Page 1

2017-2018

Nรกm og rรกรฐgjรถf


Fræðslusetrið Starfsmennt býður opinberum starfsmönnum upp á starfstengda símenntun og veitir stofnunum heildstæða þjónustu á sviði starfsþróunar. Þjónusta Starfsmenntar er sérsniðin að þörfum þátttakenda um allt land í krafti faglegs samstarfsnets og öflugs vefkerfis. Starfsmennt er samstarfsvettvangur starfsmanna og stjórnenda þar sem unnið er að þróun þekkingar og þjálfunar í þágu einstaklings og samfélags.

Starfsmennt

2017-2018

smennt.is

Fræðslusetrið Starfsmennt Fræðslusetrið Starfsmennt er samstarfsvettvangur fjármála- og efnahagsráðuneytisins og flestra aðildarfélaga BSRB um starfstengt nám, starfsþróun og ráðgjöf. Nám á vegum setursins er því starfsmönnum ríkis og bæja að kostnaðarlausu en opið öðrum gegn gjaldi. Félagsmenn eftirtalinna stéttarfélaga eiga aðild að setrinu í gegnum kjarasamningsbundin réttindi til starfsþróunar:

• SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu • KJÖLUR - stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu • Félag starfsmanna stjórnarráðsins • Félag flugmálastarfsmanna ríkisins • Starfsmannafélag Garðabæjar • Starfsmannafélag Suðurnesja • Starfsmannafélag Kópavogs

Starfsmennt starfar á landsvísu og er allt nám aðildarfélögum að kostnaðarlausu.

2

Samflot bæjarstarfsmannafélaga: • Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi • Starfsmannafélag Hafnarfjarðar • Starfsmannafélag Vestmannaeyja • Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum • Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi • Starfsmannafélag Dala- og Snæfellssýslu • Starfsmannafélag Húsavíkur • Starfsmannafélag Fjarðabyggðar • Starfsmannafélag Fjallabyggðar • Starfsmannafélag Skagafjarðar • Starfsmannafélag Mosfellsbæjar • Starfsmannafélag Seltjarnarness

Sama rétt eiga ríkisstarfsmenn innan: • Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar Samningar um stofnananám hafa verið gerðir við: • Mannauðssjóð Kjalar • Mannauðssjóð Samflots • Mannauðssjóð KSG • Ríkismennt/Sveitamennt

Fjarnám: Mikið úrval náms er í boði í fjarnámi þar sem fyrirlestrar eru ýmist sendir út í rauntíma, á upptöku eða að þátttakendur eru í samskiptum við kennara í gegnum net og síma. Fjarnám: Fyrirlestrar eru sendir út á vefnum í rauntíma eða upptöku. Vefnám: Nám er skipulagt sem vefnám og öll samskipti við kennara fara fram á vef og/eða í síma.


NÁM FYRIR ALLA

Nám fyrir alla eru þverfagleg, starfstengd námskeið sem eru opin öllum óháð menntun, starfi og stéttarfélagsaðild. Miðað er að því að námið efli grunnfærni og almenna starfshæfni á vinnumarkaði ásamt því að reynt er að koma til móts við síauknar kröfur sem gerðar eru til starfsmanna á ólíkum sviðum. Í dag er mikilvægt að mennta sig samhliða starfi því hæfniþættir sem áður voru taldir sérhæfðir

þykja nú almennir og sjálfsagðir. Kennt er um allt land í samstarfi við fjölmarga fræðsluaðila og kostir upplýsingatækni eru nýttir til fulls með fjar- og vefnámi.

Nánari upplýsingar á vefnum smennt.is

Verkefnastjórnun – fyrstu skrefin

• • • •

28. september 13. febrúar 4 klst. Staðnám (RVK)

Árangursrík framsögn og tjáning

• • • •

4. október 26. febrúar 6 klst. Staðnám (RVK)

Gerð verklagsreglna og annarra skjala í gæðakerfum

• • • •

4. október 3 klst. Fjarnám/staðnám (RVK) Fleiri námskeið verða auglýst síðar

Öflugt sjálfstraust

• • • •

5. október 13. febrúar 9 klst. Staðnám (RVK)

20 góð ráð í þjónustusímsvörun

• 10. október • 14. nóvember • 13. febrúar • 13. mars • 10 klst. • Vefnám

8 lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum

• • • • • •

Service Quality, Hospitality and Cultural Differences

• 10. október • 14. nóvember • 13. febrúar • 13. mars • 10 klst. • Vefnám

Þjóðerni og þjónusta – Góð ráð í samskiptum við erlenda gesti

• 10. október • 14. nóvember • 13. febrúar • 13. mars • 10 klst. • Vefnám

Á námskeiðinu er farið í grunninn á verkefnastjórnun sem og hvað verkefnastjórnun er og hvar hún getur nýst. Áhersla er á undirbúning og eftirfylgni verkefna til að tryggja árangur. Námskeiðið veitir heildarsýn á uppbyggingu verkefna og hvernig hægt er að beita verkefnastjórnun á lítil sem stór verkefni.

