MARK KEf 2010

Page 17

17

Orðnir massívari Það gladdi margan stuðningsmann Keflavíkurliðsins þegar hinn dáði sonur Keflavíkur Haraldur Freyr Guðmundsson snéri heim aftur síðasta sumar eftir að hafa eytt fimm árum í atvinnumennsku, fyrst í Noregi og síðar á Kýpur. Haraldur ber í dag fyrirliðabandið hjá Keflavík og stendur vaktina í miðri vörninni sem aldrei fyrr. Haraldur er fæddur og uppalinn Keflvíkingur og spreytti sig fyrst í leik með meistaraflokki árið 1999. „Ég kom inn á sem varamaður í leik á móti Breiðabliki í Kópavogi,“ segir Haraldur þegar hann er beðinn um að rifja upp fyrstu skrefin. „Ég man mjög vel eftir þessum leik, kom inn á miðjuna og var reyndar á miðjunni framan af ferlinum, enda kom ég upp í gegnum alla yngri flokkana sem miðjumaður.“ Haraldur fékk atvinnumennskunni

smjörþefinn þegar hann

af var

lánaður til Hibernians í Skotlandi sumarið 2000, en meiddist illa fljótlega eftir að hann kom heim aftur og var frá knattspyrnuiðkun meira og minna í eitt ár. „Ökklinn fór ansi illa í leik gegn Skagamönnum, ég var bólginn í heilt ár og hann verður auðvitað aldrei alveg hundrað prósent. Ég spilaði ekkert árið 2001, fékk þá meldingu frá lækni að líklega væri knattspyrnuferlinum lokið, en sem betur var hægt að tjasla þessu saman að lokum og ég var mættur til leiks aftur 2002,“ segir Haraldur. Haraldur spilaði næstu sumur með Keflavík, upplifði þar hæðir og lægðir eins og gengur; féll með liðinu sumarið 2002, kom upp í efstu deild aftur ári síðar og vann bikarmeistaratitilinn árið 2004. Skömmu eftir bikarúrslitaleikinn var Haraldur svo seldur til Álasunds í Noregi. „Nei, ég var fastamaður í U21-árs landsliðinu á þessum tíma og við vorum að gera fína hluti í Keflavík þannig að ég get ekki sagt það,“ segir Haraldur þegar hann er spurður hvort kallið að utan hafi komið honum á óvart. „Þetta var gott Keflavíkurlið sem ég yfirgaf, við vorum t.d. saman í miðvarðarstöðunum ég og Stefán Gíslason sem fór til Noregs á sama tíma og ég og þarna voru nokkrir strákar sem enn er í liðinu, Guðjón, Hólmar og Gummi Steinars. Þórarinn bjargvættur var þarna, Jónas Guðni, Zoran Ljubicic og Scott Ramsay svona til að nefna nokkra.“ „Ég kunni mjög vel við mig í Noregi,“ segir Haraldur aðspurður um móttökur frænda okkar. „Ég náði að festa mig ágætlega í sessi þarna í Álasundi, spilaði mikið og leið vel. Ég var svo seldur til Apollon Limassol í fyrra og

það var áhugaverð og talsvert öðruvísi reynsla. Þetta var svo gjörólíkt því sem ég átti að venjast í Noregi, bæði var fótboltinn sem spilaður var allt annar og allur kúltúruinn í kringum boltann var allt öðruvísi. Þetta var mjög lærdómsríkt og svona eftir á að hyggja sé ég svolítið eftir því að þetta ævintýri hafi styst talsvert í annan endann.“ „Við erum með hörkugott lið í dag,“ segir Haraldur þegar talið berst að Keflavíkurliðinu sem nú situr í toppsæti Pepsi-deildar karla. „Við erum í toppbaráttunni og það kemur okkur sjálfum ekkert á óvart, þetta er hörkuflottur hópur. Þetta lið er ekki síðra en liðið sem við vorum með 2004, kjarninn er mikið til sá sami, þetta er meira og minna sami hópur heimamanna.“ „Styrkur liðsins liggur held ég fyrst og fremst í liðsheildinni og vinnuseminni, mikilli baráttu. Menn eru tilbúnir til að leggja mikið á sig hver fyrir annan. Það er góður andi í hópnum, við eyðum talsverðum tíma saman fyrir utan æfingar og leiki, mætum snemma á æfingar og drífum okkur ekkert heim að þeim loknum. Við búum svo vel að búningsklefinn okkar er hreinlega við hliðina á sundlauginni og því er stutt að fara í heitu pottana. Þangað hoppa menn gjarnan eftir æfingar og fara yfir málin.“ „Hugarfarið í liðinu er gott,“ heldur Haraldur áfram, „og við trúum því alltaf þegar við mætum til leiks að við séum að fara að vinna. Við látum það heldur ekkert slá okkur út af laginu þótt á móti blási í leikjunum, brotnum ekki svo auðveldlega. Það sést talsverður munur á leikstílnum á milli þessara tveggja síðustu leiktíða, við erum orðnir massívari og þéttari og gefum færri færi á okkur. Það kom auðvitað nýr þjálfari með nýjar og ferskar hugmyndir og það frískar alltaf upp á mannskapinn.“ Eiga Keflvíkingar möguleika á að hampa Íslandsmeistaratitlinum í haust? „Við eigum ágæta möguleika á að fara alla leið, eins og reyndar fleiri. Við þurfum að halda áfram að safna stigum og hollningin á liðinu veit á gott. Við verðum með í þessari baráttu fram til loka og svo sjáum við hvað setur,“ segir

Haraldur Freyr


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.