Page 1

12.febrúar 2005

• Viðtal við Pétur Eyþórsson glímukóng • Viðtal við Samúel Örn Erlingsson • Snær glímdi í Japan • Umfjöllun um stærstu mótin • Formannsspjall • Efnilegt glímufólk • Af glímuvellinum • Fullt af myndum • og margt fleira

BETRI Í GLÍMUNNI en golfinu


Formannsspjall Nú eru nokkur ár liðin síðan blað okkar glímumanna kom síðast út. Er það von okkar að það geti orðið árlegt rit og komi helst út í upphafi keppnistímabils og innihaldi bæði uppgjör síðasta keppnisárs og mótaskrá næsta árs ásamt upplýsingum um helstu viðburði þess árs. Af mörgu er að taka þegar horft er á það sem gerst hefur síðustu árin og er það gert annars staðar í blaðinu. Ræði ég því frekar um það sem ég sé í framtíðinni og mínar væntingar þar um. Þess ber þó að geta að ég verð ekki í forystusveit glímunnar eftir 4. mars næstkomandi. Afsögn mín sem formaður er ekki nein skyndiákvörðun, hún var tilkynnt á síðasta ársþingi og er af persónulegum ástæðum. Ég hef setið í stjórnum íþrótta- og ungmannafélaga samfellt frá árinu 1970, oftast sem formaður eða gjaldkeri. Í þessi félagsstörf hefur farið mikill tími sem ég sé síst eftir og hef oftast notið afar vel. Í þessum félögum hef ég kynnst mörgu úrvalsfólki vítt og breitt um landið og vil ég hér með þakka því allt samstarfið og vináttuna.

Útrás

Útrás er tískuhugtak í dag, glíman á ekki að fara varhluta af útrásinni, Glímusambandið hefur unnið eftir afreksstefnu og í því tilefni verið með úrvalshóp starfandi fyrir unga og efnilega glímumenn og konur. Ég kýs að tala um glímumenn sem alla, jafnt konur sem karla sem stunda glímu. Úrvalshópurinn er grunnur að útrás ásamt þeim bestu glímumönnum sem eldri eru. Unnið er að því að stofna úrvalssýningarflokk sem samanstendur af mjög vel þjálfuðum glímumönnum sem geta með skömmum fyrirvara sýnt glímu við ýmiss tækifæri bæði hér á landi og erlendis. Farið yrði í sýningaferðir erlendis bæði styttri og lengri ferðir, og stefnt yrði á að komast að með sýningar á Ólympíuleikum. Til að koma upp svona sýningarflokki þarf mikið fjármagn, ekki er hægt að reka flokkinn án þess að greiðslur berist til þátttakenda og þjálfara enda verða gerðar miklar kröfur til sýningarflokksins. Í mínum huga þurfa margir aðilar að koma að þessu verkefni, má þar nefna ÍSÍ þar sem hér er um afrekstefnu að ræða, UMFÍ enda í þeirra röðum öflugasta glímustarfið í dag og á þeirra mótum er glíma alltaf keppnisíþrótt. Glíman er eina alíslenska íþróttin sem stunduð er hér á landi og er menningarverðmæti sem ber að gæta en viss hætta er á að hún glatist þar sem sífellt bætast við erlend fangbrögð sem hér eru tekin upp. Út á það er ekkert að setja en í staðinn þarf að auka stuðning við glímuna og gera hlut hennar enn stærri, það á að vera metnaður hjá ríkinu að glíma sé sýnd í sendiráðum erlendis og allsstaðar á sýningum sem ríkið tekur beinan þátt í. Ekki hefði verið amalegt að sjá úrvalshóp glímumanna sýna glímu í nágrenni við ísklumpinn sem fluttur var til Parísar á síðasta ári. Mætti ekki hugsa sér að íslenska ríkið leggði til fjármagn í sýningarflokkinn, álíka upphæð árlega og fór í ísklumpinn úr Vatnajökli ? Þá er komið að íslenskum fyrirtækjum sem nú eru á fullu í útrásinni, má þar nefna KBbanka og Landsbanka Íslands. Það væri vel við hæfi að þeir styrktu sýningarflokkinn myndarlega og síðan yrði sýnt í útibúum þeirra erlendis, og stórsýningar við kaup á hverjum nýjum banka. Sama má segja um önnur fyrirtæki sem gera það gott á erlendri grund, ekki er hægt að hugsa sér betri og sérstæðari landkynningu en vel þjálfaðan flokk glímumanna sem sýnir séríslenska íþrótt sem alltaf hefur vakið mikla athygli erlendis og til dæmis hafa erlendar sjónvarpsstöðvar komið gagngert til landsins til myndatöku og þáttagerðar. Væri vel ef þær íslensku sjónvarpsstöðvar sem hér starfa hefðu þann áhuga en sannast að segja gengur erfiðlega að fá glímuna sýnda í sjónvarpi hér á landi. Ég sé stjórn glímunnar á næstu árum í höndum ungs og framsækins fólks, Fái það þann stuðning sem vert er frá menntamálráðherra, yfirmanns íþrótta- og menningarmála, og annarra sem minnst er á hér að framan sé ég mikinn uppgang í glímunni á næstu árum, en glíman er bæði íþrótt og íslensk menning. Meðal ungra glímumanna eru í dag mörg mjög góð glímumannsefni sem aðeins þarf að þjálfa betur og sinna og gefa þeim verðugt verkefni að stefna að. Kristján E. Yngvason formaður Glímusambands Íslands

2

www.glima.is

Útgefandi: Markmenn ehf. Ábyrgðaraðili : Glímusamband Íslands. Umbrot og hönnun: Markmenn ehf. Efnisöflun: Markmenn ehf. Blaðamaður: Svanur Már Snorrason. Stjórn Glímusambands Íslands: Kristján Yngvason, formaður. Lárus Kjartansson, varaformaður. Sigmundur Stefánsson, gjaldkeri. Jón Birgir Valsson, ritari. Valgeir Halldórsson, bréfritari. Ólafur Gunnarsson , varastjórn Sabína Steinunn Halldórsdóttir, v.arastjórn. Ritnefnd Glímusambands Íslands: Formaður: Einar K Jónsson. Kristján Yngvason. Jón M Ívarsson. Glímuráð Reykjavíkur: Jón Egill Unndórsson, formaður Ingólfur Narfason, ritari Árni Unnsteinsson, gjaldkeri Þorsteinn Guðjónsson, meðstjórnandi Valgeir Halldórsson, meðstjórnandi Ásgrímur Jósefsson, varastjórn Anna Guðmundsdóttir, varastjórn Halldór Konráðsson, varastjórn Helgi Bjarnason, varastjórn Sigurður Þór Sigurðsson, varastjórn Glímuráð HSK : Kristinn Guðnason, formaður Kjartan Lárusson, gjaldkeri Stefán Geirsson, ritari Hugrún Geirsdóttir, varastjórn Berglind Kristinsdóttir, varastjórn Glímuráð HSH : Ragnar Jóhannsson, formaður Jóhann K. Ragnarsson Sigrún H. Guðnadóttir Guðmundur H. Gíslason Glímufélag Dalamanna: Jóhann Pálmason, formaður Jóel B. Jónsson Guðmundur Geirsson Glímuráð HSÞ: Gunnar Þór Brynjarsson, formaður Ásta Lárusdóttir Arngeir Friðriksson Glímuráð ÚÍA: Þóroddur Helgason, formaður Davíð F. Jóhannsson Jón Guðmundsson


Af glímuvellinum Ýmislegt hefur drifið á daga glímumanna þau sex ár sem liðið hafa frá því síðasta glímublað kom út. Hér verður stiklað á stóru innan glímuvallarins á þessum tíma.

Framkvæmdastjórar Glímusambandsins

Haustið 1999 réði Glímusambandið sér framkvæmdastjóra í tilefni þess að stóraukin fjárveiting fékkst til glímukynninga. Fyrir valinu varð Torfi Pálsson frá Hjálmsstöðum í Laugardal, nýútskrifaður íþróttakennari og reyndur glímumaður. Torfi fór vítt og breitt um landið og kynnti glímu í grunnskólum landsins. Tíu þúsund börn kynntust glímu um veturinn og líkaði vel. Hér sést þáverandi formaður GLÍ, Jón M. Ívarsson afhenda Torfa lykla að skrifstofu GLÍ í september 1999.

framkvæmdastjórastörfum haustið 2004. Lárus er útlærður íþróttafræðingur og reyndur keppnismaður í glímu eins og þeir Helgi og Torfi. Hans bíða mörg verkefni því alltaf er nóg að gera þar sem glíman er annars vegar. Myndin sýnir þegar Helgi afhenti Lárusi lyklavöldin að GLÍ þegar Lárus tók við s.l. haust.

Nýir heiðursfélagar GLÍ

Í lok glímuvertíðar 2004 voru tveir menn gerðir að heiðursfélögum GLÍ. Það voru þeir Ármann J. Lárusson og Hörður Gunnarsson. Ármann J. keppti m. a. 18 sinnum í Íslandsglímu eftir miðja 20. öld, sigraði 15 sinnum og var þrisvar í öðru sæti. Einstæður ferill sem ekki verður eftir leikinn. Ármanni var afhent heiðursfélagaskjal og blómavöndur við lok Íslandsglímunnar s.l. vor. Hörður hefur starfað að málefnum glímunnar í meira en hálfa öld, einkum við glímudeild Glímufélagsins Ármanns sem iðkandi, stjórnarmaður, þjálfari og sýningarstjóri. Hin síðari ár hefur Hörður starfað að dómaramálum og er nú formaður Glímudómarafélags Íslands. Herði var afhent heiðursfélagaskjalið í hófi glímumanna að lokinni Íslandsglímu í vor.

Torfi lét af störfum haustið 2000 en Helgi Kjartansson frá Haga í Grímsnesi tók við stöðu framkvæmdastjóra. Þeirri stöðu gegndi Helgi næstu fjögur árin af alkunnum dugnaði, árvekni og reglusemi.

er fjöldi ljósmynda af glímu og einnig leikin myndskeið af glímubrögðum, ætluð til kennslu og einnig myndskeið úr glímumótum til fróðleiks og skemmtunar. Miklar upplýsingar um glímuna, sögu hennar og starfsemi GLÍ er að finna á disknum sem væntanlega verður ómissandi glímumönnum bæði nú og í framtíðinni. Með útgáfu hans hefur verið lyft grettistaki í útgáfuog útbreiðslumálum glímunnar.

