Page 1

Knattspyrnudeild 2005

Hermann í Stakkavík Þjálfaraspjall Fyrirliðinn Drauma-Jolli Vill tóbakslaust lið Sinisa Valdimar Kekic Ólafur Örn Bjarnason Evrópudraumar

„Erum nógu góðir í TOPPBARÁTTUNA“Formannsspjallið Síðastliðið starfsár knattspyrnudeildar var viðburðaríkt og fyrir margt sérstakt. Þrátt fyrir mikið basl er Grindavík enn á meðal þeirra 10 bestu sem leika í efstu deild á Íslandi og erum við að hefja ellefta árið í röð í efstu deild. Starfsemi deildarinnar var að vanda þróttmikil og öflug á síðasta starfsári; 45 bókaðir stjórnarfundir voru haldnir á árinu 2004 og frá deildarskiptingu 1977 eru bókaðir stjórnarfundir orðnir 725. Viðfangsefnin verða sífellt fleiri, umfangið eykst og sífellt er leitað nýrra leiða til að bæta starfsemina. Velta deildarinnar 1991 var um 11 milljónir, 1999 var hún um 20 milljónir og hefur margfaldast síðan þá, er í dag um 55 milljónir. Í dag starfa hjá knattspyrnudeildinni 6 fastir starfsmenn allt árið um kring, og frá apríl til september bætast aðrir 8 starfsmenn við. Það verður að vera helsta markmið stjórnar hverju sinni að vera með jákvæða eigin fjárhagsstöðu og eiga varasjóð. Það voru nokkur erfið mál sem stjórn þurfti að takast á við síðastliðið ár. Það tókst vel að leysa úr öllum málum þannig að enginn veruleg sárindi urðu eftir. Zelko Sankovic þjálfari meistaraflokks karla náði ekki að uppfylla þær vonir sem við hann voru bundnar og varð ekki undan því komist að skipta um þjálfara um mitt sumar. Er það í fyrsta í sinn sem knattspyrnudeildin leysir þjálfara undan samningi áður en samningstími er úti. Zelko var leystur undan starfi 15. júlí og var á launum til 30. sept. Við starfi hans tók Guðmundur Valur Sigurðsson og honum til aðstoðar var Sinisa Valdimar Kekic. Skiluðu þeir okkur í örugga höfn, enn og aftur þökkum við þeim félögum fyrir gott starf. Grindavík var mikið í fréttum þegar það fréttist að loknu s.l. keppnistímabili að Guðjón Þórðarson væri að koma til Grindavíkur sem knattspyrnustjóri og með honum Milan Stefán Jankovic. Þessu trúðum við og gengum þannig frá hnútum að ekkert annað lið freistaði hans. Það fór að lokum þannig að Milan Stefán Jankovic skrifaði undir 5 ára samning sem knattspyrnustjóri hér í Grindavík og Guðjón endaði í Keflavík. Janko skrifaði undir 10. des. s.l. í árlegu hófi sem haldið er fyrir styrktaraðila. Meðal gesta okkar þetta kvöld voru Eggert Magnússon formaður KSÍ, Björgólfur Guðmundsson formaður bankaráðs Landsbanka Íslands og Árni Johnsen sem skemmti okkur þetta eftirminnilega kvöld. Síðastliðið ár var stofnaður stuðningsmannaklúbbur sem ber nafnið Kaldalónsklúbburinn. Helsta hlutverk hans er að vera bakhjarl knattspyrnudeildarinnar. Helstu frumkvöðlar að stofnun þessa klúbbs voru Aðalgeir Jóhannsson og Hermann Ólafsson. Stofnfélagar voru 37 talsins. Stjórn knattspyrnudeildarinnar fagnar þessu framtaki og vonar að þessi klúbbur sé kominn til að vera. Eyjólfur Magnússon einn duglegasti og reynslumesti knattspyrnudómari Grindavíkur ákvað að hætta dómgæslu á síðasta keppnistímabili vegna þrálátra meiðsla. Hann hefur um árabil verið ötull við að dæma leiki á vegum Grindavíkur og verið ein af driffjöðrum félagsins í þessum málum. Það verður vandfyllt skarð sem hann skilur eftir sig og kunnum við honum bestu þakkir fyrir ómetanlegt starf í þágu félagsins. Það er áhyggjuefni að við skulum ekki eiga fleiri slíka menn eða konur sem vilja taka að sér þennan þátt í okkar starfsemi. Fimm Grindvíkingar luku UEFA -B stigs þjálfaraprófi á síðasta ári. Þeir eru eftirtaldir: Garðar Vignisson, Helgi Bogason, Jón Óli Daníelsson, Jóhann Júlíusson og Pálmi Ingólfsson. Síðastliðið haust fóru Jón Óli og Janko út til Englands á þjálfaranámskeið í viku tíma ásamt 25 íslenskum þjálfurum til að ljúka næst efstu gráðu UEFA. Öll þjálfaramenntun er kostuð af knattspyrnudeildinni og hefur svo verið í gegnum árin. Árið 1984 hófu knattspyrnudeild UMFG og Lýsi hf. samstarf sem staðið hefur samfellt í 20 ár. Þetta er einsdæmi í knattspyrnusögunni hérlendis að sami aðili sé aðalstyrktaraðili á öllum keppnisbúningum hjá sama félagi í svo langan tíma, allt frá yngstu iðkendum og upp í meistaraflokk. Við þökkum Lýsi hf. fyrir þann stuðning sem þeir hafa sýnt okkur þessi 20 ár. U-21 árs landleikur var spilaður í Grindavík sl. haust þegar Íslendingar tóku á móti Svíum í undakeppni HM sem við unnum 3-1. Það sem vakti helst athygli við þennan leik var að á meðal áhorfenda var forseti UEFA, Lennart Johansson, og einnig að um 500 manns mættu á völlinn þrátt fyrir að leikið væri um miðjan virkan dag. KSÍ sendi okkur sérstakar þakkir fyrir góða umgjörð og góðar móttökur. Grindvíkingar verða fulltrúar Íslands þegar dregið verður nú í maí um aukasæti í UEFA CUP vegna háttvísi. Keflavík var efst í háttvísismati eftirlitsmanna KSÍ fyrir árið 2004, FH í öðru sæti og Grindavík í þriðja sæti. Þar sem Keflavík og FH hafa þegar öðlast þátttökurétt sem fulltrúar Íslands í UEFA keppni fyrir árið 2005 fer Grindavík sjálfkrafa inn sem fulltrúi Íslands. Nú er bara að bíða og sjá hvaða 3 lönd fara inn í UEFA keppnina. Það land sem fær hæstu einkunn fer beint inn, 2 önnur lönd til viðbótar verða dregin úr potti. Ólafur Örn Bjarnason fyrrum fyrirliði Grindvíkinga varð bikarmeistari með liði sínu Brann frá Bergen í Noregi sl. haust. Brann endaði í 3. sæti í norsku deildinni. Ólafur lék alla leiki liðsins og var aldrei tekinn af velli.Við óskum Ólafi til hamingju með glæsilega byrjun hjá Brann. Framhald á næstu síðu.

Efnisyfirlit: Bls. 3

Formannspjall

Bls. 6-7

Meistaraflokkur

Bls. 8-9

Hermann í Stakkavík

Bls. 10-11

Þjálfaraspjall

Bls. 12-13

Fyrirliðinn

Bls. 14

Drauma-Jolli

Bls. 15

Vill tóbakslaust lið

Bls. 18

Sinisa Valdimar Kekic

Bls. 22

Ólafur Örn Bjarnson

Bls. 26

Evrópudraumar

Bls. 27

Leikjaplan 2005

Umsjón og ábyrgð: Útgefandi: Media Group ehf Ritstjóri: Hilmar Þór Guðmundsson Blaðamenn: Guðmundur Marinó Ingvarsson Hilmar Þórlindsson Róbert Jóhannsson Ljósmyndun: Hilmar Þór Guðmundsson Erling Ó. Aðalsteinsson Umbrot: Prentun:

