Page 2

2

GV

Fréttir

Graf­ar­vogs­blað­ið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: gv@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@skrautas.is Ritstjórn og auglýsingar: Höfðabakki 3 - Sími 587-9500 / 698-2844. Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingastjóri: Sólveig J. Ögmundsdóttir - solveig@skrautas.is Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur og Landsprent. Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 og 112.

Mikil viðbrögð Í síðasta blaði sögðum við frá hugmyndum sem fram hafa komið þess efnis að Grafarvogur verði sérstakt sveitarfélag. Grafarvogur segi sig hreinlega úr lögum við Reykjavíkurborg. Varla höfum við í þau tuttugu ár sem við höfum gefið þetta blað út fengið sterkari viðbrögð við skrifum í blaðinu. Flestir hafa talað til stuðnings þeim hugmyndum að þeir tuttugu þúsund íbúar sem byggja Grafarvog ráði sínum málum sjálfir. Og þetta er fólk úr öllum flokkum og algjör misskilningur að þessi hugmynd eigi upptök sín hjá einum stjórnmálaflokki frekar en öðrum. Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að þjónustustig hér í Grafarvogi hefur verið í frjálsu falli síðustu árin. Fjölmargir nauðsynlegir þjónustuaðilar hafa horfið á harðahlaupum úr hverfinu. Er nú svo komið að Grafarvogsbúar þurfa að leita í önnur hverfi borgarinnar eftir stórum hluta þeirrar þjónustu sem þeir þrufa á að halda. Löggæsla í hverfinu er í molum, engin bankastarfsemi og nú síðast berast fregnir af því að einn bankanna sé að færa sig lengra frá Grafarvoginum þegar Íslandsbanki hyggst í haust eða síðsumars sameina útibú sín í Mosfellsbæ, Stórhöfða og Hraunbæ í eitt útibúi í Höfðabakka. Þetta hefur í alltof mörg ár verið þróunin hér. Hvert þjónustufyrirtækið af öðru leggur á flótta úr hverfinu og bregðast þarf við þessari þróun með einhverjum hætti. Líka þarf að vinna að því af krafti að reyna að endurheimta þau fyrirtæki sem flúið hafa Grafarvog síðustu árin. Að öðru. Það eru framundan skrítnr kosningar til alþingis eftir rúman mánuð. Enn heldur framboðum áfram að fjölga og almenningur virðist varla vita sitt rjúkandi ráð. Ef fram fer sem horfir verður kjörseðillinn orðinn að litlu kveri þegar við kjósum í lok apríl. Ekki er gott að átta sig á ástæðu þess að allur þessi fjöldi framboða ætlar að bjóða fram. Staðan á alþingi í dag er þannig að þessi vinnustaður getur ekki haft mikið aðdráttarafl meðal venjulegs fólks. Öllum þeim sem hafa áhyggjur af stöðu mála hér á landi hreinlega ofbýður staða mála á alþingi Íslendinga. Síðustu daga hafa þingmenn orðið sér til ævarandi skammar á hverjum degi og vonandi munu margir þeirra hverfa af alþingi eftir næstu kosningar.

Stef án Krist jáns son, rit stjóri Graf ar vogs blaðs ins

gv@skrautas.is

Vangaveltur um heimsókn borgarstjóra Hugmyndin um að Grafarvogur sé betur kominn sem sérstakt sveitarfélag vekur athygli Þann 29. janúar sl. heiðraði Jón G. Kristinsson borgarstjóri okkur Grafarvogsbúa með nærveru sinni og hélt opinn íbúafund í Gufunesi. Var augljóst á þeim fundi að ekki voru allir Grafarvogsbúar hrifnir af verkum hans og hans samstarfsfólks. Né heldur voru menn sáttir við óskýr svör borgarstjóra og undanbrögðum til svara. Kom til nokkurra orðahnyppinga, eins og gengur á slíkum fundum þar sem ekki eru allir á eitt sáttir. Að loknum fundi sá borgarstjóri síðan ástæðu til þess að kvarta opinberlega undan því að hafa orðið fyrir bæði einelti og ofbeldi af hálfu Grafarvogsbúa á téðum fundi. Undirritaður var sjálfur staddur á íbúafundinum og ég leyfi mér að fullyrða að hvorki var borgarstjóri beittur ofbeldi né var hann lagður í einelti. Upphlaup hans hlýtur að valda því að maður veltir fyrir sér hvort hann annað tveggja skilur ekki þessi hugtök eða hvort hann segir vísvitandi ósatt til þess að kalla á athygli og vorkunnsemi. Það var líka sérkennilegt að lesa frétt af umræddum fundi á vefsíðu Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness. Var greinilegt að þar lögðu menn, karlar og konur, sig fram að verja borgarstjóra og bera blak af honum og um leið gera lítið úr umkvörtunarefnum íbúa. Ég hef sjálfur setið ótal sambærilega fundi með ýmsum borgarstjórum og fullyrði að á fundi þessum fór þar ekkert á milli manna sem ekki hefur heyrzt áður og sízt varð Jón G. Kristinsson fyrir meira „aðkasti" en oft vill verða þegar hvín í. Hann hefur hins vegar sýnt það, svo ekki fari milli mála, að hann veldur ekki starfinu og einnig að hann, eins og svo margir í Ráðhúsi Reykjavíkur, veit ósköp lítið um aðstæður, væntingar og umkvörtunarefni okkar Grafarvogsbúa. Ein fyrirspurn, sem borgarstjórni

