Page 1

MARK!

Fótboltablað Keflavíkur

Sumar 2010

Willum Þór er kominn í brúna

ÞETTA ER EKKI TEKIÐ Í EINU STÖKKI


Allt sem þArf í fótboltAnn – fyrir áhugamenn og afreksfólk, börn og fullorðna Uhlsport Infinity þjálfaraúlpa Uhlsport Infinity æfingagalli Uhlsport íþróttataska Umbro takkaskór

Uhlsport markmannssett Uhlsport markmannshanskar Umbro fótbolti Umbro takkaskór

Umbro Fiego vindjakki Umbro gervigrasbuxur Umbro fótboltasokkar Umbro fótbolti Umbro takkaskór

Uhlsport Infinity íþróttatreyja Uhlsport Infinity stuttbuxur Umbro fótboltasokkar Umbro fótbolti Umbro takkaskór

Uhlsport Infinity íþróttatreyja Uhlsport Infinity stuttbuxur Uhlsport fótboltasokkar Umbro fótbolti Umbro kventakkaskór


3

MIKLAR VÆNTINGAR Ágætu Keflvíkingar Loksins loksins er komið að því að fyrsti leikur okkar á nýuppteknum Sparisjóðsvellinum er orðinn að veruleika. Þetta hefur vissulega tekið sinn tíma en það var vitað áður en farið var í þessa framkvæmd að ekki yrði hægt að spila á vellinum fyrr en í byrjun júlí. Biðin er loks á enda og var þess virði því völlurinn og öll umgjörð hans er Reykjanesbæ, knattspyrnudeildinni og öllum þeim sem að komu til mikils sóma. Knattspyrnudeildin er afar þakklát bæjaryfirvöldum fyrir þann mikla kraft sem lagður hefur verið í að gera aðstöðu knattspyrnunnar í Keflavík eina af þeim bestu hér á landi. Um þessar mundir er mfl. karla á toppnum í Pepsi-deild, mfl. kvenna í öðru sæti í 1.deild kvenna og 2 flokkur í toppsæti b-riðils. Allir yngri flokkar eru komnir á fulla ferð og útlitið er bjart hjá Keflavík. Miklar væntingar eru bundnar við góðan árangur hjá mfl. karla , liðið er gríðarlega vel mannað í ár, margir leikmenn með mikla reynslu og auk þess voru fengnir til félagsins sterkir leikmenn sem hafa stimplað sig inn í liðið. Það er löngu orðið tímabært að Keflavík komi heim með titilinn sem hefur ekki sést hér síðan 1973, en til þess að svo megi verða þá verða allir hlutir að ganga upp. Ég er alveg viss um að árið 2010 geti orðið árið okkar. Stuðningsmennirnir okkar eru þeir bestu á landinu og með þeirra stuðning þá getur allt gerst.

Mfl. kvenna hefur komið af miklum krafti inn í Íslandsmótið í 1.deild og sýnt lipra takta, liðið er ungt að árum en með nokkra reynslubolta innanborðs og eru allar líkur á því að þær berjist um sæti í Pepsi-deild kvenna að ári. Liðið er efnilegt og vel er haldið utan um það af þjálfurum og stjórn kvennaráðs.

Meðal efnis: Bls. 5-7

Willum Þór

Bls. 9

Jói Drummer

Bls. 11-13 Gummi Steinars Bls. 15

Steinar Ingimundar

Bls. 17

Haraldur Freyr

Í ágúst verður spilað í Evrópukeppni í Futsal í mfl. karla en eins og allir vita varð Keflavík Íslandsmeistari í Futsal í vetur og fær fyrir sigurinn þátttökurétt í Evrópukeppninni. Dregið verður í riðla 6.júlí og mun þetta verða fjögurra liða riðill. Keflavík sótti um að fá að halda sinn riðil hér á landi, fyrst íslenskra liða, og fékk það samþykkt. Leikirnir fara allir fram í Hauka-húsinu í Hafnarfirði og að sjálfsögðu hvetjum við alla Keflvíkinga til að fjölmenna í Hafnarfjörðinn og sjá þessa leiki sem spilaðir verða á tímabilinu 15.-19.ágúst. Áfram Keflavík Þorsteinn Magnússon Formaður Knattspyrnudeildar

Hetjum fagnað

Knattspyrnudeild Keflavíkur fagnar endurnýjun Sparisjóðsvallarins m.a. með því að heiðra Íslandsmeistara félagsins í knattspyrnu, en Keflavík hefur fjórum sinnum hampað Íslandsmeistaratitlinum. Keflavík varð fyrst Íslandsmeistari 1964 og endurheimti titilinn árið 1969, í báðum tilvikum eftir toppbaráttu við Skagamenn. Þriðja titilinn unnu Keflvíkingar árið 1971, höfðu þá betur gegn Eyjamönnum á markamun og fjórði og síðasti titillinn kom í hús árið 1973 og sá titill vannst nokkuð örugglega; Valsmenn voru fimm stigum á

eftir Íslandsmeisturunum þegar upp var staðið. Hetjurnar sem skipuðu þessi meistaralið verða heiðraðar fyrir FH-leikinn á sunnudag, enda hafa þær borið hróður Keflavíkurliðsins víða og verður minnst um ókomin ár fyrir afrek sín á knattspyrnuvellinum.

Umsjón og ábyrgð: Útgefandi: Media Group ehf Umsjón: Hilmar Þór Guðmundsson Snorri Sturluson Ljósmyndun: Hilmar Þór Hafliði Breiðfjörð Eyjólfur Garðarsson Jón Örvar Arason Umbrot: Media Group ehf Prentun: Ísafoldarprentsmiðja


Fรณtbolta

myndir og mรถppur

Fรกst hjรก okkur


5

Þetta er ekki tekið í einu stökki

Nei, það lá nú einhvern veginn ekki alveg fyrir mér að færi út í þjálfun, en ég er samt búinn að þjálfa ansi lengi,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, þegar hann er spurður að því hvort hann hafi snemma stefnt á þjálfun. Willum var um árabil einn aðsópsmesti leikmaður efstu deildarinnar í fótbolta, þekktur fyrir leik sinn bæði með KR og Breiðabliki, og lét reyndar talsvert til sín taka í þremur vinsælustu boltagreinunum; fótbolta, handbolta og körfubolta. „Ég tók mín fyrstu skref sem þjálfari sumarið 1986 þegar ég var aðstoðarþjálfari hjá Sigurði Helgasyni í þriðja flokki KR. Ég sýslaði svolítið við handboltaþjálfun líka og reyndi fyrst fyrir mér sem meistaraflokksþjálfari þar um svipað leyti, ´86 til ´87, þegar ég þjálfaði og spilaði með Reyni í Sandgerði ásamt Stefáni Arnarssyni, sem í dag er þjálfari kvennaliðs Vals.“

Þurftirðu að skipa þarna algjörlega um gír, skipta alveg um forrit, eða gastu tekið eitthvað með þér úr handboltaþjálfuninni yfir í fótboltann? „Já já, ég nota mikið og hef alltaf notað bæði úr handboltanum og körfuboltanum, útfærslur æfinga og sitthvað fleira.“

„Ég hef notað svona sitt lítið af hverju,“ svararWillum þegar hann er spurður út í hugmyndafræðina, hvort hann sæki hugmyndir til einhverra eða einhvers öðrum fremur, eða hvort nálgunin sé orðin einhvers konar„Willumiska“. „Maður viðar að sér hinu og þessu með tíð og tíma og ég bý að því

