Page 1

Draumaliðið mitt

Vill enda með sigri

Handboltahefðin

200 leikja mennirnir

Plakat í miðopnu

Klístur Handknattleiksdeild Vals

25. mars 2006
Drauma-Jolli


Öflugt fólk Ágætu Valsmenn! Yfirstandandi tímabil markar ákveðin tímamót í sögu félagsins. Ný aðstaða er í byggingu, sem hefur gert það að verkum að deildir félagsins hafa stundað sínar íþróttir annars staðar en heima á Hlíðarenda. Í tilfelli handknattleiksdeildar hafa yngstu flokkarnir raðað sér í íþróttahús hinna ýmsu skóla, en elstu flokkar deildarinnar hafa æft og spilað í Laugardalshöllinni. Hafi einhver haft áhyggjur af þessu tímabili sökum þessa, voru þær áhyggjur algjörlega óþarfar. Iðkendur, þjálfarar og aðrir sem að liðunum standa hafa sýnt þessum aðstæðum mikinn skilning og sameinast í því að gera tímabilið að heiman gott. Fyrir þetta eiga allir hrós skilið og snúum við enn sterkari til baka á nýju tímabili, í glæsilegustu íþróttaaðstöðu landsins. Í kringum handknattleiksdeildina vinna margir sjálfboðaliðar kraftaverk á degi hverjum. Við eigum ótrúlega öflugt fólk að og viljum við nota tækifærið og þakka þessu fólki fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Það er félaginu ómetanlegt að hafa slíkt fólk innanborðs. Við fögnum útgáfu þessa blaðs, Klístursins, sem er til marks um þá miklu grósku sem er í starfi handknattleiksdeildar. Yngri flokka starfið er á uppleið og er stefnan að gera enn betur á næstu árum. Á hverju ári skila sér titlar í starfið, nú síðast varð 3. flokkur karla bikarmeistari og ljóst að framtíðin er björt hjá okkur Valsmönnum. Þegar þetta er skrifað eru meistaraflokkar Vals í harðri baráttu um efstu sæti DHL-deildanna, bæði sitja í 3. sæti og eygja von um Íslandsmeistaratitilinn. Í þessari baráttu viljum við vera á hverju ári, það er einfaldlega krafa allra sem að félaginu standa. Með nýrri aðstöðu skapast frekari tækifæri til að gera enn betur og fylla bikaraskápana sem þar munu standa. Það er skemmtilegur tími framundan, tíminn þar sem úrslit ráðast og meistarar verða til. Meistaraflokkarnir, sem og nokkrir yngri flokkar eru í baráttu um titla, meistaraflokkur kvenna er kominn í undanúrslit Áskorendakeppni Evrópu sem fram fer í apríl, 2. flokkurinn ætlar sér að verja Íslandsmeistaratitilinn og þannig mætti lengi telja. Það er mikill kraftur í handknattleiksdeild Vals eins og alltaf og engin ástæða til að slaka á. Við hvetjum fólk til að taka þátt í öflugu starfi með okkur í félagi þar sem einstaklingurinn fær að njóta sín. Í félagi sem hefur metnað til að standa vel að starfinu, hefur ávallt bestu þjálfarana innanborðs og krefst þess að iðkendur sýni liðsfélögum og andstæðingum virðingu og háttvísi í hvívetna. Síðast en ekki síst, í félagi þar sem krafa um sigur er sjálfsögð, án þess að þó að kappið beri fegurðina ofurliði. Valsmenn, fjölmennum á þá leiki sem eftir eru og styðjum okkar fólk til sigurs!

Efnisyfirlit:

Bls. 3

Öflugt fólk

Bls. 5

Þjálfari karla

Bls. 7

Þjálfari kvenna

Bls. 8-9

Strákarnir

Bls. 9

Björt framtíð

Bls. 10-11

Stelpurnar

Bls. 13

200 leikja mennirnir

Bls. 14

Fótboltinn

16-17

Plakat

Bls. 18

Handboltahefðin

Bls. 20

Þjófavarnarkerfið

Bls. 23

Vil kveðja með sigri

Bls. 26

Margt að þakka

ÁFRAM VALUR! F.h. stjórnar hkd. Vals Stefán Karlsson Varaformaður

Umsjón og ábyrgð: Útgefandi: Media Group ehf Ritstjóri: Hilmar Þórlindsson Blaðamenn: Guðmundur Marinó Ingvarsson Hilmar Þórlindsson Róbert Jóhannsson

Ljósmyndun: Media Group ehf Pétur Ásgeirsson Próförk: Erling Ó. Aðalsteinsson Umbrot: Media Group ehf Prentun: Íslandsprent

Varaformaðurinn
�������

�������������������������� ������������������������������������������ ���������������������������������������� �������������������������������������������� �������������������������������������� ����������������������������������� �� ���������� ������������� ����� ������� ����� �������� �� �������������������������������������������������������� ������������ ���� ������� ������������� ���������� ��������������������������������������������������� ���������������������������������������������������� �������������������������

���������� ����� ������ �� ��� ������������������������� �����������������

�������� � � � � �������������������������������������������

Drauma-Jolli


Skemmtilegra en að

horfa á fótbolta

Óskar Bjarni Óskarsson er þjálfari meistaraflokks karla. Það eru fáir þjálfara sem hafa meiri áhuga eða metnað heldur en Óskar. Þetta er þriðja ár hans með liðið og hefur hann gert frábæra hluti með hið unga og efnilega lið Vals. Blaðamaður Klístursins heyrði hljóðið í Óskari og spurði hann um árangur liðsins til þessa og eins valdi Óskar „All star team” Vals.

Það fyrsta sem Óskar var spurður að var hvernig undirbúningi liðsins var háttað fyrir þetta keppnistímabil. „Þetta er auðvitað þriðja árið mitt með liðið þannig að það var hefðbundið. Leikmennirnir fengu prógram og æfðu mikið sjálfir í maí og júní. Voru þá mikið að hlaupa og í ólympískum lyftingu. Það var kannski meiri pressa á ungu leikmönnunum að skila síðan prógraminu en þessir eldri þekkja þetta auðvitað betur. Síðan byrjuðum við allir saman 17. júlí, fyrri hlutann vorum við í Valsheimilinu og þann seinni í Austurbergi. Það var kannski svolítið erfitt útaf lyftingaraðstöðu en heilt yfir þá getum við verið bara nokkuð sáttir”. Valsmenn léku fantavel fyrir áramót en eftir það þá hallaði aðeins undir fæti. Ertu sáttur með gengi liðsins það sem af er? „Ja, maður var sáttur með gengið fyrir jól en auðvitað ekki sáttur með að hafa dottið út úr bikarkeppninni. Við vorum að spila án Sigurðar Eggertssonar og gátum því verið nokkuð sáttir með að vera í öðru sæti. En síðan eftir áramót var ég alls ekki sáttur. Mér fannst spilamennskan alls ekki góð, við töpuðum fyrir Fram og Haukum sem voru báðir úrslitaleikir sem var virkilega slæmt. Þar af leiðandi þá erum við svo til dottnir úr baráttunni sem framundan er um titilinn. Og þér að segja þá hefði ég viljað fá einn titil í ár”. En sérðu ástæðuna fyrir þessu kaflaskipta gengi í fljótu bragði? „Nei, ég hef auðvitað skoðað þetta margoft og hef ekki eina skýringu á þessu. Eftir áramót hefur gengið verið frekar slakt og það er eitthvað sem þarf að skoða gaumgæfilega. En fyrst og fremst er maður bara svekktur með það”.