Hér er unnið á markvissan hátt að því að þátttakendur öðlist meira öryggi í framkomu og læri að byggja upp persónulegan frásagnarstíl. Unnið er með verklegar æfingar, samtöl og raunveruleg verkefni sem þátttakendur eru að fást við hverju sinni. Námskeiðið verður í boði tvisvar sinnum í vetur og er aðeins kennt í staðnámi.

Skipulag og framsetning skjala í gæðakerfum er mikilvæg. Verklagsreglur, vinnulýsingar, gátlistar og eyðublöð eru skjalaform sem þekkt eru í gæðakerfum og gegna mikilvægum hlutverkum í framsetningu og skipulagi gæðastjórnunar. Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á gerð verklagsreglna og hvernig best er að setja upp önnur skjöl gæðakerfis s.s. vinnulýsingar, eyðublöð og gátlista.

Sjálfstraust er undirstaða margra færniþátta, svo sem því hvernig okkur vegnar í samskiptum við aðra, hvernig við setjum markmið, tökum ákvarðanir og vinnum undir álagi. Í raun má segja að öflugt sjálfstraust sé ákveðin forvörn þar sem sterkir einstaklingar eiga auðveldara en aðrir með að taka ákvarðanir, setja mörk og verjast óæskilegum áhrifum frá umhverfinu.

Hér lærir þú spurningatækni og að stýra samtölum á markvissan hátt til að bæta þjónustuna enn frekar. Þetta er vefnám þar sem þátttakendur horfa á stutt myndskeið, hvar og hvenær sem er, og vinna verkefni þeim tengd. Námið verður í boði fjórum sinnum í vetur.

Hér er fjallað um hvernig spara má tíma, auka afköst og veita betri þjónustu með tölvupósti, sem er oft ein helsta samskiptaleið stofnana við viðskiptavini. Þetta er vefnám þar sem þátttakendur horfa á stutt myndskeið , hvar og hvenær sem er, og vinna verkefni þeim tengd. Námið verður í boði fjórum sinnum í vetur.

In this course you will learn the things that are important when serving tourists in general and identify the common characteristics associated with individual nationalities. Remember that it would be wrong to assume that a particular characteristic is the norm for an entire nation, so it is impossible to precisely say how any given nation is. Every person from every country has their individual traits of behaviour and consequently may not fit the national stereotype.

Fjármál og rekstur

Hagnýtt nám fyrir alla sem vilja öðlast meiri þekkingu á sviði fjármála og stýringu verkefna. Meðal þess sem farið verður í eru fjárhagsáætlanir, kostnaðargreining, eftirlit, arðsemi og val á mismunandi leiðum, virðisgreining, núvirði, framtíðarvirði og áhrif þess á lok verkefnis. Kynntar verða fjármögnunarleiðir og þær tengdar við fjárhagsáætlanir, greiðsluáætlanir og áhættumat. • •

4

• • •

8. september 60 klst. Fjarnám/staðnám (RVK)

Á námskeiðinu er fjallað um ýmis atriði sem gott er að hafa í huga þegar tekið er á móti erlendum gestum. Það skal ítrekað að á námskeiðinu eru dregin fram atriði sem geta einkennt þjóðir til að hægt sé að undirbúa komu þeirra af kostgæfni. Augljóslega er þó alls ekki hægt að alhæfa um fólk af einstöku þjóðerni. Allar þjóðir hafa sín sérkenni en einstaklingar eru ekki steyptir í sama mót.

NÁM FYRIR ALLA

Nám fyrir alla

10. október 14. nóvember 13. febrúar 13. mars 10 klst. Vefnám

5


FYRIR ALLA NÁM FYRIRNÁM ALLA

• • • •

16. október 21. febrúar 8 klst. Staðnám (RVK)

Vönduð íslenska – tölvupóstar og stuttir textar

• • • •

24. október 3 klst. Dagsetningar á vorönn verða auglýstar síðar Staðnám (RVK)

• • • •

26. október 12. mars 6 klst. Staðnám (RVK)

Á námskeiðinu er farið yfir helstu hugtök og grunnatriði verkefnastjórnunar. Lögð er áhersla á gerð verkefnisáætlunar sem er grundvöllur að góðri verkefnastjórnun. Námskeiðið veitir heildarsýn á uppbyggingu verkefna og hlutverk verkefnastjórans.

