Page 1

Málgagn veiðimanna – 1. tbl. – 28. árgangur 2009 – Verð kr. 899.- m/vsk.

Inn­rás í kon­ungs­ríki sjó­birt­ings­ins

Dagur við ána með veiðimanninum Pálma Gunnarssyni Ennþá viðgengst netaveiði á laxi í stórum stíl Gísli Ásgeirsson segir að markaðssetja þurfi Ísland alveg upp á nýtt Bubbi Morthens og ofurlaxinn á Núpafossbrún Laxá í Leirársveit, áin öll Er flundran að yfirtaka veiðiárnar? Edda Guðmundsdóttir fyrrverandi forsætisráðherrafrú talar um veiðiskap Hvað segja veiðimenn um sumarið?


velkomin í veiðideild intersport Við höfum allt fyrir veiðimanninn. sérfræðingar okkar veita þér faglega ráðgjöf og góða þjónustu, einnig mikið úrval af gervibeitu og beitu.

veiðideild - opið 7 daga vikunnar Húsgagnahöllinni, Bíldshöfða, sími 585 7239. Lindir, Skógarlind 2, sími 585 7262


byssur & skot – topp gæði – botn verð

veiðideild - opið 7 daga vikunnar Húsgagnahöllinni, Bíldshöfða, sími 585 7239. Lindir, Skógarlind 2, sími 585 7262


a n i ð i e v t o k s , a n i ð i e v g Allt í stan a n i ð i e v g n a t og sjós færðu úrval eitt glæsilegasta gveiðina, landsins fyrir stan og Topp merki eins , Shimano, LOOP n. G.Loomis, Vange

Í Veiðiflugunni

færðu úrval eitt glæsilegasta landsins fyrir sjóstangveiðina, stangir, hjól, pilkar, slóðar.

Í Veiðiflugunni

a á óvart.

mmtileg e k s r u m e k ð a rðin þ

alið og ve

Kynntu þér úrv

rðu rval eitt glæsilegasta ú eiðina, landsins fyrir skotv g Topp merki eins o a, Benelli, Sako, Tikk r. Remington, Rössle

Í Veiðiflugunni fæ


Sportveiðiblaðið • 5

Veiðispjall

Ís­lend­ing­ar eru ­illa stadd­ir og hand­ónýt­ir stjórn­mála­ menn ­hafa alls ­ekki ráð­ið við vand­ann. Á með­an þjóð­ inni blæð­ir út ­sleppa glæpa­menn­irn­ir. Það er lít­il sann­ girni í því. Spáð er ­ágætri ­veiði í sum­ar en það ­gætu orð­ið ­færri sem ­stunda veiði­skap­inn en í ­fyrra. Aldr­ei í sög­unni ­hafa ver­ið til ­fleiri ­laus veiði­leyfi á ­besta ­tíma í veiði­án­um. Veiði­leyfi ­eins og fyr­ir­tæki ­keyptu dýr­um dóm­um fyr­ir ári síð­an. Tvö hundr­uð þús­unda dag­ar í veiði­án­um, þá er erf­itt að ­selja núna. Leig­an á lax­veiði­án­um verð­ur að ­lækka, veiði­mönn­um á eft­ir að ­fækka strax ­næsta sum­ ar, dýf­an þá verð­ur ­dýpri en núna. ­Veiða og ­sleppa-átak­ið er í ­hættu. ­Stóra lax­in­um verð­ur að ­sleppa en ­minni lax­inn verð­ur drep­inn í ­meira

Málgagn veiðimanna – 1. tbl. – 28. árgangur 2009 – Verð kr. 899.- m/vsk.

Innrás í konungsríki sjóbirtingsins

Dagur við ána með veiðimanninum Pálma Gunnarssyni Ennþá viðgengst netaveiði á laxi í stórum stíl Gísli Ásgeirsson segir að markaðssetja þurfi Ísland alveg upp á nýtt Bubbi Morthens og ofurlaxinn á Núpafossbrún Laxá í Leirársveit, áin öll Er flundran að yfirtaka veiðiárnar? Edda Guðmundsdóttir fyrrverandi forsætisráðherrafrú talar um veiðiskap Stangaveiðifélag Reykjavíkur 70 ára

Útgefandi og dreifing: Veiðiútgáfan ehf. Sími: 588-5020, Hamraborg 5, 200 Kóp. Ritstjóri og ábm.: Gunnar Bender Prófarkalestur: Helgi Magnússon Útlit, umbrot og myndvinnsla: Skissa ehf. Prentun og bókband: Ísafoldarprentsmiðja Forsíðumyndina tók Guðmundur Hilmarsson af Pálma Gunnarssyni í Tungufljóti í Skaftafellssýslu.

­ æli en í ­fyrra. Marg­ir veiði­menn segj­ast ­ekki ­henda m matn­um ­eins og ástand­ið í þjóð­fé­lag­inu er núna. Bleikj­ an er í ­hættu, hún er að ­hverfa og eft­ir nokk­ur ár verð­ur hún horf­in með öllu. Veiði­ár, sem áð­ur ­gáfu þús­und bleikj­ur, ­gefa ­eitt til tvö hundr­uð núna. Þrátt fyr­ir allt ­munu veiði­menn á öll­um ­aldri ­reyna fyr­ir sér í sum­ar, veið­in er skemmti­legt sport og Veiði­ kort­ið er snilld. Marg­ir ­hafa náð sér í það og ­ætla að ­nota það sem aldr­ei fyrr. Mjög und­ar­legt veiði­sum­ar er að hefj­ast. ­Fyrstu dag­arn­ir í sjó­birt­ingi ­voru held­ur na­prir. Má ­kannski ­marka kom­andi veiði­sum­ar af þeim?

8

Söngvarann Pálma Gunnarsson þekkja nú flestir, en það vita ekki allir að hann er líka ástríðufullur veiðimaður og umhverfissinni. Pálmi hefur sterkar skoðanir eins og lesendur fá að kynnast.