Media Group ehf Prentmet

www.mediagroup.is
Undirritaður er að hefja sitt áttunda starfsár sem formaður og þegar ég lít til baka hefur sá tími einkennst af uppbyggingu mannvirkja samhliða rekstri deildarinnar. Ef ekki væru markmið og draumar til að stefna að væri starfið lítils virði og framtíðin ekki eins björt og spennandi og reyndin er. Eitt helsta hagsmunamál knattspyrnuhreyfingarinnar undanfarin ár hefur verið að fá yfirbyggða velli þannig að knattspyrnumenn geti æft og leikið alla mánuði ársins án þess að þurfa að hafa áhyggjur af veðri. Þegar hafa 5 hallir verið reistar hér á landi og þrjár til viðbótar verða komnar upp innan tíðar; í Kópavogi , á Reyðarfirði og á Akranesi. Í dag eru tvö lið í efstu deild, Grindavík og Vestmannaeyjar, sem ekki hafa aðstöðu til að æfa og keppa yfir vetrarmánuðina. Við þessu verða Grindvíkingar að bregðast og ljóst að stórt skref til framfara verður stigið í grindvískri knattspyrnu þegar hægt verður að stunda íþróttina í fjölnota íþróttahúsi í Grindavík allan ársins hring án tillits til frosts og kulda. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ákvað í haust að taka alla tíma frá í Reykjaneshöll fyrir sína iðkendur, þ.e. fyrir Keflavík og Njarðvík. Knattspyrnudeildin var með æfingar í Reykjaneshöll tvisvar í viku sl. vetur og greiddi fyrir það um 1,5 milljón. Þegar þetta lá ljóst fyrir var farið að athuga með tíma í Garðabæ og Kópavogi. Þar gátum við fengið inni en kostnaðurinn var þrisvar sinnum hærri, eða um 4,5 milljónir, þegar við tókum það með í reikninginn að við vildum bæta við tímum fyrir yngri flokka félagsins. Í framhaldi af þessum staðreyndum ákvað stjórn knattspyrnudeildarinnar að koma með hugmundir að nýju deiliskipulagi af íþróttasvæði Grindvíkinga og fékk Sigurbjart Loftsson byggingarverkfræðing til að staðsetja ný mannvirki við þau sem fyrir eru svo að Grindvíkingar geti verið áfram á meðal þeirra bestu í keppnisgreinum sínum á Íslandi. Þessar hugmyndir voru kynntar 3. febrúar á 70 ára afmæli UMFG í Saltfisksetrinu fyrir bæjarráð, íþótta- og tómstundaráð, aðalstjórn og deildir innan UMFG. Var þessu framtaki vel tekið af öllum viðstöddum. Í dag eru peningar helsta hreyfiaflið og nú treystum við að bæjarstjórn komi með þverpólitíska ákvörðun um að láta ekki málið sofna í nefnd heldur fari að hefja undirbúning og við fáum að sjá framkvæmdir þegar á þessu ári. Ef ekki þá deyr eldmóðurinn hjá því fólki sem situr í stjórnum deilda UMFG. Von okkar er að bæjarstjórn taki vel í þessar hugmyndir og horfi fram á veginn og horfi ekki síður á þessa framkvæmd sem fjárfestingu í manngildi. Metaðsókn var á Grindavíkurvöll 2004, alls 7.243 áhorfendur eða 805 manns að meðaltali á leik hér í Landbankadeildinni. Það hefur sjaldan verið eins bjart yfir efnilegum drengjum og stúlkum hér í Grindavík. Það þarf mikla þolinmæði bæði hjá leikmönnum, þjálfara og ekki síst hjá foreldrum þeirra drengja sem eru að stíga sín fyrstu skref í átt að meistaraflokki karla. Janko og Jón Óli fá það hlutverk að byggja upp meistaralið, sem vonandi verður ekki langt að bíða eftir fái þeir félagar tíma og bættar aðstæður til vetraræfinga. Stjórn knattspyrnudeildarinnar byður nýja þjálfara og nýja leikmenn velkomna til félagsins og væntir þess að bæjarbúar verði duglegir að mæta á völlinn í sumar. Öll lið í efstu deild eru með átak í aðsókn áhorfenda á leiki í Landsbankadeildinni og takmarkið er að slá fyrra áhorfendamet, sem er um 100.000 áhorfendur, og efla þjónustu. Í sumar mun Og Vodafone vera í samstarfi við öll lið í Landsbankadeildinni og styrkja þau með greiðslum. Áhorfendur og annað áhugafólk um leikina getur kosið leikmann leiksins með SMS skeytum og átt von á verðlaunum, annarsvegar í hverjum leik og hinsvegar í lok sumars þegar dregið er um glæsilegar fótboltaferðir í boði Og Vodafone. Stuðningsmenn, nú brettum við upp ermar og látum verkin tala. Njótið leiksins ! Jónas K. Þórhallsson .

Formannsspjall
Nafn: Alfreð Jóhannesson Númer: 25 Staða: Framherji

Nafn: Andri H. Albertsson Númer: 28 Staða: Miðjumaður

Nafn: Boban Savic Númer: 1 Staða: Markmaður

Nafn: Eyþór A. Einarsson Númer: 22 Staða: Miðjumaður

Nafn: Hjörtur Pálsson Númer: 13 Staða: Markmaður

Nafn: Jóhann A. Aðalgrímsson Númer: 14 Staða: Miðjumaður

Nafn: Magnús S. Þorsteinsson Númer: 23 Staða: Framherji

Nafn: Mounir Ahandour Númer: 11 Staða: Framherji

Nafn: Óðinn Árnason Númer: 6 Staða: Varnarmaður

Nafn: Óli Stefán Flóventsson Númer: 7 Staða: Varnarmaður

Nafn: Óskar Örn Hauksson Númer: 20 Staða: Miðjumaður

Nafn: Paul McShane Númer: 8 Staða: Miðjumaður

Drauma-Jolli Meistaraflokkur 2005
Nafn: Páll Guðmundsson Númer: 26 Staða: Miðjumaður

Nafn: Ragnar D. Jóhannsson Númer: 12 Staða: Markmaður

Nafn: Ray A. Jónsson Númer: 3 Staða: Varnarmaður

Nafn: Sinisa Valdimar Kekic Númer: 9 Staða: Varnarmaður

Nafn:Eysteinn H. Hauksson Númer: 10 Staða: Miðjumaður

Nafn: Guðmundur Bjarnason Númer: 19 Staða: Miðjumaður

Nafn: Helgi Már Helgason Númer: 13 Staða: Markmaður

Nafn: Robert Niestroj Númer: 17 Staða: Miðjumaður

Nafn: Orri F. Óskarsson Númer: 21 Staða: Framherji

Nafn: Sveinn Þ. Steingrímsson Númer: 18 Staða: Varnarmaður

Nafn: Milan Jankovic Staða: Þjálfari

Nafn: Páll Valur Björnsson Staða: aðstoðarþjálfari

Meistaraflokkur 2005
Í betri málum

án Guðjóns

þessir menn skuli ekki læra. “Ég er hissa á því að þessir Hermann Ólafsson forstjóri Gott að búa í Grindavík menn skuli ekki spá eftir gömlu spánum því að við sleppum Það á sér stað mikil mannfjölgun í Grindavík og er verið að Stakkavíkur er einn dyggasti alltaf. Þó við séum með lélegt lið á pappírunum þá getum byggja stórt hverfi fyrir ofan knattspyrnuvöllinn. “Það er stuðningsmaður Grindavíkurliðsins, að verða gríðarleg fólksfjölgun hér og ef við getum hangið í við ekki fallið. Þetta verður samt alltaf erfiðara og erfiðara liðin sem koma upp verða alltaf betri og betri eins og jafnt í knattspyrnu sem og körfubolta. deildinni næstu árin þá förum við að gera stóra hluti hérna því við sjáum Valsmenn nú. Ég hef ekki trú á að þeir falli en við það búa hér um 4000-5000 manns. Þá förum við Blaðamaður Grindavíkur blaðsins náði þegar Grindvíkingar verðum að sjá til þess að lið eins og Þróttur, að fá enn fleiri góða leikmenn upp í meistaraflokk. Það Keflavík og ÍBV verði fyrir neðan okkur í haust.” tali af kappanum og spurði hann út í má ekki gleyma því að þó húsnæðisverð hafi hækkað þá söguna, liðið og mikilvægi þess að hafa er ódýrt húsnæði í Grindavík og hér er gott að vera. Það er stutt í bæinn og með Reykjanesbrautina tvíbreiða þá Gott að fá Janko heim lið í fremstu röð á Íslandi í svona litlu er maður enga stund að skjótast til Reykjavíkur. Erlendis Hermann eins og fleiri Grindvíkingar muna þá skemmtilegu eru menn að keyra í tvo til þrjá tíma til vinnu og þó maður bæjarfélagi. knattspyrnu sem Milan Stefán Jankovic bauð uppá þegar Hermann þekkir það þegar hann ferðast um landið og kynnir sig þá er fólk fljótt að tengja saman Grindavík og íþróttir. Þetta segir Hermann vera gríðarlega mikilvægt. “Fólk þekkir Grindavík út á þessar íþróttir, körfubolta og fótbolta. Þetta hefur mikið að segja og skilar sér klárlega inn í samfélagið. Við fáum ýmislegt út á þetta sem maður tekur kannski ekki eftir. Svo er það líka mikilvægt í svona bæjarfélagi þar sem er kannski ekkert of mikið af afþreyingu og engin bíó að geta rölt út á völl og kíkt á leik. Eins og karfan þá er þetta mikil skemmtun og þegar vel gengur þá gengur allt í bænum út á íþróttina.“

Þurfum að halda vel á spöðunum

Aðstaðan til knattspyrnuiðkunar í Grindavík er til fyrirmyndar og hafa mörg lið í stærri bæjarfélögum ekki betri keppnis- og æfingaaðstæður. “Við erum með nokkuð góða aðstöðu hér í bænum til íþróttaiðkunar. En Reykjavikurfélögin eru að vakna og það er mikið að gerast hjá þeim. Það eru sterkir aðilar að koma inn í þetta eins og gömlu jaxlarnir hjá Val og við þurfum að halda vel á spöðunum svo við drögumst ekki aftur úr. Við vorum komnir með gott forskot en þeir hafa stigið stórt skref fram í Reykjavík. Öll þessi lið ætla sér stóra hluti. Það eru að rísa hús víða og þetta hvetur aðra til að bæta við sig. Við verðum að fara að fá hús til að dragast ekki aftur úr.” En eru Grindvíkingar að undirbúa byggingu knattspyrnuhúss? “Það er í umræðunni að byggja hús já en við megum ekki gleyma því að þetta er lítið bæjarfélag og það er í raun ótrúlegt að við höfum verið með lið í efstu deild í karla- og kvennaflokkum í körfunni og fótboltanum á sama tíma.”

myndi tengja saman Reykjavík, Hafnarfjörð og Grindavík þá væri það ekki stór borg. Fjarlægðirnar eru ekkert meiri þó við séum úti á Suðurnesjum. Ef þú ferð úr vinnu úr Breiðholti út á Granda ertu jafn lengi að keyra eins og þegar þú ferð úr Grindavík í Hafnarfjörð. Svo það sé ekki minnst á það þegar þú kemur í bæinn og ferð í þessi blokkahverfi þá myndi maður ekki vilja skipta.”

