a product message image
{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade

Page 1

forsíða


auglýsinar

Væntanlegt í mars


Salve, amice! Í höndum þínum hefur þú nýjasta tölublað Idus Martii. Við, lærlingar Aristótelesar í 5.A, höfum unnið hörðum höndum að þessu meistaraverki sem fæddist í dag, þann 15. mars eftir langan og blóðugan keisaraskurð, á sjálfum dánardegi Júlíusar okkar Caesars. Þetta fyrsta ár okkar á fornmálabraut hefur verið litríkt. Námið er okkar þunglyndislyf og sólargeisli í grámyglaða hversdagsleikanum sem við lifum í. Af lestri á fornum sögum um nauðganir og bardaga höfum við lært að sagan á alltaf við og endurtekur sig í sífellu. Latínan er okkar súrefni. Þess vegna etjum við kappi við að endurreisa latínu sem talmál og innan bekkjarins fara samskipti einungis fram á latínu. Auk þess skrifum við allar okkar glósur í öllum fögum á forngrísku, þar sem ekkert jafnast á við þá fullnægingu að skrifa vandað stafróf Grikkja til hins forna. Einnig er nauðsynlegt að nefna kýklópana, en við á fornmáladeild aðhyllumst svokallaðan Kýklópisma en það er lífspeki sem felur í sér að lifa lífinu eftir lifnaðarháttum kýklópa og gegnir Pólýfemus hlutverki guðs sem við tignum á hverjum morgni áður en kennsla hefst. Þar af leiðandi hefur ekki einn einasti einstaklingur rétt á því að vanmeta fornmáladeild. Hver sá sem dirfist að lítillækka starf okkar verður flengdur með Ódysseifskviðu á beran bossann þangað til rasskinnarnar detta af. Fleira var það ekki í bili og við óskum þér góðrar samverustundar með þessu ljúfa lestrarefni. Njóttu lestrarins og sért þú busi, hafandi valið rétta stefnu í lífinu, þá sjáumst við í Róm næsta haust! Vale, 5.A


MÁLABRAUT ER BRAUT ÞEKKINGARINNAR: VIÐTAL VIÐ VIGDÍSI FINNBOGADÓTTUR VERNDARA FORNMÁLADEILDAR Frú Vigdís Finnbogadóttir tók á móti okkur með bros á vör á heimili sínu eftir að hafa brugðist strax við fyrirspurn okkar um viðtal fyrir Idus Martii, því sem hún myndi ekki fyrir nokkurn mun vilja missa af. Hún er verndari fornmáladeildarinnar ásamt því að vera verndari táknmáls á Norðurlöndum. Hún var einn af stofnendum Kvenfélagsins Aþenu sem er enn við lýði í dag. Hún situr í Ráði kvenleiðtoga heimsins (Council of Women Leaders) sem hún ásamt Laura Liswood stofnaði. Þegar hún segir okkur frá þessu ráði tjáir hún okkur um leið ástæðu þess að karlar líti niður á konur: óttinn. „Vita þeir innst inni að konur eru jafn góðar og þeir og klárar. Þeir eru hræddir við það því þeir vilja ekki missa tökin og völdin. Það er misskilningur

að þeir muni missa tökin af því að í öllum lýðræðislegum samfélögum þar sem karlar og konur þurfa að vinna saman og það er viðurkennt að það sé af hinu góða er það frekar velfarnaður frekar en hitt.“ Hún rifjar upp fyrir okkur menntaskólaárin sín. Hún hafði alltaf óbeit á efnafræði en aftur á móti hafði hún gríðarlega mikinn áhuga á tungumálum og var hún nokkuð sleip í þýsku. Ásamt því að tala þýsku þá talar hún frönsku, getur bjargað sér á dönsku og er þar af leiðandi talandi á norsku og sænsku sömuleiðis. Á Ítalíu getur hún – til allrar furðu – bjargað sér á latínu. „Það er svo merkilegt að það skilja mig allir þegar ég fer að dreifa latínu eins og rigningu. Það gagnast vel því að latínan er lykillinn að svo mörgu, svo sem tungumálum og vestrænni menningu.“