Valsmenn hafa leikið heimaleiki sína í Laugardalshöll vegna þess að búið er að rífa gamla góða „braggann”. En hvernig líkar ykkur að vera í Laugardalshöll? „Stemningin er bara fín. Umgjörðin er virkilega góð og er ég sérstaklega ánægður með að það er búið að skerma af stóru stúkuna. Ég hef reyndar sagt það áður að ég er ótrúlega stoltur af þeim sem starfa í heimaleikjaráðinu hjá Val. Þeir hafa unnið alveg meiriháttar starf fyrir okkur. Ég hefði að sjálfsögðu viljað fá fleira fólk á völlinn. Við erum með marga unga, góða og spennandi leikmenn sem gaman er að horfa á. Við höfum aðeins tapað einum leik hérna þannig að árangur okkar á þessum „heimavelli” er bara mjög góður. Síðan erum við með frábæra lyftingaaðstöðu hérna, hlaupaaðstöðu og aðgang að lyftingaþjálfurum. Þannig að munurinn á undirbúningnum í janúar miðað við sumarið er mikill. Janúar var mun betri að þessu leyti. En ég get sagt það að það er mun betra að vera hérna í Laugardalshöll en margir bjuggust við. Sennilega erfiðasta spurningin sem blaðamaður lagði fyrir Óskar Bjarna var þegar hann var beðinn um að velja sitt draumalið Vals. Það hafa ótrúlega margir frábærir leikmenn leikið með félaginu og því af mörgu að taka. „Já þú segir nokkuð. Þetta er þá bara spurning af hvaða kynslóð maður ætti að taka. En ætli sé ekki best að velja þá sem maður man vel eftir og því á maður án efa eftir að fá símtöl frá þessum eldri” sagði Óskar í léttum dúr. „En ég ætla að velja lið hússins. Það er svona sem ég man hvað mest eftir. Það er af mörgu að taka en ég ætla að nefna Valdimar Grímsson í hægra hornið og Jakob Sigurðsson

í það vinstra og það mætti alveg velja varamenn þarna í hornið. Síðan er það auðvitað Geir Sveinsson á línunni og Sigfús Sigurðsson sem varamann, síðan er það Dagur Sigurðsson á miðjunni og Ólafur Stefánsson hægra megin fyrir utan. Jón Kristjánsson er auðvitað konungur hússins og verður auðvitað að vera þarna. Síðan er ekki hægt að ganga framhjá Júlíusi Jónassyni, hann einfaldlega verður að vera í þessu liði. Síðan eru það markmennirnir, við skulum segja Einar Þorvarðarson því ekki vill maður lenda upp á kant við HSÍ, síðan erum við með Guðmund Hrafnkelsson og Roland Eradze. Þetta er svona stærstu nöfnin á markmönnunum. Síðan mætti auðvitað nefna Óla Ben en þessir eldri mættu velja það lið. En þessir leikmenn eru í liði hússins að mínu mati. Þetta var erfitt skal ég segja þér”. Að lokum, hvað viltu segja við stuðningsmenn Vals þegar um 5 leikir eru eftir af þessu Íslandsmóti? „Það er nóg eftir af þessu og við verðum að hugsa fyrst og fremst um okkar leik og vona kannski að önnur lið misstígi sig. Auðvitað vona ég að sem flestir mæti á völlinn og styðji okkur því það skiptir svo gríðarlega miklu máli fyrir strákana. Núna eru tveir sjónvarpsleikir framundan, við erum mjög ánægðir með trommuleikarana hjá okkur, flott sambastemning og þegar þeir eru þá er mesta stemningin hjá okkur. Þannig að endilega bara komið á völlinn og sjáið skemmtilegt lið spila góðan handbolta. Það er án efa skemmtilegra heldur en að sitja heima og horfa á fótbolta. Að lokum vil ég segja það að því fleiri áhorfendur því skemmtilegri handbolti, það gefur auga leið” sagði Óskar Bjarni að lokum.

Þjálfarinn
Drauma-Jolli


Liðið er sterkara

Ágúst Jóhansson er þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val. Hann hefur þjálfað lengi þrátt fyrir ungan aldur jafnt hjá körlum og konum. Hann gerði Valsstúlkur að bikarmeisturum árið 2000 en hélt þá annað til þess að þjálfa. Nú er hann kominn aftur á Hlíðarenda og hefur verið að gera frábæra hluti.

Hvernig var undirbúningnum háttað fyrir þetta Íslandsmót? Undirbúningstímabilið var mjög strangt og æfðum við mjög vel. Okkur gekk vel í Reykjavíkurmótinu og fórum svo í framhaldi til Spánar og æfðum þar í um vikutíma við frábærar aðstæður.

Er Valsliðið sterkara eða veikara í ár heldur en í fyrra? Liðið er sterkara en í fyrra en af sama skapi er deildin mun sterkari í ár og góðu liðin eru betri en síðast liðið ár. Valsliðið tekur þátt í Evrópukeppninni í ár og þegar þetta viðtal átti sér stað var liðið ekki enn búið að spila við gríska liðið sem Valur sló svo út. En leggst framhaldið ekki vel í ykkur? Það leggst vel í okkur. Vissulega er mikil tilhlökkun hjá leikmönnum fyrir Evrópuleikjunum en við eigum stíft leikjaplan fram að því svo það gefst ekki mikill tími til að hugsa um Evrópuleikina eins og er. Í næstu umferð dróst Valur gegn svissneska liðinu LC Brühl Handball. Möguleikar Vals verða að teljast þó nokkrir og spilar Valur heimaleikinn hér á landi en báðir leikirnir við gríska liðið voru leiknir ytra. En hvar liggja styrkleikar Valsliðsins og þá veikleikarnir á móti? Styrkleiki liðsins er stór og metnaðargjarn leikmannahópur. Inni á vellinum hefur okkar styrkleiki legið í sterkri vörn

ásamt vel útfærðum hraðaupphlaupum. Sóknarleikurinn hefur stundum verið okkar veikleiki en kannski helst þegar komið hefur verið að því að slútta á markið úr góðum færum. Þetta stendur til bóta og verður okkar styrkur í framhaldinu!

Margir hafa nefnt það að þátttaka í Evrópukeppni sé gríðarlega mikilvæg. En hvað segir Ágúst um það mál? Það er gríðarlega mikilvægt fyrir alla aðila. Þetta er ákveðin gulrót fyrir leikmennina. Að spila við erlend sterk lið er gaman og góð reynsla. Fyrir félagið er það líka mikilvægt að geta boðið stuðningsmönnum félagsins upp á svona stórleiki inn á milli. Þetta gerir ekkert annað en að styrkja félagið í heild sinni. Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að þeir leikmenn sem ganga til liðs við Val frá öðrum félögum verða oftar en ekki gífurlega miklir Valsarar þegar á líður. En hver er galdurinn bak við það? Metnaður og samstaðan innan félagsins, milli deilda, milli karla- og kvennaboltans er engu lík. Valur er klassa félag sem er gott að starfa fyrir. Fyrir áramót kom löng pása á Íslandsmótinu sem ekki voru allir sáttir við. En hvað fannst Gústa um þetta langa hlé? Þetta var ekki nógu gott. Því miður dettur niður allur taktur á æfingum hjá liðunum sem er mjög eðlilegt. En landsliðið var að fara í riðlakeppnina svo eðlilega þurfti að stoppa deildina en ég hefði viljað sjá deildina spilaða viku lengur inn í nóvember. Landsliðið hefur verið nokkuð mikið saman og því hefði ein vika ekki skipt öllu máli fyrir liðið. En er ekki kvennaboltinn á uppleið? Já engin spurning. Deildin er betri en hún hefur verið síðast liðið ár. Fleiri lið, góðu liðin betri og svo eru nokkur mjög efnileg lið í deildinni sem verða mjög sterk innan fárra ára. Landsliðið hefur verið að standa sig vel og yrði það frábært fyrir íslenskan kvennahandbolta ef landsliðið myndi slá út landslið Makedóníu nú í maí/júní. Svona að lokum var Ágúst beðinn um að segja nokkur orð til stuðningsmanna Vals. Ég vona bara að þeir fjölmenni á leiki liðsins í framhaldinu. Við eigum marga mjög mikilvæga leiki framundan. Ég ásamt mínum leikmönnum eigum mikið inni og ætlum að sýna okkar rétta andlit á nýju ári!

Þjálfaraspjall
Meistaraflokkur

KARLA

66 Atli Rúnar Steinþórsson Fyrirliði

Kristinn Guðmundsson

14

7

Sigurður Eggertsson

15 Elvar Friðriksson

12 Sigurjón Kjærnested17

Strákarnir

Baldvin Örn Þorsteinsson

11 Ingvar Árnason

16 Pálmar Pétursson

4

13 Ægir Jónsson

Kristján Þór Karlsson

8 Hjalti Þór Pálmason

23 Fannar Friðgeirsson

6 Þórir Júlíusson

22 Hlynur Jóhannesson

L

25 Mohamadi Loutoufi

Reinhold Richter Liðstjóri


AÐ Heimir Ríkharðsson Aðstoðarþjálfari

Þ Óskar Bjarni Óskarsson Þjálfari

Björt framtíð Þjálfarinn Sigurður Sigurþórsson er sannur Valsari. Hann spilaði á sínum tíma með yngri flokkum liðsins og er nú búinn að þjálfa nokkra yngri flokka með hléum frá árinu 1983. Klístur spjallaði aðeins við hann um starfið og leikmennina sem hann hefur verið að móta.

