Page 1

MARK!

Fótboltablað Keflavíkur

Sumar 2009

Hólmar Örn er sannur Keflvíkingur

AÐEINS KEFLAVÍK KOM TIL GREINA

Meðal efnis: Horft fram á veginn Kominn heim Höfum ekkert að óttast Lærum af mistökunum


Bót í máli

Átt þú rétt á slysabótum? Yfir 30 ára reynsla og sérþekking á slysamálum Öflugur og samhentur hópur lögmanna Greiður aðgangur að lögmanninum þínum Ef engar bætur fást er engin þóknun greidd Landslögum Fyrsta flokks ráðgjöf um bótarétt vegna slysa – þér að kostnaðarlausu

L A N D SL Ö G S LY S A B Æ T U R

Köllunarklettsvegi 2 104 Reykjavík Sími: 520 2900 Fax: 520 2901

landslog.is


3

Öflugur hópur Kæru Keflvíkingar og aðrir stuðningsmenn Nú er komið að enn einu knattspyrnusumrinu og tilhlökkunin er ósvikin hjá öllum sem fylgjast með boltanum. Enn og aftur erum við með hörkulið þó við höfum misst leikmenn frá fyrra ári þá höfum við bætt í hópinn fjórum sterkum strákum Hauki Inga, Bjarna Hólm, Alen Sutej og Lasse Jörgensen sem eiga eftir að styrkja okkur mikið og liðið okkar er tilbúið fyrir átökin. Ungu strákarnir eru orðnir árinu eldri og þeir eiga eftir að fá sín tækifæri í sumar. Eftir frábært sumar í fyrra þar sem við lentum í öðru sæti sem er besti árangur liðsins í 35 ár þá verða væntingar til liðsins miklar fyrir komandi tímabil. Það er allt annað að vera að berjast á toppnum og eiga möguleika á titlum heldur en að vera í botnbaráttu eða miðjuþófi, það þekkja allir sem fylgjast með knattspyrnu. Þjálfun Keflavíkurliðsins hefur verið mjög markviss í allan vetur og var ákveðið að bæta í þjálfarahópinn sem samanstendur í dag af Kristjáni Guðmundssyni sem aðalþjálfara, aðstoðarmanni hans Einari Ásbirni Ólafssyni, markmannsþjálfaranum Raiko Stanicic og síðan Ásdísi Þorgilsdóttur sem sér um styrktarþjálfun liðsins, og er það mín trú að Keflavíkurliðið hafi sjaldan verið í jafn góðu standi í upphafi móts og það er nú. Hlutur stuðningsmanna er gríðarlegur og oft talað um hann sem 12 manninn í liðinu og

fyrir lið eins og Keflavík er það ómetanlegt að eiga svo sterkan og öflugan hóp af fólki sem styður okkar lið, og er Pumasveitin þar fremst í flokki. Við megum ekki við því að sú sveit dragi neitt úr sínum stuðningi þetta sumarið enda stefnan sett á að gera aðeins betur í ár svo góður og öflugur stuðningur er nauðsynlegur nú sem aldrei fyrr. Forsenda fyrir því að halda úti góðu liði er að vera með öflugan hóp af fyrirtækjum sem styrkja rekstur deildarinnar. Knattspyrnudeildin býr vel að eiga slíkan hóp sem hefur fylgt deildinni lengi og er enn að þrátt fyrir erfiða tíma og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það. Mín von er sú að allir eigi eftir að skemmta sér vel á Sparisjóðsvellinum og öðrum völlum í sumar. Styðjum liðið okkar á jákvæðan hátt. Þorsteinn Magnússon Formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur

Meðal efnis: Bls. 5

Hetjan

Bls. 6-7

Þjálfarinn

Bls. 9

Fyrirliðinn

Bls. 10

Kominn heim

Bls. 13

Keflavík eina liðið

Bls. 17

Óttumst ekkert

Bls. 19

PUMA-sveitin

Umsjón og ábyrgð: Útgefandi: Media Group ehf Umsjón: Guðmundur M. Ingvarsson Róbert Jóhannsson Próförk: Erling Ó. Aðalsteinsson Ljósmyndun: Media Group ehf Umbrot: Media Group ehf Prentun: Prentheimar ehf Blaðið er unnið í samstarfi við knattspyrnudeild Keflavíkur


4

...barnaísinn á 100kr. í allt sumar gildir til 1. sept.


5

Hetjan Rúnar Júl Mikið hefur verið rætt og ritað um frábæran tónlistaferil Rúnars Júlíussonar eftir sviplegt fráfall hans á árinu 2008. Minna hefur farið fyrir umfjöllun um hve frábæran knattspyrnumann Rúnar hafði að geyma og því fékk Keflavíkurblaðið Magnús Torfason gamlan félaga og vin Rúnars úr boltanum að segja nokkur orð um kappann sem við öll söknum svo sárt. Ég hitti Rúnar Júlíusson fyrst þegar ég fór í Stafaskóla 5 ára. Við vorum svo bekkjarfélagar allan barna og gagnfræðaskólann. Þá var fótbolti aðaláhugamál stráka í Keflavík. Kalli Hermanns var bestur á hæðinni, en Rúnar bestur niðri í bæ. Þegar við urðum eldri fórum við að spila í yngri flokkunum. Við urðum Íslandsmeistarar í 4.flokki 1959. Það er samstilltasta og líklega besta lið sem ég hef spilað með. Liðið skoraði 60 mörk á móti 8 yfir sumarið. Þar af skoraði Rúnar 24 mörk. Við þessir pollar fórum fljótlega að spila í meistaraflokki og unnum 2. deild 1962 og svo fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki 1964. Rúnar spilaði stórt hlutverk í boltanum á þessum tíma. Þegar aðalmarkaskorari ÍBK, Jón Jóhanns, fótbrotnaði á miðju keppnistímabili ´64 og Rúnar var með Hljómum á hringferð um landið (40 böll á 40 dögum), voru góð ráð dýr. En Rúnar var sóttur í hvern leik, kom fljúgandi norðan frá Raufarhöfn eða t.d. þegar Hljómar voru í Húnaveri á laugardagskvöldi, þá keyrði Gunni Þórðar hann á Bensanum sínum til Keflavíkur um nóttina en Rúnar svaf í aftursætinu. Svo var spilaður leikurinn á sunnudeginum og síðan aftur norður og spilað á Akureyri um kvöldið. Rúnar skoraði markið í síðasta leiknum á móti KR sem tryggði Keflavík Íslandsmeistaratitilinn. Sá leikur fór fram á grasvellinum í Njarðvík að viðstöddum 5000 áhorfendum. Eftir þetta tók tónlistin yfir í lífi Rúnars. Þarna er Rúnar aðeins 19 ára gamall en orðinn þroskaður knattspyrnumaður sem hefði getað átt glæsilegan feril framundan í boltanum, en hann kaus glæsilegan feril í músíkinni. Sem persóna var Rúnar feiminn að eðlisfari en ákaflega kappsamur. Honum fylgdi aldrei