Bókin fjallar um latneska málfræði. Hún sýnir okkur hversu víð latínan er í þessu tungumáli en talið er. Hún leggur áherslu á að ekki sé hægt að læra of mörg tungumál þar sem þau séu lykillinn að heiminum og geymi minningar hans. Hún telur að það að vera fjöltyngdur (e. multilingual) sé eitt það besta sem geti hent mann. Hún vill einnig koma á framfæri mikilvægi málabrautarinnar í þeim skilningi að hún sé ekki bara „flugfreyjubrautin“ eins og hún er oft kölluð. „Mér finnst það algjör þröngsýni og lítt vel gefið fólk sem heldur slíku fram. Málabraut er braut minningarinnar og þekkingarinnar. Við komumst ekki áfram án vísindanna, auðvitað, en málabrautin, að geta skilið aðrar þjóðir, er einn mesti fjársjóður sem hægt er að eiga. Mér finnst það alveg brilljant að fara á málabraut. Málabrautarnámið er mjög gagnlegt. Málabrautarnám er alveg eins mikið opið og stærðfræðinám – bara á öðrum vettvangi.“ Staða íslenskukunnáttu íslenskra ungmenna er mikið áhyggjuefni að mati Vigdísar. Samfélagsmiðlar og aðrar streymiveitur hafa haft mikil áhrif, að því er hún segir, og er enskan að fara með tungumálið. Bendir hún á að æ sjaldnar

heyrist orðið „augnablik“ eða „andartak“ – allt sé orðið „móment“! Íslenskan er svo gagnsætt tungumál að mati Vigdísar og segir hún íslensku orðin mun gagnsærri en það síðastnefnda. Þó er fyrrum forsetinn síður en svo andsnúinn því að íslenskan verði fjölbreyttari fyrir erlendra tungumála sakir en hún vill skipta erlendum tökuorðum út fyrir gagnsæ, gagnleg íslensk orð. Það þykir henni af og frá. Hún er mjög svo hlynnt alþjóðlegum samskiptum og finnst gott og gagnlegt að við Íslendingar fáum inn til okkar fólk til þess að hjálpa okkur andlega og til þess að þeir einangrist síður sem þjóð. Undir lok viðtalsins vildi hún koma á framfæri skilaboðum sínum til ungmenna: „Standið alltaf með sjálfum ykkur. Berið virðingu fyrir sjálfum ykkur. Með því að gera það ræktar maður sjálfan sig og forðast þar af leiðandi freistingar heimsins sem eru oftast neikvæðar.“ Samtal okkar við Frú Vigdisi Finnbogadóttur var afkaplega fræðandi og hvetjandi. Hún er góð fyrirmynd fyrir ungmenni framtíðar, fortíðar og nútíðar Jenný Geirdal Kjartansdóttir


Þýðingar á íslenskum lagatextum yfir á latínu Þar sem nám okkar snýst mestmegnis um að þýða latneskan texta yfir á íslensku fannst okkur upplagt að hugsa aðeins út fyrir kassann og reyna að þýða íslenskan dægurlagatexta yfir á latínu. Útkoman var vægast sagt áhugaverð. Iter confectum (ég er kominn heim) Óðinn Valdimarsson Campo virente et hieme fugiente, sole terram calefaciente, domum ingressus tibi occurro, tecum omni hora ero. Villam rure simul aedificamus, quae soli renidet. Ibi vitae tenerae terra mea perfugium donabit, praebebit. Sol sinus argenteos facit, vide montem glacialem ardere. Omnia candida nobis duobus sunt, nam domum regressus sum. Quae

Itinere confecto te invenio gaudens me accipis manibus duobus Domum regressus sum, vere domum regressus sum.

Omnia quae eram (allt það sem ég var) - Aron Can omnia quae eram ea quae eram edicunt quis sim hodie et mutor sicut tempus etiam [óþýðanlegt]


Kvikmyndatitlar á latínu og grísku Astrum/Stellarum bella - Star Wars The Good, The Bad and The Ugly - Bonus, Malus et Deformis Forrest Gump - Silva Gump Lion King - Leonum Rex Nói albínói - Nous albinous Back to the Future - Retro ad futurum Singing in the rain - Cantans in pluvia Wolf of Wall Street - Lupus viae valli/muri The Thing - Res Finding Nemo - Nemo invenitur Lord of the Rings - Dominus cyclorum 12 years a slave - 12 annos servus Dead Poets Society - Societas poetarum mortuorum Rocky - Petrius Se7en - Sep7em Conan the barbarian - Conanus barbarus Iron Man - homo ferrius 40 year old virgin - Virgo 40 annis Sódóma Reykjavík - Sodoma Reykjavicensis Stella í orlofi - Stella in vacatione Djöflaeyjan - Insula diabulorum Með allt á hreinu - Toto claro Hrafninn flýgur - Corvus volat Ófærð - Adiabatos/ἀδιαβάτος Mýrin - Palus Svanurinn - Cignus Hjartasteinn - Saxum cordis Dumb and dumber - Stupidus et stupidior Kona fer í stríð - Femina it bellum gessum Útlaginn - Fugitivus París norðursins - Paris borealis Englar alheimsins - Angeli mundi Undir trénu - Sub Arbore Frozen - Frigidus Ocean’s 8 - Oceani octo Joker - Balatro Suicide squad - legio Antonii/bruti Fast and furious - Celeres et Furiosi Die hard - Mori dure Cats - Catti


