STARA VII

Page 46

Lokun Listasafns ASÍ — enn eitt hög g f yrir íslenskt myndlistarlíf Hlynur Helgason

Í vor ákvað rekstrarstjórn Listasafns ASÍ, öllum að óvörum, að loka safninu og selja húsnæði þess, þvert á stefnu Alþýðusambandsins. Listasafnið hefur um áraraðir rekið sýningarsal sem hefur skipt miklu máli fyrir sýningar íslenskra myndlistarmanna. Með lokun safnsins þrengjast til muna möguleikar þeirra til sýningarhalds og því er ákvörðun rekstrarstjórnarinnar alvarlegt áfall fyrir íslenskt myndlistarlíf. Þar með lýkur einnig fimm áratuga samfelldum stuðningi og tengslum þessara heildarsamtaka verkafólks við myndlistarlíf í landinu. Listasafn Alþýðusambands Íslands var stofnað árið 1961 þegar Ragnar í Smára gaf sambandinu veglega listaverkagjöf. Í upphafi stóð til að byggja stórhýsi undir safnið á fimm hektara lóð. Þar átti að sýna safnkostinn og byggja upp höggmyndagarð. Söfnun fyrir byggingunni byggði í upphafi á hagnaði af sölu fyrstu íslensku listasögunnar sem Björn Th. Björnsson tók að sér að skrifa. Trúlega voru þessi plön of

46

stórhuga. Tafir á útgáfu listasögunnar kostuðu sitt. Efnahagskreppur og óðaverðbólga eyddu síðan að mestu því sem safnaðist og ekkert varð úr byggingu safnsins. Safnið hafði á fyrstu árum sínum aðsetur í húsnæði á vegum Alþýðusambandsins og Alþýðubankans. Þar sýndi það verk sem voru í eigu þess, auk þess að skipuleggja sýningar á verkunum á vinnustöðum út um landið. Þessar sýningar kynntu íslenska myndlist fyrir íslensku verkafólki og voru safninu mikilvæg tekjulind. Árið 1980 urðu þáttaskil í sögu safnsins en þá flutti það í fyrsta sinn í eigið safnhúsnæði. Húsnæðið var sérhannað fyrir safnið og tók yfir alla efstu hæðina í nýju húsi Alþýðusambandsins við Grensásveg. Með þessu nýja húsnæði komst starfsemi Listasafns ASÍ að mestu í það horf sem hún hefur verið æ síðan. Dregið var úr sýningum úr safneign og var sýningarrýmið að mestu leigt út til listamanna sem sóttu um að fá að sýna í safninu. Safnið tók oft listaverk upp í

leiguna, nokkuð sem var til hagsbóta fyrir listamennina og styrkti safneignina á sama tíma. Eftir að safnið flutti í eigið húsnæði hélt það áfram að halda sýningar á vinnustöðum verkafólks. Safneignin var því áfram aðgengileg almenningi utan safnsins sjálfs. Árið 1996, á 80 ára afmæli sínu, ákvað Alþýðusambandið að festa kaup á Ásmundarsal og flytja safnið þangað. Við þetta flutti safnið úr sérhönnuðu sýningarrými í hús sem var í miðri borginni og var sögulega tengt myndlistarlífi borgarinnar. Nýja húsið var byggt sem íbúð og vinnustofa en ekki fyrir sýningarhald eða safnastarfsemi. Það var auk þess ekki í sérlega góðu ásigkomulagi og þarfnaðist verulegra endurbóta og viðhalds strax í upphafi. Í nýju húsi hélt safnastarfið áfram sem fyrr. Í upphafi var rými á jarðhæð notað undir fastasýningar á safneign. Stærsta og fallegasta rýmið, fyrrum vinnustofa Ásmundar, var leigt út fyrir einkasýningar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.