Page 1

VETUR 2016-2017

Nám og þjónusta við stofnanir


UM STARFSMENNT

Fræðslusetrið Starfsmennt býður opinberum starfsmönnum upp á starfstengda símenntun og veitir stofnunum heildstæða þjónustu á sviði starfsþróunar. Þjónusta Starfsmenntar er sérsniðin að þörfum þátttakenda um allt land í krafti faglegs samstarfsnets og öflugs vefkerfis. Starfsmennt er samstarfsvettvangur starfsmanna og stjórnenda þar sem unnið er að þróun þekkingar og þjálfunar í þágu einstaklings og samfélags. Fræðslusetrið Starfsmennt býður opinberum starfsmönnum upp á starfstengda símenntun og veitir stofnunum heildstæða þjónustu á sviði starfsþróunar. Þjónusta Starfsmenntar er sérsniðin að þörfum þátttakenda um allt land í krafti faglegs samstarfsnets og öflugs vefkerfis. Starfsmennt er samstarfsvettvangur starfsmanna og stjórnenda þar sem unnið er að þróun þekkingar og þjálfunar í þágu einstaklings og samfélags.

VETUR 2016-2017

smennt.is

Efnisyfirlit Fræðslusetrið Starfsmennt .......................................................................................................... 4 Nám og þjónusta Starfsmenntar ........................................................................................... . . . ...... 4 Starfsfólk og stjórn .............................................................................. ..... ............................... . . . 5 NÁM FYRIR ALLA ......................................................................................................................... 6 • 20 góð ráð í þjónustusímsvörun • 8 lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum • Árangursrík framsögn og tjáning • Danska - þjálfun í talmáli á léttum nótum • Ég og starfið • Fjármál og rekstur • Gerð verklagsreglna • Jákvæð sálfræði • Mannauðsmál hjá ríkinu - Stjórnunarréttur og starfsskyldur • Nám fyrir starfsfólk í stjórnunareiningum • Rekspölur I og II • Upplýsinga- og skjalastjórn • Verkefnastjórnun • Vönduð íslenska, tölvupóstar og stuttir textar • Almennir bókarar • Enska og danska í lífi og starfi • Vefnám í tölvufærni -14 námskeið NÁM STARFSGREINA .............................................................................................................. ... 12 • • • •

Námsbrautir framhaldsskólanna Starfsnám stuðningsfulltrúa Viðurkenndur bókari Launaskólinn

NÁM STOFNANA .................................................................................................................... ... 14 •

Farandfyrirlestrar og sérsniðið nám

NÁM UM KJÖR OG VELFERÐ .................................................................................................... ... 16 • Jafnlaunastaðall • Vaktavinna og lýðheilsa • Forystufræðsla ASÍ og BSRB RÁÐGJÖF OG ÞJÓNUSTA ............................................................................................................ 18

2

Fræðslusetrið Starfsmennt · Skipholti 50b, 105 Reykjavík · Sími 550 0060

Allar nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Starfsmenntar

·

w w w. s m e n n t . i s

3


UM STARFSMENNT UM STARFSMENNT

• Að efla símenntun starfsmanna og stofnana • Að stuðla að markvissri starfsþróun starfsmanna og auka hæfni þeirra til að takast á við fjölbreytt verkefni • Að auka möguleika stofnana á að þróa starfsemi sína til samræmis við kröfur á hverjum tíma • Að vera samstarfsvettvangur stjórnenda og starfsmanna þar sem unnið er að þróun þekkingar og þjálfunar

• SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu • KJÖLUR - stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu • Félag starfsmanna stjórnarráðsins • Félag flugmálastarfsmanna ríkisins • Starfsmannafélag Garðabæjar • Starfsmannafélag Suðurnesja • Starfsmannafélag Kópavogs

Starfsmennt starfar á landsvísu og er allt nám aðildarfélögum að kostnaðarlausu.

UM STARFSMENNT

Markmið

Fræðslusetrið Starfsmennt er samstarfsvettvangur fjármála- og efnahagsráðuneytisins og flestra aðildarfélaga BSRB um starfstengt nám, starfsþróun og ráðgjöf. Nám á vegum setursins er því starfsmönnum ríkis og bæja að kostnaðarlausu en opið öðrum gegn gjaldi. Félagsmenn eftirtalinna stéttarfélaga eiga aðild að setrinu í gegnum kjarasamningsbundin réttindi til starfsþróunar:

4

Starfsfólk og stjórn

Fræðslusetrið Leiðir • Að hanna, þróa og meta starfstengt nám í samstarfi við stjórnendur, starfs menn og fræðsluaðila • Að hafa umsjón með og votta vinnu- tengt nám og þjálfun • Að veita stofnunum ráðgjöf á sviði menntunar og mannauðs • Að taka þátt í stefnumótun á sviði símenntunar og leiða nýjungar í starfsþróunarverkefnum

Samflot bæjarstarfsmannafélaga: • Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi • Starfsmannafélag Hafnarfjarðar • Starfsmannafélag Vestmannaeyja • Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum • Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi • Starfsmannafélag Dala- og Snæfellssýslu • Starfsmannafélag Húsavíkur • Starfsmannafélag Fjarðabyggðar • Starfsmannafélag Fjallabyggðar • Starfsmannafélag Skagafjarðar • Starfsmannafélag Mosfellsbæjar • Starfsmannafélag Seltjarnarness

Sama rétt eiga ríkisstarfsmenn innan: • Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar Samningar um stofnananám hafa verið gerðir við: • Mannauðssjóð Kjalar • Mannauðssjóð Samflots • Mannauðssjóð KSG • Ríkismennt/Sveitamennt

Fjarnám: Mikið úrval náms er í boði í fjarnámi þar sem fyrirlestrar eru ýmist sendir út í rauntíma, á upptöku eða að þátttakendur eru í samskiptum við kennara í gegnum net og síma. Fjarkennsla: Fyrirlestrar eru sendir út á vefnum, í rauntíma eða upptöku. Vefnám: Nám er skipulagt sem vefnám og öll samskipti við kennara fara fram á vef og/ eða í síma.