Hér er nám sem hentar öllum sem vilja ná betri tökum á rituðu máli, hvort sem það er í tölvupóstum, greinaskrifum, skýrslum eða á vefnum. Farið er yfir nokkur lykilatriði sem hafa verður í huga þegar skrifa skal texta fyrir ólíka miðla.

Skjalastjórnun: Rekjanleiki, verklag og ábyrgð

Á námskeiðinu er fjallað um ávinning upplýsinga- og skjalastjórnunar og rætt um tengsl fagsviðsins við stjórnun þekkingar og gæða. Fjallað er um tegundir skjala, m.a. erindi / bréf á pappír, tölvupóst, samninga, ljósmyndir, teikningar, bókhaldsgögn, eyðublöð og kynningarefni. Farið verður stuttlega í íslensk lög og reglugerðir er varða skjalastjórn fyrir opinberar stofnanir og sýnt fram á hvernig hægt er að beita sambærilegum aðferðum við skjalastjórnun í fyrirtækjum í einkaeigu. Fjallað verður um ISO 15489 sem er alþjóðlegur staðall um skjalastjórnun.

• 3. nóvember • 8 klst. • Dagsetningar á vorönn verða auglýstar síðar • Staðnám (RVK)

Vellíðan og velgengni í starfi - með jákvæða sálfræði og núvitund að leiðarljósi

• • • •

6. nóvember 6 klst. Dagsetningar á vorönn verða auglýstar síðar Staðnám (RVK)

Hlutverk hópstjórans/vaktstjórans

• • • •

8. nóvember 3,5 klst. Dagsetningar á vorönn verða auglýstar síðar Staðnám (RVK)

Á námskeiðinu er fjallað um helstu svið jákvæðrar sálfræði með áherslu á styrkleika, hugarfar og flæði ásamt því að skoða áhrifamátt bjartsýni, jákvæðra tilfinninga og samskipta. Farið er yfir hvað felst í núvitund, ávinning þess að tileinka okkur núvitund og hvernig við getum fléttað því inn í annasamt daglegt líf og starf. Áhersla er lögð á hvað við sem einstaklingar getum gert til að efla okkur og bæta líðan. Farið er í skemmtilegar og árangursríkar æfingar sem hjálpa okkur við að tileinka okkur nýjar leiðir til að nálgast áskoranir í starfsumhverfi okkar og stuðla þannig að eigin vellíðan og velgengni í starfi.

Að stjórna fólki í fyrsta sinn reynist fólki miserfitt. Margir grípa í fyrirmyndir og brjóstvitið en mikilvægt er að gera sér grein fyrir að stjórnun er fag og hægt er að beita ýmsum þekktum aðferðum til að ná betri árangri. Tilgangur þessa námskeiðs er að styrkja þátttakendur í þeim hlutverkum sem þeir takast á við í sínu starfi hvort sem þeir eru hópstjórar, vaktstjórar eða verkstjórar.

Almennir bókarar - Opni háskólinn í Reykjavík

Hagnýtt og gott nám þar sem farið er yfir helstu þætti bókhalds, s.s. reikningshald og skattaskil. Einnig verður farið yfir hvernig nýta má upplýsingatækni við færslu bókhalds og helstu þætti Excel sem nýta má. Megin áhersla er á að námið nýtist í starfi og er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi einhverja reynslu af bókhaldi.

Grunnnám í reikningshaldi

Hagnýtt námskeið fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína við færslu bókhalds en hafa ekki starfað við það. Námið hentar einnig vel til upprifjunar fyrir þá sem hyggjast sækja undirbúningsnám til viðurkenningar bókara. Unnið er út frá íslensku lagaumhverfi og horft til aðferða sem viðhafðar eru á bókhaldsstofum almennt. Lögð er mikil áhersla á verklegar æfingar til að auka á færni nemenda. 6

Starfsnám

Verkáætlanir

Á námskeiðinu er farið yfir meginrás verkefna og rætt um ferli, áfanga og tímavörður og gerð verkáætlana. Einnig er fjallað um mat á aðfangaþörf, farið er í ýmsa fjárhagslega þætti, kostnaðararáætlanir og notkun aðferðar unnins virðis (earned value). Þátttakendur læra grunnatriði í gerð kostnaðaráætlana og hvernig byggja má upp einfaldar kostnaðaráætlanir og áætla fjárstreymi í verkefnum.

NÁM FYRIR ALLA

Viltu vaxa í þínu starfi?