Upplyftilínur Upplyftilínur fyrir þig og málfræðielskandi ástina þína Hefur þig alltaf langað til þess að reyna við/ hefja samræður við einhvern á fornmálabraut? En ekki þorað, því orðaforði þeirra er ógnvekjandi og framandi og einkennist af orðum eins og sagnbót og þáskildagatíð. Þá er þetta fyrir skotheldar línur sem 100% árangri

þig: skila

I. Þú ert sögnin í minni setningu, því ég virka ekki án þín. II. Ég og þú erum eins og forsetningarliður, ef sundruð erum við merkingarlaus. III. Ég myndi aldrei kalla þig persónubeygða sögn, því ég myndi aldrei setja þig í annað sæti. IV. Allt mitt líf hef ég bara verið aukafall en með þínum sögnum get ég verið frumlagsígildi. V. Uppáhalds fornafnið mitt er persónufornafnið þú í þolfalli því það snýst um þig. VI. Ég hef aldrei almennilega skilið eignarfornöfn, viltu hjálpa mér með því að gerast mín/minn/mitt. VII. Samtengingar tengja saman setningar setningaliði, þær tengja líka mig og þig.

og

VIII. Er það bara ég eða erum við með aðaltengingu?


Spakmæli Kristins Ármannssonar

Fyrsta árið á málabraut er lært úr lesbók Kristins Ármannssonar, rektors Menntaskólans til níu ára. Lesbók Kristins Ármannssonar inniheldur bæði kaflaskiptar þýðingaræfingar og orðalista aftast í bókinni. Hann skilur þó ekki einungis eftir sig afbragðs grunnkennslubók í latínu heldur leynast í þessum æfingum ýmis spakmæli og hollráð sem hafa reynst nemendum Menntaskólans gott veganesti út í lífið. Hér fyrir neðan er stutt samantekt sem við höfum gert, okkur til dægrastyttingar og áminnningar. In agua sanitas, in vino veritas. = Í vatni hollusta, í víni sannleikur. Mens sana in corpore heilbrigðum líkama.

sano.

=

Heilbrigður

hugur

í

non schola, sed vitae discimus. = Við lærum fyrir lífið, ekki skólann. Novus medicus, nova sepulchra. = Nýr læknir, ný gröf. Aliis vive, non tibi! = Lifðu fyrir aðra, ekki sjálfan þig. Audiamus etiam alteram partem! = Við skulum einnig hlusta á hina hliðina. tyrannus vulgus timet. = Harðstjóri hræðist almúgann. Honos est onus. = Heiður er byrði. Magna est veritas et semper praevalebit. = Sannleikurinn er mikill og mun hann alltaf hafa betur. Mors neque a paupere neque a divite procul abest. = Dauðinn er hvorki fjarri þeim fátæku né þeim ríku Ferrum durum est. = Járn er hart.