Fræðslusetrið Starfsmennt · Skipholti 50b, 105 Reykjavík · Sími 550 0060 · smennt@smennt.is

Hulda Anna Arnljótsdóttir

Starfsmenn

Björg Valsdóttir

Hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt starfa fimm starfsmenn en auk þess er margskonar stoðþjónusta aðkeypt. Framkvæmdastjóri er Hulda Anna Arnljótsdóttir, Björg Valsdóttir er skrifstofustjóri og Bergþóra Guðjónsdóttir og Sólborg Alda Pétursdóttir eru verkefnastjórar náms. Guðrún H. Sederholm veitir félagsmönnum náms- og starfsráðgjafaviðtöl.

Bergþóra Hrönn Guðjónsdóttir

Sólborg Alda Pétursdóttir

Starfsfólk setursins hefur allt umtalsverða starfsreynslu og fjölbreytta menntun að baki, m.a. sem kennarar, í stjórnun- og stjórnsýslufræðum, félags- og fjölmiðlafræðum, upplýsingatækni og náms- og starfsráðgjöf. Þessi bakgrunnur nýtist vel í nýsköpunar-, fræðslu- og þróunarstarfi setursins á sviði símenntunar og starfsþróunar.

Guðrún Helga Sederholm

Stjórn Starfsmenntar skipa tveir fulltrúar frá stéttarfélögunum og tveir frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins auk varamanna. Stjórnin fundar reglulega og tekur ákvarðanir varðandi rekstur, verkefni og framtíðarsýn setursins.

Árni Stefán Jónsson

Stjórn Starfsmenntar Aðalmenn:

Guðmundur H. Guðmundsson

Arna Jakobína Björnsdóttir

Ásgeir M. Kristinsson

Jóhanna Þórdórsdóttir

Einar Mar Þórðarson

Þórveig Þormóðsdóttir

Árni Stefán Jónsson formaður SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, formaður Guðmundur H. Guðmundsson sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, varaformaður Arna Jakobína Björnsdóttir formaður KJALAR - stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu Ásgeir M. Kristinsson sérfræðingur hjá Fjársýslu ríkisins

Varamenn: Jóhanna Þórdórsdóttir fræðslustjóri SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu Einar Mar Þórðarson sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins Þórveig Þormóðsdóttir deildarstjóri hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu

smennt.is Allar nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Starfsmenntar

·

w w w. s m e n n t . i s

5


FYRIR ALLA NÁM FYRIRNÁMALLA

Nám fyrir alla eru þverfagleg, starfstengd námskeið sem eru opin öllum óháð menntun, starfi og stéttarfélagsaðild. Miðað er að því að námið efli grunnfærni og almenna starfshæfni á vinnumarkaði ásamt því að reynt er að koma til móts við síauknar kröfur sem gerðar eru til starfsmanna á ólíkum sviðum. Í dag er mikilvægt að mennta sig samhliða starfi því hæfniþættir sem áður voru taldir sérhæfðir

• 26. sept./23. jan. • 12 klst. • Staðnám (RVK)

Ég og starfið

• 24. apríl • 24 klst. • Staðnám (RVK) • Fjarnám

Ef þú vilt halda dönskunni við, bæta við hana eða bara fá tækifæri til að spjalla á dönsku reglulega er þetta námskeið fyrir þig. Lauflétt og skemmtilegt námskeið þar sem áherslan er á talmál og almenna notkun málsins.

þykja nú almennir og sjálfsagðir. Kennt er um allt land í samstarfi við fjölmarga fræðsluaðila og kostir upplýsingatækni eru nýttir til fulls með fjar- og vefnámi.

Nánari upplýsingar á vefnum.

smennt.is

Spennandi og uppbyggilegt námskeið þar sem fjallað er um mikilvægi sjálfstrausts í leik og starfi. Kenndar eru aðferðir til að takast á við erfið samskipti, streitu og spennu, efla sjálfstraust og styrkja liðsheild. Þetta hefur verið eitt vinsælasta námskeið okkar frá upphafi og ekki að ástæðulausu. Námið hentar öllum sem vilja styrkja sig og efla.

NÁM FYRIR ALLA

Nám fyrir alla

Danska - þjálfun í talmáli á léttum nótum

Námsþættir: •

Inngangur að samskiptafræðum

Lífsleikni og tilfinningagreind

Árangursrík samskipti

Að byggja upp liðsheild

Samtalstækni og erfið samskipti

Persónuleg markmiðasetning

Að efla sjálfstraust

Streita og álag

Fjármál og rekstur

Hagnýtt nám fyrir alla sem vilja öðlast meiri þekkingu á sviði fjármála og stýringu verkefna. Meðal þess sem farið verður í eru fjárhagsáætlanir, kostnaðargreining, eftirlit, arðsemi og val á mismunandi leiðum, virðisgreiningu, núvirði, framtíðarvirði og áhrif þess á lok verkefnis. Kynntar verða fjármögnunarleiðir og þær tengdar við fjárhagsáætlanir, greiðsluáætlanir og áhættumat.

• 16. september • 60 klst. • Staðnám (RVK) • Fjarnám

Námsþættir:

20 góð ráð í þjónustusímsvörun

Hér lærir þú spurningatækni og hvernig þú stýrir samtölum á markvissan hátt til að bæta þjónustuna enn frekar. Þetta er vefnám þar sem þátttakendur horfa á stutt myndskeið, hvar og hvenær sem er, og vinna verkefni úr þeim. Námið verður í boði fjórum sinnum í vetur.

8 lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum

Á námskeiðinu er kennt hvernig hægt er að spara tíma, auka afköst og veita betri þjónustu með rafrænum skilaboðum. Tölvupóstur er einn helsti samskiptamátinn í dag og engan veginn sama hvernig að þeim samskiptum er staðið. Námið verður mars í boði fjórum sinnum í vetur. • 3. okt., 7. nóv., 6. feb. 13.

Árangursrík framsögn og tjáning

Finnst þér erfitt að koma fram, halda kynningar og stýra fundum? Þá er þetta námskeið fyrir þig. Með markvissum æfingum öðlast þú meira öryggi í framkomu og lærir að byggja upp persónulegan frásagnarstíl. Unnið er með verklegar æfingar, samtöl og raunveruleg verkefni sem þátttakendur eru að fást við hverju sinni.

