__MAIN_TEXT__

Page 36

Gallerí Úthverfa/ Outvert Art Space & ArtsIceland Elísabet Gunnarsdóttir Gallerí Úthverfa/Outvert Art Space er nýtt gallerí í húsnæði Gamla Slunkaríkis við Aðalstræti á Ísafirði. Myndlistarfélagið á Ísafirði rak Slunkaríki í húsnæðinu á árunum 1985–2005 eða þar til starfsemin var flutt neðar í götuna í nýuppgert Edinborgarhúsið þar sem sýningar Myndlistarfélagsins hafa verið síðan. Sýningar Myndlistarfélagsins hafa ávallt verið metnaðarfullar og sérstök áhersla lögð á að sýna verk ungs upprennandi myndlistarfólks.

Gallerí Slunkaríki heitir eftir húsi sérvitringsins Sólons Guðmundssonar sem hann byggði á Ísafirði fyrir um einni öld og var húsið úthverft, enda taldi Sólon að veggfóður væri fallegra en bárujárn og því ætti veggfóðrið að vera sýnilegt sem flestum. Seinna endurbyggði myndlistarmaðurinn Hreinn Friðfinnsson hús með Slunkaríki sem fyrirmynd í Hafnarfjarðarhrauni og er húsið þar enn. Slunkaríki Sólons er hins vegar löngu horfið.

Frá s ý ni n g u nni á l e i ð i n n i : p e n d i n g , l e s p e n d u s . Ve r k In g ib j ar g ar S i g u r j ó n s d ó t t u r í f o r g r u nni . Lj ó s my n d G a l l e r í Út hv e r f a .

36

Heiti nýja gallerísins vísar í húsgerð Slunkaríkis Sólons en einnig það að sýningarnar miðast margar við að hægt sé að skoða þær um stóran glugga rýmisins sem blasir við vegfarendum um Aðalstrætið og þannig verða sýningarnar flestar ,,á úthverfunni“. Enska heitið Outvert er fengið úr slangurorðabók og lýsir því sem hefur verið snúið tvisvar sinnum innávið.

Profile for SÍM - samband íslenskra myndlistarmanna

STARA VII  

STARA nr.7. Rit sambands íslenskra myndlistarmanna.

STARA VII  

STARA nr.7. Rit sambands íslenskra myndlistarmanna.

Profile for stara-sim
Advertisement