hávaði og skammir, hann lét verkin tala. Hann var ákaflega lítillátur og gerði aldrei mannamun, kom eins fram við háa sem lága. Sem knattspyrnumaður var hann óskafélagi. Þegar Rúnar var mættur á svæðið fengu allir ákveðna öryggistilfinningu, sigur og ekkert nema sigur. Þannig áhrif hafði Rúnar á félaga sína. Rúnar hafði mjög góða boltameðferð og var mjög góð skytta en að mínu mati var hans besti kostur hve gífurlega yfirsýn og skilning hann hafði á leiknum. Allt sem hann gerði hafði ákveðinn tilgang. Hann er útsjónasamasti sók nar leik maður sem ég spilaði með. Þótt Rúnar hætti að spila sjálfur þá var hann a l l t a f dyggur

stuðningsmaður Keflavíkurliðsins, sótti alla þá leiki sem hann gat. Síðast liðið sumar hittumst við fyrir heimaleikina og sátum svo saman og fylgdumst með. Hans verður sárt saknað á leikjunum í sumar, en munum að andi hans svífur yfir vellinum. Blessuð sé minning hans. Áfram Keflavík. Áfram Keflavík.


6

Horft fram á veginn Kristján Guðmundsson náði frábærum árangri með Keflavík á síðustu leiktíð og var mikill happafengur fyrir félagið þegar hann tók skyndilega við af Guðjóni Þórðarsyni fyrir tímabilið 2005. Kristján vildi ekki ræða mikið um síðustu leiktíð þegar Keflavíkurblaðið hafði upp á þjálfaranum heldur horfa fram á veginn. „Við erum að spila við liðin sem eru í deildinni 2009. Við erum ekki að fara að spila við liðin sem voru í deildinni 2008. Við stóðum okkur frábærlega í fyrra og það er búið. Nú er komið nýtt ár, nýtt sumar og ný staða í samfélaginu.

Svo eru miklar breytingar á leikmannahópi og annað,“ sagði Kristján. „Það fór ákveðið hryggjarstykki úr liðinu og svo við bættist að Ómar markmaður þurfti að fara í aðgerð. Við misstum þrjá hafsentana sem við vorum með í fyrra, markmanninn, annan miðjumanninn og framherjaparið af þeim sem spiluðu mest. Svo er Þórarinn Kristjánsson og nokkrir aðrir strákar sem komu inn af bekknum farnir líka,“ sem þýðir að Keflavík mætir með mjög breytt liðs til leiks í sumar. „Það hefur gengið vonum framar að móta nýtt lið. Við erum með það hæfileikaríka fótboltamenn en maður lendir í þessu svo sem á hverju ári hér á Íslandi. Það eru ótrúlegar breytingar ár eftir ár. Ég get viðurkennt það að í fyrra haust horfði ég hópinn og hugsaði að loksins erum við með hóp sem við höldum saman út næsta tímabil. Það gjörbreytist nokkrum vikum síðar. Það breyttist margt þá. Að einhverju leyti fóru leikmenn út af fótbolta en hitt hjálpaði heldur ekki til.“

Markviss hugarþjálfun

Keflvíkingar tóku upp þá nýbreytni fyrir tímabilið 2008 að æfa hugarþjálfun markvisst. Það skilaði sér með frábærri frammistöðu á vellinum á síðustu leiktíð enda leggur Kristján enn mikla áherslu á þessa þjálfun. „Leikmennirnir læra slökun og þegar þeir hafa náð tökum á því þá förum við út í skynmyndir. Við notum sjónmyndir til að sjá fyrir okkur það sem við erum að fara að gera í leik og ýmislegt tengt því ásamt því að við vinnum markvissa markmiðsvinnu, bæði fyrir einstaklingana og fyrir liðið. „Hugarþjálfun er vanmetinn þáttur í íþróttum hér á Íslandi, allavega í fótboltanum. Það eru einhverjir afreksmenn sem nota

þetta en þetta er fyrir alla. Það geta allir nýtt sér þetta og þetta er þjálfun sem þarf að vera meira inni í þjálfunartímanum. Við erum alltaf að æfa og æfa fótbolta en ef þú spyrð einhvern hversu mikilvægt sé að andlegi þátturinn sé í lagi þá segja allir mjög mikilvægt en það æfir það enginn. Það er það sem við ákváðum að gera, að byrja að æfa það aðeins.“ „Ég gæti trúað því að þetta gefi okkur ákveðið forskot. Það er margt sem hefur batnað í okkar leik og okkar umgjörð og hugarfari leikmanna. Við höfum aðeins farið með þetta í annan flokkinn og förum vonandi neðar í flokkana í nánustu framtíð þannig að leikmenn verði vanir þessari vinnu strax í 3. flokki ,“ sagði Kristján.

Margir ungir leikmenn

„Það eru alltaf væntingar í Keflavík og væntingar til liðsins að það spili vel og gangi vel. En að sama skapi finnst mér óraunhæft að gera þær kröfur til liðsins að það spili jafn vel og í fyrra. Það eru margir leikmenn farnir og ekki eins margir komnir inn í staðinn en við höfum fengið mjög góða leikmenn til okkar. Það lendir meira á yngri leikmönnunum og þeir þurfa að vera tilbúnir,“ en Keflvíkingar mega eiga von á því að margir ungir leikmenn fái að spreyta sig í sumar. „Veturinn var erfiður fyrir þá en þeir eru að koma upp núna. Þeir duttu aðeins niður í miklu æfingaálagi. Það er þekkt hjá ungum leikmönnum. Það þarf alltaf að taka til hjá ungum leikmönnum, sérstaklega hvað varðar leikfræði. Þeir virðast ekki allir vera nógu vel skólaðir til þar en þeir eru að koma upp núna á réttum tíma og þeir eiga möguleika á að standa sig. Við höfum líka reynt að hafa það þannig að þeir viti hvað þeir eigi að gera þegar þeir koma inn á.“ Keflavík var með mjög stóran og breiðan leikmannahóp á síðustu leiktíð. „Hópurinn mætti vera svipaður og við höfðum í fyrra. Þá gátum við sett inn reynda leikmenn á meistaraflokksaldri en núna verður minna um það. Þeir verða yngri. Við erum með sjö leikmenn úr öðrum flokki í 24 manna æfingahópi. Það er of mikið en fyrir framtíðina hef ég trúa á að það skili sér,“ og því mætti ætla að uppbyggingartímabil væri framundan hjá Keflavík en Kristján segir það eiga við á hverju ári. „Ég sagði áður en tímabilið 2007 var búið að nú þyrftum við að búa til nýtt lið. Maður fær það á tilfinninguna á hverjum vetri að maður sé að búa til nýtt lið. Ungu strákarnir verða bráðum


7 fullorðnir og ég held að þeir eigi eftir að skila sér inn í Keflavíkurliðið og það þurfi ekki að sækja eins marga utanaðkomandi leikmenn inn í hópinn og verið hefur undanfarin ár. Ég hef þá trú og von að það verði hægt að spila meira á þessum strákum sem eru að koma upp,“ sagði Kristján sem lofar því að Keflavík verði í toppbaráttunni í sumar.

