Page 4

GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 04/06/18 12:20 Page 4

4

Fréttir

GV

Bílabúð Benna opnar nýjan sýningarsal á Krókhálsi Opel, SsangYong og notaðir bílar Undanfarin misseri hafa verið viðburðarík hjá Bílabúð Benna. Í vor tók fyrirtækið í notkun sýningarsal á Krókhálsi 9 í Grafarholti. Í nýja sýningarsalnum sem er einkar glæsilegur, er mjög góð aðstaða fyrir viðskiptavini til að skoða útvalið af Opel og SsangYong bílum. Þá er sala fyrir notaða bíla einnig flutt í stóran innisal á sama stað. Að sögn Benedikts Eyjólfssonar, forstjóra Bílabúðar Benna, hefur fyrirtækið upplifað marga stóra áfanga frá stofnun árið 1975. Flutningurinn á Krókháls markar þó tímamót í starfseminni. „Þessi bygging sem nú er tekin í notkun er í raun fyrsti áfanginn í stærra ferli og mun gegna hlutverki sem grunnur að höfuðstöðvum Bílabúðar Benna í framtíðinni,“ segir Benedikt. Bílabúð Benna stækkar og eykur þjónustu sína „Við settum í forgang að bregðast við stöðugum vexti Opel og SsangYong vörumerkjanna. Hér fá bílarnir og viðskiptavinir okkar helmingi meira rými og tilkoma nýja hússins gerir okkur ennfremur kleift að bæta og auka þjónustuna í þeim deildum fyrirtækisins, sem ekki flytja í Krókhálsinn,“ segir Benedikt.

Fram kemur að unnið sé að stækkun þjónustuverkstæðisins að Tangarhöfða 8, en þar hefur verið tekin í notkun hraðþjónusta fyrir smærri viðgerðir. Á næstu vikum mun varahlutaþjónusta fyrir Opel, SsangYong, Chevrolet og Porsche einnig flytja á Tangarhöfða 8. Samhliða því mun sýningarsalur Porsche líka fá meira pláss á Vagnhöfða 23. Einsog fram hefur komið er sýningarsalurinn á Krókhálsi fyrsti áfanginn í nýjum höfuðstöðvum Bílabúðar Benna, en þar mun á næstu misserum rísa sýningarsalur undir Porsche. „Nú er unnið að framkvæmdaáætlun fyrir glæsilegasta sýningarsal landsins undir Porsche, sem við munum kynna nánar á næstunni,“ segir Benedikt. Spennandi tímar á nýjum stað Gestur Benediktsson er sölustjóri nýrra og notaðra bíla hjá Bílabúð Benna. Gestur hefur verið lengi í bílabransanum og segir marga spennandi hluti í farvatninu. „Þessi glæsilegi sýningarsalur er mikil lyftistöng fyrir bæði Opel og SsangYong vörumerkin, auk þess sem aðstaðan fyrir notuðu bílana okkar hefur tekið stakkaskiptum,“ segir Gestur. „Það er greinilegt að fólk hefur tekið nýjustu Opel og SsangYong bíl-

Nýr sýningarsalur Bílabúðar Benna Krókhálsi 9 er afar glæsilegur. unum opnum örmum og er að átta sig á því hvað það er að fá mikið fyrir peninginn með kaupum á þeim,“ segir Gestur. Fram kemur hjá Gesti að nú standi yfir mjög hagstæð tilboð, svokallaður Sumarsmellur SsangYong, á fjórhjóladrifnu SsangYong jepplingunum; Tivoli og Korando. Þá eru nýjustu bílanir frá Opel að vekja mikla lukku, enda sérlega vel heppnaðir og á hagstæðu verði. „Við hvetjum þá sem eru í bílahugleiðingum til að nýta sér frábær kjör á bílum frá okkur og ganga frá kaupum áður en verð á bílum hækkar vegna fyrirhugaðra reglugerðabreytinga 1. september,“ segir Gestur að lokum.

Gestur Benediktsson er sölustjóri nýrra og notaðra bíla hjá Bílabúð Benna.

ELDRIBORGARAR ATHUGIÐ! ÞAÐ ER

35% AFSLÁTTUR FYRIR ELDRIBORGARA Einnig er frí sjónmæling við kaup á glerjum

SÍMI: 5 700 900 • PROOPTIK.IS

KÍKTU VIÐ OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!

PROOPTIK - SPÖNGINNI

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsblaðið 6.tbl 2018  

Grafarvogsblaðið 6.tbl 2018  

Profile for skrautas
Advertisement