Grafarvogsblaðið 5.tbl 2021

Page 12

GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 04/05/21 00:14 Page 12

12

GV

Fréttir

Úthverfapabbi í kjól með glimmer naglalakk Við Bryngeir Arnar Bryngeirsson mæltum okkur mót í litríku leikrými barna í grunnskóla í Grafarvogi. Hann starfar sem forstöðumaður á frístundaheimili fyrir börn á aldrinum 6 til 9 ára og hefur nýverið vakið nokkra athygli fyrir störf sín. „Ég er 39 ára gamall úthverfapabbi með meistaragráðu í tómstunda- og félagsmálfræði“ segir Bryngeir. Hann er uppalinn í smáíbúðahverfinu í Reykjavík, en flutti í Grafarvoginn 2004 og hóf þá starfsferil sinn í frístundastarfi. „Ég er búinn að starfa í frístund síðan 2004. Ég hef svo verið forstöðumaður eða stjórnandi frístundaheimilis síðan 2008. Svo ég er næstum búinn að vera að allan tímann sem frístundaheimili hafa verið starfandi í Grafarvogi“. Spurður um hvað hafi heillað við starfið segir Bryngeir hálfgerða tilviljun hafa ráðið því að hann fór þessa leið. Litla systir hans fékk vinnu á frístundaheimili, svo hann ákvað að slá til og sækja um líka. „Eftir menntaskólann var ég ekki alveg stemmdur í meira nám, svo ég hugsaði að fara að vinna smá væri fínt, af hverju ekki. Ég ætlaði mér ekkert að ílengjast svona, og segi reyndar enn þá ég ætli ekki að ílengjast neitt í þessu“ segir Bryngeir og brosir. „Svo er þetta náttúrulega alls ekki leiðinlegt, þegar vel gengur og þú ert með gott fólk með þér er þetta mjög gaman“. „Hann má vera í kjól ef hann vill“ Ég spyr Bryngeir um tilurð verkefnisins sem hann kallar Út fyrr kassann, sem hann hefur vakið athygli fyrir bæði í netheimum og í starfi. „Þetta hófst allt í október á bleika deginum, þá mætti pjakkur í bleikum kjól, enda bleiki dagurinn. Þegar hann er að mæta í frístund heyri ég tvær bekkjarsystur hans fara í „kynjalöggu hlutverkið“ og hneykslast á því hann sé í kjól“ segir Bryngeir. „Ég stoppa þær náttúrulega og segi þetta sé allt í lagi, hann megi vera í kjól ef hann vill.“ Svo leið dagurinn eins og hver annar og Bryngeir taldi þetta nú hafa verið auðvelt mál og fljót afgreitt. Það er ekki fyrr en að degi loknum sem hann yfirfer atvikið í huganum og uppgötvar þetta hafi kannski haft meiri áhrif á hann en hann hélt í fyrstu. „Af hverju stuðaði þetta mig?“ „Þetta stuðaði mig smá líka. Ég er ekki vanur að sjá stráka í kjólum þó ég sé búinn að vinna við þetta í sautján ár. Þannig ég fer að spá, af hverju stuðaði þetta mig? Er þetta einhver karlremba? Eitthvað óöryggi? Hvað er þetta? Svo ég ráðfærði mig við þá manneskju í mínu lífi sem veit mest, sem er náttúrulega eiginkonan“ segir Bryngeir og hlær. „Við ræddum þetta fram og til baka og komumst að því það væri sniðugt að ögra aðeins þessari tilfinningu. Svo ég mæti á Hrekkjavöku skemmtunina hjá okkur í