6

• 3. okt./7. nóv./6. feb./ 13. mars • 10 klst. • Vefnám

• 3. okt./7. nóv./6. feb./ 13. mars • 10 klst. • Vefnám

• 10. okt./6.mars • 6 klst. • Staðnám (RVK)

Fræðslusetrið Starfsmennt · Skipholti 50b, 105 Reykjavík · Sími 550 0060 · smennt@smennt.is

Fjárhagsáætlanir

Áhættugreining

Kostnaðargreining

Fjárfestingarkostir

Ársreikningur

Verkbókhald

Áætlanagerð

Stýring verkefna

Gerð verklagsreglna

• 3. nóv. / 2. mars (RVK) • 7. nóv. (AK) • 3 klst. • Staðnám • Fjarnám

Jákvæð sálfræði

• 18. okt. / 8. mars • 10 klst. • Staðnám (RVK)

Mannauðsmál hjá ríkinu - Stjórnunarréttur og starfsskyldur

• 15. og 16. nóvember • 8 klst. • Fjarnám

Skipulag og framsetning skjala í gæðakerfum er mikilvæg. Verklagsreglur, vinnulýsingar, gátlistar og eyðublöð eru skjalaform sem þekkt eru í gæðakerfum og gegna mikilvægum hlutverkum í framsetningu og skipulagi gæðastjórnunar. Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á gerð verklagsreglna og hvernig best er að setja upp önnur skjöl gæðakerfis s.s. vinnulýsingar, eyðublöð og gátlista.

Hér lærir þú leiðir til að njóta lífsins betur og vera virkari. Léttar æfingar sýna hvernig nýta má styrkleika hvers og eins betur, bæta samskipti og ná auknum árangri. Jákvæð sálfræði fæst við rannsóknir á því sem fólk gerir rétt frekar en því sem fólk gerir rangt. Jákvæð sálfræði hefur þrjár grunnstoðir: jákvæðar tilfinningar, styrkleika og jákvæð samskipti.

Starfsmannaréttur opinberra starfsmanna er í forgrunni á þessu frábæra námskeiði. Fjallað er um réttindi og skyldur á vinnumarkaði, stjórnsýslulög og ólögfestar reglur, upphaf starfsins, málsmeðferð við veitingu embætta og starfa og hverra sjónarmiða veitingarvalds ber að gæta við val á starfsmanni. Sérstaklega verður fjallað um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna, en þ.á.m. er tjáningarfrelsi og þagnarskylda, hlýðni- og trúnaðarskylda, réttur til launa og lífeyrisréttindi.

Allar nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Starfsmenntar

·

w w w. s m e n n t . i s

7


NÁM FYRIR ALLA

• 24. okt. / 20. feb. • 40 klst. • Staðnám (RVK) • Fjarnám

Þessi námsleið hefur verið vinsæl síðustu misseri hjá fólki sem vill styrkja stjórnunar og leiðtogahæfileika sína. Markmiðið er að þátttakendur læri hagnýtar aðferðir til að takast á við og halda utan um fjölbreytt og flókin verkefni. Lögð er áhersla á sveigjanleika, sjálfstæði, forgangsröðun og skipulag ásamt kynningu á samskiptahæfni og leiðtogafræðum.

smennt.is

NÁM FYRIR ALLA

Nám fyrir starfsfólk í stjórnunareiningum

Námsþættir: •

Samskipti á vinnustað

Leiðtogahæfni

Hugkortagerð

Kynning, fundarstjórnun, skilvirkir fundir og viðburðastjórnun

Gæða- og straumlínustjórnun

Framkoma og flutningur máls

Líkamsbeiting og álagsstjórnun

Vinnustaðurinn og vellíðan

Þjónustustjórnun

Upplýsinga- og skjalastjórnun

Viðhorf og virkni í breytingum

Drifkraftur í teymisvinnu

• 24. nóv. / 16. mars • 6 klst. • Staðnám (RVK) • Fjarnám

Verkefnastjórnun

• 19. sept. / 14. feb. • 16 klst. • Staðnám (RVK) • Fjarnám

Vönduð íslenska, tölvupóstar og stuttir textar

• 14. okt. / 17. jan. • 3 klst. • Staðnám (RVK) • Fjarnám

Stutt og hagnýtt nám þar sem þér er veitt innsýn inn í allt það helsta sem viðkemur upplýsinga- og skjalastjórnun í opinberu umhverfi. Fjallað verður um markmið með upplýsinga- og skjalastjórn og tengsl fagsviðsins við stjórnun þekkingar og gæða. Farið verður í íslensk lög og reglugerðir er varða stjórnun upplýsinga og alþjóðlegan staðal um skjalastjórn, ISO 15489.

Stutt og hagnýtt nám þar sem farið er yfir helstu hugtök og grunnatriði þessarar nálgunar. Þú færð góða yfirsýn yfir uppbyggingu verkefna, markmiðasetningu, áætlanagerð og uppgjör ásamt hlutverki verkefnastjóra og hvernig skuli virkja samstarfsfélaga. Rekspölur 1

Rekspölur 1 og 2

Ein vinsælustu námskeiðin okkar frá upphafi eru Rekspölur I og II. Þetta eru frábær almenn námskeið þar sem unnið er með einstaklinginn, stöðu hans og stefnu í lífinu, sjálfstyrkingu, starfsvettvang, réttindi og skyldur. Nokkur áherslumunur er milli námskeiðanna en ekki er nauðsynlegt að ljúka Rekspeli I á undan II. Rekspölur I verður kenndur á haustönn en Rekspölur II á vorönn.

• 11. nóvember • 45 klst. • Staðnám/Fjarnám

Hér er nám sem hentar öllum sem vilja ná betri tökum á rituðu máli, hvort sem það er í tölvupóstum, greinaskrifum, skýrslum eða á vefnum. Farið er yfir nokkur lykilatriði sem hafa verður í huga þegar skrifa skal texta fyrir ólíka miðla.

Rekspölur 2 • 31. mars • 45 klst. • Staðnám/Fjarnám

Námsþættir - Rekspölur 1

Námsþættir - Rekspölur 2

Einstaklingur, starf og fjölskylda

Að tala máli sínu

Félagsmál og lífeyrisréttindi

Fjölmenning og fordómar

Fjármál fjölskyldunnar

Kjarasamningar

Fjölgreind, tilfinningagreind

Námsráðgjöf/námstækni

Íslensk málstefna

Hönnun á Íslandi

Mikilvægir þættir í starfi

Rökfræði í lífi og starfi

Námstækni

Samskipti

Áhugasvið og áhugasviðspróf

Siðfræði í lífi og starfi

Sorg, kreppa áföll

Þjónustuviðmót

Starfið, réttindi og skyldur

Umhverfisvernd

Þjónusta í allra þágu

Auðlindir Íslands

Öflug liðsheild

Vellíðan í starfi

Hagfræði fyrir almenning

Stjórnarskrá og lýðræði

Netvitund og netöryggi

Almennir bókarar

NÝTT

Hagnýtt og gott nám þar sem farið er yfir helstu þætti bókhalds, s.s. reikningshald, skattaskil og Excel. Einnig verður fjallað um hvernig upplýsingatækni getur gagnast við bókhald og megin áhersla er á að námið nýtist í starfi. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi einhverja reynslu af bókhaldi eða þekki helstu grunnatriði þess áður en nám hefst.

Fræðslusetrið Starfsmennt · Skipholti 50b, 105 Reykjavík · Sími 550 0060 · smennt@smennt.is

• 15. febrúar • 48 klst. • Staðnám (RVK) • Fjarnám

Námsþættir •

Bókhaldslögin

Grunnhugtök í bókhaldi

Uppsetning bókhaldslykla

Bókun tekna og kostnaðar

Launabókhald: Útreikningur launa, launaseðlar, lífeyrissjóður og skattar

Viðskiptamannabókhald

Lánadrottnabókhald

Afstemmingar og frágangur

Ársreikningar

Enska og danska í lífi og starfi

Allar upplýsingar á smennt.is 8

Upplýsinga- og skjalastjórn

Það þykir gott að sem flestir geti bjargað sér á ensku og jafnvel dönsku. Í samstarfi við fræðslumiðstöðvar um land allt bjóðum við því námskeið þar sem áhersla er á að auka orðaforða og bæta málskilning.

Allar nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Starfsmenntar

Allar nánari upplýsingar um skráningar og tímasetningar er að finna á vefnum okkar.

·

w w w. s m e n n t . i s

9


NÁM FYRIR ALLA NÁM FYRIR ALLA

NÝTT Frábært námskeið fyrir alla sem vilja taka sín fyrstu skref í Photoshop. Þú ferð í gegnum 10 verkefni þar sem þú lærir á lykilverkfæri í Photoshop. Þetta námskeið er byggt á spennandi verkefnavinnu s.s. að fjarlægja fólk eða hluti, hreinsa bletti eða bólur af andlitsmyndum, breyta bakgrunni og margt fleira.

• 4. okt. / 21. feb. • 18 klst. / 3 vikur • Vefnám

Hugarkort – Mind Mapping

• 4. okt. / 21. feb. • 18 klst. / 3 vikur • Vefnám

Hugarkort má nýta bæði í leik og starfi. Þau eru frábær leið til að greina stór og smá viðfangsefni, þróa hugmyndir, halda utan um upplýsingar og draga fram áherslur. • 17. nóv. 2015 / 5. apríl

2016

Power Point – Margmiðlun og kynningar

smennt.is

Tölvunám Almennt tölvunám – grunnur

Yfirgripsmikið og gagnlegt tölvunámskeið þar sem farið er yfir alla helstu þætti er varða almenna tölvunoktun. Námskeiðið er sérstaklega sniðið að þörfum þeirra sem hafa litla reynslu en vilja efla þekkingu sína á rafrænu umhverfi. Þetta er vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er en námsefni er sent til þátttakenda bæði rafrænt og í pappírsformi.

• 6. sept. / 24. jan. • 56 klst. / 10 vikur • Vefnám

Outlook –

NÝTT Tölvuleikni - Windows stýrikerfið Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem vilja kynnast viðmóti og virkni Windows stýrikerfisins betur. Meðal þess sem fjallað er um eru gluggar og möppur, hvernig sníða má notendaviðmótið að eigin þörfum, skráavinnsla, einföld forrit, vistun, eyðing gagna og endurheimt.

• 6. sept. / 24. jan. • 18 klst. / 3 vikur • Vefnám

Excel - grunnur

NÝTT

Hér kynnum við helstu grunnverkfæri Excel og áttum okkur á notendaviðmótinu. Farið er yfir grunn í uppsetningum formúla, s.s. summu, frádrátt, margföldun og deilingu. Við skoðum einnig vísun í reiti og skjöl og útlitsmótun gagna.

NÁM FYRIR ALLA

Photoshop

• 11. okt. / 28. feb. • 18 klst. / 3 vikur • Vefnám

PowerPoint býður upp á marga möguleika til þess að útbúa vönduð og eftirtektarverð gögn á einfaldan hátt, hvort sem það eru skjásýningar, glærur eða námsgögn. Farið er yfir möguleika og virkni forritsins og hvernig best má nýta það. Allt efni hefur verið uppfært í samræmi við Office 2013 en kennt er á eldri kerfi fyrir þá sem þess óska.

Fjársjóður Google og vefgerð

• 25. okt. / 14. mars • 18 klst. / 3 vikur • Vefnám

Upplýsingamiðlun - Publisher

• 25. okt. / 14. mars • 18 klst. / 3 vikur • Vefnám

Hér eru fjölmörg vinsæl og öflug verkfæri, á borð við Google Sites, - Docs og Apps, frá Google kynnt fyrir þátttakendum. Áhersla er á raunhæfa notkun þessara forrita í leik og starfi.

Þetta námskeið er sérstaklega sniðið fyrir þá sem vilja búa til fjölbreytt og vandað kynningarefni, s.s. fréttabréf, auglýsingar, kort, nafnspjöld og námsefni. • 17. nóv. 2015 /

Verkefna- og tímastjórnun - Outlook

Outlook –

Outlook er ekki bara póstforrit. Margir sem nota forritið átta sig ekki á margþættum kostum þess þegar kemur að tíma- og verkefnastjórnun. Hér er áhersla á að kenna hvernig nota má Outlook til þess að halda utan um verkefni, tíma og samskipti við viðskiptavini og aðra tengiliði

• 1. nóv. / 21. mars • 18 klst. / 3 vikur • Vefnám

• 13. sept. / 31. jan. • 18 klst. / 3 vikur • Vefnám

Excel – framhald

• 15. nóv./ 4. apríl • 18 klst. / 3 vikur • Vefnám

Námskeiðið Excel framhaldsnámskeið er hugsað fyrir þá sem hafa einhverja þekkingu og reynslu af forritinu. Unnið er með þætti eins og föll, sjálfvirkni, snúningstöflur (Pivot), gagnagrunna og fjölvinnslu (Macros). • 6. okt. 2016 /

Word – grunnur

NÝTT

Kennt er hvernig hægt er að nota ritvinnsluforritið Microsoft Word til að leysa margvísleg verkefni. Notendaviðmót og virkni eru skýrð, farið er í útlitsmótun texta og prentun skoðuð. Myndir og myndefni eru sett inn, unnið með töflur og inndrátt, frumskjöl (templates) og gröf og töflur úr Excel.

Vefsíðugerð (Wix)

NÝTT

Vefsíðugerð með Wix gerir öllum kleift að smíða góða heimasíðu frá grunni. Notandi þarf ekki að setja upp nein kerfi og engin þekking á forritun og vefsíðugerð er nauðsynleg. Wix er öflugt kerfi sem gerir venjulegum notendum mögulegt að hanna og vinna með öfluga vefsíðu án þess að hafa djúpa tæknilega þekkingu. Á námskeiðinu smíðum við heimasíðu sem inniheldur texta, myndir, myndagallerí, blogg eða fréttasíðu, myndbönd, form til að safna upplýsingum, skráningarform, póstlistasöfnun og margt fleira.

10

• 13. sept. / 31. jan. • 18 klst. / 3 vikur • Vefnám

• 13. sept. / 31. jan. • 18 klst. / 3 vikur • Vefnám

Fræðslusetrið Starfsmennt · Skipholti 50b, 105 Reykjavík · Sími 550 0060 · smennt@smennt.is

Word – framhald

Hér er farið í flóknari hluta Word og þátttakendum kennt að nýta forritið til fulls og láta það vinna fyrir sig og einfalda verklag. Auk skilvirkni er megin áhersla á tengingu við önnur forrit og sjálfvirkni við vinnu.

Myndvinnsla og myndavélar

Hér kynnum við helstu grunnverkfæri í nokkrum góðum (ókeypis) myndvinnsluforritum. Við förum í vinnslu á myndum fyrir vefi eða heimasíður. Brögð og brellur með myndvinnsluforritum. Skráargerðir og myndvinnsla fyrir ólíka miðla skoðuð. Grunnatriði ljósmyndunar og helstu stillingar á myndavélum.

Allt tölvunám er í vefnámi Allar nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Starfsmenntar

• 15. nóv. /4 . apríl • 18 klst. / 3 vikur • Vefnám

• 22. nóv. / 11. apríl • 18 klst. / 3 vikur • Vefnám

smennt.is ·

w w w. s m e n n t . i s

11


NÁM STARFSGREINA

Starfsmennt greiðir fyrir þátttöku aðildarfélaga sinna í fjölbreyttu starfstengdu námi. Yfirleitt er hægt að velja um stað- og eða dreifnám og því ætti búseta ekki að vera fyrirstaða. Starfsmennt greiðir ferða- og dvalarstyrki skv. reglum setursins hverju sinni. Hér má sjá yfirlit yfir helstu námsleiðir næsta vetrar. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á vefnum okkar, en oft þarf að skrá sig bæði hjá okkur og viðkomandi skóla.

Starfsnám stuðningsfulltrúa – grunnur og frh. Hér er á ferðinni nám fyrir alla sem starfa með fötluðum og sjúkum eða vilja færa sig yfir á þann vettvang. Markmið með náminu er að auka þekkingu og færni starfsfólks og bæta þjónustu við skjólstæðinga þess. Þetta er heildstætt starfsnám þar sem fjallað er um starfsvettvanginn og nýjungar í starfi þeirra sem vinna t.d. á heimilum, sambýlum og innan íbúðakjarna eða sérsniðinna þjónustuúrræða. Hægt er að fá námið metið upp í félagsliðabrú hjá Borgarholtsskóla.

Sótt er um þessar námsbrautir að hausti og/eða vori. Nánari upplýsingar á vefnum.

smennt.is

Í grunnnáminu er þátttakendum veitt innsýn í heim fatlaðra og sjúkra, og meðal þess sem fjallað er um eru orsakir og flokkar fötlunar, lýðheilsa, óheðfbundin tjáskipti, áföll, virðing, trúnaður og siðfræði.

• 5. sept./janúar • 162 klst. • Staðnám (RVK) • Fjarnám

Í framhaldsnáminu er fjallað enn frekar um líf og aðstæður fatlaðra og sjúkra og þekkingin dýpkuð. Meðal efnisþátta eru mannréttindi þessa hóps, geðsjúkdómar, fíkn, kynfræði, hreyfihamlanir, heyrnarskerðing og blinda.

• 17. febrúar • 82 klst. • Staðnám (RVK) • Fjarnám

NÁM STARFSGREINA

Nám starfsgreina

Viðurkenndur bókari EHÍ / MK / Opni háskólinn / Promennt Félags- og tómstundabrú Nám á félags- og tómstundabrú hjá Borgarholtsskóla hentar öllum sem hafa áhuga á að starfa að tómstundum, hvort sem það er fyrir börn, ungmenni, fatlaða, aldraða eða aðra hópa. Boðið er uppá bæði stað- og dreifnám.

Heilbrigðisritarar Brúarnám fyrir heilbrigðisritara við Fjölbrautaskólann við Ármúla er frábær leið fyrir þá sem hafa starfað sem móttökuritarar og vilja öðlast full réttindi á því sviði. Brúin er í boði bæði í dagskóla og fjarnámi fyrir þá sem uppfylla inntökuskilyrðin.

Félagsliðar – brú og viðbótarnám Í samstarfi við Borgarholtsskóla bjóðum við bæði brúar- og viðbótarnám fyrir félagsliða. Brúarnámið felur í sér mat á starfsreynslu, en viðbótarnáminu er ætlað að koma til móts við síauknar kröfur sem gerðar eru til starfa þessa faghóps. Í viðbótarnáminu eru kenndir þrír áfangar. Einnig er hægt að stunda námið hjá fleiri símenntunarmiðstöðvum og framhaldsskólum um land allt.

Innritunar- og einingagjöld í námi til viðurkenningar bókara á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er greitt fyrir aðildarfélaga. Námið er í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands, Menntaskólann í Kópavogi, Opna háskólann í HR og Promennt. Þátttakendur greiða próftökugjald sjálfir. Þessi aðilar bjóða upp á mismunandi kennslufyrirkomulag sem félagsmenn geta valið á milli.

Launaskólinn

Allar nánari upplýsingar um skráningar og tímasetningar er að finna á vefnum okkar.

Launaskólinn er frábært nám fyrir alla sem koma að starfsmanna- og kjaramálum. Mikil ábyrgð fylgir starfinu og lítið má út af bregða vegna hagsmuna launþega. Því er mikilvægt að allir sem koma að launavinnslu þekki sem best umhverfið og lagarammann og hafi vettvang til að deila vinnulagi og ræða verkferla og túlkanir ákvæða. Námið svarar aðkallandi fræðsluþörf á þessu sviði þar sem starfsþjálfun hefur oft að miklu leyti farið fram á vinnustað. Náminu er skipt upp í fjögur þemu: I. II. III. IV.

Opinber vinnumarkaður, ráðning, starfslok og starfsskyldur Vinnutími og afgreiðsla launa Fjarvera frá vinnu Mannauður og hæfni

Sótthreinsitæknar

NÝTT Sótthreinsitæknabrú er ætluð þeim sem vilja fá starfsreynslu og óformlegt nám metið til styttingar á námi á sótthreinsitæknabraut. Skilyrði til innritunar eru að umsækjandi sé orðinn 22 ára og framvísi staðfestingu frá vinnuveitanda um a.m.k. 4 ára starfsreynslu og sé enn starfandi við sótthreinsun og dauðhreinsun á heilbrigðissviði. Auk þess þarf viðkomandi að hafa lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga eða stofnana/fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem hafa það að markmiði að auka kunnáttu og færni til sótthreinsunar og dauðhreinsunar á heilbrigðissviði.

Nám starfsgreina er sett upp í stað- og fjarnámi, í samstarfi við stofnanir og sveitarfélög um land allt.

smennt.is

Læknaritarar Læknaritaranám er viðurkennt starfsnám sem lýkur með stúdentsprófi af þeirri braut. Námið er sett upp sem 7 anna nám og eru námslok á 3. hæfniþrepi. Námið er að stórum hluta sameiginlegt með bóknámsbrautum og öðrum starfsmenntabrautum á heilbrigðissviði, en þriðjungur þess er sérhæfður að læknaritarabraut. Námið er hægt að stunda samhliða starfi.

12

Fræðslusetrið Starfsmennt · Skipholti 50b, 105 Reykjavík · Sími 550 0060 · smennt@smennt.is

símenntun er heillaspor Allar nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Starfsmenntar

·

w w w. s m e n n t . i s

13


NÁM STOFNANA NÁM STOFNANA

farandfyrirlestrar og sérsniðið nám og sérsniðin námskeið Starfsmennt býður stofnunum og starfshópum sérsniðin námskeið og námsleiðir í samræmi við fræðsluþörf þeirra, stefnu og framtíðarsýn. Sérsniðnar námsleiðir mynda heildarnámskerfi stofnunar og auka skýrleika í framboði starfstengdrar símenntunar. Stofnanir geta einnig fengið styttri námskeið og fyrirlestra til að taka á einstaka þáttum í starfinu hverju sinni og er þá kennt þar sem hentar best hjá Starfsmennt, inni á vinnustað, í skólum, hjá öðrum fræðsluaðilum eða á vefnum. Heildstæð stefna í námi og skýr framsetning tryggir bæði starfsmönnum og stjórnendum betri sýn yfir fræðslustarf og stuðlar að markvissri starfsþróun

innan stofnana. Öll skráning og utanumhald náms er á vefnum okkar sem einfaldar enn frekar alla umsýslu. Þar er haldið utan um námsferil hvers starfsmanns, námsleiðina í heild og allt fræðslustarf stofnunar. Við hvetjum alla forsvarmenn stofnana til að vera í sambandi við okkur og fá frekari upplýsingar um námsframboð og þróun sérsniðinna námsleiða og stakra námskeiða. Námskeiðin hér að neðan eru dæmi um þá titla sem stofnanir geta óskað eftir.

Allt nám er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu. Tungumálamennt Starfstengd tungumálakunnátta • Fagorðaforði stofnana • Talþjálfun og orðanotkun • Hagnýt málfræði • Enska fyrir atvinnulífið • Lagaenska

Vinnustaðarmennt Kynningarmennt Miðlun og framsetning upplýsinga • Miðlun upplýsinga og þjónustulund • Markviss nýting tölvupósts • Flutningur máls og myndræn framsetning • Skilvirkir fundir og fundastjórnun • Ritun fundargerða • Framsögn og framkoma • Markviss ritun og meðferð íslensks máls • Uppsetning og gerð skýrslna • Skriflegar samantektir • Heimildaleit og meðferð gagna • Vistun og málaskrár • Atvika- og dagbókarskráning • Upplýsinga- og skjalastjórnun • Að leita upplýsinga á netinu • Boðleiðir og upplýsingamiðlun • Að tjá sig án kvíða • Móttaka og svörun erinda • Markaðssetning vöru og þjónustu • Vönduð íslenska

Stjórnunarmennt Nýsköpun, frumkvæði og verkefnavinna

14

• Að vinna að framgangi hugmynda • Nýsköpun og frumkvæði • Verkefnastjórnun- vinnulag sem virkar • Stefnumótun • Tímastjórnun • Gæðastjórnun • Breytingastjórnun • Þekkingarstjórnun • Þátttökustjórnun • Þjónustustjórnun