Allt tal um fall er hið besta mál

Hermann hræðist ekkert allt þetta tal um fall Grindavíkurliðsins í fjölmiðlum fyrir mótið. “Ég sagði strax í vetur að við værum komnir í fallbaráttu miðað við liðið eins og það var í vetur. Við gerðum okkur strax grein fyrir þessu og fórum að vinna í því að bæta þessi mál. Við fórum strax í þá vinnu að ná í menn fyrir tímabilið í stað þess að vera að bíða þar til staðan yrði slæm í sumar og reyna að fá menn sem kannski gætu ekki neitt eins og menn lenda svo oft í. Núna erum við búnir að fá leikmenn sem fer mjög gott orð af og þó ég hafi ekki séð þá sjálfur segja menn að þarna séu mjög góðri leikmenn á ferðinni. Séum við heppnir með erlenda leikmenn getum við þess vegna verið í toppbaráttunni í sumar. Okkur hefur oft verið spáð falli áður og nokkrum sinnum bjargað okkur á ótrúlegan hátt en maður gerir sér vonir um að betur gangi núna því það er ekki hægt að treysta á að liðið bjargi sér alltaf á ótrúlegan hátt í lokin. Ef þetta heldur svona áfram og við verðum áfram í fallbaráttu þá kemur alltaf að því að liðið fari niður. Við verðum einfaldlega að styðja við bakið á strákunum og vera dugleg að mæta á völlinn. Þessi spá gerir bara gott og gerir menn reiða og ákveðna í að standa sig. Það er mjög gott að fá þessa spá og það er ljóst að við förum ekki neðar en okkur er spáð, leiðin er bara uppávið.” Það vekur athygli að það eru alltaf sömu mennirnir sem spá Grindavík falli ár eftir ár og undrast Hermann það að

Hermann í Stakkavík

hann þjálfaði Grindavíkurliðið áður. “Það er frábært að vera búinn að fá Janko heim. Hann er einn besti leikmaður sem leikið hefur með Grindavík og liðið hefur alltaf leikið skemmtilegan fótbolta undir hans stjórn og það gerði Keflavík líka undir hans stjórn. Við erum alla vega í betri málum með hann en ef við hefðum verið með Guðjón Þórðarson. Spáin hjá mér klikkaði reyndar, ég spáði því að Guðjón næði einum leik með Keflavík, en það stóðst ekki hjá mér, hann náði engum. Menn geta stundum farið á flipp í boltanum og það gerðum við þegar við vorum að reyna að ná í Guðjón. Við sáum ekki sólina fyrir karlinum og við gerðum allt sem hann bað okkur um. Það voru gríðarleg vonbrigði fyrir okkur að fá hann ekki á sínum tíma og þá sérstaklega fyrir Jónas formann en eftir á að hyggja þá var miklu betri lausn að fá Janko en Guðjón.“

Gott að eiga góða vini

Eins og frægt er orðið “stálu” Keflvíkingar Guðjóni frá Grindavík eftir að bæði lið höfðu lengi reynt að semja við hann. “Ég stríddi Viðari Oddgeirssyni vini mínum og Keflvíkingi þegar ég hitti hann skömmu fyrir jól. Ég tók utan um hann og sagðist samhryggjast honum. Honum dauðbrá og ég sagði það vera vegna Guðjóns. Hann hélt nú ekki og sagði Guðjón vera eina vitið. Svo hringdi ég í Viðar daginn sem Guðjón sagði af sér og sagðist samgleðjast honum og þakkaði honum fyrir að bjarga Grindavík frá þessari vitleysu. Við vorum komnir í tómt rugl með Guðjón þannig að það kom sér vel að eiga svona góða vini þarna hinum megin á Skaganum í Keflavík því þeir einfaldlega björguðu okkur.” “Keflavíkingar hafa eflaust hugsað sér gott til glóðarinnar þegar þeir náðu í Guðjón því þeir hafa eflaust ætlað að launa okkur lambið gráa fyrir að hafa náð í Janko aftur. Raunin var reyndar sú að Janko vildi koma til okkar aftur og það var að hans frumkvæði en ekki okkar.”


 Lee Sharp ævintýrið var ekki hægt að sjá fyrir

Það muna allir eftir því þegar Grindvíkingar náðu í gömlu stórstjörnuna Lee Sharp í fyrra og fengu hann til að leika með sér. Ævintýrið gekk ekki upp þar sem Sharp meiddist fljótlega eftir að hann kom og yfirgaf hann landið við ekkert of góðan orðstír. “Ég held að hann hafi verið góður en þetta gekk bara ekki upp” segir Hermann þegar hann rifjar upp Lee Sharp málið. “Hann var búinn að sýna góð tilþrif og menn voru spenntir fyrir fram þó umræðan hafi verið neikvæð eftir á og menn segja að þetta hafi verið tóm vitleysa. En þetta sagði enginn þegar við vorum að reyna að fá hann og mér finnst ekki sanngjarnt gagnvart þeim sem fengu hann til liðsins að segja að þetta hafi eyðilagt helling fyrir Grindavík. Þetta klikkaði og þeir litu ekkert voðalega vel út en það sá þetta enginn fyrir og það voru allir bjartsýnir fyrirfram. Sharp kom vel fyrir og ef hann hefði náð að sýna eitthvað þá hefði það lífgað upp á boltann og fleiri komið á völlinn.”

Íþróttirnar hafa mikil áhrif á geðheilsuna

Það er eins með Hermann og marga knattspyrnuáhugamenn að skapið stjórnast mikið eftir gengi uppáhaldsliðanna. “Þessar íþróttir hafa svoleiðis áhrif á mann að skapið sveiflast eftir gengi liðsins. Karfan á veturna og fótboltinn á sumrin stjórna skapinu en manni líður rosalega vel þegar vel gengur og að sama skapi illa þegar illa árar. Menn taka þetta mis mikið inn á sig en ég tek þetta mikið inn á mig og er oft lengi að jafna mig, sérstaklega þegar liðið tapar leikjum sem manni finnst að eigi að vinnast. Það er auðveldara að tapa illa þegar liðið er verri aðilinn í leiknum en mér finnst agalegt að tapa leikjum þar sem liði hefur verið betri aðilinn eða að tapa í lokin. Það er erfitt að tapa þessum jöfnu leikjum.” Hermann vill fara að sjá betri árangur á heimavelli en hefur náðst undanfarin ár. “Við höfum ekki verið að fá fleiri stig heima en úti og mér finnst heimavöllurinn eiga að vera sterkari hjá okkur. Við eigum að vinna nánast alla heimaleiki en við höfum tapað of mörgum þeirra og oft verið að bjarga okkur á útivelli. Aðstæður hér bjóða uppá ljónagryfju og við þurfum að bæta úr þessu. Ég veit ekki hver ástæðan er en liðið er vel stutt á heimavelli. Þetta gæti kannski verið stress en ég vona að svo sé ekki.”

árið með Hauk vítabana í markinu áður en við töpuðum fyrir KR í úrslitum 2-0. Þarna vorum við ansi nálægt því að vinna bikar. Þetta var ótrúleg stund þegar liðið gekk inn á Laugardalsvöllinn, í minningunni er þetta eins og að ganga inn á Wembley, þetta var svo stór stund og margir áhorfendur á vellinum. Þarna var allur bærinn og fjölmargir Skagamenn sem studdu okkur.”

Kominn tími til að ná í bikar fyrir Jónas

Það er umtalað í Grindavík hvað liðið er heppið með mannskap sem starfar í sjálfboðastarfi fyrir félagið og fer Jónas Þórhallsson þar fremstur í fríðum flokki. “Menn gleyma oft konunni sem stendur bak við Jónas en það hlýtur að vera erfitt að búa með manni sem hugsar og talar um fátt annað en fótbolta. Konan hans á stóran þátt í fórnfýsi Jónasar og það eru margar konur sem myndu ekki leyfa karlinum sínum að fórna sér eins mikið í boltann og Jónas hefur gert. Það þarf að fara að gleðja kallinn með svona eins og einum titli og er Jónas sá fyrsti sem kemur upp í hugann fagnandi ef við ynnum titil og það ætti það enginn meira skilið. Þegar yfir líkur þarf að stoppa kallinn upp og varðveita uppi á velli.”

Bikarúrslitin stærsta stundin

Hermann man vel bikarúrslitaleikinn 1994. “Það var toppurinn hjá liðinu þegar það fór alla leið í bikarúrslit undir stjórn Luka Kostic sem annarrar deildarlið en við unnum okkur upp sama ár. Bikarárið var ótrúlegt. Við unnum FH, ÍBV og Stjörnuna í vítaspyrnukeppni það

Hermann í Stakkavík


11

Ekkert KJALLARARÖLT Flestir ef ekki allir Grindvíkingar eru hæstánægðir með að vera búnir að fá Milan Stefán Jankovic heim til Grindavíkur. Janko er ekki síður ánægður með að vera kominn heim aftur en honum hefur hvergi liðið betur en í Grindavík þann tíma sem hann hefur starfað á Íslandi. Þegar blaðamaður Grindavíkur blaðsins tók tal af þjálfaranum og aðstoðarmanni hans, Páli Val Björnssyni, voru þeir nýkomnir af æfingu þar sem þær voru að leggja lokahöndina á undirbúninginn fyrir tímabilið. Janko var fljótur að svara þegar hann var spurður að því hvaða væntingar hann gerir til sumarsins. „Númer 1, 2 og 3 ætlum við að gera betur en í fyrra. Við enduðum í sjöunda sæti í fyrra og ætlum að enda ofar í ár. Við erum með lítinn hóp en höfum verið að bæta við okkur útlendingum sem eiga vonandi eftir að styrkja hópinn.“ Janko vill samt ekki fá leikmenn í liðið bara til að hjálpa því eitt tímabili. „Ég vil fá menn hingað sem vilja spila fyrir Grindavík og vilja vera hjá okkur áfram. Frakkinn ungi sem við vorum að fá, Mounir Ahandour, er mjög efnilegur og eftir eitt til tvö ár getur hann verið orðinn einn besti sóknarmaðurinn á Íslandi. Hann er góður strákur og mjög fljótur leikmaður sem getur verið góður fyrir Grindavík í mörg ár. Ef við getum fengið leikmenn til okkar sem vilja vera áfram þá þurfum við alltaf að fá færri og færri leikmenn á hverju ári sem myndi auka stöðuleikan hjá okkur.“