Allt að smella

Þrátt fyrir frábæran árangur á síðustu leiktíð upplifir Kristján ekki meiri pressu á liðinu utan frá en áður. „Nei eins furðulegt að það er þá hef ég ekki fundið fyrir því í umhverfinu í kringum mig þrátt fyrir mjög gott tímabil í fyrra. Það er helst við sjálfir, hópurinn í kringum liðið, stjórnin sem erum með þó nokkrar væntingar sem er ekkert óeðlilegt þegar við erum komnir svona nálægt þeim stóra. Þá verður hugsunin þannig að maður hugsar meira um það en áður,“ sem segir liðið vera að smella saman á lokasprettinum fyrir mót. „Þetta er að koma á seinustu metrunum fyrir mótið. Við fengum annan hafsent og markmann þar sem Ómar fór í aðgerð. Með komu Slóvenans Alen Sutej í vörnina þá er komin nokkuð góð mynd á vörnina. Við bíðum eftir Nicolai Jörgensen sem er meiddur en hann kemur mjög fljótlega. Hann er á góðri leið. Þegar hann er kominn inn þá tel ég varnarlínuna mjög góða. „Við erum ekki með marga leikmenn eins og er inn í miðjustöðurnar. Við erum með unga menn

til að koma þar inn og ég geri væntingar til þess að Jón Gunnar komi inn og reyni að eigna sér stöðuna með Hólmari.“ Haukur Ingi Guðnason kemur inn í framlínu liðsins og hefur Haukur Ingi komið Kristjáni skemmtilega á óvart. „Það er svolítið sérstakt að segja það núna en eftir að hafa upplifað Hauk Inga á æfingum þá geri ég mér grein fyrir því hvað hann er stórkostlega góður fótboltamaður. Hann er mjög mikilvæg viðbót við liðið og við förum varlega með hann. Við þurfum að hafa vit fyrir honum því hann hefur lent í erfiðum meiðslum og hann getur ekki spilað 90 mínútur leik eftir leik. Við verðum að taka tillit til þess og hann spili eins margar mínútur og mögulegt er í sumar af gæðafótbolta og ég hef trú á því að það takist.“

Frábærir stuðningsmenn

Á síðustu leiktíð var í fyrsta skipti keppt í tólf liða efstu deild. Kristján var mjög ánægður með hvernig til tókst þó ýmislegt þurfi að lagfæra. „Það var mjög gaman. Það létti aðeins pressunni á okkur öllum. Þó þetta séu ekki nema fjórir leikir þá létti þetta á þeim liðum sem náðu ekki nógu góðri byrjun. Þeir sáu möguleika á að ná sér í nokkur stig og vera fyrir ofan fallstrikið eða hvernig sem það var. Í einhverjum leikjum voru viðraðir ungir leikmenn. Þetta var mjög jákvætt. „Það sem við þurfum að gera er að laga dreifinguna á leikjunum. Það er hörmulegt að spila einn leik í viku í september og seinni hluta ágúst. Það er skelfilegt því það er erfitt að æfa á

þessum tíma, veðurfarslega, og í stað þess að vera hugsa um einhver gervigrasíþróttahús þá eiga menn að setja meira trukk í að gera fótboltavellina betri og setja upp flóðlýsingu. Þá er hægt að spila þessa leiki í miðri viku og dreifa álaginu betur og sleppa þessum hraðmótstímabilum eins og við förum í núna í upphafi leiktíðar. Ég hef ekki trú á þessu gervigrashallarfyrirkomulagi. Þetta er ágætt til æfinga og slíks en það á að spila fótbolta úti á náttúrulegu grasi. Það þarf bara að hjálpa því,“ sagði Kristján sem vildi að lokum hrósa stuðningsmannasveit félagsins. „Við höfum átt gott samstarf með stuðningsmönnunum. Þeir hafa leitað til okkar varðandi uppákomur og við höfum komið, heilsað uppá og tekið þátt í því. Þeir hafa svarað því til baka með að vera mjög öflugir á vellinum og stundum höfum við gert í því að æsa þá upp þegar við erum að spila og það er geysilega gaman að hafa þá þarna syngjandi og trallandi og veifandi fánum og treyjum. Það er frábært. Það sem meira er þá eru þeir syngjandi um okkar eigið lið og syngja um það jákvætt og sýna af sér prúðmennsku og góðan þokka. Það er mjög mikilvægt og það er meira en sum önnur stuðningsmannalið hafa gert. Ég vona að það verði framhald á þó einhverjir heltast úr lestinni þá eiga aðrir að taka við því þetta er gaman og mikill stuðningur við okkur,“ sagði Kristján sem vildi hvetja alla stuðningsmenn og bæjarbúa að fjölmenna á völlinn og taka vel undir með stuðningsmannasveitinni.


8


9

Lærum

af síðasta tímabili

Brotthvarf leikmanna úr Keflavík eftir síðasta tímabil er talsvert en í hópnum er ennþá mikill fjöldi leikmanna með mikla reynslu og sem hafa verið í kringum byrjunarliðið síðustu ár. Einn þeirra er Guðjón Árni Antoníusson sem tekur við fyrirliðabandinu af Guðmundi Steinarssyni. Það er þó ekki alveg nýtt hlutverk fyrir Guðjón Árna þar sem hann hefur verið hluti af svokölluðu fyrirliðateymi félagsins síðustu tímabil en nú fer hann bara skrefinu lengra og ber bandið um handlegginn. Guðjón Árni var sæmilega bjartsýnn fyrir tímabilið og telur Keflavíkurliðið geta gert góða hluti í sumar þrátt fyrir brotthvarf leikmanna. „Við reynum að vera eins raunsæir og við getum. Við fengum markmann fyrir mjög stuttu síðan og höfum fengið tvo nýja hafsenta. Vonandi smella þeir vel inn í liðið hjá okkur og að heppnin verði með okkur í sumar,“ sagði Guðjón Árni en segir markið þó sett hátt. „Að sjálfsögðu stefnum við í toppbaráttuna. Það má samt ekki gleyma því að FH er með nánast óbreytt lið, Valsmenn eru búnir að styrkja sig mikið og KR er með breyttan hóp. Þetta á eftir að snúast um þessa litlu hluti. Við vorum með gríðarlega breidd í fyrra sem hjálpaði okkur mikið, hvernig við verðum núna á eftir að koma í ljós. Við eigum inni Nikolai Jörgensen sem er ekkert búinn að vera að æfa eftir að hafa meiðst í æfingaleik í vetur og nú er meiri ábyrgð á yngri leikmönnum. Þeir eiga eftir að fá sénsinn og verða að vera klárir þegar kallið kemur.“

