Page 1

Sumar Júní 2012

í Smáralind

BARNA LEIKIR

Umfjöllun

SUMARTÍSKA

FÖRÐUN HLAUP GOLF

SUMAR

ÓLYMPÍU FARAR

Tískubloggarinn

Fanney Ingvars


ný oG GlæsIlEg vErSlUn í sMárAlInD! SkArT, aUkAhLuTiR, sKór, fAtNaðuR, hEyRnAtól, tölVuVörUr, gJaFaVörUr oG MaRgT FlEiRa! fInNdU OkKuR á fAcEbOoK wWw.fAcEbOoK.cOm/BoYsIcElAnD

sMárAlInD - s: 571-2511 - bOyS@bOyS.iS


EFNISYFIRLIT

FORSÍÐAN

Molar úr Smáralind 4 Grilluppskrift - kjúklingalundir 8 Nú er sumar gleðjist gumar 11 Golfsumarið 26 Sumarförðunin 29 Ólympíufarar 30 Eins og fætur toga 37 Fatastíll Fanneyjar 40 Barnaleikir 43 Sumartískan 48 Litadýrð 59

Ljósmyndari: Lalli Sig. Stílisti: Bergþóra Magnúsdóttir Förðun: Flóra Karítas Buenano & Dýrleif Sveinsdóttir MAC Fyrirsæta: Ásdís Eva / Eskimo Kjóll: Vero Moda Sokkabuxur: Topshop Skór: Topshop

Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur og myndabrengl. Verð á vörum gildir meðan birgðir endast. Útgefandi: Smáralind ehf. / Júní 2012 Ábyrgðarmaður: Guðrún Margrét Örnólfsdóttir Myndir: Lalli Sig., shutterstock.com o.fl. Uppsetning: ENNEMM / NM52650 Prentun: Ísafoldarprentsmiðja

SUMAR Í SMÁRALIND |

3


Smáralind / Molar

Te og Kaffi

sumarlegir kaffidrykkir

Kaffitár

notalegur staður fyrir kaffisælkera Í augum margra er kaffi nánast lífsnauðsyn og fátt er huggulegra en að setjast niður með vini og spjalla saman yfir góðum kaffibolla. Hjá Kaffitári er kaffið keypt beint frá bónda til að tryggja mestu gæðin og sanngjörn viðskipti og gerir það sopann enn unaðslegri. Það hefur ekki farið framhjá ástríðufullum kaffisælkerum sem eru orðnir fastagestir hjá Kaffitári, á miðri göngugötu Smáralindar, að nýlega voru gerðar breytingar á staðnum. Nú geta viðskiptavinir Kaffitárs sest niður og haft það huggulegt með kaffi og meðlæti og spjallað um lífið og tilveruna. Kaffibarþjónarnir fara létt með að töfra fram fullkominn espresso, mjólkurdrykki eða gamaldags uppáhelling, allt eftir óskum hvers og eins. Á meðan foreldrarnir slaka á getur yngsta kynslóðin dundað sér við bókalestur eða fengið útrás fyrir listæna hæfileika á krítartöflu og notið veitinga við sitt hæfi. Alltaf eru þó einhverjir á hraðferð og þeim finnst ekkert betra en að grípa með sér einn kaffibolla í Kaffitári og sinna síðan erindum í Smáralind eða drífa sig út í sólina.

Nýjar verslanir Nú á vormánuðum bættust við þrjár nýjar og skemmtilegar verslanir í Smáralind. Útvistarmerkin Cintamani og Zo-on opnuðu bæði stórglæsilegar verslanir en sú þriðja, og nýjasta, er verslunin Boys. Cintamani er staðsett á 2. hæð, austanmegin við hlið verslananna Monroe og Bossanova. Zo-on er aftur á móti á 1. hæð beint á móti Kaffitári, og við hlið Selected. Þriðja verslunin, Boys, er við hlið Eymundsson á 1. hæð. Boys þekkja sennilega færri en hinar tvær, en þetta er verslun sem selur fylgihluti og skó fyrir töffara á öllum aldri.

4

| SUMAR Í SMÁRALIND

Sumarlegir kaffidrykkir hafa komið sterkir inn síðustu sumur. Te & Kaffi hefur þróað nokkra sumarlega drykki , svokallaða Frappó drykki, sem notið hafa mikillar hylli. Þetta eru kaldir kaffidrykkir eða kaffikrap eins og það er stundum nefnt á íslensku. Frappó er til í fjölmörgum bragðtegundum en sitt sýnist hverjum um besta bragðið. Fengnir voru fjórir kaffiunnendur til að smakka nokkrar tegundir af Frappó og öðrum krapdrykkjum hjá Te & Kaffi. Drykkirnir sem smakkaðir voru heita Karamellu Frappó, Oreo Frappó, Matcha Frappó, Oolong og engifer Smoothie og Ávaxta Frappó. Það var einróma niðurstaða þessara einstaklinga að Oolong & engifer Smoothie væri besti drykkurinn enda er hann sumarlegur, sætur og léttur. Eins og við var að búast höfðu kaffisælkerarnir misjafnt álit á kaffidrykkjunum. Sumum þótti Oreo-drykkurinn full kornóttur á

meðan aðrir töldu hann algjört sælgæti. Karamelludrykkurinn fékk einnig mjög góða einkunn enda algjör sælgætisbomba. Fyrir þá sem ekki drekka kaffi er í boði Ávaxta Frappó, Íste og Smoothie. Ávaxta Frappó er eini drykkurinn sem er koffeinlaus og þar af leiðandi mjög góður kostur fyrir börn.

EM í beinni á breiðtjaldi

Friday´s og Sportbar Skemmtigarðsins sýna frá EM í fótbolta Einn af fylgifiskum sumarsins, að minnsta kosti annað hvert ár, er Evrópumeistaramótið í fótbolta. Eftirvænting margra vex með hverjum deginum sem nær dregur og er gaman frá því að segja að fótboltahátíðinni miklu verður fagnað af eldmóði hér í Smáralind.