Togaði handboltinn í þig? „Nei, ekki þannig. Ég hafði gaman af handboltanum og á þessum tíma voru menn talsvert í báðum greinum, spiluðu fótbolta á sumrin og handbolta á veturna, en þetta var að breytast, menn voru farnir að sinna fótboltanum meira og minna allt árið og handboltinn heillaði mig aldrei jafn mikið og fótboltinn. Ég á samt góðar minningar úr handboltanum, við fórum t.d. nokkrir KR-ingarnir og spiluðum með ÍR í þriðju deildinni og þar spiluðum við magnaðan úrslitaleik við Aftureldingu. Þar voru kappar eins og Axel Axelsson og Ásgeir heitinn Elíasson og við vorum með hetjur á borð við Guðmund Þórðarson.“ Willum kom nokkuð að handboltaþjálfun á næstu árum, bæði hjá Gróttu og KR og lék reyndar með báðum liðum líka, en flutti svo til Kaupmannahafnar árið 1991 til að sækja sér mastersgráðu í hagfræði. Tiltölulega lítið bólaði á þjálfaradraumum á þessum tíma. „Ég var lítið með hugann við þjálfun, kom heim 1993 og fór að þjálfa handbolta aftur,fyrst hjá Ármanni og svo KR. Ég var að spila með Breiðabliki í fótboltanum á þessum tíma, færði mig svo yfir til Þróttar 1996 og þar atvikaðist það þannig að ég fór að þjálfa fótbolta. Ég var alls ekki á leið í þjálfun, var að hætta í handboltanum og ætlaði að fara að sýsla við það sem ég hafði menntað mig til að gera. Ágúst Hauksson var þá að þjálfa Þrótt en hann fór nokkuð óvænt til Noregs og þá vantaði þjálfara. Þeir komu tveir til mín inn í Laugardalshöll Þróttararnir þar sem ég var með handboltaæfingu hjá öðrum flokki KR og spurðu mig þegar æfingin var búin hvort ég væri til í að taka við Þróttaraliðinu. Þetta var víst að tillögu leikmannanna og ég ákvað að láta slag standa.“

Willum Þór


6

að hafa haft gríðarlega öflugar fyrirmyndir í þjálfun í gegnum tíðina.“ En býrðu ekki að því að hafa komið að öllum þessum greinum og tekið eitthvað með þér úr þeim öllum, frekar en að hafa einblínt algjörlega á fótboltann? „Jú, sjálfsagt hjálpar það til og svo blandast inn í þetta líka að ég hef verið mikið í stjórnunartengdu námi. Menntun er svo sem ekki til mikils ef maður tengir hana ekki við raunveruleikann að einhverju leyti og svo held að það verði ekki neitt úr neinu nema maður hafi einlægan áhuga á íþróttum. Ég held að hann hafi aldrei skort. Ég átti á sínum tíma í miklum vandræðum með að velja á milli íþróttagreina og að alast upp í vesturbænum á sínum tíma var svolítið sérstakt. Ég held að ég hafi haft úr einhverjum ellefu deildum að velja og maður varð að prófa allt. Ég prófaði til dæmis borðtennis og badminton og mætti á sundæfingar, en það hefði sett fjölskylduna á hliðina að vera í þessu öllu á sama tíma, þannig að boltagreinarnar voru í aðalhlutverki.“ Finnur þú sjálfur mikinn mun á þér sem þjálfari, hugsarðu hlutina öðruvísi núna en þú gerðir þegar þú tókst við Þrótti á sínum tíma? „Algjörlega. Í upphafi telur maður sig hafa lausnir á öllu og maður telur sig vita hvernig eigi að gera þetta. Það er auðvitað ákveðinn styrkur í því. Maður verður rosalega drífandi og setur sér mörk, fer helling fram úr sjálfum sér og setur mikið álag á allt og alla í kringum sig. Það er ofsalegur kraftur í þessu, aldrei neinn efi og maður er alltaf með réttu lausnirnar. Með tíð og tíma hefur maður hins vegar áttað sig á því hvað maður er í rauninni takmarkaður og það gerist líklega samhliða því að maður mýkist aðeins. Ég tók eftir því að þegar ég eignaðist börnin mín mýktist ég svolítið og varð umburðarlyndari. Það er ákveðinn kostur en um leið ákveðinn galli. Þjálfari verður að hafa ákveðið jafnvægi í þessu og það getur verið mikill styrkur í því að hafa leiðtogahlutann á hreinu, þú þarft að setja kúrsinn og mátt ekki vera í nokkrum vafa um að þú sért á réttri leið. Það þýðir hins vegar ekki að þú eigir ekki að hlusta á aðra og útfæra þínar hugmyndir, bæta í og draga úr eftir því sem við á. Það má kannski segja að kúnstin felist í því að finna rétta jafnvægið, því um og leið þú verður umburðarlyndari ferðu kannski að gefa eftir á sviðum þar sem það á ekki við.“ Þú hefur farið í gegnum allt ferlið ef við getum orðað það sem svo, þjálfað í neðri deildunum og þeirri efstu, lent í erfiðum sköflum, unnið alla stóru titlana og allt þar á milli. Er eitthvað í þessu ferli sem kenndi þér meira en eitthvað annað? „Maður lærir mest í mótbyr. Það getur verið hættulegt að njóta endalausrar velgengni, það virkar allt í meðbyr og þá áttu það á hættu að gleyma þér. Þú veist bara ekki hvenær. Í meðbyrnum virkar allt sem þú gerir, allt gengur upp, en í mótlætinu fer efinn að gera vart við sig og það er lærdómsríkt. Við getum tekið sem dæmi það sem kallað er sjálfstraust í fótboltaliði, sem reyndar er svolítið órætt hugtak, að menn taka svolítið eftir því þegar leikmenn fara að efast um það sem þeir eru að gera. Þá nýta þeir ekki þann styrk sem þeir búa yfir og þá dugar oft ekki að

þjálfarinn reyni að rífa þá upp. Þetta hefur orðið erfiðara með aukinni og að mörgu leyti óvægnari fjölmiðlaumfjöllun. Leikmennirnir fylgjast með því sem sagt er og skrifað um þá og ef staglast er á því að þeir séu ekki að standa sig dugar ekki að mæta á æfingu og segja þeim að þessi umfjöllun sé bara tómt rugl.“ Talandi um fjölmiðla og aukna umfjöllun þá hlýtur hún að snúa að ykkur þjálfurum ekki síður en leikmönnum, það hafa væntalega orðið breytingar á því hvernig þú höndlar þá? „Já ekki spurning. Ég hef sett mér ákveðnar reglur og prinsipp í sambandi við viðtöl. Hópurinn sem ég er að tala við, fyrst og síðast, í viðtölum er liðið mitt. Ég hef það að leiðarljósi. Það er þrennt sem ég reyni að hafa til viðmiðunar í viðtölum og það er að tala vel um liðið mitt, tala vel um andstæðinginn og tala af virðingu um íþróttina.“ Þú hefur í gegnum tíðina verið mjög heiðarlegur í viðtölum, er það algjörlega meðvitað? „Já það er það. Ég held að það hjálpi líka til að hafa þessi þrjú atriði sem ég nefndi að leiðarljósi, þá er maður hvorki að blöffa sjálfan sig né aðra. Ég er alltaf að senda liðinu mínu skilaboð í gegnum þessi viðtöl og þau verða að vera skýr. Það má vel vera að þetta fari í taugarnar á þeim sem vilja hasar og feitar fyrirsagnir og ég er auðvitað ekki óskeikull í þessu frekar en öðru. Það hefur komið fyrir að ég hef alveg verið til í æsinginn strax eftir leik. Ég hef trú á því að maður þurfi að setja sjálfum sér ramma og viðmið til þess einfaldlega að halda réttum kúrs.“ Þetta er kannski hluti af þjálfarastarfinu, þeirri vinnu sem þið leggið á ykkur sem afskaplega fáir gera sér grein fyrir? „Já og ég held að það séu fleiri þættir í þjálfarastarfinu, t.d. þeir sem snúa að því að skapa sterka liðsheild, sem hinn almenni knattspyrnuáhugamaður kannski veltir ekki mikið fyrir sér eða gerir sér grein fyrir. Það er bara eðlilegt. Það sem snýr að manni sem áhugamanni sem nýtur íþróttarinnar er í rauninni skemmtanagildið og ekkert annað. Það að skapa liðsheild sem nær árangri og er afreksmiðuð vinna snýr að svo mörgum þáttum sem eru fyrir utan þetta sem áhugamaðurinn kemur auga á og spáir í, eins og t.d. hvaða kerfi þú spilar og hvaða menn þú velur í liðið. Þú þarft t.d. sem þjálfari að átta þig á því að um leið og þú velur einhvern einn leikmann í liðið ertu að hafna öðrum og sá hefur mjög líklega lagt mjög hart að sér við að komast í liðið. Þú þarft að umgangast hann á réttan hátt, halda honum á tánum og passa það að hann missi ekki móðinn, halda honum tærum andlega svo að hann sé tilbúinn þegar kallið kemur. Þetta er stjórnunarstarf og það eru ýmsir þættir sem snúa að stjórnunni; félagslegi þátturinn, sálfræðilegi þátturinn og þjálffræðilegi þátturinn svo dæmi séu tekin. Umhverfið er orðið þannig í dag að þjálfarinn þarf heilmikinn stuðning við það að byggja upp sterka liðsheild.“ Þú hefur vakið athygli fyrir líflega framkomu á hliðarlínunni, brennir líklega á við leikmennina sjálfa á meðan á leik stendur. Er ódrepandi áhugi þinn á íþróttum að kristallast í þessari þátttöku þinni?

