STARA VI

Page 12

VASULKA-STOFA Miðstöð f yrir raf- og stafræna list á Íslandi

Kristín Scheving deildarstjóri Vasulka-stofu og Ragnheiður Vignisdóttir listfræðingur og verkefnastjóri skráningar í Vasulka gagnasafni.

Þann 16. október 2014 opnaði Listasafn Íslands formlega nýja deild innan safnsins, Vasulkastofu, í samstarfi við listamennina Steinu og Woody Vasulka. Á síðasta áratug hafa raf- og stafrænar listir verið mikið til umræðu innan Listasafns Íslands en brýn þörf er fyrir akademíska og faglega starfsemi í kringum raf- og stafræna myndlist. Íslenskir brautryðjendur á heimsvísu í vídeólist Steina (Steinunn Briem Bjarnadóttir) fæddist í Reykjavík árið 1940. Hún stundaði nám í klassískum fiðluleik hér á landi þar til hún fékk styrk til framhaldsnáms í Prag árið 1959. Þar kynntist hún eiginmanni sínum Woody (Bohuslav) Vasulka, sem fæddur var í Tékkóslóvakíu en öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt árið 1968. Woody Vasulka er menntaður verkfræðingur og kvikmyndagerðarmaður. Saman fluttu þau til New York árið 1965 og hófu þar brautryðjendastarf sitt í vídeólist. 12

Fyrsta margmiðlunarmiðstöð New York-borgar, The Kitchen, var stofnuð af Steinu og Woody Vasulka í samstarfi við Andy Mannik árið 1971. The Kitchen var í senn tilraunastofa listamanna fyrir könnun nýrra leiða í rafrænni margmiðlun, svo og vettvangur þeirra til skoðanaskipta og þekkingarmiðlunar. The Kitchen hefur síðan verið leiðandi sem ein þekktasta miðstöð rafrænna lista á heimsvísu og er enn starfandi í New York. Árið 1973 fékk Woody prófessorsstöðu við eina af fyrstu margmiðlunardeildum heims, Suny við Ríkisháskóla New York-fylkis í Buffalo, þar sem hann starfaði ásamt Steinu fram

til ársins 1980. Þá fluttu þau til Santa Fe í Nýju Mexíkó þar sem þau búa og starfa í dag. Hvers vegna núna? Það er erfitt að ímynda sér hvernig það er að gefa frá sér áratuga rannsóknarvinnu, öll skjöl, upprunaleg listaverk, skissubækur, sýningarskrár, prentaðar bækur, boðskort, ljósmyndir og fleira. Það hafa Steina og Woody Vasulka gert síðustu misseri. Vasulka-stofa varðveitir nú stóran hluta af arfleifð þeirra og er unnið að því þessa stundina að skrá öll þessi skjöl og setja á rafrænt form svo að fræðimenn og aðrir áhugamenn um sögu raf- og stafrænnar listar geti nýtt sér og notið í náinni framtíð.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.