Page 15

15

GV

Fréttir

SamFestingurinn og samfésballið í Höllinni Söngkeppni Samfés (Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi) og Samfésballið hafa undanfarin ár gengið undir nafninu SamFestingurinn en SamFestingurinn fer iðulega fram fyrstu helgina í mars ár hvert. Ballið er á föstudagskvöldi og söngkeppnin á laugardegi og það eru unglingar í 8. – 10. bekk úr félagsmiðstöðvum af öllu landinu sem taka þátt í gleðinni. Á Samfés-ballinu

Kara, Bjargey, Edil, Steinunn og Andrea á Samfésballinu.

voru saman komnir 4500 krakkar í Laugardalshöllinni og voru þeir að sjálfsögðu alveg til fyrirmyndar og skemmtu sér konunglega en á ballinu skemmtu m.a. Jón Jónsson og Páll Óskar Hjálmtýsson. Félagsmiðstöðvar Gufunesbæjar áttu tæplega 300 unglinga í Höllinni að þessu sinni. Félagsmiðstöðvar Gufunesbæjar stóðu fyrir söngkeppninni Söngyn 21. febrúar síðastliðinn til að velja

sína fulltrúa í söngkeppni Samfés. Aron Hannes Emilsson úr Sigyn, Jessý Rún Jónsdóttir og Kristín Eva Ólafsdóttir úr Púgyn voru þau sem stóðu uppi sem sigurvegarar í Söngyn. Aron, Jessý og Kristín stóðu sig öll mjög vel í söngkeppni Samfés sem fór fram 2. mars og eigum við eflaust eftir að fá að heyra meira frá þessum söngfuglum í framtíðinni.

250 fermingarbörn í Grafarvogi og hvergi fleiri á landinu 250 fermingarbörn fermast í Grafarvogskirkju um þessa páska. Það eru um 90% af árganginum og hefur hlutfall þeirra sem fermast aldrei farið niður fyrir 90% í Grafarvogi. Fyrsta fermingin var í Grafarvogskirkju sl. sunnudag en í blaðinu má finna öll nöfn fermingarbarnanna á bls. 16.

Áhugasöm fermingarbörn í Grafarvogskirkju sl. sunnudag.

Frábærar fermingargjafir Þessi mynd var tekin í fyrstu fermingunni í Grafarvogskirkju um liðna helgi.

GV-myndir PS

Förðunarburstasett frá Sigma 88 augnskugga palletta frá Coastal Scents

78 augnskugga og kinnalita palletta frá Coastal Scents

Hágæða förðunarburstasett frá Sigma

www.gloss.is - sími 587-9500 - netverslun

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsblaðið 3.tbl 2013  

Grafarvogsblaðið 3.tbl 2013

Grafarvogsblaðið 3.tbl 2013  

Grafarvogsblaðið 3.tbl 2013

Profile for skrautas
Advertisement