„Já ég held að það sé ekki spurning. Menn hafa talað mikið um það að í þessu starfi þarf maður að vera maður sjálfur. Ég held að það hafi verið imprað á því á hverju einasta þjálfaranámskeiði sem ég hef setið. Mér líður bara ekkert sérlega vel ef ég sest á bekkinn, mér finnst ég ekki upplifa stemmninguna og taka þátt í leiknum ef ég sit bara rólegur. Menn ættu kannski fyrst að fara að hafa áhyggjur af mér ef ég fer að sitja löngum stundum, þá er mér líklega farið að förlast. Ég hef haft það að leiðarljósi að viðhafa ekki óviðeigandi orðbragð, en það dugar stundum ekki til. Ég var t.d. ávíttur síðast fyrir látbragð. Ég fór að velta því fyrir mér hvort það væri þannig að ef ég væri lágvaxnari, með eyrnalokka í báðum eyrum, hringa á öllum fingrum, sítt að aftan og hefði getað eitthvað í fótbolta fengi ég að vera í friði. Það truflar mig reyndar ekkert þótt fjórði dómarinn taki virkan þátt í leiknum, það verður að hafa svolítið fjör í þessu. Þetta er saklaust og engar meiningar í þessu í hita leiksins. Ég er fyrst og síðast að reyna að hvetja liðið mitt.“ Ertu þolinmóður þjálfari? „Ég vona að ég hafi orðið þolinmóðari með árunum. Ég hef örugglega verið alveg óþolandi til að byrja með, var örugglega mjög óþolinmóður en ég held að ég sé orðinn umburðarlyndari. Ég get verið hvass og ágengur og eflaust hefur það komið við kauninn á mönnum. Það hefur aldrei verið nein meining í því, þannig, það er bara persónan. Ég geri kröfur, bæði til sjálfs míns og til leikmanna, en það hefur aldrei verið önnur meining í því en sú að hvetja menn og hjálpa þeim.“ Knattspyrnuáhugamenn telja margir hverjir þig og Keflavíkurliðið passa ljómandi vel saman, að þú sért réttur maður á réttum stað. Varstu aldrei í vafa um að þú vildir taka þetta verkefni að þér þegar boðið barst. „Nei,“ svarar Willum án þess að hugsa sig um. „Mér finnst þetta ofsalega spennandi lið. Ég er ofsalega ánægður með og stoltur af liðinu. Það eru forréttindi að fá að spreyta sig á þessu verkefni, það er mikil fótboltahefð í Keflavík og mér finnst þetta mjög spennandi. Ég er að reyna það umfram það sem ég þekkti hér til að umgjörðin er frábær og stuðningsmennirnir til fyrirmyndar. Hópurinn er félagslega sterkur og þolir mjög vel mótlæti. Nándin og bæjarstemmningin er eitthvað alveg nýtt fyrir mér og mér finnst þetta mjög skemmtilegt.“ Eruð þið að fá sanngjarna umfjöllun, menn virtust margir hverjir fljótir að tala ykkur niður um leið og stig töpuðust eftir frábæra byrjun? „Ég veit það ekki. Það hefur einhvern veginn fylgt mér í gegnum tíðina ákveðin pressa og sjálfsagt kalla ég hana að miklu leyti yfir mig sjálfur. Ég keyri hlutina í gang af krafti og mér finnst það mjög mikilvægt, að skapa augnablik þar sem trúin á verkefnið eflist. Um leið keyrirðu væntingar upp og þær geta haft þau áhrif að pressan eykst og þetta er t.d. eitthvað sem vesturbæjarliðið hefur þurft að kljást við mörg undanfarin ár. Það er erfitt að festa hönd á því hvernig pressan brýst fram, stundum hefur hún þau áhrif að einstaka leikmenn fara að efast og nýta þá ekki styrk sinn sem skyldi. Ég held að væntingarnar hérna í


7

Keflavík hafi rokið upp og svo voru menn fljótir að sjá á þessu alls kyns brotalamir hjá okkur um leið og stig töpuðust. Þá er það okkar viðfangsefni að verja liðið okkar og halda okkur við efnið vegna þess að við erum alveg meðvitaðir um það þetta er langt mót sem þú tekur ekki í einu stökki. Það er hluti af því að ná árangri, þessi markmiðssetning bæði fyrir einstaklingana og fyrir liðið, að horfa ekki of langt fram í tímann. Klisjur verða ekki til fyrir tilviljun og ég held að við þjálfararnir höfum flestir áttað okkur á því að maður tekur einn leik fyrir í einu. Við verðum svo að einangra verkefnin, taka tillit til andstæðinganna og umhverfisins hverju sinni og ég held að okkur sé að takast ágætlega upp hvað þetta varðar.“ Þér hefur verið lýst sem þjálfara sem hefur grunnatriðin á hreinu, leikmennirnir þínir séu í góðu formi, kunni sín hlutverk og viti að það þarf að vinna ákveðna skítavinnu til þess að ná árangri. Eru þessi atriði á hreinu hjá Keflavík? „Já ég held það. Við þurfum hins vegar að laga ákveðna hluti og við höfum rætt það mjög opinskátt. Við þurfum ná betra jafnvægi í okkar leik. Ég lagði áherslu á ákveðna heildræna hugsun, aðallega varnarlega. Við þurfum að verjast sem lið og sækja sem lið. Keflavík hefur innanborðs mjög flinka fótboltamenn, hæfileikana skortir ekki. Það hrjáir liðið mögulega, og það er einfaldlega mitt mat, að það hefur ekki náð að spila þéttan leik, agaðan varnarleik. Ég verð auðvitað að

