Grafarvogsblaðið 11.tbl 2013

Page 15

GV 1. tbl. Okt 2013_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 11/11/13 1:21 PM Page 15

GV

Fréttir

Jólaljós

2013

Styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar

Kæru Mosfellingar og nágrannar, hlökkum til að sjá ykkur sem flest á styrktartónleikum Kirkjukórs Lágafellssóknar sem verða í Guðríðarkirkju sunnudaginn 24. nóvember kl. 16:00. Í ár styrkir Jólaljós Mosfellingana Eyþór Má Bjarnason og Katrínu Björk Baldvinsdóttur. Eyþór lenti í vélhjólaslysi í ágúst og Katrín greindist með brjóstakrabbamein í mars. Þau eiga fjögur ung börn.

Fram koma:

Fjölskyldan á meðan allt lék í lyndi.

Styrktartónleikar í Guðríðarkirkju

Kirkkukór Lágafellssóknar í Mosfellsbæ efnir gjarnan til styrktartónleika og er málefnið hverju sinni áhugavert. Í ár styrkir Jólaljós Mosfellinganna Eyþór Má Bjarnason og Katrínu Björk Baldvinsdóttur. Eyþór, sem hefur starfað um árabil á dekkjaverkstæðinu við Langatanga, lenti í alvarlegu vélhjólaslysi í byrjun ágúst og var á þriðja mánuð á spítala. Hans bíður endurhæfing næstu mánuði. Katrín kona hans greindist með brjóstakrabbamein í mars og hefur farið í lyfjameðferð og brjóstnám og er að fara í geislameðferð. Að meðferð lokinni mun hún þurfa einhverja mánuði til að jafna sig og ná upp þreki. Hjónin eiga tvö sett af fjölburum. Þríburana Baldvin Ásgeir og Elísabetu Heiðu sem fædd eru 2007. Þríburabróðir þeirra, Bjarni, var andvana fæddur. Tvíburarnir Brynjar Már og Kristíana Svava eru fædd 2011. Tónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar heita Jólaljós og verða sunnudaginn 24. nóvember í Guðríðarkirkju í Grafarholti klukkan 16. Miðaverð er krónur

þrjú þúsund en frítt er fyrir börn 12 ára og yngri. Fram koma: Egill Ólafsson, Kaleo, Hafdís Huld, Ragnar Bjarnason, Birgir Haraldsson, Stormsveitin, Gréta Hergils, Tindatríóið, Voxpopuli og Kirkjukór Lágafellssóknar. Stjórnandi tónleikanna er Arnhildur Valgarðsdóttir.

Egill Ólafsson, Hafdís Huld, Raggi Bjarna, Stormsveitin, Birgir Haraldsson , Gréta Hergils ,Tindatríóið, Kaleo, Vox populi og Kirkjukór Lágafellssóknar. Stjórnandi viðburðarins er Arnhildur Valgarðsdóttir.

Styrktartónleikar í Guðríðarkirkju 24. nóvember kl. 16:00 Miðaverð er kr. 3.000.- Ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára.

Posi á staðnum. Hægt er að kaupa miða í forsölu á netfanginu arnhildurv@simnet.is

Styrktaraðilar G K viðgerðir ehf Flugumýri 16c 270 Mosfellsbær

www.brunegg.is

Arnhildur Valgarðsdóttir organisti Lágafellssóknar í Mosfellsbæ.

v. in oð nó li b 30. T til a li d g

Við erum með

2 FYRIR 1 tilboð af öllum glerjum

út nóvember!

M GLERJU M U L L AF Ö

Spönginni Spönginni | Sími: 568 9112 | www.pr www.prooptik.is ooptik.is

15


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.