Viðtal við Presidens Islandiae Varstu á Forn 1 eða Forn 2? Ég var í fornmáladeild II. Við vorum þar nokkrir drengir í minnihluta, stúlkur mun fleiri í báðum fornmáladeildunum og sóttum við tíma saman, meira og minna. Við hittumst enn reglulega, a.m.k. einu sinni í mánuði, og verðum þá unglingar í annað sinn, segjum sömu brandarana og hlæjum eins innilega. Sumt við bekkjarkerfi er slæmt – ég sat sum fög sem mér leiddist í – en maður eignast vini fyrir lífstíð. Hvernig hefur latínan hjálpað þér í forsetaembættinu? Hún hefur ekki gert það með beinum hætti. Hins vegar hef ég komist að því í þessu embætti að kunni maður önnur tungumál en manns eigið, og helst fleiri en eitt, eru leiðir í útlöndum greiðari en ella. Allir kunna vel að meta þegar maður getur reynt að spjalla við fólk á máli þess. Eftirminnilegasta atvik úr latínutíma? Ég man eftir hinu og þessu sem ekki er endilega í frásögur færandi, að koma illa lesinn í tíma og standa á gati, horfa á prófspurningar og vita ekkert í sinn haus. Stærsta eftirsjá úr MR? Ég sé mikið eftir því að hafa ekki sinnt náminu betur, ekki síst í latínu og spænsku. Þó ég segi sjálfur frá á ég auðvelt með að læra mál – en bara ef ég legg mig eftir því. Það gerði ég ekki í MR, því miður, og því fór sem fór. Eftir áralangt nám í latínu og annað eins í spænsku get ég varla gert mig skiljanlegan á spænsku. Hvað þykir yður um þérun? Mér finnst gott að við notum ekki þessa skiptingu í háa og lága í daglegu lífi. Á borð mitt berast reglulega skjöl með formlegu ávarpi af þessu tagi. Við það er í sjálfu sér ekkert að athuga og skemmtilegt að vérun og þérun haldi velli á nokkrum vel völdum stöðum. Finnst þér tungumálakennsla/-kunnátta verða undir í samfélaginu? Já, að því leyti að fullmargir telja að enska muni duga okkur hér og þar og alls staðar. Sú er hreint ekki raunin. Kunnátta í öðrum málum fleytir fólki langt, opnar nýja heima,


styrkir það í atvinnulífinu og svo er bara svo skemmtilegt að kunna að tala á fleiri málum. Og „google translate“ hefur sínar takmarkanir ef út í það er farið. Þannig minnist ég þess að ég setti lokaorð þingsetningarávarps míns í þá vél. Þar segir að ég biðji þingheim að minnast ættjarðarinnar og rísa úr sætum en útkoman varð þessi: I ask MPs to remember the motherland and resign. Áttu góða sögu af drama milli þjóðhöfðingja? Nei, ekki get ég sagt það. Hvaða 3. mál tókstu? Kanntu það enn? Ég lærði þýsku og get haldið uppi einföldum samræðum á því máli. Svo lærði ég rússnesku í rúmt ár við Háskóla Íslands og þykir það afar fallegt tungumál, eins og þýskan á sinn hátt. Ég þykist líka geta flutt ávörp á dönsku eða „blandinavísku“ og geng að því verkefni eins og að grafa skurði í sumarvinnunni í gamla daga; sýna kraft og hörku og halda dampi alla leið. Ég man líka að fljótlega eftir að ég var kjörinn sumarið 2016 ræddum við Vigdís Finnbogadóttir um þá vegsemd og þann vanda sem biði mín og eitt af því sem hún lagði áherslu á var að í Skandinavíu myndi ég flytja ræður á norrænu máli. Ég tel það sjálfsagt, í ljósi okkar nánu sögulegu og menningarlegu tengsla. Á hinn bóginn styð ég það líka að í norrænu samstarfi, til dæmis sagnfræðirannsóknum, megi maður nota ensku. Það er lítil sanngirni í því að sumir í hópnum mæli á móðurmáli sínu en aðrir þurfi að styðjast við takmarkaða kunnáttu í því máli. Hver er frægasta manneskja hjá hverri þú ert með símanúmerið? Konan mín – og Jói Pé. Kanntu á hljóðfæri? Hvaða? Ég kann ekki á nein hljóðfæri. Hverju finnst þér mikilvægast að breyta í menntakerfinu? Auka fjölbreytni, sníða námið meira eftir getu og þörfum hvers nemanda. Þetta krefst hins vegar aukins mannafla og fjárveitinga og gerist ekki á svipstundu. Hvað ætlarðu að gera eftir forsetatíðina? Vonandi auðnast mér að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í rannsóknum, skrifum og kennslu um liðna tíð.


Tíðatafla Alfíusar handrukkara

Á tímum Rómarveldis var ástand almennings misgott eins og hægt er að geta sér til um. Hvort sem í gangi voru ofsóknir keisara á einhverjum ákveðnum trúarbrögðum eða samfélagshópum, spilling eða hrapallegt efnahagsástand þá er víst að hinn almenni borgari þurfti aldeilis að vera á tánum. Til þess að koma sínum skilmálum skýrt á framfæri þarf hins vegar að kunna tíðirnar upp á tíu, og sérstaklega ef maður vill jafnvel splæsa í aukasetningu. Alfíus handrukkari þurfti sjálfur að gera viðskiptavinum sínum grein fyrir því hvenær hann rukkaði, hafði rukkað eða myndi rukka.