Sportbarinn á efri hæðinni í Skemmtigarðinum mun sýna beint frá öllum leikjum á breiðtjaldi með tilheyrandi stemningu og köldum drykkjum á kantinum. Starfsfólk Skemmtigarðsins er orðið spennt fyrir tímabilinu og öllu sem því fylgir enda er þetta fyrsta stórmótið í beinni útsendingu frá því að Skemmtigarðurinn opnaði á síðasta ári. Þegar kapparnir á Friday‘s voru spurðir út í EM tímabilið, brostu þeir breitt. Friday‘s mun að sjálfsögðu sýna frá þeim leikjum sem eru í gangi á opnunartíma staðarins, enda hafa viðskiptavinir í gegnum tíðina vel kunnað að meta íþróttaútsendingar sem þessar á meðan ljúffengum borgurum eða öðrum glæsilegum kræsingum er sporðrennt af mikilli lyst. Ekki vildu menn tjá sig um vinningslíkur liða í keppninni að svo stöddu en án efa eru margir farnir að spá í spilin. Væntingar og vonir koma sjálfsagt vel í ljós á næstu dögum um leið og leikir fyrstu umferðar í riðlakeppninni hefjast. Það er að minnsta kosti búið að stilla upp fyrir skemmtilegar og spennandi vikur framundan.


NÝ VERSLUN S á li d Smáralind

Ný og falleg sumarlína komin í verslun ZO-ON Smáralind

www.zo-on.is


Chai Frappó

Oreo Frappó

Karamellu Frappó

Lakkrís Frappó

með rjóma og karamellusósu

Matcha Frappó

Íste Hvítt / Rautt / Grænt

Pippó

PIPAR\TBWA · SÍA · 121333

með mangó bragði

Oolong & engifer Smoothie

Ávaxta Frappó með grænu te eða án

www.teogkaffi.is


Kjóll 7.990 Stærðir S-XL

SMÁRALIND SÍMI 571 1703


Grilluppskrift / Kjúklingalundir

FYRIR

FJÓRA

Apríkósugljáðar kjúklingalundir „Grillið lundirnar á vel heitu grilli í 4 mínútur á hvorri hlið“

Ný grillbók, Grillréttir Hagkaups kemur í verslanir 18. júní. Höfundur uppskrifta er Hrefna Rósa Sætran. 8

| SUMAR Í SMÁRALIND

14–16 stk. spjót 14–16 stk. kjúklingalundir (800 g) 400 g apríkósusulta 2 stk. hvítlauksrif 3 msk. ólífuolía 2 msk. sojasósa 1 msk. sterkt sinnep 4–6 sneiðar jalapeno (eða eftir smekk) Salt og pipar Olía til að pensla með

Setjið apríkósusultuna í pott. Rífið hvítlaukinn með rifjárni og bætið út í ásamt ólífuolíunni, sojasósunni og sinnepinu. Hitið og hrærið vel saman þar til þetta er orðið að gljáa. Saxið jalapenoið niður og bætið einnig út í. Takið helminginn af gljáanum og marinerið kjúklingalundirnar í honum í 20–30 mínútur. Þræðið lundirnar á spjót. Kryddið kjúklingalundirnar með salti og pipar og penslið með olíu. Grillið lundirnar á vel heitu grilli í 4 mínútur á hvorri hlið. Snúið lundunum reglulega og penslið með apríkósugljáanum villt og galið.


Nýjustu símarnir frá HTC og heitustu heyrnartól í heimi Hinir geysivinsælu HTC One V og HTC One X eru sérhannaðir fyrir Beats heyrnartólin frá Dr. Dre. Komdu í næstu verslun Vodafone, skoðaðu símana og heyrðu muninn með þessari frábæru tvennu.

Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is

HTC One X HTC One V

*Þóknun til Borgunar nemur 340 kr. á hverja greiðslu.


Börn / Myndaþáttur

Barnamyndaþáttur

Steingrímur Thorsteinsson

Ljósmyndari

Lalli Sig. Stílisti

Bergþóra Magnúsdóttir Förðun

Flóra Karítas Buenano & Dýrleif Sveinsdóttir MAC Fyrirsætur

Emil Martin, Ísak Parsi, Lena, Monika, Sara & Ragnheiður Björt Umsjón

Þorbjörg Helga Ólafsdóttir Þakkir

Verslanir í Smáralind fyrir lán á vörum Júlía Hvanndal

Lena | 2 ára Kápa: Lindex Kjóll: Lindex Skór: Steinar Waage Ragnheiður Björt | 3 ára Kjóll: Lindex Peysa: Polarn O. Pyret Sokkar: Lindex Taska: Drangey Skór: Steinar Waage Bangsi: Tiger Blóm: Söstrene Grene Púðar: Snúðar og Snældur SUMAR Í SMÁRALIND |

11


Myndaþáttur / Börn

Lena | 2 ára Jakki: Lindex Bolur: Debenhams Pils: Debenhams Leggings: Lindex Skór: Steinar Waage Vettlingar: 66°Norður Hárteygja: Snúðar og Snældur Önd: Söstrene Grene

12

| SUMAR Í SMÁRALIND


Börn / Myndaþáttur

Ragnheiður Björt | 3 ára Kjóll: Polarn O. Pyret Sokkar: Lindex Stígvél: Steinar Waage Hárspennur: Lindex Fuglabúr: Söstrene Grene Regnhlíf: Tiger Uglur: Eymundsson SUMAR Í SMÁRALIND |

13


Myndaþáttur / Börn

Lena | 2 ára Samfestingur: Lindex Hattur: Lindex Skór: Steinar Waage Ragnheiður Björt | 3 ára Kjóll: Debenhams Skór: Steinar Waage Sokkar: Lindex

14

| SUMAR Í SMÁRALIND


Sara | 4 ára Kjóll: Polarn O. Pyret Skór: Debenhams Sokkar: Polarn O. Pyret Hárteygja: Lindex Bangsar: Tiger Bastkarfa: Söstrene Grene Pulla: Snúðar og Snældur Uglydoll: Eymundsson Bolti: Tiger

