Page 20

20

SG

Snyrtistofa Grafarvogs

GV

Fréttir

Gleðilega páska Berglind, Helga, Auður og Heiðbjört

Snyrtifræðingar og meistarar Hverafold 1-3 III hæð sími: 587-6700 www.ssg.is

Berglind Gunnarsdóttir Vættaskóla, Hekla Gná Heimisdóttir Rimaskóla og Hanna Björt Stefánsdóttri Húsaskóla.

Þrjár stúlkur unnu til verðlauna í Stóru upplestrarkeppninni

Rúnar Geirmundsson

Sigurður Rúnarsson

Elís Rúnarsson

Þorbergur Þórðarson

Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is

Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990

Þær Berglind Gunnarsdóttir Vættaskóla, Hekla Gná Heimisdóttir Rimaskóla og Hanna Björt Stefánsdóttri Húsaskóla urðu hlutskarpastar fjórtán lesara sem kepptu til úrslita í Stóru upplestrarkeppninni í Grafarvogi sem fram fór í Grafarvogskirkju þann 4. mars. Það voru nemendur grunnskólanna í Grafarvogi og Kjalarnesi sem tóku þátt í úrslitakeppninni, sjö drengir og sjö stúlkur sem áður höfðu unnið keppnina innan síns skóla. Eins og áður segir voru það stelpurnar sem stóðu sig tals-

vert betur að mati dómnefndar og unnu til allra verðlaunanna. Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga nemenda 7. bekkjar á vönduðum upplestri og framburði. Keppendur lásu einn sögukafla úr bók Friðriks Erlingssonar um Benjamín dúfu, ljóð eftir Þóru Jónsdóttur frá Laxamýri og að loks ljóð að eign vali. Formaður dómnefndar, Sesselja Guðrún Sigurðardóttir hrósaði öllum keppendum fyrir góðan undibúning og frammistöðu í lokakeppninni og sagði dóm-

nefndinni hafa verið nokkur vandi á höndum að komast að niðurstöðu. Sigurvegararnir þrír fengu vegleg peningaverðlaun að launum og öllum þátttakendunum var afhend bókargjöf frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Nemendur Skólahljómsveitar Grafarvogs léku á blásturshljóðfæri á milli umferða við undirleik Einars Jónssonar stjórnanda sveitarinnar. Umsjón með keppninni hafði Ragnheiður Axelsdóttir námsráðgjafi í Miðgarði.

Kiwanismenn gefa Ipad spjaldtölvur ALLIR ÚT AÐ HJÓLA

MEÐ

Félagar úr Kiwanisklúbbnum Höfða, Grafarvogi hafa gert víðreist um hverfið okkar að undanförnu, en fyrir skömmu færðu þeir félagar Dagþjónustunni Gylfaflöt þrjár spjaldtölvur að gjöf, en Gylfaflöt er dagþjónusta fyrir ungt fólk með fötlun á aldrinum 16-30 ára. Þar er boðið uppá tómstundamiðaða þjónustu fyrir fólkið, sem kemur á hverjum degi en rúmlega 20 einstaklingar nýta sér þessa þjónustu. Mikil sókn hefur verið í notkun Ipada í allri vinnu með fötluðum, þeir þykja sérstaklag handhægir , hægt að setja auðveldlega inn myndir og texta. svo þægilegt að að nota snertiskjáinn

til að stýra þeim, sérstakleg fyrir þá einstaklinga sem eru með skerta hreyfigetu. Þá færðu Höfðafélagar einnig Sérdeild Foldaskóla einnig þrjár Ipad spjaldtölvur að gjöf , en sérdeild er fyrir nemendur með einhverfu en einhverfa lýsir sér einkum í erfiðleikum í boðskiptum og félagslegu samspili auk þess sem einstaklingar með einhverfu geta haft sérkennilega og áráttukennda hegðun. Við flutning deildarinnar frá Hamraskóla fyrir skömmu yfir í Foldaskóla vildi starfsfólk deildarinnar búa deildina eins góðum tækjakosti og kostur

Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja NMVNtTLJQUVNVNtUSBVTUPHGBHMFH¢KØOVTUBtÈSBSFZOTMB         

Bíldshöfða 12 · 110 110 RVK RVK · 577 1515 · ww www.skorri.is w.skorri.is

SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGE RAFGEYMUM YMUM

Frá afhending spjaldtölva í Sérdeild Foldaskóla.

væri og töldu að miklir möguleikar opnuðust með tækni eins og spjaldtölvum. Þess skal einnig getið undanfarin ár hafa Kiwanismenn styrkt Sérbraut Borgarholtsskóla, með fjárframlögun í sjóð útskriftarnema. Afhending reiðhjólahjálma boðar orðið vorkomuna ár hvert en í samstarfi við Eimskip munu Kiwanismenn afhenda öllum börnum í 1. bekk grunnskóla Grafarvogs reiðhjólahjálma að gjöf, þetta í 13 skipti sem Höfðamenn munu útdeila hjálmum í skólum Grafarvogs og er áætluð í apríl n.k.

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsblaðið 3.tbl 2013  

Grafarvogsblaðið 3.tbl 2013

Grafarvogsblaðið 3.tbl 2013  

Grafarvogsblaðið 3.tbl 2013

Profile for skrautas
Advertisement