Markviss uppbygging

Janko er ekki að tjalda til einnar nætur og ætlar sér að byggja upp stórveldi í Grindavík og er ekki mikið að velta fyrir sér tali utanaðkomandi um fall. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem okkur er spáð falli. Okkur var spáð falli í sex af sjö árum sem ég lék með liðinu og þetta er í annað sinn sem okkur er spáð falli þegar ég hef þjálfað liðið. Það er engin pressa á okkur, við erum að byggja upp lið og leikmenn eru ekkert að spá í falli. Þeir áttu alveg eins von á þessari spá. Við erum með lítinn hóp og meiðsli hafa sett strik í undirbúninginn. Úrslitin úr æfingaleikjum hafa ekki heldur

verið nógu góð og önnur lið hafa styrkt sig meira en við og við erum örugglega með minnsta hópinn í tveim efstu deildunum hér á landi.“ Annar flokkur Grindavíkur er mjög sterkur og veit Janko af nokkrum leikmönnum þar sem gætu komist í liðið eftir ár. „Það munu koma nokkrir leikmenn upp úr öðrum flokki á næstu tveim árum sem geta gert góða hluti en það kom enginn sérstakur upp núna nema kannski Óskar sem kom frá Njarðvík.“

Reynum að spila góðan fótbolta Það hefur alltaf verið stíll Janko að láta lið sín spila góðan fótbolta. Hann leggur áherslu á að menn geti haldið boltanum og séu óhræddir við að fá boltann og spila boltanum eftir jörðinni. „Við æfum eins og við viljum að við leikum. Við leggjum áherslu á tækniæfingar og æfingar með bolta. Ef við myndum mæta stórliði eins og Real Madrid þá myndum við reyna að spila eins og þeir. Halda boltanum því við fengjum ekki mörg mörk á okkur ef við næðum að halda boltanum innan liðsins. Svo má ekki gleyma því að FH varð Íslandsmeistari í fyrra á því að halda boltanum og reyna að spila fótbolta með Heimi Guðjóns á miðjunni sem getur fengið boltann, haldið honum og gefið á samherja.” En er Grindavík með leikmann eins og Heimi sem getur haldið boltanum inni á miðjunni? “Ekki á miðjunni kannski en Keli getur haldið boltanum endalaust. Vonandi verður nýji leikmaðurinn Robert Nistroi þessi leikmaður fyrir okkur en hann er mjög góður miðjumaður.“

Það er alltaf að verða erfiðara að fá nýja leikmenn

Það er alltaf erfitt fyrir lið að þurfa að bæta við leikmönnum í hópinn svona stuttu fyrir mót en Janko segir að það sér lítið hægt að gera í því. „Við búum við það að verða að taka áhættuna með erlenda leikmenn svona stuttu fyrir mót en við vitum að það tekur tíma fyrir menn að aðlagast veðrinu og fótboltanum hér á Íslandi. Það er líka erfitt að fá góða erlenda leikmenn hingað. Núna er miklu meiri peningur í fótboltanum í Austur-Evrópu þannig að leikmenn eins og Keli koma miklu síður til okkar í dag. Það er erfiðara að fá góða leikmenn frá Austur-Evrópu í dag.“ Þrátt fyrir að aðstaðan í Grindavík sé eins og hún verður best á Íslandi þá er líka mjög erfitt að fá innlenda leikmenn til liðs við liðið. „Launahugmyndir íslenskra leikmanna eru út í hött. Þær eru alltof háar og þetta er í rauninni bara orðin hálf-atvinnumanna deild. Þeir menn sem hafa komið

hingað eru mjög ánægðir með aðstöðuna og erum við búnir að vera á grasi síðan í mars.“

Þurfum yfirbyggða aðstöðu

Liðið æfði einu sinni til tvisvar í viku í Reykjaneshöllinni í Keflavík í vetur en þurfti oftar en ekki að notfærast við misjafnar aðstæður fyrir utan íþróttahús bæjarins og skóla á malbiki. „Við þyrftum hús eða tjald svipað því sem FH var að byggja til að bæta aðstæður hér á veturna. Það væri allt annað að geta æft hluti eins og föst leikatriði þar sem vindurinn væri ekki alltaf að trufla því maður þarf alltaf að æfa hlutina aftur og aftur til að þeir lærist. Vandamálið er bara hvað það er dýrt að byggja og leggja gott gervigras.“ Þjálfararnir tveir eru algjörlega sammála um að það þurfi að fjölga liðum í efstu deild í tólf. „Ef við fjölgum liðum í deildinni í tólf þá eru meiri líkur á að menn taki áhættur í leik sínum og gefi ungum leikmönnum frekar tækifæri til að sýna sig. Áhyggjurnar við að gera mistök myndu minnka þar sem ein mistök í núverandi deild geta orsakað fall. Fótboltinn á Íslandi er ekki eins skemmtilegur fyrir vikið og myndi það auka skemmtanagildi boltans mikið með að fjölga í deildinni. Þessir æfingaleiki sem við erum að spila tveim vikum fyrir mót gætu alveg eins verið í deildinni án nokkurra vandamála.“

Ekkert kjallararölt

Þrátt fyrir dapurt gengi á undirbúningstímabilinu er engan bilbaug að finna á Janko sem er hóflega bjartsýnn fyrir komandi átök. „Fólkið í bænum er ekkert of bjartsýnt þó margir hafa trú á því sem við erum að gera. Við ætlum að sýna okkur inni á vellinum og byrja mótið vel. Við munum ekki bjóða stuðningsmönnum okkar upp á neitt kjallararölt. Æfingaleikirnir hafa ekki gengið nógu vel enda höfum við aldrei geta stillt upp sama liðinu tvo leiki í röð vegna meiðsla í vetur. Þetta er samt allt að smella hjá okkur en við unnum Breiðablik 5-1 í æfingaleik um daginn. Það var mjög gott fyrir strákana í liðinu að vinna þann leik en menn hafa ekkert verið að gefast upp í vetur og eru menn gríðarlega duglegir á æfingum.“ Þjálfararnir leggja samt fyrst og fremst áherslu á að menn gefi sig alltaf 100% í hvert verkefni. „Ef við erum heppnir með útlendingana sem voru að koma þá erum við vel samkeppnishæfir. Þetta er samt allt undir leikmönnunum komið en það eru duglegir og flinkir strákar í liðinu. Ef allir leikmenn leggja sig 100% fram þá fer leikmaðurinn ánægður heim en við viljum að menn fari inn á völlinn og berjist og leggi sig fram, hvort sem það er í leik eða á æfingu.”

Milan Jankovic


12

Kominn tími til að taka bikarinn

að spila með liðinu og gæti fengið að kenna á Það þarf ekki að kynna fyrirliða Allt tal um fall er bara fáfræði erþví.ennKarlinn hefur því komið of seint þó hann leggi alla Óli Stefán er ekkert hræddur við það þó flestar spár Grindvíkinga fyrir Grindvíkingum. áherslu á að leikmenn geri það ekki í dag.“ spekinga á Íslandi setji Grindavík í annað af tveim Óli Stefán er Grindvíkingur í húð og neðstu sætum Landsbankadeildarinnar í sumar. „Við hár en hann hefur alla tíð leikið með erum ekkert hræddir við fall og þetta tal sýnir bara hvað Það þarf að fjölga í deildinni og fjölmiðlar hafa lítið vit á knattspyrnu. Við erum Óli Stefán á von á spennandi Íslandsmóti þar sem allt Grindvíkingum ef undan er skilið árið fólk ekki smeykir fyrir fimm aura.“ Óli Stefán er sannfærður getur gerst. “Ég held að FH séu með besta liðið enda geta sem hann gekk upp úr öðrum flokki og um að liðið sé með nógu góðan hóp til að vera í efri þeir stillt upp tveimur úrvalsdeildarliðum. KR mun berjast hluta deildarinnar. „Hópurinn er að skríða saman. Við við þá um titilinn og jafnvel Valur og Fylkir líka. Við ætlum lék með Þrótti Neskaupstað. höfum verið mjög óheppnir með meiðsli í vetur en þar að sjálfsögðu að blanda okkur í baráttuna en þessi lið eru Óli Stefán hefur afrekað að skorað í sem við erum með frekar lítinn hóp þá megum við illa með öflugustu hópana. Íslenskur fótbolti er á uppleið þremur efstu deildum Íslandsmótsins við meiðslum lykilmanna. Þessi strákar sem hafa verið eins og sést þegar stór nöfn eins og Tryggvi Guðmundsson meiddir eru allir að skríða til baka nú á réttum tíma fyrir er að koma heim og svo hefur maður heyrt að Þórður í knattspyrnu og hlýtur að enda mót og koma sterkir inn fyrir tímabilið. Svo erum við Guðjónsson er jafnvel að koma heim. Svona menn ferilinn með GG í neðstu deildinni líka að styrkja liðið með erlendum leikmönnum en þessir stórbæta deildina og svo er líka unga kynslóðin að komast leikmenn verða að vera betri en þeir sem fyrir eru. Við að hjá sterkum liðum eins og Emil hjá Tottenham.“ til að hafa skorað í öllum deildum höfum reyndar oft verið heppnir með erlenda leikmenn Óli Stefán er stoltur af aðstæðum í Grindavík og miðað Íslandsmótsins. En það eru mörg ár í eins og Janko, Paul og Kela. Menn sem ekkert geta eru við aðstæður í vor er ekkert sem ætti að koma í veg fyrir bara sendir heim aftur enda höfum við ekkert við svoleiðis það að Íslandsmótið gæti hafist fyrr. „Það á að fjölga í það og núna er fyrirliðinn einbeittur menn að gera.“ Einn af þessum nýju erlendu leikmönnum deildinni en það má lítið út af bregða til að lið sogist í fyrir Íslandsmótið sem er rétt að er markvörðurinn Boban Savic. „Boban er hörku öflugur botnbaráttuna í svona fáliðaðri deild. Við gætum hæglega hefjast. og á eftir að fylla skarð Alberts Sævarssonar sem er hættur byrjað fyrr og endað aðeins seinna. Aðstæður eru góðar Óli Stefán er stórhuga og bjartsýnn fyrir komandi tímabil enda er hann mjög ánægður með að vera búinn að fá Milan Stefán Jankovic heim til að þjálfa liðið. „Það er gargandi snilld að Janko sé kominn heim aftur. Hann er að mínu mati yfirburðaþjálfari á Íslandi. Hann hefur þjálfað mig frá því að ég var á yngra ári í öðrum flokki og hefur kennt mér allt sem ég kann. Hann er bara snillingur! Janko kann líka formúluna að því að vinna bikarkeppnina og það er kominn tími til að taka bikarinn en ég væri mikið til í að upplifa stemmninguna í kringum bikarúrslit aftur.“ Knattspyrnan sem þjálfarinn leggur upp með er að skapi fyrirliðans. „Einkenni Janko er að spila skemmtilegan fótbolta og láta boltann ganga í einum til tveim snertingum fram völlinn. Æfingar hafa gengið út á það í mest allan vetur að vera í bolta og láta hann ganga. Úrslit æfingaleikja hafa fengið að kenna á því þar sem það tekur tíma að slípa þessa hluti. Annars er stefnan hjá okkur að gera betur en undanfarin ár og koma okkur í efri hluta deildarinnar þar sem við eigum heima. Ástandið á liðinu í byrjun móts er nokkuð gott og við mætum eins og grenjandi ljón til mótsins.“