horfa í eigin barm með það að ég er krefjast þess að liðið bæti þennan þátt og þá verð ég að draga úr öðrum hlutum í ákveðinn tíma. Svo þurfum við að ná jafnvægi í það. Það er alls ekki mín meining að hverfa frá stuttu og skemmtilegu spili, við viljum helst geta brotið upp leikinn, bæði með stuttu og löngu spili.“ Þótt þú talir um að þjálfarar taki einn leik fyrir í einu hlýturðu að hugsa til lengri tíma, æfingaplan og áætlanir hljóta að vera gerðar til lengri tíma. Ertu ánægður með það hvar liðið er statt akkúrat núna, hvernig hollningin er á liðinu og hvernig það bregst við? „Ég er mjög ánægður með liðið og það hvað leikmenn eru tilbúnir til að fylgja þeirri hugmyndafræði sem ég kynnti fyrir þeim í haust. Við tókum þetta skref fyrir skref með markmiðssetningu alla leið inn í mótið og ég er ánægður með það hvernig við höfum nálgast leikina og þá ásýnd sem við höfum skapað okkur sem lið. Leikmenn hafa brugðist mjög vel við og ég get nefnt sem dæmi Magnús Þorsteinsson, einn liprasta og flinkasta leikmanninn á landinu, sem er að vinna frábæra varnarvinnu teiga á milli þegar hann spilar á vængnum. Hólmar Örn er fjölhæfur og sóknarþenkjandi miðjumaður en hefur kannski aldrei fengið skilgreint hlutverk þar sem hann hefur spilað í ýmsum stöðum en nú er hann að taka á sig mikla ábyrgð inni á miðjunni og Guðmundur Steinarsson hefur

tekið ábyrgðarstöðu í föstum leikatriðum sem við fáum á okkur og mikla varnarábyrgð. Magnús Matthíasson hefur á einum vetri öðlast nýja sýn á það hvað það er að verjast og hefur brugðist mjög vel við. Þetta eru bara fáein dæmi, leikmennirnir hafa allir sem einn gert mjög vel, hafa staðið undir þeim kröfum og axlað þá ábyrgð sem við höfum lagt á þá. Þetta eru dæmi sem sjást mjög vel í okkar leik, mjög virðingarvert og lykilatriði í þeirri viðleitni okkar að ná árangri.“ Hvað geta Keflvíkingar gert sér miklar og góðar vonir um titiluppskeru? „Það er náttúrulega ekki raunhæft að tala um það á þessum tímapunkti, en fjandakornið, ég held að Keflavík muni aldrei fara í mót án þess að bera þá von í brjósti að það sé hægt að landa titli og ég held að það sé ekkert að því að segja það hreint út. Það er svo okkar þjálfaranna og auðvitað leikmannanna að halda stefnu og halda okkur við klisjurnar, einn leik í einu. Það er ekkert lið í deildinni í dag sem við getum verið vissir um að hirða stigin af, en það er heldur ekkert lið sem við getum ekki unnið. Ef okkur lánast að halda okkur við það sem við erum að gera og höfum trú á því, lukkan verður með okkur varðandi meiðsli er auðvitað allt hægt,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur að lokum.

Willum Þór


9

Upp með stemmninguna

- út með rækjusamlokurnar

Komiði hjartanlega sælir kæru Keflvíkingar. Tímabilið í ár hefur farið vel af stað fyrir okkur Keflvíkinga og erum við sem stendur einir á toppi Pepsi-deildar karla með 18 stig og kunnum bara assgoti vel við okkur þar! Við fengum hinn magnaða þjálfara Willum Þór Þórsson fyrir tímabilið og er það mikill happafengur, enda á hann magnaða afrekaskrá, hefur náð árangri hvert sem hann hefur farið. Liðið er orðið mun þéttara og massívara en það hefur verið undanfarin ár, sem ef til vill hefur bitnað örlítið á sóknarleiknum, en hafa ber í huga að okkar helstu sóknarmenn hafa verið að glíma við meiðsli en von er á þeim inn á næstunni að mér skilst. Engu að síður erum við í toppsætinu, og þar sannast það bara enn og aftur að það er nóg að vinna leiki með því að skora einu marki fleira en andstæðingurinn og hala inn 3 stig. Ég tel því að með innkomu okkar sterku leikmanna eins og Hödda Sveins, Hauks Inga og fleiri góðra muni sóknin fara að rúlla enn betur og mörkin muni detta inn enn fleiri, það er alveg klárt. Við erum nú loksins loksins komnir aftur á okkar elskulega heimavöll, Sparisjóðsvöllinn, og hafa þessar framkvæmdir gengið vel. Við erum nú komin með glæsilegan völl, nýtt gras og hitaleiðslur undir vellinum og öflugt vökvunarkerfi. Þá er búið er að færa völlinn aðeins nær stúkunni sem er auðvitað hið besta mál. Stemmningin í stúkunni í sumar hefur verið með ágætum, en það má auðvitað alltaf gera betur í þeim málum. Við meðlimir Pumasveitarinnar höfum mætt á alla leiki liðsins í sumar og stutt dyggilega við bakið á strákunum og verður bara gefið enn meira í það sem eftir er sumars. Við höfum þurft að gjalda fyrir það mætingalega séð að spila á þessum ágæta velli í Njarðvík, stúkan rúmar ekki alla þá áhorfendur sem hafa verið duglegir að mæta á

völlinn með Keflvíkingum undanfarin ár, en núna er þetta allt á uppleið og við sjáum bara fram á frábæra tíma í Pepsi-deildinni í sumar og næstu ár!

Jói Drummer

Fyrir tíma Pumasveitarinnar var ekki mikið um stuðning í stúkunni og í raun voru þetta bara almenn leiðindi á leikjum. Menn voru lítið sem ekkert að hvetja og voru aðallega í einhverri niðurrifsstarfsemi, drullandi yfir mann og annan, og það veit hver einasti maður að það skilar ENGU til strákanna inni á vellinum. Við höfum ávallt reynt að halda uppi góðri stemmningu og peppað strákana áfram eins og best getur og höfum við stuðningsmennirnir oftar en ekki verið tólfti maðurinn fyrir strákana okkar. Í sumar hefur þetta verið svona upp og ofan hjá hinum almenna stuðningsmanni og óskum við hér með eftir því að allir Keflvíkingar líti í eigin barm og velti því fyrir sér hvað þeir geti gert betur og meira til þess að styðja strákana okkar. Menn ættu að vera farnir að þekkja flestöll lögin sem Pumasveitin hefur í lagasafni sínu og er það bara alveg sjálfsagt að þið, kæru stuðningsmenn, takið hressilega undir og hjálpið okkur að peppa þetta enn meira og enn hærra á hverjum einasta leik! Við erum ekki nema ca. 10-15 manns í Pumasveitinni alla jafna og tilgangur hennar var upphaflega sá að koma stemmningunni og söngvunum af stað og koma þannig stuðningsmönnum Keflavíkur af stað. Það hefur ekki alveg verið málið í sumar, því miður, en þó hafa margir stuðningsmenn látið vel í sér heyra og verið vel með á nótunum í stúkunni. Við ætlum okkur stóra hluti í deildinni í sumar og því er það ósk okkar og leikmanna að allir sem mæta á leiki Keflavíkur með s t ó r t

Keflavíkurhjarta láti vel í sér heyra og hjálpi bæði okkur og sérstaklega strákunum yfir erfiða hjalla í sumar og búi til einstaka stemmningu sem við viljum jú að verði aðall okkar Keflvíkinga. Þegar stúkan og stemmningin er í fullu fjöri þá vitið þið að liðið og stigin munu fylgja! Klappið með, syngið með, skemmtið ykkur og styðjið liðið, því við erum jú öll í þessu saman og með sama markmið: Að hjálpa strákunum okkar að ná fram öllu því besta og ef allt gengur upp veit enginn hversu hátt og langt við getum farið. Okkur í Pumasveitinni er allverulega farið að langa í þann stóra og treystum við okkar frábæra liði, þjálfurum, stjórn og öllum í kringum Keflavíkurliðið til þess að leiða okkur á vit glæsilegra ævintýra! Við mætum Íslandsmeisturum FH á sunnudagskvöldið í mögnuðum vígsluleik á hinum nýja og stórglæsilega Sparisjóðsvelli og nú leggjum við bara línurnar fyrir restina af sumrinu og styðjum strákana sem aldrei fyrr, ALLIR SEM EINN! Við erum öll með tölu í þessu saman til þess að ná árangri og koma liði Keflavíkur í sögubækurnar ! ÁFRAM KEFLAVÍK, AÐ EILÍFU !!!!