Börn / Myndaþáttur


Myndaþáttur / Börn

Sara | 4 ára Kjóll: Debenhams Skór: Debenhams Sokkar: Lindex Bangsar: Tiger Karfa: Söstrene Grene

16

| SUMAR Í SMÁRALIND


Börn / Myndaþáttur

Helgi Valtýsson

Emil Martin | 5 ára Vesti: Lindex Skyrta: Lindex Buxur: Polarn O. Pyret Bindi: Polarn O. Pyret Skór: Steinar Waage Ísak Parsi | 11 ára Skyrta: Polarn O. Pyret Buxur: Polarn O. Pyret Skór: Kaupfélagið/Skór.is Boltar: Tiger og Söstrene Grene Önd: Söstrene Grene SUMAR Í SMÁRALIND |

17


Myndaþáttur / Börn

Ólafur Jóhann Sigurðsson

18

| SUMAR Í SMÁRALIND


Börn / Myndaþáttur

Emil Martin | 5 ára Skyrta: Debenhams Buxur: Polarn O. Pyret Skór: Steinar Waage Ísak Parsi | 11 ára Peysa: 66°Norður Buxur: Lindex Skór: Kaupfélagið/Skór.is Fíll: Tiger Koffort: Söstrene Grene Hnöttur: Eymundsson Bakpoki: Gallerí Sautján Ugla: Líf & List

SUMAR Í SMÁRALIND |

19


Myndaþáttur / Börn

Emil Martin | 5 ára Skyrta: Debenhams Peysa: Cintamani Pollabuxur: 66°Norður Skór: Steinar Waage

20

| SUMAR Í SMÁRALIND


Börn / Myndaþáttur

Sara | 4 ára Hattur: Polarn O. Pyret Sundbolur: Polarn O. Pyret Regnkápa: 66°Norður Sokkar: Lindex Stígvél: Polarn O. Pyret

Sílanet: Söstrene Grene Sanddót: Tiger Koffort: Söstrene Grene Bolti: Söstrene Grene

Ísleifur Gíslason

SUMAR Í SMÁRALIND |

21


Myndaþáttur / Börn

Ísak Parsi | 11 ára Skyrta: Lindex Buxur: Lindex Skór: Kaupfélagið/Skór.is Heyrnartól: Tiger

Steingrímur Thorsteinsson

22

| SUMAR Í SMÁRALIND


Börn / Myndaþáttur

Monika | 7 ára Kjóll: Debenhams Sokkabuxur: Benetton Stígvél: Polarn O. Pyret Hárteygjur: Lindex

Ísak Parsi | 11 ára Röndóttur bolur: Lindex Blár bolur: Polarn O. Pyret Buxur: Polarn O. Pyret Axlabönd: Lindex Skór: Kaupfélagið/Skór.is SUMAR Í SMÁRALIND |

23


Myndaþáttur / Börn

Monika | 7 ára Kjóll: Polarn O. Pyret Kápa: Debenhams Sokkabuxur: Benetton Stígvél: Polarn O. Pyret Bakpoki: Topshop Bangsar: Tiger Teppi: Tiger Regnhlíf: Tiger Púði: Söstrene Grene Karfa: Sösrene Grene Koffort: Söstrene Grene Ferðatöskur: Eymundsson

24

| SUMAR Í SMÁRALIND


Allt sem til þarf þegar brúðkaup er framundan. Trúlofunarhringar · giftingahringar skínandi demantar · morgungjafir

Haukur gullsmiður

Hagasmára 1 · 201 Kópavogur · Iceland · Tel: 354 577 7740 · Fax: 354 577 7741 · carat@carat.is · www.carat.is


Umfjöllun / Golf

Greinarhöfundur: Þorsteinn Hallgrímsson, golfari og eigandi golfversluninnar Hole in One.

Golfsumarið Sumarið er tíminn. Bubbi Morthens hafði svo sannarlega rétt fyrir sér, því fyrir okkur golfarana er sumarið vissulega tíminn. Það er ekki að ástæðulausu sem golfíþróttin hefur átt miklu fylgi að fagna hér á landi. Golf er einstaklega skemmtileg íþrótt sem hentar öllum aldurshópum og aldrei er of seint að byrja. Á Íslandi er einnig að finna aragrúa af undurfögrum golfvöllum sem bjóða upp á mismunandi aðstæður allt eftir því sem hugurinn girnist. Í dag eru 65 átján holu golfvellir á Íslandi og eru margir þeirra staðsettir í og við Reykjavík. Það geta allir spilað golf og óhætt er að hvetja alla til þess að prófa. Golf er góð og holl hreyfing og landið okkar býður upp á mikla fegurð fyrir golfara. Við hlökkum til að sjá þig á vellinum.

„Í dag eru 65 átján holu golfvellir á Íslandi“

Það getur verið erfitt að nálgast greinargóðar upplýsingar um hvernig best er að byrja að spila golf en gott er að hafa eftirfarandi í huga við val á búnaði og fyrstu skrefin. · Hafðu hugfast að golfíþróttin er fyrir alla. · Fáðu aðstoð sérfræðinga við að finna búnað sem hentar þínum styrk, þinni hæð og getu, í stað þess að kaupa búnað sem hentar illa. Gott er að prófa fleiri en eina tegund kylfa þegar byrja á að spila golf. Fyrir hinn almenn byrjanda er nóg að byrja með járnakylfur númer 5, 7 og 9, ásamt einni trékylfu og pútter. · Þegar byrjað er í golfi er nauðsynlegt að vera með undirstöðuatriðin rétt, grip, stöðu og sveiflu. Gott þykir að fá kennslu hjá golfkennara eða leiðbeinanda. · Nauðsynlegt er að vera snyrtilegur til fara og klæða sig eftir íslenskum aðstæðum. Reglur um klæðaburð eru mismunandi milli golfklúbba og misjafnt er hversu stranglega þeim er fylgt. Alltaf gildir þó sama grundvallarreglan: vera snyrtilega klædd(ur). · Golffatnaður, eins og t.d. frá ZO-ON, hentar íslenskum aðstæðum vel hvort sem er í góðviðri eða slagviðri. Snyrtilegar buxur (gallabuxur eru á bannlista) og pólóboli er gott að eiga og hentar vel við flestar aðstæður. · Mikilvægt er að hafa helstu reglur á hreinu áður en byrjað er að spila, m.a. hleypa framúr ef leikurinn gengur hægt. Nálgast má allar helstu reglur golfíþróttarinnar á heimasíðu Golfsambands Íslands, www.golf.is

