöri í bæjarstjórn bætist við dýrmæt þekking og reynsla þegar kemur að beinu lýðræði, og sér í lagi þeim ferlum og kerfum sem þurfa að vera í lagi til að það virki sem skyldi.

Húsnæðismál Skortur er á viðeigandi leiguhúsnæði á öllu höfuðborgarsvæðinu og byggja þarf upp almennan leigumarkað. Þegar stefnt er að því að byggja upp leigumarkað í Kópavogsbæ skal taka tillit til einstaklinga, para og nýfjölskyldna í meiri mæli til að koma til móts við sem breiðastan hóp af fólki. Við viljum að gerðar verði ráðstafanir varðandi húsnæði sem standa tóm.

Aðgengi að sundstöðum Dögun og umbótasinnar vilja að settir verði upp einstaklingsklefar eða básar og sér sturtuaðstaða svo sundgestum sé ekki mismunað vegna líkamlegra, huglærgra eða menningalegra annmarka. Stuðla skal að því að sem flestir geti nýtt aðstöðu sundlauganna svo ekki sé gengið á borgaralegan rétt fólk til þess að nýta sér aðstöðu á vegum bæjarins til tómstunda og hreyfingar.

Mannanöfn í skólum og stjórnsýslu Allir íbúar bæjarins skulu hafa rétt á að nota hjáheiti að eigin vali og það nafn skal vera notað í skrám bæjarins, t.d. í skólum. Starfsmenn skóla og stjórnsýslu skulu nota þau til að ávarpa íbúa.

9


Landbúnaður í byggð Dögun og umbótasinnar vilja styðja við sjálfbærni íbúa til eigin matvælaræktun á því landi sem þeir hafa til umráða innan bæjarmarka. Við viljum leyfa fólki að leigja út lóð eða part af lóð við íbúðarhús undir ræktun á grænmeti og kryddjurtum.

Menntun Við viljum styðja við leikskóla sem og aðstöðu til dagvistunar barna sem er í eigu foreldra og starfsmanna leikskóla. Vinna skal að því að gera íþróttatíma í skólum að kynningarvetvangi fyrir þær íþróttir sem bjóðast á höfuðborgarsvæðinu með aðstoð þeirra sem koma að kennslu slíkra íþrótta. Nýta skal nýjar og sannreyndar kennsluaðferðir í skólum með aðstoð internetsins og miðlunartækja sambærileg við spjaldtölvur og snjallsíma.

Málefni aldraðra Dögun og umbótasinnar vilja bæta og efla samstarf bæjaryfirvalda við Félag eldri borgara í Kópavogi til að bæta aðgengi og standa vörð um þá þjónustu sem þegar er í boði fyrir eldri borgara.

Umhverfi og útivist Við viljum varðveita útivistarsvæði og þá náttúruperlu sem Heiðmörk er. Finna skal svæði þar sem gæludýraeigendur Kópavogsbæjar geta nýtt til útivistar með sínum fjölskyldumeðlimum. Slíkt svæði skal vera innan bæjarmarka, afgirt og í tengingu við gönguleiðir. Kópavogsbær skal láta til umsjónar landsvæði sem mun vera rekið af frjálsum félagasamtökum í þessum tilgangi.

Skipulag og samgöngur Dögun og umbótasinnar vilja gera öllum samgöngumátum jafn hátt undir höfði, með því að gera hverfin okkar hjóla– og gönguvænni er hægt að stuðla að manneskjulegra umhverfi og bættri lýðheilsu. Við viljum að styðja samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu til að samhæfa skipulag og samgöngur. Við viljum sérstaklega bæta og viðhalda þeim hjóla– og göngustígum sem liggja út fyrir mörk bæjarins í samstarfi við Vegagerðina og nærliggjandi sveitarfélög sem og bæta 10


merkingar og tengingar á milli hverfa, svo hægt sé að komast hjólandi eða gangandi frá úthverfum Kópavogs yfir í Reykjavík eða Garðabæ án krókaleiða og ófærðar. Vinna nánar í því að virkja og nýta fasteignir og lóðir í þeim hverfum sem eru þegar gróin í stað þess að láta þau veslast upp. Viljum að tryggt sé að allir hafi aðgang að verslun og lágmarksþjónustu í göngufjarlægð. Það er kominn tími til að laga götuheiti og húsnúmer í Smiðjuhverfinu til hagsbóta fyrir vegfarendur og fyrirtækin í hverfinu. Dögun og umbótasinnar vilja að farið verði í þá vinnu sem fyrst.