40

Stefán Jón Hafstein, útgáfustjóri flugur.is, leiðir okkur í allan sannleikann um hvaða flugur þarf að hafa í fluguboxinu til að vera fær í flestan sjó.

G. Bend­er

24

Efnahagsástandið á Íslandi hefur þurrkað upp stóran hluta af kaupendum veiðileyfa. Gísli Ásgeirs­son hjá Lax ehf. ræðir um hrunið á veiðileyfa­markaðnum og segir að markaðssetja þurfi Ísland upp á nýtt.

60

Veiðistaðalýsing Hauks Geirs Harðarsonar ætti að sannfæra marga um að Laxá í Leirársveit er ein skemmti­legasta veiðiá landsins.

Að auki: Netaveiði í Hvítá og Ölfusá, Edda Guðmundsdóttir, brot úr væntanlegri bók Bubba Morthens, Skíðabarón á Akureyri, sjóstangveiði, skotveiði og margt, margt fleira.


Fólk & veiði Tinna Sól Þrastardóttir með lax úr Breiðdalsá.

við i með stöngina i góða tilburð nd umrinu. sý is ið on ss ve ar di eftir koman Dagur Hrann ur nt en sp r rra og bíðu Hítarvatn í fy

Halla Karí Hjaltes

ted með lax úr Br

eiðdalsá.


Ferðafélag Íslands www.fi.is | fi@fi.is | sími 568 2533

Hildur Hlín Jónsdóttir / hildur@dv.is

Skráðu þig inn – drífðu þig út


8 • Sportveiðiblaðið

Ragn­ar Hólm Ragn­ars­son

Dag­ur við ána

– lög­brot og lysti­semd­ir með P­ álma Gunn

Ég kem veg­móð­ur inn í Skúla­garð þar sem ­Pálmi sit­ur bros­mild­ur með fé­lög­um sín­um og spyr af ­hverju ég ­hafi ­ekki kom­ið fyrr. Hann ­hafi ætl­að að ­bjóða mér nið­ur að á, ­þeir ­stóru ­hafi ver­ið að ­sýna sig þar und­ir kvöld­ið. Ég ber við kjána­legri af­sök­un: Það ­hafi ver­ið svo mik­ið að ­gera í vinn­unni. Síð­an þigg ég kaffi­bolla, dreg upp skrif­ blokk­ina og ­geri mig klár­an í stutt spjall um ­veiði. En áð­ur en við byrj­um rölt­um við sam­an út á hlað og aust­ur fyr­ir hús. Við horf­um sam­an nið­ur að ­ánni og röbb­um lít­ið ­eitt um dag­inn og veg­inn til að ­koma okk­ ur í gír­inn. Kvöld­sól­in spegl­ar sig í breið­um og hylj­um þar sem Litl­á renn­ur lygn en inn á ­milli í of­ur­litl­um flúð­um. Áin renn­ur úr Skjálfta­vatni sem varð til í jarð­hrær­ing­um sem ­skóku Keldu­hverfi vet­ur­inn 1975–1976. Með­al­hiti ár­ vatns­ins er um 12 gráð­ur og því eru vaxt­ar­skil­yrði fyr­ir ­urriða og sjó­birt­inga ein­stök ­enda ­hafa ­veiðst hér yf­ir 20 ­punda fisk­ar. Til marks um það ­hversu yl­volg áin er

rifj­ar ­Pálmi upp sög­una af því að fyr­ir neð­an Skúla­garð er dá­góð­ur kíll þar sem krökk­um ­voru kennd ­fyrstu sund­tök­in á ár­um áður. Litl­á hef­ur því al­ið ­fleira en risa­ vaxna ­urriða og hér líð­ur ­Pálma Gunn­ars­syni vel.

Lín­urnar lagð­ar Ég hef ­heyrt marg­ar sög­ur af veiði­mann­in­um ­Pálma Gunn­ars­syni. Hann kvað ­vera mik­ill um­hverf­is­sinni, slepp­ir gjarn­an veidd­um ­fiski og drep­ur ­ekki vor­fisk. Hann kast­ar flug­unni ­eins og eng­ill, hef­ur af­ar sterk­ar skoð­an­ir á um­gengni ­manna við lax­fiska og heim­kynni ­þeirra á Ís­landi, vill ­gæta hóf­semi og ligg­ur ­ekki á skoð­ un­um sín­um. Við rölt­um aft­ur inn í hús og ég spyr P ­ álma hvort hann ­hafi allt­af ver­ið svona hóf­sam­ur í ­veiði. „Nei, ég ­átti mín rugl­ár í ­þessu ­eins og svo ­mörgu ­öðru en ­ætli það ­hafi ­ekki ver­ið hún móð­ir mín sem ­lagði lín­urn­ar hvað hóf­sem­ina varð­ar þeg­ar ég var ­gutti ­heima á Vopna­firði. Ég ­hafði ver­ið að ­veiða í Vest­ur­dals­