Fyrirliðinn

hjá okkur. Það er höfuðatriði að vera með góðan markvörð og ég held að hann eigi eftir að verða góður fyrir okkur.“

Hrekkjusaga

Blaðamaður Grindavíkurblaðsins bað Óla Stefán að segja einhverja skemmtilega sögu af keppnisferðalögum Grindavíkurliðsins. Fyrirliðinn glotti við tönn þegar hann rifjaði upp gamla sögu af þjálfaranum þegar hann lék með liðinu á árum áður. „Janko var leikmaður Grindavíkur áður en hann byrjaði að þjálfa en sem þjálfari leggur hann alla áherslu á stundvísi og eru menn í verulega vondum málum mæti þeir of seint. Hann var í herbergi í einni æfingaferðinni með Hjálmari Hallgríms fyrrverandi fyrirliða og harðjaxls. Menn eru paraðir niður á herbergi og átti eitt parið erfitt með svefn og ákvað að bregða á leik og hringja niður á herbergi til til Hjálmars og Janko og þykjast vera starfsmenn hótelsins að ræsa mannskapinn. Þeir félagar fara beint á fætur klukkan þrjú að nóttu og fara beint niður í móttökuna þar sem enginn var og sauð auðvitað á þeim. Ekki bætti úr skák að þeir hafa ekki trúað vakningunni um morguninn því þeir voru þeir einu sem mættu of seint morguninn eftir. Við skulum ekkert segja hver hringdi því hann

og þá sérstaklega hér í Grindavík sem er með því besta sem gerist á landinu. Æfinga- og leikjaaðstaða hér er með því besta sem gerist á landinu og það er ótrúlegt í 2500 manna bæjarfélagi.“

Grindavík er íþróttabær

Það fyrsta sem kemur upp í huga margra þegar minnst er á Grindavík er íþróttir og er Óli Stefán stoltur af því. „Uppbyggingin hefur aldrei verið eins mikil og nú og erum við að skila titlum hérna í yngri flokkum sem hefur ekki þekkst hér nema í köfunni. Þetta er bæði í stráka- og stelpuflokkum sem veit á gott. Það munu koma upp 6-7 strákar úr öðrum flokki upp í meistaraflokk sem er ótrúlegt. Það er magnað í svona litlu sveitarfélagi og þætti frábært hjá hvaða liði sem er. Við verðum vonandi komin af stað með meistaraflokk kvenna innan skamms en annar flokkurinn hjá okkur er einn af þremur bestu á landinu. Við erum með meistaraflokk karla og kvenna í körfuboltanum í fremstu röð og af hverju ætti það að vera öðruvísi í fótboltanum? Það er góð auglýsing fyrir bæjarfélagið að vera með lið í efstu deild og það fyrsta sem kemur upp í hug manna þegar minnst er á Grindavík er íþróttabær.“


14

Við föllum ekki! Flestir ef ekki allir Grindvíkingar Ekki allir sem taka mark á Draumarnir geta haft áhrif Eyjólfur er viss um að draumar hans geti haft áhrif á þekkja Eyjólf Vilbergsson undir draumunum liðsandann í Grindavíkurliðinu. „Það var eitt árið þegar Draumur Eyjólfs 1996 var aðeins sá fyrsti af mörgum. 1998 fall blasti við liðinu að Keli (Sinisa Valdimar Kekic) var nafninu Drauma-Jolli. Drauma-Jolli var sama staða uppi hjá Grindavíkurliðinu og 1996. Sigur niðurbrotinn daginn fyrir leik og Hjálmar Hallgríms sem þá er einstaklega berdreyminn maður þurfti í lokaleik Íslandsmótsins til að halda liðinu uppi en nú var í liðinu kom til Kela sem segir niðurbrotinn að það sé sem hefur dreymt fyrir um ófá úrslit kom Fram í heimsókn til Grindavíkur. Eyjólf dreymdi draum ekkert nema fall sem blasi við. Nei segir Hjálmar, það er sem hann túlkaði sem sigur Grindavíkur þó staðan væri erfið kominn draumur og þá espast Keli allur upp.“ Grindavíkurliðins í knattspyrnu seinni part leiks og um leið dreymdi hann að ÍBV fagnaði Aðspurður að því hvort Eyjólf hefði dreymt eitthvað fyrir og aldrei klikkað. Blaðamenn Íslandsmeistaratitlinum. þetta tímabil segist hann ekki halda svo þó einn draumur Grindavíkurblaðsins tóku tal af þessum Leikurinn gegn Fram endaði með 4-2 sigri. „Við vorum undir gæti átt við. „Mig dreymdi um daginn að ég væri að sigla og langt liðið á leikinn og þá sagði stuðningsmaður í strand en náði mér frá og út á frían sjó. Ég veit ekki hvort merkilega manni og spurðu hann út í 2-1 númer eitt að nú væri ekkert eftir nema draumurinn hans á við mig sjálfan eða liðið, það er ekki gott að segja. draumana og fengum hann til að spá í Eyva” sagði Eyjólfur brosandi þar sem hann rifjar upp góðar þetta Ég held þó að þetta hafi átt við um mig sjálfan því ég var minningar. Þessi draumur rættist fullkomlega sem sá fyrri komandi tímabil. búinn að vera latur við að ganga og hélt mér ekki vel við

Dreymdi fyrir niðurstöðu Íslandsmótsins 1996

Eyjólfur hefur nú um nokkurn tíma skráð niður marga af draumum sínum og fyrsta drauminn sem hann tengdi við fótboltann á hann vel skráðan. Það var 1996 og fall blasti við Grindavíkurliðinu sem sótti Leiftur heim norður á Ólafsfjörð og varð að vinna til að halda sæti sínu í deildinni. Eyjólfur lýsir draumnum svo: „Ég var staddur hjá Sigga á Hrauni, það var tveggja hæða hús með svölum og handriði, rétt fyrir austan Hraunsbæinn. Við vorum uppi á efri hæð í miklum gleðskap kátir mjög. Er líða tók á skemmtunina fórum við að veltast fram á svalirnar og endaði með að við fórum fram af svölunum en náðum báðir að grípa í handriðið og hífa okkur upp aftur.“ Þegar Eyjólfur vaknaði var hann strax viss um að þetta væri um leikinn mikilvæga sem Grindavík átti í vændum og sagði við nokkra bæjarbúa að liðið myndi ekki falla og það yrði ekki fyrr en komið væri fram yfir venjulegan leiktíma sem það yrði á hreinu. Varamaðurinn Grétar Einarsson skoraði eina mark leiksins fimm sekúndum fyrir leikslok og tryggði Grindavík áframhaldandi sæti í deildinni. Nokkrir leikmenn höfðu á orði eftir leikinn við Eyjólf að það hefði ekki verið hægt að lýsa þessu betur eftir leikinn en Eyjólfur gerði fyrir leikinn!

Drauma-Jolli

en Eyjamenn sigldu með Íslandsmeistarabikarinn til Eyja þá um kvöldið eftir sigur á KR í Reykjavík. Þrátt fyrir þessar sannanir um berdreymi Eyjólfs eru alltaf einhverjir sem efast. „Það er gert grín af manni út af þessu og þegar maður mætir á fyrstu leikina á vorin mæta manni 20-30 manns sem spyrja hvort maður sé búinn að dreyma eitthvað“ segir Eyjólfur og gefur í skyn að hann hafi nú bara gaman að því.

en er nú kominn í betra form aftur og hef gengið í um tvær klukkustundir á dag í hálfan mánuð. En sé þessi draumur tengdur fótboltanum þá föllum við ekki í ár.“ Eyjólfur er harður á því að myndi hann dreyma fyrir einhverju neikvæðu fyrir Grindavíkurliðið þá myndi hann ekki segja frá því til að draga ekki niður í leikmönnum liðsins en Eyjólf hefur ekki enn dreymt slæma fyrirboða fyrir Grindavík og er ekkert sem bendir til þess að það breytist.

