Page 10

GV 1. tbl. okt. 2017_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 05/06/18 01:32 Page 11

11

GV

Fréttir

Skilaboðin voru skýr - segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem studdu okkur með því að ljá okkur atkvæði sitt. Við lögðum okkur fram við að hlusta á vilja íbúanna og tala fyrir breytingum.

hlusta á vilja íbúana og beita okkur fyrir betri borg. Þá munum við beita okkur fyrir minna stjórnkerfi og Fjölgun hagræðingu. hagstæðra íbúða og uppbyggingu á Keldum og í Örfirisey. Styrkingu hverfanna og auknu sjálfstæði þeirra. Bættum samgöngum og lægri sköttum. Og forgangsröðun fjármuna í þágu skólanna í borginni.

Skilaboð kjósenda voru skýr: Þeir kusu breytingar. Sjálfstæðisflokkurinn sem talaði allan tímann fyrir breytingum í borginni fékk 31% atkvæða og er stærsti flokkurinn í borginni í fyrsta sinn í 12 ár. Fjórir nýir flokkar komust inn með samtals fimm borgarfulltrúa og fengu að meðtöldum D-listanum 56% gildra atkvæða. Borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Pírata og VG fékk 38% atkvæða. Það er því morgunljóst að meirihlutinn í borginni kolféll og vilji kjósenda var að aðrir tækju við; gefa þeim sem hafa stjórnað borginni síðustu árin frí. Það er augljóslega vilji íbúa Reykjavíkur. Við munum starfa fyrir íbúana með setu okkar í borgarstjórn hvernig svo sem myndun meirihluta líður. Aðalatriðið er að við munum áfram

Ég vil fá að þakka frambjóðendum annara flokka fyrir drengilega kosningabaráttu og vona að við sem náðum kjöri getum öll gert okkar besta til að gera borgina okkar betri. Fólkið í Reykjavík á það skilið. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Eyþór Arnald, Oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi og Grafarvogsbúi.

Kæru Grafarvogsbúar

Við erum þakklát og stolt yfir því mikla trausti sem þið sýnduð okkur í nýliðnum borgarstjórnarkosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er langstærasti flokkurinn í Reykjavík. Flokkurinn fékk 30,8% atkvæða og feldi núverandi meirihluta. Með þessu eru borgarbúar að kalla á breytingar í stjórn borgarinnar og áframhaldandi forysta núverandi borgarstjóra fær falleinkunn. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 8 borgarfulltrúa af 23. Borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar flokksins telja

Myndin sem hafnaði i 2. sæti en hana tók Ólafur Hauksson.

Þórður tók myndina sem sigraði

Á dögunum var tilkynnt um vinningsmyndir í ljósmyndasamkeppninni Grafarvogur – hverfið mitt. Það var Borgarbókasafnið í Spöng sem stóð fyrir keppninni og var þátttaka

mikil. Þórður Kr. Jóhannesson átti myndina sem sigraði í keppninni en hún prýðir einmitt forsíðu Grafarvogsblaðsins að þessu sinni. Næst besta myndin og í 2.

sæti var mynd Ólafs Haussonar og myndina í 3. sæti tók Jón Bjarnason. Við óskum vinningshöfunum til hamingju með árangurinn og glæsilegar myndir.

Plötur til sölu á hálfvirði Ert þú að stofna fyrirtæki eða byrja með verslun? Hér er tækifæri til að ná í MDF veggjaplötur á hálfvirði. Plöturnar eru 10 talsins og lítið sem ekkert notaðar. Með í kaupunum fylgir mikið magn af járnum (pinnum) í ýmsum stærðum og gerðum. Uppl. í síma 698-2844 Myndin sem hafnaði i 3. sæti en hana tók Jón Bjarnason.

fimm Grafarvogsbúa. Aldrei hefur það gerst áður að fimm einstaklingar búsettir í Grafarvogi hafi verið kjörnir fulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur. Við munum verða öflugur málsvari fyrir Grafarvog og þökkum fyrir það mikla traust og stuðning er okkur hefur verið sýndur. Valgerður Sigurðardóttir Alexander Witold Bogdanski Ólafur Kristinn Guðmundsson Þórdís Pálsdóttir Diljá Mist Einarsdóttir

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsblaðið 6.tbl 2018  

Grafarvogsblaðið 6.tbl 2018  

Profile for skrautas
Advertisement