Sportveiðiblaðið • 9

Út­sýn­in við Im­bu­þúfu á Tjörn­esi yf­ir Öx­ar­fjörð­inn er vina­leg. Héð­an blas­ir Keldu­hverf­ið við í ­allri ­sinni dýrð og úti við sjóndeildarhring­inn í ­norðri er rauð­gul rönd und­ir bleik­um og blá­um óravídd­um him­ins­ins. Ég ­reyni að ­koma ­auga á Litl­á en tekst það ekki. Það renn­ur allt sam­an í kvöld­húm­inu. Ég hef mælt mér mót við ­Pálma Gunn­ars­son, tón­list­ar­mann og veiði­mann, á bökk­um Litl­ár, nán­ar til­tek­ið í Skúla­garði en ­segja má að Öx­ar­fjörð­ur­inn, ­ásamt Vopna­firð­in­um, sé heima­völl­ur ­Pálma. Við ætl­um að ­ræða um veiði­skap vítt og ­breitt. Mér seg­ir svo hug­ur að veiði­pól­it­ík­in ­verði ­Pálma of­ar­lega í huga. ár­ósn­um ­eins og svo oft áð­ur og slengdi á borð­ið hjá ­henni ­stórri ­kippu af væn­um sjó­birt­ing­um, ægi­lega grobb­inn. Þá ­spurði sú ­gamla hvort nú ­væri ­ekki kom­ið nóg og hvort ég ­vildi ­ekki ­taka ­minna næst því að við gæt­um ­ekki ­geymt all­an þenn­an fisk. ­Þetta ­þótti mér skrýt­ið en ég ­skildi það bet­ur ­seinna: Mað­ur á aldr­ei að ­veiða ­meira en hann get­ur með ­góðu ­móti nýtt sér til mat­ar. Síð­an ­lenti ég í því, ­löngu, ­löngu síð­ar, að ­vera að ­veiða með Ósk­ari Björg­vins ­vini mín­um í Jóns­kvísl fyr­ ir neð­an foss ­heila nótt í brjál­aðri ­töku og eft­ir það ­ákvað ég að ­hætta að magn­veiða. Því dag­inn eft­ir stóð­um við í að­gerð upp fyr­ir haus, 150–200 bleikj­ur, og ég sá hví­ líkt rugl ­þetta var. Ég man enn­þá að þeg­ar ég stóð í að­gerð­inni og var að þvo fisk­inn þá kom í ­huga mér það sem ­mamma ­gamla ­hafði sagt: Er nú ­ekki kom­ið nóg? Af ­hverju að ­standa í ­þessu og ­skemma jafn­vel afl­ann? ­Þetta hef­ur

fylgt mér síð­an. Græðg­in er horf­in og nægju­sem­in ræð­ ur ríkj­um. ­Núna þyk­ir gott að fá 2–3 góð­ar bleikj­ur inn á mitt heim­ili, ­flaka og ­borða, og mál­ið er ­dautt.

­Tveir plús ­tveir ­ etta skýr­ir ­kannski svo­lít­ið hugs­ana­gang­inn hjá mér,“ Þ bæt­ir ­Pálmi við og spyr hvort við eig­um ­ekki að ­tylla okk­ur inn í sam­komu­sal­inn þar sem eru stól­ar og lít­il, dúk­uð borð. Það brak­ar of­ur­lít­ið í ­gömlu par­ket­inu á dans­gólf­inu í Skúla­garði þeg­ar við læð­umst yf­ir það í næt­ur­kyrrð­inni. Ég spyr ­Pálma hvort hann ­hafi ­kannski skemmt ­hérna í ­gamla daga, ef til vill með Bruna­lið­inu eða í ­seinni tíð með Manna­korn­um en hann hrist­ir haus­ inn: Blóma­skeið Skúla­garðs sem sam­komu­stað­ar var fyr­ir hans tíð í brans­an­um – en samt á hann ­kæra minn­ ingu héð­an. „Ég kom hing­að á ball þeg­ar ég var 15 ára og ­braut mér ­leið í gegn­um mann­haf­ið til að ­berja aug­um og


10 • Sportveiðiblaðið Pet­er Clin­ton Po­wer við heima­hyl­inn í ­ánni ­sinni á Kóla­skaga. Þ ­ arna ­þurfti ekk­ert ann­að en hóg­værð til að r­ eisa við laxa­stofn­inn.

­hlusta á ­Ellý Vil­hjálms, þá stór­kost­legu söng­konu, sem var að ­skemmta með hljóm­sveit Svav­ars Gests í Skúla­ garði. En síð­an eru lið­in mörg ár.“ ­Pálmi bros­ir að minn­ ing­unni og ég ­veit að bráð­um þurf­um við að ­fara að sofa: „Ef við ætl­um að ­veiða eitt­hvað á morg­un ...“ seg­ ir hann og lít­ur á klukk­una. Það er kom­ið fram yf­ir mið­nætti og ­meira að ­segja söng­ur fugl­anna n ­ iðri við ána er þagn­að­ur. Keldu­hverf­ ið sef­ur. Ósjálfr­átt er ­Pálmi far­inn að tal­a að­eins ­lægra, dreg­ur of­ur­lít­ið seim­inn og virð­ist ­muna í lúr­inn. Hann er víst van­ur að s­ ofna ­snemma í veiði­ferð­um en virð­ist þó ­ætla að ­gera of­ur­litla und­an­tekn­ingu fyr­ir gest sinn við ána. ­Pálmi strýk­ur silfr­aða skegg­brodda á hök­ unni: „Síð­an fer ég að kynn­ast mönn­um ­seinna á ­minni veiði­manns­ævi sem ­kenndu mér að hóf­sem­in er dyggð. Smám sam­an átt­aði mað­ur sig ­líka á því að hlut­ir, sem ­einu ­sinni ­voru í lagi, ­voru það ­ekki leng­ur og þá fór mað­ur að ­leggja sam­an tvo og tvo. Nið­ur­stað­an var að þótt ­mörgu sé um að ­kenna þá sé það að ­minnsta ­kosti að ­hluta til okk­ar eig­in ­græðgi sem hegg­ur allt of stór skörð í líf­rík­ið og þá fer mað­ur nátt­úr­lega að ­hugsa í þá ­veru að það ­væri ­kannski hægt að and­æfa ­þessu ­ástandi með ein­hverj­um ­hætti. Fyr­ir nokkr­um ár­um kynnt­ist ég til dæm­is stór­merki­ leg­um ­manni sem heit­ir Pet­er Clin­ton Po­wer og er með lax­veiði­svæði á Kóla­skaga í Rúss­landi á ­leigu til 50 ára. Þeg­ar hann tók við svæð­inu var það í ­klessu ­vegna veiði­þjófn­að­ar og illr­ar um­gengni. Hann tók við því fyr­ir 11–12 ár­um og þá var veið­in um 500 lax­ar yf­ir sum­ar­ið. ­Núna er hún kom­in í um eða yf­ir 5.000 ­laxa yf­ir sum­ar­ið. Samt hef­ur Pet­er aldr­ei gert ­neitt ann­að en að ­segja mönn­um að ­sleppa aft­ur veidd­um laxi. Hann hef­ur aldr­ei ­leyft nein­ar seiða­slepp­ing­ar eða rækt­un og ­enga veiði­staða­verk­fræði. ­Þetta kem­ur ­bara af ­sjálfu sér ef geng­ið er vel um svæð­ið.