11

Gummi Steinars


12

Eigum mikið inni „Það kom eiginlega aldrei annað til greina en fótboltinn“, segir Guðmundur Steinarsson, leikmaður Keflavíkur, þegar hann er spurður út í fyrstu skrefin í boltanum og hvort aðrar greinar hafi ekki togað í. „Ætli það megi ekki skrifa það líka svolítið á pabba gamla (Steinar Jóhannsson), ég mætti með honum á æfingar sem polli og var mikið í kringum fótboltann.“ Guðmundur lét fyrst til sín taka í meistaraflokki árið 1996, hefur verið einn af lykilmönnum Keflavíkurliðsins undanfarin ár og hefur gengið í gegnum eitt og annað í boltanum. „Handboltinn var líklegri til að stela minni athygli heldur en körfuboltinn á sínum tíma,“ segir Guðmundur. „Við vorum nokkrir félagarnir sem æfðum handbolta á veturna og fótbolta á sumrin. Við þurftum svo að gera upp á milli greinanna þegar kröfur um æfingasókn fóru að aukast og þá var þetta ekkert rosalega flókið, við völdum flestir fótboltann.“ „Fótboltinn hefur alltaf verið sterkur hérna í Keflavík og ég held að það hafi haft mikið að segja líka fyrir mína kynslóð að við fengum júgóslavneskan þjálfara í yngri flokkunum, Velimir Sargic, og koma hans virkaði sem ágæt vítamínsprauta. Hann náði fínum árangri og það kom miklu betra skipulag á flesta hluti.“ Guðmundur er mikill Keflvíkingur og vill helst hvergi annars staðar spila, en á afrekaskránni hans eru þó sprettir með KA, Brönshöj í Danmörku, Fram og FC Vaduz í Liechtenstein. „Ég fór norður í rauninni fyrsta árið eftir að ég kom upp úr yngri flokkunum. Þetta var kannski pínulítil uppreisn í mér, maður var ungur og vitlaus og ekkert sérlega þolinmóður. Ég fór eiginlega beint úr þriðja flokki og upp í meistaraflokk og fékk að spreyta mig talsvert, varð m.a. bikarmeistari með Keflavík 1997 á meðan ég var enn gjaldgengur í annan flokk og var kominn í byrjunarliðið sumarið 1998. Svo var mér kippt úr úr byrjunarliðinu og reyndar alveg út úr hópi einu sinni og ég beit það í mig að ég myndi fara frá Keflavík yrðu sömu þjálfararnir áfram við stjórnvölinn. Siggi og Gunni voru áfram með liðið og ég fór norður. Svo æxluðust hlutirnir þannig að ég kom hingað suður aftur í nám og það lá bara beinast við að koma heim í Keflavík. Það kom aldrei neitt annað lið til greina.“ Fyrsta utanförin var 2002, en þá lék Guðmundur með Brönshöj í Danmörku. „Konan fór til Danmerkur í nám og ég fór auðvitað með. Þetta hitti þannig á að Keflavík

féll úr úrvalsdeildinni sumarið 2002 og lék því í fyrstu deildinni þegar ég kom heim sumarið eftir og hafði ekki not fyrir mig. Ég spilaði því með Fram það sumarið, fór svo út aftur og þegar ég kom heim sumarið þar á eftir kom ég heim til Keflavíkur aftur.“ „Það var mjög lærdómsríkt að spila annars staðar en í Keflavík, hvort sem það var KA, Fram, í dönsku eða svissnesku deildinni,“ segir Guðmundur. „Ég var mjög ungur þegar ég fór norður, kynntist þar mörgu frábæru fólki og ég held að dvölin fyrir norðan hafi gert mér gott. Ég á t.d. auðveldara með það í dag að setja mig í spor stráka sem koma utan af landi og hingað suður, á hverju þeir þurfa að halda o.s.fr. Ég kynntist líka frábæru fólki hjá Fram og lærði það svolítið af tímanum að umgjörðin og nálgunin er allt öðruvísi á höfuðborgarsvæðinu heldur en hún er hér í Keflavík. Hér hittumst við strákarnir minnst hálftíma fyrir æfingu og eyðum oft klukkutíma saman eftir æfingu, sitjum og spjöllum og förum yfir málin. Við erum allir góðir vinir og félagar og samheldnin er mikil, en maður varð svolítið var við það í Reykjavík að þar voru menn að mæta fimm mínútum fyrir æfingu og ruku svo beint heim um leið og æfingin var búin. Þetta var algjörlega nýtt fyrir mér. Það hefur verið þannig hérna í Keflavík, alla vega síðan að ég kom upp í meistaraflokk ´96, að menn eyða tíma saman fyrir utan æfingar og mér finnst það mjög mikilvægur hluti af þessu öllu saman. Mér skilst að menn geri þetta talsvert á stöðun eins og í Grindavík og á Akranesi, en minna á höfuðborgarsvæðinu.“ Þú hefur nú upplifað eitt og annað í boltanum í Keflavík, gleði og sorgir, en það virðist hafa farið af stað markvisst uppbyggingarferli þegar þið félluð 2002 og árangur þess starfs er farinn að skila sér. „Já, þegar við féllum 2002 tók Janko (Milan Stefán Jankovic) við liðinu, stýrði því í tvö ár og hann kom inn með ákveðinn aga og hugarfar sem hafði vantað. Við vorum með svakalega ungt lið sem féll 2002 og það má eiginlega segja að þetta verið mikið gæfuspor að fá Janko til starfa því að stór hluti af liðinu kom þannig lagað séð upp í gegnum þennan júgóslavneska skóla hjá Sargic á sínum tíma og við vorum mjög móttækilegir fyrir hugmyndafræði Jankos. Janko gerði mjög fína hluti á þessum tíma sem hann var hér, Kristján tók svo við og hélt áfram á sömu braut. Kristján var mjög flinkur við að nýta hæfileika hvers og eins, gaf mönnum tækifæri til að blómstra og karakterinn í liðinu fékk að njóta sín. Við höfum í rauninni undanfarin

Gummi Steinars

fimm ár spilað þann bolta sem okkur finnst skemmtilegastur.“ Hvaðan kemur þessi karakter, þessi baráttuandi og tiltrú sem einkennt hefur Keflavíkurliðin í gegnum tíðina? „Ég held að það skýrist að stórum hluta af því að við búum í tiltölulega litlu sveitarfélagi þar sem allir þekkja alla. Fólkið í bænum tekur virkan þátt í þessu öllu, við fáum athugasemdir beint í æð ef við stöndum okkur illa og þá er ekkert verið að spara það. Það eru gerðar kröfur á okkur, sem er af hinu góða, og fólk sættir sig ekkert við eitthvert væl. Við fengum t.d. að heyra það hressilega í heita pottinum fyrir Valsleikinn og það jafnvel þótt við höfum bara tapað einum deildarleik í allt sumar og fengið á okkur fæst mörk í deildinni. Það hjálpar líka til að við þekkjumst allir vel, höfum verið saman í skóla, þarna eru vinnufélagar og hreinlega bara góðir félagar og menn vilja ekki líta illa út á vellinum.“ „Blandan í liðinu er líka mjög góð held ég,“ bætir Guðmundur við. „Við vorum svolítið í þeim gír fyrir ekkert svo löngu að vilja spila sambabolta og stressa okkur ekkert alltof mikið þótt við fengjum á okkur mark eða mörk, við ætluðum þá bara að skora fleiri sjálfir. Við erum svolítið að læra það að þótt blússandi sóknarbolti sé skemmtilegur á að horfa er frekar ólíklegt að hann skili titlum, það þarf ákveðna baráttu og það þurfa ákveðin grunnatriði að vera á hreinu til þess að ná árangri. Ætli það sé ekki bara merki um þroska að við erum farnir að átta okkur á því að stundum er vænlegra að vinna leikina 1-0 heldur en að gera jafntefli eða tapa 3-4.“ Þið hafið undanfarin tvö ár verið með í umræðunni sem hreinlega meistaraefni, ólíkt því sem var og eruð kannski farnir að njóta meiri virðingar en var. Er einhver skýring á þessu? „Það er rétt að við höfum í rauninni verið í þessum hópi sterkra og líklegra liða síðan 2008. Reyndar vorum við ekki taldir neitt sérlega líklegir það ár, ég held að okkur hafi verið spáð sjötta eða sjöunda sæti, en við töpum hreinlega titlinum í síðustu umferðunum. Þetta sumar stimpluðum við okkur svolítið inn og það er svolítið merkilegt að nú erum við dottnir í umræðuna sem kandidatar, en höfum í rauninni ekki alveg jafn breiðan hóp og við höfðum 2008, þegar við kannski komum mörgum á óvart. Við erum auðvitað búnir að fá sterka leikmenn heim, menn eins og Hólmar og Jóa og Halla og það eru heimamenn sem mynda kjarnann í liðinu.“ Það hefur væntanlega verið súr og sorgleg reynsla að kasta titlinum í rauninni frá sér í síðustu umferðunum 2008, en lærdómsrík eða hvað?


