__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1


ÁVARP FORMANNA

Kæru Skagamenn og aðrir gestir. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á leiksýningu Nem­enda­félags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, sem í samstarfi við Tónlistarskólann á Akranesi gerðu söngleikinn ,,Með allt á hreinu” að veruleika. Valið á verkinu var auðvelt. Við sáum kvikmyndina í sjónvarpinu og fannst þetta tilvalið verk til uppsetningar. Þá verður að teljast jákvætt að myndin er íslensk og ekki skemmir fyrir að hún er nýorðin 35 ára. Gunnar leikstjóri tók vel í að setja söngleikinn upp og ekki síður fólkið sem sér um hljómsveitina og sönginn. Hljóm­sveitin hefur æft þétt og stíft, enda er hún með öll lögin á hreinu. Eftir langar og erfiðar en samt skemmtilegar æfingar, hlökkum við til að sýna ykkur afraksturinn. Ferlið hefur verið strembið en krakkarnir halda svo sannarlega uppi stuðinu og ekki vantar gleðina né hláturinn. Allt fólkið sem hefur komið að sýningunni á einhvern hátt á mikið hrós skilið. Við viljum þakka öllum kærlega fyrir stuðninginn og hjálpina. Það þarf heilt bæjarfélag til að setja upp flotta leik­sýningu. Kæru gestir vonandi skemmtið þið ykkur jafn vel og við á sýnin­ gunum! Góða skemmtun og njótið. Aðalbjörg Egilsdóttir & Ólöf Gunnarsdóttir


,,Er meiriháttar mál að skipta um dekk á vörubíl?” ,,Ég tvista til að gleyma” ,,Það

er ekkert upp á hann að klaga edrú alla daga, ávallt hefur borgað meðlagið.” ,,Sé ég með hattinn kemst ég í stuð!” ,,Lásinn er inn, út... inn inn út, kannast einhver við það?” ,,Þetta er ómöguleg tóntegund, ég syng lengst upp í rassgati”


SAMSTARF NFFA OG TÓNLISTARSKÓLANS Viðtal við Guðmund Óla Gunnarsson skólastjóra Tónlistarskólans á Akranesi Í hverju felst samstarfið og hvernig gengur það?

,,Með allt á hreinu”.

Sýningin nýtur augljóslega góðs af Samstarfið felst í því að þessu. Og það gera undirbúningur nemendurnir líka því tími hljómsveitarinnar og þeirra og orka nýtist bet­ söngvaranna er fléttaður ur með þessum inn í námið við hætti. Þessi vinna mun Tónlistarskólann. Flestir því stuðla að framförum þeir sem koma þar við þeirra í tónlistinni sem er sögu eru nemendur jú markmiðið með Tónlistarskólans og í námi þeirra í stað þess að þeir séu að Tón­­­­listar­­­­­­­­­­skólan­um­­. vinna að tónlistinni fyrir Þannig­­­má segja að allir sýninguna auk þess að sem að málinu koma njóti sinna efni sem þeir eru góðs af þessu samstarfi að vinna í sem hefur farið ágætlega Tónlistarskólanum er af stað. allur fókusinn settur á


Hvert er uppáhalds lagið þitt úr myndinni?

Áttu einhvern eftirlætis karakter í myndinni?

Ég þekki ,,Með allt á hreinu” býsna vel eftir að börnin mín spiluðu VHS spóluna með myndinni gjörsamlega í tætlur á sínum tíma. En það er samt ekkert eitt lag sem ég hef meiri mætur á en önnur. Skemmtilegast finnst mér að þessi bræðingur úr ósamstæðum atriðum skuli geta orðið að svona vel heppnaðri heild.

Ætli Dúddi verði ekki fyrir valinu þar. Hvernig æxlaðist það að leiklistarklúbburinn og Tónlistarskólinn á Akranesi fóru í samstarf? Það var Edda Einarsdóttir félagslífsfulltrúi sem hafði fyrst samband við mig til að kanna hvort það væri grundvöllur fyrir því að skoða þetta frá okkar hendi. Og fyrir Tónlistarskólann er þetta kærkomin leið til að efla tengslin við Fjöl­ brautaskólann.


MEÐ ALLT Á HREINU Leikritið ,,Með allt á hreinu” fjallar um tvær hljómsveitir, Stuðmenn og Gærurnar, og vandræði þeirra á milli eftir ástardeilur Stinna Stuðs og Hörpu Sjafnar. Hljómsveitirnar keppast hvor við aðra og reyna eftir bestu getu að klekkja hvor á annarri sem gengur misvel. Fjölmargar persónur flækjast svo inn í söguna, svo sem Sigrúna Digra, Valdís barnsmóðir Hafþórs og fleiri. Einnig setja umboðsmenn hljómsveitanna beggja, Frímann og Hekla, mikinn svip á sýninguna. Mikið fjör er í sýningunni og sungið og dansað af fullum krafti og vonum við að þið hafið gaman af.