Ekki mikil pressa

Hann vildi ekki meina að það væri mikil pressa á Keflvíkingum frá bæjarbúum en sagði formann félagsins vera búinn að ýta aðeins á sig. „Hann er alltaf að tala um að hann vilji eitt sæti ofar. Auðvitað vilja það allir en við verðum að vera raunsæir og vanda okkur, það er ekki nóg að segja það. Við tökum þetta

í skömmtum, við erum ekki farnir að hugsa um endann á tímabilinu og lokaniðurstöðuna, við erum bara að hugsa um fyrstu leikina og skoðum þetta þá.“ Fram að tímabilinu í fyrra hafði gengið frekar illa hjá Keflavík að halda haus yfir heilt tímabil en Guðjón Árni segist lengi hafa haft trú á þessum hóp. „Ég hef haft trú á því að við getum náð árangri í nokkuð mörg ár. Mér hefur fundist vanta aðeins uppá þessi litlu atriði. Fram að tímabilinu í fyrra höfðum við alltaf verið í smá meiðslavandræðum, eins og 2006 þar sem miðverðirnir voru meiddir í byrjun tímabils en svo þegar við fengum þá til baka þá gekk okkur vel og tókum bikarmeistaratitilinn.“ Eins og flestir muna komust Keflvíkingar grátlega nálægt Íslandsmeistaratitlinum á síðasta tímabili og er það auðvitað enn í fersku minni leikmanna. Guðjón Árni trúir þó ekki öðru en að menn hafi lært af þeirri reynslu. „Ég ætla að vona það. Það tók mig smá tíma að komast yfir þetta. Einn góður maður hefur sagt við mig að við höfum ekki þorað að klára þetta sjálfir. Mér fannst við samt hafa þetta, eins og þennan leik gegn Fram, mér fannst við hafa þann leik frá byrjun en svo fer allt í baklás. Við verðum að læra af þessu, höfum ekkert með að tala um þetta og grenja yfir því, við græðum ekkert á því.“ Fyrsti leikurinn í deildinni er sannkallaður stórslagur þar sem Keflvíkingar fá FH í heimsókn, en segja má að FH hafi stolið Íslandsmeistaratitlinum fyrir framan nefið á Keflvíkingum síðasta sumar.

Farinn að hlakka til

Guðjón Árni segir liðið þó hvergi hrætt við þann leik og hlakkar hann til að fá að kljást við Íslandsmeistarana. „Ef ég tala bara fyrir mig þá hlakka ég mikið til þessa leiks. Þeir hafa ekki tapað leik á undirbúningstímabilinu og allir tala um að þeir séu ósigrandi og það er bara gaman að mæta svoleiðis liði. Fá smá challenge. Ég trúi ekki öðru en að við mætum ákveðnir og fullir tilhlökkunar í þennan leik og að byrja á FH er bara gaman. Við byrjuðum á Val í fyrra, það var líka gaman, og við höfum áður byrjað gegn FH sem Íslandsmeisturum.“ PUMA-sveitin skipaði stóran sess í velgengni Keflvíkinga á síðasta ári að mati Guðjóns og vill hann sjá þá mæta galvaska og halda áfram frábærum stuðningi sínum fyrir félagið. „Það er skemmtilegt að spila fyrir Keflavík þegar þeir eru í stuði. Þeir ná öllum með sér og við spilum bara betur þegar eru læti á pöllunum.“


10

Kominn heim á ný Haukur Ingi Guðnason er kominn heim til Keflavíkur á nýjan leik eftir sex ár hjá Fylki. Haukur Ingi er heill heilsu í upphafi leiktíðar og er bjartsýnn á gott tímabil. Haukur Ingi er fæddur og uppalinn Keflvíkingur og er mjög ánægður með að vera kominn á heimaslóðir. „Það er mjög fínt. Ég þekki alla hér þannig að þetta eru engin viðbrigði fyrir mig. Mér líður mjög vel í Keflavík. Að einhverju leyti er ennþá sama fólkið í kringum liðið og síðast þegar ég var hérna, sami kjarninn en það eru alltaf einhver ný andlit líka sem er jákvætt,“ sagði Haukur Ingi. Haukur Ingi hóf feril sinn í Keflavík áður en hann fór til Liverpool þar sem hann var í fjögur tímabil með stuttu stoppi í KR. Þaðan kom hann aftur til Keflavíkur þar sem hann lék í tvö ár áður en hann skipti í Fylki. „Keflavík hefur alltaf verið mitt lið. Hér er ég fæddur og uppalinn og þetta er það félag sem ég hef stundað minn knattspyrnuferil lengst hjá þó ég hafi farið og verið annars staðar. Með yngri flokkunum hef ég leikið með Keflavík í fimmtán til tuttugu ár og ég var hundfúll þegar liðið náði ekki að tryggja sér titilinn í fyrra þó ég hafi verið að spila með Fylki. „Þegar ég var í Fylki þá spilaði ég fyrir þá og leið ágætlega þar, það er mjög gott starf í kringum þann klúbb og ég hef eiginlega ekkert nema gott um Fylki að segja. Fylkir og Keflavík eru bæði ólíkir og líkir klúbbar. Fylkir er ólíkur öðrum Reykjavíkurfélögum að þetta er smá sveit í borg, Árbærinn. Það er kjarni í kringum liðið og menn búa flestir á svipuðu svæði. Að því leitinu til er þetta ekki ólíkt en Keflavík er aðeins afskekktara. „Munurinn á félögunum úti á landi og í Reykjavík er að það er meiri nánd hjá félögunum úti á landi. Erlendir leikmenn falla betur inn í hópinn. Leikmenn eru duglegri við að taka þá með sér heim og passa upp á þá. Enda búa allir á mjög svipuðu svæði en í Reykjavík tók maður meira eftir því að menn mæta á æfingar og fara svo hver í sína áttina,“ sagði Haukur.

Stjórna álaginu

Ferill Hauks Inga hefur einkennst af miklum meiðslum og hafa fimm síðustu ár sérstaklega verið erfið. Hann kemur ágætlega undan vetri fyrir þetta tímabil á eflaust eftir að láta mikið að sér kveða.

