Page 10

GV 1. tbl. Jan 2014_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 9/15/14 3:01 PM Page 10

10

GV

Fréttir

Nú er tækifærið fyrir nýja og notaða söngmenn - Stefnir, elsti kórinn, er alltaf nýr Karlakórinn Stefnir í Mosfellsbæ var stofnaður 15. janúar 1940 (sjá http://www.kkstefnir.is/). Hann tók sér stutta hvíld skömmu eftir miðja síðustu öld en var síðan endurvakinn af krafti árið 1975 er Lárus Sveinsson trompetleikari tók við stjórn hans og stjórnaði kórnum um árabil (dætur Lárusar kölluðu kórmennina stundum „karlana hans pabba“). Auk Lárusar hafa ýmsir öflugir stjórnendur haldið á tónsprotanum á síðustu áratugum, svo sem Helgi R. Einarsson, Atli Guðlaugsson, Gunnar Ben og Julian Hewlett, og nú hefur Árni Heiðar Karlsson tekið við stjórninni. Stefnir væntir mikils af samstarfinu við Árna Heiðar, enda er hann þekktur og vel menntaður tónlistarmaður, bæði í klassískri tónlist og djasstónlist Árni Heiðar hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi sem píanóleikari, meðleikari, tónskáld og hljómsveitarstjóri, í leikhúsum og kvikmyndum. Hann hefur gefið út tvær sólóplötur með eigin tónsmíðum, „Q“ (2001) og Mæri (2009) sem báðar voru tilnefndar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna og sú þriðja, Mold kom út í nóvember 2013 og hlaut afburðaviðtökur hérlendis og erlendis. Árni Heiðar hóf nám í píanóleik í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og síðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík þaðan sem hann útskrifaðist árið 2000 undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar. Framhaldsnám í klassískum píanóleik stundaði hann hjá píanóleikaranum Martino Tirimo í London og við Háskólann í Cincinnati hjá Dr. William Black þaðan sem hann útskrifaðist með meistaragráðu árið 2003. Samhliða þessu lauk Árni Heiðar burtfararprófi frá djassdeild FÍH 1997 og stundaði framhaldsnám í djasspíanóleik við Listaháskólann í Amsterdam veturinn 1997-98 þar sem hann naut leiðsagnar djasspíanistans Rob Madna. Árni Heiðar var meðleikari (undirleikari) hjá Stefni starfsárið 2005–2006.

Nýjum stjórnendum fylgir alltaf ákveðin endurnýjun og breyttar áherslur og þess vegna er núna upplagt tækifæri fyrir nýja söngmenn að slást í Stefnishópinn — og líka fyrir reyndari söngmenn að taka upp þráðinn. Það er ótrúlega gefandi að syngja og starfa í kór, auk þess sem það er beinlínis heilsubætandi og mannbætandi. „Það syngur enginn vondur maður,“ var Jón á Reykjum vanur að segja, en hann var einn af máttarstólpum

Árni Heiðar Karlsson. Stefnis um áratuga skeið, eins og fleiri Reykjamenn. Stefnir fer yfirleitt í eina söngferð innanlands á hverju starfsári, auk þess sem kórinn hefur farið í ýmsar söngferðir til annarra landa, svo sem til Noregs, Danmerkur, Kanada, Þýskalands, Austurríkis, Ungverjalands, Bretlands og Færeyja. Á næsta starfsári verða fastar æfingar á miðvikudagskvöldum og raddæfingar og viðbótaræfingar eftir þörfum þegar líður að tónleikum. Nýir félagar og gamlir sem vilja snúa aftur í þennan frábæra félagsskap eða fá frekari upplýsingar um kórstarfið, eru beðnir að snúa sér til Ingva Rúnars Guðmundssonar, formanns kórsins, í síma 896 0421 eða nota netfangið kkstefnir@kkstefnir.is

Fjör í frjálsum í allt sumar Æfingar voru hjá frjálsíþróttadeild Fjölnis í allt sumar fyrir 10 ára og eldri. Krakkarnir tóku þátt í mörgum mótum og stóðu sig mjög vel. Í frjálsum íþróttum geta allir verið sigurvegarar því enginn þarf að sitja á varamannabekknum. Þó ekki komist allir á verðlaunapall felst stærsti sigurinn í því að bæta sinn persónulega árangur. Þannig geta börnin farið alsæl heim af frjálsíþróttamóti með persónulegar bætingar í farteskinu þó svo að þau hafi ekki komist á verðlaunapall. Krakkarnir í 11-14 ára hópnum stóðu sig frábærlega á Íslandsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fór á Akureyri um miðjan ágúst. Má þar helst nefna að Karen Birta Jónsdóttir 13 ára sigraði í þremur greinum; hástökki, kúluvarpi og spjótkasti auk þess að vera í 3. sæti í öðrum þremur greinum. Þá urðu Signý Hjartardóttir 12 ára og Dagmar Nuka Einarsdóttir 13 ára báðar í 3. sæti í kúluvarpi í sínum aldursflokkum. Margir voru að bæta sinn persónulega árangur. Gist var í Glerárskóla og var mjög góð stemning í hópnum. Sameiginlegt lið Fjölnis og Aftureldingar (FjölElding) tók þátt í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri sem fram fór á Varmárvelli sunnudaginn 24. ágúst. Frábær árangur náðist þegar piltaliðið hafnaði í öðru sæti og stúlkurnar í því þriðja. Sameiginlega voru þau í þriðja sæti. Væntanlega verður frekara samstarf með Aftureldingu á bikarkeppnum í framtíðinni. Vetrarstarfið í frjálsum hjá Fjölni hófst í byrjun september. Boðið er upp á æfingar í þremur aldurshópum: 10 ára og yngri, 11-14 ára og 15 ára og eldri. Allir krakkar eru velkomnir að koma á æfingar og prófa. Í boði er að mæta bara á hluta af æfingum og borga lægri æfingagjöld þannig að hægt er að æfa frjálsar með öðrum íþróttagreinum eða ef krakkar vilja ekki mæta á margar æfingar á viku. Það er aldrei of seint að byrja að æfa frjálsar. Í elsta hópnum eru

Dagmar Nuka Einarsdóttir, Karen Birta Jónsdóttir og Signý Hjartardóttir með bikar sem þær unnu sem stigahæsta liðið á Fjölþrautamóti Breiðabliks í lok ágúst. Ljósmyndari Auður Ólafsdóttir. margir góðir íþróttamenn sem eru í fremstu röð í sínum greinum. Sumir hafa æft frjálsar í nokkur ár en aðrir eru nýbyrjaðir og allt þar á milli. Skokkhópur Fjölnis er að hefja sitt 23. starfsár undir dyggri stjórn Erlu Gunnarsdóttur. Fjölmargir Grafar-

vogsbúar æfa hlaup með hópnum í hvetjandi umhverfi og í góðum félagsskap. Í hópnum eru bæði byrjendur og lengra komnir og nokkrir af bestu langhlaupurum Fjölnis æfa reglulega með skokkhópnum og hafa gert frá upphafi síns ferlis.

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsblaðið 9. tbl 2014  

Grafarvogsblaðið 9. tbl 2014  

Profile for skrautas
Advertisement