Dreymir ekki fyrir hverju sem er Hefur fulla trú á liðinu Það fyrsta sem Eyjólfur segir þegar blaðamaður Grindavíkurblaðsins kom í heimsókn til hans var að „Þetta er hvorki trú né hjátrú. Þetta er atriði sem ég kalla yfirleitt skilaboð.“ Eyjólfur er harður á því að þessi skilaboð sem hann fær séu ekki til að fara létt með og myndi hann segja ósatt til er hann sannfærður um að hann fengi ekki fleiri skilboð send framar. Eyjólf dreymir ekki fyrr hvern einasta leik né eftir pöntunum. Það eru þó sumir leikir þar sem Eyjólfur situr manna rólegastur upp í stúku því að hann veit að leikurinn fer vel. Á öðrum leikjum getur hann aftur á móti verið frosinn af stressi. „Grindavík er lið númer eitt og hafi komið draumur er ég alveg rólegur. Mig hefur aftur á móti aldrei dreymt fyrir um leiki Liverpool sem er lið númer tvö hjá mér enda er ég ekkert að draga það á eftir mér þó Liverpool tapi“ sagði Eyjólfur aðspurður hvort hann dreymi fyrir um uppáhaldsliðið á Englandi. „Mig dreymir heldur aldrei fyrir um dauða eða neitt slíkt. Leifturs draumurinn var sá fyrsti um fótbolta en fram að því hafði mig helst dreymt um það sem var að gerast á sjónum þegar ég sótti hann. Þessir draumar hafa snúist um áhugamálin og það sem ég er að gera hverju sinni en ekki alvarlegri hluti en það.“

Eyjólfur er viss um að hann eigi ekki eftir dreyma neina drauma tengda fallbaráttu í sumar þar sem hann er bjartsýnn fyrir komandi tímabil. „Ég hef trú á þessu liði en það eru rosalega góðir leikmenn í liðinu eins og Keli, Óli Stefán, Paul og fleiri og svo eru margir ungir og efnilegir leikmenn sem eru góðir spilarar. Ef andinn er réttur í liðinu þá eiga þeir ekkert að vera að horfa á fall heldur eiga þeir að einbeita sér að því að vera fyrir ofan miðjuna, þeir eru það góðir þessir strákar.“ Eyjólfur hefur ekki síður trú á þjálfaranum Milan Stefáni Jankovic. „Grindavík hefur aldrei spilað betur en undir stjórn Jankó og undir hans stjórn í fyrra spilaði Keflavík miklu betur en þeir hafa gert í langan tíma. Fari menn eftir því sem Jankó setur upp þá hef ég enga áhyggjur en hann var sjálfur snillingur á vellinum.“


16

Vill tóbakslaust lið

Það er leiðinlegt staðreynd í sambandi við íþróttir á Íslandi sem og víðar að tóbaksnotkun og þá sérstaklega munntókbaksnotkun er orðin mjög áberandi meðal toppíþróttamanna. Óli Stefán fyrirliði Grindavíkur er ekki einn þeirra sem hefur lagt stund á þennan ósið og vill hann að íþróttamenn almennt sýni gott fordæmi og noti tóbakið ekki.

Þetta er ljóður á íþróttinni

Óli Stefán er það lánsamur að hafa aldrei slysast inn á þá braut að nota tóbak og vill ekki sjá að aðrir íþróttamenn séu að nota það. “Það er ljóður á íþróttinni að menn séu sjáanlegir með í vörinni. Þetta munntóbak er að drepa íþróttina og verður KSÍ að taka almennilega á þessu.

Hér í Grindavík eru leikmenn sektaðir sjáist þeir með tóbak inni á vallarsvæðinu. Menn mega ekki vera með í vörinni né reykja inni á svæðinu og menn virða það almennt. Þetta á ekki að sjást í íþróttum, ekki bara fótbolta.” Óli Stefán segir ekki marga leikmenn Grindavíkur nota þetta en segir þó að sé einn að nota þá eru það of margir. “Þegar þetta byrjaði þá voru það eldri karlarnir sem voru með í vörinni og það versta var að ungir guttar voru að apa þetta upp eftir þeim. Menn í íþróttum eru fyrirmyndir hvort sem þeim líkar það betur eða verr og verða að gæta að sér. Ef ungir strákar sjá einhverja stjörnu með í vörinni þá herma þeir eftir. Þetta vil ég að hverfi úr íþróttinni.” Fyrirliðinn hvetur liðsfélaga sína til að lifa heilbrigðu líferni Sem fyrirliði þá hvetur Óli Stefán félaga sína í liðinu til að láta tóbakið vera og biður menn sem eru að nota það að láta ekki sjást til sín. “Við skjótum fast og reglulega á þá sem nota þetta en þetta er þeirra val og menn verða að gera það upp við sig sjálfir hvort þeir noti það. Menn verða bara að passa að láta ekki sjá til sín ef þeir þurfa endilega að nota þennan viðbjóð!”

Munntóbak eins og sígarettur inniheldur fíkniefnið Nikótín sem sogast inn í blóðrásina í gegnum slímhúðina í munni. Þetta getur skemmt slímhúðina og getur sá skaði orðið varanlegur. Munntóbakið getur einnig valdið því að gómar rýrna en það getur valdið tannlosi auk þess sem tennur og gómar lykta mjög illa. Neysla á öllu tóbaki eykur hættuna á krabbbameini og því ljóst að það eru fjölmargar ástæður sem mæla gegn notkun tóbaks.

Hver æfing úthugsuð Páll Guðmundsson er efnilegur leikmaður í öðrum flokki Grindavíkur sem hefur æft og leikið með meistaraflokknum í vetur. Páll er aðeins einn af fjölmörgum efnilegum leikmönnum Grindavíkur sem við munum vonandi sjá spila fótbolta á meðal þeirra bestu hér á landi á næstu árum að minnsta kosti. Blaðamaður Grindavíkurblaðsins sló á þráðinn til Páls.

mikinn metnaði í að hugsa vel um unga leikmenn.”

Mikill metnaður í bænum

Páll og félagar hans njóta þess að æfa undir stjórn Milan Stefáns Jankovic og læra af honum og reyndum leikmönnum liðsins. “Janko er toppþjálfari og hver æfing hjá honum er úthugsuð. Hann veit mikið um fótbolta og veit nákvæmlega hvað þarf að gera til að bæta liðið og leikmenn þess. Það skemmir ekki fyrir að við erum með góðan hóp leikmanna og þó þar séu menn eins og Sinisa Kekic sem er stór leikmaður þá lítur enginn þeirra stórt á sig og eru alltaf tilbúnir að hjálpa okkur sem yngri eru og

Páll hefur alla sína tíð búið í Grindavík og hefur alltaf liðið vel í bænum. “Það er mjög flott að alast upp í Grindavík. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Það er ekki síður gott að alast upp sem íþróttamaður í bænum. Það er mikill metnaður hjá félaginu og alltaf verið að bæta aðstæður. Þjálfararnir hafa alltaf verið góðir og menn leggja

Annar flokkurinn sterkur

Þrátt fyrir að búa í fámennu bæjarfélagi eru margir efnilegir leikmenn með Páli í öðrum flokki félagsins. “Það eru nokkrir mjög efnilegir strákar í liðinu og margir okkar eru enn á yngsta árinu í 2. flokki. Hópurinn er auðvitað ekkert svo stór þar sem bærinn er ekkert of fjölmennur en við eigum samt að geta verið með eitt af bestu liðunum á landinu í öðrum flokki. Ég held að það verði nokkrir úr flokknum sem ná að stíga stóra skrefið upp í meistaraflokk á næstu árum en við höfum verið 5-6 úr öðrum flokki sem höfum æft og leikið með meistaraflokknum á undirbúningstímabilinu.”

Líta ekki stórt á sig

kenna.” Tímabilið leggst vel í Pál sem er bjartsýnn fyrir sumarið. “Allir leikmenn liðsins hlakka til að sýna hvað það þeir geta og sýna mönnum að við erum miklu betri en spárnar sýna fram á. Við eigum eftir að gera góða hluti í sumar. Hvað mig persónulega varðar þá stefni ég á að leika minn fyrsta leik fyrir félagið og þegar ég kem inn þá verð ég tilbúinn að sýna hvað ég get.”


18

Erum nógu góðir í

toppbaráttuna

Það þarf ekki að kynna Sinisa Valdimar Ánægður að fá Janko heim Kekic er mjög ánægður með að vera búinn að Kekic fyrir Grindvíkingum né öðrum fá Milan Stefán Jankovic heim til Grindavíkur knattspyrnuaðdáendum á Íslandi. að þjálfa liðið að nýju. „Við náðum þriðja sæti undir stjórn Janko og það munaði litlu að við Keli eins og hann er oftast kallaður yrðum meistarar. Það er samt alltaf er fitt að í Grindavík er að hefja sitt níunda skipta um stjóra og stundum gleymast strax tímabil með liðinu en hann lék fyrst hér þær áherslur sem gamli stjórinn lagði áherslu á landi 1996. Keli segist vera tilbúinn á og menn þur fa að læra mikið upp á nýtt en með Janko við stjórnvölin þá vitum við hvaða fyrir komandi tímabil en blaðamaður skoðanir hann hefur og þekkjum vel hans áhersla þannig að það er mjög gott að fá hann Grindavíkur blaðsins ræddi við hann okkar á ný.“ Kekic er ekki síður ánægður um Grindavíkurliðið, landsliðið og lífið til með þann fótbolta sem Janko leggur áherslu í Grindavík. á en það að þekkja skoðanir hans á fótbolta. Kekic finnst jafn erfitt að svara spurningunni um hvernig tímabilið leggst í hann fyrir hvert tímabil. En eftir vandlega umhugsun stóð ekki á svari. „Ef allir væru heilir gætum við vel barist um titilinn. Liðið er sterkt og bekkurinn er líka sterkur en það vantar örlítið upp á breiddina hjá okkur því við erum með lítinn hóp. Það er pottþétt að við förum ekki niður.“ Það sem getur helst hindrað liðið á að vera í toppbaráttunni í vetur er hve viðkvæmt liðið er fyrir meiðslum. „Það var mjög slæmt að missa Gumma og Eyþór í meiðsli í vetur en við þurfum að fá þá heila sem fyrst. Annars ganga æfingar mjög vel og við æfum mjög vel.“

„Þjálfarinn leggur mikla áherslu á að við höldum boltanum vel og allir eiga að reyna að spila fótbolta sem er mikilvægt fyrir Grindavík. Liðið hefur spilað best á þeim tíma sem ég hef verið hér þegar við höfum spilað boltanum. Það gengur ekker t þegar við spörkum bara boltanum fram og vonumst eftir því að framherjarnir geri eitthvað. FH-ingar urðu líka meistarar í fyrra af því að þeir voru með sterka miðju sem gat haldið boltanum vel.“

Íslenska landsliðið

Mörgum þykir það undarlegt að Kekic hafi aldrei verið valinn til að spila fyrir íslenska

Sinisa Valdimar Kekic

landsliðið í fótbolta eftir að hann fékk íslenskan ríkisborgararétt. Kekic hefur verið með betri leikmönnum íslenskrar knattspyrnu þann tíma sem hann hefur leikið hér á landi og fjölhæfari leikmenn finnast ekki. Samt sem áður hefur ekki verið pláss fyrir hann í landsliðinu en Kekic er meir en tilbúinn komi kallið frá þeim Ásgeiri og Loga. „Ég hef alltaf sagt að ég myndi ganga til Reykjavíkur til að spila með landsliðinu. Það er auðvitað draumur minn að leika með landsliðinu og maður bara heldur áfram að æfa og reynir að spila eins vel og maður getur og vonast til að fá tækifæri.“ Þrátt fyrir að margir landamenn myndu vilja sjá Kekic spila við hlið Ólafs Arnar, fyrrum félaga Kekic í vörn Grindavíkur, og Hermanns Hreiðarssonar í vörn íslenska landsliðsins þá hafa landsliðsþjálfararnir aldrei haft samband við Kekic og ekki rætt við hann.