1

2

3

2

3

5

4

10

4

7

5

8

9

6

7

11

8

9

12

21

14 10

11 12

13 16

17

14

15 16

19

17

18 19

20

20

LÁRÉTT

LÓÐRÉTT

1. Er hart

1. Skal þegja á samkundu

2. Dauður 3. Kvæði, söngur eða þula 4. Og 5. Sveitin 6. _____ medicus, nova sepulchra 7. Tarquinius Superbus var... 8. Perfectum af ludo 9. Latneska snörun orðsins ,,homie" 10. Samdi Ilíonskviðu 11. Sonur Venusar og ættfaðir Rómverja 12. Siður eða hefð 13. Og 14. Spadsere 15. Rýtingur

2. Sjaldgæfar 3. Einn 4. Samheiti fyrir puer (þræll) 5. Bóndar (sorrí Kolla) 6. Andstæðan við hvítan 7. Genitivus af Titus 8. Sól 9. Vínber 10. Brátt 11. 3. kennimynd latneskra sagna 12. Fjall 13. Dýr 14. Dativus af Felix 15. Út úr


Viðtal við Matthías Tryggva sviðslistamann og meðlim Hatara

Haraldson,

Við hvað fæstu núna? Ég er sjálfstætt starfandi sviðslistamaður, leikskáld og tónlistarmaður og fæst mikið við gufubaðið í Vesturbæjarlaug. Af hverju fórstu á fornmáladeild? Fórstu á I eða II? Ég byrjaði á forn. I því mig langaði í fornfræði vegna þess að mér fannst það svo töff. Svo meikaði ekki grískuna og skipti ég henni út fyrir frönsku en fékk samt að sitja fornfræðitíma út önnina. Have my cake and eat it too. Hvert var þriðja málið þitt? Þýska. Hvernig hefur námið nýst þér í sviðslist? Fólk dregur oft strax þá ályktun að ég sé gáfaður þannig að ég fæ ákveðið forskot við fyrstu kynni. Svo lærði ég að nálgast tungumálið á mjög agaðan og skipulagðan hátt sem hefur nýst mér mikið við alls konar skriftir.


Hvernig hefur námið nýst þér í átakinu að knésetja kapítalismann? Við þurfum alls konar kunnáttu og hugvit til að knésetja kapítalisman - ekki síst málfræði og listsköpun. Deila aðrir meðlimir Hatara áhuga þínum á fornmálum? Nei, þeim finnst ég vera nörd. Á síðustu plötu Hatara, Neyslutrans, koma fyrir tveir lagatitlar á latínu (Spectavisti Me Mori og Nunquam Iterum). Er einhver listrænn ásetningur að baki? Já. Í listinni erum við alltaf að fást við samhengi og latínan setur áhorfandann í ákveðnar stellingar. Hann býr sig undir klassískt samhengi tónlistar og annars konar hefð en þekkist í poppbransanum. Hvað tekur við af kapítalismanum? Það veit enginn. Hvort vildirðu frekar hamborgara í annarri og pizzu í hinni eða pizzu í báðum? Hamb. Hvernig stafarðu pizza? Pitsa. Verður nokkurn tíma gefið út lag á latínu? Nei. Eftirminnilegt atvik úr latínutíma? Já, bara Kolla sem fenómen. Ef þú mættir setja á svið eitt leikrit/sögu/atvik úr fornöldinni, hvað myndirðu velja? Þetta er fáranlega góð spurning. Sarah Kane er gott dæmi um töff týpu sem vinnur með forn-grískan efnivið, svona in-yerface leikritun. Svo var verðlaunaleikstjórinn Þorleifur Örn að setja upp Ódysseifskviðu í Berlín. Það er úr svo mörgu að taka. Mörg mjög spennó verkefni. Heill heimur. Vá.


Innsýn í latínuglósur

Vilhelm Mikael Vestmann

Ármann Leifsson


Árni Pétur Árnason

Ásta Rún Ingvadóttir


Baksíða

Profile for Stefán Þórarinn Hermannsson

Idus Martii  

Njótið þessa blaðs í sóttkvínni kæru samnemendur! Hugs, 5.A © 5.A, MR 2020. All rights reserved. IdusMartiiIdusMartiiIdusMartiiIdusMartiiIdu...

Idus Martii  

Njótið þessa blaðs í sóttkvínni kæru samnemendur! Hugs, 5.A © 5.A, MR 2020. All rights reserved. IdusMartiiIdusMartiiIdusMartiiIdusMartiiIdu...

Profile for stefanthh
Advertisement