Sigurður hefur haldið sig við yngri flokka þjálfun og hefur unnið að því að móta margan landsliðsmanninn. Eins og áður segir spilaði hann sjálfur með yngri flokkum Vals á sínum tíma og var þar ásamt fríðu föruneyti. „Ég spilaði með Val frá 5. flokki upp í 2. flokk. Við urðum Íslandsmeistarar strax í 5. flokki með Guðna Bergs og félögum,” sagði Sigurður. Hann hóf svo þjálfun hjá félaginu sem hann ólst upp hjá árið 1983 en byrjaði ekki á fullum krafti fyrr en 1989 þegar hann útskrifaðist sem íþróttakennari og þjálfaði þá til ársins 1996. „Svo kom ég aftur að deildinni 1998-2000 og er búinn að vera með þessa stráka sem ég er nú að þjálfa í þrjú ár.”

Skemmtileg umgjörð í Höllinni

„Þetta er eilífðarvél,” sagði Sigurður um handboltann á Íslandi og átti þar við hina miklu endurnýjun sem alltaf virðist eiga sér stað hér á Fróni. „Það sem handboltinn hefur er þessi stabíla aðstaða, þú getur æft íþróttina allt árið.” Aðstaðan hjá Val er þó ekki svo stabíl þessa stundina þar sem yfir stendur bygging nýs íþróttahúss og viðurkennir Sigurður að eins og er sé ástandið svolítið strembið. Hann er þó ánægður með það hvernig Laugardalshöllin hefur reynst sem heimavöllur. „Þeim hefur tekist vel upp með að setja skemmtilega umgjörð í kringum Höllina í vetur, hún er þétt og vel skreytt.” Nýtt íþróttahús Vals mun verða tekið í notkun næsta haust og segist Sigurður hlakka til þess. „Það verður gífurlega mikil breyting og mikil lyftistöng.”

Skemmtilegar minningar

„Maður hefur meiri mótandi áhrif,” sagði Sigurður þegar blaðamaður spurði hann að því hver væri helsti munurinn á því að þjálfa yngri flokk og meistaraflokk. „Maður fær þá ómótaða og getur þá haft meiri áhrif í þá áttina.”

Meðal þeirra leikmanna sem hann hefur átt þátt í að móta eru landsliðsmennirnir Snorri Steinn Guðjónsson og Markús Máni Michaelsson. „Þetta var mjög skemmtilegur hópur í minningunni, ’80 og ’81 árgangurinn. Það var gífurlegur vilji í liðinu og gríðarlega sterkir karakterar í liðinu eins og Snorri Steinn og Markús sem gátu ekki annað en dregið alla hina með sér,” sagði Sigurður og sagði hópinn hafa verið samheldan.

Framtíðin er björt

Hann segir margt líkt með áðurnefndum árgangi og þeim sem hann er að þjálfa núna. „Þessi hópur var þannig að þeir lögðu sig alltaf alla í þetta og ætluðu alltaf að ná langt og sigra þau mót sem þeir tóku þátt í. Þetta var samheldinn hópur og mikið um hæfileikamenn. Það var mætt á æfingar á öllum tímum, jafnvel klukkan 9 á laugardagsmorgni, og aldrei vantaði neinn,” segir Sigurður. „Þetta er þannig núna líka, krakkarnir eru mjög áhugasamir og eru tilbúin að leggja mikið á sig, það er fyrst og fremst það sem skapar árangur.” Það er því ljóst að framtíðin er björt í herbúðum Vals en í 4. flokknum eru nú átján drengir af tuttugu á yngra ári.

Sannur Valsari
Meistaraflokkur

KVENNA 14 Sigurlaug Rúna Rúnarsdóttir Fyrirliði

9 Kolbrún Franklín

11 Lilja Valdimarsdóttir

15 Rebekka Skúladóttir

10

Stelpurnar

5 Arna Grímsdóttir

3 Lilja Björk Hauksdóttir

8 Thelma Benediktsdóttir

44 Ágústa Edda Björnsdóttir

AÞ Karl Guðni Erlingsson Aðstoðarþjálfari

10 Kristín Kara Collins

1 Sigríður Jóna Gunnarsdóttir

66 Alla Georgijsdóttir

2 Sigrún Sigurðardóttir

12 Berglind Íris Hansdóttir

Þ

L

Ágúst Þór Jóhannsson Þjálfari

Heiður Baldursdóttir Liðsstjóri


Meistaraflokkur

KVENNA

6 Drífa Skúladóttir

65 Katrín Andrésdóttir

4 Anna Guðmundsdóttir

13 Hafrún Kristjánsdóttir

11 Hildur Sif Pálmarsdóttir

Landsliðsmennirnir

11


!2.!23/.4+q

$ร“KLร˜FENAK + MG

&LJร˜TVIRKT VERKJALYF

Voltaren Doloยฎ ( dรญklรณfenak kalรญum) 12,5 mg tรถ๏ฌ‚ur. Notaรฐar viรฐ vรฆgum eรฐa frekar vรฆgum verkjum, svo sem hรถfuรฐverk, tannpรญnu og tรญรฐaรพrautum. Verkar einnig hitalรฆkkandi. Dragi ekki รบr einkennum รก nokkrum dรถgum, skal leita til lรฆknis. รžeir sem eru meรฐ eรฐa hafa haft sรถgu um maga- eรฐa skeifugarnarsรกr eรฐa skerta lifrarstarfsemi รฆttu aรฐ rรกรฐfรฆra sig viรฐ lรฆkni รกรฐur en ly๏ฌรฐ er notaรฐ. รžeir sem รพola ekki acetรฝlsalisรฝru, รญbuprรณfen eรฐa รถnnur bรณlgueyรฐandi lyf eรฐa eru meรฐ astma eiga ekki aรฐ nota Voltaren Doloยฎ. Notiรฐ ly๏ฌรฐ ekki รก meรฐgรถngu nema รญ samrรกรฐi viรฐ lรฆkni, en aldrei รก sรญรฐasta รพriรฐjungi meรฐgรถngu. Leitiรฐ rรกรฐa lรฆknis eรฐa lyfjafrรฆรฐings um milliverkanir viรฐ รถnnur lyf. Lesa skal vandlega leiรฐbeiningar รก umbรบรฐum og fylgiseรฐli. Geymiรฐ รพar sem bรถrn hvorki nรก til nรฉ sjรก.

Fyrirliรฐinn


200 landsleikja mennirnir

Hefðin fyrir handknattleik í Val er gríðarlega mikil. Margir titlar hafa unnist og haugur af frábærum leikmönnum hafa spilað fyrir félagið og margir af þeim eru uppaldir Valsarar. Valsmenn hafa ávallt verið stoltir af sínum handknattleiksmönnum og þeir leikmenn sem ganga til liðs við félagið verða ávallt gallharðir Valsarar. Margir af þeim leikmönnum sem Valsmenn hafa alið af sér hafa gert garðinn frægan með íslenska landsliðinu og nægir þar að nefna leikmenn eins og Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson, Valdimar Grímsson, Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson. Fjölmargir Valsmenn hafa leikið yfir 200 landsleiki sem er auðvitað magnaður áfangi. Klístur fékk Óskar Bjarna Óskarsson þjálfara meistaraflokks karla að fjalla aðeins um þá Valsmenn sem hafa náð 200 landsleikjum. Einar Örn Þorvarðarson:

Frábær markvörður, mikill skapmaður. Algjör sigurvegari og hefur unnið kraftaverk fyrir íslenskan handknattleik. Að mínu mati besti markvörður sem Ísland hefur átt.

Guðmundur Hrafnkelsson:

Ótrúlegur karakter og frábær fyrirmynd. Það besta sem gerðist fyrir Aftureldingu var að fá þennan toppkarakter til sín. Hann sýnir þeim í verki en ekki orði hvernig á að æfa og ná árangri, það mættu margir læra. Næst besti markvörður sem Ísland hefur átt þ.e. á eftir Einari Þorvarðarsyni en í þriðja sæti er Valsarinn Ólafur Benediktsson.

Jakob Sigurðsson:

Einn besti gegnumbrotsmaðurinn sem við höfum átt, ótrúlegt hornapar Jakob og Valdimar. Jakob var sigurvegari bæði innan vallar sem utan og sýnir öllum hve mikið handboltinn getur gefið manni í hinu daglega lífi. Jakob var uppáhaldsleikmaður margra Valsmanna vegna útgeislunar og keppnisskaps, ég var einn af þeim sem hélt upp á hann. Hefði mátt spila meira í A-landsliðinu en að mínu mati er hann næst besti hornamaður sem Ísland hefur átt á eftir Guðjóni Val Sigurðssyni.

Valdimar Grímsson:

Mesti keppnismaður sem allir þekkja! Það er allt keppni hjá Valdimari og hann er sá leikmaður sem allt af stóð sig, umdeildur en staðreyndin er sú að hann flokkast undir að vera sá besti, ekki þá bara í horninu heldur af öllum. Alltaf markahæstur og alltaf klár, ótrúlegur á andlega sviðinu og með gríðarlegt sjálfstraust og ef það væri hægt að mæla það, þá myndi hann sprengja skalann! Verður einnig að flokkast undir erfiðasti leikmaður til að þjálfa en það er samt þjálfaranna að svara því!