Verkefnastjórnun – verkefnisáætlun

• 14. febrúar • 48 klst. • Fjarnám/staðnám (RVK)

• 9. mars • 36 klst. • Fjarnám/staðnám (RVK)

7


FYRIR ALLA NÁM FYRIRNÁMALLA

Frábært námskeið fyrir alla sem vilja taka sín fyrstu skref í Photoshop. Þú ferð í gegnum 10 verkefni þar sem þú lærir á lykilverkfæri í Photoshop. Þetta námskeið er byggt á spennandi verkefnavinnu s.s. að fjarlægja fólk eða hluti, hreinsa bletti eða bólur af andlitsmyndum, breyta bakgrunni og margt fleira.

• 3. október • 20. febrúar • 18 klst. • Vefnám

Power Point – Margmiðlun og kynningar

• 10. október • 27. febrúar • 18 klst. • Vefnám

Fjársjóður Google og vefgerð

• 24. október • 13. mars • 18 klst. • Vefnám

Upplýsingamiðlun - Publisher

• 24. október • 13. mars • 18 klst. • Vefnám

PowerPoint býður upp á marga möguleika til þess að útbúa vönduð og eftirtektarverð gögn á einfaldan hátt, hvort sem það eru skjásýningar, glærur eða námsgögn. Farið er yfir möguleika og virkni forritsins og hvernig best má nýta það. Allt efni hefur verið uppfært í samræmi við Office 2013 en kennt er á eldri kerfi fyrir þá sem þess óska.

Yfirgripsmikið og gagnlegt tölvunámskeið þar sem farið er yfir alla helstu þætti er varða almenna tölvunotkun. Námskeiðið er sérstaklega sniðið að þörfum þeirra sem hafa litla reynslu en vilja efla þekkingu sína á rafrænu umhverfi. Þetta er vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er en námsefni er sent til þátttakenda bæði rafrænt og á pappírsformi.

Outlook – Tölvuleikni - Windows stýrikerfið

Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem vilja kynnast viðmóti og virkni Windows stýrikerfisins betur. Meðal þess sem fjallað er um eru gluggar og möppur, hvernig sníða má notendaviðmótið að eigin þörfum, skráavinnsla, einföld forrit, vistun, eyðing gagna og endurheimt.

Excel - grunnur

Hér kynnum við helstu grunnverkfæri Excel og áttum okkur á notendaviðmótinu. Farið er yfir grunn í uppsetningum formúla, s.s. summu, frádrátt, margföldun og deilingu. Við skoðum einnig vísun í reiti og skjöl og útlitsmótun gagna.

Word – grunnur

Kennt er hvernig hægt er að nota ritvinnsluforritið Microsoft Word til að leysa margvísleg verkefni. Notendaviðmót og virkni eru skýrð, farið er í útlitsmótun texta og prentun skoðuð. Myndir og myndefni eru sett inn, unnið með töflur og inndrátt, sniðmát (templates) og gröf og töflur úr Excel.

Vefsíðugerð (Wix)

Vefsíðugerð með Wix gerir öllum kleift að smíða góða heimasíðu frá grunni. Notandi þarf ekki að setja upp nein kerfi og engin þekking á forritun og vefsíðugerð er nauðsynleg. Wix er öflugt kerfi sem gerir venjulegum notendum mögulegt að hanna og vinna með öfluga vefsíðu án þess að hafa djúpa tæknilega þekkingu. Á námskeiðinu smíðum við heimasíðu sem inniheldur texta, myndir, myndagallerí, blogg eða fréttasíðu, myndbönd, form til að safna upplýsingum, skráningarform, póstlistasöfnun og margt fleira.

• 5. september • 23. janúar • 60 klst. • Vefnám

• 5. september • 23. janúar • 18 klst. • Vefnám Ex

• 12. septemberr • 30. janúar • 18 klst. • Vefnám

• 12. september • 30. janúar • 18 klst. • Vefnám

Hér eru fjölmörg vinsæl og öflug verkfæri, á borð við Google Sites, - Docs og Apps, frá Google kynnt fyrir þátttakendum. Áhersla er á notkun þessara forrita í leik og starfi.

Þetta námskeið er sérstaklega sniðið fyrir þá sem vilja búa til fjölbreytt og vandað kynningarefni, s.s. fréttabréf, auglýsingar, kort, nafnspjöld og námsefni.

Verkefna- og tímastjórnun - Outlook

Outlook er ekki bara póstforrit. Margir sem nota forritið átta sig ekki á margþættum kostum þess þegar kemur að tíma- og verkefnastjórnun. Hér er áhersla á að kenna hvernig nota má Outlook til þess að halda utan um verkefni, tíma og samskipti við viðskiptavini og aðra tengiliði.