26

| SUMAR Í SMÁRALIND


S M Á R A L I N D

Smáralind •Sími 534 8211

S Í M I

5 3 4

8 2 1 1

FJÖLBREYTT ÚRVAL AF SKÓM FYRIR ALLA

FJÖLSKYLDUNA SMÁRALIND • SíMI 551 8519


MAC / Sumarförðun

Sumarförðunin Húðin var undirbúin með Strobe kremi, síðan var notaður Face & Body farði og því næst Studio Moisture cover hyljari þar sem þurfti. Andlitið var skyggt með Golden sólarpúðri og Pearl Cream Color Base notaður efst á kinnbeinin. Something Special kremkinnalitur var settur fremst á kinnar. Augun voru grunnuð með Painterly Paint Pot, síðan var Nocturnell augnskuggi settur á allt augnlokið. Bronze augnskuggi var notaður í skyggingu frá innri augnkróki. All That Glitters augnskuggi var settur innst í innri krókinn til að lýsa upp og einnig undir augabrúnir. Augabrúnirnar voru mótaðar með Omega augnskugga. Varirnar voru mótaðar með Vino varablýanti og Rebel varalitur settur á með pensli til að fá þétta áferð og loks var settur Money, Honey Dazzleglass gloss yfir.

All That Glitters augnskuggi

Rebel varalitur

Förðun: Flóra Karítas Buenano / MAC Kringlunni Módel: Ásdís Eva / Eskimo

Vino varalitablýantur

Money, Honey Dazzleglass gloss


Sumarminning / Ólympíufarar

Besta sumarið mitt

Sumarólympíuleikarnir í London sem haldnir verða dagana 27. júlí – 12. ágúst verða tvímælalaust einn af hápunktum sumarsins. Það er draumur margra íþróttamanna að komast á Ólympíuleikana og eftirvæntingin því eflaust orðin mikil hjá íslenska afreksfólkinu sem mun keppa fyrir hönd þjóðarinnar á leikunum. Allra augu verða á afreksfólkinu okkar í sumar og því fékk Smáralind nokkra af Ólympíuförunum til að deila sinni bestu sumarminningu með lesendum.

Ásdís Hjálmsdóttir

Spjótkast

Jakob Jóhann Sveinsson

Sund

Besta sumarminningin mín er líklega frá því að ég var unglingur, en ég var oft á sumrin með fjölskyldunni minni úti í Flatey á Breiðafirði, þar sem við eigum hús. Ég naut þess að sigla út á Breiðafjörðinn með pabba mínum til að veiða fisk og háfa lunda. Það er fátt skemmtilegra á góðum sumardögum.

Mín besta sumarminning er frá því í fyrra á Íslandi. Um er að ræða eina viku sem ég eyddi með nokkrum félögum mínum og lentum við í alls konar ævintýrum. Við fórum einn daginn á Úlfljótsvatn, daginn eftir ákváðum við að fara á Laugarvatn og Þingvelli og á þriðja degi var tekin ákvörðun um að keyra til Akureyrar og vera þar í sólarhring. Eftir Akureyrarheimsóknina enduðum við á því að vera í bústað á Blönduósi í tvo daga. Frábær vika enda allt gert óundirbúið og bara farið af stað. Það skemmdi ekki fyrir að ferðin var í góðra vina hóp og frábært veður allan tímann.

Ragnheiður Ragnarsdóttir

Ragna Ingólfsdóttir

Sund

Öll sumur sem ég man eftir hafa farið í að keppa og æfa. Ég fæ samt oftast frí seinnipartinn í ágúst og þá finnst mér ekkert skemmtilegra en að njóta lífsins og eyða tíma með fjölskyldu og vinum. Besta sumarminningin mín er örugglega fyrsta heimsmeistaramótið sem ég fór á en það var í Melbourne, Ástralíu. Ég hafði ekki komið til Ástralíu áður og notaði því tækifærið og ferðaðist um landið. Við skoðuðum fullt af áhugaverðum borgum og skemmtilega dýragarða. Svo keppti ég á heimsmeistaramótinu og stóð mig mjög vel. Ég var eina stelpan í íslenska hópnum og naut þess að vera mikið ein og rölta um Melbourne, skoða borgina og versla. 30

| SUMAR Í SMÁRALIND

Badminton

Sumarið 2008 er besta og skemmtilegasta sumar sem ég hef upplifað. Þá kynntist ég draumaprinsinum mínum og í dag erum við trúlofuð. Þar að auki rættist Ólympíudraumurinn, en mig hafði dreymt um að komast á Ólympíuleikana frá því að ég var lítil. Staðurinn var heldur ekki af verri endanum, en það var ógleymanlegt að koma til Kína, sem er að auki Mekka badmintonsins. Þá upplifun verður erfitt að toppa, en vonandi verður sumarið 2012 svo magnað að það nái að verða besta sumar lífs míns !


SÓL OG Sund ArenA SundFÖT, STíLhrein OG STrAumLínuLÖGuÐ. Útilíf hefur allt sem þÚ þarft í sundið og sumarsólina.

VerÐ: 8.990 kr.

VerÐ: 9.990 kr.

VerÐ: 10.990 kr.

ArenA Lucreci

ArenA LyopoLd

ArenA LyfueL

bikiní stærðir: 36–44

bikiní stærðir: 36–44

VerÐ: 8.990 kr.

VerÐ: 9.990 kr.

VerÐ: 11.990 kr.