Legg mig 100% fram

Kekic segir það ekki hafa átt í vandræðum með að skipta úr sókninni í vörnina þegar Bjarni Jóhannesson stakk uppá því við hann um mitt tímabil 2002. „Ég spilaði frammi með Grétari Hjar tarsyni fyrstu tíu leikina þetta tímabilið og skoraði bara eitt mark. Eftir 1-0 tap gegn KR spurði Bjarni þjálfari mig hvor t ég væri til í að spila í vörninni með Ólafi Erni Bjarnasyni. Ég sagði auðvitað já, ég er leikmaður Grindavíkur


19 og með samning uppá að leggja mig 100% fram í hverjum leik og á hverri æfingu. Bjarni var þjálfarinn og hann segir manni hvar maður á að spila og svo gerir maður sitt besta í því leikker fi sem þjálfarinn velur. Ég hef spilað vörn, miðju og sókn í sama leiknum og ef þjálfarinn vildi að ég spilaði í marki myndi ég gera það. Þjálfarinn ræður og ég er bara leikmaður sem reynir að spila 100%.“ Þessi breyting Bjarna skilaði sínu því liðið fékk aðeins á sig fjögur mörk í næstu sjö leikjum og tr yggðu sér þátttökurétt í Evrópukeppninni árið á eftir.

Er mjög ánægður í Grindavík

Kekic hefur búið í Grindavík í níu ár og er eins og það gefur til kynna mjög ánægður í bænum og ekki síður ánægður hjá knattspyrnudeild Grindavíkur. Góðu stundirnar eru margar og á Kekic er fitt með að velja þá minningu sem honum þykir vænst um. „Ég gleymi aldrei árinu sem við lékum í Inter toto keppninni. Ég mun heldur aldrei gleyma árinu þegar við enduðum í þriðja sæti deildarinnar eða markinu sem ég skoraði þrem mínútum fyrir leikslok gegn KA sem hélt okkur í deildinni 2003. Ég hef átt svo margar góðar stundir hér í Grindavík að ég get ekki valið einhverja eina sem stendur uppúr.“ Fjölskylda Kekic er einnig mjög ánægð á íslandi og í Grindavík. „Katarina er í skóla hér og Nína litla er í leikskóla hér en við eigum marga vini hér og fólkið í bænum elskar Grindavíkurliðið og við verðum að gera allt sem við getum fyrir þetta fólk. Fólkið hér hugsar mikið um fótbolta og allir eru að spá í því hvað liðið er að gera og hverja skal kaupa. Við leikmennirnir verðum alltaf að leggja okkur fram fyrir þetta fólk.“ Nálægðin við Reykjavík er líka mikill kostur að mati Kekic. „Það er ekker t mál að skreppa til Reykjavíkur þegar maður er ekki að æfa eða gera neitt í Grindavík. Maður er bara í 30 mínútur að keyra til borgarinnar og það er mjög gott.“

Við verðum að breyta hugsunarhættinum

Kekic er þeirrar skoðunar að allir leikmenn eigi að hugsa eins og hann og alltaf einbeita sér fullkomlega að knattspyrnunni og leggja sig 100% fram. „Ef allir leikmenn Grindavíkur leggja sig alltaf 100% fram þá förum við langt en ég held að það séu ekki allir leikmenn liðsins sem hugsa þannig. Á leikdegi eiga menn að gleyma öllu utanaðkomandi og einbeita sér bara að leiknum. Það má t.d.

enginn trufla mig í minni rútínu. Fólk er að borga sig inn á völlinn til að sjá okkur spila og við skuldum þeim það að leggja okkur 100% í verkefnið. Ef menn eru ekki tilbúnir eiga þeir að vera heima og reyna aftur fyrir næsta leik. Það eru 11 manns sem leika í liði og það verða allir að leggjast á eitt. Það er ekki sanngjarnt að einn leikmaður leggi sig 100% fram en maðurinn við hliðina á honum leggi sig bara 20% fram. Það verða allir að hugsa um að gefa allt af sér. Leikurinn er bara 90 mínútur og annað skiptir engu máli á meðan.“ Kekic er líka þeirrar skoðunar að marga unga íslenska leikmenn skor tir metnað til að fara alla leið. „Krakkar á Íslandi eru ekki að hugsa um að verða stór leikmaður hjá Real Madrid eða Manchester United en þannig hugsaði ég þegar ég var að alast upp. Það eru líka of margir leikmenn sem fara út eftir aðeins eitt gott ár á Íslandi í stað þess að ná sér í meiri reynslu hér heima og koma þeir því oft til baka eftir eitt til tvö ár. Ég var 26 ára þegar ég fór til Íslands frá Júgóslavíu og Ólafur Örn var 28 ára þegar hann fór út. Það geta ekki allir verið eins og Eiður Smári og farið ungir út enda er hann ótrúlegur talent. Menn verða að hafa meiri þolinmæði áður en þeir fara út og leggja harðar af sér hér heima.“

og spá menn því að hann muni spila í 3-4 ár í viðbót enda í ótrúlega góðu formi bur t séð frá aldri. „Ég veit ekki hvað ég spila lengi í viðbót en ég tek bara eitt ár fyrir í einu og reyni að æfa vel og halda mér í formi með því að æfa vel“ segir Kekic sem er farinn að undirbúa sig undir að þjálfa þegar ferlinum líkur. „Ég er með UEFA B-próf í þjálfun en ég vil samt ekki þjálfa á meðan ég er að æfa. Það virkar ekki fyrir mig að æfa og þjálfa svo annan eða þriðja flokk á sama tíma. Ég verð að geta gefið 100% af mér við æfingar og það gæti ég ekki ef ég myndi þjálfa annan flokk líka. Þá verður maður þreyttur og nennir kannski ekki að æfa. Núna er ég að spila og það gengur fyrir. Menn gleyma því oft að það er er fitt að æfa fótbolta og það er ekki létt að æfa í 90 mínútur á dag og spila einn leik í viku. Ef þetta væri léttara myndum við æfa í átta tíma á dag. Það er ekki létt að vera fótboltamaður.“

Tekur eitt ár fyrir í einu Þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára er Kekic hvergi nærri hættur að spila fótbolta

Sinisa Valdimar Kekic


22

Englandslykt Ólafur Örn Bjarnason er einn af bestu leikmönnum sem Grindavík hefur alið af sér. Þau tímabil sem hann lék með Sinisa Kekic í vörn Grindavíkur var Grindavík með eina af bestu vörnum Íslandsmótsins í knattspyrnu og komst liðið meðal annars í Evrópukeppni félagsliða með þessa öflugu vörn. Blaðamaður Grindavíkur blaðsins hafði samband við Ólaf sem leikur þessa dagana með Brann í Bergen og heyrði í honum hljóðið.

af boltanum

sérstaklega í gegnum bróður minn Guðmund Andra sem leikur með liðinu. Svo kemur maður alltaf heim annað slagið og kíkir þá vel á það sem er að gerast. Ég veit að það hefur ekkert gengið of vel á undirbúningstímabilinu en þeir eru með góðan þjálfara og ef þeir byrja vel þá er allt hægt.“ Milan Stefán Jankovic þjálfaði Ólaf Örn á sínum tíma í liði Grindavíkur og hefur Ólafur fulla trú á því að Janko nái því út úr liðinu sem þarf til til að koma þeim í efri hluta deildarinnar. „Hann er hörku þjálfari en hann var að stíga sín fyrstu skref sem þjálfari þegar hann þjálfaði mig og ég er Ólafur Örn hefur leikið mjög vel í liði Brann og er mjög sáttur viss um að hann í Bergen. „Það er mest lítið að frétta af mér. Maður gerir hefur lært helling lítið annað þessa dagana en að æfa og keppa en við spilum á þeim tíma 2-3 leiki á viku og höfum gert það síðan í apríl. Ég hef það sem hann var í mjög fínt í Bergen en þetta er hinn fínasti bær. Það búa um Keflavík. Hann 250.000 manns hér sem er fínn fjöldi og hér er allt til alls. kann ýmislegt Mér líkar ágætlega við norska boltann. Það er mikill hraði fyrir sér og er í leikjunum hér og boltinn hér er miklu hraðari en í Svíþjóð góður kennari og þar sem ég lék áður. Það er meiri Englandslykt af boltanum leikmenn læra hér. Þetta hentar mínum leikstíl svo sem ágætlega. Maður mikið af honum. kvartar ekki á meðan maður spilar og það gengur ágætlega Hann gerir hjá okkur. Við erum í þriðja sæti deildarinnar þannig að ég leikmenn liðsins er sáttur.“ betri og getur náð meira út úr liðinu en margir aðrir og ef allir eru Ólafur hefur byrjað feril sinn hjá Brann frábærlega en heilir gæti liðið hann var lykilmaður í liði þeirra sem varð bikarmeistari á endað í topp 5. síðasta tímabili. „Við urðum bikarmeistarar í fyrra og það Það á líka eftir að var alveg magnað. Þetta er fyrsti titillinn sem ég vinn en koma í ljós hvað ég var ungur strákur á bekknum þegar Grindavík tapaði útlendingarnir bikarúrslitaleiknum 1994. Þetta var líka fyrsti titill Brann sem voru að koma í 20 ár held ég og var allur bærinn mættur til Osló þar sem leikurinn fór fram og annar hver maður var í Brann treyjum. í liðið geta en ef Svo var móttakan þegar við komum til Bergen frábær. Það allir eru heilir og í formi þá geta er einstök tilfinning að vinna svo titla.“ strákarnir unnið hverja sem er en ég spái því að FH Ólafur Örn er mikill Grindvíkingur og fylgist vel með því og KR berjast um sem er að gerast hjá gömlu félögum sínum. „Grindavík er titilinn.“ alltaf aftast í hausnum á manni og maður fylgist vel með, Ólafur Örn segir