• 1. nóvember • 20. mars • 18 klst. • Vefnám

Excel – framhald

• 14. nóvember • 3. apríl • 18 klst. • Vefnám

Word – framhald

• 14. nóvember • 3. apríl • 18 klst. • Vefnám

Námskeiðið Excel framhaldsnámskeið er hugsað fyrir þá sem hafa einhverja þekkingu og reynslu af forritinu. Unnið er með þætti eins og föll, sjálfvirkni, snúningstöflur (Pivot), gagnagrunna og fjölvinnslu (Macros).

Hér er farið í flóknari hluta Word og þátttakendum kennt að nýta forritið til fulls og láta það vinna fyrir sig og einfalda verklag. Auk skilvirkni er megin áhersla á tengingu við önnur forrit og sjálfvirkni við vinnu. • 19. september • 6. febrúar • 18 klst. • Vefnám

• 21. nóvember • 10. apríl • 18 klst. • Vefnám

Hugarkort – Mind Mapping

Hugarkort má nýta bæði í leik og starfi. Þau eru frábær leið til að greina stór og smá viðfangsefni, þróa hugmyndir, halda utan um upplýsingar og draga fram áherslur.

Almennt tölvunám – grunnur

8

Photoshop

Myndvinnsla og myndavélar

Hér kynnum við helstu grunnverkfæri í nokkrum góðum (ókeypis) myndvinnsluforritum. Farið er í vinnslu á myndum fyrir vefi og heimasíður ásamt ýmsum brögðum og brellum með myndvinnsluforritum og skáargerðir fyrir ólíka miðla. Grunnatriði ljósmyndunar og helstu stillingar á myndavélum verða einnig til umfjöllunar.

NÁM FYRIR ALLA

Tölvunám

• 3. október • 20. febrúar • 18 klst. • Vefnám

9


Starfsmennt greiðir fyrir þátttöku aðildarfélaga sinna í fjölbreyttu starfstengdu námi. Yfirleitt er hægt að velja um stað- og/eða dreifnám og því ætti búseta ekki að vera fyrirstaða. Starfsmennt greiðir ferða- og dvalarstyrki skv. reglum setursins hverju sinni. Hér má sjá yfirlit yfir helstu námsleiðir vetrarins 2017-2018. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á vefnum okkar, en oft þarf að skrá sig bæði hjá okkur og viðkomandi skóla.

Sótt er um þessar námsbrautir að hausti og/eða vori. Nánari upplýsingar á vefnum smennt.is

Fagnám í umönnun fatlaðra Fagnámið, sem áður hét Starfsnám stuðningsfulltrúa, er ætlað öllum sem starfa með fötluðum eða vilja færa sig yfir á þann vettvang. Markmiðið er að auka fagþekkingu og færni starfsfólks og bæta þjónustu við fatlaða. Námið getur einnig hentað þeim sem starfa í þjónustu við aldraða og sjúka og fyrir þá sem vinna með börnum og unglingum í vanda.

Allar nánari upplýsingar um skráningar og tímasetningar er að finna á vefnum okkar.

Þetta er heildstætt starfsnám, þar sem fjallað er um starfsvettvanginn og nýjungar í starfi þeirra sem vinna t.d. á heimilum fatlaðra, sambýlum, innan íbúðakjarna eða annarra sérsniðinna þjónustuúrræða. Þátttakendum er veitt innsýn í heim fatlaðra frá mörgum sjónarhornum. Meðal þess sem fjallað er um eru orsakir og flokkar fötlunar, lýðheilsa, óhefðbundin tjáskipti, áföll, virðing, trúnaður og siðfræði. Enn fremur er farið yfir aðstæður fatlaðra, fjallað um mannréttindi, geðsjúkdóma, fíkn, kynfræði, hreyfihamlanir, heyrnarskerðingu og blindu.

NÁM STARFSGREINA

Nám starfsgreina

Námið spannar 324 klukkustundir og má meta sem ígildi allt að 16 framhaldsskólaeininga.

Viðurkenndur bókari EHÍ / MK / Opni háskólinn / Promennt Nám á félags- og tómstundabrú hjá Borgarholtsskóla hentar öllum sem hafa áhuga á að starfa að tómstundum, hvort sem það er fyrir börn, ungmenni, fatlaða, aldraða eða aðra hópa. Boðið er uppá bæði stað- og dreifnám.