Geir Sveinsson:

Fæddur leiðtogi og mun alltaf vera það. Einhvern veginn held ég að hann hafi alltaf verið sá sem allir litu upp til. Flokkast undir einn af fimm bestu varnarmönnum sem við höfum átt en hinir eru Þorbjörn Jensson, Kristján Arason, Júlíus Jónasson og Árni Indriðason. Geiri er fyrirliði fyrirliðanna og kóngur kónganna. Ef tekið er tillit til varnar og sóknar þá er hann besti línumaður sem Ísland hefur átt.

Dagur Sigurðsson:

Besti miðjumaður sem Ísland hefur átt, draumaleikmaður allra þjálfara því hann stýrir liðinu innan og utan vallar (jafnvel mikilvægara). Sigurvegari í öllu og mun taka við sterku liði í Evrópu og vinna allt þar og taka svo við landsliðinu og verða að lokum einráður í VAL!

Júlíus Jónasson:

Mikill karakter og hefur alltaf látið verkin tala. Lagði mikið á sig og að mínu mati flokkast hann undir mesta karakter af öllum þessum mönnum og það sést á umfjölluninni hve mikill heiður það er. Ótrúlegur varnarmaður og sigurvegari í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.

Sigurður Sveinsson:

Þjóðin hefur aldrei elskað og mun líklega aldrei elska annan íþróttamann jafn mikið. Listamaður í sókn og hættulegasti sóknarmaður sem við höfum átt. Ef liðsheildin var að klikka og allt gekk illa þá var málið að láta Sigga sjá um þetta. Kom HK á kortið með leik sínum og þjálfun. Vörnin setur hann í þriðja sæti yfir bestu hægri skyttur okkar tíma á eftir Kristjáni og Ólafi.

Ólafur Stefánsson:

Einn af fimm bestu leikmönnum heims í dag, besti hraðaupphlaupsleikmaður í boltanum og er með ótrúlegt auga fyrir samleik. Á eftir að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu og þar af leiðandi hefur hann alltaf eitthvað á hina í 200 leikja klúbbnum. Til að verða kallaður besta hægri skyttan þá þarf hann að vinna í varnarleiknum og þá fer hann fram úr Kristjáni Arasyni sem enn í dag á þann heiður.

200 landsleikja mennirnir

13


テ:RAM VALU


UR


Sigurður Eggertsson hefur gjörsamlega sprungið út sem leikmaður í vetur. Það eru fáir leikmenn sem eru sneggri heldur en Sigurður og hann er orðinn einn af máttarstólpum Vals. Með frammistöðu sinni í vetur vann hann sér sæti í íslenska landsliðinu sem fór á EM í Sviss í janúar. Klístur tók Sigga tali.

Ég hefði átt að velja

Sigurður Eggertsson er Valsari inn að beini og félagið á stóran sess í hans lífi. En hvað hefur þú verið lengi í Val? „Ég hef æft með Val frá því ég var fimm ára. Byrjaði í fótboltanum og svo bættist handboltinn við einhverjum árum seinna. Ég hef sem sagt verið Valsari í átján ár af þeim tuttugu og þremur sem ég hef lifað. Reyndar hef ég þó aldrei haldið með Val, ég er í raun dyggur stuðningsmaður Þróttar.” Flestir handknattleiksmenn hafa haft marga þjálfara á sínum ferli, reyndar er Sigurður rétt að hefja sinn, og þessir þjálfara eru reyndar misgóðir. En hvaða þjálfari hefur kennt þér mest? „Þeir eru nú nokkrir sem hafa kennt mér eitthvað. Nonni Halldórs kenndi mér að það væri kannski ekkert svo mikilvægt að vera góður í íþróttinni, aðalatriðið væri að líta vel út á sundlaugarbakkanum. Þetta er speki sem ég hef reynt að fara eftir. Gaui Kristins fótboltaþjálfari reyndi að kenna mér að heilla kvenfólk á Benidorm en það fór fyrir ofan garð og neðan hjá mér. En sá einstaklingur sem hefur kennt mér mest er að sjálfsögðu Óskar Bjarni. Þeim manni á ég allt að þakka. Hann hefur búið til úr erfiðu barni með sérþarfir ágætisdreng með enn meiri sérþarfir.” Sigurður hefur svo sannarlega komið inn í deildina með miklum látum og átt hvern stórleikinn á fætur öðrum. Er einhver sérstök ástæða fyrir þessu góða gengi þínu? „Já, fyrir utan það að fá loksins að spila eitthvað af viti þá er aðalástæðan fyrir því að ég er orðinn mun betri leikmaður en ég var í fyrra sú að ég get farið báðum megin við varnarmanninn. Eins og það hljómar fáránlega þá hef ég einungis getað farið til hægri í fjölda mörg ár. Þetta er líka fyrsta árið í fimm ár sem ég hef ekki farið í aðgerð um sumarið og misst af

fótboltann! 16

Sigurður Eggertsson


undirbúningstímabilinu, það gæti haft einhver áhrif.” Handboltahefðin í Val er landsþekkt og gríðarlega margir frábærir leikmenn eru Valsarar. Það þykir eftirsóknarvert að velja Val og þeir leikmenn sem skipta yfir í Val fara sjaldan frá félaginu, nema þá um atvinnumennsku sér að ræða. En finnur þú fyrir þessari miklu hefð sem er hjá Val? „Að sjálfsögðu! Bæði hef ég fengið það í æð frá Óskari Bjarna sem þreytist aldrei á því að segja sigursögur af sér og öðrum kunnum Völsurum og svo finnur maður að Valur er lið sem öll önnur lið bera mikla virðingu fyrir. Fyrir mér hefur Valur alltaf verið yfirburðarlið og spilar þar inn í að við unnum allt í gegnum alla yngri flokkana og um leið var meistaraflokkur Vals alltaf á toppnum svo ég þekki ekki mikið annað en yfirburði Vals.„ Þegar leikmenn Vals sem hafa verið að koma upp undanfarin ár hafa ekki þurft að leita langt eftir fyrirmyndum og Sigurður er engin undantekning þegar hann var spurður út í sínar fyrirmyndir. „Það eru kóngarnir í hverri kynslóð: 1. Geiri Sveins, Júlli Jónasar, Valdi Gríms, Kobbi Sig. 2. Óli Stef, Dagur Sig, Fúsi. 3. Bjarki Sig, Markús Máni, Snorri Steinn. Þetta eru menn sem allir líta upp til og þar á meðal ég.” Miðað við líkamlegt atgervi Sigurðar þá fer ekkert á milli mála að hann æfir vel og samviskusamlega. Það hefur reyndar verið umtalað hve leikmenn Vals æfa vel og hafa gríðarlega mikinn metnað. En hve mikið æfir þú? „Ég reyni alltaf að æfa jafn mikið og skrokkurinn leyfir en oft er það harla lítið. Í fyrra var ég bara á annarri hverri æfingu og át bólgueyðandi í öll mál. Það var frekar slæmt ár árið í fyrra en í byrjun þessa tímabils var ég mjög góður í líkamanum og gat æft aukalega. Ég hef aldrei verið betri en í ágúst og september á þessu tímabili en viti menn, meiddist í fyrsta leik og varla spilað síðan. Var nokkuð latur í sjúkraþjálfuninni frá uppskurði en hef tekið mig á eftir að ég var valinn í landsliðið og er farinn að æfa eins og vitleysingur.” Sigurður er mikill húmoristi og menn höfðu á orði í léttum dúr að hann væri örlítið svekktur yfir því hve Frakkinn „Bavou” væri massaður og þá mun massaðari heldur en Sigurður. Ekki stóð á svarinu þegar hann var inntur eftir þessu. „Þessi samanburður er náttúrulega ósanngjarn að öllu leyti. Í fyrsta lagi þá hef ég ekki lyft í bráðum tvö ár en Bavou gerir varla annað en að dúlla sér með lóð. Í öðru lagi þá er ég líffræðingur að mennt og þó ég viti mest lítið um líffræði þá veit ég það að svartir menn eiga mun auðveldar með að byggja upp vöðvamassa en hvítir menn. Í þriðja lagi þá sjást útlínur vöðva betur á dökkum fleti eins og sannast í vaxtarræktarkeppnum þar sem allir keppendur baða sig í brúnkukremi fyrir keppni. Í fjórða lagi gruna ég hann um stórfellt lyfjamisferli, það er ekki hægt að vera svona massaður án smá „hjálpar.” En að öllum afsökunum slepptum þá á ég ekki möguleika í hann. Pálmar markmaður komst vel að orði þegar við Pálmar