„Það er búið að vera ágætt. Ég hef átt við þessi meiðsli í fimm ár. Þegar þetta kom upp þá var ekki búist því að ég myndi spila fótbolta framar þannig að maður er fúll yfir að hafa ekki spilað meira en raun ber vitni en að sama skapi er ekki eðlilegt að svekkja sig yfir hlutum sem hafa þróast á þá leið að ég hef spilað meir en ég hefði kannski getað gert ráð fyrir. „Síðasti þriðjungur á síðasta tímabili gekk mjög vel. Ég fann gamla fílinginn ef þannig má að orði komast. Árangur erfiðisins að hafa lagt alla þessu vinnu á sig til að reyna að halda áfram í boltanum skilaði sér. Ég fann þetta gamla í leikjum sem maður fann stundum á æfingum sem hafði ekki skilað sér í leiki áður. Við fundum það hjá Fylki undir það síðasta að við þurftum að stjórna álaginu betur og við höfum reynt að gera það í vetur hjá Keflavík. „Það var sameiginleg ákvörðun þegar ég kom aftur í félagið að reyna að stjórna álaginu þannig að hægt væri að ná því mesta út úr mér í leikjum. Þetta lítur ágætlega út en ég þori ekki að segja meira en það. Ég hef ekki þurft að taka eins mikið frí í vetur og síðustu undirbúningstímabil. Ég hef þurft að taka mánuð þar sem ég hef bara hjólað uppi í rækt en hef ekki þurft að gera neitt slíkt í vetur sem er jákvætt.“ Leikmenn sem lenda í langvarandi meiðslum geta auðveldlega lent í andlegum erfiðleikum en Haukur Ingi hefur sloppið við það. „Það hefur bjargað mér að ég hef verið í námi. Að geta verið í háskólanámi, fræðimennsku, hefur hjálpað mjög mikið. Ef ég hefði eingöngu verið fótboltamaður eins og sumir eru sem komið hafa heim úr atvinnumennsku hefði þetta verið mikið erfiðara. „Planið var alltaf að koma heim og fara aftur út og mér buðust nokkur tækifæri áður en ég meiddist sem ég hafnaði og maður nagaði sig í handabökin og hugsaði hvort maður hefði átt að hafna eða ekki en maður lærði fljótlega að maður getur ekki breytt neinu með svoleiðis hugsunarhætti,“ sagði Haukur Ingi sem er íþróttasálfræðingur.

Fyrst og fremst leikmaður

„Það hafa verið mikla breytingar á Keflavíkurliðinu síðan síðasta sumar. Það eru farnir átta til níu leikmenn sem voru byrjunarliðsmenn eða í kringum byrjunarliðið þannig að það má segja að það sé nánast heilt lið farið úr Keflavík. Hins vega má segja að hópurinn í fyrra hafi verið stór og það eru margir ungir og efnilegir leikmenn að koma upp. Ég tek eftir því að það eru mikil

gæði á æfingum. Það er ekki alltaf sem það er þannig og maður hefur fundið það á Íslandi að það skipti máli hvernig skiptist í lið og það endar kannski, 6-0, fyrir annað liðið en það er ekki þannig í Keflavík,“ sagði Haukur Ingi. „Hugarfarið hefur mikið með það að gera og svo eru yngri strákarnir heilt yfir betri knattspyrnumenn en kannski oft áður eða í öðrum liðum. Svo er spurning hvernig við náum að skila því út í mótið en ég hef trú á að liðið geti blandað sér í toppbaráttuna eins og í fyrra. Ég er alltaf bjartsýnn og fer aldrei út í mót með öðru hugarfari en að vera í toppnum og ef að við náum að stilla saman strengi okkar sem ég hef fulla trú á þá held ég að liðið geti blandað sér aftur í toppbaráttuna.“ Keflvíkingar leggja stund á hugarþjálfun samhliða knattspyrnuþjálfuninni en Haukur Ingi lætur aðra um þá þjálfun þó hann hafi aðstoðað aðra íþróttamenn í þeim efnum. „Ég hef verið að vinna með íþróttafólki, knattspyrnulið, badminton, skíðafólki, og fólki sem stundar frjálsar íþróttir. Ég hef verið að vinna í hugarþjálfun en ég hef meðvitað ekki viljað taka fram fyrir hendurnar á neinum öðrum hér í Keflavík. Ég geri það ef Kristján kemur til mín og biður mig um að sjá um einhvern þátt á æfingum þá geri ég það, ásamt öðrum leikmönnum líka en ég vil fyrst og fremst vera leikmaður en ekki íþróttasálfræðingur hjá liðinu,“ sagði Haukur Ingi sem segir að leikmenn séu búnir að gera upp vonbrigði síðasta leiks á síðasta tímabili og láti frábæran árangur á tímabilinu hjálpa sér í baráttunni sem er framundan.

Seinasti leikur skilinn eftir

„Ég held að menn séu búnir að skilja síðasta leikinn eftir og taki hann ekki með. Ég hef trú á að menn taki það góða frá síðasta tímabili inn í þetta tímabil. Það er mín tilfinning og sýn á andrúmsloftið inni í klefanum með strákunum að taka það jákvæða og góða út og byggja á því en láta ekki vonbrigði síðustu umferðarinnar spilla fyrir,“ sagði Haukur Ingi sem vill skora á stuðningsmenn liðsins að halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið á áhorfendapöllunum undanfarin tímabil. „Ég vonast til að fólk verði áfram jafn duglegt að mæta á völlinn eins og það hefur verið undanfarið hjá Keflavík og verandi í Fylki hefur maður tekið eftir því hvað það hefur skipt gríðarlega miklu máli hvað stuðningurinn hjá Keflavík, PUMA-sveitin og fleirum, hefur gert mikið fyrir félagið og ég vona að svo verði áfram á næstu árum.“