Innritunar- og einingagjöld í námi til viðurkenningar bókara á vegum atvinnuvegaog nýsköpunarráðuneytisins er greitt fyrir aðildarfélaga. Námið er í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands, Menntaskólann í Kópavogi, Opna háskólann í HR og Promennt. Þátttakendur greiða próftökugjald sjálfir. Þessir aðilar bjóða upp á mismunandi kennslufyrirkomulag sem félagsmenn geta valið á milli.

Heilbrigðisritarar

Launaskólinn

Brúarnám fyrir heilbrigðisritara við Fjölbrautaskólann við Ármúla er frábær leið fyrir þá sem hafa starfað sem móttökuritarar og vilja öðlast full réttindi á því sviði. Brúin er í boði bæði í dagskóla og fjarnámi fyrir þá sem uppfylla inntökuskilyrðin.

Launaskólinn er frábært nám fyrir alla sem koma að starfsmanna- og kjaramálum. Mikil ábyrgð fylgir starfinu og lítið má út af bregða vegna hagsmuna launþega. Því er mikilvægt að allir sem koma að launavinnslu þekki sem best umhverfið og lagarammann og hafi vettvang til að deila vinnulagi og ræða verkferla og túlkanir ákvæða. Námið svarar aðkallandi fræðsluþörf á þessu sviði þar sem starfsþjálfun hefur oft að miklu leyti farið fram á vinnustað.

Félags- og tómstundabrú

Félagsliðar – brú og viðbótarnám Í samstarfi við Borgarholtsskóla bjóðum við bæði brúar- og viðbótarnám fyrir félagsliða. Brúarnámið felur í sér mat á starfsreynslu, en viðbótarnáminu er ætlað að koma til móts við síauknar kröfur sem gerðar eru til starfa þessa faghóps. Í viðbótarnáminu eru kenndir þrír áfangar. Einnig er hægt að stunda námið hjá fleiri símenntunarmiðstöðvum og framhaldsskólum um land allt.

Allar nánari upplýsingar um skráningar og tímasetningar er að finna á vefnum okkar. Opnað verður fyrir skráningar fyrir haust 2018 á vorönn.

Allar nánari upplýsingar um skráningar og tímasetningar er að finna á vefnum okkar.

Náminu er skipt upp í fjögur þemu: I. II. III. IV.

Opinber vinnumarkaður, ráðning, starfslok og starfsskyldur Vinnutími og afgreiðsla launa Fjarvera frá vinnu Mannauður og hæfni

Sótthreinsitæknar Sótthreinsitæknabrú er ætluð þeim sem vilja fá starfsreynslu og óformlegt nám metið til styttingar á námi á sótthreinsitæknabraut. Skilyrði til innritunar eru að umsækjandi sé orðinn 22 ára og framvísi staðfestingu frá vinnuveitanda um a.m.k. 4 ára starfsreynslu og sé enn starfandi við sótthreinsun og dauðhreinsun á heilbrigðissviði. Auk þess þarf viðkomandi að hafa lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga eða stofnana/fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem hafa það að markmiði að auka kunnáttu og færni til sótthreinsunar og dauðhreinsunar á heilbrigðissviði.

Læknaritarar Læknaritaranám er viðurkennt starfsnám sem lýkur með stúdentsprófi af þeirri braut. Námið er sett upp sem 7 anna nám og eru námslok á 3. hæfniþrepi. Námið er að stórum hluta sameiginlegt með bóknámsbrautum og öðrum starfsmenntabrautum á heilbrigðissviði, en þriðjungur þess er sérhæfður að læknaritarabraut. Námið er hægt að stunda samhliða starfi.

10

Símenntun er heillaspor

Nám starfsgreina er sett upp í staðog fjarnámi, í samstarfi við stofnanir og sveitarfélög um land allt.

11


VIÐTAL

„Svo lengi lærir sem lifir“ Eyþór Heiðberg hefur tekið fjöldann allan af námskeiðum hjá Starfsmennt í gegnum tíðina, bæði tengd starfi sínu meðan hann var á vinnumarkaði en svo aðallega tölvunámskeið eftir að starfsferlinum lauk. Eyþór er enn mjög virkur í námskeiðasókn sinni

þrátt fyrir að hafa hætt að vinna fyrir nokkrum árum og sannast með honum að við erum aldrei orðin of gömul til að læra. Svo lengi lærir sem lifir endurspeglast í viðhorfi hans til náms og þess að bæta við hæfni sína.

