Bók um tré

Page 21

S

umar trjátegundir vaxa á stórum svæðum. Ef þú færir frá París og ækir 10 þúsund kílómetra uns þú staðnæmdist austast í Rússlandi þá væru hengibjarkartré á vegkantinum alla leiðina. Aðrar tegundir vaxa aðeins á mjög afmörkuðum svæðum í náttúrunni. Japanska kirkjubirkið vex aðeins í Japan. Þetta kallast svæðisbundin tré. Orðið er ekki aðeins notað um tré, heldur hvers konar svæðisbundnar tegundir. Kívífuglinn er t.d. svæðisbundinn við Nýja-Sjáland og Baikal-selurinn bundinn við Baikal-vatn í Rússlandi. Svæðisbundnar tegundir lifa á stöðum sem hafa á einhvern hátt einangrast frá öðrum svæðum. Oft er um að ræða eyjar eða svæði umkringd háum fjöllum. Á slíkum svæðum geta tré ekki breiðst víða um og halda sig á sama blettinum. Þau laga sig smátt og smátt algerlega að andrúmslofti og aðstæðum á sínu svæði og þróa með sér eiginleika sem finnast ekki annars staðar.

Apaþrautartré (Andesfjöll)

Stundum eru svæðisbundnar tegundir eftirlegukindur af mun stærri tegund. Einu sinni óx serbneskt greni víða í Evrópu en þegar ísöldin skall á dó tegundin víðast út. Aðeins tré sem uxu í árdal Drínu í Serbíu lifðu fram á vora daga. Þetta uppgötvaðist ekki fyrr en 1875. Nú eru skrauttegundir af serbneska greninu ræktaðar víða um heim (sjá bls. 18).

Örvamælistré (Namibía og Suður-Afríka) Madagaskar-ocotillo (Madagaskar)

Pennania baylisiana (Þriggjakóngaeyja)

Blævængspálmi (Madagaskar)

Mjög mikið af svæðisbundnum tegundum lifir á tveimur eyjum út af strönd Afríku, Madagaskar og Sókotru. Talið er að 37 prósent af plöntum Sókotru og 80 prósent plantna Madagaskar séu svæðisbundin. Margar þessara tegunda eru tré. Sum þeirra merkilegustu er að finna á þessari opnu og þeirri næstu. Á Madagaskar búa líka sex af níu tegundum sem þekktar eru af apabrauðstrjám (baobab) í heiminum núna. Sjaldgæfasta tré í heiminum er af tegund sem heitir Pennantia baylisiana. Tegundin þekkist aðeins á Þriggjakóngaeyju, skammt frá Nýja-Sjálandi. Aðeins eitt tré er til af þessari tegund úti í náttúrunni. Hin voru öll étin af geitum sem fólk flutti til eyjarinnar. Því miður gat tréð eina ekki framleitt fræ þar sem blóm þess voru eingöngu kvenkyns og það voru engin karltré til að frjóvga þau. Mönnum tókst að rækta upp nokkur lítil tré með því að nota græðlinga úr greinum trésins, en þau tré voru líka öll kvenkyns. Með því að gefa þessum nýju trjám hormóna (já, tré nota líka hormóna!) tókst að fá þau til að framleiða frjóduft. Þegar frævun átti sér stað hófst framleiðsla á nýjum fræjum.

17


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.