11


12


13

KEFLAVÍK

var eini valkosturinn

Kunnuglegt andlit kom inná völlinn í fyrsta leik Keflavíkur gegn þáverandi Íslandsmeisturum Vals í fyrsta leik tímabilsins í fyrra þegar hinn rauðbirkni Hólmar Örn Rúnarsson kom inná sem varamaður í síðari hálfleik eftir að hafa skrifað undir hjá sínu gamla félagi rétt um sólarhring fyrir leik. „Fyrst ég var á leiðinni heim var Keflavík fyrsti og eini valkosturinn, ég fór ekki í neinar viðræður við annan klúbb. Hans Mathiesen kom þarna nokkrum dögum á undan okkur og svo komum við Hörður hingað bara daginn fyrir leik,“ sagði Hólmar Örn við Keflavíkurblaðið þegar hann rifjar upp byrjun tímabilsins á síðasta ári. Margt hefur breyst síðan þá en Hólmar telur þetta vera tímabilið fyrir ungu strákana að sýna sig og sanna. „Við erum búnir að missa átta leikmenn sem voru í og í kringum byrjunarliðið,“ sagði hann og taldi svo upp eina átta leikmenn sem voru í og við byrjunarliðið á síðasta tímabili. „Við erum búnir að fá ferska leikmenn til að fylla þeirra skörð og svo höfum við unga leikmenn sem eru tilbúnir í slaginn. Við erum kannski ekki með jafn breiðan hóp en við erum með flott lið. Ég hef trú á því að nokkrir ungir eigi eftir að stíga upp og sýna hvað þeir geta í sumar.“ Þrátt fyrir breytingar á hópnum telur Hólmar Örn liðið alveg vera í stakk búið til þess að taka þátt í toppbaráttunni í sumar. „Ég held að við höfum alveg möguleika á því að vera í toppbaráttu í sumar, það þarf þá margt að vinna með okkur en við erum allavega bjartsýnir á það. Það þurfa ýmsir hlutir að ganga upp.“

Tilhlökkun að byrja

Eins og líklega allir leikmenn á Íslandsmótinu í knattspyrnu hlakkar Hólmar Örn mikið til fyrsta leiksins á tímabilinu sem menn bíða yfirleitt með óþreyju allan veturinn. „Það er alltaf mikil tilhlökkun að byrja aftur en fyrsti leikur er alltaf svolítið erfiður. Það skemmir alls ekki fyrir að mæta FH í fyrsta leik og fá að berja á þeim aðeins. Við erum alveg tilbúnir í þetta,“ sagði Hólmar en

hann vonaðist til þess að ekki kæmi til neinna leiðinda á milli þessara liða sem börðust allt fram í síðustu umferð um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. „Við erum ekki með lið sem leggur upp með það, við viljum spila fótbolta, en ef til þess kemur þá held ég að við séum alveg tilbúnir í það.“

P u m a stuðningur

Keflvíkingar fengu mikinn stuðning af áhorfendapöllunum í fyrra undir dyggri stjórn PUMA-sveitarinnar sem fékk mikið hrós fyrir sitt framlag. Einhverjar vonir hljóta að vera bundnar til liðsins eftir frábæran árangur á síðasta tímabili en Hólmar Örn segist lítið hafa heyrt frá fólki úr Keflavík fyrir leiktíðina. „Ég hef nú nokkrar áhyggjur af því að enginn hefur stoppað mig til að spjalla um fótbolta, ég vona nú samt að fólk láti sjá sig á vellinum,“ sagði hann og bætti við ósk sinni um að PUMA-sveitin verði jafn öflug áfram. „Ég vona að PUMA-sveitin styðji okkur jafn vel og undanfarin ár, sérstaklega í fyrra, það munar alveg helling um þá.“


14


15

Viljum vera á toppnum Eftir tveggja ára dvöl í fyrrum Jói [B. Guðmundsson] getur leyst þetta líka. Ég Grátlega nálægt titlinum stefni á það að vera þarna á toppnum. Það er nýlenduveldinu Danmörku mikil samkeppni innan liðsins en maður verður Eins og allir varð Hörður verulega vonsvikinn með hvernig síðasta tímabili lauk enda Keflvíkingar kom Hörður Sveinsson aftur að takast á við það eins og hvað annað,“ sagði grátlega nálægt titlinum.„Við vorum komnir mjög til liðs við Keflavík korteri fyrir hann um sóknarmannsmálin hjá Keflavík. nálægt þessu og þetta var allt í okkar höndum. Haukur Ingi er enn einn týndi sonurinn sem voru allir af vilja gerðir til að klára þetta en Íslandsmót á síðasta tímabili kominn er á ný til liðs við Keflavík eftir svaðilför Það þetta vildi ekki detta okkar megin. Það var lítið og reyndist hann að sjálfsögðu til hinnar upprunalegu Bítlaborgar og í sem við gátum gert í því. Að sjálfsögðu voru það „Það er mjög gott að hafa hann, gott ákveðin vonbrigði að klára þetta ekki en vonandi mikill liðsstyrkur. Hann var einn Árbæinn. að spila með honum og mjög flinkur leikmaður. komum við bara sterkari til baka.“ Fyrsti leikurinn þriggja leikmanna sem komu til Við ættum að geta nýtt okkur hann betur í í sumar er einmitt gegn FH-ingum sem stálu titlinum í lok síðasta tímabils. „Ég held að það sé liðs við félagið rétt fyrir mót og sumar.“ mjög gott að byrja gegn þeim. Við eigum harma varð til þess að liðið barðist um að hefna. Við þurfum auðvitað að fara í gegnum Erum nógu sterkir Íslandsmeistaratitilinn allt til Þrátt fyrir afföllin fyrir tímabilið telur Hörður öll liðin á tímabilinu þannig að það er eins gott Keflavíkurliðið vera nógu sterkt til þess að að byrja gegn þeim eins og einhverjum öðrum. lokaumferðarinnar. „Minn fyrsti kostur þegar ég ætlaði að koma heim var Keflavík og ég var lítið að spá í einhverju öðru. Það er bara frábært að vera kominn aftur í klúbbinn, maður þekkir flesta strákana og það hefur alltaf verið mikil samheldni í Keflavík, það er það sem gerir þetta að mjög góðum klúbb.“ Hörður var að mestu leyti í nokkru aukahlutverki í sókninni á síðasta tímabili þar sem þeir Guðmundur Steinarsson og Patrik Redo voru í aðalhlutverki en nú eru líkur á því að hann taki við aðalhlutverkinu þar sem þessir tveir eru farnir. „Við erum mjög vel mannaðir fram á við ennþá samt, það eru ég, Haukur [Ingi Guðnason], Maggi Þorsteins og

ná langt í sumar. „Við getum spilað á þessum mannskap sem við erum með, við höfum sterka sautján, átján menn og við eigum eftir að sjá nokkra unga stráka banka á dyrnar í sumar. Þeir eru flestir tilbúnir í þetta. Vonandi að þeir hafi bara það sem þarf til.“Hópurinn í fyrra var mjög breiður og var erfitt fyrir yngri stráka úr Keflavík að komast inn í leikmannahóp meistaraflokks. Í ár eru breyttir tímar og telur Hörður að nú sé tækifæri fyrir þá til þess að láta ljós sitt skína. „Þeir eru búnir að fá að spila í Lengjubikarnum og æfingaleikjum og finna að þeir geta fengið tækifæri, ég hef fulla trú á því að þessir strákar geti leyst þau hlutverk sem þeir fá ef eitthvað bjátar á.“

Í fyrra byrjuðum við gegn þáverandi meisturum Vals í mjög skemmtilegum leik þannig að þetta hefur gerst áður,“ sagði Hörður og rifjaði upp leikina gegn FH á síðasta tímabili. „Þetta voru frábærir leikir sem kláruðust á seinustu mínútum báðir tveir. Það vilja allir vinna fyrsta leikinn þannig að það má búast við spennandi leik, vonandi að hann verði skemmtilegur líka.“ Að lokum ræddi Hörður við blaðamann Keflavíkurblaðsins um PUMA-sveitina og sagði í raun nauðsynlegt að hún héldi áfram þeim mikla stuðningi sem þeir hafa sýnt á síðustu árum. „Þeir hafa verið alveg frábærir og eigum við þeim að miklu leyti að þakka velgengni okkar á síðasta tímabili,“ sagði Hörður um sveitina.