Fagnám í umönnun fatlaðra áður Starfsnám stuðningsfulltrúa

Námskráin Fagnám í umönnun fatlaðra hlaut nú í vetur vottun Menntamálastofnunar. Námið sem var upphaflega þróað af Fræðslusetrinu Starfsmennt árið 2002 í samstarfi við fjölda hagsmunaðila gekk undir heitinu Starfsnám stuðningsfulltrúa en það nafn þótt hins vegar of almennt og var breytt til að endurspegla betur innihald þess. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sá um endurskoðun námsins í samvinnu við Starfsmennt.

vilja starfa með fötluðum, t.d. á heimilum, sambýlum og innan íbúðakjarna og annarra sérsniðinna þjónustuúrræða. Námið getur einnig hentað þeim sem starfa í þjónustu við aldraða og sjúka og fyrir þá sem vinna með börnum og unglingum í vanda. Fagnám í umönnun fatlaðra spannar 324 klukkustundir og er mögulegt að meta það sem ígildi 16 eininga á framhaldsskólastigi.

Innihald námsins er það sama og áður og miðar að því að auka þekkingu og færni þeirra sem starfa eða

Ferða- og dvalarstyrkur Nafn Eyþór Heiðberg Starf/starfsferill Lengst af starfaði ég hjá skipafélögunum. Síðustu árunum eyddi ég þó í skrifstofustarfi hjá ÁTVR, í Heiðrúnu. Meðfram þessu starfaði ég einnig lengi í leiðsögu með þýska ferðamenn en því hætti ég fyrir þremur árum. Stéttarfélag SFR. Hefur þú sótt mörg námskeið á vegum Starfsmenntar? Já, ég hef verið duglegur að nýta þennan rétt. Bæði meðan ég var í starfi og eins núna eftir að ég hætti. Ég hef aðallega sótt tölvunámskeiðin en einnig ýmislegt annað, eins og verkefnastjórnun og tungumálanámskeið. Hafa þau námskeið sem þú hefur sótt nýst þér í lífi og starfi? Á hvaða hátt? Já, þau hafa gert það. Þó ég sé hættur að vinna nýtast þau til að víkka út sjóndeildarhringinn og kynna mann fyrir einhverri nýrri hugsun og nýrri nálgun að hlutum. Þú ert að læra allt þitt líf. Það hættir ekkert þó þú hættir að vinna. Hefur þú sótt vefnámskeið? (Vefnámskeið er námskeið þar sem allt fer fram í tölvu með rafrænum samskiptum við kennara). Já, ég hef verið duglegur að sækja tölvunámskeiðin og get alveg mælt með þeim. Bjartmar [kennarinn] hefur alltaf tíma fyrir nemendur og sýnir öllum virðingu. Það er alltaf hægt að leita til hans. Hann svarar bæði hratt og vel. Þetta er eins og að hringja í mömmu sína, það eru engin vandræði.

12

Myndir þú mæla með námskeiðum Starfsmenntar við aðra? Af hverju / af hverju ekki? Já, alveg hiklaust. Bæði vefnámskeiðunum og hinum. Það eru ekki allir eldri menn og konur sem eru inni í tölvumálum. En það er mesti misskilningur að það geti ekki lært á þessi tæki. Einn bekkjarfélagi minn úr Versló notar til dæmis bara símann og ritvélina. Þetta er óþarfa ótti hjá fólki.

Til þess að reyna að tryggja jafnara aðgengi allra félagsmanna að námi býður Starfsmennt þeim sem sækja þurfa nám á vegum setursins utan heimabyggðar ferða- og dvalarstyrki.

Ef mig vantar svo einhverja meiri aðstoð með tölvur og tækni get ég alltaf talað við barnabörnin. En það er gott að reyna að vera sjálfur með á nótunum líka.

Reglur: • Akstur greiðist til einstaklinga sem nemur 1/4 af akstursgjaldi eins og það er reiknað af ferðakostnaðarnefnd ríkisins hverju sinni. • Kílómetragjald reiknast frá ystu bæjarmörkum sbr. vef Vegagerðarinnar. • 15 km að lágmarki verða að vera á milli ystu marka bæjarfélaga. • Ekki er greiddur ferðakostnaður á stórhöfuð- borgarsvæðinu. • Ef margir ferðast saman má framselja einstaklingsrétt til eiganda bílsins. • Ávallt ber að velja ódýrasta mögulegan ferðamáta, akstur eða flug. Þannig er ætlast til

En svo er líka mikilvægt að hafa í huga að þetta snýst ekki alltaf bara um námsefnið og það sem er kennt. Það er líka gott að vera innan um nýtt fólk og ræða um bæði námskeiðin og námsefnið, það gefur manni kraft. Ég má ekki til þess hugsa að vera orðinn 83 ára. Mér finnst ég ekkert vera orðinn svona gamall. Mér finnst t.d. krakkar sem ég var með í barnaskóla vera enn með sömu taktana.