Andi dómgæslunnar

Á fundi Glímudóm a rafélagsins í október 2003 kynnti stjórn GDÍ nýtt merkja-kerfi við dómgæslu í glímu. Sérstaka athygli vakti nákvæmt gráðutal á afstöðu hægra og vinstra handleggs og fyrirmæli um fingrasetningudómara. Myndir fylgdu með af merkjunum og sátu stjórnarmenn GDÍ fyrir á myndunum klæddir hvítum skyrtum og dökkum buxum. Umhverfið var svart svo efri hluti manna virtist á myndunum svífa í lausu lofti, svipað og sagt er að gerist með anda. Virðist andi dómgæslunnar vera hér lifandi kominn. Myndin sýnir formann GDÍ í hlutverki yfirdómara æskja skýringa frá meðdómurum með tilþrifum.

Heimasíða GLÍ

Heimasíða GLÍ var opnuð 4. maí 2001. Hún var lengi í undirbúningi enda að mörgu að hyggja þegar slík síða verður til. Í dag er hún ómissandi tengiliður stjórnar við glímumenn. Á síðunni er að finna upplýsingar um glímufélögin og starf þeirra, stjórn og nefndir GLÍ, lög og reglur, þing- og fundargerðir, sögu, fréttir og fyrirhugað starf svo fátt eitt sé nefnt.

Minjasafnið eflist Glímukynningar voru aðalstarfið, en mótahald og rekstur skrifstofunnar voru einnig stór hluti af hans verkahring. Helgi fluttist upp í Biskupstungur haustið 2004 og gerðist íþróttakennari við Reykholtsskóla. Hinn nýi margmiðlunar Lárus Kjartansson frá diskur Glímusambandsins hefur tekið Laugarvatni tók við drjúgan tíma í vinnslu enda er innihaldið margþætt og yfirgripsmikið. Þar

Margmiðlunardiskur

4

Minjasafn Glímusambandsins hefur verið að eflast jafnt og þétt að undanförnu undir forystu Jóns M. Ívarssonar sem hefur haft veg og vanda af söfnun ljósmynda og gripa úr glímusögunni. Á síðustu árum hafa gripasöfn hinna frægu glímukappa Sigurðar Thorarensen og Guðmundar Ágústsonar bæst í hópinn en þar er marga merka gripi að finna. Hugmyndin er að efna til sýningar á safninu í tilefni 40 ára afmælis GLÍ í vetur.


Bergþóruskjöldurinn Glímuráð HSK beitti sér fyrir gerð Bergþóruskjaldarins til keppni fyrir konur innan sambandsins og var keppt um hann í fyrsta skipti 23. mars 2002. G e f a n d i skjaldarins var Samband Sunnlenskra

kvenna.

Fyrsti sigurvegari Bergþóru var Berglind Kristinsdóttir Íþróttafélaginu Garpi sem hér sést með skjöldinn.

Styrkir til glímusögu

Vinna við Glímusögu Þorsteins Einarssonar er nú á stigi textafrágangs undir umsjón Kennaraháskólans. Formaður Útgáfunefndar glímusögu hefur einbeitt sér að því að sækja um styrki til útgáfunnar með þeim árangri að árin 2003 og 2004 hafa 2,5 milljónir aflast til verksins í viðbót við 1,2 milljónir sem voru í sjóði og virðist útgáfan því vera fjárhagslega tryggð.

Úrvalshópur GLÍ

Úrvalshópur ungra glímumanna kom saman í fyrsta sinn á árinu 2002. Í hann hafa valist þau efnilegustu meðal yngri kynslóðarinnar hverju sinni. Hópurinn hefur komið saman nokkrum sinnum á ári og æft undir handleiðslu þjálfara frá GLÍ. Hér er mynd af fyrsta úrvalshópi GLÍ frá árinu 2002. Freyjumenið, til keppni í stórmóti kvenna, hliðstætt Íslandsglímunni. Ásgeir Reynisson gullsmiður smíðaði gripinn sem er skjöldur, lagður gulli, silfri og perlum. Freyjumenið sem hér sést var gjöf 19. júní sjóðs Garðabæ til eflingar glímu kvenna. Fyrsta Freyjuglíman fór fram 18. júní árið 2000 og þar sigraði Inga Gerða Pétursdóttir HSÞ.

Glímukaffi

Bændaglíman mikla á Laugarvatni 2000

Héraðssambandið Skarphéðinn minntist 90 ára afmælis síns með því að efna til fjölmennustu bændaglímu sem staðfestar sögur fara af. Hún fór fram að Laugarvatni 25. nóvember 2000 og voru keppendur í karlaflokki 90 talsins á öllum aldri. Tveir sterkustu glímumenn héraðsins, Stefán Geirsson og Jóhannes Sveinbjörnsson, skiptu liði og glímdu til síðasta manns. Glímunni lauk með sigri Jóhannesar. Samtímis var haldin fyrsta bændaglíma kvenna og þar kepptu 27 konur. Bændur voru Sabína Halldórsdóttir og Hugrún Geirsdóttir. Lið Hugrúnar sigraði. Hér sjást bændurnir; Sabína, Hugrún, Jóhannes og Stefán að loknum þessum stórviðburði glímusögunnar.

Freyjumenið hefur göngu sína

Á útmánuðum árið 2000 lét stjórn GLÍ gera v e g l e g a n verðlaunagrip,

Í febrúar 1999 bauð stjórn GLÍ hópi eldri glímumanna í kaffisamsæti í Íþróttamiðstöðinni þar sem gamlir keppinautar hittust og ræddu fornar viðureignir. Þar afhenti Einar Ingimundarson höfðinglega gjöf en hann gaf Minjasafni GLÍ alla verðlaunagripi sína í glímu. Einar varð m.a. skjaldarhafi Skarphéðins 1944 og sigraði þrívegis á Landsmótum UMFÍ. Á myndinni eru Einar og þáverandi formaður GLÍ, Jón M. Ívarsson, með fagurlega útskorna styttu af glímumönnum sem var verðlaunagripur í glímukeppni Landsmótsins á Akureyri 1955. Á sínum tíma var deilt um eignarhald styttunnar en hún er nú til sýnis á skrifstofu GLÍ.

Frækin feðgin

Inga Gerða Pétursdóttir hefur verið ein sterkasta glímukona landsins mörg undanfarin ár. Fimmtán ára gömul var hún orðin nær ósigrandi í kvennaflokki. Faðir hennar er enginn annar en Pétur Yngvason fyrrum glímukóngur.

Þorsteinn segir til

Heiðursfélagi GLÍ, Þorsteinn Einarsson, lést snemma árs 2001. Þorsteinn vann að sögu glímunnar til hinsta dags og naut aðstoðar margra við það áhugamál sitt. Hér er hann sumarið 1998 ásamt Hjálmi Sigurðssyni að segja glímuköppunum Ingibergi Sigurðssyni og Sigmundi Þorsteinssyni til um glímubrögð sem síðan voru ljósmynduð og höfð sem fyrirmyndir að teikningum í glímubókina.

Texti og myndir : Jón M. Ívarsson.

5


Líflegt Landsmót Það var fríður flokkur glímukappa af báðum kynjum og á öllum aldri sem mætti til leiks á Landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki í sumar. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu fimmtudagskvöldið 8. júlí. Þarna leiddu saman hesta sína stórveldin Skarphéðinsmenn og Þingeyingar að ógleymdum Austfirðingum, Reykvíkingum og Dalamönnum. Keppt var á tveimur völlum samtímis og var mikið um að vera. Gamalreyndir dómarar sáu um að flauta og lyfta spjöldum eftir ástæðum. Alls voru keppendur 30 í fimm flokkum og keppni lífleg hvarvetna. Nokkuð var um óvænt úrslit og nýjar og gamlar glímustjörnur skinu skært.

meðal þeirra sterkustu. Stefán hlaut ekki fleiri byltur, hann lagði Ólaf Sigurðsson örugglega á klofbragði og sigraði verðskuldað í flokknum. Þá voru þeir Pétur og Ólafur jafnir og áttu að glíma til úrslita um annað sætið.

1. 2. 3. 4. 5. -

Pétur sló í gegn

Í þyngsta flokki karla voru átta keppendur. Þar voru fremstir í flokki Ólafur Sigurðsson og Stefán Geirsson, verðlaunamenn úr Íslandsglímunni. Þá voru nokkrir glímugarpar sem lítið höfðu keppt að undanförnu eins og Þingeyingarnir Arngrímur Jónsson og Ólafur Kristjánsson og þeir félagar úr HSK, Kjartan Lárusson og Engilbert Olgeirsson. Svo voru ungu mennirnir Jón Ólafur Eiðsson og Pétur Þórir Gunnarsson. Úrslitin urðu þessi: 1. 2. 3. 4. 5. 6-7. 6.7. 8.

Stefán Geirsson Pétur Gunnarsson Ólafur Sigurðsson Ólafur Kristjánsson Arngrímur Jónsson Jón Ólafur Eiðsson Kjartan Lárusson Engilbert Olgeirsson

HSK HSÞ HSK HSÞ HSÞ UÍA HSK HSK

6 5,5 + 1 5,5 + 0 4,5 3 1,5 1,5 0,5

Það er skemmst frá því að segja að yngsti maðurinn í hópnum, hinn 16 ára Pétur Þórir Gunnarsson frá Baldursheimi, sló svo sannarlega í gegn með því að ná öðru sæti í þessum geysisterka flokki. Pétur bar enga virðingu fyrir hinum frægu mótherjum sínum og glímdi af kappi hverja einustu viðureign. Hann gerði sér fljótlega lítið fyrir og lagði Stefán Geirsson sem sótti sniðglímu aðeins of langt og fékk byltu að launum. Þar með blasti við að ekki mátti vanmeta þennan ungling sem var nú að keppa í fyrsta sinn

6

í þriðja sætinu. Helgi kom sterkur til leiks og hefur greinilega náð sér að fullu eftir meiðsli sem hann hlaut fyrir nokkrum árum. Kristján Yngvason, hinn fríski formaður GLÍ mætti enn til leiks, 57 ára gamall og sýndi glæsilegt fordæmi. En það var einmitt á Landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki 1971 sem hann keppti fyrst í glímu og sigraði þá í þessum þyngdarflokki. Samkvæmt yfirlýsingu Kristjáns fyrir mótið var þessi keppni lokapunkturinn á ferlinum og vel við hæfi að ljúka honum á sama stað og hann byrjaði. Úrslit flokksins urðu þessi.

