STARA IV

Page 30

STARA

~ Minningarbrot ~

Feneyjar no.4 2.TBL 2015

Helgi Þorgils Friðjónsson

Það var ólíkt því, sem er nú, að fara til Feneyja á þeim tíma sem ég fór. Það var lítill eða enginn peningur, og ég fékk ekki að sjá skálann f yrr en við komum þangað. Við Gunnar Kvaran komum þangað viku fyrir opnunina, og ég var þar í fyrsta skipti. Þá var allt á rúi og stúi í skálanum og við þurftum að byrja á því að bera út dót frá sýningunni á undan, meðal annars bunka af sýningarskrám frá Gunnari Erni Gunnarssyni, sem var á Biennalnum á undan mér. Í raun vissi ég ekki að

30

ég færi á Biennalinn fyrr en þremur mánuðum fyrir sýningu. Það hafði verið barátta í nefndinni að mér skildist og hún ekki sammála um það hver ætti að fara. Það var drifið í að prenta einblöðung, eða eins og Gunnar Kvaran sagði, þá væru staflar af bókum til einskis, eftir sýningu, og því óþarfa peningaeyðsla að prenta bók.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.