Page 1

Solla

G R A F Í S K H Ö N N U N O G L J Ó S MY N D U N


Sólveig María Sölvadóttir Steinagerði 14, 108 Reykjavík solveigsolvadottir@gmail.com + 354 856 1838 Instagram: @sollasolva @solladesigns Facebook: @solladesigns


E F N I S Y F IR L IT Náttúrumyndir

4

Filmumyndir

14

Óþægindi

26

AAAHAHA

32

Skömm

38

Án titils

44

Þjóðbúningar og fatagerð Sólveigar

48

Fullkominn ófullkomleiki

52

Spiceland

56

Logo

62

Framleiðendurnir

66

3


Náttúrumyndir

4


Ég byrjaði að fikta við ljósmyndun fyrir nokkrum árum og hef alveg heillast af því síðan. Upphafið má rekja til dæmigerðra kattarmynda á instagram, en nú hef ég skipt þeim út fyrir mun vandaðri ljósmyndir teknar á myndavél í stað síma. Fljótlega eftir að ég uppgvötaði þetta áhugamál keypti ég mér Canon EOS 750D með 18-55mm linsu. Í dag eru linsurnar orðnar þrjár talsins og ég veit ekkert skemmtilegra en að prufa mig áfram og gera tilraunir með þær. Ég tek aðallega myndir af náttúrunni og fólkinu í kringum mig og legg áherslu á að myndirnar séu hráar og raunverulegar en ekki uppstilltar.

5


Filmumyndir

14


Í hittifyrra datt mér í hug að gramsa ofaní þær skúffur sem enginn notar á heimilinu til þess að sjá hvað ég myndi finna. Þar kom ég auga á gamla Fujica filmuvél sem amma mín hafði fengið í gjöf frá afa mínum fyrir meira en 40 árum. Ég var viss um að hún væri of gömul til þess að virka og því tyllti ég henni upp á hillu þar sem hún var ansi lengi áður en mér var sagt að hún væri í raun í topp lagi. Mér var kennt á vélina og hún varð fljótt að miklu uppáhaldi hjá mér. Hún hefur ferðast með mér vítt og breitt, upp á fjöll, niður að bryggju, út á land, til ítalíu og til baka og á eflaust eftir að koma með mér í fleiri ferðalög á næstu árum.

15


Óþægindi

26


Óþægindi var lokaverkefnið mitt í áfanga sem hét Listir og menning á öðru ári í menntaskóla. Verkefnið fólst í því að skilgreina orðið óþægindi með ljósmyndum og að finna hugrakka sjálfboðaliða í myndefnið. Að finna fyrir óþægindum er undarleg tilfinning. Ólíkt ótta veldur hún ekki hröðun á púls, skjálfta í útlimum eða tilhneigingu til þess að herða raddböndin og öskra, heldur fylgja vægari aukaverkanir. Maður tekur eflaust eftir þungum andardrætti, hita í bringu, þrystingi sem dregur mann inn á við og hvernig maður ósjálfrátt gnístir tönnum. Andlit þeirra sem af þessu þjást eru ymis. Sumir hlæja sig í gegnum upplifanirnar á meðan aðrir jafnvel fella tár. Í þessari myndasyrpu má sjá hvernig fáeinir íslendingar horfast í augu við það sem þeir telja vera óþægilegar aðstæður. Þótt viðbrögðin séu ólík hafa þau það sameiginlegt að vera að öllu leiti berskjölduð.

27


Sársaukafull en seðjandi skuldbinding við eigin líkama Ýmir Gíslason

28


Mér hefur aldrei líkað vel við dýr. Þau eru alveg sæt en ég vil ekki að þau komi nálægt mér. Maður veit ekki hvað þau eru að hugsa. Þau horfa bara á mann með ógnvekjandi augum. Stórir hundar hræða mig svolítið, þeir eru svo æstir. Stefanía Elín Linnet. 29


Ég hef alltaf haft nokkuð góða húð en allt í einu byrjaði hún að versna rosalega. Ég er ekki vön þessu og er óörugg með þetta. Snærún Tinna Torfadóttir 30


Ég þoli ekki Sjávardýr Sara Jovisic

31


AAAHAHA

32


Af hverju hlæjum við og brosum ef okkur finnst óþægilegt að láta kitla okkur? Ólíkt öðrum tilfinningum er þversögn milli þess hvernig okkur líður og

hvernig við beitum líkama okkar þegar við erum kitluð.

