Page 2

2

GV

Fréttir

Graf­ar­vogs­blað­ið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: gv@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@skrautas.is Ritstjórn og auglýsingar: Höfðabakki 3 - Sími 587-9500 / 698-2844. Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingastjóri: Sólveig J. Ögmundsdóttir - solveig@skrautas.is Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 og 112.

Ólaf Ragnar áfram Það verða forsetakosningar í vor. Beðið er enn eftir ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar. Ætlar hann að yfirgefa Bessastaði eða gefa kost á sér áfram? Þetta er stóra spurningin og við henni þarf að fást svar sem allra fyrst. Ólafur má ekki draga það mikið lengur að segja af eða á. Óvissan sem ríkt hefur frá áramótaávarpi forsetans er óheppileg fyrir margra hluta sakir. Ólafur Ragnar hefur lengi verið umdeildur maður. Hann var um langt árabil harðskeyttur stjórnmálamaður sem almenningur annað hvort dáði eða hataði eina og pestina. Ólafur hefur hins vegar fækkað andstæðingum sínum linnulítið undanfarin ár í embætti forseta Íslands. Það hefur hann gert með skeleggri frammistöðu í embætti. Hann stóð í báðar fætur þegar margir stjórnmálamenn lágu kylliflatir hver um annan þveran og hvöttu landsmenn til að samþykkja galinn samning um Icesave. Samning sem hefði líklega getið af sér gjaldþrot Íslands. Ég er ekki viss um að allir hafi enn gert sér grein fyrir því hvernig staðan væri hér á landi í dag ef farið hefði verið eftir fyrirmælum og óskum Steingríms og Jóhönnu varðandi Icesave á sínum tíma. Skuldir þjóðarbúsins væru þá líkast til 500-700 milljarðar króna og við værum varla borgunarmenn fyrir vöxtunum af þeirri hrikalegu upphæð hvað þá meiru. Ábyrgð þeirra stjórnmálamanna sem hvöttu íslernska þjóð til að samþykkja það brjálæði sem fyrstu Icesave samningarnir voru er mikil. Og þessir stjórnmálamenn hafa því miður sloppið ótrúlega vel frá þessum afglöpum sínum og eru því miður enn við völd hér á landi. Til allrar lukku áttum við Íslendingar forseta á Bessastöðum sem treysti sinni þjóð og reyndist sannur Íslendingur þegar mest á reyndi. Hann fól Íslendingum að segja sína skoðun í þjóðaratkvæðagreiðslum og vitanlega var það eina rétta skoðunin í málinu. Ólafur Ragnar barðist með kjafti og klóm fyrir málstað Íslendinga erlendis og í erlendum fjölmiðlum. Á sama tíma mættu íslenskir ráðamenn ekki í vinsæla umræðuþætti í stærstu erlendu fjölmiðlunum til að verja og kynna málstað Íslands. Menn geta haft mismunandi skoðanir á Ólafi Ragnari en betri frambjóðanda til embættis forseta Íslands eigum við ekki í dag. Þjóðin virðist styðja Ólaf Ragnar sem aldrei fyrr og forsetinn á að koma sem allra fyrst fram og tilkynna þjóðinni að hann muni sitja eitt kjörtímabil enn. Vonandi gerist það sem allra fyrst. Þetta fyrsta Grafarvogsblað ársins markar upphaf tuttugasta ársins sem við gefum blaðið út. Við viljum nota tækifærið og óska Grafarvogsbúm gleðilegs árs og færum ykkur þakkir fyrir síðustu 19 árin.

Stefán Kristjánsson, ritstjóri Grafarvogsblaðsins

gv@skrautas.is

Afreksfólk Fjölnis ásamt Málfríði íþrótta- og félagsmálastjóra og Jóni Karli formanni. Afreksfólkið frá vinstri: Fimleikar Emilía Dögg Arnardóttir, Frjálsar Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Sunddeild og afreksmaður Fjölnis Jón Margeir Sverrisson, Karatedeild Kristján Örn Kristjánsson, Knattspyrnudeild Bergsveinn Ólafsson, Taekwondodeild Ingólfur Óskarsson, Fjölnismaður ársins Helgi Árnason. Á myndina vantar: Handknattleiksdeild Einar Örn Einarsson, Körfuknattleiksdeild Ægir Þór Steinarsson, Skákdeild Dagur Ragnarsson, Tennisdeild Hera Björk Brynjarsdóttir.

Afreks- og Fjölnismaður ársins 2011 - Jón Margeir og Helgi skólastjóri hrepptu hnossið

Á dögunum voru kjörnir Fjölnismaður ársins og Afreksmaður Fjölnis 2011 við hátíðlega athöfn í íþróttamiðstöðinni Dalhúsum. Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis, byrjaði á því að heiðra Fjölnismann ársins. Helgi Árnason formaður skákdeildar varð fyrir valinu í ár. Helgi er vel að þessum titli kominn en hann stofnaði skákdeildina ásamt Hróksmönnum árið 2004 og hefur stýrt deidinni síðan sem formaður með miklum sóma. Tímamót urðu í sögu skákdeildar þegar fyrsti Íslandsmeistaratitillinn í liðakeppni vannst núna í nóvember þegar A sveit deildarinnar vann með óvenju miklum yfirburðum Íslandsmót unglingasveita. Þetta er aðeins lítið brot af árangri deildarinnar. Helgi er vakinn og sofinn yfir starfsemi deildarinnar, það eru fáir laugardagar síðan 2004 sem hann hefur ekki mætt í Rimaskóla á æfingar hjá skákdeildinni. Skákdeildin er með engin æfingagjöld, Helgi hefur með dugnaði og elju aflað styrkja til að deildin beri sig svo allir geti æft án gjalda. Allar deildirnar 10 hafa valið afreksmann og voru þeir allir boðaðir á viðurkenningahátíðina þar sem þau voru kölluð upp og fengu rós frá félaginu. Svo kom stóra stundin þar sem afreksmaður Fjölnis 2011 var tilkynntur. Jón Margeir Sverrisson sundmaður hlaut þann heiður að vera afreksmaður Fjölnis 2011. Jón Margeir var á dögunum einnig kjörinn afreksmaður fatlaðra 2011 en hann keppir í flokki S14 sem er flokkur þroskaheftra. Jón Margeir hefur staðið sig einstaklega vel í ár sem og undanfarin ár en hann hefur æft og keppt með félaginu í tvö og hálft ár og náð gríðalegum framförum og bætingum. Hér eru talin helstu afrek hans á árinu: 4 heimsmet, Olympiulágmörk á OL fatlaðra 2012, gull og silfur á heimsmeistaramóti fatlaðra í haust. Jón Margeir er á topp 10 heimslista IPC í 6 greinum þar af tveimur í 1. sæti. Þessi duglegi sundmaður hefur bætt Íslandsmetið í sínum fötlunarflokki 38 sinnum á árinu 2011.

Vadim Forafonov þjálfari Jóns Margeirs, Jón Margeir og Helgi Árnason.

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarvogsbladid1.tbl 2012  

Grafarvogsblaðið 1.tbl 2012

Grafarvogsbladid1.tbl 2012  

Grafarvogsblaðið 1.tbl 2012

Profile for skrautas
Advertisement