16

Líst vel á tímabilið Kvennalið Keflavíkur verður að Elísabet Ester er hóflega bjartsýn á tímabilið og telur ýmislegt langstærstum hluta til skipað geta gerst ef allt gengur upp hjá heimastelpum sem ekki hafa félaginu. mikla reynslu en eftir síðasta tímabil yfirgaf nánast allt Meiri spenna í sumar „Markmiðið er bara að halda sér byrjunarliðið félagið og varð uppi, kannski sjötta, sjöunda Elísabet Ester Sævarsdóttir ein sæti,“ sagði hún og telur hún að toppbaráttan eigi eftir fárra í kringum aðalliðshópinn að verða spennandi í sumar. sem varð eftir í liðinu. „Þór/KA er að koma sterkt

Veturinn er bara æfing

Gengi Keflavíkur hefur ekki verið sem best á undirbúningstímabilinu en Ester kvíðir þó ekki sumrinu. „Nei nei, veturinn er bara æfing, það er sumarið sem skiptir máli,“ sagði hún í samtali við Keflavíkurblaðið og sagði að nokkrir leikmenn væru á leiðinni til liðsins utan landsteinanna.

inn, það eiga ný lið eftir að blanda sér í toppbaráttuna, það er aldrei að vita nema við komumst þangað.“ Fyrsti leikur tímabilsins er gegn Fylki á Keflavíkurvelli laugardaginn 9. maí og bíður Elísabet Ester spennt eftir honum og vonast til þess að geta tekið þátt í honum en hún á við meiðsli að stríða eftir síðasta leikinn á undirbúningstímabilinu. „Okkur líst bara vel á tímabilið og fyrsta leik gegn Fylki, ef við verðum með hausinn í lagi ætti okkur að ganga vel.“

142 / KeflavíK

410 4000 | landsbankinn.is

Guðrún er farin að dusta rykið af hjólinu eftir veturinn. Hún og 13 aðrir taka vel á móti þér við Hafnargötuna. • Við leggjum okkur fram um að veita þér persónulega þjónustu. • Við förum yfir kjörin sem þér bjóðast og svörum spurningum þínum. • Við veitum einstaklingum og fyrirtækjum aðstoð við að skipuleggja fjármálin.

Komdu við í útibúinu að Hafnargötu 57-59 í Keflavík eða hringdu í okkur í síma 410 4000.

ENNEMM / SÍA / NM37430

Elísabet Ester er tvítug en þrátt fyrir það er hún ein sú reynslumesta í liðinu nú um stundir og hefur henni hlotnast sá heiður að fá að bera fyrirliðabandið í sumar. Hún er hvergi bangin fyrir sumarið og er mjög ánægð með nýtt hlutverk í liðinu. „Þetta er bara gaman, þær eru svo almennilegar stelpurnar, góður hópur. Góður mórall, hann skiptir miklu máli.“


17

Óttumst ekkert

Elvar Grétarsson var fenginn til starfa sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Keflavík eftir síðasta sumar en hann hefur þjálfað lið á Suðurnesjum síðustu ár. Hann tók að sér verkefnið sem hann vissi að yrði dálítið strembið sökum þeirra breytinga sem orðið hafa á leikmannahópi liðsins frá því á síðasta tímabili.

„Það eru rosalegar breytingar,“ sagði Elvar um leikmannahópinn við Keflavíkurblaðið. „Ég myndi alveg treysta mér til þess að vera í toppbaráttu í efstu deild með bara það lið sem er farið. Þetta er mjög ungt lið, kannski ekkert yngra en mörg lið í deildinni en þær eru svo reynslulausar, þær hafa í rauninni ekkert fengið að spila í meistaraflokki, þannig að liðið er svolítið brothætt. Við erum að reyna að ráða bót á því með erlendum leikmönnum,“ sagði hann og bætti því við að mjög erfitt hafi verið að reyna að fá innlenda leikmenn til liðs við félagið. Elísabet Ester Sævarsdóttir er ein örfárra leikmanna sem eftir eru sem voru í kringum byrjunarliðið í fyrra og er Elvar mjög ánægður með að hún sé enn til staðar. „Sú eina sem er eftir úr fasta liðinu frá því í fyrra er Ester, sú eina sem hafði nógu sterkt hjarta segi ég. Hún hefði getað farið í hvaða lið sem var en ákvað að vera kyrr.“

Markmiðið er að halda sætinu

Með þennan unga hóp telur hann tímabilið geta orðið erfitt hjá Keflvíkingum í sumar.

„Númer eitt, tvö og þrjú er að halda sætinu í deildinni, það er ekki hægt að fara fram á neitt annað. Við erum að setja traust okkar á það. Um leið og ég tók við tilkynnti ég þessum stelpum það að nú væri þeirra tími kominn, það yrði ekki keypt hingað heilt lið en við myndum reyna að fá einhverja með þeim í þessa baráttu en fyrst og fremst væri þetta undir þeim komið. Tólfti maðurinn er í rauninni stuðningurinn og getur gert andstæðingunum erfitt fyrir. Ég veit að liðin líta á okkur núna sem auðvelda bráð, sem ég skil alveg og er í rauninni bara eðlilegt. Við fórum illa af stað og byrjuðum á því að tapa stórt uppúr áramótum en höfum verið að sýna miklar framfarir á vellinum síðan þá. Við þurfum allavega ekki að óttast neitt. Það er 0-0 þegar flautað er á og 11 í hvoru liði, svoleiðis er bara leikurinn. Keflavík er ekki að fara að spila neinn sambabolta í sumar, við verðum bara að slátra þessum liðum sem koma og spila hérna.“

Kjarninn er héðan

„Það verður bara byggt upp núna,“ sagði Elvar í samtali við Keflavíkurblaðið og sagði aldrei hafa komið neitt annað til greina en að gera langan samning við félagið og fá að búa

til nýtt lið. „Núna verður bara að líta aðeins lengra en bara rétt fyrir framan nefið á sér og sýna smá þolinmæði. Það er töluverður efniviður sem við verðum að treysta á og ef við verðum heppin með erlenda leikmenn þá getum við alveg gert fína hluti. Þetta eru að mestu leyti stelpur úr Keflavík og kjarninn er héðan. Þetta er liðið sem við ætlum að byggja á í framtíðinni og ég fór fram á þolinmæði við stjórnina. Það verður ekkert tjaldað til einnar nætur. Ég er ráðinn í þrjú ár og ætla að gera gott lið hér í Keflavík.“ Til þess að árangur megi nást í sumar telur Elvar liðið þurfa mikinn stuðning frá pöllunum og hvatti hann PUMA-sveitina til þess að mæta á leiki kvennaliðsins til þess að styðja við bakið á þeim. „Alveg hiklaust, sýna stuðninginn.“


18

Við styðjum Keflavík til sigurs!