gengum inn í sturtuklefann eftir fyrstu æfinguna hans Bavou en eins og allir vita hefur Pálmar getið sér gott orð fyrir gríðarstórt... nef. Við litum á Bavou kviknakinn í sturtunni og þá mælti Pálmar: Nú höfum við ekkert! Við fórum báðir út í horn í sturtunni og snérum til veggja í mikilli smán.” Það var í blöðunum fyrir jólin þegar Sigurður var að jafna sig eftir aðgerðina að hann hefði sést á æfingum með kvennaliði Vals. Hann skemmti sér víst konunglega og hann var víst eitthvað sár yfir því að fá ekki að fara í sturtu með leikmönnum liðsins. En sóttist þú stíft eftir því og hvernig gekk það? „Jújú, það hefur gengið mjög vel. Reyndar gerðum við samkomulag sem var svohljóðandi að ég fengi að fara með þeim í sturtu með því skilyrði að ég segði sem minnst frá vaxtarlagi og snyrtingu stúlknanna og að myndir sem ég tæki væru aðeins til heimilis og einkanota hér á landi en ekki til opinberrar birtingar. Opinber birting telst t.d. sýning í myndbandakerfum fjölbýlishúsa, verslunum, veitingahúsum, vinnustöðum, fólksflutningabifreiðum, skipum, flugvélum o.s.frv., hvort sem sýnt er gegn gjaldi eður ei. Fjölföldun á efni myndanna er með öllu óheimil. Ef stúlkurnar yrðu sjálfar spurðar að sturtusamkomulaginu myndu þær vafalaust bera við minnisleysi.” Sigurður er í leikmannahópi íslenska landsliðsins sem tekur þátt í EM í janúar (greinin er skrifuð fyrir EM). Þetta er auðvitað frábær áfangi hjá Sigurði en hann á þetta svo sannarlega skilið. En ertu ekki orðinn spenntur fyrir þessu mikla ævintýri? „Já ég er orðinn mjög spenntur fyrir að sitja upp í stúku fyrir Íslands hönd. Það að vera valinn í landslið er náttúrulega mikill heiður og nokkuð sem ég hef stefnt að frá því ég var lítill, allavega minni. Ég hef breyst mikið síðan ég var valinn í landsliðið. Ég hef reynt að láta það stíga mér algjörlega til höfuðs og fengið mér nýja og betri vini. Ég læt ekki sjá mig annarsstaðar en í VIP röðum á skemmtistöðum og ég fer ekki út úr húsi án þess að vera afskaplega vel til hafður enda veit maður aldrei hvar ljósmyndarar eða aðdáendur leynast. Síðast en ekki síst er ég að reyna að skipta um kærustu og fá mér einhverja ennþá sætari með enn stærri... augu. Það reynist reyndar erfitt að finna þá stúlku svo ég sit uppi með mína. En já annars er ég nokkuð spenntur.” Viggó Sigurðsson fyrrum landsliðsþjálfari hafði orð á því að Sigurður gæti orðið „joker” íslenska liðsins á EM. Sigurður getur leikið á miðjunni, skyttustöðunni og í horninu ef það ber undir. Hvar heldurðu að þú komir til með að spila og hefur þú sett þér markmið/væntingar á EM? „Áður en ég gaf kost á mér í landsliðið setti ég fram nokkrar forgangskröfur sem þurftu að vera uppfylltar ef ég ætti að leika með liðinu. Þær helstu voru þær að ég myndi verða fyrirliði, vítaskytta og koma fram á öllum blaðamannafundum. Að þessum kröfum var gengið að fullu. Ég var valinn í liðið sem skytta svo ég býst við að spila þar þó ég geti alltaf dottið á miðju eða í horn þó mér sé meinilla við

það.” Eins og allir Valsarar vita þá hefur gamla íþróttahúsið verið rifið og nýtt og glæsilegt íþróttahús er í byggingu. Margir Íslandsmeistaratitlar hafa unnist í gamla húsinu og margir leikmenn eiga góðar minningar þaðan. Kemur þú ekki til með að sakna gamla hússins? „Mér finnst það leiðinlegt. Ég kunni prýðisvel við gömlu höllina okkar, þar var gott að spila og stærðin var fullkomin, ef lítið var í húsinu þá virtust þó alltaf vera fleiri en voru og ef það voru margir þá skapaðist meiri stemmning en finnst í öðrum stærri íþróttahúsum. Ég held að það séu meiri læti og meiri fílingur að spila í troðfullu Valsheimili en á Camp Nou, knattspyrnuvelli Barcelona!” Íslandsmótið hefur farið vel af stað og mörg lið hafa sett skemmtilegan svip á mótið. Það verður alltaf deilt um það hvort deildin sé veikari eða sterkari heldur en árin á undan. En hvert er þitt álit á því? „Mér finnst hún vera veikari en fyrir ári en kannski hef ég bara batnað svona. Ég vona að það sé þetta seinna. Það fóru náttúrulega margir sterkir leikmenn út í atvinnumennsku fyrir þetta ár og því þurfa yngri menn að taka við. Hjá okkur eru til dæmis litlu drengirnir Fannar, Elvar og Ingvar farnir að spila stór hlutverk eftir að hafa varla fengið neinn spiltíma í fyrra.” Flestir handknattleiksmenn hafa metnað fyrir því að halda í atvinnumennsku og Sigurður er engin undantekning. „ Já ég neita því ekki að það væri ljúft að fá fúlgur fjár fyrir að vera í boltaleik. En ég sit við símann alla daga að bíða eftir tilboði frá liðum í útlöndum en ekkert gerist. Skil þetta ekki, verð að láta tékka á símanum, það hlýtur að vera eitthvað að honum. Kannski er einhver „blokker” á umboðsmenn, spurning um að skipta um númer.” Án þess kannski að vita af því þá er Sigurður í sömu sporum núna eins og gömlu kempurnar í Val voru fyrir allmörgum árum síðan, hann er orðinn að fyrirmynd ungra iðkenda. Hvað viltu segja við unga krakka sem langar að leggja handboltann fyrir sig? „Ef þú ert einstaklingur sem vilt fá gott úthald og flott læri veldu þá ... fótbolta. En ef þú vilt stunda íþrótt sem gerir þig vinsælan í bekknum veldu þá ...fótbolta. En ef þú vilt stunda íþrótt sem gerir þig eftirsóttan hjá hinu kyninu veldu þá... fótbolta. En ef þú vilt leggja stund á íþrótt og fá það mikinn pening fyrir að þú getir lifað í vellystingum það sem eftir er veldu þá.... fótbolta. En ef þú vilt stunda íþrótt til að geta verið með hárband veldu þá ...fótbolta. Svona get ég haldið lengi áfram. En ef þú vilt vera góður leikmaður á heimsmælikvarða veldu þá handboltann. Það er nefnilega þannig að yfirburðarmenn á Íslandi í fótbolta fara í atvinnumennsku og verða lélegustu leikmennirnir í norsku deildinni en yfirburðarmenn á Íslandi í handbolta fara í atvinnumennsku og verða bestir í heiminum. Þannig er það nú bara. Ég hefði betur valið fótboltann!„

Sigurður Eggertsson

17


Handboltahefð hjá Val

Valsmenn voru það heppnir fyrir þetta keppnistímabil að ná að klófesta einn besta þjálfara landsins. Heimir Ríkharðsson hefur þjálfað lengi og þekkir handboltann inn og út en hann gerði U-18 ára landslið Íslands að Evrópumeisturum fyrir ekki svo löngu síðan. Blaðamaður Klísturs heyrði aðeins hljóðið í Heimi og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Það fyrsta sem kom upp í hugann er hvað hefur þú þjálfað lengi? „Ég byrjaði að þjálfa 1981 sem aðstoðaþjálfari í 3.karla en 1982 hóf ég þjálfun sem aðalþjálfari flokks er ég tók að mér 3.flokk kvenna. Ég hef aðallega þjálfað yngri flokka, verið aðstoðaþjálfari í meistaraflokki, t.d. með Anatoly Fedjukin. Þá tók ég við þjálfun meistaraflokks er hann hætti árið 2000.” Eins og Heimir sagði þá hefur hann þjálfað lengi og fjöldinn allur af handboltamönnum hefur mætt á æfingar hjá honum. Nefndu nokkra leikmenn sem hafa verið undir þinni stjórn.