­Þarna ­vakti at­hygli ­mína sú tak­marka­lausa virð­ing a­ llra sem ég ­hitti, og ­voru gest­ir karls­ins, fyr­ir því sem hann var að gera. Mað­ur gekk með ­ánni dag eft­ir dag og sá ­hvergi nokk­urs stað­ar rusl. ­Þetta var ­eins og ósnort­ ið land. Á köfl­um fannst mér ég ­þurfa að ­klípa sjálf­an mig í hand­legg­inn til að ­vakna, ­þetta var svo óraun­veru­ legt. Að­eins ­viku áð­ur ­hafði ég ver­ið að ­tína upp rusl við ís­lenska ­veiðiá. Ég ­spurði Pet­er að því hvern­ig hann ­færi að ­þessu og hann ­sagði að það ­væri ein­falt: Regl­ urn­ar eru svona og ef menn eru staðn­ir að því að ­brjóta þær í ­mínu um­dæmi þá er ­þeim boð­ið pent að ­pakka sam­an. ­Þeim er boð­ið upp í ­þyrlu og flog­ið með þá til Murm­ansk og ­þeir fá aldr­ei að ­koma aft­ur. En ­verða menn þá ­ekki reið­ir? ­spurði ég og hann svar­aði: Nei, alls ekki. Það ­vita all­ir að regl­urn­ar eru svona og ­þeim ­bera að ­hlýða. Til dæm­is er ein mjög hörð ­regla ­þarna nið­ur frá að ­einn veiði­mað­ur kemst ­ekki upp með það að eyði­leggja fyr­ir öðr­um með drykkju­lát­um. Ef menn eru staðn­ir að ­slíku þá er flog­ið með þá ­beint til Murm­ ansk. Við Ís­lend­ing­ar gæt­um svo sann­ar­lega lært af svona lög­uðu og popp­að að­eins upp hjá okk­ur hegð­un­ina og veiði­menn­ing­una. Mað­ur verð­ur ­bara að ­treysta kyn­ slóð­inni sem tek­ur við af okk­ur að ­gera bet­ur. Það get­ur ver­ið að það sé erf­itt að ­kenna göml­um ­hundi að ­sitja en hvolp­arn­ir ­koma þá von­andi með ­betri veiði­menn­ ingu. Um ­leið og menn ­fara að ­haga sér ­illa í um­gengni við bakk­ann eða gagn­vart öðr­um veiði­mönn­um, og ­taka með sér brest­ina sem Stef­án heit­inn Jóns­son tal­ar svo skemmti­lega um í ein­hverri af bók­un­um sín­um, þá smit­ ast það út í allt sem til­heyr­ir veið­inni og það eyði­legg­ur allt í kring. Sjálf­ur fór ég í geng­um ­þetta brjál­æði á sín­ um ­tíma og það var skemmti­legt í smástund en síð­an ­bara leið­in­legt,“ seg­ir ­Pálmi Gunn­ars­son, bank­ar létt í borð­ið, salt­kjöt og baun­ir tú­kall, og býð­ur ­góða nótt. Ég sit ­einn eft­ir með skrif­blokk­ina ­mína í sam­komu­ saln­um í Skúla­garði. Eft­ir fá­ein­ar mín­út­ur er þögn­in orð­in svo mik­il að mér finnst ég ­heyra þung­an són fyr­ ir eyr­um mér. Ég ­pára eitt­hvað á texta­blöð­in mín en skyndi­lega er þögn­in rof­in þeg­ar ís­skáp­ur ­frammi í eld­ húsi hrekk­ur í gang og ég ­ákveð að ­ganga til náða. Í fyrra­mál­ið verð­ur vakn­að ­snemma og hald­ið nið­ur að ­hlýrri ­ánni sem el­ur tröll.

Inn­rás í kon­ungs­ríki sjó­birt­ings­ins Morg­unn­inn heils­ar okk­ur bjart­ur og fag­ur. Það er glitr­ andi tí­brá yf­ir mar­flötu und­ir­lend­inu í Keldu­hverfi og of­ur­lít­il dala­læða leys­ist upp yf­ir ­ánni þeg­ar sól­in hækk­ ar sig á ­lofti. Við rölt­um í ró­leg­heit­um nið­ur að á. ­Pálmi ætl­ar að ­kasta og ég ­ætla að ­trufla hann, fá hann til að ­spjalla um veið­ina og ná nokkr­um punkt­um nið­ur á blað. „Held­urðu að ­þeir ­stóru ­gefi sig til í dag?“ spyr ég ef­ins. „Al­veg ábyggi­lega,“ svar­ar hann og skýt­ur lín­unni yf­ir að bakk­an­um hin­um meg­in. Hann dreg­ur ­litla straum­flugu hægt til sín og í kjöl­far henn­ar rís ­ólga á vatn­inu sem ­deyr síð­an út.