13

„Þetta var rosalega furðulegt allt saman. Það var með ólíkindum að við skyldum tapa niður þessu forskoti og reyndar svolítið furðulegt líka að sitja saman og horfa á það opinberast í sjónvarpinu hvort við værum orðnir meistarar fyrir lokaumferðina eða ekki. Þetta var allan tímann í okkar höndum, bæði inni í Kaplakrika þar sem okkur nægði jafntefli og svo hérna á heimavelli gegn Fram þar sem við náðum forystunni og vorum þá í rauninni búnir að læða annarri hendinni utan um bikarinn. Þessi dramatík hefur örugglega verið skemmtileg fyrir áhorfendur, einhverja að minnsta kosti, en við skemmtum okkur ekkert sérlega vel.“ „Við lærðum af þessu, við vorum náttúrulega í þeirri stöðu að flestir ef ekki allir í liðinu voru að upplifa það í fyrsta skipti að vera í titilbaráttu í meistaraflokki. Það var kominn miklu meiri metnaður í hópinn en verið hafði, við sættum okkur ekkert við það að vera bara í miðjumoði og vildum ná árangri. Við lærðum helling af þessu.“ Menn virtust lenda í svolitlum vandræðum með að meta ykkur Keflvíkinga svona í upphafi móts og voru farnir að spara hrósyrðin um leið og þið töpuðuð stigum. Eruð þið metnir að verðleikum, svona í almennri umfjöllun? „Fyrir mót var svona næstum því eins og það þyrfti ekkert að spila þessa leiki í sumar, það var bara hægt að renna með bikarinn í vesturbæinn í Reykjavík, en þetta hefur spilast að mörgu leyti svolítið skringilega. Við unnum fyrstu þrjá leikina okkar og Fram og Valur voru að gera fína hluti. Blikarnir voru aðeins lengur í gang, en eru sterkir. Eftirlæti stóru fjölmiðlanna, KR

og FH, eru hins vegar ekki í þeirri stöðu sem þeim var spáð og það er svolítið eins og menn viti ekki alveg hvernig þeir eiga að fjalla um þetta.“ Menn hafa tekið til þess að þið eruð komnir með yfirbragð fótboltaliðs sem býr yfir sjálfstrausti og hefur trú á því að það vinni alla leiki sem það spilar. Ertu sammála þessu? „Já, við höfum að minnsta kosti tekið ákveðnum framförum á mörgum sviðum. Nú er t.d. ekkert óðagot á okkur þótt við fáum okkur mark, menn eru að höndla það betur að lenda undir eða fá á sig jöfnunarmark. Við erum með leikmenn sem hafa spilað lengi saman, vel flestir, menn eru komnir með mikla reynslu og ég held að við höfum bæði lært af þessari reynslu og unnið markvisst í okkar málum. Menn þekkja sín hlutverk hundrað og tíu prósent, eru með stöður í föstum leikatriðum og öll atriði bæði varðandi sókn og vörn á hreinu og það skilar sínu. Við trúum því alltaf að munum skora í öllum leikjum sem við spilum. Er betra eða verra fyrir Keflavíkurliðið að vera komið í þennan hóp liða sem talin eru líkleg til afreka, var betra að vera utan þess hóps og vera þá kannski í leiðinni laus við ákveðna pressu? „Það fylgir því kannski að tilheyra þessum hópi að maður finnur fyrir því að andstæðingarnir nálgast okkur af meiri alvöru, ef hægt er að orða

það þannig, vilja leggja meira á sig til þess að reyna að vinna okkur. Að sama skapi er meiri krafa á okkur að vera tilbúnir í leikina, það er minna svigrúm til mistaka. Að því leytinu til er kannski þægilegra að vera utan þessa hóps efstu liða og vera laus við ákveðna pressu, án hennar geta lið jafnvel leyft sér að eiga dapran leik eða leiki. Við viljum hins vegar tilheyra þessum hópi efstu liða og hafa á okkur pressu og við teljum okkur vera það góða að við getum jafnvel átt dapran leik en samt hirt þau stig sem í boði eru. Við teljum okkur líka geta brugðist við vonbrigðum með því að mæta enn einbeittari í næsta leik og það er mun skemmtilegra að hafa pressuna á sér, vera svolítið í sviðsljósinu.“ Hversu líklegir eru Keflvíkingar í titilbaráttunni í ár? „Við teljum okkur eiga talsvert meira inni, svona miðað við þennan fyrsta hluta Íslandsmótsins, við teljum okkur t.d. geta skorað meira. Við höfum lent í því að vera betri aðilinn í leikjum, en höfum ekki nýtt yfirburðina, höfum ekki skorað nóg. Ef þetta er rétt metið hjá okkur eigum við góða möguleika á að vera með í þessari baráttu allt til loka. Þetta verður jafnt og spennandi og við verðum í hópi efstu liða í lokin, alveg klárlega. Við getum unnið titilinn, ég hef fulla trú á því.“

Gummi Steinars


Bót í máli

Átt þú rétt á slysabótum? Yfir 30 ára reynsla og sérþekking á slysamálum Öflugur og samhentur hópur lögmanna Greiður aðgangur að lögmanninum þínum Ef engar bætur fást er engin þóknun greidd Landslögum Fyrsta flokks ráðgjöf um bótarétt vegna slysa – þér að kostnaðarlausu

L A N D SL Ö G S L Y S A B Æ T U R

Borgartún 26 105 Reykjavík Sími: 520 2900 Fax: 520 2901

Hafnargötu 31 230 Keflavík Sími: 520 2920 Fax: 421 4733

www.landslog.is


15

Liðið á eftir að spjara sig Steinar Ingimundarson tók við þjálfun kvennaliðs Keflavíkur að aflokinni síðustu leiktíð og tekst á við verðugt verkefni. Keflavíkurliðið féll úr Pepsi-deild kvenna á síðustu leiktíð og er að mestu byggt upp á ungum og efnilegum heimastúlkum. Keflavík hefur farið vel af stað í A-riðli 1.deildarinnar og virðist hafa nokkra yfirburði í deildinni ásamt Þrótti Reykjavík. „Mér sýnist þetta vera á ágætri leið,“ segir Steinar þegar hann er spurður út í stöðu mála í dag. „Við misstum vissulega nokkra leikmenn frá síðustu leiktíð, en það er efniviður til staðar og stelpurnar sem voru að spila í fyrra eru árinu eldri. Þessi árangur í sumar er ekki að koma mér mikið á óvart, hann kemur kannski einhverjum á óvart, en við vorum að vinna úrvalsdeildarlið í vetur og kannski hefur suma vantað svolítið trúna á verkefnið. Liðið er hins vegar á mjög góðu rólu, blandan er ágæt og það kom mér satt best að segja svolítið á óvart hvað það eru margar öflugar stelpur í þessu liði. „Það er ákveðinn kjarni til staðar sem hægt er að byggja á,“ svarar Steinar þegar við förum að velta framtíðaráformunum fyrir okkur. „Við höfum verið að taka stelpur úr þriðja flokki inn í byrjunarliðið, hreinlega bara kastað þeim út í djúpu laugina og þær

hafa spjarað sig. Ef árangur á að nást verður að byggja á heimastúlkum, það gengur ekki að byggja á aðkeyptum leikmönnum, það hefur sannað sig aftur og aftur, þannig að það var kannski upp að vissu marki lán í óláni að liðið féll í fyrra. Þetta gefur okkur tækifæri til að hlúa betur að ungu leikmönnunum án pressunnar sem fylgir efstu deildinni og án þeirra vonbrigða sem fylgja því að standa í botnbaráttu.“ Talið berst að styrkleikum Keflavíkurliðsins.