18

Löggan í Val

„Þeir sem koma fyrst upp í hugann eru Róbert Gunnarsson, Gunnar Andrésson, Jason Kristin Ólafsson og Hilmar Þórlindsson, sem var markmaður hjá mér í 6.flokki.„ Það var mikil umfjöllun um það á sínum tíma þegar Heimi var sagt upp hjá Fram en þar hafði hann þjálfað allan sinn feril. Þegar sú staða kom upp að Heimir var án félags voru Valsmenn ekki lengi að setja sig í samband við hann. Þurftir þú að hugsa þig lengi um þegar Valsmenn settu sig í samband við þig? „Já, ég var í viðræðum við nokkur góð félög um að koma til starfa hjá þeim og vildi skoða mín mál vel áður en ég tæki ákvörðun. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér ákvað ég að slá til og sé ekki eftir því.”

Valur hefur alltaf haft gífurlega hefð fyrir handbolta og hafa alið af sér marga af bestu handboltamönnum landsins. Valur er og verður stórveldi í íslenskum handbolta og hafa þeir leikmenn sem hafa gengið til liðs við félagið fundið vel fyrir því. En hvað er það sem gerir Val að þessu stórveldi sem það er að þínu mati? „Ég held að hið mikla og góða starf sem hefur verið unnið í yngri flokkunum hafi fyrst og fremst lagt grunninn að gera Val að því stórveldi sem félagið óumdeilanlega er” Heimir starfar með Óskari Bjarna Óskarssyni sem er aðalþjálfari liðsins og mynda þeir magnað tvíeyki. En hvernig er verkaskiptingin hjá ykkur?


„Ég og Óskar sjáum um þjálfun þriggja elstu karlaflokkana, þ.e. meistaraflokks, 2.flokks og 3.flokks karla og er ég honum til aðstoðar í meistaraflokki en hann minn aðstoðarmaður í 2. og 3.flokki.„ Óskar Bjarni er áhugasamasti þjálfari landsins án nokkurs vafa. Hann leggur sig ávallt 110% fram og menn hafa talað um að hann sýni handboltanum OF mikinn áhuga sem er að sjálfsögðu af hinu góða. En hvernig sérðu Óskar Bjarna fyrir þér? „Það er mjög gott að vinna með Óskari Bjarna, hann er gríðarlega áhugasamur og metnaðarfullur þjálfari. Hann er einnig tvímælalaust duglegasti þjálfari sem ég hef unnið með því auk þess að þjálfa sína flokka vinnur hann gríðarlega mikið starf fyrir félagið sem kannski fáir taka eftir. Ef ég ætti að lýsa Óskari Bjarna í sem fæstum orðum myndi ég nota orðin duglegur, ósérhlífinn og sannur vinur.„ Eins og fram kom áðan þá er hefðin mikil hjá Val og menn/konur finna mikið fyrir henni. Finnur þú mikið fyrir þessari miklu hefð? „Já, þegar maður fer að vinna hjá Val finnur maður að sjálfsögðu fyrir þessari miklu handboltahefð sem hefur einkennt félagið í gegnum árin. Þessi mikla hefð sést á kannski

best á öllum þeim fjölda leikmanna sem félagið hefur alið af sér. Þrátt fyrir miklar breytingar á mannskap virðist alltaf vera hægt að sækja góða leikmenn úr yngri flokkunum.„ Árangur Vals í vetur hefur komið mörgum á óvart. Liðið hefur á að skipa mjög ungum leikmönnum sem þekkja ekkert annað en sigur. En það er ekki þar með sagt að það skili sér fljótt í meistaraflokki en gengið hefur verið gott það sem af er. Hvað finnst þér um gengi liðsins í vetur? „Ég get ekki annað en verið mjög ánægður með gengi liðsins sem af er, Reykjavíkurmeistarar og 2.sæti í deild á miðjum vetri er eitthvað sem margir bjuggust kannski ekki við eftir að liðið missti fyrir tímabilið góða menn eins og Heimi Árnason, Vilhjálm Halldórs, Brendan Þorvalds, Ásbjörn Stefáns auk þess sem Sigurður Eggertsson hefur lítið spilað með okkur það sem af er tímabilinu. Ungu strákarnir sem hafa fengið aukið vægi frá því í fyrra hafa verið standa sig mjög vel og fallið vel inn í liðið.„ Margir hafa sagt að handboltinn eigi litla sem enga von þegar fram í sækir, en aðrir blása á þær skoðanir. Finnst þér handboltinn vera að deyja ef að svo að orði má komast? „Nei langt í frá, það sést best á því að landslið okkar tryggir sér ítrekað rétt til að leika í úrslitum

í Evrópukeppnum og Heimsmeistaramótum. Þá eigum við mikinn fjölda góðra leikmanna sem leika erlendis við góðan orðstír. Þá er framtíðin björt, aðeins tvö ár síðan við áttum Evrópumeistara unglingalandsliða og þá er kvennalandsliðið heldur betur að bæta sig. Hins vegar verðum við handboltamenn að halda vel á spilunum og leita allra ráða til að bæta okkur.„ En hvað finnst þér um umfjöllun fjölmiðla á handboltanum? „Umfjöllun fjölmiðla um handbolta mætti að ósekju vera meiri og betri.” Að lokum báðum við Heimi að segja nokkur orð við stuðningsmenn Vals en stuðningsmenn liðanna skipta gífurlega miklu máli fyrir félögin í heild sinni því mikill munur er að spila þegar stemmning er á pöllunum og fólk lætur í sér heyra. „Því miður virðist sem hinn almenni Valsari finni sig ekki í að mæta á heimaleiki í Laugardalshöll og vil ég að lokum hvetja stuðningsmenn Vals til að mæta á leiki meistaraflokks karla og kvenna og styðja við bakið á sínum leikmönnum. Umgjörð heimaleikja Vals er eins og hún getur best orðið og á stjórn deildarinnar heiður skilið fyrir þá miklu vinnu sem þeir hafa lagt í að gera umgjörðina eins góða og raunin hefur orðið.”

Heimir Ríkharðsson

19


Blikkið var

þjófavarnarkerfi

Valur hefur komið upp með marga góða árganga sem hafa svo haldið hópinn eftir að handboltanum lauk. Árgangur 1976 er einn af þeim sem hafa aldrei slitið sambandi við hvora aðra og gera meira saman núna heldur en áður ef eitthvað er. Við heyrðum hljóðið í Lilju Valdimarsdóttur og spurðum hana út í þennan vinahóp sem hafa haldið hópinn frá því að handboltaferlinum lauk. Hvað eruð þið margar sem haldið hópinn eftir að hafa kynnst í handboltanum? Af árgangi fæddum 1976 þá erum við sjö sem höldum hópinn. Þetta eru Krissa, Lilja, Eivor, Gerður, Sonja, Dagga og Sigga.

Hvaða stelpur eru þetta og hvað eru þið að gera í dag? Kristjana Ýr Jónsdóttir – stærðfræðingur í doktorsnámi í Árósum/Dan., Lilja Valdimarsdóttir – lyfjafræðingur hjá Actavis, Eivor-Pála Blöndal – kennari og heimavinnandi húsmóðir í Obenburg/Þýskalandi, Gerður Beta Jóhannsdóttir– hjúkrunarfræðingur á Landsanum, Sonja Jónsdóttir– vinnur hjá TM, Dagný Hrönn Pétursdóttir – Yfirmaður viðskipta og markaðssetningar hjá American Express í London/UK og Sigríður Unnur Jónsdóttir, viðskiptafræðingur- vinnur hjá SS. Hvað er það sem gerir Val að því sem það er í dag? Mjög hæfir yngri flokka- og meistaraflokksþjálfarar, áhugasamir iðkendur, metnaðarfullir stjórnendur og rótgróið félag. Valur er og hefur alltaf verið sigursælt félag og þar eru kröfurnar miklar. Af hverju völduð þið Val á sínum tíma? Valur var okkar hverfisfélag, þar sem við vorum flestar í Hlíðaskóla og þess vegna lá beinast við að fara í Val – stutt að fara.

20

Hvað gerið þið saman eftir að handboltanum var hætt? Allt sem okkur dettur í hug, förum í ferðir saman, hittumst í dinner, spilum, og höldum árlegan jólanýarsdinner þegar útlendingarnir koma til landsins og raun allt þar á milli. Hvað hafið þið haldið hópinn lengi? Eigum við eitthvað að fara að reikna það út! Ætli það megi ekki segja að við höfum haldið hópinn frá því við vorum u.þ.b. 15 ára gamlar. Vitið þið hvað þið hafið spilað marga leiki samanlagt? Nei, ekki hugmynd, en samanlagt hljóta þeir að vera orðnir ansi margir.