kjól skreyttum með listaverkinu Starry Night eftir Van Gogh“ segir Bryngeir. „Ég sendi mynd af búningnum á kollegana á Teams eins og við gerum oft og fékk áskorun frá einum um að halda áfram að ögra og mæta þá í kjól alla vikuna.“ Út fyrir kassann í hverri viku fram að jólum Á meðan Bryngeiri fannst hugmyndin skemmtileg þótti honum ólíklegt að Margrét, eiginkona hans, gæti lánað honum kjól alla daga vikunnar. Hann langaði þó að halda áfram á þessari vegferð, að ögra sínum eigin staðalímyndum um kynin, sem og annarra. „Ég stakk upp á í staðinn ég myndi gera einn hlut í viku svona „út fyrir kassann“ fram að jólum.“ Bryngeir gerði ýmislegt þessar vikur sem voru utan hans þægindaramma. „Ég spáði mikið í hverju skipti fyrir sig. Ég mætti í allskonar fötum sem klárlega væru ekki flokkuð sem ‚karlmannleg‘. Eitt skipti mætti ég í leggins og ullarponsjó, ég kom í jólakjól á litlu jólin okkar og eitt skipti mætti ég í bleikum kósýgalla. Ég skellti mér líka í handsnyrtingu og fékk mér þetta glæsilega rauða glimmer naglalakk“ segir Bryngeir og brosir. „Svo fór ég í fótsnyrtingu og fékk mér bleikt glimmer naglalakk“. Börnin upplifi strax frá byrjun það sé í lagi að vera öðruvísi „Ég tók líka rispu í tvær vikur þar sem ég kynnti mér ýmis málefni, eina vikuna kynnti ég mér femínisma, karlmennsku og allt það. Næstu viku kynnti ég mér svo hinsegin málefni“ segir Bryngeir. „Það málefni sló mig svolítið. Mér finnst ég að ákveðnu leyti hafa brugðist börnunum í gegnum tíðina. Þó ég muni ekki eftir neinu barni sem hafi skilgreint sig sem hinsegin á þessum árum, þá er tölfræðin skýr. Þau eru ansi mörg sem hafa farið hérna í gegn sem munu á einhverjum tímapunkti skilgreina sig sem hinsegin. Mér finnst það vera okkar skylda að þau upplifi það bara strax frá byrjun að það sé bara allt í lagi að vera svoleiðis“. „Viðbrögð barnanna voru allt frá „Af hverju ertu í kjól?!“ og yfir í „Vá! Hvað þetta er flottur kjóll!““ segir Bryngeir. „Eldri börnin spurðu að vísu aðeins meira krefjandi spurninga, en ótrúlega margir gerðu bara enga athugasemdir við þetta. Eftir fyrsta skiptið var þetta bara orðið þokkalega eðlilegt.“ Stjórnendur verða að sýna gott fordæmi „Markmiðið mitt með þessu var náttúrulega að ögra og sýna það sé allt í lagi að vera öðruvísi. Og ef stjórnandinn á svæðinu, sá sem er „aðal númerið“ sýnir það sé í lagi, þá klárlega er það í lagi fyrir alla“ segir Bryngeir. Hann segir það ekki eiga bara við í tilfelli barnanna, heldur einnig vilji hann sýna starfsfólki sínu gott fordæmi. Bryngeir segir viðbrögð starfsfólksins

hjá sér hafi verið frábær, frá öllum kynjum. „Karlkyns starfsmaður minn sat hjá mér eitt skipti meðan ég naglalakkaði hann. Það var mjög notaleg stund, en langt skref út fyrir kassann skulum við segja“ segir Bryngeir og hló. Spurður um stuðning og innblástur frá fólki í kring um sig minntist Bryngeir á

„Var pínu orðlaus yfir viðbrögðunum“ „Þetta spurðist út meðal foreldra svo ég sendi út upplýsingapóst og útskýrði þetta fyrir þeim. Það var mjög gaman að fá svörin frá þeim“ segir Bryngeir. Margir foreldrar sögðust skilja betur samtöl sem höfðu átt sér stað heima fyrir, þar sem

fór mjög meyr inn í þá helgina“ segir Bryngeir. Í kjól og leggings á bílaverkstæðinu „Einn daginn var ég mættur í kjól af konunni í vinnuna og var með bílinn í viðgerð á meðan. Svo var hringt og mér sagt að bíllinn væri tilbúinn og ég þyrfti að sækja hann strax. Svo ég fór náttúrulega bara í kjólnum og sótti bílinn. Og það voru eingöngu ungir karlmenn í vinnu á verkstæðinu á þeim tíma, svo það var frekar, tja getum kallað það áhugaverða lífsreynslu“ segir Bryngeir og hlær. „Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu, en það er náttúrulega ekki venjulegt fyrir mig að vera í kjól og að mæta þarna fannst mér ég svolítið út fyrir mitt hlutverk, svolítið berskjaldaður“ segir Bryngeir. Hann segist ekki hafa komist hjá því að hugsa til hinsegin fólks og transfólks, sem hljóti að upplifa þessa tilfinningu mjög reglulega, að vera á skjön við þessar staðalímyndir kynjanna. „Ég get varla ímyndað mér hvernig er að langa að vera í kjólnum, en þurfa að „feika“ eitthvað útlit til þess að passa inn í það kyn sem þér var úthlutað við fæðingu“. Frístundaheimilið heldur áfram að fagna fjölbreytileikanum „Eitthvað sem átti bara að vera svona tiltölulega einfaldur stuðningur við eitthvað sem okkur þykir sjálfsagt, það var ótrúlegt hvað það hafði mikil áhrif“ segir Bryngeir. Hann segir að í framhaldi af áskoruninni hefði hann áttað sig betur á því hvað væri mikilvægt að styðja betur við þá sem passi ekki inn í „kassann“. Næst á dagskrá er að setja af stað þróunarverkefni á frístundaheimilinu. Áskorunin veitti innblástur til þess að fagna fjölbreytileikanum og á næsta skólaári verður lögð enn meiri áhersla á það í víðari skilningi. „Okkur langar að horfa líka til þjóðernis, tauga- og líffræðilegs fjölbreytileika og bara fagna fjölbreytileikanum í heild sinni“ segir Bryngeir. „Það er það sem við ætlum að vinna með næsta vetur og ég held að verði mjög gaman“.

„Fólk átti alveg til að spyrja hvenær maður ætlaði að fá sér alvöru starf. En fólk er eiginlega hætt að spyrja svona í dag, kannski er fólk bara orðið vant því ég sé í þessu eða orðið sama“ segir Bryngeir. einn sem honum fannst eiga hrós skilið. „Mér finnst nauðsynlegt að gefa Þorsteini V. Einarsyni smá „shoutout“. Ég hefði sennilega ekki lagt í þetta ef ekki væri fyrir umfjöllunina hans. Hann er alger brautryðjandi í umræðu um karlmennsku“ segir Bryngeir. Þorsteinn V. Einarsson er forsprakki samfélagsmiðla byltingarinnar sem varð þekkt undir myllumerkinu #karlmennskan. Hann hefur nú framleitt Vefþætti og skrifað fjölda pistla um karlmennsku og femínisma. „Það væri bara ósanngjarnt að segja þetta hefði gerst ef hann hefði ekki verið á undan“ segir Bryngeir.

þetta hafði greinilega vakið börnin til umhugsunar. „Það var sérstaklega einn sem var alltaf að spyrja mömmu sína hvort hann mætti mæta í kjól í frístund“ segir Bryngeir. „Mér lá svo sem ekkert á að útskýra, því það var allt í lagi að leyfa fólki aðeins að velta þessu fyrir sér“. „Viðbrögðin náttúrulega bara æðisleg, hreint út sagt. Ég hef bara aldrei fengið jafn mikið jákvætt „feedback“ á stuttum tíma. Ég var eiginlega orðlaus yfir viðbrögðunum, þau voru það góð. Eitt foreldri bað um leyfi til þess að deila þessu á hinsegin spjallinu á Facebook og ég fékk fregnir um að það hefði verið farið mjög fögrum orðum um okkur þar inni. Svo ég

