Page 15

GV 1. tbl. Jan 2014_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 9/17/14 9:50 AM Page 15

15

GV

Fréttir

Dregyn í ferð á Akraness Félagsmiðstöðin Dregyn, með aðsetur í Vættaskóla, skellti sér með nemendaráðið sitt til Akraness á dögunum. Nemendaráð Dregyn er samansett af 26 unglingum úr 8., 9. og 10. bekk í Vættaskóla. Markmið ferðarinnar var að eiga góða stund saman, fara í hópefli og skipuleggja starfsemi félagsmiðstöðvarinnar á komandi vetri. Auk þess sem nemendaráðsmenn skiptu með sér verkum skiptist nemendaráðið í nefndir sem öll hafa sín hlutverk. Nefndirnar, eða öllu heldur ráðin – því þau ráða sér að mestu sjálf, eru markaðsráð (sem auglýsir viðburði félagsmiðstöðvarinnar), viðburðarráð (sem skipuleggur viðburði félagsmiðstöðvarinnar) og tækniráð (sem sér um öll tæknimál félagsmiðstöðvarinnar). Nemendaráð kaus sér formenn yfir ráðunum; Sigurjón Ari verður yfir tækniráði, Sigrún Klara yfir markaðsráði og Þórhildur Ben yfir viðburðaráði. Jafnframt kaus nemendaráð sér forseta sem stýrir starfi nemendaráðs en Jasmín hlaut það vandasama verk.

Unglingalýðræði er í hávegum haft í starfi félagsmiðstöðvanna en unglingarnir njóta þó dyggrar aðstoðar reyndra félagsmiðstöðvarstarfsmanna. Markmiðið er þó að eftir veturinn muni

nemendaráðsmenn vera orðnir vel þjálfaðir í lýðræðislegum vinnu-

ætla að markmiðin náist og jafnvel gott betur en það.

Veturinn byrjar einstaklega vel í ár hjá Höllinni enda búið að vera að poppa upp bæði tónlistarherbergið og listasmiðjuna. Höllin fékk tónlistarmanninn Ingólf Sigurðsson í lið með sér en hann hefur verið trymbill í ýmsum þekktum íslenskum hljómveitum eins og Greifunum og Hunangi. Ingólfur sett saman rosalega flott trommusett og hljómurinn er svo góður að nú er verið að leita leiða til að einangra tónlistarherbergið betur svo Egilshöllin titri ekki öll þegar Hallarsnillingarnir spila á trommurnar. Einnig var keypt Ukelele, munnharpa og hristur sem er frábær viðbót. Listasmiðjan hefur fengið endurnýjun á penslum, málningu og gluggamálningu. Allir í Höllinni eru ansi spenntir fyrir vetrinum þar sem það á eftir að bralla margt skemmtilegt sam$

an, bindast nýjum vinaböndum og

skapa góðar minningar.

brögðum, uppbyggjandi samskiptum, jafningjastjórnun, skipulagningu og framkvæmd viðburða og í markaðssetningu. Miðað við hversu vel nemendaráðið í Dregyn byrjar starfsemi sína má

,,= 6( "

.( ( +#( 1+ ! (!#< .( #+

(

Mikið er jafnan að gera hjá börnunum í Simbað sæfari.

Nemendaráðsmenn í laufléttum hópeflisleik á meðan beðið var eftir strætó.

Vetrarstarfið í Höllinni hafið

Þórný Athena er ánægð með nýja trommusettið.

Simbað sæfari

Veturinn 2014 – 2015 mun frístundaheimilið Simbað sæfari við Hamraskóla leggja meiri áherslu á samstarf við önnur frístundaheimili Gufunesbæjar en síðasta vetur. Fyrst ber að nefna samstarf við Regnbogaland í Foldaskóla þegar kemur að starfi þriðja og fjórða bekkjar. Hitt frístundaheimilið sem ætlunin er að vinna sérstaklega með í vetur er Ævintýraland við Kelduskóla. Frístundaheimilin munu vinna saman að því að auðga starf barnanna í fyrrgreindum bekkjum. Börnin í þriðja og fjórða bekk í Simbað og Regnbogalandi munu hittast tvisvar í viku. Annan daginn verður farið í smiðjur en hinn verður nýttur í ferðir fyrir hópinn. Hingað til hefur börnunum staðið til boða að fara í flugdreka- og íþróttasmiðju og einnig var farið í bíóferð í Hlöðuna við Gufunesbæ. Hitt frístundaheimilið sem ætlunin er

Glæsilegar gjafir # " $

#$

" $ !

vinna með er Ævintýraland við Kelduskóla Korpu. Í því samstarfi verður lögð áhersla á börnin í öðrum bekk. Frístundaheimilin munu skiptast á að heimsækja hvort annað. Þetta samstarf mun eiga sér stað eitt skipti í mánuði og verður fyrsta heimsóknin fimmtudaginn 18. september. Krakkarnir sem nú eru í öðrum bekk í Ævintýralandi komu í heimsókn í Simbað síðasta vetur til að spila fótbolta með okkur og var það kveikjan að því að festa niður reglulegar heimsóknir nú í vetur með þessum aldurshópi. Að lokum ber að nefna að Simbað mun taka þátt í fleiri sameiginlegum verkefnum frístundaheimila Gufunesbæjar á borð við Góðgerðarmarkaðinn í Hlöðunni og Barnamenningarhátíð. Börnin í Simbað sjá því fram á skemmtilegan vetur í góðum félagsskap hinna frístundaheimilanna.

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsblaðið 9. tbl 2014  

Grafarvogsblaðið 9. tbl 2014  

Profile for skrautas
Advertisement