LISTRÆNIR STJÓRNENDUR Gunnar Björn leikstjóri Gunnar Björn Guðmundsson hefur unnið jöfnum höndum við bæði sjónvarp, kvikmyndir og leikhús í rúmlega 2 áratugi. Hann leikstýrði kvikmyndunum Astrópíu og Gauragangi og hlutu þær báðar mjög góða aðsókn og flottar viðtökur. Gunnar leikstýrði Áramótaskaupi Sjónvarpsins alls fjórum sinnum eða árin 2009, 2010, 2011 og 2012. Auk þess leikstýrði hann stuttmyndinni Karamellumyndin sem hlaut Edduverðlaunin árið 2003, auk fjölda sjónvarpsþátta og tónlistarmyndbanda. Hann leikstýrði nokkrum teiknimyndaþáttum um björgunarbátinn Elías. Í leikhúsi hefur Gunnar leikstýrt yfir 30 leiksýningum, bæði atvinnu- og áhugasýningum. Árið 2010 stofnaði Gunnar atvinnuleikhúsið Gaflaraleikhúsið ásamt fjórum öðrum og var hann einn af leikhússtjórum leikhúsins árin 2010 til 2013. Gunnari finnst samstarfið við NFFA hafa gengið mjög vel. ,,Leikfélagið er gríðarlega vel skipulagt og allir eru harðduglegir. Í öllum stöðum er toppfólk sem vinnur sín verk hljóðlaust og vel. Það eru forréttindi að fá að vinna með svona flottum krökkum sem geta allt. Það er alltaf gaman að mæta á æfingu því krafturinn og áhuginn er svo mikill í hópnum.“


Eðvarð Lárusson tónlistarstjóri

Eðvarð Lárusson útskrifaðist úr Tónlistarskóla FÍH árið 1991 og hefur kennt við Tónó frá árinu 1984, einnig hefur hann kennt í Tónlistarskóla FÍH og Gítarskóla Íslands. Eðvarð hefur leikið á gítar í mörgum hljómsveitum og verkefnum frá árinu 1976, þar á meðal Tíbrá, sem allir þekkja á Akranesi, inn á geisladiska og á tónleikum með Borgardætrum, Bubba Morthens, Megasi, Stórsveit Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Bja­ rtmari Guðlaugssyni, Andreu Gylfadóttur, Eivöru Pálsdóttur, Gæðablóð og fer hann einnig með smá-hlutverk í bíómyndinni “Með allt á hreinu”

Elfa Margrét söngstjóri

Elfa Margrét Ingvadóttir lærði klassískan söng við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan söngkennaraprófi árið 2003. Hún stundaði svo nám við Complete Vocal Institute í Kaup mannahöfn, bæði í klassískum og rytmískum söng og lauk þaðan kennaraprófi árið 2009. Hún hefur kennt söng við Tónlistarskólann á Akranesi frá árinu 2002 og hefur hún einnig mikla reynslu af kórsöng og kórstjórn. ,,Samstarfið við krakkana/ leikarana hefur gengið vel, enda hæfileikaríkur og skemmtilegur hópur. Tónlistin er flott en einnig mjög krefjandi fyrir söngvarana sem hafa mismikla reynslu.”


Katarína Stefánsdóttir leikmyndahönnuður

Katarína Stefánsdóttir er á 19. aldursári og er á seinustu önninni í FVA, útskrifast bæði sem húsgagnasmiður og stúdent. Hún hefur bæði hannað og tekið þátt í byggingu leikmynda áður í grunnskóla og í undanförnum tveimur leikritum hjá FVA. Því fannst henni þetta kjörið tækifæri til að enda skólagönguna sína með trompi. Teymið sem hjálpaði henni við að koma hugmyndum hennar frá blaði og yfir á sviðið var frábært og var með frábæra ráðgjöf frá Söru Blöndal sem hefur séð um leikmyndirnar hjá skólanum un­ danfarin ár. Þetta er í fyrsta skiptið sem Katarína sér alveg um allt ferlið.

Selma Bríet danshöfundur

Selma Bríet Brynjarsdóttir er 19 ára gömul og stundar nám við FVA og stefnir á að útskrifast af félagsfræðibraut. Selma Bríet byrjaði að æfa dans hjá Dansstudio Írisar þegar hún var 8 ára. Þegar hún var 13 ára fór hún að æfa dans í hálft ár hjá Dance center Reykjavíkur, þar sem kennarinn hennar var Kameron Bink, sem komst í top 10 í So you think you can dance í Bandaríkjunum, en hjá honum lærði hún hip hop. Selma hefur einnig sótt nokkur námskeið þar sem erlendir kennarar koma til landsins og þar lærir hún aðra dansstíla. Selma Bríet hefur verið að kenna dans í Dansstudio Írisar frá því hún var rúmlega 14 ára og er ennþá að kenna þar í dag.