• Viðburðastjórnun • Fundarstjórnun • Hugkort og rafræn skipulagning • Að stýra jafningjum • Samningatækni • Hópefli og hóphlutverk • Skilvirkir vinnufundir • Innsýn í leiðtogafræði • Viðtalstækni • Stjórnun í erfiðu umhverfi

Árangursrík samskipti og samvinna • Starfsandi og samstarfsvilji • Sjálfsmat og gæði samskipta • Jafningjasamstarf og vinna í teymum • Að takast á við erfiða einstaklinga • Að takast á við breytingar • Að efla liðsheild • Að takast á við álag og streitu • Samspil starfs og einkalífs • Félagslegur margbreytileiki og fjölþjóðlegir vinnustaðir • Samtalstækni og samningatækni • Einelti og áreitni á vinnustað • Vellíðan á vinnustað • Virk hlustun og félagastuðningur • Streita og starfsþrot • Samskipti á (kvenna)vinnustað • Gott viðmót – góð þjónusta • Að leysa ágreining • Ótilhlýðileg háttsemi á vinnustað • Um vinnupersónuleika • Árangursrík framsögn og tjáning • Að takast á við fordóma

Fræðslusetrið Starfsmennt · Skipholti 50b, 105 Reykjavík · Sími 550 0060 · smennt@smennt.is

• Kenningar í mannauðsstjórnun • Hvað er markviss mannauðsstjórnun? • Stefnumiðuð mannauðsstjórnun • Starfsmannastefna • Starfsmannaval og ráðningar • Starfsgreiningar/hæfnilýsingar • Starfsþróun og starfsánægja • Undirbúningur starfsmannasamtala • Lærdómsstofnunin • Stjórnunarstílar og leiðtogahæfni • Stjórnun og samhæfing verkferla • Talsmaður lærdóms • Meistari og nýliði • Stjórnun við erfið skilyrði • Leiðsögn og ráðgjafafærni • Réttindi og skyldur starfsmanna • Mælingar á árangri mannauðsmála

Starfsþróunarmennt

Vinnustaðarbundin hæfni

Starfshæfni og menntun

Fagbundin hæfni

fyrir millistjórnendur

Almenn fræðsla um mikilvægt innra starf • Hlutverk og regluverk stofnunar • Innra net og heimasíða stofnunar • Starfsumhverfi og stefna stofnunar • Réttindi og skyldur starfsmanna • Skipurit, stjórnun og boðleiðir • Saga, sýn og gildi stofnunar • Vinnustaðarmenning • Námsumhverfi og jafningjafræðsla • Stjórnsýslulög • Lög um persónuvernd

Samskiptamennt

Mannauðsmennt

• Hlutverk, verksvið og ábyrgð starfs • Siðfræði og fagmennska í starfi • Trúnaður og lagaumhverfi fagsins/starfsins • Samstarfsaðilar • Réttindi neytenda • Þjónustulund og jákvætt viðmót • Framþróun fagsins og framtíðarsýn • Matsaðferðir • Tölfræði og gagnavinnsla • Stjórnunarhæfni eftir sérsviðum • Fjármál og rekstur

Verkbundin hæfni • Vinnuferlar • Verkferlar við símsvörun og upplýsingagjöf • Meðferð tækja • Tækniþekking og tölvufærni • Fjarkennd tölvunámskeið • Starfsþjálfun og handleiðsla • Öryggi og álag • Lífstíll og heilsuefling • Líkamsbeiting

NÁM STOFNANA

Nám stofnana Farandfyrirlestrar

Sjálfsefling og þekking • Að efla sjálfstraust og öryggi • Að takast á við breytingar • Hagfræði skynseminnar • Hollusta og heilbrigði • Áföll og viðbrögð við vá • Að geta talað máli sínu • Um gagnrýna hugsun • Sjálfstyrking í starfi • Ákveðniþjálfun • Persónuleg markmiðssetning • Að greina áhugasvið sitt • Gerð færnimöppu/náms- og starfsferilskrá • Að auka persónulegan styrk sinn • Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun

Símenntun og vinnumarkaður • Námsráðgjöf og starfsval • Kynning á menntamöguleikum og styrkjum • Þróun starfa og símenntun • Að hvetja til náms og efla áhuga • Námstækni og hæfileikinn til að læra • Hvatning og seigla á óvissutímum • Að sækja um starf og fá starf • Frá orðum til athafna • Félagsleg virkni og tengslanet • Námsnálgun fullorðinna

smennt.is

Allar nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Starfsmenntar

·

w w w. s m e n n t . i s

15


NÁM UM KJÖR OG VELFERÐ

Starfsmennt tekur þátt í ýmsum verkefnum sem styðja við kjarasamninga viðsemjenda á vinnumarkaði og er ætlað að stuðla að bættri velferð og betri vinnustöðum. Í okkar huga er menntun velferðarmál og við erum svo heppin

að hafa fengið að vista eða halda utan um fjölbreytt verkefni sem teygja anga sína víða og fara oft þvert á kerfi, stofnanir, fyrirtæki og félög. Allt nám sem tengist þessum verkefnum fellur undir þennan flokk.

Jafnlaunastaðall

Starfsmennt heldur utan um nám sem styður við innleiðingu jafnlaunastaðals hjá stofnunum og fyrirtækjum. Stjórnvöld og aðilar á vinnumarkaði hafa sammælst um það hlutverk setursins og hvatt til samstarfs við fjölmarga fræðslu- og mannauðssjóði, sem munu greiða leið sinna félagsmanna á námskeiðin. Markmiðið er að vinna að auknu launajafnrétti og tryggja að jafnverðmæt störf séu metin eins.

Vaktavinna og lýðheilsa

Náminu er skipt í fjórar lotur, samtals 12 klst. • Kynning á jafnlaunastaðli og inngangur (3 klst.) • Starfaflokkun (3 klst.) • Launagreining (3 klst.) • Gæðastjórnun og skjölun (3 klst.)