„Þetta er mjög samstilltur hópur, stelpur sem hafa fylgst að í gegnum tíðina og hafa gaman af þessu og það fleytir liðinu ansi langt. Vissulega er liðið reynslulítið, svona þegar á heildina er litið, og okkur hefur kannski vantað fleiri reynda leikmenn, en það er ekkert sem ég hef stórar áhyggjur af. Ungu stelpurnar eru að læra og eflast og þær eiga eftir að standa sig.“ Á Keflavíkurliðið möguleika á að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deild kvenna? „Já vissulega, við eigum góða möguleika á að komast upp í Pepsi-deildina, en spurningin er hversu lengi menn ætla sér að dvelja þar. Það verður að hugsa þetta til lengri tíma og setja stefnuna rétt. Jafnvel þótt okkur takist ekki að fara upp í ár er ekki hundrað í hættunni, þetta sumar fer í reynslubankann og þetta lið fer upp, ef ekki í ár þá á næsta ári, það er ekki spurning.“ Steinar er hokinn af reynslu á knattspyrnusviðinu, hóf ferilinn hjá KR á sínum tíma og lék með liðum á borð við Fjölni, Leiftur, Víði og Þrótt Reykjavík og þjálfaði bæði Fjölni og Víði á sínum tíma. Hann stýrði Fjölnismönnum m.a. alla leið úr þriðju deildinni og upp í þá fyrstu. „Ég ætlaði að taka mér pásu eftir síðasta sumar, taka mér gott frí, en svo kom þettta tækifæri upp í hendurnar á mér og mér leist vel á hugmyndir Keflvíkinga. Þær fóru ágætlega saman við mínar hugmyndir og þetta small ágætlega saman.“ „Það er talsverður munur á því að þjálfa karla- og kvennalið, nálgunin er svolítið önnur. Stelpurnar leggja hins vegar alveg jafn mikið á sig og strákarnir, tíminn sem fer í þetta er sá sami og þær taka þetta alvarlega. Þessar stelpur eiga eftir spjara sig, ekki spurning,“ segir Steinar Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur.


ENNEMM / SÍA

NBI hf. (Landsbankinn), kt. 471008-0280.

Ein gjöf sem hentar öllum Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður uppá að gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans.

GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000


17

Orðnir massívari Það gladdi margan stuðningsmann Keflavíkurliðsins þegar hinn dáði sonur Keflavíkur Haraldur Freyr Guðmundsson snéri heim aftur síðasta sumar eftir að hafa eytt fimm árum í atvinnumennsku, fyrst í Noregi og síðar á Kýpur. Haraldur ber í dag fyrirliðabandið hjá Keflavík og stendur vaktina í miðri vörninni sem aldrei fyrr. Haraldur er fæddur og uppalinn Keflvíkingur og spreytti sig fyrst í leik með meistaraflokki árið 1999. „Ég kom inn á sem varamaður í leik á móti Breiðabliki í Kópavogi,“ segir Haraldur þegar hann er beðinn um að rifja upp fyrstu skrefin. „Ég man mjög vel eftir þessum leik, kom inn á miðjuna og var reyndar á miðjunni framan af ferlinum, enda kom ég upp í gegnum alla yngri flokkana sem miðjumaður.“ Haraldur fékk atvinnumennskunni

smjörþefinn þegar hann

af var

lánaður til Hibernians í Skotlandi sumarið 2000, en meiddist illa fljótlega eftir að hann kom heim aftur og var frá knattspyrnuiðkun meira og minna í eitt ár. „Ökklinn fór ansi illa í leik gegn Skagamönnum, ég var bólginn í heilt ár og hann verður auðvitað aldrei alveg hundrað prósent. Ég spilaði ekkert árið 2001, fékk þá meldingu frá lækni að líklega væri knattspyrnuferlinum lokið, en sem betur var hægt að tjasla þessu saman að lokum og ég var mættur til leiks aftur 2002,“ segir Haraldur. Haraldur spilaði næstu sumur með Keflavík, upplifði þar hæðir og lægðir eins og gengur; féll með liðinu sumarið 2002, kom upp í efstu deild aftur ári síðar og vann bikarmeistaratitilinn árið 2004. Skömmu eftir bikarúrslitaleikinn var Haraldur svo seldur til Álasunds í Noregi. „Nei, ég var fastamaður í U21-árs landsliðinu á þessum tíma og við vorum að gera fína hluti í Keflavík þannig að ég get ekki sagt það,“ segir Haraldur þegar hann er spurður hvort kallið að utan hafi komið honum á óvart. „Þetta var gott Keflavíkurlið sem ég yfirgaf, við vorum t.d. saman í miðvarðarstöðunum ég og Stefán Gíslason sem fór til Noregs á sama tíma og ég og þarna voru nokkrir strákar sem enn er í liðinu, Guðjón, Hólmar og Gummi Steinars. Þórarinn bjargvættur var þarna, Jónas Guðni, Zoran Ljubicic og Scott Ramsay svona til að nefna nokkra.“ „Ég kunni mjög vel við mig í Noregi,“ segir Haraldur aðspurður um móttökur frænda okkar. „Ég náði að festa mig ágætlega í sessi þarna í Álasundi, spilaði mikið og leið vel. Ég var svo seldur til Apollon Limassol í fyrra og

það var áhugaverð og talsvert öðruvísi reynsla. Þetta var svo gjörólíkt því sem ég átti að venjast í Noregi, bæði var fótboltinn sem spilaður var allt annar og allur kúltúruinn í kringum boltann var allt öðruvísi. Þetta var mjög lærdómsríkt og svona eftir á að hyggja sé ég svolítið eftir því að þetta ævintýri hafi styst talsvert í annan endann.“ „Við erum með hörkugott lið í dag,“ segir Haraldur þegar talið berst að Keflavíkurliðinu sem nú situr í toppsæti Pepsi-deildar karla. „Við erum í toppbaráttunni og það kemur okkur sjálfum ekkert á óvart, þetta er hörkuflottur hópur. Þetta lið er ekki síðra en liðið sem við vorum með 2004, kjarninn er mikið til sá sami, þetta er meira og minna sami hópur heimamanna.“ „Styrkur liðsins liggur held ég fyrst og fremst í liðsheildinni og vinnuseminni, mikilli baráttu. Menn eru tilbúnir til að leggja mikið á sig hver fyrir annan. Það er góður andi í hópnum, við eyðum talsverðum tíma saman fyrir utan æfingar og leiki, mætum snemma á æfingar og drífum okkur ekkert heim að þeim loknum. Við búum svo vel að búningsklefinn okkar er hreinlega við hliðina á sundlauginni og því er stutt að fara í heitu pottana. Þangað hoppa menn gjarnan eftir æfingar og fara yfir málin.“ „Hugarfarið í liðinu er gott,“ heldur Haraldur áfram, „og við trúum því alltaf þegar við mætum til leiks að við séum að fara að vinna. Við látum það heldur ekkert slá okkur út af laginu þótt á móti blási í leikjunum, brotnum ekki svo auðveldlega. Það sést talsverður munur á leikstílnum á milli þessara tveggja síðustu leiktíða, við erum orðnir massívari og þéttari og gefum færri færi á okkur. Það kom auðvitað nýr þjálfari með nýjar og ferskar hugmyndir og það frískar alltaf upp á mannskapinn.“ Eiga Keflvíkingar möguleika á að hampa Íslandsmeistaratitlinum í haust? „Við eigum ágæta möguleika á að fara alla leið, eins og reyndar fleiri. Við þurfum að halda áfram að safna stigum og hollningin á liðinu veit á gott. Við verðum með í þessari baráttu fram til loka og svo sjáum við hvað setur,“ segir

Haraldur Freyr


18

Við styðjum Keflavík til sigurs!

