STARA VIII

Page 22

Undur sköpunarinnar Har pa Björnsdóttir & Unnar Örn Þegar ekið er út Eyjafjörð austanmegin, þjóðveg 1 frá Akureyri, má sjá eftir um 10 mínútna akstur eitt af undrum íslenskra safna þar sem það kúrir við vegarkantinn ofan Svalbarðsstrandar. Fyrstur til að vekja athygli er Safnvörðurinn bláklæddi, hávaxinn útvörður með sílogandi lugt í höndum, þekkt kennileiti við veginn. Við hlið hans standa reisuleg hús sem setja svip á umhverfið og litríkir skúlptúrar bjóða fólk velkomið

í anddyrinu. Þetta er Safnasafnið, þar sem alþýðulist af ólíku tagi hefur fengið skjól á þessum fagra stað. Stofnendur Safnasafnsins eru Níels Hafstein myndlistarmaður og Magnhildur Sigurðardóttir geðhjúkrunarfræðingur, þau hafa frá árinu 1995 byggt safnið upp af miklum eldmóði. Árið 1997 var safnið flutt frá höfuðborginni í gamla þinghúsið á Svalbarðsströnd, þar sem

Sý n i s b ó k s a f n e i g n a r I k o m út ár i ð 2 0 1 6 e n á k á p u b ó k ar i nn ar m á s j á v e r k e f t i r G u ð j ó n R . S i g urð ss on [ 1 9 0 3 - 1 9 9 1 ] . Lj ósmy nd Pétur T hom s e n

22

ráðist var í mikla uppbyggingu og endurbætur sem lauk árið 2007 þegar safnið opnaði í núverandi mynd með um 500 fermetra sýningarrými. Að auki hefur verið byggt upp viðamikið bókasafn um alþýðulist og handverk, ásamt heimildasafni um alþýðulist hér á landi. Fræðimannsíbúð og rannsóknarstofa eru einnig til staðar og býðst lista- og fræðimönnum sem vilja rannsaka safneignina og íslenska alþýðulist.

Bláklæddi S af nvörður inn sem tekur á móti gestum á hlaði Saf nas a f n s i n s e r v e r k e f t i r f él ag a í h ó p nu m Hu g l i s t f rá Aku re y r i . Hu g l i s t v ar s t o f n a ð 2 0 0 7 s e m v e t t v an g u r f y r i r f ó l k s e m h e f u r g l í mt v i ð an d l e g a e r f i ð l e i k a , t i l a ð v i nn a g e g n f o rd ó mu m o g vera sýnilegt í samfélagi við aðra. Mynd Magnhildur Sigurðardóttir.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.