Náminu er skipt í þrjár

NÝTT

Hér er á ferðinni frábær námsleið sem tekur á öllu því sem viðkemur vaktavinnu og lýðheilsu. Námið er bæði ætlað stjórnendum sem skipuleggja vaktir og starfsfólki sem gengur þær. Þar sem álitamálin eru mörg er gert ráð fyrir að starfsmenn og stjórnendur sitji sömu námskeið, til að kynnast ólíkum sjónarmiðum og auka gagnkvæman skilning. Aðilar á vinnumarkaði vilja með þessu námi tryggja að þeir stjórnendur sem skipuleggja vinnu á vöktum og starfsmenn sem ganga vaktir eigi þess kost að sækja námskeið í gerð vaktskráa sem taka mið af líkamsklukku og heilsuvernd.

lotur, samtals 28 klst.

NÁM UM KJÖR OG VELFERÐ

Nám um kjör og velferð

• Lýðheilsa og vaktir (11 klst.) • Umgjörð kjarasamninga (6 klst.) • Vaktavinnufyrirkomulag og vinnumenning (11 klst.)

Náminu er skipt í þrjár lotur, samtals eru 28 klst.

Forystufræðsla ASÍ og BSRB Heildarsamtök stéttarfélaga á vinnumarkaði, ASÍ og BSRB, hafa tekið höndum saman um sameiginlega fræðslu fyrir starfsfólk sitt og stjórnir með það fyrir augum að mæta breyttum tímum, nýjum áherslum og viðameiri verkefnum. Aðildarfélög BSRB og ASÍ gegna margþættu hlutverki við að bæta hag og verja hagsmuni félagsmanna og hyggjast með Forystufræðslunni miðla, ræða og þróa áfram þekkingu og aðferðir innan samtakanna og efla um leið fagmennsku og lýðræðisleg vinnubrögð. Námskeiðin eru sett upp í samstarfi við Félagsmálaskóla alþýðu.

Fjölmörg námskeið, í stað- og fjarnámi, verða í boði í vetur en allar nánari upplýsingar er að finna á vefnum. smennt.is

símenntun ... á þínu færi

Fræðslusetrið Starfsmennt · Skipholti 50b, 105 Reykjavík · Sími 550 0060 · smennt@smennt.is

Allar nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Starfsmenntar

·

w w w. s m e n n t . i s

17


OG ÞJ´´ÓNUSTA RÁÐGJÖFRÁÐGJÖF OG ÞJÓNUSTA

Ráðgjöf Nám stofnana og þjónusta Fræðslusetrið Starfsmennt veitir stofnunum fjölbreytta þjónustu til að greiða leið lærdóms á vinnustað og efla mannauð. Um er að ræða Ráðgjafa að láni og farandfyrirlestra til stofnana en náms- og starfsráðgjöf fyrir einstaklinga. Þá stýrir Starfsmennt fjölmörgum þróunarverkefnum sem ætlað er að innleiða nýjungar og efla

Ráðgjafi að láni

Náms- og starfsráðgjöf

Stofnunum býðst eins og áður að fá Ráðgjafa að láni frá Starfsmennt. Ráðgjafinn vinnur með stofnunum að mannauðs- og starfsþróunarverkefnum og styrkir þannig grunn að markvissri mannauðsstjórnun.

Félagsmenn geta fengið viðtöl við náms- og starfsráðgjafa hjá Starfsmennt. Markmið með ráðgjöfinni er að aðstoða einstaklinga við að finna nám við hæfi og byggja þannig upp hæfni og starfsþróunarmöguleika.

Ráðgjafi að láni vinnur einnig með stýrihópum stofnana að hugmynda- og þróunarvinnu á sviði menntunar og starfsþróunar. Einnig geta ráðgjafarnir komið að innleiðingu jafnlaunastaðals. Verkefnin eru á sviði mannauðseflingar og starfsþróunar og skulu þau nýtast félagsmönnum aðildarfélaganna. Þá hafa verið gerðir samningar við fjölda fræðslu- og mannauðssjóða annarra stéttarfélaga til að auðvelda stofnunum heildstæða nálgun á ráðgjafarvinnuna. Helstu verkefni: • Mótun mannauðsstefnu • Vinnustaðagreiningar • Stefnumiðuð starfsþróun • Hæfnigreining starfa • Greining fræðsluþarfa og sérsniðið nám • Starfsmannasamtöl • Gerð starfsþróunaráætlana • Ráðgjöf vegna jafnlaunavinnu

smennt.is 18

frumkvæði í námi opinberra starfsmanna. Þjónustan er án endurgjalds fyrir félagsmenn aðildarfélaga og ef forsvarsmenn stofnana hafa áhuga á að nýta sér tilboðin þá eru allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu Starfsmenntar.

Náms- og starfsráðgjafi veitir þér aðstoð við að: • átta þig á áhuga þínum og tengja við nám og störf. • þekkja veikleika og styrkleika og efla starfshæfni. • vega og meta hin ýmsu störf og starfssvið. • útbúa ferilskrá og atvinnuumsókn. • leita að áhugaverðu tómstundastarfi eða námi. • efla sjálfstraust eftir áföll í námi eða starfi. • bæta samskipti og samstarfshæfni. • læra að setja mörk og stjórna tilfinningum í starfi. • forgangsraða, skipuleggja og stýra tíma.

símenntun varðar þig

Viðtölin fara fram hjá Starfsmennt á skrifstofutíma en stofnanir geta þó óskað eftir að fá ráðgjafa til sín til að ræða við starfsfólk. Ráðgjöfin er án endurgjalds fyrir alla aðildarfélaga okkar.

Allt nám er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.

Fræðslusetrið Starfsmennt · Skipholti 50b, 105 Reykjavík · Sími 550 0060 · smennt@smennt.is

Útgefandi: Fræðslusetrið Starfsmennt Útgáfuár: 2016 Ritstjóri: Bergþóra Guðjónsdóttir Prófarkalestur: Sólborg A. Pétursdóttir Ábyrgðarmaður: Hulda Anna Arnljótsdóttir Útlit, umbrot, teikningar og ljósmyndir: Atarna – Kristín María Ingimarsdóttir Prentun: Prentmet – umhverfisvottuð prentsmiðja


VETUR 2016-2017

smennt.is

Fræðslusetrið Starfsmennt / Skipholti 50b, 105 Reykjavík / Sími 550 0060

Námsvísir Starfsmenntar 2016-2017  

Námsvísir Starfsmenntar 2016-2017.

Námsvísir Starfsmenntar 2016-2017  

Námsvísir Starfsmenntar 2016-2017.

Advertisement