BG málaraverktakar Alhliða málningarþjónusta S: 899 8049

Tannlæknastofa Einars Magnússonar Sími: 421 4220

Afa fiskur ehf Básvegi 6 230 Reykjanesbæ

Bílaverkstæði Þóris Hafnarbraut 12 Sími: 421 4620

Gallerý Keflavík Dömudeild Hafnargötu 32

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur

Tannsmíðastofan Tríton ehf Sími: 421 5279

Íslandspóstur Keflavík

Auðunn Guðmundsson Hátúni 32

Kapalvæðing ehf Sími: 421 4688

Rörvirki ehf Óðinsvellir 11 Sími: 896 9305

Auðunn Guðmundsson Hátúni 32

Brunavarnir Suðurnesja

IceMar Hafnargötu 17 Keflavík


19

Leitin að titlinum „Hugmyndin kom í draumi. Þegar ég vaknaði fór ég til Sigga og spurði hvernig honum litist á þetta, hann hugsaði sig um í einn dag og sló svo til,“ segir Garðar Örn Arnarson í viðtali við Víkurfréttir um það hvernig hugmyndin að því að búa til heimildamynd í fullri lengd um karlalið meistaraflokks Keflavíkur í knattspyrnu og sögu þess frá fyrsta Íslandsmeistaratitli sem vannst árið 1964 kviknaði. Garðar Örn er nemi í Kvikmyndaskóla Íslands og uppalinn Keflvíkingur og Sigurður Jónsson er Sandgerðingur sem stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Vinnsla heimildamyndarinnar um Keflavík hófst í desember 2009 og þeir félagar ætla að gefa sér tæpt ár í upptökur, þar sem þeir m.a. fylgja Keflavíkliðinu hvert fótmál í sumar. „Ætlunin er að hafa myndina í tveimur hlutum,“ segir Garðar Örn. „Fyrri hlutinn fjallar um sögu meistarflokksliðs karla frá árinu 1964, þegar þeir unnu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn, til ársins 2010. Við fáum gamlar myndklippur frá RÚV og birtum viðtöl við leikmenn Keflavíkur í gegnum tíðina. Einnig ætlum við að fjalla um látna leikmenn, eins og t.d. Ragnar Margeirs, Rúnar Júl og Gísla Torfa.“

Síðari hluti myndarinnar mun fjalla um tímabilið 2010, allt frá undirbúningstímabilinu til loka leiktíðarinnar. „Við verðum í samstarfi við stjórn Keflavíkur, þjálfara og leikmenn og verður Willum þjálfari til dæmis með hljóðnema á sér á öllum leikjum,“ segir Sigurður. „Einnig ætlum við að mynda það sem gerist inni í búningsklefanum fyrir og eftir leiki og í hálfleik og sömuleiðis á æfingum fyrir leiki og það gerir áhorfandanum kleift að kynnast liðinu betur og vera stærri hluti af því. Við munum fjalla líka um Pumasveitina, sem er stuðningsmannasveit Keflavíkur.“ Aðspurðir um nafn á myndina segjast strákarnir vera komnir með vinnunafn, „Leitin að titlinum“, en endanleg ákvörðun um nafnið hefur þó ekki verið tekin. Myndin verður frumsýnd í desember og hana verður

væntanlega að finna í nokkrum jólapökkum í Keflavík og nærsveitum. „Við viljum gjarnan koma á framfæri þökkum til þjálfara og aðstoðarþjálfara Keflavíkurliðsins, stjórnar og leikmanna,“ sögðu þeir félagar að lokum í samtali við Víkurfréttir.


20


21

Leikjaplan

Leikmenn

11. maí

Breiðablik 0-1 Keflavík

1. Ómar Jóhannsson

17. mái

Grindavík 0-1 Keflavík

2. Alen Sutej

20. maí

Keflavík 2-1 Fylkir

3. Guðjón Árni Antoníusson

25. maí

KR 0-0 Keflavík

4. Haraldur Freyr Guðmundsson

31. maí

Keflavík 2-1 Selfoss

7. júní

Stjarnan 4-0 Keflavík

14. maí

Keflavík 1-1 Haukar

21. júní

Keflavík 1-1 Fram

27. júní

Valur 0-2 Keflavík

10. Haukur Ingi Guðnason

4. júlí

Keflavík - FH

11. Magnús Sverrir Þorsteinsson

8. júlí

ÍBV - Keflavík

12. Árni Freyr Ásgeirsson

18. júlí

Keflavík - Breiðablik

15. Bojan Stefán Ljubicic

26. júlí

Keflavík - Grindavík

16. Brynjar Örn Guðmundsson

5. ágúst

Fylkir - Keflavík

18. Magnús Þórir Matthíasson

8. ágúst

Keflavík - KR

16. ágúst

Selfoss - Keflavík

23. ágúst

Keflavík - Stjarnan

30. ágúst

Haukar - Keflavík

12. sept.

Fram - Keflavík

26. Ómar Karl Sigurðsson

16. sept.

Keflavík - Valur

27. Hörður Sveinsson

19. sept.

FH - Keflavík

25. sept.

Keflavík - ÍBV

5. Paul McShane 6. Einar Orri Einarsson 7. Jóhann Birnir Guðmundsson 8. Andri Steinn Birgisson 9. Guðmundur Steinarsson

20. Bjarni Hólm Aðalsteinsson 22. Magnús Þór Magnússon 23. Sigurbergur Elísson 24. Sigurður Gunnar Sævarsson 25. Hólmar Örn Rúnarsson

Þjálfari: Willum Þór Þórsson


© 2010 KPMG hf., íslenski aðilinn að KPMG International Cooperative (“KPMG International“), svissnesku samvinnufélagi. Öll réttindi áskilin.

Við horfum til framtíðar

Um árabil hefur KPMG verið leiðandi á markaði endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækja og veitir mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins þjónustu. Við horfum með opnum huga til framtíðar og erum reiðubúin að takast á við þau krefjandi verkefni sem við blasa. KPMG býr yfir vel þjálfuðu starfsfólki sem er opið fyrir innlendum sem erlendum straumum þekkingar. Við leitumst við að vera aðlaðandi vinnustaður og veitum fólki möguleika á að þróa hæfileika sína og þekkingu í samfélagi fagfólks. Einn megintilgangur félagsins er að veita fyrirtækjum og einstaklingum sérhæfða þjónustu sem grundvallast á áreiðanleika, fagmennsku og öryggi. Með markvissu samstarfi kryfjum við málin til mergjar. KPMG hf. Iðavöllum 3, 230 Reykjanesbæ s. 421 8330, reykjanesbaer@kpmg.is kpmg.is


ENGIN Gervi BrAGÐeFNi ENGIN Gervi LiTAreFNi ENGIN Gervi SÆTUeFNI ENGIN rOTvArNAreFNi

Gatorade – fyrsta val íþróttafólks um allan heim


MARK KEf 2010  

sport, fotbolti, frettir