Stefán sviptir Ólafi Kristjánssyni í völlinn á klofbragði.

Ólafur sem mætti krúnurakaður og vígalegur til leiks tók á öllu sínu en það dugði ekki til. Von bráðar lá hann flatur á góðri krækju sem Pétur smellti á hann og tryggði sér þar með annað sætið. Pétur gerði þrjú jafnglími en tapaði engri viðureign. Árangur hans vakti mikla athygli og þessi ungi glímuspútnik úr Mývatnssveitinni er sannarlega til alls líklegur.

Arngeir aldrei sterkari

Í milliþyngdinni -84 kg voru sex keppendur, flestir gamalreyndir. Flokkurinn var ekki árennilegur með glímukónginn fremstan í flokki og formann Glímusambandsins honum við hlið. En það var bóndinn á Helgastöðum, Arngeir Friðriksson, sem kom sá og sigraði og vann sinn sjötta sigur í röð á Landsmóti sem er ótrúlega glæsilegur árangur. Arngeir hefur sigrað stöðugt á Landsmótum allt frá árinu 1987. Arngeir kom geysilega einbeittur til leiks og fór á kostum. Hann lagði andstæðinga sína á brögðum í öllum regnbogans litum en oftast var það hið skæða leggjarbragð á lofti sem varð andstæðingunum að falli. Pétur glímukóngur varð að játa sig sigraðan en honum hafði verið spáð sigri af öllum spámönnum mótsins. Pétur varð í öðru sæti en glímdi vel að vanda. Helgi Kjartansson fylgdi honum fast eftir

Arngeir Friðriksson Pétur Eyþórsson Helgi Kjartansson Kristján Yngvason Kristinn Guðnason Magnús Þ. Jónsson

HSÞ V HSK HSÞ HSK HSÞ

Daníel, Þór og Daði

4 3 2 1 0 hætti

Í léttasta flokknum voru ungir menn í meirihluta og sumir alveg kornungir. HSK menn gerðu athugasemd þegar þeir sáu að Þingeyingar tefldu fram Bjarna Þór Gunnarssyni, tólf ára gömlum bróður Péturs er brilleraði í þyngsta flokknum. Sumir töldu ólöglegt að svo ungur drengur keppti í fullorðinsflokki en reglugerð Landsmótsins kveður ekki á um aldur. Bjarni gaf sig ekki að þessum pælingum en glímdi léttilega við hina stærri og

Stefán var sigursæll á mótinu.


sterkari. Varð að vísu í neðsta sæti en það er óhætt að spá því að hann muni fremur verma toppsætin en botninn í framtíðinni. Úrslitin urðu þessi: 1. 2.

Daníel Pálsson Þór Kárason

HSK HSÞ

7 5,5

3. 4. 5. 6. 7. 8.

Daði L. Friðriksson Óttar Ottósson Júlíus Björnsson Hafsteinn Kristinsson Axel Sæland Bjarni Þ. Gunnarsson

HSÞ ÍBR HSÞ HSK HSK HSÞ

5 4,5 3 2 1 0

Frísklegar glímur

Daníel Pálsson frá Hjálmsstöðum sem lítið hafði sést að undanförnu kom nú fram eldsprækur og 10 kílóum léttari og lagði alla viðfangsmenn Keppendur í léttasta flokki f.v.: Bjarni, Hafsteinn, Júlíus, Óttar, Daði, Þór og Daníel. sína af miklu kappi. Ekki var síðra kapp í Þór Kárasyni í Garði. Hann glímdi hverja viðureign af stanslausum ákafa, grimmur keppnismaður og aldeilis ekki skaplaus. Þór er fisléttur og fimur í glímu. Þegar hann hefur náð að útfæra bragðalok örlítið betur mega allir vara sig. Daði Friðriksson sést alltof sjaldan á glímumótum því hann er tágglíminn og kattliðugur. Það var meira en skemmtilegt að horfa á þessa þrjá í öllum sínum viðureignum, hvergi dauður punktur og sýndust fjórir fætur á lofti stundum! Óttar Ottósson sem kominn er á fimmtugsaldur, hefur lengi stundað glímu í Kaupmannahöfn en er nú fluttur heim. Hann er liðsmaður KR og fyrsti keppandi í glímu utan ungmennafélaga sem keppir á Landsmóti. Óttar er sprækur glímumaður og dró það síst úr léttleikanum að hann var með.

Efri mynd: Pétur lagði Ólaf Sigurðsson á snarpri krækju. Mynd til vinstri: Arngeir og Kristján taka saman. Rögnvaldur dómari fylgist með.

„Hvergi dauður punktur og sýndust fjórir fætur á lofti stundum!“

7


Glímudrottningin vann

Það voru systurnar frá Hlíð, Svana og Sólveig sem bitust um sigurinn í þyngri flokki kvenna. Glímudrottningin Sólveig hafði betur með því að hún lagði þeirra sterkasta andstæðing, Soffíu Björnsdóttur meðan Svana gerði jafnglími við þær báðar. Þessar þrjár voru í sérflokki og hefðu allar getað unnið á góðum degi. Góður árangur Sólveigar að undanförnu hefur gefið henni sjálfstraust í keppni og það reið baggamuninn að þessu sinni. Úrslitin urðu þannig: 1. 2. 3. 4. 5.

Sólveig Rós Jóhannsdóttir Svana Jóhannsdóttir Soffía Björnsdóttir Hildur Ágústsdóttir Ólöf Sara Garðarsdóttir

UDN UDN HSÞ HSK HSK

2,5 2 1,5 0 hætti

Í léttari flokknum vann Inga Gerða Pétursdóttir, fyrrum glímudrottning öruggan sigur. Inga Gerða er hávaxin og glæsileg á velli og hefur verið sigursælust glímukvenna lengi vel. Hin unga og upprennandi Elísabeth Patriarca frá Hvolsvelli veitti henni þó harða keppni. Elísabet er stælt og sterk og mikil keppnismanneskja. Hún þykir líkleg á verðlaunapall í Freyjuglímunni í framtíðinni. Úrslit í flokknum urðu þessi: 1. 2. 3.

Inga Gerða Pétursdóttir Elísabeth Patriarca Anna K. Svavarsdóttir

HSÞ HSK UÍA

Kampakátir dómarar að loknu móti f.v.: Hörður Gunnarsson, Þorvaldur Þorsteinsson, Valgeir Halldórsson, Garðar Erlendsson, Rögnvaldur Ólafsson og Sigurjón Leifsson.

2 1 0

Þingeyingar sigruðu í stigakeppni mótsins með 83 stigum eftir harða keppni við Skarphéðinsmenn sem hlutu 74,5 stig. Þriðju urðu Dalamenn með 19 stig. Það voru elstu og yngstu keppendur Þingeyinga sem stóðu með pálmann í höndunum í mótslok. Þeir geta verið stoltir af sinni frammistöðu. Reyndar geta allir keppendur borið höfuðið hátt. Þeir tóku þátt í líflegasta móti ársins og voru glímunni til sóma. Texti og myndir : Jón M. Ívarsson

Mynd að ofan: Keppendur í milliþyngdarflokki f.v.: Arngeir, Pétur, Helgi, Kristján og Kristinn. Mynd til hægri: Þór og Óttar takast á.

8

Keppendur í léttari kvennaflokki f.v.: Inga Gerða, Elísabeth og Anna.


Myndir úr starfinu Það er alltaf mikið að gerast í kringum glímuna og fjölmargir viðburðir í gangi reglulega. Hérna má sjá myndir úr glímustarfinu frá hinum ýmsu mótum og viðburðum. Við leyfum myndunum að tala sínu máli.

9


Hvað er glíma? Í upphafiviðureignarheilsastglímumenn, taka sér stöðu, taka tökum og stíga. Þegar báðir eru tilbúnir gefur yfirdómari merki, mega þeir þá sækja brögð hvor á öðrum. Menn eiga alltaf að vera á hreyfingu: stíga, sækja eða verjast. Á milli bragða skulu handleggir ætíð vera slakir. Markmiðið í hverri viðureign er að veita andstæðingnum byltu með löglegu glímubragði, en halda jafnvægi sjálfur að því loknu. Bylta er ef læri viðfangsmanns, sitjandi, bolur, öxl, höfuð eða upphandleggur snertir glímuvöll. Það telst einnig bylta ef glímumaður styður sig með báðum höndum samtímis, fyrir aftan bak. Hinir skyggðu hlutar sýna hvað af líkama glímumanns má snerta glímuvöll, án þess að bylta verði. Bannað er að níða andstæðinginn í gólfið. Níð er ef sækjandi fellur ofan á viðfangsmann sinn, þrýstir honum niður með handafli eða hrekur hann eftir glímuvelli eftir að hann hefur komist í handvörn. Bannað er að bolast. Bol er ef mjaðmir eru bognar, fætur gleiðir og handleggir beinir og stífir.

10


Á döfinni

Ársþing Glímusambands Íslands 4. mars 2005

Ársþing Glímusambandsins fer fram föstudaginn 4. mars 2005 og hefst kl. 17:00. Málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu skulu tilkynnt stjórn GLÍ minnst 21 degi fyrir þingið. Á glímuþinginu hafa fulltrúar einir atkvæðisrétt en auk þeirra eiga rétt á þingsetu og hafa þar málfrelsi og tillögurétt: stjórn GLÍ, varastjórn, endurskoðendur, fastráðnir starfsmenn GLÍ og ÍSÍ, stjórn Glímudómarafélags Íslands, allir nefndarmenn GLÍ, íþróttafulltrúi og íþróttanefnd ríkisins.