ArenA LubLy

ArenA MoLLye

ArenA Moster

sundbolur stærðir: 36–44

sundbolur stærðir: 36–44

ÍSLENSKA SIA.IS UTI 59909 05/12

tankiní stærðir: 36–48

bikiní stærðir: 36–44

SUMAR Í SMÁRALIND |

31

NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS


Sumarið er tíminn FIVEUNITS

GOLDIE LONDON GESTUZ ILLUSTRATED PEOPLE DIESEL JUST FEMALE SAMSØE SAMSØE SISTERS POINT CICI ICHI NÜMPH MOSS MINIMUM RELIGION

Kringlunni | Smáralind Kíkið á okkur á ntc.is eða á


Again & Again Billi Bi Converse Brako Bronx

í ð i m o k r e ð i Sumar GS skó

Bullboxer Dr. Martens Shoe Biz Palladium Poetic Licence Poelman 67

Kringlunni - Smáralind ntc.is - erum á


Hlýrabolur

Hlýrabolur

st. S-XXL vnr. 864740

st. S-XXL

2.499,-

vnr. 866717

2.799,Hettupeysa

st. S-L

vnr. 853185

3.999,-

Hlýrabolur st. S-L

vnr. 864737

1.499,-

Stuttbuxur

st. S-XXL

Samfestingur

vnr. 862891

4.999,-

Klútur

Gallabuxur

st. S-L

vnr. 867102

vnr. 853146

2.499,-

st. S-XXL

3.999,-

Flottar sumarvörur

vnr. 868572

5.999,-

Klossar

Skór

st. 36-41

st. 36-42

vnr. 860224

6.999,-

vnr. 860062

5.999,-

Kjóll

Hlýrabolur

st. S-XXL

st. S-XXL

vnr. 859196

4.999,-

vnr. 866717

2.799,Hettupeysa st. S-L

vnr. 853185

3.999,Bolur

st. XS-L

vnr. 858011

2.499,Ballerína st. 36-42 vnr. 860062

5.999,-

Buxur

st. S-XXL

Gallaleggins

vnr. 733782

5.999,-

st. S-XXL vnr. 850933

5.999,-

Klútur

Skór

2.499,-

vnr. 860277

vnr. 867098

Skór

st. 35-40 vnr. 860233

2.490,-

Strigaskór st. 36-42 vnr. 860343

2.999,-

st. 36-41

10.990,-


.

.

. .

4,991.-

. .

.

.

. . .


Snæfell er jakkinn sem hefur unnið til verðlauna á útivistarsýningum undanfarið ár og hefur nú verið valinn sem nýr jakki björgunarsveitanna. Hvort sem þú ætlar að leggja í göngur á hálendinu eða bara að fara með hjólið út á stétt, þá er það góð hugmynd að klæða sig eins og björgunarsveitirnar. Klæddu þig vel.

» magazine.66north.is

sÍa • jl.is • Jónsson & Le’macks

Væri ekki best ef allir klæddu sig eins og björgunarsveitirnar?


Þorbergur Ingi / Viðtal

„... fara ekki of geyst af stað og finna sér æfingafélaga.“

Eins og fætur toga Þegar sumarið nálgast flykkjast hlauparar út á göngustíga borgarinnar og njóta þess að hreyfa sig í hressandi útiloftinu. Þeim fjölgar ár frá ári sem skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið og má segja að hálfgert hlaupaæði grípi landann á þessum árstíma. En hvað er gott að hafa í huga þegar verið er að æfa sig fyrir langhlaup? Smáralind fékk nokkur góð ráð frá Þorbergi Inga Jónssyni, langhlaupara og vélhönnuði hjá Marel. Hvaða ráð myndir þú gefa fólki sem er að byrja að æfa fyrir langhlaup þ.e. 10 km eða lengra? Að setja sér raunhæft markmið, fara ekki of geyst af stað og finna sér æfingafélaga. Síðan að reyna að missa ekki úr margar æfingar í viku, fara frekar út að skokka í 20 mínútur heldur en að sleppa því vegna tímaskorts. Hvaða aðferðir er hægt að nota til að takmarka líkur á álagsmeiðslum við hlaup? Hugsa um hlaupastílinn, þ.e. stíga rétt niður þannig að álag á hné og bak verði sem minnst. Nota fómrúllu 5-10 sinnum á dag, fyrir og eftir æfingar. Hita vel upp og liðka sig fyrir átökin og skokka/ganga sig niður að þeim loknum og teygja vel. Hvað er „Smart Motion Running“ tækni? Það er hlaupatækni sem kennir fólki að beita sér frá miðjunni og spara þannig orku og minnka höggálag.*

Skiptir mataræði máli fyrir hlaupara? Já, mjög miklu máli. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir langhlaupara að borða holla og kolvetnisríka fæðu (flókin kolvetni) fyrir átök og ná að innbyrða helstu næringar- og steinefni. Hvað er best að borða fyrir og eftir hlaup? Það er mjög persónubundið en almennt séð er best að borða mikið af kolvetnum fyrir hlaup, t.d. banana, brauð, pasta, eitthvað sem er ekki of tormelt. Eftir hlaup finnst mér gott að borða bara nóg af öllu, bæði próteinum og kolvetnum, til að fá öll næringar- og steinefni strax í líkamann. Mjög gott er að skella í sig kókómjólk strax eftir æfingu ef það er langt í matinn. Hvað er gott að hafa í huga þegar velja á hlaupaskó? Mestu máli skiptir að þeir séu þægilegir og að þeir henti niðurstigi þínu, séu annaðhvort utanfótar- eða innanfótarstyrktir. Svo er spurning í

hvað þú ætlar að nota skóna. Keppa í styttri götuhlaupum (racerar), nota þá sem æfingaskó í tempósprettum (trainerar), hlaupa utanvegar (trail skór) eða hlaupa langt og rólega (venjulegir hlaupaskór með góðri dempun). Hvað hleypur þú að jafnaði marga km á viku? Ég hleyp að jafnaði 80150 km á viku allt árið. 110 km að meðaltali. Hver er þín uppáhaldshlaupaleið? Ég held mest upp á Vífilstaðahlíðina uppi í Heiðmörk.