12 • Sportveiðiblaðið

„­Sástu ­þetta?“ hvísl­ar hann, gef­ur mér ­auga og tek­ ur ann­að kast. Aft­ur kem­ur ­bunga á vatn­ið í kjöl­far flug­unn­ar og í ­þetta sinn negl­ir urrið­inn hana. Veiði­mað­ur­inn kall­ar upp yf­ir sig, land­ar fisk­in­um eft­ir ­snarpa við­ur­eign og slepp­ir aft­ur fum­laust. Mér gefst ­varla tæki­færi til að ­skoða fisk­inn og hvað þá að ­mynda hann. En ­þetta var furðu­lega feit­ur sjó­birt­ing­ur, hnött­ótt­ur með hálf­gert hnakka­spik. ­Pálmi bros­ir og rétt­ir mér stöng­ina. „­Reyndu, ­þeir eru ­fleiri ­þarna og sum­ir ­miklu ­stærri en ­þessi kett­ling­ur,“ seg­ir hann – en ég seg­ist ­ekki ­vera í ­stuði til að ­veiða. Ég ­megi eng­an ­tíma ­missa og ­þurfi að ­pumpa hann bet­ur til að ­eiga ­efni í sæmi­legt við­ tal. „­Ekki í ­stuði til að ­veiða? Aldr­ei hef­ur það kom­ið fyr­ir mig.“ Þann­ig egn­ir hann mig til að ­taka nokk­ur köst en eft­ir kort­ér legg ég frá mér stöng­ina og sest hjá ­Pálma í slakk­ann við ána. Mig lang­ar að ­heyra hann tal­a um sjó­birt­ing­inn á Ís­landi því að ég ­veit að sá fisk­ur er hon­um kær­ari en nokk­ur ann­ar og ­Pálmi hef­ur haft af hon­um ára­tuga löng ­kynni. Hvað er ann­ars langt síð­an hann byrj­aði að ­veiða sjó­birt­ing? „­Eins og ég ­sagði þér í gær þá var ég byrj­að­ur að ­veiða birt­inga sem ­gutti ­heima á Vopna­firði en það var ­ekki fyrr en ég fór ­fyrstu ferð­ina aust­ur að ­Klaustri, lík­ lega um 1973, sem ég kol­féll fyr­ir um­hverf­inu og höfð­ ingj­un­um sem þar ­eiga óðöl. ­Þarna var ég kom­inn í kon­ungs­ríki sjó­birt­ings­ins.

Ég komst strax í bull­andi stór­an sjó­birt­ing í Gren­læk og Eld­vatni, ­miklu ­stærri en ég ­hafði kynnst ­heima á æsku­slóð­un­um og mér fannst ­eins og sjó­birt­ing­ur­inn ­væri hrein­lega teikn­að­ur inn í ­þetta um­hverfi ­þarna fyr­ ir aust­an. Vest­ur-Skafta­fells­sýsl­an er ­eins og snið­in að þess­um ­fiski og ­hvergi á Ís­landi þrífst hann bet­ur, ­nema ef ­vera ­skyldi hér í yl­volgri Litl­ánni, en hún er ­líka ein­ stök og sér á ­parti. Hins veg­ar ­hafði ég ­ekki ­veitt í mörg ár í Vest­urSkafta­fells­sýslu þeg­ar ég átt­aði mig á því að þar var eitt­hvað ­eins og það ­átti ­ekki að vera. Menn ­voru oft og tíð­um að ­veiða al­veg gríð­ar­lega mik­ið og ég ­hafði ­ekki ver­ið mörg sum­ur ­þarna fyr­ir aust­an þeg­ar upp kom mál þar sem veiði­menn ­höfðu ­veitt vor­fisk í hundr­aða­tal­i og síð­an smellt í ein­hverja rusl­at­unnu á Kirkju­bæj­ar­klaustri svo að ýldu­brækj­una ­lagði um hálft hér­að­ið. Mér var al­var­lega brugð­ið og þá fór ég að ­hafa áhyggj­ur af svæð­ inu.“ Ég finn að ­Pálmi er að kom­ast í ham og sé fyr­ir mér að það ­verði ­varla mik­ið ­veitt á þess­ari morg­un­vakt á með­an hann tal­ar, ég ­hlusta og stöng­in ligg­ur í gras­inu. Hann star­ir dreym­inn út í fjarsk­ann, ­kannski suð­ur á ­sanda. Hann bros­ir með ein­hverri und­ar­legri for­tíð­ar­þrá og ég ­pára með ­penna í blokk­ina mína. ­Eitt augna­blik bý ég mig und­ir að ­standa á fæt­ur en þá held­ur hann ­áfram af ­hálfu ­meiri ­þunga. „Og ­ekki skán­aði það þeg­ar mað­ur fór ­skömmu síð­ar að ­heyra af pæ­ling­um ­manna um að ­troða ­laxi í all­ar spræn­ur ­þarna ­eystra, ár sem þá þeg­ar ­voru full­ar af bolta­birt­ingi. Um ­þetta ­leyti ­heyrði ég sög­urn­ar af