Bikarmeistari

Fylgist alltaf vel með Grindavík

Ólafur Örn Bjarnason

það mjög mikilvægt fyrir bæjarfélag eins og Grindavík að vera með lið í fremstu röð. „Það verður að vera eitthvað um að vera í svona bæjarfélagi og á sumrin er ekkert annað um að vera nema fótboltinn. Svo er þetta frábær kynning fyrir bæjarfélagið og mjög mikilvægt fyrir krakkana í bænum að hafa eitthvað eins og boltann fyrir stafni.“


Köfunarþjónusta Gunnar Jóhannesson Öll almenn köfun S: 486 7006 - 892 8658 - 852 8658

Allan sólarhringinn


Trésmíðaverkstæðið Grindin hf Hafnargötu 9a, 240 Grindavík s. 4268574

Rafþjónusta Birgis

Krosshús hf - Grindavík

BARKI ehf


Landvélar Sturlaugur Jónsson Söluturninn Víkurbraut 62 240 Grindavík s. 4268033

Verslunin Sirrý Borgarhrauni 22 240 Grindavík s. 42698887


26

Evrópudraumar fengu þeir skömmu síðar vítaspyrnu sem Peter Kabat Fyrir leiktímabilið 2002 var skoraði úr og staðan því orðin vænleg fyrir heimamenn, 2Grindvíkingum spáð sigri í úrvalsdeild 0. Grindvíkingar neituðu þó að gefast upp. Á 84. mínútu karla af helstu sparkspekingum. Svo áttu þeir hornspyrnu frá vinstri sem Eyþór Atli Einarsson Ólafur Örn skallaði að marki og Óli Stefán Flóventsson fór reyndar ekki alveg en liðið endaði tók. sá svo um að koma honum inn fyrir línuna með kollinum í 3. sæti og vann sér þar með rétt til á sér. Gríðarlega mikilvægt mark á útivelli og frábært þess að leika í forkeppni Evrópumóts veganesti í seinni leikinn sem fram fór í Grindavík tveimur vikum siðar. félagsliða, eða UEFA-bikarnum. Mótherjinn reyndist koma frá Mínútu frá 1. umferðinni bænum Kärnten í Klagenfurt héraði 28. ágúst var dagurinn. Grindavík – FC Kärnten var leikurinn. Veðrið prýðilegt og áhorfendur orðnir spenntir. í Austurríki og bar liðið nafn bæjar Allir möguleikar á því að Grindavík geti komist í 1. umferð síns. Þetta lið var alls ekki svo UEFA-bikarsins. Leikurinn fór þó rólega af stað. Lítið óþekkt hér á Fróni því með því spilaði var um marktækifæri í fyrri hálfleik en baráttan þeim mun harðari. Spennan magnaðist eftir því sem lengur miðjumaðurinn Helgi Kolviðsson. leið á leikinn. Á 60. mínútu misstu Kärnten leikmann Þann 14. ágúst árið 2003 fór fyrri leikur liðanna fram í Austurríki. Sólin skein, 30 stiga hiti var í bænum á leikdegi, en skyndilega drógu ský fyrir sólu skömmu fyrir leik, hitastigið lækkaði niður í 25 gráður og það byrjaði að rigna. Grípum aðeins inn í ferðasögu Ólafs Arnar Ólafssonar sem staddur var í Kärnten þennan dag. “Það var eins og eitthvað lægi í loftinu. Menn voru nú orðnir nokkuð bjartsýnir og heyrðist í hópnum orð eins og að “bara vinna leikinn”.” Aðstaða áhorfenda og leikmanna var til fyrirmyndar og var hópi Grindvíkinga boðið upp á veitingar fyrir leikinn á vallarsvæði Kärnten. Á svæðinu brá fyrir kunnuglegan einstakling úr heimsfréttunum, grípum aftur inn í ferðasögu Ólafs. “Athygli vakti að Jörgen Heider foringi hægri manna í héraðinu mætti á leikinn og var við það tækifæri tekin mynd af honum og Herði Guðbrandssyni sem hafði keypt sér forláta týrólahatt til að skýla sér fyrir hitanum.”

Mikilvægt mark

Víkjum þá að sjálfum leiknum. Leikmenn Grindavíkur mættu baráttuglaðir til leiks, þeir voru ekki komnir til þess að láta valta yfir sig. Heimamenn réðu þó ferðinni lengst af, héldu uppi miklum hraða í fyrri hálfleik en Grindvíkingar gáfu fá færi á sér í vörninni. Þeir náðu þó að læða inn einu marki fyrir leikhlé, það gerði leikmaður að nafni Robert Schellander beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi. Í síðari hálfleik komust Grindvíkingar aðeins meira inn í leikinn. Ólafur Örn Bjarnason átti meðal annars skalla af stuttu færi sem markvörður Kärnten varði vel. Því miður

af velli með rautt spjald fyrir gróft brot. Grindvíkingar nýttu sér liðsmuninn fjórtán mínútum síðar þegar Ray Anthony Jónsson tók aukaspyrnu. Hún var vinstra megin á vallarhelmingi Kärnten 30 metrum frá marki. Ray Anthony skaut, boltinn sveigðist í fallegum boga í markhornið nær. Staðan 1-0 og Grindavík á leið áfram í keppninni. Stemningin í stúkunni varð gríðarleg, allir með það á hreinu að Grindvíkingum væri að takast þetta. Grindvíkingar héldu áfram að þjarma að marki gestanna án þess að neitt gengi upp. Á móti kom áfall. Tveimur mínútum eftir venjulegan leiktíma komust Kärnten í skyndisókn. Almedin Hota átti þá skot úr vítateig sem Helgi Már Helgason náði að krafsa í, en hann hélt ekki boltanum og hann endaði inni í marki Grindavíkur.

Gengur bara betur næst

Þvílík vonbrigði, en svona er fótboltinn. Grindvíkingar voru að sjálfsögðu stoltir af sínum mönnum eftir leikinn, það er ekki oft sem tækifæri sem þessi gefast og hlýtur það að teljast frábær árangur að vera svona nálægt því að komast í 1. umferð þessar erfiðu keppni. Mótherjinn í þeirri umferð hefði alls ekki verið af verri endanum, stórlið Feyenoord tók á móti austurríska liðinu, sigraði þá í báðum leikjum liðsins. Það er alveg á hreinu að næst þegar Grindvíkingar komast í Evrópukeppni eiga þeir eftir að minnast þessarar viðureignar gegn Kärnten til þess að minna sig á að allt er hægt með mikilli baráttu og viljastyrk. Heimild: “Íslensk knattspyrna 2003” höf. Víðir Sigurðsson og “Evrópudraumurinn 2003” af umfg.is höf. Ólafur Örn Ólafsson

Grindavík í Evrópukeppni


27

Leikjaplan 2005 Leikdagur mán. sun. fim. mán. sun. fim. fim. sun. fim. þri. sun. þri. sun. sun. sun. sun. sun. lau.

16. maí - 17:00 22. maí - 14:00 26. maí - 19:15 30. maí - 19:15 12. jún. - 19:15 16. jún. - 19:15 23. jún. - 19:15 26. jún. - 19:15 30. jún. - 19:15 12. júl. - 19:15 17. júl. - 19:15 26. júl. - 19:15 07. ág. - 18:00 14. ág. - 18:00 21. ág. - 18:00 28. ág. - 18:00 11. sep. - 14:00 17. sep. - 14:00

Leikur Valur - Grindavík Grindavík - FH ÍA - Grindavík Grindavík - ÍBV Fylkir - Grindavík Grindavík - KR Fram - Grindavík Grindavík - Þróttur Keflavík - Grindavík Grindavík - Valur FH - Grindavík Grindavík - ÍA ÍBV - Grindavík Grindavík - Fylkir KR - Grindavík Grindavík - Fram Þróttur - Grindavík Grindavík - Keflavík

Völlur Hlíðarendi Grindavíkurvöllur Akranesvöllur Grindavíkurvöllur Fylkisvöllur Grindavíkurvöllur Laugardalsvöllur Grindavíkurvöllur Keflavíkurvöllur Grindavíkurvöllur Kaplakrikavöllur Grindavíkurvöllur Hásteinsvöllur Grindavíkurvöllur Frostaskjól Grindavíkurvöllur Laugardalsvöllur Grindavíkurvöllur

Úrslit -

Úrslit 2004 0-4 0-0 1-1 1-1 0-0 2-1

Úrslit 2003 1-2 1-3 2-1 0-2 2-0 1-3 2-0 2-1

3-4 4-1 1-1 2-0 0-2 2-3 3-2 3-2

Úrslit 2002 Úrslit 2001 1-0 2-1 1-2 1-3 3-1 3-2 3-1 2-0 2-3 0-1 0-2 0-3 1-2 2-2

1-2 2-1 3-2 1-0 1-1 1-2 3-2 2-3

3-2 2-1 0-0 3-1 2-2 1-1

0-2 2-0 0-2 3-0 3-0 0-4 2-0 1-3

1-4

1-2


Bókabúð Grindavíkur Víkurbraut 62 240 Grindavík s. 4268787

Hópsnes Verbraut 3 240 Grindavík s. 4268475

Veitingahúsið BRIM Heimilismatur í hádeginu og okkar rómaði matseðill alla daga. Frábært barnahorn. Steikar og fiskihlaðborð. Öll almenn veisluþjónusta t.d. afmælisveislur, brúðkaupsveislur, erfidrykkjur, og fleirra. fundaraðstaða með skjávarpa. Boltinn á tjaldi. Tilboð fyrir hópa. verið velkomin, Veitingahúsið BRIM Hafnargötu 9 Grindavík sími 4268570 og 8940260


Grindavikur-blad 2005  
Grindavikur-blad 2005  

Grindavikur-blad 2005

Advertisement