Meistaramót Íslands, 3. umferð 5. mars 2005

Meistaramót Íslands í glímu, 3. og síðasta umferð fer fram í Hagaskóla í Reykjavík laugardaginn 5.mars 2005 og hefst keppni kl: 15:00. Keppt er í eftirfarandi flokkum: Karlar: -85, +85 og opinn flokkur. Konur: -65, +65 og opinn flokkur. Unglingar 1720 ára. Skráningar berist skrifstofu GLÍ með tölvupósti, gli@isisport.is, eða í síma 514-4064, fyrir kl. 12:00 mánudaginn 28. febrúar.

Grunnskólamót GLÍ 12. mars 2005

Grunnskólamót Íslands í glímu fer fram laugardaginn 12. mars 2005 á Laugum í Sælingsdal kl: 13:00. Keppt er í 5. - 10. bekk. Skráningar berist skrifstofu GLÍ með tölvupósti, gli@isisport.is eða í síma 514-4064 fyrir kl. 12:00 mánudaginn, 7. mars.

Meistaramót Íslands í glímu, yngri flokkar 13. mars 2005

Meistaramót Íslands í glímu (yngri flokkar) fer fram sunnudaginn 13. mars 2005 á Laugum í Sælingsdal og hefst keppni kl: 10:00. Keppt er í eftirfarandi flokkum: Strákar 11-12 ára, piltar 13-14 ára, sveinar 15-16 ára, stelpur 11-12 ára, telpur 13-14 ára, meyjar 15-16 ára. Skráningar berist skrifstofu GLÍ með tölvupósti, gli@isisport. is, eða í síma 514-4064 fyrir kl. 12:00 mánudaginn 7. mars.

Grunnskólamót ÍBR 19. mars 2005

Grunnskólamót ÍBR verður haldið laugardaginn 19. mars 2005 í íþróttahúsi Fellaskóla og hefst kl. 13:00. Skráning í mótið fer fram á staðnum.

Skjaldarglíma Skarphéðins 19. mars 2005

Skjaldarglíma Skarphéðins fer fram 19. mars á Hvolsvelli. Keppt verður um Skarphéðinsskjöldinn og Bergþóruskjöldinn. Einnig verður keppt í flokki 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og í unglinga flokki 17- 20 ára

Öldungamót GLÍ 9. apríl 2005

Öldungamót GLÍ fer fram 9. apríl 2005 í Reykjavík og hefst keppni um leið og Sveitaglíma GLÍ er búin. Keppt er í karlaflokki 35 ára og eldri og í kvennaflokki 30 ára og eldri. Skráning er á staðnum.

Sveitaglíma Íslands 9. apríl 2005

Sveitaglíma Íslands fer fram í Hagaskóla í Reykjavík laugardaginn 9. apríl 2005 og hefst keppni kl: 15:00 . Keppt er í eftirfarandi flokkum: Strákar og stelpur: 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára. Konur 17 ára og eldri, unglingar 17-20 ára og karlar 21 árs og eldri. Skráningar berist skrifstofu GLÍ með tölvupósti, gli@isisport.is, eða í síma 514-4064 fyrir kl. 12:00 mánudaginn 4. apríl.

Glímusamband Íslands 40 ára 10. apríl 2005

Glímusamband Íslands var stofnað 11. apríl árið 1965. Haldið verður upp á 40 ára afmælið sunnudaginn 10. apríl kl: 15:00.

Íslandsglíma 23. apríl 2005

Íslandsglíman fer fram í Borgarleikhúsinu í Reykjavík laugardaginn 23. apríl og hefst keppni strax að lokinni Freyjuglímunni. Körlum 17 ára og eldri er heimild keppni. Skráningar berist skrifstofu GLÍ með tölvupósti, gli@isisport.is, eða í síma 514-4064 fyrir kl. 12:00 laugardaginn 16. apríl.

Freyjuglíma 23. apríl 2005

Freyjuglíman fer fram í Borgarleikhúsinu í Reykjavík laugardaginn 23. apríl og hefst keppni kl: 13:00. Konum 15 ára og eldri er heimil keppni. Skráningar berist skrifstofu GLÍ með tölvupósti, gli@isisport.is, eða í síma 514-4064 fyrir kl. 12:00 laugardaginn 16. apríl.

11


Milan Baros Ragnheiður Jara Rúnarsdóttir er afar efnilegur glímumaður sem vakið hefur athygli og hefur hún til að mynda hampað sigri á Íslandsmóti sem og nokkrum öðrum mótum. Glímublaðið átti við hana spjall.

í uppáhaldi

með stefnuna á hreinu - hún ætlar sér alla leið á toppinn í glímunni. „Já, já, já, það þýðir ekkert annað en að stefna hátt í því sem maður tekur sér fyrir hendur, hvað svo sem það er. En hvenær sér hún fyrir sér að það geti tekist - að sjálft Freyjubeltið verði hennar? „Bara vonandi sem fyrst,” segir Ragnheiður ákveðin og bætir við: „Ég geri mér þó vel grein fyrir því að það

Umfjöllun fjölmiðla mætti hins vegar gjarnan vera talsvert meiri, en eins og staðan er í dag er hún ekki nándar nærri nógu mikil.” Helstu áhugamál Ragnheiðar eru íþróttir og það að hitta vini sína. Hún stefnir á meira nám í framtíðinni, ætlar í framhalds- eða menntaskóla og stefnir síðan á háskólanám, „en ég er ekki

„Ég er nýorðin 15 ára gömul og bý á Reyðarfirði og hef búið þar nánast allt mitt líf - hér er líka mjög gott að búa,” segir Ragnheiður aðspurð um sjálfa sig. En hvað varð þess valdandi að Ragnheiður hóf að stunda glímu? „Það var nú aðallega vegna þess að flestar vinkonur mínar voru að æfa glímu og ég ákvað bara að prófa. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því það er rosalega gaman að æfa og keppa í glímu auk þess sem ég er með frábæran þjálfara, sem heitir Þóroddur Helgason,” segir Ragnheiður sem byrjaði að æfa glímu fyrir fjórum árum með ÚÍA. Er þá ekki allt morandi í glímumönnum í fjölskyldu þinni? „Nei, svo sannarlega ekki, ég er sú eina í fjölskyldunni sem hef æft og keppt í glímu, þannig að segja má að ég sé ekki komin af stórri ætt glímumanna,” segir Ragnheiður og hlær.” Glíma er þó ekki eina íþróttin sem Ragnheiður stundar, aldeilis ekki. „Ég er líka að æfa fótbolta og spila þá oftast á hægri kantinum en get reyndar spilað fleiri stöður - þá erum við stelpurnar aðeins að sprikla í handbolta og það er því meira en nóg að gera, en það er nú í lagi því þetta er bara allt saman svo skemmtilegt.” Hún æfir svo til flesta daga vikunnar, „og svo verður auðvitað að sinna skólanum,” segir hún. Ragnheiður segir aðspurð að áhugi á glímu á Austurlandi sé talsverður. „Fólk hérna hefur áhuga á glímu, maður finnur það alveg greinilega og ekkert nema gott um það að segja. Vonandi eykst áhuginn enn frekar í framtíðinni.” Hún segir að þó nokkuð margar stelpur séu að æfa glímu. „Það eru reyndar miklu fleiri strákar sem æfa glímu heldur en stelpur en það eru auðvitað alltaf einhverjar sem hætta, en margar hverjar hafa æft glímu í mörg ár.” En hvað er skemmtilegast við glímuna? „Þetta geta verið hörku slagsmál og læti,” segir Ragnheiður í léttum dúr og bætir við: „Það er margt skemmtilegt við glímuna en fyrst og fremst er þetta góð þjálfun sem nýtist manni vel á ýmsan hátt.”

12

En þrátt fyrir ungan aldur er Ragnheiður

verður ekki auðvelt og ég þarf að leggja mjög búinn að ákveða hvaða fag verður fyrir valinu hart að mér til að það takist. Það ætla ég mér enda liggur ekkert á því alveg strax,” segir svo sannarlega að gera en við verðum bara að Ragnheiður. bíða og sjá til með útkomuna.” Áður en Ragnheiður er kvödd er hún spurð að Ragnheiður hefur enn ekki spreytt sig á móti því hver sé uppáhaldsíþróttamaðurinn hennar. keppendum í fullorðinsflokki en vonast til að „Það er Milan Baros, leikmaður Liverpool,” en það styttist í það, en sjálf keppir hún núna í 14 sjálf heldur hún með Manchester United. „Milan til 16 ára flokki.„Það verður mikil áskorun en ég Baros er frábær leikmaður og mjög skemmtilegur hlakka til þess og vonandi verð ég bara tilbúinn en maður hættir þó ekkert að halda með United þegar að því kemur.” þó svo að uppáhaldsleikmaðurinn minn spili með Liverpool - það kemur ekki til greina,” Um framtíð glímunnar á Íslandi hafði Ragnheiður sagði hin efnilega íþróttakona, Ragnheiður Jara þetta að segja. „Framtíð íþróttarinnar er björt Rúnarsdóttir, að lokum. að mínu mati. Ég held að á komandi árum muni verða aukning í glímuiðkun og umræðan Texti: Svanur Már Snorrason um íþróttina bæði opnast og verða jákvæðari.


JB

Byggingafélag Bæjarlind 4 Sími: 544 5333

Húsavíkurbær


Öflugt

Unglingalandsmót Glímukeppni Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki í sumar fór fram laugardaginn 31. júlí. Þar voru 32 keppendur í sjö flokkum, misjafnlega fjölmennum. Keppnin var með einföldu sniði, keppt á einum velli og einn dómari, þ.e.a.s. undirritaður. Þessir ungu keppendur komu þannig fram að ekki taldist ástæða til að lyfta spjöldum en þeim var sagt til syndanna ef þurfa þótti og tóku það vel til greina. Úrslit urðu á þennan veg:

Unglingar 17-18 ára 1. 2. 3.

Magnús Þ. Jónsson Jón Ólafur Eiðsson Júlíus Björnsson

HSÞ UÍA HSÞ

2 1 0

Strákar 11-12 ára 1. 2. 3. 4. 5.-6. 5.-6. 7. 8. gestur

Bjarni Þ. Gunnarsson Hreinn H. Jóhannsson Bjarki Oddsson Sigurður Gilbertsson Björgvin Matthíasson Kristinn Ægisson Kristófer Haraldsson Úlfur K. Jóhannsson Ívar Örn Baldursson

HSÞ HSK HSK UDN UNÞ UDN HHF HHF HSK

7,5 6 4 3,5 3 3 1,5 0 7,5

Meyjar 15-16 ára 1. 2. 3. 4.

HSK UDN UDN UDN

3 2 1 0

Harpa er stælt og þjálfuð glímukona sem beitir hábrögðum af kunnáttu. Hún lagði andstæðingana fljótt og vel og var í sérflokki.

Telpur 13-14 ára 1. 2.

Magnús bætti nú fyrir frammistöðu sína á Landsmótinu og lagði Austfirðinginn sterka, Jón Ólaf, og sigraði í flokknum.

Harpa Bergþórsdóttir Elín Einarsdóttir Sigurdís Lýðsdóttir Ruth Ingólfsdóttir

Kristbjörg Guðmundsdóttir HSK Heiðrún Sandra Grettisdóttir UDN

1 0

Kristbjörg vann örugglega þá einu viðureign sem fram fór í flokknum.

Stelpur 11-12 ára Þrír efstu menn í strákaflokki f.v.: Bjarni, Hreinn Heiðar og Bjarki. Ívar Örn Baldursson úr HSK mætti einn í piltaflokki og keppti með strákunum. Bjarni og Ívar háðu einvígi sín á milli en ekki fengust úrslit. Hinn grannvaxni Bjarni var liprari en Ívar sterkari. Næstir þeim komu tveir frískir liðsmenn Skarphéðins sem glímdu báðir ágætlega vel. Aðrir keppendur voru fremur í byrjendaflokki.

Magnús Þ. Jónsson frá HSÞ.

Sveinar 15-16 ára 1.-2. 1.-2. 3. 4. 5. 6.-7. 6.-7.

Pétur Þ. Gunnarsson Þór Kárason Brynjólfur Rúnarsson Samúel Jóhannsson Steinar B. Marínósson Kristján Gunnarsson Axel Arngrímsson

HSÞ HSÞ HSV HHF HSV UDN UDN

5,5 + 0,5 5,5 + 0,5 4 3 2 0,5 0,5

Hér mættust stálin stinn, því þeir félagar Pétur og Þór gáfu hvergi eftir og niðurstaðan varð tvö jafnglími þeirra á milli og báðir í efsta sætinu. Þó Pétur hefði lagt marga stórlaxa á Landsmótinu hafði Þór í fullu tré við hann, enda æfa þeir saman og þekkja hvors annars brögð út í æsar. Þeir voru í sérflokki hvað kunnáttu snerti og lögðu aðra keppendur auðveldlega. Framtíðarmenn, það eitt er víst.

14

1 2. 3. 4.-5. 4.-5.

Áslaug Ýr Bragadóttir Írena Sif Kjartansdóttir Stella Rúnarsdóttir Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir Elín Böðvarsdóttir

HSK HSK HSK UDN UDN

4 3 2 0,5 0,5

Stúlkur 17-18 ára 1. 2.

Sólveig Rós Jóhannsdóttir UDN Heiðrún Harpa Bæringsdóttir UDN

1 0

Þrjár efstu í stelpnaflokki f.v: Áslaug Ýr, Írena og Stella. Áslaug sigraði örugglega í flokknum, mest fyrir það að kunna meira fyrir sér en hinar. Hún lagði flestar á sjaldgæfu bragði, hnéhnykk, sem kom þeim á óvart. Það sem helst vantaði var fleiri keppendur frá félögunum en það skemmtilega var að sjö aðilar sendu keppendur á mótið. Keppendur voru ýmist Harpa Bergþórsdóttir keppandi í meyjaflokki. byrjendur eða vanir keppnismenn sem lofa góðu um framtíðina. Í heildina var mótið Sólveig var ekki í vandræðum með vinkonu öflugt og allir viðstaddir yfirgáfu það með sína en helsti vandinn í kvennaflokkunum var bros á vör. fámennið. Ekki var þó við Dalamenn að sakast sem áttu þriðjung keppenda á mótinu. Texti og myndir Jón M. Ívarsson.


Glímufólk ársins

Pétur Eyþórsson úr KR og Sólveig Rós Jóhannsdóttir GFD voru útnefnd glímufólk ársins þann 29. desember 2004, en valið var kunngjört á Grand Hótel. Umsögn stjórnar GLÍ er eftirfarandi:

Pétur Eyþórsson, KR er 26 ára gamall og hefur æft glímu frá 10 ára aldri. Pétur hefur verið einn besti glímumaður landsins um langt árabil. Á árinu 2004 náði hann sínum besta árangri í glímu frá upphafi. Stærsti sigur Péturs á árinu var þegar hann sigraði í Íslandsglímunni og hlaut sæmdarheitið Glímukóngur Íslands í fyrsta sinn. Pétur er einnig Íslandsmeistari í –85 kg flokki og skjaldarhafi Ármanns. Sólveig Rós Jóhannsdóttir, GFD er 17 ára gömul en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún verið ein fremsta glímukona landsins undanfarin ár. Sólveig Rós tók þátt í öllum glímumótum GLÍ á árinu með mjög góðum árangri. Sólveig Rós sigraði m.a. í Freyjuglímunni og hlaut sæmdarheitið ,Glímudrottning Íslands í fyrsta sinn. Sólveig Rós er góð fyrirmynd innan vallar sem utan.

Glíman, þjóðaríþrótt Íslendinga, hefur lifað með þjóðinni allt frá Þjóðveldisöld. Talið er að landnámsmenn hafifluttmeð sér hingað hin bragðasnauðu fangbrögð Norðurlanda og einnig bragðafang Bretlandseyja. Hér á Íslandi runnu þessi fangbrögð saman í fjölbreytt fang með tökum í föt og fjölda bragða. Það hlaut nafnið Glíma. Íslendingasögur segja víða frá því að menn reyndu með sér í glímu og lesa má í heimildum að meira reyndi á krafta en tækni á þeim tíma. Á þeim öldum sem liðið hafa hefur glíman þróast frá frumstæðu fangi til íþróttar sem gerir miklar kröfur til iðkenda sinna um tækni og snerpu.

dag þykir mikið koma til góðra glímumanna og sú stæling og þjálfun sem glímumenn öðlast hefur oft komið sér vel í lífsbaráttunni. Glíman telst til þjóðlegra fangbragða en af þeim eru þekktar um 150 tegundir um víða veröld. Þekktastar þeirra eru hið japanska súmó, sem er þó öllu heldur lífsstíll en íþrótt, svissneska sveiflan, (schwingen) og skoska backhold fangið að ógleymdu gouren í Frakklandi. Á seinni árum hafa glímumenn spreytt sig í þrem þeim síðastnefndu með góðum árangri. Glíman sker sig úr öllum öðrum fangbrögðum á þrennan hátt: 1.Upprétt staða. Í glímunni skulu menn uppréttir standa. Staða margra fangbragða minnir helst á vinkil en í glímu heitir slíkt bol og er bannað.

drengskaparíþróttar. Glímumaður skal leggja andstæðing sinn á glímubragði svo vel útfærðu að dugi til byltu án frekari atbeina. Hugtakið níð er tæpast til í öðrum fangbrögðum. Ár hvert keppa bestu glímumenn landsins um sigur í Íslandsglímunni. Þar er keppt um Grettisbeltið sem er elsti og veglegasti verðlaunagripur á Íslandi. Íslandsglíman fór fyrst fram á Akureyri árið 1906. Sigurvegari Íslandsglímunnar hlýtur Grettisbeltið og sæmdarheitið Glímukóngur Íslands. Síðasta áratuginn hafa konur einnig tekið þátt í glímu með góðum árangri. Stórmót þeirra heitir Freyjuglíman og sigurvegarinn er krýnd glímudrottning. Glíman er eina íþróttin sem hefur orðið til á Íslandi og hún er einstæð í veröldinni. Útlendingar sem kynnast glímu undrast mjög þessa háþróuðu og tæknilegu íþrótt og þykir mjög til hennar koma.

2. Stígandinn. Í glímunni er stigið sem felst í því að menn stíga fram og aftur líkt og í dansi og berast í hring sólarsinnis. Stígandinn er eitt helsta einkenni glímunnar og er til þess fallinn Á fyrri öldum þótti enginn maður með að skapa færi til sóknar og varnar og að ekki mönnum nema hann væri hlutgengur í glímu. verði kyrrstaða. Glímumenn skulu stöðugt Á tímum hnattvæðingar reyna þjóðir mjög að halda fram sínum þjóðlegu sérkennum. Slíkt Smalamenn tóku eina bröndótta sér til hita stíga, bregða og verjast. er smáþjóð eins og Íslendingum nauðsyn til að og glímt var eftir kirkjuferðir og í landlegum 3. Níð. Í glímu er bannað að fylgja andstæðing undirstrika sérstöðu sína og þar liggur beinast vermanna. Í þjóðsögum grípa afreksmenn oft til glímunnar í viðureign við tröll og útilegumenn eftir í gólfið eða ýta honum niður með afli við að efla glímuna, hina fornu, sérstæðu og og hafa betur með leikni sinni og íþrótt gegn og þjösnaskap. Slíkt er talið ódrengilegt glæsilegu þjóðaríþrótt okkar. hamremi og ofurafli andstæðinganna. Enn í og í andstöðu við eðli glímunnar sem

Glímuíþróttin

15


Betri í glímunni Pétur Eyþórsson er handhafi Grettisbeltisins og Glímublaðið vildi forvitnast um hagi hans, skoðanir og áhugann á golfinu. Hver er maðurinn? „Ég er 26 ára gamall og er giftur Ellen Óttarsdóttur og við eigum eina dóttur sem heitir Embla Rún, hún fæddist 1. ágúst í fyrra. Ég ólst upp í Baldursheimi í Mývatnsveit,” segir Pétur sem lærði tölvufræði við Iðnskólann í Reykjavík og hefur eftir það starfað sem kerfisfræðingur á sviði gagnageymslulausna hjá Nýherja í tæp 6 ár.

en golfinu

mínu mati er auðveldara að komast frá því að vera tiltölulega óreyndur upp í topp 6 en það er að komast frá þeim sætum og alla leið á toppinn. Til að mynda tel ég að í fyrra hafi ég lært jafn mikið og öll hin árin til samans.” Pétur segir glímuna ekki síður vera íþrótt hugans en líkamans. “Glíman er miklu meiri hugaríþrótt en ég gerði mér grein fyrir hér áður. Reynslan og hugarfarið er mikilvægasta vopn góðs glímumans enda hefur það sýnt sig í gegnum árin að margir okkar bestu glímumanna fóru í gegnum heilu mótin á reynslunni einni saman þegar þeir fóru voru komnir á efri ár.

Eins og svo margir Íslendingar er Pétur með golfbakteríuna. „Golfið er mitt helsta áhugamál fyrir utan glímuna og ég stunda það aðallega á sumrin þegar ekkert er að gerast í glímunni. Ég verð þó að viðurkenna að ég hef ekki alveg náð jafn góðum tökum á golfinu og glímunni, segir Pétur léttur í bragði." Pétur byrjaði að æfa glímu þegar hann var 10 ára gamall og hefur stundað hana alla tíð síðan. Hann á ekki langt að sækja glímuhæfileikana. „Pabbi minn varð glímukóngur tvisvar sinnum, og langafi minn í móðurætt, Jörgen Þorbergsson, var skjaldarhafi Ármanns árið 1929, þannig að maður fékk þetta með móðurmjólkinni.” Pétur segir það því hafa legið fyrir sér að hefja glímuiðkun. „Einhvern veginn kom aldrei neitt annað til greina þó svo að maður hafi verið í nánast öllum íþróttum á yngri árum – glíman var og er mitt sport.”

Sun Tzu sagði í The Art of War að öll stríð byggðust á blekkingu og þetta á líka við um glímuna. Glíman snýst ekki um neitt annað, þetta á meira að segja við utan vallar líka. Sun Tzu sagði einnig að úrslit stríðsins væru ráðin áður en stríðið hæfist og þetta tel ég einnig eiga við um glímuna. Flestar ef ekki allar glímur eru ráðnar áður en dómarinn flautar,” segir Pétur. En gæti það verið að útlendingar hafi áhuga á glímunni – er kannski möguleiki á útrás En hversu lengi duga menn í þessari íþrótt? glímunnar? „Að mínu mati eru glímumenn á toppnum Pétur er á því. „Það hefur verið mín reynsla að frá 25 til 35 ára aldurs,” segir Pétur og erlendir fjölmiðlar eru talsvert spenntari fyrir bætir við: „Vissulega hafa menn náð að glímunni en íslenskir. Ég hef til dæmis verið komast á toppinn yngri en 25 ára en það beðinn miklu oftar að vera með sýningar eru undantekningar. Flestir sem náð hafa á glímu eða viðtöl um glímu af erlendum á toppinn eru á þessum aldri. Hins vegar fjölmiðlum en íslenskum. Skandenavía virðist geta menn verið nánast endalaust í þessu vera í tísku um þessar mundir og við eigum sporti, sértu heppinn hvað meiðsli varðar, og að nýta okkur það með því að kynna glímu sumir af æfingafélögum mínum voru orðnir enn frekar á erlendri grundu. Ég er handviss glímukóngar löngu áður en ég fæddist!” um að það myndi skila sér.”

Hægur en góður stígandi hefur einkennt feril Péturs. „Það er ekki hægt að segja að ég hafi verið mikil barnastjarna í glímunni enda var ég ekki stór sem krakki. Þegar ég byrjaði að æfa var ég með HSÞ og Pétur Yngvason þjálfaði mig til 16 ára aldurs. Ég flutti síðan suður til þess að fara í framhaldsskóla og æfði þá með Ármanni en þá þjálfaði Ingibergur Sigurðsson mig í tvö ár. Eftir það gekk ég í raðir Víkverja og var þar næstu sjö árin undir Aðspurður um viðhorf okkar Íslendinga til leiðsögn Hjálms Sigurðssonar. Ég skipti yfir í glímunnar finnst Pétri það oft lýsa sér með talsverðri vanþekkingu á íþróttinni. „Flestir KR í fyrra þar sem ég er núna." sem ekki þekkja til halda að glímumenn séu Óhætt er að segja að árið 2004 hafi reynst stórir, silalegir og feitir karlar. Áður en við Pétri gjöfult. Auk þess að eignast sitt fyrsta fengum sjálfstæði var allt annað viðhorf til barn komst hann á toppinn í glímunni glímunnar en það er í dag, enda var þá miklu og hampaði Grettisbeltinu í fyrsta meiri virðing fyrir öllu sem var íslenskt og sinn. „Ég náði að komast alla þjóðlegt. Í alheimsvæðingunni í dag er allt leið í fyrra eftir að hafa verið sem er framandi meira aðlaðandi. Þannig er meðal þeirra bestu í það nú bara.” mörg ár. Að

18

En hvað þá um stöðu glímunnar í dag – hvernig finnst Pétri hún vera? „Mér finnst staða glímunnar vera nokkuð stöðug. Ég sé ekki fyrir mér að hún sé neitt að deyja út og er nokkuð bjartsýnn á framtíðina. Það eru margir spennandi hlutir að gerast í dag sem munu koma glímunni vel þegar fram líða stundir. Ég tel að við getum vel komið glímunni í tísku, ef svo mætti að orði komast, ef hlutirnir þróast í rétta átt, en til þess þarf að alþjóðavæða íþróttina og breiða hana út á fleiri stöðum hérlendis og erlendis, að mínu mati. Umfjöllun fjölmiðla hefur hins vegar lítið hjálpað upp á þetta að gera og hefur henni í raun verið mjög ábótavant, en þar er mest fjallað um boltaíþróttir.”

Pétur, er glíman ekki hin eina og sanna þjóðaríþrótt okkar Íslendinga og verður hún það ekki alltaf? „Jú, ég held að það sé alveg óhætt að segja það. Glíman er eina íþróttin sem hefur lifað með okkur frá landnámi - þannig að hún á sér mjög sterka stöðu hvað það varðar. Ég sé ekki fyrir mér neina breytingu á því í komandi framtíð,” sagði Grettisbeltishafinn, Pétur Eyþórsson, að lokum. Texti: Svanur Már Snorrason


19


Myndir úr starfinu Það er alltaf mikið að gerast í kringum glímuna og fjölmargir viðburðir í gangi reglulega. Hérna má sjá myndir úr glímustarfinu frá hinum ýmsu mótum og viðburðum. Við leyfum myndunum að tala sínu máli.

20


21


Myndir úr starfinu Það er alltaf mikið að gerast í kringum glímuna og fjölmargir viðburðir í gangi reglulega. Hérna má sjá myndir úr glímustarfinu frá hinum ýmsu mótum og viðburðum. Við leyfum myndunum að tala sínu máli.

22


23


Nýr og breyttur

búningur

Þann 1. september tók í gildi ný reglugerð um keppnisbúninga. Helsta breytingin var sú að nú er löglegt að keppa í tvískiptum glímubúningi og þarf ekki að notast við utanyfirskýlu. HSK er fyrsta félagið sem hefur hannað búning eftir nýju reglugerðinni. Einnig eru önnur félög að hanna nýja búninga og þar á meðal er glímudeild KR. Á myndunum má sjá nýja keppnisbúninginn hjá HSK.

24


Glíman er Samúel Örn Erlingsson, hinn góðkunni íþróttafréttamaður á RÚV, er áhugamaður um íslenska glímu og þótti okkur á Glímublaðinu því tilvalið að fá hann til þess að svara nokkrum spurningum. Hann varð fúslega við því.

þjóðararfur

Hefurðu alltaf verið mikill áhugamaður um íslenska glímu og hvaðan er sá áhugi sprottinn? „Ég hef alltaf haft heldur gaman af glímu. Ég er fæddur á Suðurlandi, Sunnlendingar hafa alltaf verið glímnir vel, ég kynntist glímunni í barnaskóla.” Hvert finnst þér vera viðhorf Íslendinga til glímunnar í dag og hefur það breyst í áranna rás? „Mér finnst afstaðan miklu jákvæðari nú en hún var orðin fyrir kannski 20-25 árum. Þá þótti mörgum glíman orðin gersamlega úrelt sport miðaldra karla í gammósíum. Nú finnst manni almenn afstaða til hennar vera sú að glíman sé dýrmætur þjóðararfur og að minnsta kosti gömul þjóðaríþrótt sem beri að varðveita. Svo eru konur farnar að glíma.” Er staða glímunnar í dag ásættanleg - gæti hún kannski verið miklu betri? „Ég held hún sé ásættanleg. Það er erfitt að halda smærri íþróttagreinum gangandi eins og sakir standa og í raun afrek að sækja fram. Glíman hefur heldur sótt í sig veðrið.” Framtíð glímunnar - er hún björt eða svört að þínu mati? „Hvorugt, það eru möguleikar og tækifæri. Það þarf mikla elju og kraft og kannski svolitla heppni.” Er glímunni gerð nægilega góð skil í fjölmiðlum á Íslandi í dag - hefur umfjöllun um hana minnkað eða aukist frá því sem áður var? „Ég held hún sé svipuð, svona ef allt er skoðað. Ætli umfjöllunin hafi ekki aukist töluvert þessi síðustu ár.” og júdóið og svo bardagaíþróttir ýmis konar. Meira að segja Sumoglíman hefur vaxið í vestur. Gæti verið að útlendingar hefðu allt eins mikinn Glíman er vissulega áhugaverð og hefur vakið áhuga á íslenskri glímu og við Íslendingar - athygli þar sem stunduð eru ýmis keltnesk gæti glíman þess vegna átt ágæta möguleika fangbrögð. Í þeim heimum hafa menn bara nóg hvað útflutning varðar? fyrir sig af eigin hefðum. Ég held að mikilvægast „Veit ekki, mér sýnist fangbrögð almennt sé að styrkja glímuna heima fyrir, fyrst eftir vera nokkurri sérvisku háð, einkum í okkar það geta menn hugsað um landvinninga.” heimshluta. Það er helst að austurlensk fangbrögð vaxi hingað austan úr Asíu, eins Að lokum, er glíman ekki þjóðaríþrótt okkar

Íslendinga og mun hún ekki alltaf verða það? „Glíman er þjóðaríþrótt og þjóðararfur, í rauninni stórmerkileg. Það er hins vegar spurning hvort nú orðið eru ekki til fleiri þjóðaríþróttir, svona ef maður leggur saman árangur og áhuga þjóðarinnar. Ég læt hins vegar öðrum eftir að svara þeirri spurningu.”

25


BACKHOLD

eru ekki axlatök

Það var á liðnum degi 18. júlí 1987, í sól og sumaryl að fjölmennur hópur vaskra glímumanna spásseraði út á túnið sunnan við Laugardalshöllina þeirra erinda að æfa fyrstu tökin á lítt kunnum fangbrögðum ættuðum frá Bretlandseyjum.

ástæðum var aldrei reynt að setja íslenskt nafn á gouren fangið, t.d. hefðu „stakkatök“ legið beint við en það var ekki gert. Árið 1988 kom út á vegum GLÍ litprentaður bæklingur á ensku um glímuna og sögu hennar eftir Þorstein Einarsson. Þar kemur lýsing á backhold fangi undir heitinu: „Shoulder grip - The Icelandic backhold (axlatök).” Teikning sýnir tvo menn takast á í backhold og undir henni stendur: Backhold (axlatök). Jóhannes Jónasson stjórnaði Enginn hafði neitt við þetta að athuga æfingunni og nefndi þessa fangtegund þá, enda fáir sem höfðu kynnt sér „axlatök“ sem mönnum þótti vel við heimildir um þetta. hæfi, því tök voru þannig að tekið var vinstri hendi yfir um hægri öxl viðfangsmanns og hægri undir handlegg hans aftur fyrir bak. Þar var höndum læst saman með krumlutaki. Svo var reynt með brögðum og bolvindum að fella andstæðinginn. Ég var í hópnum og skemmti mér ágætlega þar til ég féll fyrir Pétri Yngvasyni og hnefar hans, harðlæstir í krumlutaki, beygluðu inn á mér hrygglengjuna. Ekki var við Pétur að sakast því kunnáttu manna var áfátt og enginn vissi að rétt væri að sleppa tökum í fallinu, heldur var öllum uppálagt að sleppa alls ekki tökum hvað sem á gengi. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og við höfum eignast marga frækna kappa sem hafa getið sér orðstír í þessum fangbrögðum. Nægir að nefna Pétur Yngvason, Jóhannes Sveinbjörnsson og Ingiberg Sigurðsson en allt eru þetta glímukóngar síðari ára. Fljótlega komust menn að því að fangbrögð þessi eiga sér þjóðlegar rætur eins og glíman og eru stunduð bæði í Englandi og Skotlandi, nálægt landamærunum. Í Skotlandi heita þau „Backhold“, en í Norður-Englandi „Cumberland eða Westmoreland wrestling“. Þetta er þó nákvæmlega sama íþróttin á báðum stöðum. Eini munurinn eru mismunandi upphafsorð dómara sem mætti líkja við það ef ýmist væri sagt „stígið“ eða „gangið“ í upphafi glímu. Glímumenn hérlendis æfðu „axlatök“ og fóru margar utanferðir til æfinga og keppni í þessari íþrótt ásamt hinu franska „gouren“ fangi. Af einhverjum

26

Heimildir segja sína sögu

Þegar ég tók sæti í Útgáfunefnd glímusögu árið 1992 fór ég fyrir alvöru að kynna mér glímusöguna og hef síðan notað hvert tækifæri til að afla mér heimilda um glímu. Alltaf öðru hvoru rak á fjörur mínar heimildir um axlatök, einkum frá 19. öld. Þær voru margskonar en áttu allar það sameiginlegt að aldrei var tökum lýst þannig að tekið væri höndum saman fyrir aftan bak, yfir aðra öxl eins og

gert er í backhold. Hitt var augljóst að hér var átt við þau tök þegar tekið var tökum í axlir andstæðings. Hér koma tilvitnanir í rit fjögurra fræðimanna er þekktu til fangs á 19. öld: Sr. Guðmundur Einarsson: Ritgerð í Lbs. frá síðari hluta 19. aldar: Í glímum ganga þeir sem saman ætla að glíma hvor að öðrum og taka tökum, annað hvort lausatökum, þegar þeir taka hvor í axlirnar á öðrum, eður treyjubarma, vestisboðunga eða hlíra hvors annars, eða fastatökum, þ.e.

Ingibergur Sigurðsson á backholdfang við John Watt frá Skotlandi á breska meistaramótinu í Rothesay í ágúst 1991. þegar þeir taka hvor utan um annan þannig að þeir hafa handleggina á víxl ofan á og undir, taka þeir þá þeirri hendinni sem ofan á er aptan í bak hins, en hinni hendinni sem undir er í buxurnar utanlærs, ýmist ofarlega eða neðarlega.


Jóhannes Sveinbjörnsson í fangi við John Watt hinn skoska á breska meistaramótinu í backhold í Rothesay 1991. Jóhannes sigraði og varð breskur meistari.

Ólafur Davíðsson: Íslenskar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur 1888. II bls. 69: Glímur þær, sem nú hefur verið lýst um hríð, eru stundum kallaðar fastatök til aðgreiníngar frá lausatökum, sem líka eru kölluð axlatök. Að eins tveir taka þátt í þeim, eins og í fastatökunum. Þeir taka hvor í axlirnar á öðrum „eða treyubarma, vestisboðánga eða hlýra“ og reyna svo til að fella hvor annan, með því að sveifla hvor öðrum til... Lítið er brugðið nema leggjarbragði og tábragði.

Kristján Jónsson: „Íþróttir á Snæfellsnesi.“ 1973: Svo fóru strákar líka í lausatök, sem voru þannig, að þeir sem við áttust tóku í axlir hvor á öðrum, þ.e.a.s. fötin á öxlunum, og var svo vinningurinn að sveifla andstæðingnum niður helst alveg á bakið. Sumir munu kalla þessa viðureign axlatök.

Dr. Björn Bjarnason: Íþróttir fornmanna á Norðurlöndum 1908 bls. 174: Lausatök eru það nú kölluð, þegar viðureignin er af handahófi og hver beitir þeim tökum og tilræðum, er bezt verður við komið í svipinn; í fornmálinu var það nefnt ýmsum nöfnum, svo sem sviptingar, ryskingar, hnykkingar o.s.frv. Þar til má telja axlatök, sem svo eru nefnd nú á dögum, er tveir menn gengust að öndverðir, tóku tökum hvor í annars axlir og leituðust við að sveifla eða hnykkja hvor öðrum af fótunum.

Því fleiri heimildir sem komu í ljós um hin fornu axlatök, því betur varð mér ljóst að við glímumenn höfðum hlaupið á okkur með því að gefa backhold nafnið „axlatök.“ Hér hafði erlent fang hlotið nafn gamals íslensks fangháttar sem nú er aflagður en greinilega talsvert frábrugðinn hinu erlenda fangi. Þetta bar ég undir Þorstein Einarsson, höfund bæklingsins frá 1988. Ræddum við þetta talsvert og bárum saman bækur okkar. Þorsteinn féllst á mín sjónarmið um að axlatökin íslensku og backhold fangið breska væru sitt hvað. Var hann mér sammála um að menn hefðu verið full fljótir á sér að skíra backhold íslensku nafni sem ekki ætti við.

Helgi Hjörvar: Glímubók ÍSÍ 1916 bls. 4.: Auk hryggspennu má telja víst að þegar í fornöld hafi tíðkast á Norðurlöndum sú tegund reglubundinna fangbragða, sem alment kallast lausatök (eða axlatök), þ.e. þegar keppendur taka tökum hvor í axlir annars, eða um upphandleggi, alt fram undir olnboga, en venjulegast í fötin, og leitast síðan við að svifta hvor öðrum til Jóhannes Jónasson var mikill áhugamaður um erlent fang og iðulega fararstjóri jarðar.

glímumanna í utanferðum. Hér er hann staddur á 2. Keltneska meistaramótinu í Glasgow í nóvember 1987.

Hér rita fimm fróðir menn um axlatökin og ber þeim fyllilega saman um heiti þeirra og lýsingu sem er alþekkt á seinni hluta 19. aldar og fram á þá 20. Rétt er að vekja athygli á að hvergi, mér vitanlega, finnast heimildir um að tekið hafi verið utan um bol andstæðings og það nefnt axlatök. Allar lýsingar á slíku eiga við hryggspennu. Lýsingar á axlatökum taka skýrt fram að tekið sé í axlir. Það liggur svo beint við að álykta að lausatökin svonefndu og axlatökin hafi í mörgum tilvikum verið tvö nöfn á sömu íþrótt.

Leiðréttum mistökin

Til að lagfæra þessi mistök er ein leið best: Leggja niður nafn axlataka á hinu erlenda fangi og nota heitið backhold eins og vera ber. Backhold er enda gott nafn, stutt og þjált og lýsir íþróttinni. „Cumberland wrestling” er fremur stirðlegt og engan veginn lýsandi. Það má þó nota í samskiptum við okkar ensku vini til að móðga þá ekki. Því væri réttast hjá glímumönnum að vinda nú ofan af þessum misskilningi og hætta að nota nafn axlataka yfir þessi fangbrögð því; backhold eru ekki axlatök.

Texti: Jón M. Ívarsson

27


Glímt í Japan Snær Seljan er ungur og efnilegur glímumaður sem hefur frá mörgu skemmtilegu að segja. Til að mynda fór hann til Japans í september og er nýkominn aftur til landsins en í Japan lagði hann stund á júdó– en byrjum aðeins á því að kynnast kappanum. Hver er Snær Seljan? „Ég er bara ungur peyji, 21 árs gamall en verð 22 ára þann 27. apríl næstkomandi. Ég hef unnið víða, t.d dæmis í saltfiski, frystihúsi, Ölgerðinni, Vegagerðinni, Byko og við kennslu. En flest eru þetta nú bara sumarstörf meðan maður var í pásu frá menntaskólanum, en þó voru Byko og kennslan meira en sumarstarf. Ég útskrifaðist sem stúdent af náttúrufræðibraut og ég ætla í háskólann í haust en hef ekki ákveðið enn í hvaða fag ég fer. Ég á frábæra fjölskyldu, pabbi minn heitir Þóroddur Helgason, mamma mín heitir Hildur Magnúsdóttir, yngri systir mín heitir Hjördís Helga Þóroddsdóttir og eldri systir mín heitir Jóhanna Seljan Þóroddsdóttir. Ég bý á Reyðarfirði eins og er en það breytist auðvitað í haust,” segir Snær. Aðspurður segist hann hafa byrjað að æfa glímu um 10 ára aldur. „Ég fór þó ekki að taka hana af alvöru fyrr en ég var orðinn 18 ára. Enda náði ég aðeins ári seinna mínum besta árangri en þá varð ég Íslandsmeistari í unglingaflokki 17 til 20 ára og Íslandsmeistari varð ég í -85 kg. flokki karla. Annars er ég einn af þessum Íslendingum sem er stoltari en allt sem stolt er af íslensku glímunni enda er hún einkar áhugaverð íþrótt. Þú þarft að hafa kraft, þol, lipurð, góðan hugsanahátt og margt fleira.” Snær hefur alltaf verið í ÚÍA. ”Ég vil helst ekki keppa undir því nafni, mig langar að keppa undir nafni Reyðarfjarðar eða Vals, sem er íþróttafélag Reyðarfjarðar,” segir hann. En af hverju glíma, hvað er svona sérstakt við hana? „Ja, af hverju er himininn blár, ég meina, glíman er bara einstök íþrótt og ætti hver einasti Íslendingur að vera stoltur yfir því að hún sé þjóðaríþrótt okkar. Hún hefur uppá svo margt að bjóða. Þú þarft að hafa úthald, kraft, lipurð, nota hausinn við ýmis brögð og svo framvegis. Ég hef stundað margar íþróttir í gegnum tíðina, til að mynda fótbolta, handbolta og körfubolta og hef ætíð verið góður í íþróttum, allavega í boltaíþróttum. Einnig hef ég þjálfað í nokkrum greinum, til dæmis fótbolta, körfubolta, handbolta, glímu og er nú að fara opna júdóklúbb. Þannig að það er margt að gerast,” segir eldprækur

28

orkuboltinn Snær sem er greinilega fjölhæfur mjög. Hann bætir við: „Svona einstaklingsíþróttir hafa mikil áhrif á andlegu hliðina líka og veita manni svo margt, bæði líkamlegt og andlegt, og svoleiðis á það að vera. Eins og ég sagði þá er ég einn af þessum Íslendingum sem tel íslensku glímuna vera þjóðarstolt og í framtíðinni vil ég gjarnan sjá íþróttina stundaða í öðru landi eða löndum og ekki væri verra að hún yrði að Ólympíuíþrótt.” En hvað finnst Snæ um stöðu glímunnar í dag? „Það verður að segjast eins og er að glíman hefur dalað á síðustu árum en er á uppleið núna. Það er frábærum mönnum að þakka, til að mynda þeim Helga Kjartanssyni og Lárusi Kjartanssyni. Þá á karl faðir minn, Þóroddur Helgason, heiður skilinn fyrir magnað starf sem og þeir Aðalsteinn Eiríksson og Ingibergur Sigurðsson. Glíman ætti verulega undir högg að sækja ef hún ætti ekki menn eins og þá að. Einnig verður að nefna glímukóngana Ólaf Odd Sigurðsson og Pétur Eyþórsson sem ásamt mörgum öðrum hafa staðið sig eins og sönnum glímumönnum sæmir og hjálpað til við að rífa íþróttina upp úr þeim öldudal sem hún var komin í,” segir Snær.


Svipmyndir frá Japan Snær ásamt nemendum sem hann kenndi.

Bunji Matsushita var þjálfari Snæs í Matshuyama og Junko sem er einn af riturum Bunji.

Snær með uppáhaldsnemendum sínum.

29


Snær í vinahópnum. Hópurinn setti upp leikrit í háskólanum og lék Snær eitt aðalhlutverkið.

Er framtíð glímunnar þá björt? „Já, alveg hiklaust,” segir Snær ákveðinn. ”Framtíð íþróttarinnar er mjög björt þessa stundina og hefur hún ekki verið svona björt í mörg ár. Ástæðan fyrir því er einföld að mínu mati og ég kom að henni í síðustu spurningu. Ástæðan fyrir bjartsýninni er sú að formenn glímusambandsins og glímumenn almennt vilja rífa íþróttina upp úr þeirri lægð sem hún hefur verið í, bæði með miklum áhuga og metnaði.”

íþrótt. Daginn eftir kemur foringi hópsins, herra Bunji Matsushita, og bíður mér að koma til Japans og ná svarta beltinu í Júdó. Að sjálfsögðu sló ég til enda eru ekki svona tækifæri á hverju götuhorni. Ég fór til Japans í september og kom heim núna í byrjun febrúar. Þessi ferð var ævintýri út í eitt, frábær matur, náttúran geggjuð, fólkið það kurteisasta og æðislegasta sem ég hef kynnst og mannþröngin og tæknin fékk mann stundum til að verða nánast orðlaus. Svona gæti ég haldið áfram lengi enn.”

En hvað segir Snær um umfjöllun fjölmiðla, er hún nægileg að hans mati? „Nei, hún er það ekki, mætti gjarnan vera meiri en ég verð þó að segja að hún hefur skánað til mikilla muna síðastliðin 2-3 ár.”

Snær hófst handa nánast um leið og hann lenti í Japan. ”Ég byrjaði að æfa Júdó strax og hafði einungis tíu daga til að ná brúna beltinu. Það heppnaðist sem betur fer frábærlega en beltinu hefði ég aldrei náð nema ég hefði verið búin að æfa íslenska glímu – það er alveg á hreinu. Það verður að segjast eins og er að ég var heppinn með þjálfara því herra Bunji er einn sá besti júdóþjálfari sem völ er á enda er hann svona „master” eins og maður sér í slagsmálabíómyndunum. Sem dæmi um styrk hans nefni ég að hann fór leikandi með 150 armbeygjur í röð, sem er ekki það auðveldasta í heimi, hvað þá ef þú ert orðinn 58 ára gamall eins og hann. Þá hefur hann þjálfað japanska landsliðið fyrir Ólympíuleika, þjálfað sérsveitir og heri í alskonar sjálfsvörn og bardagatækni og kennt um allan heim.” Snær gerði þó meira en bara að æfa Júdó í Japan. ”Nú ég var líka að kenna ensku þarna úti á hverjum degi og það var mjög stíf dagskrá frá morgni og stundum alveg fram að miðnætti. Einnig kynnti ég íslensku glímuna með stolti í mörgum borgum og bæjum, allsstaðar á eyjunni sem ég var á. Japanarnir höfðu rosalegan áhuga á íþróttinni og öllum brögðum sem ég sýndi. Forvitnin var nánast að að drepa áhorfendur þegar þau sáu þessa einkennilegu glímumenn, klædda

Hvað með áhuga útlendinga á glímunni, er hann til staðar og er möguleiki á að kynna glímuna í útlöndum? Snær er á því. „Já, áhuginn er tvímælalaust til staðar og er ég fullviss um að með mikilli og flottri kynningarherferð um heim allan, muni íþróttin vaxa og dafna og ná að festa sig í sessi um heim allan. En þá er komið að Japansdæminu, hvernig kom það til, og hvernig var þetta allt saman? Segðu okkur. „Þetta var æðilsegt í einu orði sagt,” segir Snær glaðhlakkalegur og bætir við: ”Það vildi svo vel til að ég ásamt mörgum öðrum í mínum heimabæ, Reyðarfirði, tókum á móti heilum her af Japönum og sáum um þau heila helgi. Þau voru að skoða landið og við sýndum þeim glímu og þau okkur júdó. Mér fannst Júdóið einkar áhugavert og langaði mjög að prófa þessa

30

upp eins og Súperman og Spiderman,” segir Snær og skellihlær og heldur síðan áfram. ”Júdóæfingarnar voru mjög skemmtilegar og erfiðar, en þeir nota allskyns æfingar til að þjálfa líkamann og er alltaf notuð náttúrulega aðferðin, engin tæki eða tól. Þetta er eitthvað sem ég held að falli mjög vel að íslensku glímunni enda eru þessar íþróttir að mörgu leyti svipaðar. Hvað júdóið varðar þá náði ég svo svarta beltinu á mettíma, þetta tókst á aðeins tveimur og hálfum mánuði, enda hef ég aldrei verið í jafn góðu líkamlegu formi og nú. Ég gæti blaðrað nánast endalaust um ferðina en mig langar að segja við ykkur hin að ef ykkur býðst eitthvað svona tækifæri, þá eigið þið ekki að hika við að kýla á það. Enda býðst svona bara einu sinni á ævinni.” Snær nefndi fyrr í viðtalinu að hann væri stoltur af glímunni enda væri hún þjóðaríþrótt okkar Íslendinga. Telur hann að íþróttin muni halda þessum góða titli í komandi framtíð? „Já, það tel ég án nokkurs vafa. Glíman er okkar þjóðaríþrótt og þeir hafa rangt fyrir sér sem ætla að þræta fyrir það. Nei, íslenska glíman er þjóðaríþróttin og eiga Íslendingar að vera stoltir af hinni upprunalegu íþrótt Íslands,” segir Snær ákveðinn og bætir við: ”Ég meina, það var byrjað að stunda íþróttina um 900 eftir Krist, hvað meira þarf að segja? Ég vil því hvetja alla þá sem áhuga hafa íþróttinni að hika ekki við að byrja að stunda hana. Það er aldrei of seint að byrja, Lifi glíman!” Þetta voru lokaorðin hjá glímu- og júdókappanum, Snæ Seljan og þökkum við honum kærlega fyrir spjallið. Texti: Svanur Már Snorrason


Snær með 300 ára gamalt Samuræ sverð sem var beitt eins og rakvélablað.

Matsuyiama-kastalinn er mikilfenglegur. Hérna reynir Snær að klífa virkið utan á kastalanum.

Snær við vatn í Hiroshima, kastalinn í baksýn er Hiroshima-kastalinn.

Kynning í barnaskóla í bæ í nágrenni Matsuyiama.

Sýniskennsla fyrir innfædda.

31


Glimubladid  

Glimubladid

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you