Sportveiðiblaðið • 13 laxa­rækt­inni í Geir­lands­á fyrr á öld­inni sem leið: Seið­ um var dælt í ána og á end­an­um ­sátu ­þeir ­uppi með á sem gaf ­miklu ­miklu ­minna af sjó­birt­ingi en áð­ur ­hafði ver­ið og ­þeir ­fengu ör­fá laxa­kvik­indi í stað­inn. Það ­voru slæm kaup. Sam­búð þess­ara ­fiska geng­ur ­bara ­ekki upp að ­mínu mati. ­Seinna ­frétti ég af mis­lukk­aðri laxa­rækt í Eld­vatni í Með­al­landi sem ekk­ert varð úr því að áin hafn­aði hrein­ lega lax­in­um og um ­tíma ­voru gerð­ar ve­sæld­ar­leg­ar til­raun­ir til að ­sleppa ­laxi í Gren­læk en því var hætt snar­lega og hans hef­ur ekk­ert orð­ið vart þar. ­Næsta skref var hins veg­ar þeg­ar ­þeir ­fóru að ­flytja haf­beit­ar­lax­inn inn á svæð­ið og þá tók gam­an­ið held­ur bet­ur að ­kárna, stór­slys­in ­vofðu yfir. Þá var flutt­ur lax upp í Hell­is­á á Síðu­mannaa­frétti sem renn­ur í ­Skaftá. Veiði­fé­lag, sem stofn­að var um Hell­isá, ­sótti um ­leyfi til 3 að ­flytja ­laxa úr stöð á Snæ­fells­nesi þang­að. Sett­ar ­voru upp grind­ur í Hell­is­á til að ­varna því að lax­inn ­færi nið­ II. KAFLI ur í Skaft­á og það­an út um allt vatna­kerfi Skaft­ ár og Fiskræktaráætlun. Kúða­fljóts. ­Þetta var hlægi­lega sorg­legt. Á ­öðru eða5. gr. ­þriðja ári kom upp kýla­veiki í stofn­in­um ­þarna Fiskræktaráætlun. en ­sami fisk­ur var flutt­ur í Norð­linga­fljót í Borg­arfrði. Í hverju veiðivatni, þar sem ætlunin er að stunda fiskrækt með sleppingu seiða, hafbeit til Það renn­ur mér ­seint úr ­minni þeg­ar fiski­fræð­ing­ar stangveiði eða öðru því er að fiskrækt lýtur, er veiðifélagi eða veiðiréttarhöfum, þar sem ekki ­voru að ­reyna að kraka þenn­an fisk upp úr Helli­sánni er veiðifélag, skylt að gera fiskræktaráætlun er nái til fimm ára í senn. Hlutverk fiskræktarsem var nátt­úr­lega vita­von­laust mál. Þenn­an fisk var að áætlunar er að gera fyrirhugaða fiskrækt markvissa „Jú, og árangursríka og tryggja eftir föngum ­finna ­löngu síð­ar úti um allt kerf­ið og með­al ann­ars í menn fá allt­af af og til laxa­glampa í aug­un og að þannig sé að fiskrækt staðið í hvívetna að vistkerfi villtra ferskvatnsfiskstofna stafi ekki Kúða­fljóti. ­Bara hug­mynda­fræð­in í kring­um ­þetta var virð­ast frek­ar ­vilja ­veiða ­litla mátt­lausa laxa­ hvolpa en hætta af slíkum framkvæmdum. von­laus. Þess­ar grind­ur sem ­þeir ­settu upp ­voru til dæm­ spik­feita risa­vaxna og heil­brigða sjó­birt­inga. Við vel­unn­ is þann­ig að það ­þurfti ­ekki ­nema ­góða rign­ing­arg­usu ar­ar vest­ur-skaft­fellska sjó­birt­ings­ins fögn­uð­um óg­ur­lega 6. gr. til að þær ­færu á kaf og fisk­ur­inn ­flyti yf­ir þær.“ þeg­ar end­ir var bund­inn á laxa­bull­ið í Hell­is­á og gerð­ Samþykkt fiskræktaráætlunar. ar ­voru breyt­ing­ar á 9. ­grein ­laga um fi­skrækt. ­Gleði Framkvæmd háðar því Landbúnaðarstofnun hafi Fá­nýt­ur laga­ bók­staf­ursamkvæmt fiskræktaráætlun erokk­ varðað hins veg­ar skamm­vinn þeg­ ar í áður ljós kom að áætlunina. en skal­væri Landbúnaðarstofnun Fyrr ensamþykkt var­ir er kom­ ið hlé. ViðÁður ákveð­ umsamþykki að skut­lasterí veitt hægt að ­sækja um und­an­þleita ág­ur umsagnar til flutn­ings á ­laxi Kaup­fé­Veiðimálastofnunar. lag­ið í Ás­byrgi til að ­kaupa gott ­kaffi og ­rjóma ­milliþeir bú­sskilmálar væða og veiði­ ála­stjóri ­gæfi end­an­legt ­leyfi Í samþykki skulu koma fram semmLandbúnaðarstofnun og ým­itelur s­legt nauðsynlega, ann­að smá­legtm.a. sem til ­Pálma og fé­ laga hans fiskstofni en ef það gegn ­leyfi ­vsjúkdómum æri kært þá end­ aði ákvörð­un­in ­inni á verndar viðkomandi og erfðablöndun. van­hag­Nánar ar um fyr­ i r n ­ æstu d ­ aga við veið­ a r. Ég þarf hins b ­ orði hjá yf­ i r­ m anni veiði­ m ála­ s tjóra sem er land­bún­að­ skal kveðið á um samþykkt fiskræktaráætlunar í reglugerð sem ráðherra setur. veg­ar að ­koma mér aft­ur ­heim til Ak­ur­eyr­ar seinni­part­ ar­ráð­herra. Og það var ­eins og við mann­inn mælt að inn. það var strax sótt um und­an­þágu til að ­flytja aft­ur lax í III. KAFLI Það er und­ar­legt að ­keyra um ­þessaAlmenn ­sveit þarákvæði sem Hell­ sá, úr ­sömu rækt­un­ar­stöð og skil­að ­hafði kýla­veik­ um ifiskrækt. sprung­urn­ar, sem ­urðu til við jarð­hrær­ing­arn­ar 1976,7. gr.inni í ána. ­gapa enn við veg­far­end­um, opn­ar gjár sem ­ligga þvert Hrognataka.Þá fór ým­is­legt í gang. Við ætl­uð­um ­ekki að ­láta á veg­inn og und­ir okk­ur þar sem við brun­um í aust­ur­ ­þetta yf­ir okk­ur ­ganga. Mað­ur skrif­aði í blöð­in og kær­ Veiðifélagi er heimil lax- og silungsveiði til hrognatöku í samræmi við ákvæði II. kafla átt. um var lát­ið ­rigna yf­ir land­bún­að­ar­ráðu­neyt­ið. Ég g­ leymi laga þessara og 26. gr. laga um lax- og silungsveiði. Ef meiri hluti veiðiréttarhafa við veiði­Pálmi er enn­þá með hug­ann við kon­ungs­ríki sjó­ því aldr­ei þeg­ar að­stoð­ar­mað­ur ráð­herra ­hringdi í mig vatn, þar sem ekki er veiðifélag, vill láta veiða ­elax og silung til hrognatöku í því vatni skal birt­ings­ins í Vest­ur-Skafta­fells­sýslu og inn­rás að­komu­ inn góð­an veð­ur­dag og til­kynnti mér að flutn­ing­ur á afla leyfis Landbúnaðarstofnunar. Leyfi veiðiréttarhafa hrognatöku vera tímabundið fiska af ­manna völd­um. Ég spyr hann hvort ­þessu ævin­ ­laxi ­hefðitil ver­ ið bann­að­urskal í Helli­ sána en leyfð­ur í Norð­ þvíeru felast þauþáskilyrði mati Landbúnaðarstofnunar týri sé ­eog kki skulu lok­ið. V ­ íarla ­þeir enn­ að ­stundasem laxa­nauðsynleg rækt linga­feru ljót íað Borg­ ar­firði. Þar með var hálf­ur sig­util r unn­inn verndar veiðivatnsins. ­þarna fyr­ ir aust­afiskstofnum n? og ég hélt í barna­skap mín­um að ­þarna ­hefði unn­ist