„Hvenær ætlarðu að fá þér alvöru starf?“ Bryngeir skilgreinir sig sem femínista, en segir áhuga á jafnréttismálum aukast með árunum. „Ég myndi klárlega segja ég sé femínisti í dag, en upp úr tvítugu hefði ég líklega aldrei skilgreint mig á þann veginn. Ég var í sjálfu sér ekkert ósammála málstaðnum og kallaði mig jafnréttissinna, en var ekki reiðubúinn að lifa eftir þessu sjálfur endilega“ segir Bryngeir. Hann segir það einnig hafa haft áhrif á viðhorf sín að vera búinn að vinna starf í sautján ár sem margir líti á sem kvennastarf. „Fólk átti alveg til að spyrja hvenær maður ætlaði að fá sér alvöru starf. En fólk er eiginlega hætt að spyrja svona í dag, kannski er fólk bara orðið vant því ég sé í þessu eða orðið sama“ segir Bryngeir. Bryngeir hefur verið virkur í stéttarfélagi starfsmanna Reykjavíkurborgar, Sameyki, þar sem hann situr nú í stjórn og hefur verið síðustu þrjú árin að berjast fyrir bættum kjörum starfsfólks. „Þetta er ótrúlega gefandi. Þetta er svona farvegur fyrir þessa réttlætistilfinningu sem er að drepa mann dags daglega“ segir Bryngeir og brosir. „Þetta er náttúrulega allt sami anginn, það að allir njóti réttinda og samfélagið sé sanngjarnt“. Ólöf Rún Erlendsdóttir meistaranemi í Blaða- og fréttamennsku við HÍ

Vottað réttinga- o og g málningar málningarverkstæði verkstæði Vottað o GB Tjóna viðgerðir er réttinga- o g málningar verkstæði v ottað af Bílgr einasambandinu. Tjónaviðgerðir og málningarverkstæði vottað Bílgreinasambandinu. V ið tr yggjum hámar ksgæði með því að nota fyrsta flokks tækjabúnað o g efni. Við tryggjum hámarksgæði og S tyðjumst við tæk niupplýsingar fr amleiðanda um h vernig sk uli staðið að viðgerð. Styðjumst tækniupplýsingar framleiðanda hvernig skuli

& "

(

Tjónasko oðun Við skoðum bílinn og undirbúum tjónamatið sem sent er til tryggingafélaga.

"

"

Framrúðuskipti Skiptum um framrúður og önnumst annars konar rúðuskipti. S Sjáum jáum um öll rúðutjón jafnt límdar rúður sem og aðrar, ásamt glerhreinsun á bíl.

'(

" "

Mössun / snyrting á lakki Við bjóðum upp á ráðleggingar og gerum tilboð í lakkmössun og blettanir.

" "Dekkjaþjónusta "

# !%

#

"

"

"

"

Bílaþvottur / djúphreinsun Bjóðum við upp á almennan bílaþvott, djúphreinsun, bón ofl.. Frír þvottur fylgir öllum viðgerðum.

!

"

#! ( ( " " " " "

Innréttingar / áklæði Tökum að okkur viðgerðir á sætum, innréttingum ofl.

"

#

Sparaðu tíma. Við getum skipt um dekk á bílnum á meðan hann er í viðgerð.

"

$ "

Rétting og málning m efftir tir stöðlum framleiðenda Við vinnum og notum aðeins viðurkennd efni og tækjabúnað sem stenst ítrustu kröfur.

%

$RAGHÉLS s 2EYKJAVÓK SÓMI NETFANG TJON TJON IS s WWW TJON IS

Smáviðgerðir Samhliða viðgerðum getum við skoðað ástand helstu slitflata og öryggisþátta, s.s. bremsur.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.