STARA 2.TBL 2014
Nokkrar sekúndur á sýningu í Skúrnum
Heiðar Kári Rannversson Menningarhúsið Skúrinn er gamall r yðgaður vinnuskúr sem hefur fengið nýtt hlutverk að frumkvæði listamannsins Finns Arnars Arnarsonar og hýsir nú ýmsa listræna star fsemi. Upphaf lega var Skúrinn vinnuskúr sem listamaðurinn fann í Kef lavík, en varð hluti af sýningu Finns Arnars í Neskirkju árið 2011. Í dag hýsir hann sýningar annarra listamanna ásamt því að vera vettvangur fyrir ýmsa menningarstarfsemi víðs vegar um Reykjavík. Frá 4. september til 4. október stóð yfir sýning á verki Kristjáns Guðmundssonar, Sýningarsekúndur, en af því tilefni var Skúrinn staðsettur fyrir framan garð við Grettisgötu 17. Verk Kristjáns eiga rætur að rekja til hugmyndalistarinnar á 7. áratug síðustu aldar, sem stundum hefur verið kölluð bókstafleg list. Verkið Sýningarsekúndur mætti aftur á móti kalla tölulega list, en það samanstendur af tölvustýrðum skjá sem mælir tímalengd sýningarinnar; 2.592.000 sekúndur eða
4
nákvæmlega 30 sólarhringa. Niðurtalningin í sekúndum stendur yfir allan sýningartímann þangað til skjárinn sýnir töluna núll. Þegar mig bar að garði á Grettisgötu sýndi verkið til dæmis töluna 1.113.328 eitt augnablik, sem gefur til kynna að ég hafi verið á staðnum á sunnudagskvöldi þann 21. september. Verkið Sýningarsekúndur er raunar ekki nýtt verk eftir Kristján, en sett í nýtt samhengi í Skúrnum. Listamaðurinn sýndi verkið í aðeins annarri mynd á samsýningunni Straumur/burðarás í Listasafninu á Akureyri árið 2010. Hér var verkið aftur á móti skoðað í gegnum gluggann á Skúrnum og var sýningin í raun opin allan sólarhringinn, sem gerði