8. gr. Fiskrækt í ám og vötnum. Við fiskrækt í ám og vötnum skal einungis nota stofn úr viðkomandi veiðivatni. 9. gr. Bann við flutningi laxfisks milli veiðivatna. Hvers konar flutningur á laxfiskum úr náttúrulegu veiðivatni, hafbeitar- eða eldisstöð í annað náttúrulegt veiðivatn til stangveiði er óheimill. 10. gr. Undanþága. Landbúnaðarstofnun getur veitt undanþágu frá banni skv. 8. og 9. gr. Til þess að fá slíka


14 • Sportveiðiblaðið áfanga­sig­ur sem y­ rði for­dæm­is­gef­andi fyr­ir fram­hald­ið. Svo virð­ist hins veg­ar sem 9. grein­in í lög­un­um um fisk­ rækt sé ­vita gagns­laus og lít­ur helst út fyr­ir að ­hafa ver­ ið sett ­þarna til að ­friða menn ­eins og mig og að hún sé ­bara til mála­mynda. ­Núna ligg­ur til dæm­is fyr­ir að það er ver­ið að ­gera mass­ívar árás­ir á ­þessa ein­stæðu ­stofna enn þann dag í dag og það rík­ir í raun­inni al­gjört ófremd­ar­ástand í Vestur-Skafta­fells­sýslu hvað ­þetta varð­ar. Fyr­ir það ­fyrsta er ver­ið að ­fikta við laxa­rækt ­þarna sem er fyr­ir ut­an lög og regl­ur og orð­ið kæru­vert fyr­ir ­löngu, ­löngu síð­an og þarf að ­taka á því. Það eru ­uppi ­áform um haf­beit á ­laxi út frá mið­svæði sjálfr­ar móð­ur­æð­ar­inn­ar, Skaft­ár, og ­fleiri eru með ým­is­legt á prjón­un­um þótt ekk­ert sé staðfest. Þar fyr­ir ut­an má ­ekki ­gleyma jaðr­in­um á ­þessu kon­ungs­ríki sjó­urrið­ans, svæð­inu í ná­munda við Vík í Mýr­dal. Þar er nátt­úr­lega kom­inn ægi­leg­ur mink­ur í hænsna­bú­ið. Þá er ég að tal­a um Sviss­lend­ing­inn sem ­keypti Heið­ar­vatn í Heið­ar­dal og það ­svæði og tel­ur sjálf­ur að hann sé í stór­kost­legu rækt­un­ar­starfi. En hann ger­ir sér eng­an veg­inn ­grein fyr­ir því að hann er trú­lega að ­ganga frá ­þessu ­svæði þar um kring og jafn­vel ­lengra í ­burtu stein­dauðu með slepp­ing­um á laxa­seið­um í Vatns­á og til að ­bíta höf­uð­ið af skömm­inni, urriða­seiða­ slepp­ing­um í Heið­ar­vatn sem eng­inn botn­ar ­neitt í og ná ­engri átt. ­Þeir sem ­þekktu til Heið­ar­vatns, Vatns­ár og Kerl­ing­ ar­dals­ár ­vita að ­þetta var glæsi­legt ­svæði með stór­kost­ Pálmi Gunn­ars­son í kon­ungs­ríki sjó­birt­ ings­ins vor­ið 2009. „Mér fannst ­eins og birt­ing­ur­inn ­væri hrein­lega teikn­að­ur inn í ­þetta um­hverfi.“

Besti veiði­fé­lag­inn: Ragn­heið­ur H ­ elga Pálma­dótt­ir, 24 ára, horf­ir yf­ir Fells­hyl á sil­unga­svæð­inu í H ­ ofsá. Þau feðg­in­in h ­ afa ­veitt sam­an síð­an hún var 9 ára.

leg­um sjó­birt­ings­stofni en ég held að það sé allt fyr­ir bí núna. Og það sem ­verra er; lax­ana, sem ver­ið er að ­rækta ­þarna, mun­ar ekk­ert um að ­bregða sér bæj­ar­leið. Það er tal­andi ­dæmi um ­þetta að í ­fyrra fór ég í Eld­vatns­ botna, ynd­is­legt, lít­ið ­svæði efst í Eld­vatn­inu í Með­al­landi þar sem ég hef ­veitt ­mína ­stærstu sjó­birt­inga og ég sá ­ekki ­einn sjó­birt­ing en fékk hins veg­ar ­átta ­laxa sem ­voru all­ir djöf­ull ljót­ir og pöss­uðu ­illa inn í ­þetta um­