*Nánari upplýsingar um Smart Motion Running tækni má fá á www. smartmotion.is SUMAR Í SMÁRALIND |

37


Pizza Hut BÝÐuR uPP Á FJÖLBREYttaN MatSEÐiL OG aFBRaGÐS ÞJÓNuStu Pönnu Pizzur ............................................................ Þunn botna Pizzur ............................................................ Kantfylltar Pizzur ............................................................ Pastarétti ............................................................ salöt ............................................................ Hádegisverða Hlaðborð ............................................................ sunnudags Hlaðborð ............................................................ afmælisveislur ............................................................ HóPatilboð ............................................................

LÁttu SJÁ ÞiG Pizza Hut SMÁRaLiNd www.PizzaHut.iS


FIMMTUDAGSBOMBA

2.990 kr.

PARTÝ TILBOÐ 1.990 kr. ÖLL TÆKI, EINS OFT OG ÞÚ VILT Í 60 MÍNÚTUR! ÖLL FÖSTUDAGS, LAUGARDAGS OG SUNNUDAGSKVÖLD EFTIR KL. 19:00


Sumarminning / Ólympíufarar

Fatastíll Fanneyjar Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Hann er mjög misjafn og fer heilmikið eftir því hvernig ég fer fram úr á morgnana. Ég myndi segja að yfirleitt sé hann þægilegur, kvenlegur, töffaralegur, litríkur, gamaldags sem og nýtískulegur. Svo er ég mjög oft á hælum. Hverjir eru uppáhaldslitirnir þínir? Þeir eru mjög margir. Það má kannski helst nefna grænan, appelsínugulan, bláan og gulllitaðan. Ég er mikil litamanneskja og er örsjaldan í öllu svörtu.

Fanney Ingvarsdóttir er tvítug Garðabæjarmær sem margir kannast við frá því að hún bar titilinn ungfrú Ísland 2010. Í dag er Fanney nýútskrifuð frá Fjölbrautarskóla Garðabæjar og mun vinna á veitingahúsi í Stykkishólmi í sumar. Föt og tíska er eitt af mörgum áhugamálum Fanneyjar og heldur hún úti tískubloggsíðunni fanneyingvars.blogspot.com. Smáralind fékk Fanneyju til að gefa lesendum innsýn í fatastílinn sinn. Hvað langar þig mest í fyrir sumarið? Það er ekki eitthvað eitt sem mig langar sérstaklega í. Ég er alveg óð í sumartískuna. Hvað heillar þig mest við sumartískuna í ár? Tískan hefur farið mikið úr gamaldags rokkstílnum yfir í elegans og kvenlegan klæðnað að mínu mati. Það þykir mér mjög flott. Svo er maður alltaf að sjá fleiri stelpur með „bert á milli“. Það verður alveg að gera sig í sólinni í sumar. Svo eru auðvitað skæru neonlitirnir að gera gott mót í sumar, gaman að sjá allt þetta gamla góða detta í tísku aftur. Tískan snýst í hringi, maður á því aldrei að henda neinu. Átt þú einhverja klassíska sumarflík sem þú dregur fram úr fataskápnum á hverju sumri? Nei, það á ég reyndar ekki ef ég hugsa um það svona í fljótu bragði. En auðvitað eru það sandalarnir og bikiníin sem eru dregin fram á hverju sumri eftir að hafa safnað ryki inni í skáp yfir veturinn. Það er alltaf góður sumarboði þegar ég fer og næ í bikiní og/eða sandala inn í skáp á vorin. Hver er uppáhaldsverslunin þín í Smáralind? Það eru Galleri 17 og GS skór. Ég versla langmest í þessum tveimur verslunum af öllum fínu verslununum í Smáralind. Mér finnast merkin sem þessar verslanir bjóða upp á rosalega flott, í takt við tískuna og oftar en ekki á mjög sanngjörnu verði. Ég er líka svo heppin að fá að starfa fyrir NTC sem er gríðarlega skemmtilegt. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Ég ætla að skella mér til New York eftir tvær vikur að heimsækja vinkonu mína. Ég hef aldrei farið þangað áður þannig að ég er þvílíkt spennt að komast bæði til að skoða og versla. Annars ætla ég að vinna í Stykkishólmi á veitingahúsinu Sjávarpakkhúsinu í sumar. Fjölskyldan mín er þaðan og það verður æðislegt að eyða sumrinu þar og prófa eitthvað nýtt og geta átt kost á að koma heim í löng frí inn á milli. Hvað er framundan hjá þér? Í haust veit ég ekki alveg hvað tekur við. Ég hugsa að ég taki mér eitt ár í frí til að ákveða hvað mig langar að læra í háskólanum. Ég hef vítt áhugasvið og á erfitt með að velja mér eitthvað eitt til að byrja á í haust. Ég ætla bara að láta sumarið líða og njóta þess í botn og sjá svo til hvað ég geri í haust.

40

| SUMAR Í SMÁRALIND


Sumarkaffi Kaffitárs í ár heitir

MonteSol

og kemur án krókaleiða frá Níkaragúa og Brasilíu.

kaffitar.is


Barnaleikir / Umfjöllun

Barnaleikir Sumarleikir barna hafa að einhverju leyti breyst í áranna rás en einhverjir hafa þó haldið velli. Til er fjöldinn allur af fjölbreyttum leikjum sem leiknir eru með eða án einhvers konar leikfanga eins og bolta, sippubands eða teygju. Boltaleikir eins og brennó og skotbolti virðast hafa orðið lífseigastir og eru enn mikið leiknir um leið og vora tekur. Leikir sem margir muna eftir úr æsku eru t.d. að verpa eggjum, hollýhú, „mamma segir komdu inn“, 10-20 parís, snú-snú, teygjutvist, ein króna og fleiri.