Frjáls hugbúnaður Við viljum að Kópavogsbær nýti frjálsan hugbúnað sem leið til að spara fjármagn, koma í veg fyrir niðurskurð á grunnþjónustu og efla hugbúnaðarþróun innanlands, til hagsbóta fyrir alla. Með því að nýta frjálan hugbúnað og nota opna staðla aukast möguleikar minni fyrirtækja á að þjónusta stofnanir sveitarfélagsins. Ein af bestu leiðunum til að gera stjórnsýslu sannarlega opna er að nýta frjálsan hugbúnað og nýta opin gagnasnið á öllum stigum hennar. Kópavogsbær skal skipta yfir í frjálsan hugbúnað allstaðar þar sem það á við og nýta opin gagnasnið og staðla í stjórnsýslunni. Allur hugbúnaður sem smíðaður er eða aðlagaður fyrir svetarfélagið skal af sama skapi vera unninn samkvæmt frjálsu leyfi sem samþykkt hefur verið af Open Source Initiative.

Internet Dögun og umbótasinnar vilja að stefnt verði að því að lagður sé ljósleiðari í öll íbúðarhús, skóla og fyrirtæki í Kópavogi. Til þess viljum við stofna sérstaka gagnaveitu í eigu bæjarins, sem yrði litið á sem hvert annað veitufyrirtæki og yrði ekki til sölu. Tryggja skal bestu mögulegu internettengingu í öllum skólastigum sem fyrst svo nemendur, kennarar og annað starfsfólk skólanna geti nýtt það til síns starfs.

Sjálfstæði nemenda og lýðræðisvæðing í skólum Dögun og umbótasinnar vilja draga úr miðstýringu í menntamálum og auka sjálfstæði menntastofnana innan Kópavogsbæjar. Við viljum að nemendur skulu hafa meira að segja um nám sitt en áður hefur þekkst hingað til á Íslandi.

11


Íþróttir og tómstundir Dögun og umbótasinnar vilja breikka sjóndeildarhring sveitarfélagsins þegar kemur að íþróttum og gera öllum íþróttum jafn hátt undir höfði. Við viljum veita íþróttafélögunum aukna möguleika á að koma með beinum hætti að rekstri þeirra mannvirkja sem þau nota. Þau sjálf eru helstu notendur þeirra Allir íbúar bæjarfélagsins skulu fá frístundakort sem þeir geta notað til þess að fá aðgengi að þeirri þjónustu sem bærinn bærinn veitir á lægsta mögulega verði sem unnt er að bjóða, hvort sem það er í sundlaugum, bóka- eða listasöfnun.

Félagafrelsi ungmenna og ungmennalýðræði Það ungmennastarf sem rekið er af Kópavogsbæ skal vera lýðræðisvætt eins og unnt er. Það á einnig við um félags– og klúbbastarf innan skóla. Börn og ungmenni í Kópavogi skulu vera hvött til að efla félagsstarf sitt á eigin spýtur t.d. með því að stofna formlega hópa og félög um áhugamál sín og þau verkefni sem þau taka sér fyrir hendur. Þeim skal einnig vera veitt þjálfun og leiðsögn í félagsmálum til að öðlast nauðsynlega kunnáttu á því sviði. Kópavogsbær skal veita félögum og hópum ungmenna í sveitarfélaginu verkefna– og rekstrarstyrki til lengri eða skemmri tíma.

Endurreisn Sparisjóðs Kópavogs Við viljum að einstaklingum með lögheimili í Kópavogi sé gefinn kostur á að leggja til stofnfé í nýjan sparisjóð/samfélagsbanka í Kópavogi af frumkvæði Bæjarstjórnar Kópavogs. Bankanum verði fyrst og fremst ætlað það hlutverk að veita eða hafa milligöngu um hagstæða viðskiptabankaþjónustu á borð við inn– og útlán fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir á sínu starfssvæði. Stofnfjárbréf skulu vera óframseljanleg og óerfanleg. Allir stofnfjárhafar skulu hafa jafnan atkvæðarétt. Starfsemi bankans sem snýr að neytendum má aldrei breyta í eða reka sem hlutafélag eða einkahlutafélag. Yfirsýn yfir rekstur bankans tilhanda stjórn, stofnfjárhöfum, stjórnsýslu og almenningi skal vera eins greinargóð og unnt er á hverjum ársfjórðungi. Arður af rekstri bankans skal fara í uppbyggingu hans sjálfs sem og mennta–, menningar– og æskulýðsmál innan Kópavogsbæjar.

12


1. Árni Þór Þorgeirsson

2. Jónína Björk Erlingsdóttir

3. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir

4. Baldvin Björgvinsson

5. Hans Alexander Margrétarson Hansen

6. Clara Regína Ludwig

7. Ólafur Víðir Sigurðsson

8. Rúnar Sigurðsson

9. Ólafur Garðarsson

10. Sigurður Haraldsson

11. Margrét Tryggvadóttir 15


Kíktu til okkar í kaffi Kosningaskrifstofan okkar er við Hamraborg 9. Við erum við frá morgni til kvölds og þér er velkomið að líta við og ræða málin við okkur.

/DogunOgUmbotasinnar

Málefnaskrá Dögunar og umbótasina 2014  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you