Grafarvogsblaðið 2.tbl 2014

Page 12

GV 1. tbl. Jan 2014_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 2/12/14 1:06 PM Page 12

12

GV

Fréttir

Glæsilegur hópur í Sigyn.

Sigyn í bæjarferð

Rúnar Geirmundsson

Sigurður Rúnarsson

Elís Rúnarsson

Þorbergur Þórðarson

Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is

Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990

GV Ritstjórn/Auglýsingar Sími 587-9500

Viðurkenndur þjónustuaðili Toyota í nágrenni við þig - heildarþjónusta við Toyota eigendur

Félagsmiðstöðin Sigyn, sem er ein af félagsmiðstöðvunum fyrir unglinga sem starfar á vegum Gufunesbæjar, skellti sér í bæjarferð fyrir jólin. Tilgangurinn með ferðinni var að skoða jólalegan miðbæ, fara í þrautaleik, borða saman og njóta þess hversu

frábærir unglingar eru í Sigyn. Hópnum var skipt upp í sex lið sem fengu klukkutíma til þess að leysa bæði léttar og erfiðar þrautir með hjálp samborgara sinna. Skemmtu allir sér mjög vel og munaði ekki miklu á hópunum þegar

leikurinn var gerður upp. En það voru þau Matthías, Jasmín, Jónas, Hallvarður, Brynjar og Aron sem sigruðu að þessu sinni. Þetta er í þriðja skipti sem farið er í bæjarferð fyrir jólin og er þetta orðið að skemmtilegri hefð í Sigyn.

Barnaráð Hvergilands Undanfarin ár hefur fest í sessi sú hefð að vera með barnaráð í Hvergilandi, frístundaheimili Gufunesbæjar sem staðsett er í Vættaskóla- Borgum. Barnaráð er ein leið til að koma til móts við áherslur á barnalýðræði í starfi frístundaheimilanna. Hugmyndin að barnaráði Hvergilands á rætur sínar í heimsókn sem verkefnastjórar fóru í til Danmerkur árið 2008 og hefur barnaráð verið starfandi síðan veturinn 2008 – 2009. Tilgangur barnaráðs er að stuðla að því að börnin finni að frístundaheimilið sé þeirra staður og að þau geti haft áhrif á

Hjá Arctic Trucks starfa reyndir bifvélavirkjar sem veita þér fyrsta flokks þjónustu. Almennar bílaviðgerðir Þjónustuskoðanir Ábyrgðarviðgerðir Ástandsskoðanir Smurþjónusta Hjólastillingar Hjólbarðaverkstæði SKUTLÞJÓNUSTA

ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | SÍMI 540 4900 | WWW.ARCTICTRUCKS.IS

starfið. Á þriðjudögum eru barnafundir haldnir í Hvergilandi og annan hvern þriðjudag er dregið í barnaráð sem í sitja fjögur til fimm börn í hvert sinn. Ráðið fundar svo með starfsmanni, en fundurinn er alfarið í höndum barnanna, starfsmaður er hjá til að hlusta og fylgjast með að allir fái að segja sitt og hafa áhrif. Hlutverk barnaráðs er að skipuleggja einn föstudag í senn og ráða þau þá hvað er í síðdegishressingunni, dagskrá dagsins og þema. Hlutverk barnaráðs er einnig að fá

börnin til að æfa sig í samvinnu og að sitja og hlusta á hvort annað. Þegar dregið er í barnaráð er mikið við haft, börnin tromma og klappa fyrir þeim sem er dreginn. Börnin eru mjög spennt og bíða full tilhlökkunnar til þess að sjá hver fer í barnaráð hverju sinni. Hugmyndir barnaráðs hafa verið mjög fjölbreyttar og skemmtilegar í gegnum árin og má nefna daga eins og; kósíbangsanáttfatavideodagur, búninga og andlitsmálun, íþróttadagur, „Crazyball“, diskótek og margt fleira sem börnin hafa notið að taka þátt í.

Fjölbreytni í námstilboðum nútímans Samfélag okkar er fjölbreytt þar sem allir eiga að geta notið sín hvort bæði í starfi og leik. Nemendur eiga að geta fundið nám sem vekur áhuga þeirra. Breyttar áherslur í námstilboðum Borgarholtsskóla felast meðal annars í fjölgun starfsnámbrauta. Á starfsnámsbrautum er nálgunin að þekkingu og leikni önnur en er á hefðbundnum bóknámsbrautum. Virkni við verkefnavinnu í bóknámi s.s. uppeldis-og sálfræði er samofin vinnustaðanámi sem snýr að því að vinna árangursríkt starf með börnum og unglingum. Það er hægt er að fara margar leiðir að markmiðum sínum, starfsnám getur verið góður kostur sem síðar er hægt að byggja á frekara nám á félags- eða uppeldissviði. Börn eru skemmtilegt fólk, þess vegna er áhugavert að læra að vinna með þeim og það er hægt að gera á leikskólaliðabraut í Borgarholtsskóla. Það nám nýtist vel bæði í starfi og sem hluti af stúdentsprófi . Ekki er síðra að auka þekkingu sína á málum tengd börnum til að eflast við að geta orðið betra foreldri þegar að því kemur. Leikskólaliðanámið miðar að því að styrkja einstaklingana í lífsverkefnum sínum og þar er samskiptahæfni og félagsauður virkjaður. Kennt er um samskipti, siðfræði, og skapandi starf í listum og leik. Í Borgarholtsskóla er félagsmála- og tómstundabraut. Það er áhugavert nám sem nýtist vel bæði í starfi og sem hluti af stúdentsprófi. Gott og vel skipulagt félagsstarf er gefandi bæði fyrir þátttakendur og starfsfólk. Frítíminn þarf að vera uppbyggilegur og spennandi bæði fyrir börn og þá sem eldri eru. Námið nýtist m.a. í vinnu í ýmsu tómstundastarfi. Það er gaman að vera fær í að byggja upp tómstundastarf fyrir krakka og unglinga, t.d. í félagsmiðstöðvum. Menntunin gefur leikni og hæfni í samskiptum og skipulögðu starfi í frítíma með einstaklingum og hópum, meðal annars á sviði lista, íþrótta og leikja. Þórkatla Þórisdóttir kennslustjóri


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.