Page 22

18

GV

Fréttir

Glæsileg útsýnisíbúð með sérinngangi - til sölu hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs í Spönginni Opið hús Sunnudaginn 24. mars frá 15:0015:30. Um er að ræða 120,6 fm 4ja herbergja útsýnisíbúð með sérinngangi auk 22. fm bílskúrs á besta stað í Grafarvogi. Gengið er inn um sérinngang á annari hæð þar sem komið er inn í forstofu með stiga upp á þriðju hæð. Frá stiga er komið inn í rúmgóðan gang með góðum skápum. Svefnherbergi eru þrjú og öll eru þau með sérsmíðuðum fallegum skápum en hjónaher-

bergi með mikla og góða skápa auk sjarmerandi bogaglugga, baðið er flísalagt í hólf og gólf með baðkari, sturtuklefa, fínni innréttingu og handklæðaofn auk þess eru tveir gluggar sem gera baðherbergið einstaklega bjart. Stofan er stór og björt með útsýni og dyr út á svalir. Í eldhúsi er góð innrétting með ofni, keramikhelluborði og verðlauna Siemenz uppþvottavél getur fylgt. Góður borðkrókur við glugga og svaladyr. Inn af eldhúsi er geymsla/búr sem nýtist vel. Suðvestur hornsvalir eru 21fm stórar. Þvotta-

Í eldhúsi er góð innrétting.

Stofan er stór og björt með útsýni og dyr út á svalir.

hús er innan íbúðar og er það flísalagt en þar er hægt að koma fyrir bæði þvottavél og þurrkara. Bílskúrinn er upphitaður, búið er að tengja heitt og kalt vatn auk þess hefur verið útbúið geymsluloft innan skúrsins. Eignin er steinsnar frá allri þjónustu s.s Borgarholtsskóla, Engjaskóla, leikskólum, Spönginni og Egilshöllinni þar sem fram fer mikið og gott íþróttastarf í einni af bestu íþróttaaðstöðum landsins.

Frá Korpúlfum

Íslandsbanki og eldri borgarar Eignastýringarþjónusta Íslandsbanka VÍB og Félag eldri borgara í Reykjavík héldu sameiginlegan fund föstudaginn 22. febrúar í húsakynnum Félags eldri borgara við Stangarhyl. Þar fór Björn Berg frá VÍB yfir það helsta sem snýr að sparnaði eldri borgara, hvaða möguleikar eru í stöðunni varðandi ávöxtun sparnaðar og einnig var farið lauslega yfir skattalega stöðu þessa hóps þ.e. hvað hefur breyst í skattaumhverfinu sem snertir sparnað og lífeyrir eldri borgara. VÍB er með reglulega fundi um slík málefni enda er þetta klárlega þörf og góð umræða fyrir þennan hóp því hætta er á margir séu að missa af tækifærum

Verðlauna Siemenz uppþvottavél í eldhúsinu getur fylgt.

Björn Berg Gunnarsson frá VÍB flytur sitt erindi. um öruggari ávöxtun auk þess sem þarft er að vita hvernig umhverfið hefur breyst m.t.t. lífeyris þessa hóps. Sjá má fróðlegar upptökur af slíkum og fleiri góðum fundum VÍB inni á vef þeirra

www.vib.is Góð mæting var á fundinn og fjörugar umræður spunnust um málefnið. VÍB og Íslandsbanki kunna Félagi eldri borgara miklar þakkir fyrir góða samvinnu varðandi slíka fundi.

Samkennd í Korpukoti

Tumi mætti í Korpukot og kenndi börnunum ný tákn.

Leikskólinn Korpukot leggur áherslu á lífsgildavinnu með börnunum og Tákn með tali kennslu. Börnin hittast einu sinni í viku og syngja saman eða hafa annarskonar uppistand fyrir hvort annað. Í síðustu viku opnuðu elstu börnin nýtt lífsgildi á blóminu okkar og í ljós kom lífsgildið samkennd. Börnin útskýrðu á skemmtilegan hátt hvað felst í lífsgildinu og að sjálfsögðu mætti Tumi fína handbrúðan okkar og kenndi börnunum ný tákn sem tengjast samkenndinni sem við leggjum áherslu á í starfinu á næstu vikum.

Korpúlfar, félag eldri borgara í Grafarvogi, fagnar 15. ára afmæli sínu í apríl 2013 og af því tilefni heldur félagið veglega afmælishátíð í Gullhömrum. Félagsmönnum fjölgar sífellt og eru núna skráðir 560 félagar. Meðalaldurinn í félaginu er 76,49 ár og hefur starfið aldrei verið fjölbreyttara og allt er unnið í sjálfboðaliðastarfi. Áhersla hefur verið lögð á undanfarið að efla mannauðinn í hverfinu okkar góða með því að tengja félagsstarfið við hina ýmsu aldurshópa og stofnanir í hverfinu s.s. leikskóla, grunnskóla, frístundamiðstöðina Gufunesbæ, Grafarvogskirkju, Grafarvogsskáldin og fleiri. Formenn Korpúlfa frá upphafi hafa verið Ingvi Hjörleifsson, Hilmar Guðlaugsson, Magnús Fjeldsted og á síðasta aðalfundi í febrúar var í fyrsta sinn kjörin kona sem formaður Korpúlfa, Halldóra Helga Jóhannesdóttir. Auk stjórnar Korpúlfa starfa þrjár þriggja manna nefndir á vegum félagsins sem skila góðu starfi, ferðanefnd þar er formaður Pétur Blöndal, fræðslunefnd þar er formaður Birgir Rafn Gunnarsson og skemmtinefnd þar er formaður Sesselja Eiríksdóttir. Ferðanefndin stendur fyrir ýmsum ferðalögun innanlands og utanlands og hefur skipulagt afar spennandi 4 daga vorferð um Norð-Austurland í maí. Fræðslunefndin stendur fyrir vinsælum tölvufærninámskeiðum á Korpúlfsstöðum alla mánudagsmorgna í samvinnu við Kelduskóla. Einnig hefur verið boðið upp á ýmsa góða fræðslu á mánaðarlegum félagsfundum í vetur, margir góðir gestir hafa komið í heimsókn endurgjaldlaust með góð málefni. Má þar nefna doktor Sólfríði Guðmundsdóttir hjúkrunarfærðing, Óttar Guðmundsson geðlækni, Reyni Vilhjálmsson landslagsarkitekt og Stefán Stefánsson óperusöngvara sem kom ástamt Margréti Sesselju. Þá hafa flest Grafarvogsskáldin heimsótt bókmenntaklúbb Korpúlfa og Sigurður Skúlason leikari var með framsagnarnámskeið fyrir félagsmenn. Í framhaldi af því hefur verið ákveðið að Korpúlfar flytji okkur Passíusálmana í Grafarvogskirkju á föstudaginn langa. Eiga allir þessir góðu gestir þakkir skyldar fyrir að heiðra Korpúlfana með nærveru sinni og stjórn félagsins vill um leið þakka þá vinsemd sem þau finna svo vel fyrir og njóta í Grafarvoginum. Frá aðalfundi Korpúlfa.

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsblaðið 3.tbl 2013  

Grafarvogsblaðið 3.tbl 2013

Grafarvogsblaðið 3.tbl 2013  

Grafarvogsblaðið 3.tbl 2013

Profile for skrautas
Advertisement