Hvernig líst ykkur á nýju framkvæmdirnar á Hlíðarenda? Komið þið til með að sakna braggans? Líst mjög vel á framkvæmdirnar og það sem framundan er hjá Val. Maður saknar að sjálfsögðu gamla hússins en það var kominn tími til að allir Valsarar fái þá aðstöðu sem nauðsynleg er til þess að æfa og ná árangri. Þetta hefur án efa þau áhrif að Valur verður enn stærra veldi en það hefur hingað til verið og gefur fleiri krökkum tækifæri til þess koma og æfa almennilega. Ein skemmtilega handboltasaga? (utan eða innan vallar - skiptir ekki máli). Flestar sögur af okkur eru nú þess eðlis að við einar hlæjum að þeim en við reynum samt. Eitt sinn var það þannig að við vorum í æfingaferð á Laugarvatni með Ragga Hermanns sem þjálfara og Boris Bjarna (Bóbó) sem aðstoðarþjálfara. Við komum okkur sjálfar til Laugarvatns og vorum því á einkabílum. Bóbó var mjög bílhræddur og var ekki til í að vera með hverjum sem er í bíl. Þegar fyrstu æfingunni á föstudagskvöldið var lokið átti að fara í mat annars staðar í bænum (en þar sem var gist og æft). Úti var leiðindaveður og við sjáum Bóbó rölta af stað. Við köllum á hann og spyrjum hvort hann vilji ekki far þar sem hann vissi nú ekki einu sinni hvert hann var að fara og mikið myrkur og rigning. Nei takk, sagði sá gamli. Við keyrum þá að honum og stoppum og treystum honum ekki til þess að labba. Við opnum bílhurðina og einhver kallar til hans (n.b. nýbúin að horfa á Pheobe í Friends): „Boris Akbashev, get your ass over here”!!! Bóbó var og væntanlega er enn mikil karlremba og það var ekki smuga að fá hann inn í bíl eftir þetta comment!!! Hefðuð átt að sjá svipinn á honum… Man líka eftir því að Gerður missti alltaf reglulega af

Lilja Valdimarsdóttir

leikjum, það var vegna þess að hún var a) fingurbrotin, b) hafði verið á æfingu og slasað sig ein einhvers staðar þar sem enginn var nálægt c) var nýkomin af bráðamóttökunni þar sem henni var ráðlagt af lækni að hvíla sig. Sem sagt hrakfallabálkurinn í hópnum… Vorum líka eitt sinn í keppnisferð í Vestmannaeyjum. Okkar ferðalögum fylgdi oftast mikið drama og mikil ímyndun. Við vorum yfirleitt fljótar að koma af stað ýmsum sögum um húsið sem gist var í, fólkið sem var svo gott að aðstoða okkur o.s.frv. Eitt sinn gistum við í húsi sem leigt var út og var með nokkrum herbergjum á tveimur hæðum. Við höfum verið í 4.flokki og Mikhail Akbashev þá verið að þjálfar okkur og Nonni Halldórs. aðstoðarþjálfari. Nonni laug því að okkur í þetta væri draugahús og einhver hefði látist í því. Fyrir utan var sendibíll (hrökkbrauð) sem var staðsettur þarna alla helgina. Inn í honum var rautt ljós sem blikkaði reglulega og við vorum sannfærðar um að verið væri að fylgjast með okkur. Við hlupum því alltaf inn og út til þess að reyna að koma í veg fyrir að hægt væri að fylgjast með okkur. Get ekki sagt að ferðin hafi verið sigursæl, sérstaklega ekki þar sem við urðum veðurtepptar í ofanálag en við vorum ekkert sérstaklega kátar þegar við komumst að því að blikkið í bílnum var þjófavarnarkerfi (nýtt á Íslandi þá) og Nonni Halldórs var búinn að hlægja sig í svefn öll kvöldin á þessu bulli í okkur. Mætið þið á leikina með liðinu í dag? Já, maður reynir að sjálfsögðu að mæta á alla kvennaleikina og styðja sitt lið. Áfram Valur.


Drauma-Jolli


Vill kveðja

með sigri

að verða betri leikmaður að kljást við sterkari leikmenn en Berglind Íris Hansdóttir hefur maður er vanur.„ varið mark kvennaliðs Vals síðustu sex árin og hafa stuðningsmenn Frábært að alast upp hjá Val liðsins séð hana vaxa og dafna sem Berglind er ein af fjölmörgum frábærum leikmönnum sem komið hafa upp í gegnum yngri flokka Vals og segir markvörð á þeim tíma en í dag hún Val vera frábært lið fyrir unga handboltamenn að er Berglind án nokkurs vafa besti alast upp hjá. „Ég hef verið ótrúlega heppin með þjálfara markvörður Íslands. Berglind er nú hjá Val. Dagur Sigurðsson, Erlingur Richardsson og Óskar þjálfuðu mig meðal annarra frábærra þjálfara. að leika sitt síðasta tímabil með Val, Bjarni Svo var ég líka mjög heppin með samherja sem skiptir í bili að minnsta kosti, en hún heldur miklu máli og það er ákveðinn kjarni úr þeim hóp sem ég held miklu sambandi við. Maður eignast vini til lífstíðar í í víking til Århus í Danmörku fyrir boltanum.„ næsta tímabil. Berglind vill að sjálfsögðu kveðja Valsliðið með viðeigandi hætti. Valur á í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og er Berglind hóflega bjartsýn varðandi lokasprettinn í DHL-deildinni. „Það slæma við stöðuna er að við þurfum að treysta á önnur lið núna til að komast upp fyrir ÍBV. Ef við hefðum klárað leikinn í Eyjum hefðum við aðeins þurft að treysta á okkur sjálfar og það er alltaf erfitt að þurfa að treysta á önnur lið. Hvað sem því líður ætlum við bara að einbeita okkur að okkur sjálfum og sigra þessa leiki sem við eigum eftir og vonandi fleytir það okkur alla leið„ segir Berglind í samtali við Klístur. Lið Vals er, eins og framgangan í Áskorendakeppni Evrópu og DHL-deildinni í vetur hefur sýnt, mjög sterkt en hvernig er það í samanburði við lið Vals síðustu ár? „Við erum með mjög gott lið í dag. Það er mikil breidd í liðinu og reynsla í bland við unga leikmenn. Unglingaflokkurinn hefur æft mikið með okkur í vetur þannig að þetta hefur blandast vel. Við erum með hraða leikmenn og spilum hraðan handbolta og ég myndi segja að við séum með sterkara lið nú en tvö síðustu ár. Í fyrra misstum við marga leikmenn og voru því ekki með eins breiðan hóp og nú og var árangurinn eftir því. Á tímabilinu á undan töpuðum við í úrslitum fyrir ÍBV og þó við höfum verið með sterkt lið þá þá held ég að liðið í dag sé betra.„ Valsliðið er komið í undanúrslit Áskorendakeppni Evrópu og segir Berglind það vera frábæra reynslu að leika í þessari keppni. „Ég held að öll lið og leikmenn sem vilja ná langt í boltanum ættu að taka þátt í Evrópukeppnum ef þau hafa tækifæri til. Þarna erum við að spila við sterkari lið en við erum vön að leika við hér heima og það er góð tilbreyting frá því að vera alltaf að spila við sömu liðin. Þetta er bara jákvætt og það getur bara hjálpað manni í

Þrátt fyrir að vera markvörður í hæsta gæðaflokki þá segir Berglind markmannsþjálfunina vera það eina sem hefði mátt vera betra. „Það þarf að fá markmenn meistaraflokkanna til að mæta á æfingar hjá yngri flokkunum einu sinni í viku til að þjálfa ungu markmennina hjá félaginu. Ég hef stundum farið á æfingar í yngri flokkunum til að heilsa upp á markmennina og kenna þeim einhverjar æfingar en það mætti vera mikið markvissara.„ Berglind segir jafnvel hugsað um stelpurnar hjá Val og strákana og þá sérstaklega undanfarin ár. „Valur einbeitir sér vel að yngriflokka starfi beggja kynja og það er ótrúlega vel hugsað um allt og alla, bæði innan vallar sem utan. Við erum með frábært fólk sem starfar í kringum okkur leikmennina í sjálfboðavinnu. Það er ótrúlegt hvað þetta fólk leggur á sig fyrir okkur.„

Danska deildin er sú besta

sem ég hef reynt að gera reglulega. Á þessu tímabili hef ég hlaupið og lyft aukalega líka. Svo fæ ég alltaf góðar markmannsæfingar á æfingum hjá Ágústi eða Karli aðstoðarþjálfara.„

Berglind útskrifast sem hjúkrunarfræðingur í vor en hún hefur stundað námið með handboltanum. „Hér á Íslandi hefur maður verið í skóla á daginn og æft á kvöldin eins og þetta er í áhugamennskunni hér en í Danmörku mun ég vera í nokkurskonar hálfatvinnumennsku. Ég ætla að vinna eitthvað við hjúkrun svo maður tapi ekki þekkingunni á því strax.„ Berglind vill sem minnst velta flutningnum til Danmerkur fyrir sér fyrr en tímabilið með Val er búið en getur þó ekki neitað því að hún er farin að hlakka örlítið til. „Það er sagt að danska deildin sé sú besta í heiminum í dag þannig að þetta er jákvætt en jafnframt mjög stórt stökk fyrir mig. Það á eftir að taka einhvern tíma að aðlagast samherjunum og handboltanum sem er spilaður þarna en það er það sem gerir þetta skemmtilegt. Ég á eftir að þurfa að hafa fyrir því að komast í liðið hjá Århus en ég ætla bara að sanna mig og verða fyrsti markvörður liðsins þó það taki smá tíma„ segir Berglind sem vildi að lokum þakka öllum frábæru stuðningsmönnum Vals sem hafa stutt liðið í gegnum tíðina um leið og hún vonar að það megi lengi halda svo áfram.