AAAHAHA er myndasería sem fangar fyrstu viðbrögð fólks um leið og sjálfboðaliði rétt svo byrjar að kitla þau og var þetta jafnframt lokaverkefnið mitt í listum í menntaskóla.

33


Skรถmm

38


Haustið 2017 setti Listafélag Verslunarskóla Íslands upp leikrit byggt á vinsælu norsku dramaþáttaröðinni SKAM. Ég tók fyrir þau allar ljósmyndir, hannaði plakötin og setti upp leikskrána þeirra og er þetta án efa erfiðasta verkefnið sem ég hef tekið að mér hingað til.

39


skömm L E I K S Y N I N G L I S T A F É L A G S V E R Z L U N A R S K Ó L A Í S L A N D S 2 01 7 Blái salur Ofanleiti 1

nfvi.is/midasala Miðaverð: 2500kr

Leikstjóri: Dominique Gyða Sigrúnardóttir

www.facebook.com/verzloskomm www.instagram.com/listoverzlo

40


41


42


43


Ă n titils

44


Án titils er sería sem ég er nybyrjuð að vinna. Markmiðið er að hanna myndir sem hægt er að setja á póstkort, plaköt og fleira. Hingað til hef ég bara gert eina mynd, en það sem mun einkenna þær eru geómetrískar teikningar af fyrirbærum sem sjást á filmumyndum eftir mig sem ég hef “croppað” í hring.

45


46


47


Þjóðbúningar og fatagerð Sólveigar

48


Ég hannaði vörumerki og nafnspjald fyrir einkarekstur ömmu minnar á fyrirtæki sínu “Þjóðbúningar og fatagerð Sólveigar”. Þetta er eitt af fyrstu verkefnunum sem ég vann þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í grafískri hönnun. Fyrirtækið selur handgerða hatta, leigir út og sérsaumar þjóbúninga og veitir ymis konar aðra saumaþjónustu. Því fannst mér viðeigandi að hafa áberandi hatt í lógóinu ásamt nál og tvinna.

49


50


51


Ă“fullkominn fullkomleiki

52


Verkefnið sjálft er eftir Margréti Hörn Jóhannsdóttur en ég var fengin til þess að taka myndirnar fyrir hana. Á myndunum synir Margrét það sem henni finnst vera gallar á líkama sínum og er þetta hennar leið til þess að segja að hún sé sátt með sig eins og hún er. Hún fer algjörlega út fyrir þægindaramman og stendur berskjöldiuð fyrir framan myndavélina. Til dæmis hefur hún verið óörugg með slitför á lærum sínum en ákvað að tileinka slitunum eina mynd og teikna í þau með glimmeri til þess að gera þau meira áberandi.

53


54


55


Spiceland

56


Ég ásamt 5 öðrum samnemendum mínum stofnaði sprotafyrirtækið Spiceland í alþjóðlegri keppni ungra frumkvöðla. Við framleiðum handgerða salt- og piparstauka hannaða frá grunni með innblæstri frá íslenskri náttúru. Staukarnir eru gerðir úr steinleir og minna á jökla og eldfjöll. Ég hannaði útlit staukanna, logo fyritækisins, umbúðirnar, plakötin, vefsíðuna og tek líka allar myndirnar sem fara á samfélagsmiðla okkar.

57


Lรณgรณ

62


Ég lærði á indesign með því að búa til lógó fyrir hitt og þetta mér til gamans en bjóst aldrei við því að fá fyrirspurnir um lógógerð frá alvöru fyrirtækjum. Þá áttaði ég mig á því að ég sæi mig alveg fyrir mér starfandi við þetta í framtíðinni og fór ég að kynna mér betur hvað fólst í “branding” og “identity”. Tvö uppáhalds lógóin mín voru fyrir Málningafyrirtækið

Milli

Mála

og

63

frumkvöðlafyrirtækið

Móðey.


64


65


Framleiรฐendurnir

66


Í febrúar setti Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands upp söngleikinn Framleiðendurnir, sem flestir þekkja undir nafninu “The Producers”. Ég var beðin um að hanna lógó leikritsins og samþykkti ég það að sjálfsögðu. Ég komst fljótt að því að það væri erfiðara sagt en gert, því ég hafði aldrei áður unnið með þrívíddar “feature” í photoshop.

67


P O R T F O L I O  
P O R T F O L I O  
Advertisement