Í leit sinni að gögnum um þessa gömlu leiki rakst greinarhöfundur á heimasíðu Ólafíu Margrétar Ólafsdóttur, fyrrum tónmenntakennara í Fossvogsskóla. Með góðfúslegu leyfi Ólafíu birtum við hér nokkra leiki sem þóttu ákaflega skemmtilegir en sjást kannski sjaldnar í leik barna í dag. Fædd og skírð Þetta er boltaleikur fyrir tvo. Leikmenn hafa töluvert bil á milli sín og kasta á milli sín bolta. Í hvert sinn sem leikmaður missir boltann eldist hann aðeins (fyrsta skipti er hann fæddur, næsta skipti skírður o.s.frv.). Sá sem er fyrstur til að verða fullorðinn tapar. fæddur skírður farinn að hjala farinn að taka tennur farinn að skríða farinn að babla farinn að ganga farinn að tala farinn í leikskóla farinn í skóla fermdur farinn í menntaskóla ORÐINN FULLORÐINN!

Við hvetjum foreldra og börn til að skoða bráðskemmtilegan vef Ólafíu vortex.is/omo

1 – 2 – 3 – 4 – 5 – dimma-limm Þátttakendur standa aftan við línu sem er í ákveðinni fjarlægð frá húsvegg. Einn grúfir sig upp við vegginn og segir upphátt: „Einn-tveir-þrír-fjórir-fimmDimmalimm“. Á meðan hann segir þetta mega aðrir þátttakendur ganga fram í áttina að honum. Um leið og hann er búinn að segja þuluna má hann líta yfir hópinn og ef einhver er ennþá á hreyfingu verður sá hinn sami að fara til baka á byrjunarreit. Hver sem er kominn yfir má klukka þann sem grúfir á meðan hann fer með þuluna, og þá eiga allir að hlaupa til baka.

Kíló/Kýló Það þarf lítinn bolta og spýtu ca 60 cm langa sem gott er að halda um. Þátttakendum er skipt í tvö lið og kastað upp á hvort liðið byrji inni. Völlurinn er á stærð við lítinn fótboltavöll og fjórir pottar teiknaðir í hornin og einn fyrir miðju innilínu. Einn úr útiliðinu er staðsettur við miðjupottinn. Teikningu af vellinum er að finna á síðu Ólafíu, www.vorex.is/omo Inniliðið myndar röð út frá miðjupottinum. Fremsti maður er með prikið, pottmaðurinn stendur beint á móti honum og gefur boltann upp svo að hinn geti kýlt. Sá reynir að slá boltann eins langt og hann getur. Ef einhver úr hinu liðinu grípur boltann er sá sem kýldi úr leik. Ef slegið er vindhögg má sá sem það gerir reyna tvisvar í viðbót en fer síðan aftast í röðina ef mistekst. Um leið og boltinn hefur verið kýldur hleypur kýlingurinn í 1. pott sem er beint á móti honum. Ef hann hefur kýlt langt kemst hann kannski í 2. pott eða 3. pott eða jafnvel alla leið heim. Útiliðið á að ná boltanum, kasta honum til pottmannsins sem síðan á að kasta boltanum í miðpottinn og grípa hann aftur. Boltinn verður að hitta í pottinn. Ef sá sem er að hlaupa er á milli potta er hann úr, í bili, um leið og boltinn snertir heimapottinn. Þess vegna þarf hlaupamaðurinn að fylgjast með hvar boltinn er staddur og stoppa þá í öruggum potti. Þannig kýla allir í inniliðinu boltann og hlaupa hringinn. Komist einhver allan hringinn í einu kasti vinnur liðið eitt líf og fær þá sá sem fyrst var úr fyrsta lífið o.s.frv. Þegar allir eru búnir að kýla boltann er skipt um lið, útiliðið fer inn og inniliðið út.

SUMAR Í SMÁRALIND |

43


DV EHF. 2012

Komdu henni á óvart með persónulegri gjöf

Armbönd frá 7.990 kr. - Kúlur frá 2.990 kr. - Hringar frá 7.990 kr.

Búðu til þína eigin samsetningu af PANDORA skartgripum á www.pandora.net

ÓGLEYMANLEG AUGNABLIK SMÁRALIND | SÍMI 5656070


dagar í Smáralind

UMBOÐ FYRIR RAY BAN Á ÍSLANDI


Myndaþáttur / Sumartískan

Ljósmyndari Lalli Sig. Stílisti Bergþóra Magnúsdóttir Förðun Flóra Karítas Buenano & Dýrleif Sveinsdóttir MAC Fyrirsætur Ásdís Eva, Benedikt, Kristín Eva Umsjón Þorbjörg Helga Ólafsdóttir Þakkir Verslanir í Smáralind fyrir lán á vörum / Júlía Hvanndal

Benedikt Skyrta: Levi’s Peysa: 66°Norður Buxur: Levi’s Skór: Kaupfélagið/Skór.is

Ásdís Eva Klútur: Vero Moda Jakki: ZO-ON Iceland Peysa: Debenhams Buxur: Topshop Skór: Kaupfélagið/Skór.is

Teppi: Tiger Körfutaska: Tiger Brúsar: Söstrene Grene Púði: Líf & List Hitabrúsi: Hagkaup Glös: Snúðar og Snældur Skálar: Snúðar og Snældur

48

| SUMAR Í SMÁRALIND


Sumartískan / Myndaþáttur

SUMARIÐ í smáralind

Kventískan í sumar er létt og ákaflega litrík en umfram allt fjölbreytt. Kvenþjóðin getur því glaðst og leyft sköpunargleðinni að njóta sín í sumar með fjölbreyttri samsetningu í efnis- og litavali.

sumar 2012 Léttar prjónapeysur í ljósum og mildum litum sjást nú víða. fyrir þær sem kjósa síðbuxur þá er mikið um þröngar buxur í öllum regnbogans litum.

SUMAR Í SMÁRALIND |

49


Myndaþáttur / Sumartískan

Kristín Eva Jakki: Topshop Kjóll: Topshop Hliðartaska: Vero Moda Skór: Kaupfélagið/Skór.is Sólgleraugu: Gallerí Sautján

sumar 2012 Sumarlegir og léttir kjólar með margskonar mynstri, blómum og doppum, eða bara einlitir. Gallajakkar, –skyrtur og -vesti eru áfram inni sem býður upp á skemmtilegar samsetningar með léttum sumarfatnaði.

50

| SUMAR Í SMÁRALIND

Hjól: Hagkaup Taska: Vero Moda Blóm: Söstrene Grene Viskustykki: Snúðar og Snældur Hjólakarfa: Snúðar og Snældur


Sumartískan / Myndaþáttur

Ásdís Eva Peysa: Debenhams Teppi: Söstrene Grene

SUMAR Í SMÁRALIND |

51


Myndaþáttur / Sumartískan

sumar 2012 Litaflóran í sumartískunni er stórkostleg og svo til öll pallettan undir t.d. er mikið um pastelliti og skæra liti, jafnvel svo skæra að þeir flokkast sem neonlitir.

Ásdís Eva Peysa: Debenhams Bolur: Topshop Buxur: Topshop Skór: Topshop Klútur: Debenhams Taska: Drangey Kollur: Tiger

52

| SUMAR Í SMÁRALIND


Sumartískan / Myndaþáttur

Benedikt Bolur: Levi’s Peysa: ZO-ON Iceland Jakki: ZO-ON Iceland Buxur: ZO-ON Iceland

SUMAR Í SMÁRALIND |

53


Myndaþáttur / Sumartískan

sumar 2012 Fylgihlutirnir halda áfram að skipa stóran sess en það er eftirtektarvert að skartið fer stækkandi og verður því enn fyrirferðarmeira í sumar. Töskur og sólgleraugu í öllum regnbogans litum eru ómissandi hluti af sumartískunni.

Ásdís Eva Skyrta: Topshop Jakki: Levi’s Buxur: Debenhams Taska: Lindex Skór: Kaupfélagið/Skór.is

54

| SUMAR Í SMÁRALIND


Sumartískan / Myndaþáttur

Kristín Eva Toppur: Topshop Buxur: Topshop Sokkabuxur: Topshop Skór: Topshop Blóm í hárið: Lindex

sumar 2012 Stuttbuxur og pils í léttum og ljósum litum eru áberandi.

SUMAR Í SMÁRALIND |

55


Snyrtistofa: Litun Plokkun Andlitsböð

Okkar frábæra þjónusta Fagmennska í fyrirrúmi

HYGEA Snyrtivöruverslun STOFNSETT

ÁRIÐ

1953


4,990.-


Kringlan sími: 533 1740 // Smáralind sími: 534 1740 // www.karenmillen.com


Vörur / Litadýrð

Gleðin yfir sumarblíðunni endurspeglast í litríku vöruúrvalinu í Smáralind. Nú er sumar í bæ og við bjóðum upp á milljón hluti í litum sem kalla fram kæti og gleði.

2.

6. 5.

3.

1.

4.

9. 11. 8.

10. 14.

7.

12.

13.

18.

17.

15.

16. 20.

21.

19.

1. Eymundsson / 2. Söstrene Grene / 3. Make up store / 4. Tiger / 5. GS skór / 6. Söstrene Grene / 7. Söstrene Grene / 8. Söstrene Grene / 9. Söstrene Grene / 10. Tiger / 11. Söstrene Grene / 12. Eymundsson / 13. Söstrene Grene / 14. Snúðar og Snældur / 15. Söstrene Grene / 16. Söstrene Grene / 17. Líf & List / 18. Söstrene Grene / 19. Topshop / 20. Topshop / 21. Söstrene Grene SUMAR Í SMÁRALIND |

59


Litadýrð / Vörur

1. 2.

3.

4.

5.

7.

8.

6.

9. 11.

10.

12.

14.

13.

15.

18.

17. 16.

19.

20.

21.

22. 23.

1. DÚKA / 2. Söstrene Grene / 3. Steinar Waage / 4. Vero Moda / 5. Söstrene Grene / 6. Make up store / 7. DÚKA / 8. Gallerí Sautján / 9. Cintamani / 10. DÚKA / 11. Söstrene Grene / 12. DÚKA / 13. Lindex / 14. Lindex / 15. Söstrene Grene / 16. GS skór / 17. Snúðar og Snældur/ 18. Snúðar og Snældur / 19. Söstrene Grene / 20. Söstrene Grene / 21. Eymundsson / 22. Gallerí Sautján / 23. Söstrene Grene

60

| SUMAR Í SMÁRALIND


Vörur / Litadýrð

1.

3.

2.

4.

9. 7.

8.

6. 10.

5.

11.

12.

15.

16.

17.

13. 14.

18. 23. 20.

21.

22.

19.

24.

26.

25.

27.

29.

30.

28.

31.

1. Steinar Waage / 2. Söstrene Grene / 3. Söstrene Grene / 4. Tiger / 5. Tiger / 6. Tiger / 7. Debenhams / 8. Söstrene Grene / 9. Make up store / 10. Tiger / 11. Söstrene Grene / 12. Snúðar og Snældur / 13. Drangey / 14. Make up store / 15. Tiger / 16. Make up store / 17. Tiger / 18. Make up store / 19. Snúðar og Snældur / 20. Söstrene Grene / 21. Líf & List / 22. Eymundsson / 23. Söstrene Grene / 24. Make up store / 25. Söstrene Grene / 26. Söstrene Grene / 27. Söstrene Grene / 28. Eymundsson / 29. Lindex / 30. DÚKA / 31. Eymundsson SUMAR Í SMÁRALIND |

61


SMÁRALIND


SUMARSPRENGJURNAR ERU HJÁ OKKUR

Sýningar hafnar

Heimsfrumsýnd 4. júlí

Frumsýnd 11. júlí

Frumsýnd 8. ágúst

- fullkomin gæði


Sumar í Smáralind  

Sumar í Smáralind

Sumar í Smáralind  

Sumar í Smáralind

Advertisement