Tannlæknastofa Kristínar Geirmundsdóttur Sími: 421 8686

Tannlæknastofa Einars Magnússonar Sími: 421 4220

BG málaraverktakar Alhliða málningarþjónusta S: 899 8049

Rafiðn ehf Alhliða Rafverktaki S: 421 1768

Á Óskarsson Brautarnesti Brunavarnir Suðurnesja EEE Verkun Ice Group Íslandsspóstur Keflavík Íslenska Félagið ehf

Kaplavæðing RR Verktakar Rörvirki Tannsmíðastofan Tríton sf Tæknivík Ökukennsla Jóns Sigurðssonar Fiskval ehf

IceMar ehf Media Group ehf


19

Allir geta verið í PUMA-sveitinni Jóhann D. Bianco, eða Joey Drummer eins og allir þekkja hann, er einn forsprakka stuðningsmannasveitar sem gengur í dag undir nafninu PUMA-sveitin. Sveitin hefur látið vel í sér heyra á áhorfendapöllum hvarvetna sem Keflvíkingar spila og hvatt lið sitt til dáða og hafa hlotið lof fyrir frá leikmönnum og öðrum í kringum fótboltann. „Ég er búinn að vera í þessu síðan 2003-4. Hún hefur bara stækkað síðan þá og unnið til verðlauna og svona, bara mjög gott,“ sagði Joey við Keflavíkurblaðið þegar hann rifjaði upp feril sinn hjá sveitinni. „Við vorum mjög góðir í fyrra en ég veit ekki hvernig þetta verður núna, menn hafa dottið í barneignir og farnir að vinna meira, en við ætlum að endurnýja eitthvað og verðum öflugir í sumar.“ Joey er einn þeirra sem gæti jafnvel orðið eitthvað minna með á pöllunum í sumar en ætlar þó að gera sitt besta. „Ég reikna með því að vera sjálfur mjög lítið í þessu í sumar. Ég hjálpa til við að starta þessu en svo finnum við einhverja til að sjá um þetta.“

Góður kjarni

Sveitin hefur smám saman stækkað upp í það sem hún varð á síðasta ári og vonandi verður hún bara öflugri í ár. „Þegar við byrjuðum þetta vorum við einhverjir átta sem vorum kjarninn í sveitinni en í fyrra vorum við orðnir 30-40 manns, en kjarninn var svona 15-16, sem er gott miðað við Keflavík, því Keflavík hefur aldrei verið neitt risabatterí í stuðningi. Til þess að komast inn í þetta þarf ekki neitt, húsið er opið öllum, þetta er enginn sérstakur hópur en við erum allir félagar, menn geta fylgst með á Víkurfréttum, vf.is, og á keflvikingar.com. Við ætlum að halda einhvern fund og fara yfir sumarið á næstunni,“ sagði Joey. PUMA-sveitin hefur tekið vel á móti stuðningssveitum annarra liða og fengið góðar móttökur þangað sem þeir koma en Keflavík hefur ekki alltaf verið þekktur sem þægasti bær á landinu. „Það er löngu

búið,“ sagði Joey við Keflavíkurblaðið og talaði svo um vinafélögin. „Við höfum verið í góðu samstarfi við félög eins og Val, FH og Skagann og fleiri lið, svo núna eru Eyjamenn að koma upp, við hlökkum til að taka smá tjútt með þeim. Sum lið kannski eru ekkert í þessu til þess að eignast félaga í kringum boltann en þetta er svo lítið land, það tekur því ekkert að vera með einhvern derring. Það er alveg einhver rígur en engin leiðindi.“ Joey var ekki alveg viss um hvernig tímabilið legðist í hann þegar Keflavíkurblaðið náði tali af honum. „Í fyrsta skipti í nokkur ár er ég bara nokkuð neutral, ég veit bara ekkert hvernig skal spá þessu. Ég var á fundi með stjórninni og þeir telja okkur ekki lakari en í fyrra, þó svo við höfum misst slatta af mönnum,“ sagði hann og var bjartsýnn á að Guðmundur Steinarsson léti sjá sig um mitt sumar en hann verður samningslaus þegar tímabilinu í Sviss lýkur.

PUMA-reglur

Áður en blaðamaður Keflavíkurblaðsins hitti Joey las hann reglur PUMAsveitarinnar og er á hreinu að hann mun aldrei koma óorði á Keflavík. Í 12. grein reglna Trommusveitarinnar stendur

nefnilega: „Ef einhver annar en meðlimur kemur óorði á sveitina (t.d óhófleg drykkja, heldur með öðrum en Keflavík, fer í DV, lyktar eins og Ráin eða önnur vítaverð framkoma) er hin sá og sami réttdræpur. Af lögreglu og Trommusveitinni!“ Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort meðlimir sveitarinnar, eða lögreglan, hafi einhvern tímann þurft að íhuga að beita þessu ákvæði. Svar Joey var beinskeytt en hversu alvarlega á að taka orð hans ætlar blaðamaður að láta lesendum eftir að ákveða sjálfir. „Ég hef drepið þrjá,“ sagði hann strax og læddist sá grunur að blaðamanni að honum hafi þótt spurningin pínulítið heimskuleg. „Þú getur farið í Grindavíkurhraun, þar hef ég lagt þrjá niður, ég get ekki sagt nákvæmlega hvar því það eru svo margir grafnir í hrauninu, en það eru einhverjir sem hafa farið og það eru tveir undir smásjá.“ Meðlimir PUMA-sveitarinnar hafa greinilega tengsl á góðum stöðum. „Við höfum fengið þetta í gegnum Alþingi og frændi minn er góður vinur Ólafs Ragnars og við fengum þetta þannig í gegn. Förum kannski ekkert hátt með það en þannig fengum við þetta í gegn.“


20

Keflavik mag 2009  

Keflavik soccer club 2009

Keflavik mag 2009  

Keflavik soccer club 2009

Advertisement