Ofur-Kalli

Page 29

Stóra systir hafði sagt að hrekkjusvínið ætti heima í stóra húsinu. Kalli vissi alveg hvaða hús hún átti við, mamman hafði keyrt hann mörgum sinnum framhjá því í vagninum. Hann hafði heppnina með sér. Gluggi á efri hæðinni var opinn. Inni í herberginu voru tvær fullorðnar manneskjur sofandi. Kalli flaug eins hljóðlega framhjá þeim og hann gat. Pabbi hrekkjusvínsins hnusaði eitthvað út í loftið um leið og hann sveif hjá með kúkableyjuna, en vaknaði ekki sem betur fór.

Næsta herbergi til hægri við stóra svefnherbergið virtist vera það rétta. Á veggjunum voru myndir af bílum og flugvélum, og í rúminu lá sofandi strákur. Kalli hikaði aftur. Hvað ef hrekkjusvínið vaknaði og sæi fljúgandi barn með kúkableyju í hendinni? En þegar honum varð hugsað til uppáhalds stóra bróður síns sem lá heima í rúminu sínu með öll tuskudýrin vissi Kalli að hann þyrði að gera hvað sem væri. Hann opnaði pokann varlega. Fnykurinn gaus á móti honum og hann fitjaði upp á nefið af viðbjóði. Svo lét hann sig svífa nær sofandi stráknum, tók gætilega um kúkableyjuna og lét hana síga hægt ofan á höfuðið á honum. Svo flaug hann aftur út. Hann hefði örugglega tíma til að staldra við stundarkorn hjá íkornanum á heimleiðinni og spjalla aðeins við hann.

PRUMP

HOR KLÁÐADUFT

ORM AR


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.