Berglind hefur alla tíð stefnt hátt í handboltanum og er mikil vinna að skila sér ríkulega nú þegar hún er senn að halda utan til atvinnumennsku. „Ég hef æft aukalega síðan ég kom upp í meistaraflokk tímabilið 1999-2000. Þá byrjaði ég að fara á auka markmannsæfingar

Á leið til Danmerkur

23


Áfram Valur

Við óskum handknattleiksdeild Vals til hamingju með frábæran árangur á undanförnum árum.


Girnilegt og gott

Suðurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi


Eiga Val

margt að þakka

Það er ekki tilviljun að Valur hefur átt marga af bestu handboltamönnum þjóðarinnar í gegnum tíðina. Valur hefur alla tíð lagt mikinn metnað í að hafa þjálfun yngri flokka hjá sér með besta móti en það vita það ekki allir að Valsmenn og konur hafa lagt mikla áherslu á félagsandann innan félagsins. Allir Valsmenn þekkja menn á borð við Bjarka Sigurðsson, Snorra Stein Guðjónsson og Markús Mána Michaelsson Maute en þessir strákar mynda mjög þéttan kjarna ásamt þeim Arnari Þór Friðgeirssyni, Atla Rúnari Steinþórssyni, Fannari Erni Þorbjörnssyni Stefáni Redskin, eins og hann kýs að kalla sig, Hannesi Jóni Jónssyni, Davíð Höskuldssyni og Ólafi H. Gíslasyni. Þessir strákar ólust allir upp í yngri flokkunum hjá Val og hafa verið vinir frá því þeir voru 7-9 ára gamlir og halda enn hópinn þó sex þeirra búi nú erlendis.

Mikið hlegið

Strákarnir náðu vel saman frá fyrsta degi en þrátt fyrir það hefur vinskapurinn aukist með hverju árinu sem hefur liðið og þakka það strákarnir þjálfurum sínum hjá Val. Það er skemmtilegt frá því að segja að þjálfarar þeirra þjálfa enn hjá félaginu. Sigurður Sigþórsson, Jón Halldórsson og Óskar Bjarni,núverandi þjálfari meistaraflokks. Þessir frábæru þjálfarar sáu til þess að strákarnir héldu vel hópinn utan vallar með að halda pítsupartý nánast vikulega á löngu tímabili. Þar komu strákarnir saman, skemmtu sér með alls kyns fíflalátum, horfðu á vídeó og annað í þeim dúr. Strákarnir halda enn í þessa hefði og hittast reglulega þar sem menn segja brandara og skemmta sér saman. Strákarnir fara saman í sumarbústaði, hestaferðir, grilla saman og gera annað skemmtilegt. Það er ljóst að þessi hópur á þjálfurum sínum hjá Val mikið að þakka. Alltaf þegar strákarnir koma saman er stutt í hláturinn og áttu félagarnir stundum erfitt með að sofna eftir að hafa hlegið mikið heilu og hálfu kvöldin. Strákarnir bjuggu ekki allir í Hlíðahverfinu og voru því ekki allir saman í skóla, hvorki í grunnskóla né framhaldsskóla.

26

Þrátt fyrir það hittust þeir á hverjum degi og léku sér oftast í handbolta eða sokkabolta og eyddu ófáum stundunum á Hlíðarenda í gamla íþróttahúsinu. Strákarnir mættu oft löngum tíma fyrir æfingar bara til þess eins að hittast og leika sér saman, oftast í sokkabolta, og tóku sér svo 1-2 klukkutíma í sturtu þar sem var sprellað og spjallað um allt milli himins og jarðar. Eins og Markús Máni komst að orði þá gegndu húsverðirnir á Hlíðarenda stærra hlutverki í uppeldi þeirra en foreldrar þeirra á tímabili. Húsverðirnir á Hlíðarenda skipa stóran sess í hjarta strákanna enda er Valur ein stór fjölskylda eins og allir tengdir félaginu þekkja.

Valur er góður skóli

Strákarnir voru allir sammála um það hve gott er að alast upp hjá Val. Þeir voru alltaf með þjálfara sem þekkja vel til félagsins og vita út á hvað Valur gengur. Þetta er fólk sem starfar við þetta af lífi og sál og þar er mikil samkennd meðal manna sem allir stefna að sama markmiði. Allir þjálfarar Vals eru með stórt Valshjarta sem skiptir miklu máli að mati strákanna. Margir strákanna fengu tilboð í yngri flokkunum um að fara í önnur lið á höfuðborgarsvæðinu en litu aldrei við þeim. Þeir vildu ekki fara frá Val. Það var samt ekki bara hvað boltann snerti hve frábærir þjálfarar strákanna voru. Þeir voru alltaf að kenna þeim hvernig best er að haga sínu daglega lífi og var það góður skóli fyrir þá að alast upp í Val, bæði hvað varðar íþróttina og hið daglega líf. Þeir voru sammála um að krakkar hafi ekkert betra við tímann að gera en að æfa íþróttir. Þar eru þau í góðum félagsskap í góðri fjarlægð frá öllu rugli. Menn læra að setja sér markmið og keppa sem kemur alltaf til góða í lífinu, sama hvort menn verði atvinnumenn í íþróttum eða ekki. Strákarnir voru allir saman í Val upp í annan flokk. Valsmenn

Vilja enda ferilinn í Val

voru með stóran hóp þegar þessir strákar voru að koma upp í meistaraflokk og því reyndu sumir strákanna fyrir sér hjá öðrum liðum. Það voru margir leikmenn um hverja stöðu á þessum tíma og áttu margir strákanna lítinn möguleika á að komast í liðið hjá Val. En þegar menn fóru var það yfirleitt á lánssamningi, menn fóru til að fá að spila og til að koma aftur til Vals, betri leikmenn en þegar þeir fóru. Nokkrir þeirra gengu til liðs við ÍR og þar spilaði inn í að Valsarinn Júlíus Jónasson stýrði skútunni. Hannes Jón fór til Eyja, í þriðja flokki, til að koma sér í gang aftur eftir meiðsli en hann sleit sig ekki frá hópnum þó hann gengi til liðs við annað lið. Allir þessarar stráka sem enn spila handbolta ætla sér að enda ferilinn hjá Val og þá skiptir engu hvort þeir spili með öðru félagi á Íslandi eða eru atvinnumennsku. Strákarnir töluðu mikið um hve frábæra þjálfara þeir höfðu í yngri flokkunum og vildu að lokum minnast á þátt Borisar Bjarna Akbashev. Boris Bjarni er frábær þjálfari sem hefur hjálpað mörgum handboltamanninum á að stíga stóra skrefið frá því að vera efnilegur í verða góður, hjá Val. Þeir segjast hafa kynnst miklum aga hjá honum en hann hafi einnig verið góður félagi. Boris Bjarni fylgist vel með öllum þeim leikmönnum sem hann hefur þjálfað á sínum ferli og spyr við hvert tækifæri um alla strákana í hópnum.


Áfram Valur! OFFSET FJÖLRITUN

Mjölnisholti 14 Sími: 562 7890

SSG VERKTAKAR Svöluási 1b Sími: 565 0170

-láttu fagmenn um verkið

Áfram Valur

27


Landsbankinn færir þér HM Þegar flautað er til leiks erum við hjá Landsbankanum mætt á völlinn. Það jafnast fátt á við hraðan samleik, flotta fyrirgjöf eða fallegt mark. Við njótum þess í botn þegar stemningin á vellinum er á suðupunkti. Við elskum fótbolta. Þess vegna spilum við með Landsbankadeildinni og þess vegna bjóðum við til stærstu knattspyrnuveislu í heimi – HM í Þýskalandi 2006.

Valsblad_vef  

Draumaliðið mitt Plakat í miðopnu Vill enda með sigri 200 leikja mennirnir Handknattleiksdeild Vals 25. mars 2006 Drauma-Jolli

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you