LEIKARAR GÆRUR Harpa Sjöfn Aldís Eir

Dýrleif

Hrönn Eyjólfs

Sísí

Sóley Brynjars

Hekla

Ólöf Gunnars

Guðfinna

Thelma Rakel


STUÐMENN

Skafti

Bergsveinn Logi

Hafþór

Frímann Davíð Örn

Lars

Edgar Gylfi

Guðjón Snær

Baldvin

Stinni Stuð

Stefán Kaprasíus

Trausti Már


ÖNNUR HLUTVERK

Hófí Huldukona Aðalbjörg Egils

Grúppía og fl.

Sigrúna digra Aldís Ísabella

Valdís

Embla Hrönn

Eyrún Sigþórs

Rún grúbbía

Sigga Skífa

Freyja María

Selma Bríet


Dúddi

Sigurður Jónatan

Eiður Andri

Saxafónn og slagverk

Myndataka: Davíð Orri Arnarsson Guðmundur Bjarki Halldórsson Gunnar J. Viðarsson

Sérstakar þakkir til allra þeirra sem hafa á einhvern hátt hjálpað okkur til að gera þetta verkefni að veruleika.


DANSARAR

Agnes Rós Aldís Ísabella Embla Hrönn Eyrún Sigþórs Freyja María Magnea Dröfn Oddný Guðmunds Valfríður Haralds


HLJÓMSVEITIN

Björgvin Bragi

Björgvin Þór

Edgar Gylfi

Guðjón Snær

Halla Margrét

Logi Breiðfjörð

Trommur

Rafmagnsgítar

Hljómborð

Hljómborð

Rafmagnsgítar

Bassi


JAKOB FRÍMANN Hvert er uppáhaldsatriðið þitt í myndinni?

Uppáhaldsatriðið mitt í mynd­ inni er lokaatriðið.

Hvert er uppáhaldslagið þitt úr myndinni? Hvernig myndir þú lýsa Frímanni?

Frímann er ýkt skopmynd af sjálfum mér eilítið byggð á föður mínum Magnúsi heitnum Guð­ mundssyni frá Hvítárbakka og frænda okkar, Ásmundi Jakobssyni, barna­ barni Steinunnar ömmu­systur minnar Magnúsdóttur frá Gilsbakka.

Finnst þér þú eiga eitthvað sameiginlegt með Frímanni?

Ég á heilmikið sameiginlegt með honum, sé um framkvæmdastjórn og skipulags­mál Stuðmanna, tala gamalt íslenskt mál og er dálítið spes, vægast sagt.

Uppáhaldslagið mitt er Haustið ´75

Þegar þú hugsar til baka er eitthvað sérstakt sem stendur upp úr við gerð myndarinnar?

Það sem stendur upp úr þegar hugsað er til tímans sem við unnum við mynd­ina er orkan og gleðin sem einkenndi allt ferlið. Það var aldeilis yfirnáttúrulega mikil orka í mannskapnum þet­ ta sumar; kvikmyndatökur á daginn, tón­ leikar á kvöldin og tónlistarvinnsla á nótt­unni. Út­ koman reyndist vonum framar miðað við þessa viðvarandi yfirkeyrslu og sam­ fellt svefnleysi.


“Það verður engin helvítis rúta, heldur langferðabíll”.

,,Ég er ekkert sorrí, ég er bara í rusli yfir þessu helvíti!”


FÓLKIÐ Á BAK VIÐ SÝNINGUNA

aðstoðarleikstjórar

Aðalheiður Kristín, Anna Berta og Ylfa Örk

markaðsráð og leikskrá

Bjarney Helga og Sólveig Erla


leikmynd

Arnar Freyr Björgvinsson, Guðbrandur Tumi Gíslason, Guðjón Snær Magnússon, Haraldur Sturlaugsson, Helgi Rafn Rafnkelsson, Hjörvar Hjörleifsson, Hugi Sigurðason, Katarína Stefánsdóttir, Leó Snær Guðmundsson, Mikael Sævarsson, Ólafur Ingi Ásgeirsson, Rúnar Hermannsson, Sigurður Grétar Gunnarsson, Svavar Örn Sigurðsson og Þórður Már Sigurðsson.

Trésmiðjan AKUR ehf. - Smiðjuvöllum 9 - 300 Akranes

Sími 430 6600 - akur@akur.is - www.akur.is


Við þökkum eftirtöldum aðilum fyrir stuðninginn Apótek Vesturlands Face Gámaþjónusta Vesturlands Model Nína Norðanfiskur ehf. Rammar og myndir Sjónglerið Skagaverk ehf. Verslunin Bjarg @home Fotia


Profile for Starfsbraut FVA

"Með allt á hreinu" leikskrá NFFA  

Leikskrá fyrir söngleikinn "Með allt á hreinu" sem leiklistarklúbbur Nemendafélags FVA setti upp í samstarfi við Tónlistarskólann á Akranesi...

"Með allt á hreinu" leikskrá NFFA  

Leikskrá fyrir söngleikinn "Með allt á hreinu" sem leiklistarklúbbur Nemendafélags FVA setti upp í samstarfi við Tónlistarskólann á Akranesi...

Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded