Bekkjarsett með spjaldtölvum

Page 1

Spjaldtรถlvuverkefni grunnskรณla spjaldtolvur.kopavogur.is


Meðal efnis: Utanumhald:  Bókun bekkjarsetta  Frágangur eftir notkun  Yfirferð - umsjón - gátlisti Takmarkanir (restrictions)  Takmarkanir teknar af og settar á Vistun gagna Öpp í bekkjarsettum


Utanumhald Margir ganga um bekkjarsettin og í ljósi þess er mikilvægt að hugsa vel um þær spjaldtölvur sem hér um ræðir. Skólaárið 2016-2017 verða nemendur í 1.-4. bekk helstu notendur bekkjarsetta því nemendur í öðrum bekkjardeildum hafa fengið eigin spjaldtölvu til afnota. Skólinn getur ákveðið að spjaldtölvurnar séu staðsettar á nokkrum stöðum í skólabyggingunni t.d. tiltekinn fjöldi tækja inni á ákveðnum svæðum, í bekkjarstofum eða innan árganga. Með þessu skipulagi getur umgengni um tækin vissulega orðið einfaldari á margan hátt því það auðveldar notkun að tækin séu nálægt þeim hópum sem hlut eiga að máli. Taka þarf ákvörðun um þetta innan hvers skóla. Ef þessi leið er ekki valin en þess í stað notast við bókunarkerfi er lýsing á því hér í bæklingnum. En hvar sem bekkjarsettin eru staðsett er grundvallaratriði að utanumhald um þau sé gott og það sé á fárra höndum. Í þessu felst töluverð vinna sem eigi má líta fram hjá og því ber að gera ráð fyrir tíma í þessa umsýslu. Í góðu utanumhaldi felst m.a. að hlaða tækin, hreinsa reglulega út af þeim t.d. myndir og myndbönd, uppfæra stýrikerfi og öpp, setja inn ný öpp og henda út öðrum. Á næstu síðum er fjallað meira um utanumhald spjaldtölva svo sem bókun, frágang eftir notkun, umhirðu og gátlista þar um.


Bókun á bekkjarsettum Ef valin er sú leið að bóka tækin hefur einkum verið notast við tvenns konar bókunarkerfi í skólum Kópavogs. Annars vegar er Mentor notaður og hins vegar dagbókin í Outlook póstforritinu. Hið fyrrnefnda hefur reynst fremur vel og byggist á því fyrirkomulagi að undir tækjabókunarflipanum eru skilgreindir hópar af spjaldtölvur t.d. tíu í setti, fimm eða færri. Kennarinn velur síðan af flipa það bekkjarsett sem hann vill bóka og setur á ákveðinn dag og tíma inn í stundatöflu sem tengist sjálfkrafa við nafn kennarans.

Með þessu móti er auðvelt að hafa yfirsýn yfir notkun á bekkjarsettum og engir árekstrar þurfa að vera ef unnið er eftir þessu skipulagi. Einnig er auðvelt að afpanta ef eitthvað breytist í skipulaginu hjá kennaranum. Ef Outlook póstkerfið er notað þarf að skrá allar upplýsingar í reit í dagbók inni á þeim degi sem valinn er. Viðkomandi kennari þarf að gæta þess að skrá nafn sitt og fjölda ipada inn á rétta dagsetningu á dagatalinu og tilgreina tíma .


Frágangur eftir notkun Þegar gengið er frá bekkjarsettum eftir notkun er mikilvægt að brýna fyrir nemendum eftirfarandi atriði:  Að loka öllum gluggum með því að tvísmella á heimahnappinn og slá alla glugga upp. Þessi aðgerð sparar rafmagn og máir út notkun fyrri notanda.  Að skrá sig út úr Google Drive ef það hefur verið notað.  Að eyða út þeim myndum og myndböndum sem nemendur hafa hlaðið inn í myndamöppuna (Photos). Einnig að henda út öðru efni sem sett hefur verið inn og kann að taka pláss í tækinu.  Að setja spjaldtölvuna í þann kassa/hirslu sem henni er ætlað að vera. Raða í númeraröð ef þess gerist þörf.  Að huga að hleðslu tækjanna og setja tæki sem er með lága hleðslu í samband við rafmagn. Þetta atriði er oftast í höndum kennara.


Yfirferð - umsjón - gátlisti Mikilvægt er að yfirfara spjaldtölvurnar reglulega yfir skólaárið. Gott er að það séu sömu aðilarnir sem sjá um það verk hverju sinni. Stærð spjaldtölva í bekkjarsettum er 16 GB og það pláss er fljótt að klárast. Það er ekki gaman fyrir neinn að lenda í því að lítið sé hægt að gera í spjaldtölvunni vegna plássleysis. Eftirfarandi atriði þarf að skoða öðru hverju yfir skólaárið:  Henda út myndum í Photos sem búið er að nota.  Eyða myndböndum úr Photos.  Skoða plássið í spjaldtölvunni og ákveða hvað tekur pláss og hvort eyða megi einhverju út. Þetta er gert í Settings/General/Storage & iCloud usage/Manage storage.  Henda út öppum sem eru lítið notuð og ekki er lengur þörf fyrir.

 Setja inn ný öpp í samræmi við óskir kennara.  Athuga skjámyndir tækjanna því stundum vill bregða við að sett sé inn önnur skjámynd en sú sem á að vera samkvæmt ákvörðun skólans. Þetta verður stillanlegt í AirWatch umsýslukerfinu í framtíðinni.  Uppfæra stýrikerfi og öpp ef þörf krefur. Hafa þarf í huga að hleðsla tækis þarf að vera a.m.k. 50% til þess að uppfærsla stýrikerfis fari í gang.

 Búa til möppur á skjáborði og flokka efni og öpp (sjá nánar í kaflanum um öpp).  Kanna hvernig ástand hulsturs er og merkingar á því.


Takmarkanir (restrictions) Mælt er með því að App Store aðgangur í spjaldtölvum bekkjarsettanna sé hafður læstur. Átt er við að þá er ekki hægt að setja inn öpp nema að opna fyrir aðgang með lykilnúmeri. Með þessu móti er hægt að hafa stjórn á því hvaða öpp fara inn á tækin og hvað sé við hæfi að sé þar inni. Ef þetta er gefið frjálst hefur reynslan sýnt að tækin eru fljót að fyllast af alls kyns öppum og þá er hætta á að inn fari öpp sem ekki eiga heima í spjaldtölvum í bekkjarsettum. Ávallt ber að hafa góða yfirsýn yfir hvaða öpp eru sett inn og hvað þarf að vera inni hverju sinni.

Takmarkanir (restrictions) eru settar inn með þessum hætti: Í Settings í spjaldtölvunni undir General er hægt að velja takmarkanir Restrictions. Á bak við takmarkanir eru lykilnúmer sem þarf að ákveða og setja inn fyrir hverja spjaldtölvu. Spjaldtölvur í bekkjarsettum ættu allar að vera með sama lykilnúmeri til að auðvelda umsýslu þeirra. Fjölmörgum atriðum er hægt að stjórna á þessum lista eins og sést á mynd á næstu síðu.


Takmarkanir teknar af og settar á Þegar takmarkanir eru teknar af er eftirfarandi gert:  Lykilnúmer slegið inn.  Hakað við það sem á að opna (t.d. Installing Apps, Deleting Apps eða In-App Purchases). Þegar takmarkanir eru settar á aftur er lykilnúmer slegið inn einu sinni og afhakað við það sem hakað var við áður. Spjaldtölvan er þá læst á niðurhal úr App Store eða breytingar á öppum.


Vistun gagna Vistun gagna í spjaldtölvum þarf að vera bundin við skýjalausnir. Gögn vistast sjálfkrafa í flestum tilfellum inni í þeim öppum sem unnið er með en það er ekki öruggur vistunarmáti ef eitthvað skyldi koma fyrir spjaldtölvuna. Það þarf því að finna aðra lausn á vistun gagna. Grunnskólar í Kópavogi hafa allir tekið upp GAFE skýjalausn (Google Apps For Education) og því liggur beinast við að nýta hana fyrir vistun gagna úr bekkjarsettum. Þessa skýjalausn er líka ókeypis sem er mikill kostur. Hlaða þarf Google DRIVE appinu inn á allar spjaldtölvur. Áður þarf skólinn að stofna netfang sem notað er til að útbúa aðgang fyrir yngstu nemendurna inn á drifið.

Slíkt netfang gæti til dæmis verið nemendur@nafnskóla.is en einnig nafnskóla@nafnskóla.is. Ef tekið er dæmi af Kópavogsskóla myndi netföng útbúin með fyrrgreindum hætti vera nemendur@kopavogsskoli.is og einnig kopavogsskoli@kopavogsskoli.is. Með þessu móti er búið til sameiginlegt svæði fyrir nemendur inni á drifinu, hvort sem það eru yngstu nemendurnir eða allir árgangar. Inni í drifinu er síðan stofnaðar möppur fyrir hvern árgang svo auðvelt sé að halda utan um gögn og geyma þau. Gæta þarf þess að hafa drifið alltaf opið inni á bekkjarsettunum til að leiðin að vistun sé greið.

Dæmi úr Kópavogsskóla af sameiginlegu drifi í bekkjarsetti skólaárið 2015-2016.

Aðrar skýjalausnir eru til sem auðveldlega er hægt að nýta á sama hátt og Google Drive. Ein af þeim er Dropbox þar sem vistunin virkar á sama hátt eftir að stofnaður hefur verið aðgangur. Dropbox gengur mjög vel með spjaldtölvum og þetta tvennt virkar vel saman. En ókostur við Dropbox er hversu lítið pláss er á drifinu og meira pláss fæst ekki nema gegn árlegri greiðslu.


Öpp í bekkjarsettum Mikilvægt er þegar kemur að því að velja öpp að skoða vel hvað hentar inn í spjaldtölvur í bekkjarsettum. Gott er að það sé á fárra höndum. En kennarar ættu að hafa tækifæri á að óska eftir ákveðnum öppum sem nýtast í kennslu. Til staðar í spjaldtölvunum eru að sjálfsögðu grunnöpp eins og App Store, Pages, iMovie, Notes, myndavél og myndaalbúm sem gefa margvíslega notkunarmöguleika með bekkjarsettin. Einnig er þar Safari vafri og iBooks. En til viðbótar þessum öppum er ekki úr vegi að hlaða niður nokkrum öppum í samræmi við þarfir í námi og kennslu hverju sinni.

Benda má á að eftirfarandi öpp er gott að hafa til viðbótar við grunnöppin sem nýtast í margs konar verkefnum. Þeim er hlaðið niður af App Store eða úr Catalog í AirWatch umsýslukerfinu.

QR– Reader eða sambærilegur QRlesari. My Script reiknivél eða sambærileg reiknivél. Nearpod: Gagnvirkt námsumhverfi. Foxit Reader eða sambærilegur PDF lesari. Google Drive: Vistun í skýi. Google Classroom: Rafræn skólastofa. Google Maps: Landakort Google Docs: Ritvinnsla Google Slides: Glærukynningar Google Sheets: Töflureiknir

Svokölluð þjálfunaröpp ber að velja af kostgæfni inn í bekkjarsettin. Ekki er úr vegi að skoða í því samhengi hvað hefur reynst vel hjá öðrum. Gott er að flokka þjálfunaröppin niður eftir viðfangsefnum og búa til möppur á skjáborði spjaldtölvunnar með samheiti. Það auðveldar alla umgengni um öppin og flýtir fyrir leit að þeim. Sem dæmi mætti flokka öpp í möppur sem væru merktar sköpun, stærðfræði, rökhugsun, lestur, sögugerð, hljóð og myndvinnsla, tungumál, sérkennsla og dægradvöl. Sjá myndir á næstu síðu.


Öpp í bekkjarsettum Hér fyrir neðan eru myndir af möppum í bekkjarsetti, fengnar að láni úr Salaskóla.

Ekki er úr vegi að nefna í þessu samhengi að á vefsíðu Menntamálastofnunar er námsvefir sem hafa verið gerðir spjaldtölvuvænir. Vefir sem virka í spjaldtölvu eru merktir sérstaklega. Þar er mikið af góðu þjálfunarefni sem á heima í bekkjarsetti. Þægilegt getur verið að festa merki námsvefsins inn á skjáborð spjaldtölvunnar. Það er gert með því að velja kassann með örinni efst í hægra horni og smella síðan á Add to Home Screen.


Apple-auðkenni (AppleID) Apple-auðkenni (AppleID) þarf að stofna fyrir bekkjarsett. Í öllum skólum er greiðslukort spjaldtölvuverkefnisins í vörslu skólastjórnenda sem hægt er að tengja Apple-aukenni við kaup á öppum. Ráðlegt er að hafa takmarkanir inni fyrir Apple-auðkenni til að ekki sé hægt að hlaða efni ótakmarkað inn í bekkjarsettin (sjá undir takmarkanir). Apple-auðkennin hafa í flestum tilfellum verið búin til fyrir nokkrar spjaldtölvur í einu sem mynda einn hóp, oftast 5-10 stk. Þannig hlaðast öpp inn á margar spjaldtölvur í einu þegar náð er í ákveðið app inn á eina spjaldtölvu í hópnum. Áður þarf að opna fyrir takmarkanir í öllum spjaldtölvunum ef þær eru til staðar. Muna síðan að setja þær á aftur þegar allt er afstaðið. Með Apple-auðkenni er hægt að gefa öpp sem er viðtakanda að kostnaðarlausu. Þetta getur verið hentugt fyrir kennara og kennarahópa sem þurfa að nýta öpp sem kosta.

Einnig er hægt að gefa nemendum öpp. Skilyrði fyrir slíkri gjöf er að hafa netfang sem appið er sent á. Viðtakandinn opnar tölvupóstinn með gjöfinni og er leiddur í gegnum nokkur þrep þar til appið hleðst inn í spjaldtölvuna. Appið er með þessu móti sett inn undir Appleauðkenni viðkomandi notanda og allar uppfærslur fara í gegnum það. Hvernig á að gefa app? 1. Opnið App Store. 2. Finnið appið sem á að gefa og smellið á upplýsingarnar fyrir neðan táknmyndina. 3. Ýtið á kassann og örina í hægra horninu (deila). 4. Veljið GIFT. 5. Þá opnast gluggi þar sem fylla þarf inn upplýsingar svo sem eins og netfang viðtakanda. Ýtið á NEXT. 6. Þá þarf að velja útlit á gjöfinni (theme). Ýtið á NEXT. 7. Staðfestið kaupin (gjöfina) með því að ýta á BUY. 8. Í lokin er beðið um lykilnúmer á Apple-auðkenni.