fékk á títtnefndum íbúafundi og hann lét ósvarað, var hvernig honum litist á að Grafarvogur yrði sjálfstætt sveitarfélag. Þetta er alls ekki ný hugmynd og sjálfur hef ég alltaf verið svolítið „skotinn" í henni. Ég á ekki erfitt með að ímynda mér hverfið okkar sem blómlegt sveitarfélag. Við ættum að

Em­il­Örn­Krist­jánssson,­­for­mað­ur­­Fé­lags­sjálf­stæð­is­manna­í Graf­ar­vogi,­skrif­ar:

.

hafa alla burði til slíks enda hverfið að mörgu leyti skemmtilega skipulagt, vel afmarkað og nógu fjölmennt til að geta staðið vel undir sér. Grafarvogshverfi sem sveitarfélag yrði fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins. Þó Reykjavíkurborg sé fjarri því að vera með fjölmennari borgum heims þá virðist hún vera orðin stærri en borgarstjóri og samstarfsfólk hans ráða við. Núverandi borgarstjórnarmeirihluta skortir alla yfirsýn og báknið bara vex. Enda hefur kostnaður við yfirstjórn borgarinnar og skrifstofu borgarstjóra margfaldast á yfirstandandi kjörtímabili meðan grunnþjónusta hefur verið skert. Einn stærsti útgjaldaliður sveitarfélaga eru grunnskólarnir. Mér er sagt að hver grunnskólanemi í Mosfellsbæ kosti t.a.m. fjórðungi minna en hver grunnskólanemi í Reykjavík. Það er ekki lítið fé og þó er ég þess viss að kennsla og aðbúnaður í grunnskólum Mosfellsbæjar er sízt lakari en í Reykjavík. Svona mætti áfram tína til. Það er t.d. engin spurning að áætluð menningarmiðstöð í Grafarvogi, sem borgarstjóri kannaðist ekkert við að hefði eitt sinn átt að rísa, væri löngu risin ef Grafarvogsbúar réðu því sjálfir í hvað útsvarið þeirra færi. Einnig væri öll

aðstaða til íþrótta og tómstunda veglegri og svo mætti lengi telja. Borgarstjóri talaði glaðbeittur og glottandi um að með réttum skipulagsforsendum væri hægt að fá kaupmanninn á horninu inn í hverfið og skósmiðinn. Það hefur s.s. aldrei verið rætt við íbúana um það hvort slíkt sé forgangsatriði í þeirra huga en ætli þeim þyki ekki öllu verra að hér í þessu stóra hverfi er engan banka að finna lengur, ekkert pósthús, enga áfengisútsölu, enga flokkunarstöð Sorpu og enga lögreglustöð. Borgarstjóri og samstarfsfólk hans virðast einfaldlega ekki hafa neina hugmynd um hvaða mál það eru sem brenna á fólki hér í "efri byggðum" né heldur virðast þau hafa nokkra löngun til að kynna sér þau. Það er full ástæða til þess að kalla eftir frekari umræðu um þann möguleika að Grafarvogshverfi segi sig úr lögum við Reykjavíkurborg. Það væri þá ekki í fyrsta sinn, sem sveitarfélagi er skipt upp. Það er líka full ástæða til þess að þeir sem sitja niðri í Ráðhúsi Reykjavíkur og þykjast stjórna borginni taki svona vangaveltur alvarlega. Það er full ástæða til þess að borgarstjórnarmeirihlutinn geri sér grein fyrir því að hér í sk. úthverfum borgarinnar býr fólk sem lætur ekki bjóða sér athugasemdalaust að það sé valtað yfir það og búsetuforsendum þess umturnað án nokkurs samráðs á meðan borgarstjórinn talar fjálglega um íbúalýðræði og skilur ekkert í því af hverju fólk tekur honum ekki bara með huggulegheitum og lófataki. Höfundur er formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi

Tékkland

8.945

Aðalskoðun

9.840

Frumherji

9.600

Samanburður á verðskrá aðalskoðunar bifreiða undir 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd, skv. vefsíðum fyrirtækjanna 1. mars 2013

Borgartún

Holtagarðar

Reykjavíkurvegur

Akureyri

Sími 414 9900

tekkland@tekkland.is

www.tekkland.is

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsblaðið 3.tbl 2013  

Grafarvogsblaðið 3.tbl 2013

Grafarvogsblaðið 3.tbl 2013  

Grafarvogsblaðið 3.tbl 2013

Profile for skrautas
Advertisement