Sportveiðiblaðið • 15 hverfi, roð­rifn­ir og sporð­étn­ir. ­Þarna hef­ur ­ekki ver­ið rækt­að­ur lax og ­þeir ­hljóta því að ­hafa kom­ið úr Vatns­ ár­slepp­ing­un­um, Skóg­ár­slepp­ing­un­um eða Rang­ár­ slepp­ing­un­um. Í ­fyrra veidd­ust merkt­ir fisk­ar, ­alla ­vega ­tveir, í Geir­lands­á sem ­höfðu ver­ið merkt­ir í Rang­ár­ slepp­ing­um. Síð­an er ekk­ert ólík­legt að Tungu­lækj­ar­ lax­ar ­fari á flakk um svæð­ið. Það er al­gjör­lega nýtt fyr­ir mig prí­vat og per­sónu­lega að ­vera allt í ­einu far­inn að ­veiða lax í Vest­ur-Skafta­ fells­sýslu. Það set­ur að ­manni ískyggi­leg­an ugg að ­fara í þriggja ­daga ­veiði þang­að og fá ekk­ert ­nema ein­hverja hálf­laxa sem ­líta ­illa út og eru ­ekki af nein­um nátt­úru­ leg­um ­stofni. Það er ­reynsla mín að í ­þeim til­vik­um sem ég hef feng­ið ­laxa á þess­um slóð­um þá ­líta ­þeir ­ekki vel út, eru ein­kenni­leg­ir á lit­inn og óeðli­leg­ir á all­an máta.“ ­Pálmi hef­ur ­ekki þagn­að ­alla leið­ina að Ás­byrgi. Stund­um, þeg­ar hon­um hef­ur ver­ið mest ­niðri fyr­ir á leið­inni, hef­ur hann ósjálfr­átt stig­ið fast­ar á bens­ín­gjöf­ ina ­eins og til áherslu­auka en dreg­ið jafn­harð­an úr ferð­inni aft­ur til að ná sér nið­ur. ­Þetta hef­ur því ver­ið skryk­kjótt öku­ferð í norð­lenskri sum­ar­blíð­unni og mér dett­ur í hug að ­kannski sé ­Pálmi Gunn­ars­son ­eins kon­ar Don Kík­óti okk­ar veiði­manna í stans­lausri kross­ferð gegn rán­yrkju og ­illri með­ferð á bú­svæð­um lax­fiska. En líkt og ­spænski vopna­bróð­ir hans virð­ist ­Pálmi stöð­ugt ­vera að berj­ast við vindm­yll­ ur því að ým­is ­teikn eru á ­lofti um að virð­ing okk­ar fyr­ir nátt­úru­leg­um stofn­um og heim­kynn­um ­þeirra ­fari stöð­ugt þverr­andi. Pen­inga­leg sjón­ar­mið ­ráða för, gull­ graf­ara­æði renn­ur á menn sem fá að ­flytja ­laxa þvers og kruss um all­ar þorpa­grund­ir og sjaldn­ast virð­ist sem nátt­úr­an eða fisk­ur­inn fái að ­njóta ­vafans.

Lax­ar ut­an úr geimn­um Á leið­inni aft­ur ­heim í Skúla­garð lýs­ir ­Pálmi því yfir, sem raun­ar ­hafði ­ekki far­ið fram hjá mér, að hann ­hafi mikl­ar áhyggj­ur af þess­ari þró­un og að það sé tal­andi ­dæmi um nið­ur­læg­ingu sjó­birt­ings­stofns­ins hvern­ig far­ið ­hafi ver­ið með Rang­árn­ar. Þar ­hafi hann oft og mörg­um sinn­um lent í bull­andi sjó­birt­ings­veiði á átt­ unda ára­tugn­um en síð­an ­ekki sög­una meir. Hann ­hafi stein­hætt að ­fara í Rang­árn­ar eft­ir að „laxa­bull­ið“ hófst. ­Pálmi seg­ir að þar ­hafi að hans ­mati ver­ið gerð ­mestu mis­tök Ís­lands­sög­unn­ar í þess­um mála­flokki og að þau ­toppi allt ann­að í ann­ars „veg­legri röð mis­taka“ á ­þessu ­sviði. „Það er ver­ið að búa til „artif­ici­al“ ­veiði úti um all­ ar triss­ur. ­Næsta æv­in­týri við Rang­árn­ar er Tungu­fljót­ið í Bisk­ups­tung­um ­inni á ­miðju Ölf­us- og Hvít­ár­svæð­inu. Þar er enn ­eitt haf­beit­ar­æv­in­týr­ið að ­fara í gang. Hvar eru nú Stanga­veiði­fé­lag Reykja­vík­ur eða veiði­ fé­lög­in á svæð­inu sem ­ættu að ­vera log­andi hrædd við ­þessa þró­un? Allt í ­einu birt­ist ­bara ein­hver fýr sem ákveð­ur að ­sleppa ­laxi í jök­ul­kalda á sem ber ­ekki lax og það er far­ið í Rang­ár­form­úl­una og allt er kom­ið á fljúg­andi ferð! Og það seg­ir eng­inn múkk við ­þessu. Samt hlýt­ur hver heil­vita mað­ur að sjá að þess­ir fisk­ar

Pálmi er einn af fáum veiðimönnum á Íslandi sem er búinn að fatta lúxusinn við að vera ekki í vöðlum, nema þegar nauðsyn krefur.

Mátulega bjartsýnn á sumarið

„Ég er mátu­lega bjart­sýnn á sum­ar­ið. ­Bæði er það að ég á ­ekki von á að met­veiði­sum­ ar­ið í ­fyrra ­verði topp­að, frek­ ar að það ­verði ein­hver minnk­ un svona ­heilt yfir. Þó að eng­inn ­viti ævi ­sína fyrr en öll er þá von­ast ég til að kom­ ast í ­mína ­föstu ­túra í Lax­á í Að­al­dal og ­Langá. Fer í ­veiða­sleppa í Að­al­daln­um og svo

Hvað segja veiðimenn?

í maðk­veiði í ­Langá. Mjög ­ólík ­veiði en ég fæ jafn­mik­ið út úr báð­um túr­um. Svo fer ég að sjálf­sögðu með krakk­ ana í Ell­iða­árn­ar sem er al­ ger­lega ómiss­andi. Að ­öðru ­leyti er sum­ar­ið óákveð­ið og aldr­ei að ­vita hvað kem­ur upp,“ seg­ir Ási ­Helga um sum­ar­ið 2009. „Sum­ar­ið í ­fyrra var al­ger­lega ótrú­legt hjá mér og ég hef aldr­ei land­ að jafn­mörg­um fisk­um. Spil­ aði þar inn­í að ég fór í f­yrsta sinn í Ytri-Ran­gá þar sem allt kraum­aði af laxi. Það er aldr­ ei að ­vita ­nema mað­ur s­ kelli sér þang­að aft­ur,“ seg­ir Ási að lok­um, kom­inn með fjar­ rænt til­hlökk­un­ar­blik í aug­ un. n Ás­mund­ur Helga­son

Sportveiðiblaðið 1. tbl. 2009  

Sportveiðiblaðið, málgagn veiðimanna

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you