Hægt er að sækja um styrk bæði vegna ferðakostnaðar og gistingar, hvort sem gist er í heimahúsi eða aðrir gistimöguleikar valdir.

að námsmenn panti flug með fyrirvara ef kostur er á. Skila þarf inn flugmiða með umsókn og í einstaka námsleiðum er sett þak á verð flugfargjalda. • Ef námsleið er kennd í fjarnámi eða dreifnámi ber að velja þann kost umfram staðbundið nám. • Skila þarf inn áætlun um ferðakostnað ef fara þarf fleiri en sjö ferðir á önn til að sækja nám. • Greitt er fyrir gistingu þegar sækja þarf námskeið um langan veg. Stuðningurinn miðast við eins manns herbergi og greiðist að hámarki kr. 14.060 fyrir hverja nótt gegn framvísun kvittunar. Ef aðrir gistimöguleikar eru valdir er veittur styrkur kr. 5.400 fyrir hverja nótt án framvísunar kvittunar. • Greiddur er styrkur í Hvalfjarðagöng samkvæmt gjaldskrá Spalar, miðað við 10 miða kort. Frá hausti 2014 er greitt fyrir ferð fram og til baka kr. 1.270 fyrir félagsmenn. Aðrar reglur geta gilt hjá öðrum fræðslu- og mannauðssjóðum sem setrið hefur samið við. • Sækja verður um ferða- og dvalarstyrk á sama námsári og nám er stundað.

„Það eru ekki allir eldri menn og konur sem eru inni í tölvumálum. En það er mesti misskilningur að það geti ekki lært á þessi tæki.“

símenntun ... á þínu færi 13


NámsNám stofnana og starfsráðgjöf Starfsmennt býður öllum félagsmönnum upp á þjónustu náms- og starfsráðgjafa til að ræða stefnu í námi og starfi. Meginmarkmið náms- og starfsráðgjafar er að efla vitund einstaklinga um

hæfileika sína, viðhorf og áhuga þannig að þeir geti notið sín í námi og starfi. Ráðgjöfin nýtist öllum óháð aldri eða stöðu sem þjónusta á sviði símenntunar.

Símenntun varðar þig

Markmið með náms- og starfsráðgjöf er að styrkja einstaklinginn svo hann njóti sín sem best í lífi og starfi. Ráðgjafi aðstoðar þig við að: • átta þig á áhuga þínum og tengja við nám og störf. • þekkja veikleika og styrkleika og efla starfshæfni. • vega og meta hin ýmsu störf og starfssvið. • útbúa ferilskrá og atvinnuumsókn. • leita að áhugaverðu tómstundastarfi eða námi. • efla sjálfstraust eftir áföll í námi eða starfi. • bæta samskipti og samstarfshæfni. • læra að setja mörk og stjórna tilfinningum í starfi. • forgangsraða, skipuleggja og stýra tíma. Einnig stendur félagsmönnum til boða að taka áhugasviðspróf sem geta hjálpað einstaklingum við að

14

greina og þekkja áhugasvið sitt og hvernig sú þekking getur komið að gagni í námi, starfi og tómstundum. Viðtölin fara fram á skrifstofu Starfsmenntar, Skipholti 50b, á opnunartíma. Panta skal tíma í síma 550 0060 eða á smennt@smennt.is.

Öll þjónusta er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.

Útgefandi: Fræðslusetrið Starfsmennt Útgáfuár: 2017 Ritstjóri: Bergþóra Guðjónsdóttir Prófarkalestur: Sólborg A. Pétursdóttir Ábyrgðarmaður: Guðfinna Harðardóttir Útlit, umbrot, teikningar og ljósmyndir: Atarna – Kristín María Ingimarsdóttir Prentun: Prentmet – umhverfisvottuð prentsmiðja


Fræðslusetrið Starfsmennt býður opinberum starfsmönnum upp á starfstengda símenntun og veitir stofnunum heildstæða þjónustu á sviði starfsþróunar. Þjónusta Starfsmenntar er sérsniðin að þörfum þátttakenda um allt land í krafti faglegs samstarfsnets og öflugs vefkerfis. Starfsmennt er samstarfsvettvangur starfsmanna og stjórnenda þar sem unnið er að þróun þekkingar og þjálfunar í þágu einstaklings og samfélags.

2017-2018

smennt.is

Fræðslusetrið Starfsmennt / Skipholti 50b, 105 Reykjavík / Sími 550 0060

Námsvísir vetur 2017-2018  

Námsvísir Starfsmenntar fyrir veturinn 2017-2018 þar sem finna má allt almennt nám sem boðið er uppá.