Page 13

GV 1. tbl. Jan 2014_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 9/17/14 12:56 PM Page 13

Viltu láta rödd Æfingar skákdeildar Fjölnis þína heyrast? - nýr æfingatími er á miðvikudögum

GV

Vikulegar skákæfingar Skákdeildar Fjölnis fyrir börn og unglinga hófust miðvikudaginn 17. september og verða þær í vetur alla miðvikudaga frá kl. 17:00 – 18:30. Æfingarnar verða í Rimaskóla og er gengið inn um íþróttahús skólans. Árangur þeirra sem reglulega hafa mætt á skákæfingar Fjölnis hefur verið mjög góður og skákdeildin hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir árangursríkt og fjölbreytilegt starf. Þetta er 11. starfsár skákdeildarinnar og eru foreldrar áhugasamra barna í Grafarvogi hvattir til að nýta sér skákæfingar Fjölnis sem eru ókeypis. Æfingarnar eru ætlaðar þeim krökkum sem hafa lært mannganginn og farnir að tefla sér til ánægju. Áhersla er lögð á að hafa æfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar, þjálfun og skákmót til skiptis. Veitt eru verðlaun og viðurkenningar í lok æfinga auk þess sem boðið er upp á veitingar. Meðal leiðbeinenda í vetur verða okkar efnilegustu unglingar í skáklistinni sem á síðustu árum hafa sótt kennslu og æfingar í úrvalsflokki Skákskóla Íslands og unnið til fjölda

Fréttir

verðlauna jafnt á Íslandi sem erlendis. Skákdeild Fjölnis heldur líkt og fyrri ár vegleg skákmót svo sem Torgmót Fjölnis, páskaeggjaskákmót og sumarskákmót Fjölnis í byrjun maí. Skákdeildin hefur einnig skipulagt og

haldið utan um Skákmót Árnamessu í Stykkishólmi og æfingbúðir yfir eina helgi. Umsjón með skákæfingum Fjölnis í vetur hefur Helgi Árnason formaður skákdeildarinnar.

Viltu syngja í skemmtilegum félagsskap? Viltu hlakka til næsta mánudags? Komdu þá í Karlakór Grafarvogs. Æfingar eru á mánudagskvöldum kl. 20.00 Inntökupróf verða haldin 22. og 29. september kl. 19 í Grafarvogskirkju. Nánari upplýsingar gefur Íris í s: 698 4760 eða irise@simnet.is

Æfingarnar eru ætlaðar þeim krökkum sem hafa lært mannganginn og farnir að tefla sér til ánægju.

13

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsblaðið 9. tbl 2014  

Grafarvogsblaðið 9. tbl 2014  

Profile for skrautas
Advertisement